Lögberg - 09.02.1950, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. FEBRÚAR, 1950
5
All KAUÍI
KVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
íslenzka byggðarlagið í Seattle 50 ára
Ekki er ólíklegt að það hafi yljað mörgum íslendingum um
hjartarætur að lesa frásögnina um 50 ára afmæli íslenzka byggð-
arlagsins í Seattle, er endurprentuð var í síðasta Lögbergi úr
tímaritinu Scandinavian American.
Hefur barnið þitt góða heyrn?
\
Þótt því gangi illa í skólanum eða hegði sér ekki vel heima
Fornleifafundur í Tjarnargötu
Iztu minjar fró Reykjavík
þarf það ekki að vera þess sök
„Þar sem íslendingur er, þar
er sjálfsvirðing. Og þar sem
sem fleiri hundruð íslendingar
og afkomendur þeirra eru, eins
og í Seattle, mun sú sjálfsvirð-
ing vara til hins síðasta manns.“
Þannig eru fororð greinarinnar.
Þetta er fögur viðurkenning og
mega Islendingar hvarvetna
vera Seattle íslendingum þakk-
látir fyrir þennan orðstýr, er
þeir hafa getið Islendingsnafn-
inu.
Árið 1900 mynda þeir þjóð-
ræknisfélag, þótt þeir væru að-
eins átta að tölu, í þeim tilgangi
að vernda og viðhalda íslenzkri
tungu og íslenzkri menningu sín
á meðal. Frá þessu marki hafa
þeir ekki kvikað í 50 ár, og af
frásögninni og öðrum fréttum að
dæma, er félagið í fullu fjöri, og
starfar þó á sama eða líkum
grundvelli og það hefir ávalt
gert; er auðsætt að Seattle ís-
lendingar hafa aldrei orðið átta-
viltir hvað snertir íslenzk þjóð-
ræknismál.
Þetta félag íslenzkrar menn-
ingar, er þeir nefndu Vestri, er
miðpunktur íslenzka félagslifs-
ins. Á fundum þess, sem haldnir
eru fyrsta miðvikudag í hverj-
um mánuði, æfir fólk sig í að
tala íslenzku; les fréttablaðið
Geysir, sem skrifað er á ís-
lenzku, og í því birtast oft frum-
samin kvæði og frumsamdar rit-
gerðir á íslenzku. Félagið á mik-
ið safn íslenzkra bóka; það er og
á oddinum með það að halda
hátíðalega íslenzka merkis- og
minningadaga.
Vel sé öllum þeim, er elska
þannig og dá okkar fögru tungu
og kunna að meta menningar-
legt gildi hennar. Yngri kynslóð-
in virðist fylgjast með í þessum
félagskap; einn af leiðandi mönn
um félagsins er hinn ungi prest-
ur, séra Haraldur Sigmar, og ber
hann ekki síður rækt til íslenzk-
unnar en hinir eldri; hann kenn-
ir tólf nemendum íslenzku við
háskólann í Seattle.
Þótt nauðsynlegt verði í fram-
tíðinni að nota enskuna að ein-
hverju leyti á fundum félagsins,
er ekki líklegt að í þessu félagi
verði það gert að óskráðum lög-
um að ekki megi hafa íslenzku
um hönd á fundum þess, eða að
það verði talið vöntun á þegn-
skap að reyna að viðhalda ís-
lenzkri tungu.
„Islenzka mannjiélagið í
Seattle er fámennt en þróttmik-
ið; styrkur þess liggur í heilyndi
fólksins, vinsamlegri samvinnu
og hinni ótakmörkuðu virðingu
þess fyrir menningar arfleyfð
sinni; af þessu skapaðist bók-
mentafélag, sem er aðal félag-
skapur þess — í raun og veru
hjarta og sál þessa samrýmda
hóps.“
☆
Laugardagsskóla stíll
Raunir blaðadrengsins
„Æ, æ! Klukkan er bráðum
orðin eitt. Mér er bezt að fara
að sækja blöðin mín“.
Svo flýti ég mér af stað. En
þegar ég kem á stöðina, þarf ég
að bíða í minsta kosti hálf tíma,
þangað til að blöðin koma. En
nú þegar blöðin eru loksins kom-
in, þá kemur orðsending að allir
strákarnir eigi að bíða þangað
til yfirmaðurinn okkar komi, og
svo þegar hann svo loksins kem-
ur þá skammar hann einn
strékinn og segir okkur að við
megum ekki slóra svona, heldur
eigum við að bera út blöðin eða
við verðum reknir.
Og svo er nú veðrið.—Stund-
um er svo heitt að mann langar
helst að stanza við annað hvort
hús til að fá að drekka.
Svo kemur veturinn með ní-
standi kulda og þá langar mann
helst að stanza í hverju húsi að
velgja sér.
Magnús Guðlaugsson
☆
Lífsgleði
Mikill mismunur er á því hve
menn eru glaðsinna. Sumir virð-
ast varpa sólskini og gleði kring-
um sig hvar sem þeir fara, aðrir
skuggum og leiðindum. Og ekki
virðist lífsgleðin ávalt komin
undir ytri kringumstæðum; hinn
fátæki maður er oft glaðari in
hinn ríki; sá, sem þolað hefir
þungar raunir, hjartahlýrri en
sá, sem lífið hefir leikið við.
Ekki virðist heldur sem líkam-
leg glæsimenska, þekking eða
gáfur séu aðal skilyrðin til þess
að maðurinn sé hamingjusamur.
En eitt er íhygglisvert: lífs-
glaðir menn eru jafnan gæddir
þeim hæfileika, í ríkum mæli,
að kunna að meta og virða það
sem fagurt er, og það sem vel er
gert. Þeir hafa athygglisgáfu og
viðkvæmt hjarta, og hafa vak-
andi auga fyrir því sem fagurt
er og einkennilegt í náttúrunn-
ar ríki og í fari mannanna. Þess-
vegna njóta þeir alls þess er um-
hverfið lætur þeim í té, og eru
glaðir.
Þeim manni, sem temur sér
það að vera næmur fyrir öllu því
sem fyrir augu og eyru ber, veit-
ast margar smá ánægjustundir
dags daglega. Hinar margbreyti-
legu myndir náttúrunnar — há-
tign himintunglanna, litskrúð
blómanna, fagnaðarsöngur fugl-
anna — vekja hjá honum lotn-
ingu og hrifningu; hann gleðst
þegar hann sér bros barnsins og
ungviðin að leikjum; hann hefir
unun af söng og fögrum listum;
hann leitar að og dáist að hinu
snjalla, fagra og góðá, er hann
finnur í fari vina sinna og ann-
ara; hann finnur ánægju í því
að leysa starf sitt vel af hendi
og í því að koma einhverju góðu
til leiðar.
Öll erum við í sífeldri leit eft-
ir hamingjunni, og oftast leitum
vði langt yfir skammt; hún
stendur við hlið okkar og við
finnum hana ef við aðeins
strjúkum af augunum ský sljó-
leikans, lítum í kringum okkur
með athyggli og skilningsríku
hjarta; þá lærum við að meta,
virða og dá með þakklátum hug,
allar þær mörgu blessunnarríku
gjafir, sem guð hefir gefið okk-
ur, og við gleðjum okkur við
lífið.
☆
ÚR GÖMLUM BLÖÐUM
Fyrirlestur kvenmanns
um kvenfrelsi.
Fyrirlestur sá, er yngismær
Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt 30.
f. m. í Godd Templarahúsinu í
Reykjavík, „um kjör og mentun
kvenna“, var vel sóttur — hátt
á annað hundrað manns — og
þótti vel takast. Fyrirlesturinn
var skipulega saminn, orðfæri
hreint og fjörugt, og framburð-
ur skýr og áheyrilegur. Munu
fæstir hafa búizt við jafngóðri
frammistöðu af sjálfmentuðum
kvenmanni í fyrsta sinn, sem
hún ber þess konar við, og í
fyrsta sinn sem nokkur kven-
maður hér á landi ræðst í slíkt.
ísafold, 4. jan. 1888
Bob var þegindalegur eða það
fanst kennurum hans. Hann
virtist aldrei taka eftir þegar
kennarinn spurði út í bekkinn
einhverra spurninga. Og ef
kennarinn spurði hann sérstak-
lega, varð hann niðurlútur og
svaraði heimskulega.
Dag nokkurn spurði kennar-
inn hann t.d. hvar Góðrarvornar-
höfði væri. „Hvaða kaka er
það?“ sagði drengurinn. Allir
hlógu, nema kennrinn sem sagði
að Bob væri ósvífinn og lét hann
sitja eftir.
Það gerði ekki svo mikið til
þó hann gæti ekki leikið sér með
börnunum í það skiptið, en þetta
var geðugur drengur, fálátur og
hneigður fyrir dagdrauma eða
fyrir að leika sér einn.
Foreldrar hans létu hann sjálf
ráðan. Milli fimm og tíu ára
aldurs, hafði hann verið kvef-
sækinn og gjarn á að fá háls-
bólgu og hafði tvisvar fengið
eyrnabólgu og þá gengið gröft-
ur út úr eyrum hans.
Sannleikurinn kom fyrst í
ljós þegar fjölskyldan flutti til
annarar borgar og Bob, sem þá
var orðinn 14 ára gamall og
langt á eftir jafnöldrum sínum,
var sendur í nýjan skóla. Þá var
heyrn hans fyrst athuguð vand-
lega.
„Sonur yðar heyrir illa“, sagði
skólahjúkrunarkonan við móður
Bobs. „Hann hefir misst 25—
30% af heyrninni á því eyranu
sem betra er“.
Augljós einkenni.
Engum hafði dottið í hug að
vandamálið hvað Bob snerti
væri að kenna heyrnardeyfu
hans. Hvorki foreldar hans né
kennarar höfðu veitt athygli
ýmsum augljósum einkennum,
svo sem eftirtektarleysi, fram-
burðarvillum í tali eða lestri,
svörum út í hött er hann var
spurður einhvers, dagdraumum,
óhlýðni, sérkennilegum mál-
rómi, né því að hann forðaðist
önnur börn. Jafnvel fjölskyldu-
læknirinn hafði látið undir höf-
uð leggjast að rannsaka eyru
drengsins eftir hver veikindi
hans.
Því miður er saga Bobs altof
a 1 g e n g. Heilbrigðisyfirvöld
Bandaríkjanna segja að íVz milj.
amerískra barna, milli fimm og
seytján ára aldurs, hafa ekki
fulla heyrn. Séu þeir taldir með
sem verða fyrir heyrnarmissi
síðar, kemst talan upp í þrjár
miljónir.
Það er að mörgu leyti erfið-
ara að lifa fyrir þau börn sem
hafa litla eða talsverða heyrn,
heldur en fyrir þessi 18 þús.
börn sem eru alheyrnarlaus. Þau
síðarnefndu ganga í sérskóla og
læra að komast af heyranarlaus.
Hin aftur á móti, sem hafa
meira og minna bilaða heyrn,
ganga í venjulega skóla með
börnum, sem hafa fulla heyrn.
fyrir þau verður sambandið við
skólasystkini sín ekki óhliðstætt
því að tala í síma þegar mjög
vont samband er. Það þarf eng-
an að undra þó þau verði í ó-
samræmi við umhverfi sitt.
Hinn sorglegi sannleikur í
þessu máli er, að mörgum —
sumir telja 50 til 60 af hundr-
aði — þessara heyrnardeyfingja
hefði mátt hjálpa að fullu, ef
kvilli þeirra hefði uppgötvast í
tíma. Dr. Gordon D. Hople pró-
fessor í háls-, nef- og eyrnasjúk-
dómum, segir að til þessa höf-
um við verið og hirðulausir hvað
snertir þessa tegund sjúkdóma.
Orsakir heyrnardeyfu.
Það er einkum kvilli, sepi
stundum er afleiðing venjulegs
kvefs, kallaður miðeyrnabólga
(otitis media). Miðeyrað er rúm
það, sem tekur við bak við hljóð
himnuna. „Hverskonar eyrna-
verkir eru mögúleg orsök heyrn-
ardeyfu“, segir dr. Hople. Al-
varlegir sjúkdómar geta valdið
heyrnardeyfu, svo sem: misling-
ar, hettusótt, bóla í kjálkahol-
um, möndlum, tannkýli og
margt fleira.
Ráðið til varnar, er fólgið í
því að rannsaka eyru barnanna
eftir hvern sjúkdóm og gera að
því sem að er og gert verður
við. En það er því miður ekki
altaf hægt þegar skaðinn er
skeður, eins og t. d. í Bobs til-
felli, sem var orðinn 14 ára og
búinn að ganga með heyrnar-
deyfu í mörg ár. Eigi að síður
var hægt að hjálpa honum. Skól
inn, sem hann fór í var í sam-
bandi við lækningastöð fyrir
heyrnardaufa og sérfræðingar
stunduðu hann. Hann fékk
heyrnartæki og var kent að
nota það. Honum var einnig
kent að skilja orð eftir vara-
hreyfingum. Flestum sem nota
heyrnartæki finst auðveldara
að heyra, ef þeir sjá varahreyf-
ingar þess sem talar. Það tekur
fjórar til átta vikur að læra vara
lestur.
Þegar Bob útskrifaðist af
lækningastofnuninni, fanst for-
eldrum hans breytingin á hon-
um ganga kraftaverki næst.
Hann „lifnaði alt í einu við“,
eins og þau komust að orði. All-
ir kennarar hafa orð á þeirri
breytingu sem verður á börnum
við að heyrnardeyfa þeirra er
bætt á réttan hátt.
En hugsum okkur allar þær
miljónir barna, sem tapa heyrn
að meira eða minna leyti. Því
miður hefir fjöldi þeirra ekkert
tækifæri til bata nema foreldr-
ar, kennarar og læknar þeirra
taki höndum saman við sérfræð-
inga.
Sérhver skóli ætti að láta rann
saka heyrn hvers barns nákvæm
lega einu sinni á ári. Eins og sak
ir standa er þessarar rannsókn-
ar ekki krafist nema í tæplega
helming af fylkjum Bandaríkj-
anna. Frumvarp til laga sem
skyldar öll ríkin til að láta fram
kvæma slíka rannsókn, hefir nú
verið samþykkt af amerísku
heyrnarhjálpinni. En lög um
þetta eru samt þýðingarlaus án
aðstæðna til að framkvæma
rannsóknina, en ennþá eru að-
eins 55 slíkar stöðvar og meira
en helmingur þeirra í fimm
fylkjum.
Borgir þurfa að hafa slíkar
stöðvar í sambandi við háskóla,
en í sveitahéruðum þurfa þær
að vera hreyfanlegar.
En þangað til þessi mál kom-
ast í gott lag, eiga foreldrar að
kappkosta að láta rannsaka
reglulega eyru barna sinna. Og
ef barn hefir misst heyrn að ein-
hverju leyti, ættu foreldrar að
fylgja eftirfarandi reglum:
1. Reynið ekki að leyna veilu
barnsins, það gerir því aðeins
erfiðara fyrir.
2. Horfið á barnið þegar þér
talið við það og snúið andlitinu
á móti birtunni, og talið skýrt
en tautið ekki.
3. Ef barnið heyrir ekki það
sem þér segið, þá eigið þér ekki
að endurtaka það endalaust,
reynið heldur að segja það með
öðrum orðum.
4. Verið viss um að barnið
skilji hvað þér segið, en látið
ekki nægja að það látist skilja
það.
5. Takið ekki fram í fyrir barn
inu ef það er að tala við einhvern
annan. Lofið því að tala sjálf-
stætt.
6. Hlæðu með því þegar það
segir vitleysur vegna misheyrn-
ar, en hlæðu aldrei að því.
(THIS WEEK)
Vísir
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 131
Rovaizos Flower Shop
Our Speeialties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Miss K. Christie, Proprietress
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Nokkrar myndir af gömlum
munum voru á Reykjavíkursýn-
ingunni, sem nýlega er lokið.
Allar líkur benda til, þó ekki
muni vera hægt að fullyrða það,
að svo komnu máli, að þessir
munir séu frá fyrstu tímum
Reykjavíkur, jafnvel frá dögum
Ingólfs, eða næstu eftirkomenda
hans .
Þarna voru þrjár kolur af mis-
munandi gerð, ein með skafti, til
þess ætluð, að þægilegt sé að
hafa hana í hendi sér, og bera
hana logandi um hin dimmu
húsakynni. En hinar kolurnar
tvær munu frekar hafa verið til
þess ætlaðar, að vera kyrstæðar
í hýbýlum manna, annað hvort
hangandi eða standandi á ein-
hverju undirlagi. Oft voru stein-
kolur þannig, að auðvelt hefir
verið að hengja þær upp, eru þá
með skorum í, fyrir böndin sem
báru þær uppi, eða eyrun, sem
hægt hefir verið að þræða í
hengiböndin.
Steinkolur sem þessar, voru
ljósatæki víkingaaldarinnar. En
þegar kemur fram um árið 1000,
segir Kristján Eldjárn, að kom-
ið hafi málmkolur eða -pönnur,
sem ljósatæki.
Kolurnar voru þannig notað-
ar til ljósa, að í þær var rent
lýsi, og settur fífukveikur í, sem
látinn var hanga út af barmin-
um. Lítið ljós hafa kolurnar bor
ið. Og dauf þætti „spennan“ hjá
Rafveitu Reykjavíkur nú á dög-
um, ef ekki lýsti betur.
Þó enn ljómi frægð landnáms-
mannanna fyrir hugskotssjón-
um íslendinga, og það að verð-
leikum, þá minna þessi tæki
þeirra á, að þrátt fyrir afrek
þeirra og menning á ýmsum
sviðum, þá hafa þeir lifað að
nokkru leyti við íslenzka stein-
aldarmenning.
Aflangi steinninn með farinu
í, eftir endilöngu, er vaðsteinn
eða sakka, eins og hún nú er
nefnd, og mun hafa fundist í
sama jarðlagi og kolurnar. En
af lögun steinsins eða gerð verð-
ur minna ráðið um aldur hans.
Eins og kunnugt er fundust
munir þessir, þegar grafið var
fyrir grunni hússins Tjarnar-
gata 4, þar sem nú er h.f Stein-
dórsprent.
Það var vorið 1943, að tekið
var fyrir þessum grunni. Meðan
á greftrinum stóð veitti Guð-
mundur Kjartansson jarðfræð-
ingur því athygli, að talsvert af
beinum kom upp með greftrin-
um. Gerði hann starfsmönnum
Náttúrugripasafnsins aðvart um
þetta. Eftir það fylgdust þeir
Finnur Guðmundsson og Jó-
hannes Áskelsson með því, sem
fram fór í þessu efni og hirtu
það af beinunum og öðru kenni-
legu, sem upp kom úr grunnin-
um. '
I nokkurn hluta gryfjunnar,
sem tekinn var, hafði verið
ösku- eða sorphaugur, og komu
þaðan beinin. Voru það fyrst og
fremst húsdýrabein, þar á með-
al áberandi mikið af svínabein-
um, svo og fugla, fiska og sela-
bein.
Meðal þeirra, sem Guðmund-
ur Kjartansson hirti, þegar hann
fyrst kom að uppgreftrinum,
var heill neðriskoltur af geir-
fugli.
Öll þessi bein, sem þarna fund
ust eru geymd í Náttúrugripa-
safninu, sem hægt er að nota til
samanburðar, er ekki hægt að
ákvarða neitt um fund þennan.
Dr. Magnús Dagerböl beinasér-
fræðingur við Dýrafræðisafnið í
Höfn, hefir lofað, að taka bein
þessi til ákvörðunar og rann-
sóknar.
Svínabeinin í beinasafni þessu
benda til þess, að sorphaugur
þessi sé mjög gamall, þó ekki sé
hægt að segja með neinni vissu,
hversu lengi íbúafr Reykjavíkur
hafi haft svín í húsdýrastofni
sínum. En vel má vera, að ná-
kvæm rannsókn á beinunum
geti leitt í ljós, hversu gömul
beinin eru. Líklegt er, að í hinu
óákvarðaða beinasafni, sé meira
af geirfuglabeinum, en skoltur-
inn, sem Guðmundur Kjartans-
son fann.
Eitt kom fram merkilegt við
þennan fornleifafund í Tjarnar-
götu, sem ef til vill verður talið
það merkilegasta atriði hans.
Komið var niður á gólf í litlu
húsi, þar sem voru hlóðir. En
gólf þetta mældist 111 senti-
metra eða 1,1 metra undir sjávar
mörkum stórstraumsflóðs, svo
útilokað er með öllu, að sú af-
staða milli lands og sjávar hafi
verið hér í Reykjavík sem nú
er, þegar hús þetta stóð.
En eins og kunnugt er, grein-
ir menn á um það, hvort land-
sig hafi átt sér stað hér í ná-
grenni Reykjavíkur, eður eigi á
síðustu öldum. Ekki verður ann-
að séð, en þessi mæling á af-
stöðu gólfsins í húsi því, sem
eitt sitt stóð þar, sem er Tjarn-
argata 4, sanni, að grandinn norð
an við Tjörnina, hafi frá nátt-
úrunnar hendi verið hærri yfir
sjávarmál, en nú er.
Eftir þenna fornleifafund í
Tjarnargötunni, vorið 1943, er
viðbúið að forvitni hafi aukist
á því, hvað kunni að koma í ljós
þegar farið verður að grafa í
jörð við Aðalstræti sunnanvert,
á þeim stað, þar sem álitið er,
að Reykjavíkurbær hafi staðið
fyrstu aldirnar eftir landnámið,
og alt fram til þess tíma, að
Skúli Magnússon breytti land-
námsjörð Ingólfs í verksmiðju-
bæ.
— Lesbók Mbl.
GERANIUMS
18 for lSc
Everyone interested in
houseplants should plant
a packet or two or our
Geranium Seed. We offer
a gorgeous collection
containing Dazzling Scar-
let. Flame Red, Brick
Red. Crimson, Maroon,
Vermilion. Scarlet, Sal-
mon, Cerise. Orange-Red,
Salmon - Pink, B r i g h t
Pink, Peach, Blush Rose,
White, Blotched. Varie-
gated, Margined. Easy to grow from seed
and often bloom 90 days after planting.
(Pkt. 15c) (2 for 25c) postpaid. Plant now.
SPECIAL OFFER: 1 pkt. as above and 5
pkts of other Choice Houseplant Seeds. all
different and easily grown in house.
Value $1.25. all for 6ðc postpaid.
HOUSEHOLDERS -
ATTENTION!
We can supply your fuel needs with all
the standard brands of coal and coke such
as Foothills, Drumheller, Black Nugget,
Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and
Winneco Coke.
Sloker Coals in Various Mixtures Our Specialty
MC fURDY CUPPLY fO., LTD.
lf 1 V/ BUILDERS' SUPPLIES AND COAL
Erin and Sargent Phone 37 251