Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.02.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. FEBRÚAR, 1950. 7 Fimmtugur á morgun: Einar Ól. Sveinson, prófessor FYRIR meira en átta árum síðan var ég, ásamt með tveim kunningjum mínum, á ferð norð ur í landi um fagran sumardag. Við höfðum gist höfuðstað Norð- urlands og vorum komnir upp í áætlunarbifreið, sem átti að fara til Mývatnssveitar. Okkur var glatt í geði, spaugsyrði hrutu af vörum, líklega ekki öll sem gáfulegust, en þó í léttum tón. Lítinn gaum ætla ég samt, að velflestir samferðamenn í bíln- um hafi gefið spjátri okkar, kímni og kringilyrðum. Sumir þeirra brostu í laumi, líklega af vandlætingu. En þrír farþeganna tóku létt á gasprinu í þessum farandfugl- um, kunningjum mínum og mér, fyrirgáfu allan glannaskap undir eins og kynntu sig fyrir okkur af hæversku og alúð og fóru áð- ur en varði að taka þátt í sam- ræðum okkar, gamni og glensi. Þetta voru þau doktor Einar Ól- afur Sveinsson, frú Kristjana Þorsteinsdóttir kona hans og Sveinn sonur þeirra. Við urðum öll samferða í kringum Mývatn og ofan í Reykjadal, þar senní leiðir skildi í bráð. Hjónin og sonur þeirra fóru heim að Lauga skóla, en við þrír héldum út í Aðaldal. Fáum dögum síðar urð- um við öll sex, af tilviljun, sam- ferða þaðan norður í Keldu- hverfi, að Ásbyrgi. Ári seinna eða tveim höguðu atvikin því einnig þannig, að ég varð samferða doktor Einari, frú Kristjönu og Sveini austur í Skaftafellssýslu. Og skemmti- legra né betra samferðafólk hef ég aldrei haft, hvorki fyrr né síðar, að öllum öðrum ólöstuð- um. Fór þar saman græskulaus gamansemi, fyndni, alúð og fróð leikur. Þekking Einars Ólafs á Skaftafellssýslu í fortíð og nú- tíð né önnur fjölkyngi hans kom mér að vísu síður en svo á óvart. Ég hafði lesið eftir hann Um Njálu og fleiri ágæt fræðirit. En hitt vissi ég ekki, að doktorinn væri jafn framúrskarandi ferða- félagi og hann reyndist mér: hrókur alls fagnaðar, leiðbein- andi og hjálpsamur öðlingur, eigi síður á hálum og breiðum braut- um samtímans en í myrkviðum fyrnsku og miðalda. Vitanlega áttu þau frú Kristjana og Sveinn ómetanlegan hlut í að gera þetta ferðalag ánægjulegt. Hafi ég áður gefið nýtilega bendingu um örnefni eða því um líkt í Þing- eyjarþingi, sem efasamt er, þá fékk ég það nú endurgoldið með ríkulegum vöxtum. Eftir þetta hef ég oftar en tölu verði á komið notið „góðra galdra og gamanrúna“ Einars Ólafs og frábærrar gestrisni á heimili hans og frú Kristjönu. Síðan við áttum samleið „norður heimalöndin sunnan jökla“, hafa í ,nóttleysunni‘ og um ,sólhvörf‘ þessi sæmdarhjón varla mátt af mér vita, að eigi nyti ég hjá þeim góðgerða í orði og verki. Og því- líkan vitnisburð geta víst allir málvinir þeirra borið þeim. En tugþúsundir manna, sem aldrei hafa séð Einar Ólaf og frú Krist- jönu standa líka í óbættri þakk- arskuld við þau. Á ég þar fyrst °g fremst við bækur þær, er Prófessorinn hefur samið og náð hafa viðurkenningu og hylli. Orunur minn er, að kona hans hafi veitt honum ómetanlegan stuðning í því starfi, beinlínis °§ óbeint. Hitt má eigi heldur í Þagnargildi liggja, hvílíkra vin- sælda Einar Ólafur nýtur hjá Öllum þorra útvarpshlustenda Þýssa lands. Þær hygg ég, að séu einsdæmi. Om vísindastörf og fræði- mennsku $inars ólafs verður hér Weak, Tired, Nervoos, Pepless Men, Women Get New Vim, VIKo to these weak to welk lTrY?ion and ne be blood. Get ui leftP„SPy vfd day, have ple ap^Itl^d J^atestys ^»>vb^df°rne. ekki dæmt. Verða sjálfsagt aðr- ir, og mér miklu færari, til að minnast þeirra, svo og kennslu hans við Háskólann, á þessu fimmtugsafmæli prófessorsins. Getið var áður bókar hans Um Njálu. Síðar skrifaði hann aðra bók um sama listaverk: Á Njáls- búð, sem hreif mig mjög. Hygg ég varla ofmælt, að enginn mað- ur hafi lagt jafn drjúgan skerf til skilnings og rannsókna á þessu öndvegisriti íslenzkra bók- mennta og prófessor Einar Ólaf- ur Sveinsson, enda er hann við- urkenndur sérfræðingur á því sviði. Og Einar Ólafur veit á fleiru skil. Hann hefur samið rækileg- asta og bezta rit, að ég hygg, um íslenzkar þjóðsögur. Mér finnst ekki úr vegi, að leikmenn eins og ég færi vísindamönnum heilhuga þakkir fyrir þeirra fræðirit, enda þótt undirritaður geti eigi fært vísindaleg rök fyrir máli sínu. En fleira á og rétt á sér, svo sem smekkur og sérstök viðhorf. Ætti ég að velja þrjár íslenzkar bækur að lífsförunautum og væri eigi um fleiri að gera, mundi ég kjósa Sæmundareddu, Njálu og Þjóðsögur Jóns Árna- sonar. Enginn fræðimaður hef- ur gert tveim síðastnefndum bókum drengilegri skil en pró- fessor Einar Ólafur. Fyrir það hvort tveggja er ég honum eilíf- lega þakklátur. Um fleiri fræði- rit tala ég ekki, þó vert væri. Með þessu er þó eigi nema hálf sagan sögð. Orðstír þessa mikilsvirta fræðimanns er eigi aðeins bundinn við ísland. Frægð hans hefur borizt suður um sjó. Eigi alls fyrir löngu var prófessor Einar Ólafur fenginn til að halda fyrirlestra við „Uni- versity College, Dublin“, stærsta háskóla írlands, um íslendinga sögur. Af viðtölum við lærða og leika þar í landi er mér kunnugt um, að fyrirlestrar Einars Ólafs vöktu óskipta hrifningu áheyr- enda, og hann varð þjóð sinni til mikils sóma. Síðastliðinn vet- ur fór Einar Ólafur til Svíþjóðar, í boði Uppsalaháskóla, tli þess að flytja fyrirlestra. Að því loknu tafðist honum í Stokk- hólmi og Gautaborg í sömu er- indum. Bendir það ekki til þess, að Svíar hafi orðið fyrir von- brigðum að hlýða á hann í Upp- sölum. Þó að einungis þessi tvö dæmi séu nefnd um kynningarstarf Einars prófessors erlendis, mun þar vera af meiru að taka, sem mér er þó ókunnara, og seppi ég því af þeim sökum. En sem dæmi um það álit, er hann hefur aflað sér meðal fræðimanna, sem þekkja hann utan við pollinn, og sönnun fyrir vinsældum þar, sums staðar að minsta kosti, vil ég í fám orðum segja frá viðtali, sem ég átti við írskan háskóla- kennara í Dyflinni síðastliðinn vetur. Sá heitir prófessor Delargy, er sérfræðingur á sviði þjóðsagna, tungumálamaður mikill, kann meðal annars ís- lenzku svo vel, að honum eru íslenzkar þjóðsögur og ævin- týri vel skiljanlegar á frummál- inu. Hann hefur ferðazt víða um heim, kynnzt fjölda fólks, er mannþekkjari mikill, skarpgáf- aður og hinn mætasti maður. Rétt er að geta þess, að Del- argy hefur dvalið hér á landi um tíma. í áðurnefndu viðtali við rhig sagði hann ýmislegt um þjóðsögur okkar, málefni og menn, sem hann hafði kynnzt hér, svo mæta vel athugað, að ég hef ekki vitað íslenzka menn hitta betur naglann á höfuðið, er þeir dæma eigin málefni og samborgara sína. Hann er ein- arður og hreinskilinn, sagði kosti og löst á íslendingum hlífð arlaust, en var þó sanngjarn, minntist margra, er hann hafði kynnzt hér og hafði séð með glöggum gestsaugum. Lofaði hann margt og marga, en engan svo sem Einar Ólaf, eins og Del- argy nefndi hann ávallt, titla- laust. Gjafir til gamalmennahælisins BORG, Mountain, North Dakota f minningu um Jóhannes Jónasson lœknir og Björgu konu hans frá Báru og íslendingum nær og fjœr. Hrósyrði þessa valinkunna írska fræðimanns um hinn ís- lenzka starfsbróður sinn verða hér hvorki endurtekin né ís- lenzkuð. Ég býst ekki við, að Einar Ólafur kæri sig um það. í þeim efnum verður líka að gæta hófs, þegar prentsvertan á í hlut, ekki fyrir það, að ég væri eigi Delargy fyllilega sammála. En „oft má satt kyrrt liggja“, jafnt um mæti manna sem ávirð- ingar. Þó vil ég tilfæra eina setn- ingu, sem Delargy sagði um Ein- ar Ólaf: „He has a poet’s voice“ — hann hefur rödd skálds. Þetta er satt. Þarna er ein af skýringunum á því, hvers vegna öll þjóðin hlustar, þegar Einar Ólafur talar, ef hún á annað borð á þess kost. En það er meira en Einar Ól- afur eigi rödd skálds. Hann er skáld, eitt af beztu núlifandi skáldum þjóðarinnar, bæði í bundnu og óbundnu máli. Menn lesi bók Einars „Á Njálsbúð“ og dæmi sjálfir um. Þar eru kaflar með því bezta, sem ritað hefur verið á íslenzku, að hugarflugi, skyggni og fágun. Rúmsins vegna er ekki hægt að finna þess um orðum stað með tilvitnun- um, því örðugt er að taka smá- kafla út úr, svo að þeir njóti sín, án þess að samhengið slitni. En svo vel vill til, að eftir Ein- ar Ólaf liggja smærri verk að vöxtum, en gimsteinar að gæð- um, ljóð, sem þola fyllilega sam- anburð við bundið mál öndvegis- höfunda íslenzkra. Máli mínu til sönnunar leyfi ég mér að taka eftirfarandi kvæði; það heitir: Er sem allt íslenzkt, lætur ekki mikið yfir sér, en lumar á efni og formi. Þar er hvergi orði of- aukið, einskis vant, allt hnit- miðað, samræmt í listræna, fagra heild: „Er sem allt íslenzkt á öllum tímum lands og lýðs leiki mér í hug: ilmur úr gróandi anganbrekku, öræfa bylur, úr af sævi, setur, hjáleiga og sjómanns búð, höfuðstaður og heiðakot auður, örbirgð, eymd og sœla, barns vormorgunn og blinds manns nótt.“ Svona kveða ekki aðrir en góð skáld, ritsnillingar. Ættjarðar- ást og mannvinátta loga í hverri línu. Lærimeistarinn og fræði- maðurinn leyna sér ekki heldur. Fjarri fer því þó, að þeir virðu- legu herrar rýri gildi skáldsins. Þeir auka það og efla. Er ég þá kominn að lokaþætti og aðalefni þessa greinarkorns: að segja Einari Ólafi til synd- anna og biðja hann að bæta ráð sitt. Hann setur ljósið undir mæliker, þvert undir bann hei- lagra ritninga og, mér liggur við að segja í trássi við eigin sam- vizku. Eftir Einar Ólaf hef ég aðeins séð örfá kvæði á prenti. Þau mættu vera miklu fleiri. Þó að hann sé einn af okkar ágæt- ustu vísindamönnum, þá met ég enn meira skáldgáfu hans, lista- smekk og ritsnilld. Þeir eru ekki svo margir, sem gefin er sú and- lega spekin, að þeir megi grafa pund sitt í jörðu. Ég þakka Einari Ólafi pró- fessor virktavel fyrir störf hans í þágu íslenzkra fræða, óska hon um af hjartans einlægni til ham- ingju á þessum merku tímamót- um ævinnar. Ég á ekki til nema venjuleg orð, sem ótal sinnum hafa verið sögð og rituð. Samt eru þau í fullu gildi, þegar hugur fylgir máli. Ég óska honum æ meiri frama á vísindamanns- brautinni, farsældar og langra lífdaga, en um fram allt stöðugt vaxandi hylli skáldgyðjunnar. Ég vona og veit, að frú Kristjana muni ekki verða um of afbrýði- söm í garð þeirrar tignu dísar. Þóroddur Guðmundsson Alþbl. 11. des. BÁRA $ 250.00 Safnað af S. A. Björnson, Mountain, N.D. Mrs. B. F. Olgeirsson $ 5.00 Mr.-Mrs. S. A. Bjornson 5.00 Mr. T. H. Steinolfson.... 5.00 Mrs. T. H. Steinolfson... 5.00 Mr.-Mrs. J. A. Hanson 5.00 H. G. Gudmundson .......... 5.00 Veiga Nupdal 1.00 S. T. Hjaltalin ......... 10.00 John P. Hillman 1.00 Garl Johnson r............. 2.00 Mr.-Mrs. V. A. Bjornson 5.00 Mr.-Mrs. H. B. Grimson... 5.00 Mr.-Mrs. Arni Johnson.... 2.00 M. Jonasson ............... 5.00 H. T. Hjaltalin 5.00 J. J. Myres 10.00 Gisli Halldorson .......... 5.00 Mr.-Mrs. K. Halldorson 5.00 Stanley Bjornson .......... 5.00 Mrs. G. Gudmundson ........ 5.00 M. W. Gudmundson .......... 5.00 S. H. Halldorson .......... 5.00 Benidictson’s Family ..... 10.00 Mrs. John Byron ........... 5.00 Mr.-Mrs. S. J. Hanson 5.00 Melsted Family............ 10.00 J. M. Einarson............. 5.00 Mr.-Mrs. S. V. Hanneson 5.00 Mr.-Mrs. Wm. Olgeirson and Margaret............. 5.00 Oli Soli .................. 5.00 Mr.-Mrs. R. H. Gestson... 2.00 Mr.-Mrs. B. Johnson...... 1.00 Mr.-Mrs. Mike Byron 5.00 Fred Halldorson ........... 1.00 Mr.-Mrs. A. Byron and Mr.-Mrs. Louis Byron 50.00 Sig Indriadson ............ 1.00 Mr.-Mrs. M. Steinolfson 1.00 S. J. Hallgrimson ......... 2.00 Mr.-Mrs. Sam Steinolfson... 3.00 Mr.-Mrs. Steve Indridason 2.00 Chris Indridason ........ 1.00 Chris. S. Gudmundson 3.00 Mr.-Mrs. Oli G. Johnson 10.00 Mr.-Mrs. F. M. Einarson 10.00 Mrs. Rosa Olafson 10.00 Mrs. Lil Clark............. 5.00 Mrs. Bjorg Wiseman....... 5.00 Omar Soli ................. 5.00 Mr.-Mrs. James Spittal... 10.00 Mr.-Mrs. I. Benjaminson... 5.00 Mrs. Anna Goodman........ 5.00 M. B. Hillman 2.00 Mr.-Mrs. W. G. Hillman... 2.00 Mr.-Mrs. E. Thorlacious.. 5.00 M.-Mrs. W. H. Hannesson 2.00 Mrs. M. F. Bjornson...... 1.00 Thorbjorg Oddson .......... T.00 Mr.-Mrs. Oliver Einarson... 2.00 Olafur Thorsteinson ..... 5.00 Mr.-Mrs. B. C. Johanneson 5.00 A. E. Paulson............. 1.00 M. F. Bjornson 1.00 Mr.-Mrs. H. Olafson 10.00 Mr.-Mrs. T. Gudmundson.. 2.50 Jack Thorfirtnson . 5.00 Mr.-Mrs. S. F. Steinolfson 3.00 Mr.-Mrs. James Innes..... 1.00 Mr.-Mrs. V. F. Hannesson 5.00 Mr.-Mrs. O. T. Bernhoft . 2.00 Mr.-Mrs. J. J. Kristjanson 5.00 Mr.-Mrs. John Hillman 25.00 Mr.-Mrs. Joe Simundson 5.00 Mr.-Mrs. L. W. Thorfinn- son ................... 2.00 M. W. Davidson 5.00 Louis Hillman .,.......... 5.00 Mr.-Mrs. M. Steinolfson 2.00 Munda Reykjalin .......... 5.00 Kenneth Indridason ....... 5.00 C. I. Gudmundson.......... 5.00 Wm. Austfjord 5.00 Mrs. Kristjana R. Johnson and Family ............ 5.00 R. S. Johnson Family. 1.00 Carl Soli ................ 1.00 Mr.-Mrs. K. Halldorson 2.00 Mrs. Tr. Bjarnason 2.00 John H. Bjarnason ........ 1.00 Thordur Breidfjord 10.00 S. K. Johnson ........... 3.00 Johannes Anderson 5.00 Omar Bredeson 5.00 Mr.-Mrs. M. Halldorson 2.00 Mr.-Mrs. J. Hallgrimson 10.00 Sigurbjorn Olafson 5.00 Mr.-Mrs. O. J. Jonason 20.00 Mr.-Mrs. Blake Basher 5.00 Mr.-Mrs. F. A. Bjornson 2.00 Mr.-Mrs. Wm. K. Halldórson ............ 5.00 Mr.-Mrs. W. K. Halldorson 2.00 Safnað af G. J. Jónasson, Gard- ar, N.D. og Helga Laxdal. Theo Thorleifson $10.00 Helgi Laxdal 10.00 Johann Gestson .......... 5.00 T. L. Hanson ............ 5.00 Mr.-Mrs. Geo. Jonasson... 5.00 Mrs. Ingibjorg Jonasson.. 5.00 Mr.-Mrs. J. C. Hallgrimson 5.00 Joe Gestson ............ 10.00 John H. Johnson.......... 5.00 John Thorarinson 5.00 Fred G. Johnson 5.00 Mrs. Olina Eirikson ..... 5.00 Steve Thordarson . 10.00 J. K. Olafson 1.00 Jacob Hall .............. 2.00 Alvin Melsted ........... 5.00 Mr.-Mrs. Stefan Melsted . 5.00 Margaret Gudmundson 2.00 Oli G. Johnson 5.00 Mr.-Mrs. John E. Johnson 5.00 Mr.-Mrs. Bjorn Olgeirson . 5.00 Thordis Olgeirson......... 5.00 Mr. John V. Davidson 5.00 Lauga Geir ............... 5.00 G. A. Gudmundson 4.00 Oddur Sweison ............ 4.00 A. A. Gudmundson ....... 10.00 Leonard Gudmundson ....... 5.00 H. S. Gudmundson......... 3.00 J. G. Hall ............... 7.00 Albert Bjarnason ......... 5.00 Kristen Snydal 5.00 S. O. Johnson 3.00 Svold Mrs. Una Sturlaugson 5.00 Mr.-Mrs. V. Sturlaugson 5.00 Safnað af G. J. Jónasson, Ey- ford, N.D. G. A. Christianson .... 5.00 Frank Herrey ........... 5.00 Walter Thorsteinson 5.00 B. S. Gudmundson 5.00 Sigm. Gudmundson ....... 5.00 H. M. Jonasson 5.00 John G. Jonasson 5.00 J. E. Peturson, Cavalier, N.D........ 10.00 B. Th. Sigfuson 5.00 Mr.-Mrs. Ben Byron 5.00 Mr.-Mrs. H. Hannesson 5.00 Rosa and Kristbjorg Kristjanson ......... 10.00 J. J. Kristjanson ........ 5.00 Mr.-Mrs. E. J. Myrdal, Edinburg .............. 5.00 Mr.-Mrs. Gardar Johnson, Edinburg .............. 5.00 Olafson Brothers ......... 5.00 Mr.-Mrs. H. K. Halldorson 5.00 Mr.-Mrs. A. Christianson. 5.00 Mr.-Mrs. S. S. Kristjanson 5.00 Krist Kristjanson ........ 5.00 Mr.-Mrs. Johann Geir.... 5.00 V. Olafson................ 5.00 Asmundson Brothers...... 10.00 G. G. Gestson ........... 5.00 Mrs. Walter Thorsteinson, Beulah and Joyce..... 20.00 Bill Thorsteinson 10.00 Mr.-Mrs. G. J. Jonasson 5.00 Arnie G. Johannesson ..... 5.00 J. H. Hallgrimson......... 5.00 Mr.-Mrs. R. Thoísteinson.. 5.00 Safnað af Helga Finnson. O. W. Peterson $ 5.00 Steini Goodman ........... 1.00 A. G. Magnusson .......... 5.00 John Goodman ............. 2.00 Franklin Grimson ......... 2.00 Herman Bjarnason.......... 5.00 Arman Bjarnason........., 2.00 Cecil Bjarnason........... 1.00 Alfred Gustafson 1.00 Kristin and Gudrun Goodman 5.00 Gudrun Gunnarson 5.00 Grimsi Goodman 10.00 O. O. Einarson 1.00 H. H. Peterson 5.00 G. S. Goodman 20.00 Steve Goodman ........... 10.00 Mundi Goodman............. 1.00 Leonard Benson 5.00 Mr.-Mrs. Helgi Finnson .... 14.00 Safnað af Björn Stevenson. J. D. Jonasson $ 5.00 Mrs. B. Eastman .......... 3.00 Lilja Bjornson 2.00 Ed. Einarson 3.00 Hallur J. Einarson 5.00 Mr.-Mrs. Sig Byron 5.00 Arnor Simondson 5.00 Mrs. E. J. Einarson 2.00 John J. Einarson.......... 2.00 Mr.-Mrs. John Goodman 5*00 Mr.-Mrs. B. Stevenson 2.00 Safnað af A. M. Ásgrímsson. Wm. Sigurdson $ 5.00 Mr.-Mrs. Bill Magnuson 20.00 M. W. Magnuson 15.00 Mrs. Lillian Jordan 10.00 Sigurjon Johnson 5.00 Skuli Stefanson 2.00 Chris Bernhoft 2.00 A. M. Asgrimson........... 5.00 Arinbjorn Sigurdson 5.00 Framkvæmdarnefnd Bárunn- ar þakkar hér með kærlega fyrir framúrskarandi dugnað nefndarinnar, sem safnaði og á- gætar undirtektir gefenda. Alls kom inn í sjóðinn $1332.50, kær- ar þakkir. H. B. GRÍMSON, skrifari A BRITISH SCENE — ABINGER HAMMER SURREY The village of Abinger Hammer lies along the road between Dorking and Guildford in Surrey. Many travellers will remember the quaint little clock which projects over the roadway on entering fhe village. The clock, with a figure of a smith complete with hammer which strikes the hour, is the only reminder to the general public that in olden days the village had its own iron industry. Inscribed on the side of the clock is a motto for users of the road, it reads: “By me you know how fast to go”, which can easily be seen when entering the village.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.