Lögberg - 12.01.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.01.1950, Blaðsíða 4
4 WINNIPEG. FIMTUDAGINN, 12. JANÚAR, 1950 Í.OQt)rrg Gefið út hvern fimtudag af THE CGLUMBIA PRESS LIMITED 1)9«. SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR 1 ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg’' is printed and published by The Columbía Press Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa SAMSTARF MANNS OG MOLDAR í órjúfandi samstarfi við móðurmoldina öðlast mað- urinn sína fullkomnustu lífshamingju; veldi gróandans viðurkennir engar landamerkjalínur, og því eru engin takmörk sett. ,,í heilögu samstarfi moldar og manns býr máttur hins rísandi dags“. — Ég gisti einu sinni að sumarlagi á yndislegu, aðlað- andi landnámsbýli íslenzku, í Pembinahéraðinu í North Dakota; þar var gott að vera og gestrisnin sat þar á guðastóli; umhverfis íbúðarhúsið rann „lifandi Korn- stangamóða; loftið var þrungið §;róðurangan, og hvar vetna blasti við líf, fegurra og fullkomnara líf. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu“, sagði sólbrend- ur bóndinn, að því betur sem maður skilur móðurmold- ina, þess auðveldara veitist manni að skilja sjálfan sig og köllun sína í lífinu; mér finst líkt farið fyrir mér eins og einum hinna norrænu guða, er svo var heyrnar- næmur, að hann heyrði þegar gras spratt á jörðu og ull á fé; mér finst ég heyra þetta hvorttveggja líka; að þetta sé hugarburður eða fjarstæða, sætti ég mig ekki við; þegar við hjónin í þurkatíð vökvum blómunum garðinum okkar, renna þau til okkar þakkaraugum þau eru skyni gædd, alt sem lifir er skyni gætt“. Yfir áminstu sveitaheimili hvíldi samræmdur menn- ingarbragur, íslenzkur og amerískur, án þess að árekst- urs yrði vart; þar var margt góðra bóka á báðum mál unum, og þær höfðu auðsjáanlega verið meir notaðar til lesturs en hýbýlaprýði; mér varð á að spyrja hinn sólbrenda og gáfulega landnámsbónda hvaða bækur hann hefði í mestu afhaldi, og það stóð ekki á svari: „Konan mín les Grasaferð Jónasar að minsta kosti þrisvar á ári, en ég les enga bók eins oft eins og Árna eftir Björnstjerne Björnson í þýðingu Þorsteins Gísla sonar. Ég ætlaði víst eins og svo margir aðrir, að verða eitthvað annað og meira en ég varð; þessi fagurhugs- aða bók gerði það að verkum, að ég fann lífshamingj- una — og mig sjálfan; ég gleymi aldrei þessu óumræði- lega fagra erindi í áminstri bók; það hefir reynst mér hinn hollasti sáttasemjari við flest það, eða jafnvel alt, sem á dagana hefir drifið: Ég ætlaði að gera úr mér afbragðsmann, ég ætlaði langt burt en veg ei fann; ég vildi með stórmennum standa þeim stærstu í verki og anda. Nú sé ég hið dýrasta af Drotni léð og dyggasta með sér að bera, % er ekki að teljast þeim mestu með, en maður í reynd að vera.“ Mér fanst mikið til um hve góðvinur minn fór fallega með erindið, hve áherzlurnar létu vel í eyra og hve hann lifði sig inn í meginkjarna þess, maður í reynd að vera. „Það geta ekki allir talist þeim mestu með“, sagði Dakotalandneminn eftir stundarþögn, ,,og það er held- ur ekki aðalatriðið; hitt er meira um vert, að vera mað- ur í reynd“. Nú kom húsfreyjan, tigin og silfurlokkuð út á hlað og bauð okkur til kaffidrykkju; meðan setið var yfir bollunum spurði hún bónda sinn um umtals- efni okkar fyrir utan húsagarð; „við vorum að tala um hann Árna, sem ein*s og ég ætlaði að gera úr sér afbrags mann og vildi með stórmennum standa“; „það er margt líkt um ykkur Árna“, sagði húsfreyja, „og um það ætti engum að vera kunnugra en mér“, bætti hún við. Allmörg ár eru nú um garð gengin síðan ég gisti á áminstu bóndabýli í hinu frjósama Pembinahéraði, og vinir mínir, húsráðendurnir þar, komnir undir græna torfu; en góðu heilli helzt óðalið enn í ættinni og er setið af miklum skörungsskap. — Öld fram af öld var sveitamenningin megin kjöl- festan í lífi íslenzku þjóðarinnar; þar þróaðist kjarni hinna fegurstu ættarerfða mann fram af manni við heilsubrunna alþýðukveðskaparins og hvers konar fræðilegar iðkanir, og þar rann óðalsástin saman í eitt við aðalslund og fornar dyggðir; það var talin hin æðsta lífsskylda að menn legðu sig í líma um að verða menn með mönnum, þótt eigi teldist þeir hinum mestu með;- þetta var fagurt og drengilegt markmið, sem holt var að stefna að; en því miður sýnist íslenzk sveitamenning nútímans standa um þessar mundir á veikari grunni, en hún áður stóð, þótt vonandi sé, að slíkt færist til betri vegar áður en langt um líður. Moldin er örlát þeim, sem reynast henni trúir og láta eigi rányrkju stundarhagnaðarins fá yfirhöndina; en hina, sem svíkja hana í trygðum, lætur hún sæta þungri refsingu, og slíkir menn erfa ekki landið. Ef íslendingar vestan hafs leggja rækt við óðöl sín, munu þeir jafnan verða menn í reynd, og þá verður það engum vafa bundið, að þeir erfi landið. Frá Vancouver, B. C. 6. Jan. 1950. Þá er gamla árið búið og nýja árið gengið í garð. Milljónir af fólki er nú að bjóða hvert öðru Gleðilegt nýár, en enginn gefur neinn leiðarvísir hvernig mað- ur geti öðlast það. Ótelj'andi hugs andi menn og konur spyrja út í loftið, að því sem enginn getur svarað. Hvað skyldi nú þetta nýja ár hafa í skauti sínu. Skyldi það hafa heimsfrið eða heims- bylting? Útlitið er ekki gott. Leiðtogar þjóðanna bjóða hver öðrum steyttan hnefna, í staðinn fyrir að rétta hver öðrum bróð- urhönd. Það er ekki rétta að- ferðin til að semja til friðar á milli þjóðanna. Sennilega er það, það bezta sem við getum gjört, er að vera vongóðir um jramtíðina, og trúa því og treysta að þessi vandamál verði ráðin og til lykta leidd, til blessunar fyrir allt mannkynið. Tíðarfarið hér á vesturströnd- inni hefir verið óvanalega um- hleypingasamt nú í seinni tíð. Fyrst voru mikil votviðri sem orsökuðu flóðin í Vestur og Norð ur Vancouver og víða annars- staðar, sem blöðin hafa skýrt frá. Um jólaleytið fór að snjóa, og hefir því haldið áfram, þar til 4. janúar, þegar fór að birta til aftur. í fjöllunum hafa snjó- flóð og aurskriður fallið yfir járnbrautir og þjóðvegi, sem hef ir gjört mikinn skaða, og tafið fyrir meira og minna um alla umferð. Það er unnið að því nótt og dag, að koma þessu í lag aftur, en það er ekki séð fyrir endann á þeim erfiðleikum ennþá, snjódyngjan í fjöllunum er orðin óvanalega mikil, svo það má búast við flóðum aftur, eins og voru síðastliðið sumar, strax og þessi snjór fer að þiðna. Það getur orðið alvarlegt, ef kæmi snögglega hláka og hlý- indi og snjórinn þiðni í'hasti. Það hefir komið hér talsvert frost, en kaldast sem komið hefir er sex fyrir ofan núll. Hefir það aukið við vandræðin á margan hátt. Vatnspípur hafa frosið víðsvegar í borginni, því að það er ekki búið um þær sem skyldi, fyrir svona mikið frost. Bílar hafa frosið upp í hundraða tali, því þetta frost kom öllum á ó- vart. Þetta er einn af þeim mestu illviðrisbálkum, sem sög- ur fara af hér á vestur-strönd inni. Slysfarir hér í borginni eru farnar að vekja sérstaka athygli lögreglunnar, því þeim hefir fjölgað svo mikið í seinni tíð. 43 persónur mistu lífið í borginni árið 1949. 9000 slysfarir,' 2122 meiddust meira og minna. 662 lögreglumenn eru hér í borginni. Hafa þeir iðulega aðvarað öku- jóra að keyra varlega, en það virðist sem því sé ekki mikill gaumur gefinn. Það eru flestir, eða mjög margir af þeim, sem jessum slysförum valda, vitlitlir afglapar og fyllisvín, sem eru alveg eins hættulegir á strætum borgarinnar, þó þeir keyri bíla, sem eru hafðir í góðu lagi. Viss- asti vegurinn til að halda þeim náungum af strætunum , að gefa þeim ekki leyfi til að keyra bíla undir neinum kringumstæð um. Nú hefir lögreglan gefið til kynna, að eftirleiðis verði hærri sektir og lengri tugthúsvist dæmt þeim, sem sekir verða fundnir fyrir ógætilega keyrslu, sem. valda slysförum. Máske hef ir það einhver betrandi áhrif. Tíminn leiðir það í ljós. Sennilega hefir það verið hæsta jólatré, sem hefir veirð sett upp í Canada, er var reist upp á Eaton Square í Vanvou- ver. Var það 110 fet og nokkrir þumlungar að hæð. Tréð var þráðbeint, Douglas fir, var það skreytt með 2500 rafljósum. 20. 0000 manns var þar samankomið til að sjá þegar á Ijósunum var kveikt. Tilgangurinn var að safna jólagjöfum fyrir limlesta og sjúka hermenn, til heimilis á hinum ýmsu stofnunum hér í borginni. Hús hafði verið byggt hjá trénu til að geyma allar allar þær gjafir, sem strax fóru að berast þangað úr öllum átt- um. Ein af fyrstu gjöfunum, sem þangað bárust, var 1100 punda uxi, sem átti að vera borinn á borð fyrý þá á jólunum. Gjöfin var frá Woodwards Stores Ltd. hér í borginni. Þegar litið var inn í geymsluskálann fyrir jólin, leit það út eins og stórt vöru- hús, fullt af vörum. Tréð var látið standa þar, þangað til þriðja janúar er það var teikið niður. Jólahátíðahaldið byrjaði hjá okkur á Höfn þann 21. des. Jóla- tré, höfðu þeir B. Thorlacius og Bjarni E. Kolbeinn selt upp á heimilinu daginn áður. Var tréð, sem var hið veglegasta, gefið af Isl. lúterska söfnuðinum hér í borginni, en alt til þess að skreyta tréð, var gefið af Mr. B. Thorlacius. Fyrir þetta fallega tré, og þá fyrirhöfn, sem því fygldi að setja það upp, er hér með vinsamlega þakkað. Það voru margar heimsóknir hér á heimilinu um jólaleytið, til þess að skemmta heimllisfólkinu. Is- lenzka söngkonan Thora Thor- steinsson Smith heimsótti okk- ur einn daginn og söng og spilaði á hljóðfæri nokkra stund. Það var ágæt skemmtun og var Mrs. Smith vottað alúðlegt þakklæti fyrir komuna og skemmtunina. Kl. 8 um kveldið þann 21. hélt Kvenfélagið „SÓLSKIN“ sína árlegu jólasamkomu á heimil- inu, sóttu samkomuna 80 — 100 manns svo það var húsfyllir. Mrs. A. C. Orr forseti „SÓL- SKINS“, stjórnaði samkom- unni. Til skemmtunar var hríf- andi söngur bæði á ensku og ís- lenzku og hljóðfærasláttur. Sjö ungar stúlkur sungu nokkra söngva, sem þeim tókst mæta vel. Stuttar ræður héldu Dr. Sig- mar og Mr. G. J. Gíslason, for- stöðumaður heimilisnefndarinn- ar. Einnig talaði Mrs. Thomson, forstöðukonan á Höfn, nokkur velviðeigandi orð til gestanna. Einn af vistmönnum, Mr. Þórð- ur Kr. Kristjánsson flutti frum- ort kvæði við þetta tækifæri. Annar vistmaður á heimilinu, Hr. Hannes Kristjánsson gaf heimilinu þetta kvöld verðmæta rafurmagnsstundaklukku. Var honum af makleikum þakkað fyrir gjöfina af Mr. G. F. Gísla son, fyrir hönd heimilisins. Þeg- ar skemmtiskránni var lokið, þá voru um stund sungnir bæði enskir og íslenskir söngvar, en Mrs. Gail Johnson aðstoðaði við hljóðfærið. Sólskinskonurnar gáfu öllum vistvönnum falleg jólakort og „candy“. Seinast báru konurnar fram þá íslenzk- ustu jólaveizlu, sem haldin hefir verið í Vancouver, súkkulaði og alslags trakteringar eins og hvern lysti, — og seinast kom kaffi og pönnukökur. Þessar jólagjafir fékk heimilið um jólin. Frá „Ströndin“ spilaborð. Frá Mrs. B. Potter tvo kassa „Jap Oranges“. Kvenfélagi íslenzka lúterska safnaðarains, stórt svíns. (Ham). Frá Mrs. Queen, Saskatoon, diskaþurkur. Mrs. August Polson, vínarterta. Mrs. Wallace, 5 punda kassi af Choco lates. Frá Ungmennafélaginu Luther League, tíu myndir af ýmsum sögustöðum á íslandi, sem listmálarinn Snæbjörn Pol- son hefir málað. Myndirnar voru sameiginlega gefnar af Ung- mennafélaginu og Mr. Polson. Margir vinir heimilisins víðs- vegar að, sendu kveðjur og jóla- kort. Eitt af þeim var frá Mr. og Mrs. Guðmundur Grímsson, hæstaréttardómara í Bismark, Norður Dakota. Á seinasta árs fundi íslenzka lút. safnaðarins, sem haldinn var nýlega, lögðu hinir ýmsu em- bættismenn safnaðarins fram ársskýrslur sínar, sem sýndu að alt starf þeirra hefði gengið vel síðastliðið ár. Að kirkjubygging- armálinu er unnið að alefli. Söfn uðurinn hefur keypt álitlega lóð fyrir kirkjuna, er þótti hinn hehntugasti staður fyrir hann. Nefndin sem hefur þetta mál með höndum, gefur góðar vonir um það, að einhverjar fram- kvæmdir verði gerðar í þessu máli áður langt líður. Tveim mönnum var bætt við fulltrúa nefndina, þeim Henry Jackson og Gunnar Hendrickson. Á annan í jólum fór fram jóla- messa í dönsku kirkjunni. séra H. S. Sigmar frá Seattle prédik- aði. Miss Margrét Sigmar söng Einsöng. Aðsókn var hin besta svo kirkjan var fullskipuð. Eftir messu var jólatrés program haldið í neðri sal kirkjunnar, sem úngmenna félag safnaðarins og sunnudaga skólinn tóku mest- an þátt í. Seinast veittu konurn- ar kaffi og veitingar, ókeypis. Mrs. G. Grímson sem fékk slag fyrir nokkru síðan, og hefur verið rúmföst. Dóttir hennar Margrét stundar móðir sína af mestu alúð í veikindum hennar. Hinir mörgu vinir Mrs. Grímson óska að hún komist til heilsu aftur sem fyrst. Guðmundur S. Berg varð ný- lega fyrir slysförum hér í Van- couver. Hann var á ferð á reið- hjóli sínu, og rakst á hann flutn- ingsbíl. Eins og búast mátti við, beið Mr. Berg ósigur úr bítum, og varð fyrir talsverðum meið- slum braut bein í vinstri hend- inni, og marðist öðrum meginn. Hann er nú á góðum batavegi. Annar íslendingur varð fyrir slysförum 20 mílur frá Hope, B. C. Voru þeir sex í bínum á heim- leið til Vancouver, eftir að hafa leikið á nokkrum stöðum þar í bygðinni. Brautir vóru mjög hálar og hættulegar. Á þessum stað rann bíllin út af brautinni og valt á ýmsum endum 120 fet niður snarbrattaa brekku. Þeir sem í framsætinu vóru gátu stokkið út, áður enn bíllin fór útaf veginum, en þeir í baksæt- inu komust ekki út. Bíllinn staðn æmdist seinast á stórum stein- um sem hann rakst á, og var fram partur bílsins allur komin upp í framsætið, aftur parturinn meira og minna knúsaður. íslen- ingurinn sem var í aftur sætinu komst fyrstur út um bak glugg- an, en hinum varð að hjálpa til að losa sig, annar þeirra var ílla fótbrotinn, en hinir tveir meidd- ust ekki til muna. Það komu menn strax til að hjálpa þeim, og sá sem fótbrotnaði er nú á hospitali í Chilliwack, B.C. Land- inn sem hér var á ferðinni heitir Þórhallur Árgrímson. Á hann heima hjá fóstru sinni Mrs. Margréti Árngrímson, sem er búsett í Vancouver. Þórhallur segir frá því að sér hafi dottið í hug að hann væri í þvotta maskínu er han nvar að kútbylt- ast niður brekkuna í bínum. Það gengur næst kraftaverki, að þeir þrír biðu ekki bráðan bana á þessu ferðalagi. Nýlega vóru gefin saman í hjónaband Miss Sophie Lella Björnson og Mr. J. A. J. Parks. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Barney Björnson, hér í borginni. I Brúðguminn er af Canadískum ættum. Framtíðar heimili úngu hjónanna verður í Quesnell, B.C. Rev. J. L. Sawyer gifti Þann 29 desember vóru gefin saman í hjónaband af Dr. H. Sigmar, Miss Hazel Merle Sig- urdson og Mr. Allan W. E. Wick. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Herman Sigurdson í Vancouver. Vegleg veizla var haldin að 1907 W.—7th, Avenue. Miss Sesselja Ólson, lést á gamalmenna heimilinu „Höf“, 9. desember s.l. 82 ára. Útförin fór fram frá Grand View útfar- ar stofunni. 13. desember. Séra H. S. Sigmar frá Seattle, þjón- ustaði við útförin. Þetta er fjórða dauðafallið á Höfn síðan það var stofnsett. Jón G. Gunnarson lést að heimili hínu í Steveston, B.C., 23. desember. Hann var fæddur á íslandi 20. marz, 1865. Útförin Vefnaðarvöruinnflutn- ingurinn 28,7 millj. kr. á s.l. ári V ef naðarvöruinnf lutningurinn á s.l. ári nam ekki nema 28.7 millj. kr., á móti 42.4 millj. kr. árið 1947. Skófatnaður fyrir 6.2 millj. kr. var fluttur til landsins og er það 100 þús. kr. læg^i upphæð en ár- ið 1947. Ennfremur má geta þess, að tóbaksinnflutningurinn á s. 1. ári nam 4.9 millj. kr. og var um 300 þús. kr. meiri en árið áður. Vísir 10. des. fór fram frá Chapel of Chimes útfarar stofunni, 28. desember. Dr. H. Sigmar jarðsöng hinn látna. Mrs. Tracey Reykjalin lést á St. Pauls Hospitalinu þann 15. desember 1949. Hana lifa foreldr arnir Mr. og Mrs. P. Thorleifson, og einn sonur, og margir fleiri ættingarjar sem mér er ekki kunnugt um. Útförin fór fram frá Simmons og McBride útfar- ar stofunni, Rev. George Turpin jarðsöng hina látnu. Þann 31. desember lést hér á sjúkrahúsi Soffónías Sigurbjörn- son, 60 ára. Hann lifa þrír bræð- ur, Sigurbjörn, Jóhannes og Sig- urður, allir búsettir í Leslie, Saskatchewan. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Center og Hanna 4. janúar 1950. Dr. H. Sig- mar jarðsöng. Annan janúar 1950 lést á sjúk- rahúsi Bernhard Ludvig Hart- vig Thorsteinson 83 ára. Hann lifa tveir synir, Neill í Seattle Washington og Bergsteinn í Abotford, B.C. Þrjár dætur Mrs. Jahin C. McNealy, Mrs. Thóra Thórsteinson Smith, og Miss Liley í Vancouver, B.C. Útförin fór fram frá Chapel of Mount Pleasant 4. janúar. Dr. H. Sigmar og Rev. Wayne Elliott, þjónust- uðu við útförina. Gamalmenna heimilisnefndin hefur gjört það kunnugt, að árs- fundur „The Icelandic Old Folks Home Association“ verður hald- in, í Hastings Auditorium kl. 8, 20 janúar 1950. Á þeim fundi verða kosnir tveir nefndarmenn. Líka verða skýrslur embættis- manna lagðar fyrir fundinn. Bráðnauðsynlegt er að sem flest- ir félagsmenn sæki fundinn. Fé- lagsmenn sem eru í fjárlægum bygðum, og geta ekki sótt þessa ársfundi, reiða sig á okkur, sem erum hér á staðnum að við lít- um eftir hagsmunum stofnunar- innar. að getið þið aðeins með því að sækja fundinn, og taka þátt í umræðum sem þar fara fram, viðvikjandi starfsemi fé- lagsins. Sækið fundinn. S. Guðmundson P.S. frekari upplýsingu fékk ég um jólagjafir til heimilisins. Kvenfélagið Sólskin gaf „Press- ure Cooker“ og bollapör, og „Food Hamper“, frá hjúkrunar konunum á Chatham House. Líka að Dr. H. Sigmar messaði á aðfangadaginn, 24. desember. S. G. 6g kaupi hæzta verðl garnla íslenzka muni, svo sem tðbaksdósdr og pontur. hornspæni, útskornar brikur, einkum af Austurlandi, Dg væri þá æskilegt, ef unt væri, gerS yrði grein fyrir aldri mun- mna og hverjir hefðu smíðað þá. HALLDÓR M. SWAN, 912 Jcssie Avenue, Winnipeg - Simi 46 958 Hið blandaða úrval af húsplantna- fræi inniheldur 15 mismunandl tegundir, sem hafa verið þaul- reyndar og gefist með ágætum tii heimilsræktunar. Við getum ekkl- ábyrgst að hafa allar tegunirnar ávalt við hendi, en flestar þeirra, Pað sparar fé að fá þessar fögru húsplöntur. (Pk. 15c) 2 Pk. 75 pðst- frítt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.