Lögberg - 09.02.1950, Page 6

Lögberg - 09.02.1950, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. FEBRÚAR, 1950 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — LjóOin i þeasari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. „Mikelsmessan er í dag. Má ég tala við ungfrúana?“ sagði hann. Rósalie leit á klukkuna. Hún var á slaginu tólf. Póst- húsinu var altaf lokað kl. tólf, til tólf og þrjátíun. „Viltu gjöra svo vel að fara inn í setu stofuna, monsieur?“ spurði hún og gekk farm fyrir afgreiðsluborðið og lokaði pósthúsdyrunum. Það kom óstyrkur á Rósalie og hálf- gert ráðaleysi, og hún var feimnisleg þegar að hún kom inn í setustofuna, en mætti þó augnaráði signorsins djarf- lega. „Hvernig líður honum föður þín- um?“ spurði signorinn og bauð henni sæti. Sólin skein glatt inn um glugg- ann á setustofunni og geisli hennar lá eins og gult belti eftir stofugólfinu, sem þau sátu sitt hvoru megin við. „Hann virtist ekki vera neitt verri í morgun. Hann fer í kirkju í hjóla- stólnum“. „Hann er betri þá — það er gott. Er nokkur hætta á, að hann verði að fara í sjúkrahúsið aftur?“ Hún hallaði undir flatt. „Læknirinn segir, að það geti komið fyrir á hverri stundu. Það er máske eina tækifærið, sem hann hefir. Presturinn er okkur mjög góður, og sagði, að systir sín skyldi sjá um pósthúsið — auðvitað, með þínu leyfi, ef á þyrfti að halda“. Signorinn kinkaði kolli. „Sjálfsagt, sjálfsagt. En hefir þér ekki komið til hugar, að við myndum fá okkur aðra pósthúsfreyju?“ Það færðist eins og skuggi á andlit Rósalie, og hjarta hennar sló ört. Hún vissi hvað mundi koma og kveið fyrir því, en svo var betra að ráða því til lykta nú. „Við getum ekki komist af án þess“, sagði hún vandræðaleg. Það sem við höfum dregið saman nægir ekki. Það litla sem að hún móðir mín átti verður að ganga til þess að borga fyrir sjúkra- húsveruna hans. Ég hefi geymt það til þess. Svo þú sérð að ég þarf á þessari stöðu að halda“. „Þú hefir samt sem áður hugsað um. Veistu ekki hvaða dagur er í dag?“ spurði signorinn alvarlega. Rósalie þagði. „Ég kom til þess að biðja þig að verða konan mín — Mikelmessan er í dag, Rósalie“. Hún þagði. Von hans glæddist við þögnina. „Ef að eitthvað kæmi fyrir hann föður þinn, þá yrðir þú ekki hér ein. Faðir þinn verður ef til vill lengi í sjúkra húsinu. Þú getur ekki staðist þann kostnað. Ef að ég biði þér hjálp, þá þæðir þú hana ekki. Ef að þú giftist mér, þá er alt sem ég á, jafnt þitt, sem mitt og sem þú getur farið með eftir vild — glatt aðra með því, og farið sjálf, við og við úr þessum þrengslanna dal eitthvað út í heiminn til þess að sjá hvað þar fer fram“. „Mér líður vel hér“, sagði Rósalie lágt. „Það er enginn staður í veröldinni, sem er fegurri en Chaudire“, svaraði hann stoltur, eins og það gæti ekki ver- ið neitt vafamál. „En sökum þekkingar- innar ættir þú að kynnast umheiminum, það hjálpar þér til að skilja og meta fólkið og fegurðina í Chaudiere betur. Ég bið þig að verða konan mín, Rósalie“. Hún hristi höfuðið raunalega. „Þú hefir sagt mér, að það væri ekki aldurs míns vegna, ekki vegna þess að ég er auðugur, ekki vegna þess, að ég er signor, ekki sjálfs mín vegna að þú hafnar eiginorðstilboði mínu“. „Hún brosti að þessu og sagði: „Það er satt“. „Hvaða ástæðu getur þú þá haft? Enga, enga. Svei mér, ef ég ekki held, að þú sért hrædd við að giftast. En það veit sá sem alt veit, að það er ekk- ert að óttast. Sameiginlegur skilningur, á að gefa og taka, þá fer alt vel. Og þeg- ar konan er ekki annað en gæðin sjálf í garð manns síns, þá er ekkert að ótt- ast. Sjálfur presturinn mundi segja þér það“. „Ó, ég veit, ég veit“, sagði hún í mál- róm, sem var blandinn bæði hrygð og gleðihreim. „Ég veit að þetta er satt. En, ó, kæri monsieur, ég get ekki gifst þér — aldrei — aldrei“. Hann var ekki á því að gefast upp. „Ég þrái að fá létt lífsáhyggjur þínar — að farsæla lífsferil þinn — rétt til þess að mæta með þér erfiðleikunum, þegar þá ber að hendi —“ „Þegar að þá ber að, þá sný ég mér til þín, — já, svo sannarlega sný ég mér til þín örugg, kæri monsieur“, sagði hún með viðkvæmni, því huboð óvæntra erfiðleika hreyfði sér í huga hennar og augu hennar flutu í tárum. „Ég 'veit hversu sannur heiðursmaður að þú ert“, bætti hún við. „Ég gæti gefið þér alt, nema það sem til mín er lífið sjálft, sál mín, ástríki mitt, upphafið og endir- inn“. Hin nýja lífsaðstaða hennar, undur hennar, gleði hennar og óhagganleiki hennar hafði tekið föstum tökum á henni. Hún gaf lífi hennar nýja mein- ing — lífi, þessa frumbarns náttúrunn- ar. Allan morguninn hafði hana langað til að fara út í skóg og fela sig á milli skógarplantnanna og heiðargróðurs- ins, hlægja og gráta í hugarróti sínu, sem í senn var lyftandi og glatt, og líka haldið óljósum ógæfuótta. Hún leit al- varlega á signorinn. ,,Ó, það er ekki sökum æsku minn- ar“, sagði hún lágt, „því ég er ekki ung — ég er mjög við aldur. Það er af því að ég get ekki unnað þér, og ég get það aldrei á þann eina og sanna hátt, sem ást er byggjandi á, en án þess gifti ég mig aldrei. Ég er ákveðin í því. Þegar að ég gifti mig þá er ástæðan sú, að ég hefi fundið mann, sem að ég elska svo, að ég get ekki lifað án hans. Þó hann sé svo fátækur, að hann ekki viti hvaðan að næsta máltíð hans komi, gerir það mér ekkert til. Ó, geturðu ekki séð, eða skilið monsieur, hvað ég meina — þú sem ert svo vitur, vel að þér og þekkir heiminn svo vel?“ „Vitur og vel að mér!“ endurtók hann nokkuð hastur, þó hugur hans væri bljúgur og viðkvæmur. „Satt að segja, þá held ég að ég sé asni! Ráð- viltur asni, sem ekki skilur meira í kven fólki, heldur en matselja mín skilur í sanskrít — nei hundrað sinnum minna! Því hún María Flynn hefir augu til að sjá með, og án þess að hafa orð á, þá sá hún að ég hafði augastað á þér. En María Flynn sá meira en það, því hún er sannfærð um að þú hafir augastað á eiiihverjum, Rósalie. Hún hélt að það máske væri ég“. „Konur eru ekki eins opinskáar og menn“, svaraði hún brosleit, og leit út á götuna þar sem nokkrir menn stóðu í hóp fram undan pósthúsinu og var að hugsa um hvað þeim mundi vera á hendi. „Það hlýtur að vera einhver annar — það hlýtur að vera Rósalie. Það er vissulega einhver annar. Þú verður að segja mér hver það er. Þú mátt til. — Hann þagnaði skyndilega, því það var barið hart á pósthúsdyrnar og M. Evan- túrel kallaði: „Rósalie! Rósalie! Ó, komdu fljótt — Ó, komu, Rósalie mín!“ Án þess að líta á signorinn hljóp Rósalie til dyranna og opnaði þær. Faðir hennar var fyrir utan náfölur og skalf eins og hrísla.N „Rósalie, lambið mitt“, sagði hann, „þeir segja að þú hafir stolið krossinum af kirkjudyrun- um.“ Hann var nú kominn í hjólastóln- um inn í pósthúsið og fólkið tróðst inn undrandi, sumt vingjarnlega, sumt með á eftir og starði á hann og Rósalie, sumt óttasvip, eins og einhver ósköpin væru á ferðinni. „Þetta er lýgi, eins víst og að ég heiti María Flynn — elskan“, sagði mat- selja signorsins og það var eins og eldur neistaði úr augunum á henni. „Hver ber fram þessa klögun?“ hvein í einhverjum. Enginn hafði séð signorinn koma fram úr dagstofunni og fram í af- greiðslusalinn, en þegar menn áttuðu sig á því, að röddin var hans og að hann var kominn inn í herbergið til þeirra hvasseygður með staf í hendi drógu þeir sig til baka. „Það gjöri ég“, sagði matvörukaup- maðurinn. „Þú skalt verða tjargaður og fiðr- aður áður en dagurinn er liðinn“, sagði María Flynn. Rósalie var föl eins og nár. Signorinn furðaði sig á því, og út- liti hennar, sem var einkennilegt. „Rektu fólkið út“, sagði signorinn við Filion Lacasse, sem var lögreglu- þjónn sveitarinnar. „Ekki strax“, sagði maður sem kom inn í dyrnar. Það var presturinn, sem þegar hafði heyrt um þetta hneyksli og farið að vitja um Rósalie. M. Evantúrel reyndi að tala, en kom ekki orði út úr sér. En María Flynn, eldrauð í framan og áköf átti fult í fangi með að passa á sér hendurnar, frá því að kreista að hálsi matvörukaupmanns- ins. Presturinn sneri sér að Rósalie. „Þetta er heimskulegt. Fyrirgefðu sign- or. Það er betra fyrir Rósalie að svara þessari kæru. Ef að hún segir að kæran sé ósönn þá set ég kærandann af sakra mentinu, fyrir að bera óhróður.“ ,Hún gjörði það“, sagði matvöru- kaupmaðurinn einbeittur. „Hún getur ekki neitað því“. „Svaraðu, Rósalie“, sagði prestur- inn ákveðið. „Fyrirgefið, ég skal svara kom rödd frá dyrunum. Skraddarinn í Chaudiere tróð sér í gegnum mannþyrpinguna í pósthúsinu, sem fór vaxandi. XLII. KAPÍTULI Réttarhald og dómur „Hver hefir gefið þér rétt til að svara fyrir ungfrúna?“ spurði signor- inn afbrýðissamur, því að honum fanst, að honum einum bæri rétturinn, til að halda hlífiskyldi yfir henni. En hér var um einhvert leyndarmál að ræða, og það var ljóst að skraddarinn hafði frá einhverju þýðingarmiklu að segja. M. Rossignol bauð prestinum sæti og sett- ist sjálfur á lítinn bekk, sem stóð þar í búðinni og setti Rósalie við hlið sér. „Ég set hér rétt“, sagði signorinn og kallaði á matvörukaupmanninn. Hann kom fram og var allvígamann legur. „Á hvaða forsendum byggir þú kæru þína á hendur ungfrú Rósalie?“ spurði signorinn. Matvörukaupmaðurinn sagði með miklum fjálgleik frá því, sem að Paul- ette Dubois hafði sagt honum. Á meðan á þeirri sögu stóð, sat presturinn hugs- andi, því í huga hans kom kveldið, sem að krossinum var skilað aftur, og það sem hann mundi frá þeim atburði ,kom heim og saman við sögu matvörukaup- Monsieur Evantúrel stundi þungan, því mannsins. Hann leit á Rósalie alvarlega. hann mundi eftir, að Rósalie hafði kom- ið seint heim það kveld, en traust hans var óbifanlegt. „Mér skilst, að ungfrúin gangist við, að þetta sé satt“, sagði Charley. Rósalie leit alvarlega á hann, eins og að hún vildi lesa hvað honum byggi hún gengist við þessu og vilji hans var í huga. Það var ljóst, að hann vildi að heni lög. „Það er alveg satt“, svaraði Rósalie hugrökk. „En hún stal ekki krossinum“, hélt Charley áfram í hærri málróm en áður, því fólkinu hafði fjölgað. „Ef að hún stal ekki krossinum, hvers vegna var hún þá að negla hann aftur á kirkjuhurðina í niðamyrkri?“ spurði matvörukaupmaðurinn. „Ó, haltu þér saman, fleðubárður- inn þinn!“ sagði frú Flynn og sárlang- aði til að rífa í hárið á honum. „Þegið þið“, sagði signorinn birstur og leit alvarlega til Rósalie. Rósalie leit til Charley. „Spursmálið er ekki um, hvort að ungfrúin hafi skilað krossinum aftur, hldur um það, hver tók hann í fyrstu. Er það ekki? Segjum svo, að hér sé ekki um stuld að ræða. Segjum að persónan, sem tók krossinn hafi haldið að nún væri að inna af hendi göfugt verk fyrir kirkjuna þína, monsieur“. „Ég skil ekki þetta“, sagði prestur- inn vandræðalega. „Verkið var framið leyinlega og því grunsamlegt“. „En þegar þú gefur ölmusu, þá viti vinstri hönd þín ekki hvað hægri hönd þín gjörir, til þess, að ölmusa þín sé í leyndum, og faðirinn, sem sér í hugan- um, mun endurgjalda þér“. svaraði Charley og bætti við, „sem ég held að sé frumregla, sem að þú kennir“. „Einu sinni héldu menn, að skradd- arinn hefði tekið krossinn“, sagði sign- orinn ísmeygilega. „Máske að hann hafi verið að vinna eitthvert leynilegt góðverk með honum“. Hann var gram- ur útaf leyndarmálinu, sem hann sá, að var á milli Rósalie og þessa manns. „Það senrtir mig, en ég ekki það“, sagði hann rólegur. Hann varð að fara varlega til þess að sannfæra þá, sem hlustuðu á hann. „Ungfrúin gjörði góð- verk með því að negla krossinn aftur á kirkjuhurðina — til þess að góður maður gæti notið meiri hvíldar í gröf- inni“. Fólkið kyrðist og þagnaði. Rósalie leit á Charley undrandi, en hún sá brátt hvað hann var að fara — að koma fólkinu í skilning um, að það, sem hún hefði gjört fyrir hann, hefði í raun réttri verið gjört fyrir skraddar- ann látna og henni mislíkaði það stór- um, því hún vildi, ef hún hefði mátt, auglýsa öllum umönnun sína fyrir og kærleik sinn til Charley Steele. Málið fór að skýrast fyrir prestin- um. „Vill skraddarinn tala skýrara?“ spurði hann. „Ég sá ekki Louis Trudel taka kross- inn, en ég veit að hann gjörði það“, sagði Charley. „Louis Trudel! Louis Trudel!“ tók signorinn fram í. „Hvað meinar þetta?“ „Monsieur segir satt“, sagði Rósalie. Presturinn mintist hinna einkenni- legu orða og athafna Louis Trudel á sóttarsænginni. Hann mundi og eftir því, sem gamla Margot sagði, áður en hún dó, og löngun hennar til að skrifta fyrir sér út af einhverjum misgjörðum. Hann var sannfærður um að Charley væri að segja satt. „Það er satt“, sagði Charley, „en þið gefið honum það ekki að sök, þegar þið heyrið allan sannleikann í sambandi við þetta. Hann tók krossinn til bráða- birgðar þarfa, og áður en að hann gat skilað honum aftur dó hann“. „Hvernig veist þú, hvað hann meinti að gjöra eða meinti ekki?“ spurði sign- orinn vandræðalega. „Tók hann þig í trúnað með sér?“ „Já, hinn nánasta“, svaraði Char- ley gremjulega. „Samt leit hann á þig sem trúleys- ingja og talaði illa um þig á dánarbeð sínum“, sagði presturinn. Hann vissi ekki um sögulokin, en var áhyggjufull- ur bæði út af hinum lifandi og hinum dauða. „Það var þess vegna að hann tók mig í trúnað með sér. Ég skal skýra þetta. Mér veitist ekki sú virðing mon- sieur, að hafa öðlast kriststrúna þína að fullu. Ég hafði beðið hann að sýna mér tókn af himni, og hann sýndi mér það með litla járnkrossinum“. „Ég skil hvorki upp né niður í þessu“, sagði signorinn órólegur. Rósalie spratt á fætur. „Hann fæst ekki til að segja allan sannleikann, monsieur, en ég skal gjöra það. Louis Trudel hefði drepið monsieur, ef það hefði ekki verið fyrir mig“, sagði hún. Þetta kom eins og reiðarslag yfir alla, sem inni í pósthúsinu voru. „Nema fyrir þig, Rósalie?“ spurði presturinn. „Nema fyrir mig“, endurtók hún. „Ég sá Louis Trudel reiða krossinn að monsieur þennan dag í búðinni. Það gerði mig órólega. — Ég hélt að hann væri genginn af vitinu. Svo ég hafði augun á honum. Um kveldið sá ég ljós í skraddarabúðinni langt fram á kveld. Mér þótti það undarlegt, svo að ég fór yfir og gægðist í gegnum gluggahlerana. Ég sá Louis gamla við eldinn með eld- rauðann krossinn, sem hann hélt á með töng. Ég vissi að hann ætlaði að gjöra eitthvað illt með honum, svo að ég hljóp inn í húsið. Þegar að ég kom inn í eldhúsið var Margot gamla þar í öngum sínum af hræðslu — því að hún hafði líka séð hvað Louis var að aðhafast. Ég hljóp í gegnum ganginn og sá Louis gamla fara upp á loft með krossinn eldrauðann. Ég flýtti mér upp stigann og sá hann fara inn í herbergið til monsieur. Þegar ég kom að herberg- isdyrunum“, — hún þagnaði, því hún sá aðvörunarsvip á andliti Charleys’s — „Ég sá hann með krossinn á lofti yfir monsieur“. „Hann meinti að hræða mig“, tók Charley fram í fljótlega. „Við verðum að fá sannleikann í þessu!“ sagði signorinn í hásum rómi. „Krossinn kom niður á bert brjóstið á monsieur“. Matvörukaupmaðurinn hló hrotta- lega. „Þögn!“ urraði í signornum. „Þegiðu“, sagði Filion Lacasse og tók hendinrti í öxl matarsalans. „Ég skal vefja hnakkólum um hausinn á þér“-, bætti hann við. „Það, sem á eftir kom er mönnum vel ljóst“, greip Charley fram í. „Vesa- lings maðurinn var viti sínu f jær. Hann hélt það vera Guði velþóknanlegt verk, að merkja trúleysingja með kross- marki“. Allra augu störðu á Charley. Presturinn mintist síðustu orða Louis TrudeL — „Sjáðu — sjáðu ég gaf hon- um — teikn — af . . .!“ og síðustu orð Margot gömlu hljómuðu honum líka í eyrum. Hann snéri sér að signornum „Monsieur", sagði hann, „við höf- um heyrt sannleikann. Þetta tiltæki Louis Trudels var grimmt — reglulegt banatilræði. Megi Guð fyrirgefa honum! Ég vil ekki halda því fram, að ungfrú Rósalie hafi gjört rétt í því að þegja —“

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.