Lögberg - 09.02.1950, Síða 2

Lögberg - 09.02.1950, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. FEBRÚAR, 1950 Frá bókamarkaðinum SKÓLADAGAR, 237 bls. í bandi. Bókaútgáfan B. S. Akureyri. Beztu endurminningar æsku- áranna eru oft bundnar við skól- ana og félagana þar. Og með aukinni skólagöngu verða þessar minningar æ stærri þáttur úr lífi unga fólksins. Vísnabækur með nöfnum og rithöndum skóla félaganna eru geymdar sem helg- ur dómur. Nú hefir B. S. útgáfan gefið út mjög smekklega bók til að geyma þessar minningar. Bók þessi nefnist skóladagar. í henni eru sérstakir kaflar fyrir nöfn og fæðingardaga skólafélaganna, vísur og aðrar minningar. Rúmi fyrir myndir er heldur eigi gleymt. Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, hefir ritað formála að bókinni. Þar segir m.a.: Skráð ar endurminningar frá skólaár- um eru ekki aðeins til ánægju og skemmtunar þeim, er þær rita og eiga, heldur geta þær geymt sögulegar staðreyndir, sem ella kynnu að fara forgörðum. Hver sá, sem eitthvað ritar í þessa bók, getur því verið hvort tveggja í senn — án þess að vita það — rithöfundur og sagnfræðingur.“ Bók þessi virðist tilvalin tæki- færisgjöf til skólafólks. Og trúað gæti ég því, að hún yrði vinsæl af æsku landsins. Eiríkur Sigurðsson ☆ ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR Það hefir verið nokkuð í tízku að undanförnu að láta í það skína — og segja það jafnvel í ómyrkum orðum — að bókaþýð- endur íslenzkir séu ritskussar í samanburði við það, sem áður var, og stórum klaufvirkari og hroðvirkari um meðferð máls og stíls en fyrirrennarar þeirra hér á landi. Mér finnst þetta harla ómildur og óréttlátur dómur — og raunar hreint öfugmæli — þegar á heildina eða meðaltalið er litið. Hygg ég, að tiltölulega auðvelt væri að leiða að því gild rök, að ekki sé þetta sagt hér al- veg út í bláinn, en hvorki er hér staður né stund til slíks að sinni. — En því ber þetta efni nú á góma, að þrír úr hópi mikilvirk- ustu og slyngustu þýðenda okkar á síðustu árum hafa nú nýskeð sent frá sér sína þýddu skáld- söguna hver, — og einn þeirra þó fremur tvær stórar sögur en eina: — Bókaútgáfan B. S. send- ir frá sér skáldsöguna Veizlan á höfninni eftir Arne Skougen, í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar, menntaskólakennara. Saga þessi hlaut 1. verðlaun í norrænni sam keppni árið 1947, og eru það auð- vitað gild meðmæli á sína vísu, enda hefir sagan marga góða kosti, fjörlega rituð og efnið harla nýstárlegt. Þýðing Bryn- jólfs er afbragð, svo sem hans er von og vísa, en ekki get ég varizt því að óska mér þess, að svo ágætur þýðari og málsnill- ingur hefði valið hér annað og verðugra viðfangsefni í þetta sinn. — Þá sendir Norðri á mark aðinn stóra og fallega „jólabók“, sem vissulega mun eftirsótt tií vinagjafa, en það er skáldsagan Á konungs náð eftir Olav Gull- vag í þýðingu Konráðs Vil- hjálmssonar. Þetta er beint framhald sögunnar Jónsvöku- draumur eftir sama höfund, er út kom á forlagi „Norðra" fyrir síðustu jól, og mun hafa hlotið miklar vinsældir, svo að sízt er að efa það, að lesendur og að- dáendur þeirrar bókar verði framhaldinu fegnir, én hin nýja saga er þó raunar sjálfstæð heild, sem vel verður lesin að fullu gagni, þótt menn hafi ekki kynnt sér fyrri bókina, og koma þó per- sónur flestar þar einig við sögu. Óþarft er að mæla með þýðingu Konráðs, því að hann hefir nú um skeið verið í hópi þekktustu og mikilvirkustu skáldsagnaþýð- ara okkar og nýtur sívaxandi vinsælada flestra þeirra, er slík- ar bækur lesa. Þá hefir Draupnisútgáfan í Reykjavík sent frá sér tvær stórar skáldsögur í þýðingu Jóns Helgasonar, ritstjóra: — Þegar ungur ég var, ágæta sögu eftir A. J. Cronin, hinn fræga og vin- sæla höfund Borgarvirkis og annarra alþekktra skáldsagna, og ber hin nýja saga á sér flest beztu höfuðeinkenni Cronin’s. — Og ennfremur: Hann sigldi yfir sce, eftir Rauer Bergström — stórhressilega og bráðskemti- lega sjómannasögu, er lýsir ævin týralífinu á heimshöfunum á harla opinskáan og ekki alltof heflaðan hátt. Ég skal játa, að ég las þessa sögu með óblandinni ánægju, hvað sem öllum sið- gæðiskröfum og feimnisástæð- um líður, enda þykist ég, land- krabbinn, finna það á mér, að þarna sé um að ræða býsna sanna og raunhæfa mynd af lífi sjóvíkinga nútímans. Og um „Draupnissögurnar“ svonefndu mun óhætt að segja það, að þær sameina það furðu vel að vera skemmtilegar og líklegar til mik illa vinsælda, en þó allgild — og sumar ágæt — bókmenntaafrek. En vel á minnzt: — Ég var í flaustrinu nærri búinn að gleyma tveimur bókum úr þess- um flokki, sem báðar verða þó að teljast í röð beztu skemmti- sagna með bókmenntalegu ívafi. Heitir önnur þeirra Ást, en ekki hel, og er eftir Slaughter þann hinn ameríska, er mestrar lýð- hylli nýtur,, síðan fyrsta saga hans: Líf í læknishendi, kom út og varð í einni svipan geysivin- sæl og eftirsótt metsölubók. Nýja sagan er engu ólíklegri til mikilla vinsælda — furðu hag- legt sambland af æsandi reyfara- brag og góðum skáldskap. Hefir Andrés Kristjánsson þýtt sög- una af mikilli lipurð, fjöri og góðum málsmekk. — Hin bókin nefnist Læknir eða eiginkona, eftir Victoriu Rhys, fjallar um ungan og fríðan kvenlækni, er giftist stéttarbróður sínum, verð ur það til þess, að læknirinn og eiginkonan í henni heyja harða baráttu sín á milli, og má lengi vel lítt á milli sjá, hvor ganga muni með sigur af hólmi í þeirri baráttu, unz eiginkonan verður þó ofan á lækninum að bókar- lokum, og munu flestir mæla, að það sé „a happy end“, þegar öllu er á botninn hvolft. Axel Thor- steinsson rithöfundur hefir þýtt sögu þessa á viðfelldna og lát- lausa íslenzku. Þá hafa mér borizt tvær skemmtisögur, er Draupnisút- gáfan hefir nýskeð gefið út í bókaflokknum „Gulu skáldsög- urnar“. Eru það sögurnar „Ást barónsins“ og „Elsa“. Báðar eru þær skemmtilegar og „spenn- andi“, eins og „Gulu skáldsög- urnar“ eru yfirleitt, en hvorki höfundar þeirra né útgefendur munu gera kröfu til þess, að þær séu taldar til háfleygra bók- mennta, heldur eru þær ætlaðar mönnum til lesturs, er þeir vilja njóta hvíldar og skemmtunar án sérstakra heilabrota eða and- legs ónæðis. En það er vissulega fullgilt hlutverk á sína vísu, og fyrrnenfdar skemmtisögur upp- fylla vel slíka skilmála. Þær eru snyrtilega gefnar út og lipur- lega þýddar. j Fl DAGUR, 14. des. „Soðkraftsstöðvar" við verk- smiðjur auka síldarverðmæti Undirbúningur að nýtingu soðvatns, sem farið hefur í sjóinn Síldarverksmiðjur ríkisins hafa undirbúið byggingu „soðkrafts- stöðvar“ við verksmiðjurnar, og mundi slík stöð auka verðmæti síldarafurðanna um 20%. Skýrði Erlendur Þorsteinsson frá þessu á alþingi í fyrrdag, er rætt var um tillögu um notkun límvatns frá fiskimjölsverksmiðjum til áburðar. Er í báðum þessum atriðum um að ræða notkun á efnum, sem nú renna til sjávar frá fiski- mjöls- og síldarverksmiðjum. Erlendur skýrði frá því, að 20 —25% af þurrefni síldarinnar færi forgörðum með soðinu, sem rennur frá verksmiðjunum. Hef- ur verið reynt að bæta úr þessu án mikils árangurs, en það verður annað hvort gert með nýjum vinnsluaðferðum eða sér- stökum stöðvum til að vinna úr síladrsoðinu. Fyrir rúmum ára- tug var byrjað að framleiða svo- kallaðan „soðkraft“ úr fiskisoði í Bandaríkjum Norður-Amerríku en soðkraftur kallast soðið, þeg- ar búið er að eima úr því 85% af vatninu, og inniheldur soð- krafturinn þá þurrefni og vatn til helminga. Við notkun soð- kraftsins í fóðubrlöndur hefur komið í ljós, að í honum er mik- ill næringarkarftur vegna vita- mína soðsins. Mun framleiðsla Minnist f erfCaskrám yðar CHINA LONG GUCUMBER UNEXCELLED FOR CRISPNESS, FLAVOR A remarkable cucumber that grows up to 2 feet long and only 2 or 3 ins. in diameter, Smooth, deep green. few spines, fesh white, solid, crisp. Nearest seedless of any variety we know. Vigorous grower even under adverse condi- tions. As China Long pro- duces few seeds the sup- ply is short. Order early. Ptk. lOc; oz. 40c; postpaid. FREE—Our Big 1950 Seed and Nnrsery Book— Bigger than Ever DOMINION SEED HOUSE ____0 E0SGET0WN.0NT. Bandaríkjamanna vera orðin 50,000 lestir á ári, en örlítið er framleitt í Kanada og Suður- Afríku, og Norðmenn og Portú- galir undirbúa nú hagnýtingu soðsins. Síldarverksmiðjurnar hafa nú, að því er Erlendur hefur upplýst sent einn af sérfræðingum sín- um, Vilhjálm Guðmundsson, til Bandaríkjanna til að athuga vinnsluaðferðir og markaðshorf- ur. Telur hann, að markaður vestra sé fyrir 150—200,000 lest- ir árlega, en framleiðsla þar nemi aldrei yfir 100,000 næstu ár. Verðið er áætlað um kr. 1340 á tonnið. Hefur reiknazt svo til, að úr hverju máli síldar fáist 95 kg. soðs, og mætti vinna úr því afurðir fyrir 14 krónur hvert mál, ef soðið væri fullnýtt, og er þetta 20% aukning á verðmæti síladraflans miðað við núverandi verð. Það mun kosta um 4 millj. króna að koma 5000 mála soð- stöð upp á Siglufirði. Ef miðað er við afla undanfarinna ára, mundu vinnsludagar stöðvarinn- ar verða 22 og 480 tonn soðs unnin á sólarhring. Verðmæti afurðanna mundi þá nema 1,5 milljónum, svo að stöðin mundi á tveim árum skila aftur þeim gjaldeyri, sem til hennar þarf, og fást fullgreidd á 5 árum með að- eins 22 vinnslu dögum á ári. Erlendur Þorsteinsson skýrði nokkuð frá máli þessu á þingi í tilefni af þingsályktunartillögu Gísla Jónssonar um að hugaðir sku möguleikar á hagnýtingu j'mvatns frá fiskimjölsverk- smiðjum til áburðar. Erlendur sagði um þá tillögu, að allur sorri f iskimj ölsverksmiðj anna væri hættur að sjóða fiskúrgang- inn, svo að ekki væru um lím- vatn að ræða, en síldina yrði hins vegar að sjóða til vinnslu. Alþbl. 17. des. JÓN LEIFS: Útflutningur andlegra verðmæta íslendingar flytja nú andlegar afurðir svo að segja eingöngu inn en ekki út, og svo hefur verið lengi. Islenzk tónlist til um það bil eitt hundruð klukkustunda flutnings liggur óhagnýtt að mestu, óprentuð og ófjölrituð, óupptekin á plötur eða bönd og þar af leiðandi að mestu leyti óflutt inrjan lands og utan. ekki Nótnaprentsmiðjur eru til hér á landi og engir nótna- teiknarar á alþjóðlegum mæli- kvarða. Upptökutækni er hér einnig ófullkomin og hljómsveit- ir og söngflokkar fyrir erfiðari hlutverk ekki til. Útvarpið skopp ar plöntum fa útlendri verndaðri gervitónlist og örfáum íslenzkum lögum, mest sömu verkunum, ár eftir ár, og notar ekki svo að nokkru nemi aðstöðu sína til að útbreiða íslenzka list erlendis. Þannig malast gull í mylu út- lendra rétthafa, en íslenzk tón- skáld fá ekki að hagnýta verk sín í öðrum löndum, nema að framselja megnið af tekjum sín- um fyrirfram, þar til 50 ár eftir lát sitt, í hendur útlendra fyrir- tækja. íslenzk tónskáld geta sem sagt tæplega verið búsett í sínu eigin landi. Jafnvel umsóknum þeirra um lítilf jörleg gjaldeyris- leyfi fyrir nótnapappír til að skrifa upp verk sín hefur á sein- ustu árum hér verið neitað. íslenzk tónskáld vilja þó vera íslendingar og búa í sínu eigin landi. Islenzkir höfundar hafa sjálfir stofnað sitt útflutningsfor lag og með aðstoð góðra manna safnað til þess nokkru fé, en yf- irvöldin hafa ekki heldur veitt þessu fyrirtæki gjaldeyrisleyfi fyrir svo mikið sem einni einustu krónu til prentunar tónverka eða fjölritunar þeirra, til upptöku, né heldur til þes að kaupa er- lend réttindi og afla með því gjaldeyristekna eða draga úr gjaldeyriseyðslu. öllum tillögum Menntamálaraáðuneytisins í þá átt hefur verið hafnað. Þrátt fyrir það hefur þessu fé- lagi, sökum þess öryggis er felst í nöfnum forráðamanna og list- höfunda, tekizt að ná hagkvæm- um samböndum og samningum erlendis. Þessir menn hafa þrátt fyrir allar hindranir þegar spar- að Islandi hundruð þúsunda króna í erlendum gjaldeyri og sett sín eigin réttindi og vænt- anlegar gjaldeyristekjur af verk- um sínum sem tryggingu fyrir samningum. Gjaldeyrisyfirvöld- in hafa þó ekki enn þá tekið upp samvinnu um ráðstafanir til lenzkra höfunda séu svo lítils virði að þau geti aldrei gefið mik ið af sér. Sannleikurinn er hins vegar sá, að verzlunargildi and- legra afurða mótast ekki af list- rænum sjónarmiðum. Alþjóðleg- ir farvegir og sambönd skapa „umsetninguna“ eins og á „renni bandi“, og það, sem látið er á bandið gefur arð, hvort sem það er lélegt eða ekki. Yfirgnæfandi meirihlutinn af þessari verzlun- arvöru er frá listrænu sjónar- miði mjög lélegur, og stundum er ekki einu sinni að því spurt, hvort það, sem látið er á „band- ið“, sé neytendunum að skapi. Menn kaupa af „bandinu“ án þess að vita nokkuð um það fyr- irfram, sem forstjórunum þókn- ast að láta þeim í té. Hér á landi virðast menn hins vegar hugsa eins og forðum, þeg- ar fluttur var sandur frá Dan- mörku til húsagerðar á Islandi, af því að íslenzkur sandur var talinn óhæfur. Islenzk tónlist er vitanlega enginn sandur, en all- flest íslenzk tónverk geta verið alþjóðleg verzlunarvara án tillits til listsgildis. Mestu listaverkin þurfa auðvitað lengstan tíma til útbreiðslu, en þau geta verið sem vín í kjallara, er verður því betra, sem frá líður, unz þau verða að lokum meira virði en gullið sjálft. Ríkissjóðir og ríkis- bankar erlendis kaupa sem kunnugt er heldur viðurkennd listaverk til tryggingar veltu sinni en gull með sífallandi verði. Undirritaður hefur nú í hátt á þriðja ár verið að reyna að sýna forráðamönnum gjaldeyrismála hér, að til sé eitthvað, sem heitir innflutningur og útflutningur andlegra afurða samfara tölu- verðum gjaldeyris viðskiptum. Hann hélt, að hér á landi mætti fara sömu leiðir og í öðrum lönd- um og sannfæra menn með rök- um, tölum og alþjóðlegum stað- reyndum, en menn hafa margir aðeins hlegið, horft út um glugg- ann eða í síma rekið einkaerindi sín meðan á viðtalinu við gest- inn stóð. Undirritaður lét einskis ófreistað til að upplýsa forráða gj aldeyrisparnaðar í þessum mennj en jafnvel langar greinar efnum. Þau leyfa og styðja inn- gerðir með augijósum teikni- Aci._x 'dæmum og skýrslum varðandi flutningur og útflutningur and flutning litlausra andlegra afurða í stórum stíl, en loka fyrir útflutnings verzlun andlegra verðmæta frá íslandi. Margur lesandinn mun spyrja hvort íslenzkir hagfræðingar skilji í raun og veru ekki svo einfaldar ástæður. Sumir þeirra skilja þetta ef til vill nú, af því að staðreyndirnar hafa byrjað að láta til sín taka.'en margir viðskiptafræðingar hér á landi virðast ekki sjá annan útflutn- ing en afurðir sjávraútvegs og landbúnaðar. Þeir hugsa sem svo: íslenzk list, — það eru svo fáir fiskar. Ekki getur munað mikið um þá.“— Þessir menn gæta þess eigi að efnaleg verð- mæti eru tortímanleg, en andleg verðmæti ekki. Það sem í ask- ana er látið, er horfið um leið og það er etið, en andleg verð- mæti aukast við afnotin og gefa oft vaxandi og mjög háar tekjur er frá líður. Það er ekki undir því komið hve mörg andlegu verkin eru, heldur undir því hve oft og hvernig þau eru hag- nýtt, hve „upplagið“ er hátt, hve oft þau eru margfölduð eða flutt. Mönnum veitist erfitt að skilja það, en einmitt þetta sýn- ir að möguleikarnir til gjaldeyris öflunar fyrir Island eru mörgum sinnum fleiri, en tekjumöguleik- arnir af erlendum verkum hér á landi. Markaðurinn á Islandi er svo óendanlega lítill, en mark- aðurinn erlendis óendanlega stór. Allt þetta skýrist nú sennilega fyrir mönnum, ef þeir gefa sér tíma til að athuga það, en þá hugsa þeir sem svo, að verk ís- reglur um innflutning og ut- flutning andlegra verðmæta virðast hafa legið ólesn- ar. Öllum tillögum til að skapa viðskiptajöfnuð íslandi til gagns í þessum efnum var hafn- að. Fyrir bragðið er óhjákvæmi- legt að fara öfugu leiðina í við- skiptamálum andlegra verð- mæta, því að ekki verður komizt hjá alþjóðlegum staðreyndum. Sökum vanrækslu íslenzkra gjaldeyrisyfirvalda er viðskipta- jöfnuður andlegra verðmæta milli íslands og annarra landa nú mjög óhagstæður fyrir oss. Hann væri sennilega þegar orð- inn hagstæður hefðu nauðsyn- legar ráðstafanir verið gerðar í tæka tíð. Hann mun því fyrr verða hagstæður sem skilningur forráðamanna eykst skjótar í í þessum efnum. Ekki verður til þess ætlazt, að allir heimalning- ar hafi sama skilning á því sem kunnáttumiklir erlendir verald- armenn, að útflutningur andleg- ra verðmæta er höfuðstoðin til álitsauka íslendinga og þeirra eina sjálfstæðisvörn, einnig ör- uggt en hægfara auglýsingatæki til að auka alla efnalega afurða- sölu og vöruverð. Sérhver heim- alningur getur hins vegar skilið að hagstæð fjárviðskipti andleg- ra verðmæta eru æskileg. Þess vegna eru íslenzkir rétthafar neyddir til að leggja nú höfuð- áherzluna á að sýna slíkar stað- reyndir með augljósum dæmum reynslunnar. — Hér á landi hefur sú skoðun náð fótfestu, að listamenn séu oft draumóramenn eða fífl, — að þeir séu margir nokkurs kon- ar Sölvar Helgasynir. Ef lista- maður reynir hér að tala við menn í alvöru, þá hlæja menn stundum eins og ómenntaðir leikhúsgestir, sem skella upp úr við dýpstu speki og halda að sorgleikur sé gamanleikur. Sum- ir okkar listamanna hafa tekið þann kostinn vænstan að látast vera fífl, að leika fífl, til þess að geta betur þolað nærveru þess- ara listsnauðu manna. Það er sorgarleikur. Alþbl. 18. sept. Sunnan við landamærin Gardar, N. Dakota, 26. janúar, 1950. Hr. ritstjóri Lögbergs'- Góði vinurl „Að skuldadögum dregur“, höfðu þeir eftir honum Grímsa á 17. öldinni og eiga þau orð við enn á svo mörgum sviðum. Nú sendi ég gjaldið mitt fyrir Lög- berg, og er það góð regla, ef henni er haldið við, að það sé borgað fyrirfram. Þegar vand- ræðin á fjármálahliðina byrj- uðu, hefði átt að setja íslenzku blöðin okkar um leið í fimm dollara verð. Það voru mínar til- lögur í fyrstu, og síðan hafa þær ekki breytst. Það hefði farið vel á því og alt umrót og nöldur þagnað fyrir löngu. Öll ensku blöðin og ritin, sem við kaup- um hér, hafa töfaldast í verði og meir en það — pg kvartar nær enginn. Við stöndum illa að vígi að missa íslenzku blöðin okkar úr umferð, að minsta kosti fyrst um sinn, en illa lítur út með framhaldið, því nú er tek- in við sú fasta regla, að tala nær aðeins ensku á hverju heimili, jafnvel þó þau séu alíslensk, en ég hefi ekki orðið var við ávinn- inginn af þeirri breytingu. Og enn sendi ég einn dal fyr- ir árganginn af Sameiningunni, jafnvel þó uppdráttarveikin virð ist vera meiri í henni, en í viku- blöðunum. Ekki fyrir það, að það sé nokkurt eins dæmi með Sameininguna. öll þessi kirkju- rit hafa hina sömu sögu að segja, þau rembast og þumbast hvert fyrir sitt félag, en sjá ekki enn að ekkert eitt kirkjufélag getur unnið allan heiminn. Almenning ur sér og skilur hve kirkjan er óskaplega vanmáttug að hafa nokkur áhrif á alheimsmálin, og þannig verður það þar til allar kirkjudeildir ná því að samein- ast. Nú hafa bændur og búaliðar verið að gera upp búreikninga sína eftir áramótin. Þeir þurfa að vera staðfestir af valdsmanni (Notary Public) og sendir svo á stjórnarskrifstofu alríkis, sem leggur svo á tekjuskattinn (Income Tax) ef eitthvað hef- ir áunnist fram yfir lífsnauð- synjar. Það er nú visara að draga ekkert undan á þeim hreppaskilum, því annars á mað- ur á hættu að missa sínar eignir. Lögin eru mjög ströng, og þurfa að vera það, því leynieftirlits- menn stjórnarinnar eru mjög hættulegir, og þeir geta jafnvel náð þeim, sem svíkja eftir tvö til þrjú ár. Tíðarfarið hefir verið að stríða okkur nú undanfarinn tíma. Frost frá 20 til 30 fyrir neðan zero flesta daga, það sem af er janúar. Vetur mátti þó ekki kalla fyrr en með byrjun des- ember, því hausttíðin var mjög góð og farsæl. Uppskera var á síðastliðnu ári fremur rýr, eink- um af höfrum og byggi, en alt hirtist vel því sumarið var með þurrara móti. Vellíðan má kalla í bygðinni okkar hér, enda hefir hún löngum verið farsæl og fætt okkur og klætt í bezta lagi. Eg veifa hendi til allra vina minna með beztu kveðju. G. Thorleifsson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.