Lögberg - 09.03.1950, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950
3
MINNINGARORÐ UM
Guðrúnu ísleifsdóttur Gunnlaugsson
Fædd 22. júlí 1874 — Dáin 9. febrúar 1950
Hún var fædd að Neðri-Glerá
í Kræklingahlíð í Glæsibæjar-
hreppi í Eyjafjarðarsýslu á Is-
landi. Foreldrar hennar voru
þau heiðurshjónin, ísleifur
bóndi Svanlaugsson og kona
hans Rósa ólafsdóttir frá
Hvammi við Akureyri, (náskyld
hinni alkunnu Þorgeirssonsætt
í Winnipeg og víðar). ólst Guð-
rún sál. upp með foreldrum sín-
um þar til að faðir hennar dó.
Hún átti átta systkini, sem að
til aldurs komust, og eru fjögur
af þeim á lífi enn: Jósep, fyrr-
um, bóndi að Tyldringi í Krækl-
ingahlíð; Sigríður, húsfreyja á
Esjuvöllum, sömu sveit; Anna
María í Reykjavík og Mrs. H. C.
Jósepson, Cypress River, Man.
Fram til tvítugs aldurs mun
Guðrún sál. hafa unnið hjá
bændum í Kræklingahlíð, mest-
megnis á Efri-Glerá í þeirri
sveit. 1894 giftist hún fyrri
manni sínum, Jóni Jósefssyni
frá Neðri-Dálksstöðum á Sval-
barðsströnd við Eyjafjörð.
Þeirra samvera varð eigi löng,
því 4. nóv. 1898 drukknaði hann
við sjóróðra undan Krossanesi
við Eyjafjörð. Þeim varð tveggja
barna auðið og heita þau Friðrik,
og ólína. Komu þau til Canada
með móður sinni sumarið 1902,
og settust að í Winnipeg um
tíma. Friðrik féll í fyrri heims-
styrjöldinni, 2. sept 1918, nálægt
Arras í Frakklandi. Ólína er
gift J. Johnson að 735 Home St.
Winnipeg.
Guðrún sál. mun hafa unnið
við húsverk bæði í Winnipeg og
Guðrún Gunnlaugsson
í íslenzku, bygðinni í Argyle,
Man., þar til að hún giftist síðari
manni sínum Sigvalda Bryn-
jólfssyni Gunnlaugssonar 8.
des. 1908 og var hfeimili þeirra
ætíð í þeirri bygð (Argyle) til
dauðadags. Seinni mann sinn
misti Guðrún 30. jan. 1949 eftir
langvarandi heilsuleysi. Þeim
varð sjö barna auðið, sem að öll
lifa foreldra sína. Þau eru: Hall-
dóra (Mrs. Mitchell), Baldur;
Brynjólfur, bóndi Holland, Man..
Rósa (Mrs. Guðnason), Baldur;
Valgerður (Mrs. Björnsson),
Baldur; Friðrik, kornkaupmað-
Landseer, Man.; Matthías og
Hansína bæði ógift heima.
Heimili þeirra Sigvalda og
Guðrúnar var ætíð gestrisið
mjög, þótt oft væri af skornum
skamti að taka framan af bú-
skaparárum þeirra. Kirkjumál
lét Guðrún sig miklu skipta og
var hún yfir 40 ár með þeim
fremstu í þeirri bygð að styðja
og styrkja lútersku kirkjuna að
Brú í Argylebygð.
Mikla ástúð og elsku bar Guð-
rún sál. til íslands, og mun hún
hafa haft í hyggju að ferðast til
íslands næsta sumar ef heilsa
leyfði. En þar fór sem oft áður
að: (Enginn ræður sínum nátt-
stað fyr en allur er). Guðrún sál.
var fremur heilsugóð mestan
hluta ævi sinnar, þar til síðustu
tvo mánuði ævinnar, að hún
kendi innvortis meinsenmdar,
og var tvisvar farið með hana
á sjúkrahús í Winnipeg á þeim
tveimur mánuðum og dó hún
hér á St. Boniface Hospital, 9.
febrúar síðastliðinn, að við-
stöddum mörgum börnum henn
ar. Var líkið flutt til Baldur,
Man., og jarðsett þar 13. febrúar
s.l. að miklu fjölmenni við-
stöddu, og sýndi það glöggt hvað
vinsæl kona Guðrún sál. var.
Séra Valdimar J. Eylands frá
Winnipeg jarðsöng, og (var ræða
háns í alla staði mjög nákvæm
og góð, lýsti hann Guðrúnu sál.
og verkum hennar sem vert var;
séra Eylands mun hafa verið
það alt vel kunnugt. Hvílir hún
nú við hlið seinni manns síns í
grafreit Baldursbæjar.
Far þú í friði! Friður Guðs
þig blessi. — Vikublaðið Dagur
á Akureyri er vinsamlegast beð-
ið að taka upp og prenta þessi
fáu minningarorð.
J. J.
Hvað er það sem skilur?
Fyrir nokkru birtist grein í
rherku blaði í Vestur-Kanada.
Ritarinn leggur fram þá spurn-
ingu: „Hver er trúr þegn og lýð-
hollur borgari Kanada?“
Svarar hann sér sjálfum með
því að segja, að hver sá, sem
ber fult traust til þessa lands,
og leggur kapp á eftir megni að
gegna skyldu sinnar gegn þjóð
og landi: gerir sér að skyldu, að
þekkja sögu þjóðarinnar frá upp
hafi vega og sögu mikilmenna
hennar, og ákvörðun í því að
geyma trúlega þær hugsjónir,
sem feðurnir börðust fyrir: bera
heilnæma tilfinningu fyrir
skyldurækt til lands, samborg-
ara og nágranna, og annara út
í frá. Þetta góða land leggur okk
ur þær skyldur á herðar að
|eggja fram alt það dýrmætasta
í fari okkar, til þess að stuðla
að framförum lands og þjóðar,
1 hvaða stöðu sem maður er.
Mönnum á að þykja stór sómi
að því, að vera þegn þessa lands,
og að líta alla samþegna sína
jöfnum augum án tillits til þjóð-
ernis, trúarbragða og lifnaðar-
átta; láta alla menn njóta sann-
^ælis; útrýma hleypidómum, og
forðast að bera gremju til þeirra,
sem eru annars þjóðernis eða
hafa aðra trú en þá, sem alment
gerist.
Kanadískur þegnréttur á a
í?ja velvirðingu fyrir þjóðini
eild sinni, vegna iðjusemi o
0rku þeirra sem á unda
^engu; þeir sem þá lögðu al
rarn til þess að varðveita frel:
lýðræði. Menn mega v(
rósa og halda uppi orðst
Peirra, sem gerðust miklir fö(
orlandsvinir og leiðtogar, me
a fyrir augum að bæta hag;
nuini þjóðfélagsins, og skap
agsmunalegar ástæður fyr
menn hér, 0g fyrir alla þá, sei
renna hinoQ*
. ungað vonaraugum, me
þeim asetningi til að leita a
vinnu, og á síðan að verða lanc
sóma'10 tÚ uPPhyggingar c
soma.
Þetta er innihald þessare
gremar.
Það, sem þar er tekið frai
er mikið verk og vandasam
Hver einstaklingur þarf a
Jeggja fram alla krafta sálar c
i ama til þess að mæta þessa:
þegnskyldu. En það skapar inn-
byrðis samhygð og ástsemi til
lands og þjóðar; hugurinn er við
þetta eitt bundinn; ekkert ann-
að kemst þar að til langframa.
Við, sem berum gæfu til að
byggja norðursvæði Vestur-
heims trúum því, að enginn þjóð
búi við betri kosti en við. Oss
langar til að láta hendur standa
fram úr ermum til þess að ljúka
upp huldum fjársjóðum, svo að
framfarir fari hröðum skrefum
og þjóðin komist til álits og virð-
ingar.
Aðrar þjóðir hafa sín augna-
mið og áhugaefni, en hér er
okkar arineldur; hér gefst alt
sem þörf krefur til velmegun-
ar og viðhalds. Við það er hug-
urinn bundinn. Sambönd við
önnur lönd slakna með hverf-
andi kynslóðum: Setningar, sið-
venjur og útlend tungumál
missa gildi sitt og gleymast að
nokkru leyti. Af þeirri ástæðu
hafa Þjóðverjar í Suður-Ame-
ríku sagt sig úr sambandi við
menn á Þýzkalandi. Af þeirri á-
stæðu er verið að efna til sálma
bókar fyrir lútersku kirkjuna
hérlendis. Þeir, sem standa fyrir
fyrirtækjum þessum tilheyra
ýmsum kirkjufélögum lúterskra
manna, láta svo ummælt:
„Messuform og sálmabók sú,
sem um er að ræða, mun stórt
skref að sambandi og endanlegr
ar einingar lúterskra kirkjufé-
laga í Ameríku. Hún mun sam-
eina menn og skapa innbyrðis
einingu í orði og anda. Hindrun
af hálfu tungumála og af þjóð-
ernisvenjum líða undir lok. Sam
eiginlegur skilningur eflist; starf
semi færist í aukana, og dagur
fullrar sameiningar nálgast".
Þannig stefna allar ár að sama
ósi hér vestra; ekki fer hjá því
að hið íslenzka þjóðarbrot hlýt-
ur að berast með þeim straum-
um. Eins og íslenzku rokkarnir
eru orðnir hornrekur víðast
hvar, þannig fer um margt ann-
að af íslenzku bergi brotið.
Það, sem nú hefir verið til-
greint er það, sem skilur að
Vestur og Austur-íslendinga.
Það verður ekkert ráðið við það.
örlög þjóðbrotsins hér eru þau
sömu og lágu fyrir Norðmönn-
um, sem bólfestu tóku á Frakk-
landi, Rússlandi, Italíu o. s. frv.
Vinasamband og viðskipta
ætti að geta átt sér stað austan
hafs og vestan, en um félagsbú
getur naumast verið að ræða.
Á þetta bendir það, sem nú þeg-
ar hefir verið tekið fram.
Landar hér norðan og sunn-
an línunnar, sem skilur milli
Kanada og Bandaríkjanna, mega
þakka örlögunum, sem leiddu
þá hingað. Þeir hafa áunnið sér
það álit að vera trúir og þegn-
hollir menn. Þeir hafa komið
svo vel fram, að vegur íslend-
hefir mjög aukist meðal annara
þjóða. En ég hygg, að um félags-
bú af beggja hálfu geti ekki ver-
ið að ræða.
Sálmabókin, sem var hér gef-
in út fyrir nokkru virðist benda
ótvírætt í þessa átt. Ekki var
þetta fyrirtæki hafið af því að
ekki væru sálmabækur fáanleg-
ar á íslandi. Fyrir nokkrum ár-
um komu menn færandi hendi
frá íslandi með andlega nýunga-
stefnu, en um hana hefir farið
eins og um íslenzka melgresið,
sem sáð var hér. Það vill ekki
vaxa. Eigum við þá hér af ís-
lenzku bergi brotnir að leggja
árar í bát, úr því að við getum
ekki siglt samflota með bræðr-
um okkar á íslandi?
Nei, engan veginn.
Miklu fremur er okkur til-
efni til að byggja annað skip
með öðru föruneyti, og sækja
róðurinn af kappi.
Þeir, sem komu hingað til
staðfestu frá íslandi komu með
ágætt „innlegg" og dýrmætan
varning; það er hinar glæsilegu
bókmentir og tungumál, sem
Próf. Konráð Gíslason segir um:
„Norrænan okkar er uppspretta
allra þeirra mála, er nú ganga
um Norðurlönd“.
Þetta mun satt vera, og að fekk
ert tungumál, sem nú er talað
hefir fullkomnari tilverurétt en
íslenzk eða norræh tunga. Það
má með sanni segja að þær lend-
ur, sem landar byggja hér fljóti
svo að segja í mjólk og hunangi,
þrátt fyrir ýmsa örðugleika.
Þetta land hefir yfir miklum
ágætum kosti að ráða; það ber á
borð úrvalsrétti þeim öllum,
sem hafa vilja og þrótt til
að færa sér það í nyt; því er
skylda allra þeirra, sem nema
lönd að leggja fram þann dýr-
asta varning, sem menn koma
með. Það er menningaratriði,
metnaðarskilyrði og heilög
skylda gagnvart hinni nýju
fósturjörð.
Og dáfögur er fósturjörðin, og
ekki skal farið í landajöfnuð, en
þó dettur manni í hug, þegar
verið er að hrósa jöklum, fjöll-
um og fossum annara landa, að
það megi teljast fegurðarauki;
kemur manni þá til hugar:
„Ekki er holt að hafa ból.
Háum uppi á fjallatindi.
Af því þar er ekkert skjól,
Úti fyrir frosti, snjó né vindi“.
Nálega alt það, sem er prýði
annara landa er og líka fáan-
legt hér; hér eru há fjöll og
heimskunnir fossar; arðsamt og
hlýlegt skóglendi þekur landið
víða; tel ég það fjöllunum fegra.
Mætti vel tileinka þeim: „Ást í
þínum finn ég faðm. Frið í skóg-
arröndum.
Hvergi kemst hin prýðilega
náttúra nær hjarta manns en í
hinum þögulu leyndardómsfullu
lundum. „Þar eru tungur, er
tala hátt, þótt hafi lágt, um herr
ans speki, gæzku og mátt“. Þús-
undir gróðurríkra akurlenda, ó-
teljandi fjöldi kvikfénaðar, ó-
mælanleg auðæfi í jörð og á.
Þegar alt þetta er hugleitt,
kemst hjartað við af húgsun-
inni um fríðindi og fegurð lands
ins; fæstum mun renna hugur
til annara landa og þjóða.
Vafalaust liggur þessi hugsun
til grundvallar fyrir þeim ásetn-
ingi að reynast trúr þegn og
traustur borgari þessa lands.
Og að leitast við að ávaxta eftir
megni alt það, sem manni er gef
ið, landi og þjóð til heilla og
metnaðar.
Þjóðernisstarfsemi okkar hér
er því af heilli rót runnin, og
verðskuldar að vera studd á all-
an hátt með ráði og dáð.
Guð blessi alt fólk af íslenzk-
um stofni vestan hafs og austan,
svo að það geti sér góðan orð-
stír á öllum sviðum.
b. b.
Business and Professional Cards
Afmælisgjafir
til Betel
Valentine treat of delicious
home made Cookies and „pönnu
kökur“ for residents and staff,
donated by Mrs. A. Elíasson,
Gimli. „This was very much
appreciated".
Mrs. Guðbjörg Johnson, Betel
$5,00. Mr. og Mrs. Ólafsson,
Foam Lake, Sask. „með innilegri
hamingjuósk , Guð verndi heim-
ilið Betel og alla íbúa þess“
$10,00. Mrs. Jónína Waryh,
Winnipeg $5,00. Mrs. Hansína
Olson, Winnipeg $5,00. Samskot
á afmælissamkomu Betels í
Fyrstu lútersku kirkju, Winni-
peg, undir umsjón Kvenfélags-
ins, ásamt sérstökum gjöfum frá
A. S. Bardal í minningu um föð-
ur hans, Sigurgeir Pálsson, $25,
00. Friðrik Kristjánson $5.00,
spilaklúbnum í J. B.-bygging-
unni $8.00; alls $195.00. Miss
Emilie Stephensen, Winnipeg
$5,00. Mrs. Sigríður Vigfússon, ,
Betel $10,00.
At Christmas, Don Thordar-
son, grandson of the late Thord-
ur Thordarson distributed candy
and cigarettes amongst the resi-
dents, which was very much ap-
preciated. This was omitted
from our Christmas gift list.
Kærar þakkir fyrir allar þess-
ar gjafir.
J. J. Swanson, féhirðir
308 Avenue Bldg.
Winnipeg.
Minnist
I3ETEL
í erfðaskrám yðar
rfK HAGBORG
PHONE 21531
FUII.fct
>31 J——
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum — Skrifið símið til
KELLY SVEINSSON
187 Sutherland Ave., Winnipeg
Sími 54 358
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 4C4 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Sollcitor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
447 Portage Ave,
Also
123
TENTH ST.
BRANDON
Ph, 926 886
Phone 21 101
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDS0N
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
632 Simcoe St.
Wlnnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Denttat
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talsími 925 826 HeimiUs 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfrœöingur i augna, eyrna, nef
og kverka ajúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœöingur i augna, eyrna,
nef og hdlaajúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofustmi 923 851
Heimaslmi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER. N. DAK.
ialenzkur lyfaali
Fölk getur pantað meðul o*
annað með pðsU.
Fljðt afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkklstur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaður sá bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsiml 27 324
Heimllls talslml 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St Mary's and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 03S
H. J. H. Palmason. C.A.
B. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountant*
505 ConfederaUon Life Bldg.
Wlnnipeg Manitoba
Phone 49 469
Radlo Service Speclaliste
ELECTRONIC LABS.
H. TBORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
692 ERIN St. WINNIPEG
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barristgrs - Solicilors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 5«1
JOHN A. HILLSMAN.
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST,
YTðtalstlml 3—5 efUr hádegi
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Offioe hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offlce 26 — Ree. 230
Offlce Phone Res Phone
924 762 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDQ.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlceknar
406 TORONTO GEN. TRUST8
BUILDINQ
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNIPEQ
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend’’
Dh* líUil 297 Princess Strbet
rn. £0404 jjalf Btock N. Logan
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDQ WPQ.
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgð.
blfreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 927 628
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœölngar
209BANK OF NOVA SCOTIA BQ.
Portage og Garry 8t.
Phone 928 281
GUNDRY PYMORE
Limited
Britiah (Jualitg Fiah Netttng
68 VICTORIA ST„ WINNIPEQ
Phone 92 8211
Uanager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreclated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fraeh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 8COTT BLK, Stml »26 227
Wholesale Distributora of
FRESH AND FROZEN FISH