Lögberg - 12.01.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JANÚAR, 1950
5
/UHJ6AMAL
■WLNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Á ferð til Moose Jaw með Canadian Pacific
járnbrautarlest
Eg stíg upp í járnbrautarlestina síðla kvelds: vingjarnlegar
blökkumaður tekur við tösku minni og vísar mér kurteislegar til
þess hvílurúms, sem mér hafði verið áætlað. Þarna get ég lagt
mig til hvíldar og sofið róleg í þeirri vissu að næsta morgun
verði ég komin til áfangastaðarins—til Moose Jaw, Saskatchewan.
—Það er snjóbylur úti, sem stöðvað hefir bæði stóra og smáa
bíla á aðal brautunum; flugvélarnar eru jarðbundnar en járn-
brautarlestirnar halda áfram. Engin farartæki eru eins ábyggileg
og þær.
Eg er á lestinni, sem fer eftir
aðalbraut C.P.R. félagsins —
Þeirri braut, er telja má eitt hið
mesta mannvirki og þrevirki í
mannkynssögunni. Eftir þessum
teinum hafa lestirnar brunað
daglega, frá hafi til hafs, í 65 ár.
Þegár sú braut var lögð, var eig-
inlega lagður grundvöllurinn að
Canada, því hún knýtti saman
austur-og vesturlandið — austur
fylkin; sléttufylkið, Manitoba, og
Kyrrahafsfylkið, British Colum-
bia. Án brautarinnar er senni-
legt að landið vestan Stórvatn-
anna væri nú undir stjórn
Bandaríkjanna.
Eins og menn muna, gerði
British Columbia það að skil-
yrði, þegar hún gekk í fylkja-
sambandið 1871, að járnbraut
yrði lögð innan tíu ára frá Aust-
urfylkunum til Kyrrahafsstrand-
arinnar. Þá var John A.
McDonald forsætisráðherra
Canada. Stjórnin byrjaði sjálf að
leggja brautina en gekk verkið
illa; hún hóf því samnings til-
raunir við félag auðmanna um
að koma verkinu í framkvæmd.
Þá var stjórninni brugðið um að
hafa þegið mútur af félaginu;
hún sagði af sér og fór halloka
í kosningunum. Nú tók við
stjór'narforustu Alexander Mac-
kenzie, mætur maður en ekki
eins stórhuga og McDonald.
Honum hraus hugur við erfið-
leikunum sem fylgdu því að ráð-
ast í þetta stórvirki, vildi fara
að öllu gætilega, leggja fyrst
símalínu og akbraut, og svo
járnbrautina með tíð og tíma.
Strandarbúar brugðust æfir við
þessum tillögum og hótuðu að
segja skilið við Canada.
Flokkur McDonalds komst
aftur til valda í kosningunum
1878 og 1880 hafði stjórn hans
gert samninga við C.P.R. félag-
ið um að leggja brautina. —
Einstaklings framtakið er ekki
í hávegum haft af sumum nú á
dögum, en víst er um það, að
það var fyrir fádæma framtak,
þrek og kunnáttu einstakra
manna að þetta stórvirki komst
í framkvæmd á svo stuttum
tíma að undrum sætir — í tíma
til þess að hið auðuga strandar-
fylki varð áfram hluti af Canada.
Félagið lauk verkinu á fjórum
árum og sex mánuðum.
Það voru engir meðal menn,
sem réðust í það, með þeim tæk-
um sem þá voru fyrir hendi, að
leggja braut um óbyggðirnar
norðan Superiorvatnsins, yfir
botnlaus dýki og klettaklungur
—einn erfiðasti vegarspottinn
þar kostaði $11 á þumlinginn —;
þar næst komu slétturnar, ó-
mældar, óbyggðar og vegalaus-
ar, og svo hin hrikalegu Kletta-
fjöll, sem enginn hafði áður klif-
ið. Brautin var lögð bæði frá
austri og vestri og teinarnir
mættust í Arnarskarði — Eagle
Pass — í Klettfjöllunum, 7. nó-
vember, 1885.
2600 mílna langir teinar tengdu
nú austur og vestur fylkin; braut
in var lífæð landsins; innflytj-
endastraumurinn óx og flæddi
vestur á hin frjósumu sléttulönd;
vísundarnir og frumbyggjar
landsins véku fyrir honum. Járn-
brautin sendi frá sér anga til
hægri og vinstri, og smásaman
umbreyttist sléttan mikla í
„brauðkörfu heimsins“, eins og
hun er stundum nefnd. Smáþorp
og borgir risu meðfram braut-
inni, og eina þessa borg var ég
nú að heimsækja.
Moose Jaw
Moose Jaw er um 450 mílur
vestur af Winnipeg; hin §uðug-
ustu hvetiíræktarlönd Vestur-
landsins liggja umhverfis hana
og höfuðborg fylkisins, Regina
sem er aðeins 40 mílur austar. í-
búatala Moose Jaw er um 25,000
manns og hefir staðið í stað
mörg ár; nálægð höfuðborgar-
innar dregur ef til vill úr vexti
hennar. En nú er verið að grafa
eftir olíu skammt frá borginni
og ef þær námur reynast eftir
vonum, mun borgin vaxa ört.
Moose Jaw er ein aðal miðstöð
C.P.R. félagsins; þaðan hvíslast
járnbrautir í margar áttir; þar
eru og stór smíðahús og smiðjur
þar sem er gert við vagna félags-
ins. Vegna aðstöðu borgarinnar
hafa risið þar stórar hveitimyln-
ur og nautgriparéttir — stock-
yards—.
Þegar menn koma til Moose
Jaw verða þeir hissa að sjá hve
járnbrautarstöðin er vegleg,
miklu stærri en í Regina, ein
með þeim fullkomnustu í land-
inu. Borgin er snotur, byggð á
tveimur hæðum- Norðurhæð og
Suðurhæð. Milli þeirra rennur
lítil á, og af henni, .segja sumir,
að borgin dragi hið einkennilega
nafn sitt, því hún sé í lögun eins
og kjálkabein úr „Moose“ dýri,
þar sem borgin byggðist. Aðrir
segja að Indíánar hafi gefið
henni nafnið, vegna þess að þeir
hafi séð hvítan mann nota
kjálkabein, sem hann fann þar á
sléttunni, til að gera við fluttn-
ingsvagn sinn.
Fólkið í þessari sléttuborg er
frábærilega alúðlegt, fólkið á
götunum er broshýrt og vingj-
arnlegt og frjálsmannlegt í fram-
komu; margt af því er bænda-
fólk úr umhverfi bæjarinns, sem
komið er þangað í verzlunnar-
eða öðrum erindum. Afkoma
bænda hefir verið frámunalega
góð þessi síðustu ár og það er
auðséð að þeim líður vel.
Spor íslendingsins
liggja víða
Spor íslendinga og afkomenda
þeirra liggja víða um þessa álfu.
Sagt er að það séu fáar borgir
á þessu mikla meginlandi, þar
sem ekki sé hægt að finna ís-
lending. Einnig hér hafa nokkr-
ir þeirra sezt að, og hér sem ann-
arstaðar hafa þeir reynst hlut-
gengir og standa framarlega í
sínu mannfélagi. Þau hjónin,
Júlía óg Jón B. Stephanson hafa
búið þar lengst af öllum íslend-
ingum eða síðan 1922. Þau eru
ættuð úr Islendingabyggðunum
í Dakota. Jón er sonur Magnús-
ar Stefánssonar, er ásamt Sig-
urði J. Björnssyni, nam fyrstur
íslendinga land í þeim byggðum,
merkur landnámsmaður. Jón er
mikilhæfur húsameistari, er al-
gjörlega sjálflærður, en nýtur
samt mikils trausts og vinsælda
í sinni iðn. Mikill fjöldi húsa,
stærri og smærri, hafa verið
reist um vesturlandið eftir hans
uppdráttum. Hann gerði upp-
uppdráttinn af hinu veglega
Elliheimili að Mountain, sem
tekinn hefir verið til fyrirmynd-
ar af öðrum húsameisturum. Þau
hjón bera sterka tryggð til átt-
haga sinna og heimsækja oft
byggðirnar þar syðra.
Tveim árum síðar settust önn-
ur íslenzk hjón að í Moose Jaw,
þau Þórunn og Valentínus Val-
gardsson. Þau eru ættuð úr Nýja
íslandi. Þórunn, dóttir Vihjálms
Sigurgeirssonar í Mikley en
Valentiníus, sonur Ketils Val-
garðsonar á Gimli.
Valentínus tók að sér kenn-
slu við Moose Jaw Collegiate
eftir að hann útskrifaðist úr
Manitoba Háskólanum, en þar
lauk hann prófi með hæztu eink-
un og hlaut gullmedalíu háskól-
ans í stærðfræði. Hann er merk-
ur og frámunalega vinsæll kenn-
ari; hann átti og um skeið sæti í
bæjarráðinu við bezta orðstýr.
í hjáverkum hefir hann umsjón
með hveitilöndum sínum. Dótt-
ir þeirra hjóna Kristín, er og bú-
sett þar í borg, gift Stan Walter,
starfsmanni við Moose Jaw
Times; Avis, yngri dóttirin er
kennari og Norman í skóla.
Þau hjónin, Sigurrós og R.
Russel Moore hafa búið í Moose
Jaw í 18 ár; hann starfar hjá C.
P.R. Sigurrós er ættuð frá Nýja
íslandi, systir Gísla heitins Sig-
mundssonar. — Öll eiga þessi
hjón uppkomin börn, sem þau
hafa komið til æðri menta, og
sem skipa ágætar stöður í borg-
inni og víðsvegar í fylkinu; son-
ur þeirra Moore hjóna, námu-
fræðingur, er um þessar mundir
í Suður Ameríku.
Dr. Steinn W. Steinson og
kona hans, bæði frá Vatna-
byggðunum, hafa dvalið nokkur
ár í Moose Jaw; hann er kennari
við Kennaraskólann; hefir getið
sér ágætan orðstýr og er mjög
eftirsóttur sem ræðumaður.
Nokkrir fleiri íslendingar búa
í þessari sléttuborg, en vegna
þess að viðdvöl mín var stutt,
átti ég ekki kost á að kynnast
þeim; allir hafa þeir getið sér
gott orð og aukið hróður íslend-
ingsnafnsins. Vel sé þeim fyrir
það.
Þökk fyrir ástúðina og
gestrisnina Moose Jaw búar!
☆
Moose Jaw jólakaka
Hér fer á eftir uppskrift af
ljúffengri köku, sem er miklu
afhaldi hjá íslenzku konunum í
Moose Jaw, og er æfinlega búin
til á jólunum:
2 cups flour, 1 cup butter, 1
tablespoon icing sugar, pinch of
salt.
Mix like crumbs and pack into
a ten-inch round pan, or nine-
inch square pan; spread with
this mixture:
Mince: 1 cup dates, 1 cup wal-
nuts and 3/4 cup coconut.
Add: 1 teaspoon baking soda,
1 cup brown sugar, 3 eggs and
mix well.
Bake slowly for about 1 hour.
When cold, spread with butter
icing.
Butter icing.
4 tablespoons butter, pinch of
salt, 2 cups icing sugar, 1 egg
and vanilla.
Work butter through the
sugar, add the salt and beaten
egg. Beat until very creamy;
add flavoring.
Augnabliksmyndir úr Ameríkuferð
Á þessu ári eru 25 ár liðin, síðan flogið var í fyrsta sinn yfir
hafið frá íslandi til Vesturheims. Þá þótti þetta svo mikið afrek,
að heimurinn stóð svo að segja allur á öndinni. Nú þykir það ekki
lengur neinn viðurburður, þó menn bregði sér flugleiðis til Banda-
ríkjanna, og fjölgar íslendingum stöðugt, sem leggja leiðir sínar
vestur yfir hafið.
Þegar komið er til annarra
landa, er þar margt með öðrum
hætti en við eigum að venjast
hér heima. Auðvitað verður mað
ur að fara varlega, að kveða upp
dóma um það sem fyrir augun
ber á stuttu ferðalagi og draga
af því of almennar ályktanir. En
skemmtilegt er að geyma í
huganum augnabliksmyndir af
því, sem manni hefir þótt eftir-
tektarvert og lærdómsríkt með
öðrum þjóðum, og margt má af
Hvað er svo að segja um trú-
arlegan áhuga í Bandaríkjun-
um?
Bandaríkjamenn skiptast
mjög í trúarefnum eins og áður
er sagt: Það er mikill fjöldi
manna, sem ekki tilheyra neinni
kirkjudeild. Eru það ýmist
menn, sem andstæðir eru trú og
kirkju, og menn, sem lítinn eða
engan áhuga hafa fyrir andleg-
um efnum yfirleitt.
Sumir þessara utankirkju-
slíkum ferðum læra, án þess að manna í Ameríku minna oft á
TRÉSMIÐAFÉLAG
RVÍKUR 50 ÁRA
Trésmiðafélag Reykjavíkur á
50 ára afmæli í dag.
Stofnfélagar voru 52 að tölu,
en nú er félagatalan komin upp í
550, og er Trésmiðafélagið þar
með orðið fjölmennasta iðnfélag
landsins.
Hefur félagið á undangengn-
um áratugum unnið mjög að
bættum hagsmunum trésmiða,
auknum fríðindum og fræðslu
þeirra.
Félagið á nú í vörzlum sínum
marga sjóði og er fjárhagur þess
góður.
Stjórn Trésmiðafélagsins Guð-
mundur Halldórsson, formaður,
og meðstjórnendur Jón Guðjóns-
son, Benedikt Sveinsson, Gunn-
ar Össurarson og Gissur Sigurðs
son. Vísir, 10. desember
apað sé eftir í bókstaflegum
skilningi.
Það fyrsta, sem maður veitir
eftirtekt, þegar maður kemur til
einnar borgar, eru kirkjuturn-
arnir, sem gnæfa við himin, og
margar kirkjur draga þegar í
stað að sér athygli manns fyrir
hina miklu fegurð í.byggingar-
list og öðrum búnaði, og svo að
segja daglega má heyra kirkju-
klukkurnar hljóma og kalla
menn til helgrar þjónustu.
Þegar maður kynnist fólkinu,
fer varla hjá því að trú og krist-
indómsmál beri á góma, áður en
langt líður, ekki sízt þegar það
fréttist, að sá, sem við það talar,
sé með sérstökum hætti tengdur
trú og kirkju þjóðar sinnar.
Mig langar til að bregða hér
upp nokkrum myndum frá
kirkjulífi Bandaríkjanna, eins og
ég sjálfur tók. þessar myndir s.l.
sumar á ferð minni til Banda-
ríkjanna. Þetta er auðvitað eng-
in heildarmynd af trúar- og
kirkjulífi þessarar voldugu þjóð-
ar, til þess að draga upp slíka
mynd skortir mig þekkingu.
Eins og flestum mun kunnugt,
er fullkomið trúfrelsi í Banda-
ríkjunum og algjör aðskilnaður
ríkis og kirkju, þannig, að hver
kirkjudeild eða trúarflokkur
kostar að öllu leyti sitt kristni-
hald, og kristindómsfræðsla er
ekki lögboðin námsgrein í ríkis-
skólum, og hver kirkja annast
sína eigin kristindómsfræðslu.
í ríkisskólunum er þó tekið
nokkurt tillit til þessarar fræð-
slu, því að á vissum tímum er
börnunum gefið frí til þess að
sækja kristindómsfræðsluna,
hverju hjá sinni kirkju, og í
mörgum skólum er hin bezta
samvinna milli skólans og hinna
einstöku kirkna í þessu efni.
Til Bandaríkjanna hefir flutt
fólk frá öllum löndum heims,
með hinar ólíkustu tungur, siðu
og trúarbrögð. Það er því sízt að
undra, þó að þar kenni margra
grasa í trúarefnum, enda
er talið, að ekki séu færri en
200 trúarflokkar í Bandaríkjun-
um.
Auðvitað eru margir þessara
trúarflokka smáir og hafa harla
einkennilegar kenningar að
flytja, að því er okkur finnst, en
allir eiga þeir þó nokkru fylgi
að fagna og allir mega þeir
flytja sínar skoðanir óhindrað.
Þó er það eins í Bandaríkjun-
um, eins og flestum öðrum lönd-
um, að hinar viðurkenndu höf-
uðdeildir kristninnar eiga þar
mestur fylgi að fagna, mótmæl-
endur eru þó allmjög skiptir í
fleiri kirkjufélög.
Af þeim kirkjudeildum,
sem mest ber þar á, eru
k a þ ó 1 s k i r, lúterstrúarmenn,
biskupakirkjan, baptistar,
meþódistar, presbyterianar, con-
gregationalistar og christian
science menn. Þó að margt sé
sameiginlegt með þessum
kirkjufélögum, þá fer hvert
þeirra sína götu í einstökum
atriðum.
Bandaríkin eru sem kunnugt
er samsett af einstökum ríkjum
eða fylkjum, og venjulega er
svo háttað, að ein kirkjudeild er
sterkust f þessu og þessu fylkinu,
t. d. kaþólskir í einu, baptistar í
öðru. o. s. frv.
áhugalitla íslenzka þjóðkirkju-
menn, þeir eru ef til vill undir
niðri hlynntir kirkjunni og láta
skíra börn sín og greftra sína
dánu, samkvæmt kirkjusiðum,
en sækja yfirleitt ekki kirkju og
styrkja ekki kirkjulegt starf að
neinu ráði.
Þá eru svo kirkjumennirnir,
sem eins og áður er sagt skipt-
ast mjög í ólík kirkjufélög. Það
er þetta fólk, sem heldur uppi
kirkjulífinu, oft af brennandi
áhuga og fórnfýsi og hefir með
höndum margvísleg störf, sem
margir njóta góðs af, langt út
fyrir takmörk hinna einstöku
kirkjufélaga.
Þar sem ríkisvaldið styður
ekki kirkjurnar fjárhagslega,
verður fólkið sjálft að kosta alt
sitt kristnihald og tekur oft á sig
miklar fjárhagslegar byrðar, fyr-
ir utan margskonar vinnu í þjón-
ustu safnaðanna.
Frá sjónarmiði okkar íslend-
inga, sem erum vanir að ríkið
styðji kirkjuna og ákveði kirkju
gjöld með lögum, eru allar fjár-
safnanir til kirkju og trúmála
fremur ógeðfelldar. 1 Bandaríkj-
unum þykja slíkar fjársafnanir
sjálfsagðar og eðlilegar, og verða
að vera, ef halda á uppi kirkju-
lífi á annað borð. I hverri ein-
ustu guðsþjónustu eru samskot,
og margskonar fjársafnanir fara
fram innan safnaðarins. Þessa
nauðsyn skilja allir. Hér er um
að ræða fórn, sem hver og einn
færir af frjálsum vilja, því að
enginn er skyldugur að tilheyra
neinni kirkju frekar en hann
sjálfur vill, og ef hann er utan
kirkju, er hann laus við öll gjöld
og greiðslur af þessu tagi.
Það verður auðvitað að fara
mjög varlega, þegar dæmt er um
trúaráhuga manna og trúarlíf,
en mér kom það svo fyrir sjónir,
að meðal þess fólks, sem kirkj-
una styður, sé mikill áhugi. Eg
kom í margar kirkjur. Víðast var
kirkjusóknin mjög góð, kirkjurn
ar voru fagrar og vel búnar, og
sérstaklega var margskonar fé-
lags- og æskulýðsstarf við kirkj-
urnar þróttmikið og eftrtektar-
vert.
Áhrif þau, sem maður verður
fyrir á slíkum ferðum, fara auð-
vitað mest eftir því, hverju mað-
ur sjálfur hefir áhuga á og hvaða
fólki maður kynnist og hvert
maður leggur leiðir sínar.
Eg var stórhrifinn af mörg-
um kirkjum, sem ég sá í Banda-
ríkjunum. Jóhannesarkirkjan,
Patrekskirkjan og Árbakkakirkj
an, sem allar eru í New York,
eru áreiðanlega meðal þess bezta
og fegursta, sem maður sér í
kirkjubyggingarlist veraldarinn-
ar.
Eitt er það, sem maður tekur
fljótt eftir, þegar maður kemur
í litlar borgir í Bandaríkjunum,
en það eru hinar mörgu kirkjur,
af svipaðri stærð, er standa við
sömu götuna, eða svo að segja
hlið við hlið.
1 bæjum eins og t. d. Siglufirði
og Akureyri, við skulum segja
með 3—10 þús. íbúum, eru
kannske 4—5 kirkjur af sömu
stærð og kirkjurnar á Siglufirði
og Akureyri, og tilheyra hver
sínu kirkjufélagi.
Frá sjónarmiði okkar er þessi
skipting ekki eðlileg, því að frá
kristilegu sjónarmiði er ekki svo
mikið, sem skilur. Hér skapast ó-
eðlileg samkeppni, og þessi tog-
streita kirkjufélaganna veldur
margvíslegum erfiðleikum og
glundroða og lamar hið kirkju-
lega starf í heild, enda er sú
stéfna mjög uppi, að sameina
þau kirkjufélög, sem líklegust
eru til að geta starfað saman.
Þann tíma, sem ég dvaldi í,
Bandaríkjunum, reyndi ég að
sækja kirkju, þegar ég fékk því
við komið.
Einn sunnudag dvaldi ég í
New York, og þá valdi ég Ár-
bakkakirkjuna, þar sem dr.
Harry Emerson Fosdick var
lengi prestur. Hann var um skeið
einn þekktasti prédakari Banda-
ríkjanna og mjög víðkunnur
rithöfundur. Hann er nú hættur
störfum sem prestur kirkjunn-
ar, en prédikar þar enn við og
við. Því miður var ég ekki svo
heppinn að geta hevrt til hans,
en samt átti ég mjög ánægjulega
stund þarna í hinni fögru kirkju,
og þéttskipuð var hún út úr dyr-
um, og vart mun þar hafa verið
færra fólk en 2—3 þús. manns í
kirkju þennan sunnudagsmorg-
un.
Þá hlustaði ég pennan sama
dag á einn kunnasta prédikara
Bandaríkjanna, Norman Vincent
Peale, prest við Marble Colleg-
iate Church í New York, þar sem
hann ávarpaði allsherjarþing
Rotaryklúbbanna í Madison
Square Garden, einu stærsta
samkomuhúsi veraldarinnar, þar
sem áheyrendur voru 16000. Sagt
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Rovaizos Flower Shop
Our Sperialties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUOUETS
FUNERAL DESIGNS
Miss K. Christie, Proprietress
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Minnist
GETEL
í erfðaskrám yðar
HAGBORG FUEL/^
PHONE 21331 J--
rlfou oatt w-UifL <ufi cneam,
Lut iýou cau't Leat oun nulJz
PHONE
201101
Modern
DAIRIES LTD.
MILK - CREAM - BUTTER - ICECREAM