Lögberg - 26.01.1950, Page 5

Lögberg - 26.01.1950, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JANÚAR, 1950. 5 AHUeAMÁL LVEINNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON SKIPUÐ í ÁBYRGÐARMIKLA STÖÐU Síðastliðna viku tilkynti Hon. Colin Gibson, náttúrufríðinda- ráðherra sambandsstjórnarinnar, að Mrs. Ásta Oddson hefði verið skipuð í ábyrgðar „social service“ stöðu í deild Indíána málefn- anna hér í fylki, er R. S. Davis veitir forstöðu. Mrs. Oddson er gáfuð kona og mentuð; útskrifuð af Manitoba háskólanum; hún hefir gefið sig mikið að opinberum málum og er ágætlega mælsk. Eitt hið fyrsta verk, er Mrs. Oddson leysti af hendi í sam- bandi við hina nýju stöðu sína, var að taka á móti Kewatinook Oche, Indíána prinsessu, fyrir hönd Indíána-málefnadeildar- innar. Prinsessan kom norðan frá The Pas og var sendiboði góðviljans frá Indíánum í norð- ur Manitoba; hún var heiðurs- gestur á hinni árlegu skautahá- tíð, sem haldin var í Amphi- theatre hér í borg. Mrs. Oddson leiðbeindi hinni ungu stúlku, og var boðið með henni á skauta- hátíðina; hún var einnig við- stödd í veizlu, er Hudson Bay félagið hélt prinsessunni til að kynna hana fyrir leiðandi mönn- um úr stjórnarskrifstofum fylk- isins og konum þeirra. Mrs. Ásta Oddson er systir hins víðkunna augnalæknis, Kristjáns J. Austmans, hér í borg inni. — Kvennasíða Lögbergs óskar Mrs. Oddson til hamingju með hina nýju stöðu hennar. Sigrid Undset Að kvöldi hins 10. júní í sum- ar andaðist norska skáldkonan Sigrid Undset, rúmlega 67 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Ingvald Undset fornfræðingur og kona hans Charlotte f. Gyth, dönsk að ætt. Þau hjón áttu þrjár dætur og var Sigrid elzt. Hún var fædd í Kallundborg í Danmörku, því þar bjó móðir hennar meðan Undset var á rannsóknarferðum um Suður- Evrópu. En þau fluttust til Osló, (sem þá hét Kristiania) þegar Sigrid var tveggja ára, og sett- ust að í útjaðri borgarinnar, skamt frá Vestre Akers kirkju. Föður sinn missti Sigrid þegar hún var 11 ára. Heimilið var fá- tækt, svo að hún varð að læra eitthvað, er hún gæti haft gagn af í lífinu. Hún fór í verzlunar- skóla og 16 ára gömul fékk hún atvinnu í skrifstofu. Hún hafði fengið gott uppeldi eins og hún lýsir í endurminn- ingum sínum. Þegar hún átti að læra að lesa, var henni ekki feng ið stafrófskver, heldur Noregs- saga eftir Siegwart Petersen. Og þegar hún var orðin læs fékk hún Norske folkeviser og even- tyre, ævintýri H. C. Andersen og fornsögur. Þegar gestir komu var rætt um fornfræði og sögu- legar minjar. Gamlar goðamynd- ir, leirkrukkur og aðrir forn- gripir voru leikföng hennar. Við alt þetta þroskaðist ímyndunar- afl hennar. Til þess má rekja það, hvað heimilið varð henni kært, enda verður heimilið og heimilislíf uppistaða í skáldskap hennar síðar meir. Sigrid Undset fékk bókmenta- verðlaun Nobels árið 1928. Hún var um skeið formaður og seinna heiðursfélagi norska rithöfunda- félagsins. Hún var eina konan, sem hafði fengið stórkross St. Olavs-orðunnar norsku. Hún hafði fengið riddarakross ís- lenzku Fálkaorðunnar og heið- ursmerkið „Pro pontifice et ecclecia“ frá páfastólnum. R Á Ð 1. Fyltu pottana, pönnurnar og öll ílátin með köldu vatni, strax og búið er að nota þau, þá þarftu ekki að nudda þau hart og skafa þegar þú þværð leirtauið. 2. Þegar þú sýður kartöflur með hýðinu, skaltu tálga hring um miðjuna á þeim áður en þú lætur þær í vatnið, þá verður fljótlegra að taka hýðið af þeim eftir að þær eru soðnar. 3. Það er fljótlegt að blanda saman sykrinum og smérinu, þegar þú bakar, með því að nota til þess kartöflustapparann. 4. Ofurlítið af lemonsafa í upp- þvottarvatninu leysir upp fituna í vatninu og heldur einnig hönd- um þínum hvítum. 5. Stundum festist kakan við diskinn þegar hún er skorin og ekki er hægt að ná sneiðunum af diskinum án þess að þær mylj- ist. Gott ráð er að strá fíngerð- um sykri á diskinn áður en kak- an er látin á hann, þá festist hún ekki. 6. Það er fljótlegt að mæla ná- kvæmlega hálfan bolla af sméri með því að fylla bollann til hálfs með vatni og bæta svo í hann sméri þar til vatnið hækkar upp að barmi bollans. 7. Ef ísbakkarnir í kæliskápn- um festast er gott ráð að leggja vaxpappír undir þá. 8. Láttu einn dropa af winter- green í horn í kæliskápnum, þá hverfur öll matarlykt úr honum. Laugardagsskóla stílar FANNY í fyrra sumar, þar sem ég var út á landi, var tamið hreindýr. Það var kallað Fanny og var tveggja ára gamalt. Drengur á heimilinu hafði fundið það út í skógi þegar það var lítið og bor- ið það heim. Því var gefin mjólk að drekka og var látið vera í fjósinu hjá kúnum. Þegar fór að vora þá fylgdi það kúnum eftir og beit grasið, og fékk mjólk þeg- ar það kom heim á kveldin. Þetta sumar, þegar ég var þar, fór Fanny í burtu í heilan mán- uð og við héldum að hún væri farin fyrir fult og alt, en seinna sást til hennar skamt frá braut- inni og hún hafði tvö lítil dýr með sér og þau voru ósköp fælin. Fanny kom aftur til okkar, en fór altaf aftur í skóginn til barn- anna sinna. Við drengirnir töluð- um um að láta bjöllu á þau svo að þau yrðu ekki skotin og menn myndu vita að þau væru tamin og heimaalin dýr. Jón Bergman HÚN KISA Við eigum fallega kisu, sem heitir Tillie. Hún er að mestu leyti hvít, með svörtum deplum og ósköp fríð í framan. Það er engin mús í húsinu hjá okkur því hún er svo góður veiðiköttur. Einn dag kom annar köttur til okkar og hann var svo svang- ur að við tókum hann inn og gáfum honum að borða. Hann var svartur nema brjóstið var hvítt og eins lappirnar og end- inn á skottinu. Kisunum kom vel saman og þau voru svo fjörug og leikfull að það var gaman að horfa á leiki þeirra. Þau voru bæði á lík- um aldri og þennan svarta kött nefndum við Nickie. Um vorið áttu Nickie og Tillie 4 börn. Þegar þau voru farin að sjá og gátu lapið mjólk og hjálp- að sér sjálf, þá fóru þrjú að heim an — nema Nína; hún var eftir. Hún var ekki nógu lærð til að fara út í heiminn, kunni sig ekki nóg í hreinlæti, og enginn vill ketling, sem kann sig ekki. Pabbi Nínu dó af slysi þegar hún var tveggja mánaða, og þá voru bara Tillie og Nína eftir. Tillie var ósköp góð við Nínu, og þegar Nína gat farið út í sólskinið, þá fór hún að skilja margt, sem hún hafði aldrei hugsað um áður, og hún varð mesta hreinlætisdýr, sem öllum þótti vænt um. — Villa Bergman Fjaðrafok Hlutaskijti. Árið 1873 keypti Þorsteinn Egilsson kaupmaður í Hafnar- firði skonnortu, sem „Dagmar“ hét, til þess að gera hana út á fiskveiðar og hákarlaveiðar. Með honum í þessum kaupum voru þeir Jóhannes Olsen, bæjarfull- trúi í Reykjavík, séra Þórarinn Böðvarsson í Görðum, Páll Jó- hannesson verzlunarmaður í Hafnarfirði og Kristjan Mathie- sen bóndi í Hliði. Um aflaskifti þeirra félaga var þessi vísa kveðin: Jóhannes alla ýsuna sleikir, Egilsen hirðir steinbítinn, Þórarinn séra þorskinn steikir, þá er hann Páll með ryklinginn, kenu og skötu Kristján fær, en karfann Reykjavíkurbœr. —Saga Hafnarfj. ☆ Fiskhlaup I byrjun vetrar 1822 kom ó- venjuleg þorkganga inn í Kolla- fjörð og inn um öll sund. Hlóðu menn dag eftir dag hér alt í kring um Akurey, Engey og Við- ey. Eins var við Kjalarnes, að þar var fiskur alveg uppi í land- steinum. Mrs. E. L. Johnson sker borðann fyrir inngöngunni á nýja sjúkrahúsinu í Árborg, þegar fiað var formlega opnað og tekið til afnota 13. janúar. Við hlið hennar standa tveir formenn í Red Cross samtökunum í Manitoba, V. L. Tryon og C. K. Rogers. Tilraunir Danakonunga til að selja ísland Niðurlag Kristján hélt, eftir sem áður, áfram að nauða á Hinriki um íslandssölu eða lán, og fór sjálf- ur til London að semja um það og annað við þá Wolsey, í júní 1523. Semja þeir 13. júní, að Englendingar megi verzla og fiska við ísland, fremur öðrum, þ.e. verzlun Hansastaðanna átti að bola burtu. Hinn 30. júní endurnýja þeir samning feðra sinna, 1490, um verzlun milli landanna. Hinrik kvaðst eigi geta lánað fé upp á Island, því hann ætti fullt í fangi með Skota og Frakka. En þá var Týli enn á lífi. Kristján sendi frá Hollandi, þar sem hann sat, hvern sendi- manninn á fætur öðrum að bjóða Hinriki ísland, 1523—24. (Allen: Breve etc. Passim. Ekdahl 643, 682.) Hinn 11. janúar 1524 ritar hann kansellera sínum frá Berlín, að þó að Hans Herold færði þá fregn, að Englakonung- ur vilji ei lána upp á ísland, þá hafi samt Baker, sendiherra Hinriks, ritað sér, að Hinrik mundi þiggja eyna fyrir fé, bið- ur hann kansellerann að senda Antonius strax til Englands og leggja sig í líma. Kansellerinn ritar 3. og 27. apríl, að hann hafi nú talað við Baker um þetta. Kristján biður þá kansellerann að fara sjálfan til Englands og reyna. Hinrik áleit reyndar reyndar Kristján en ekki Friðrik vera lögmætan konung Dan- merkur, en skellti þó við skoll- eyrunum, enda hafði hann ærið að starfa í ófriði við Frakka. Voru líkur til að ísland mundi laust fyrir, meðan innanlands ófriður var í Danmörku. En þeg- ar Kristján var orðinn þreyttur á að nauða á Hinriki, veitti hann þýzkum aðalsmanni, Klaus van Hermelinck, Island að léni, ef lén mætti kalla. 1 enskum bréfum frá Jjessum tíma er oft minnst á „Islands- flotann“ svokallaðan (Iceland fleet), því England hafði þá heil- an skipastól við ísland, og varð- skip til að gæta þeirra fyrir Skotum og Frökkum. Sumarið 1524 voru 7 fslandsför og eitt varðskip tekið af Skotum. Surr- ey, skáldið, ritar Wolsey í júní 1523, að Soktar sitji fyrir Islands flotanum með her manns. Ef þeir nái honum, þá bíða Norfolk og Suffolk óbætanlegan skaða, og allt England verður fiskilaust næsta ár. Biður hann um leyfi að senda 4 herskip að verja flot- ann, og efast ekki um að konung- ur fái góðan bikar víns fyrir það (að það borgi sig). Wolsey segir 17. ágúst sama ár að flotinn sé kominn með heilu og höldnu. í reikningum enska flotans, 1524, eru 20 shillings borgaðir Thomas Chapman fyrir að ríða frá Hull til Yarmouth og kveðja herskip- in að sigla norður að verja fs- landsflotann. í september 1524 er sendiherra Englendinga á Skotlandi að reyna að fá Skota- drottningu til að skila aftur tveim íslandsförum, gr Skotar höfðu unnið. Wolsey segir 2. sept. 1524, að konungur sé bál- reiðuf- út af töku íslandsfara. Verði með einhverju móti, góðu eða illu, að ná þeim aftur, og fiskiafla þeirra, ella verði fiski- ekla mikil. Árið 1526 sést, að kon ungur áskildi sér að fá tiltekinn fjölda af þorski og löngu af hverju skipi, á borð sitt, því ís- lenzkur fiskur var talinn mesta sælgæti, enda kemur hann oft fyrir í reikningum klaustra frá þessum tíma. ísland var aðal- fiskistöð Englands, og litlar fiskveiðar voru enn við- New foundland. Englendingar óðu upp á ís- landi, meðan Danir voru að berj- ast heima fyrir, borguðu enga tolla og gjöld og ráku Dani og Hamborgara úr höfnum og fiski- verum, þegar þeir komust hönd- unum undir, Kvarta Hamborgar- ar yfir því við Hinrik 16. sept. 1528, að Nicholas Buchkbrock hafi tekið skip fyrir þeim við Is- land. Höfuðsmaður og Hamborg- arar gerðu Englendingum aðsúg í Grindavík 1532 og drápu fjölda af þeim. í bréfi til Hinriks dag- settu Gottorp, 13. okt. 1532, af- sakar Friðrik fyrsti þetta, og kallar það neyðvörn. — En Chap- ups, sendiherra Karls fimmta á Englandi, ritar honum 16. des. 1532, að sendimaður frá Friðrik sé í London til að sýna að dráp 40—50 Englendinga á íslandi hafi verið þeim sjálfum að kenna. —EnglakonUngur er reiðari Ham borgurum en Dönum. Jacobus Deidonanus skrifar Kristjáni þriðja frá London 1. júní 1552, (Diploma Flensborg. 996—7.) að 60 skip sigli árlega frá Englandi til Islands svo ekki hættu þeir Islandsferðum eftir Grindvíkur- slaginn. Kristján þirðji reyndi að fara eins með ísland og Kristján ann- ar. Pétur Suavenius, sendiherra hans á Englandi, ritaði dagbók frá febrúar'til júlímánaðar 1535. Talaði hann við Cromwell, sem þá var hægri hönd Hinriks. Hinn 15. marz spurði Cromwell hann, hvað Danir gætu látið í aðra hönd fyrir hjálp Englands gegn Hansastöðunum, hann hefði heyrt að Danmörk og Noregur ættu margar eyjar, gæti konung- ur (H. 8.) eignast eina þeirra. Suavenius svaraði, að Skotá- konungur hefði fengið Orkneyj- ar til afnota fyrir fé þangað til Danakonungur borgaði mundinn og leysti þær út. Ef Englakon- ungur vill borga mundinn, munu þessar eyjar seldar honum í hendur til afnota með sömu skildögum og Skotar hafa þær nú. ísland er fjöldi af enskum og þýzkum kaupmönnum sækja mun kannske selt í hendur hans Hátign að veði fyrir tiltekinni fjárhæð um tíma.* Aftur ritar Emund Boner Suaveniusi í jan- úar 1536, að þó að kansellerinn og Wolf Powys vilji, að Hinrik taki ísland og Færeyjar að veði fyrir hjálp þá, er hann kunni að veita Danakonungi, þá gangi hann ekki að því. — Richard Cavendish ritar Suaveniusi 27. jan. 1536, að hann hafi talað við hertogann af Holsetalandi (Kr. III., sem Hinr. 8. kallaði svo, því Kr. II. var hinn löglegi konung- ur í hans augum) og samið við hann. Hann vilji fá 100.000 pund að láni, og lofi í staðinn liði á sjó og landi, endurborgun og að gefa honum ísland og Færeyjar til marks um það (for a token).* I dagb. sinni segist Cavendish hafa beðið um Höfn að veði, en kansellerinn hafi sagt, að herra sinn hefði ýmsar eyjar, svo sem ísland og Færeyjar, sem honum kynni að lítast á. Næsta dag tal- ar hann við Kristján þriðja, sem sagði honum, að Englakonungur gæti fengið tvö stór lönd, ísland og Færeyjar, og væru í öðru þeirra, nl. íslandi, miklar gnægt- ir af brennisteini. Cavendish þótti veðið of lítið. Fór þá Krist- ján og ráðgaðist við ráðgjafa sina, og er hann kom aftur, kvaðst hann engum parti af ríki sínu sleppa vilja nema þessum eyjum, sem hans Hátign skyldi fá í kaupbæti, auk endurborgun- ar lánsins. Nú var svo komið, að Dariir vildu láta Island af hendi rakna við England fyrir svo sem ekk- ert, en Hinrik hafði þá svo mik- ið að vinna innanlands, að hann sinnti því ekki. Þannig fórst það fyrir, að Hinrik áttundi eignaðist Island, en víst er um það, að ekki hefði hann sleppt tangarhaldinu á því, ef hann hefði tekið það að veði. Hitt er líka víst, að betra hefði verið fyrir ísland að kom- ast undir England á öndverðri 16. öld, áður en einokun og hrörn un og hnignun var byrjuð að neinu ráði, en að sæta þeim kjörum, sem þeir urðu við að búa næstu aldirnar undir Dön- um. Lundúnum í jan. 1898 Jólablað VÍSIS, 1949 Kona prestsins (hleypur út í garðinn þar sem börnin hennar eru önnum kafin við að stríða hundinum): „Börn, þið megið ekki gera allan þennan hávaða, pabbi ykkar er að skrifa ræðuna sína — og þið megið alls ekki angra vesalings kvikindið. HA6B0RG mil/þz PHONE 2IS5I J—— Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar * Art. de pace concilianda ener Aarsberetn. III. ** Articuli de pace Concilanda . . Crumwello IV. Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Speeialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS K. Christie, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA CHINA LONG CUCUMBER UNEXCELLED FOR CRISPNESS, FLAVOR A remarkable cucumber that grows up to 2 feet long and only 2 or 3 ins. in diameter, Smooth, deep green. few spines, fesh white, solid, crisp. Nearest seedless of any variety we know. Vigorous grower even under adverse condi- tions. As China Long pro- duces few seeds the sup- ply is short. Order early. Ptk. lOc; oz. 40c; postpaid. FREE—Our Big 1950 Seed and Nursery Book— Bigger than Ever DOMINION SEED HOUSE GE0RGET0WN.0NT. HOUSEHOLDERS - ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MC fURDY CUPPLY fO., LTD. lf 1 BUILDERS' O SUPPLIES V/ AND COAL Erin and Sargent Phone 37 251

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.