Lögberg - 09.03.1950, Side 5

Lögberg - 09.03.1950, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950 5 ÁHUGAMAL UVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÖNSSON NÝTT ÁRSFJÓRÐUNGSRIT Síðastliðna viku hljóp af stokk unum hér í Winnipeg smárit er nefnist Impression. Ekki er lík- legt að útkoma þess verði nokk- urntíma talin til bókmentalegra stórviðburða í sögu Canada, en hvað um það? Ritið er gefið út í þeim tilgangi að gefa ungum skáldum og ungum rithöfund- um kost á að fá ritverk sín birt á prenti, er að öðrum kosti myndi ekki sjá ljós dagsins, eða svo skilst mér af hinni fyrstu ritstjórnargrein. Þetta er sann- arlega virðingarverð tilraun. Hver veit nema ritið verði til þess að gefa einhverju ungu ó- þektu skáldi byr undir vængi, og er þá betur farið en heima setið. f ritinu eru sex kvæði, flest í órímuðu formi; finst mér ljóð Rose Thorgrimson, er hún nefn- ir, The Greal Farce bera af. Kvæði eftir hana hafa birst í Lögbergi. Wilfred Eggleston rit- ar stutta grein, The Essentrial Poet. um í hverju felist raun- verulegt gildi ljóða. Þá á hið unga skáld, Art Reykdal, grein í ritinu, er nefnist Low-Brow Laureate. Hún er um skáldin, Robert William Service og Ed- gar Albert Guest. Greinin er fjörlega rituð og all-skemtileg, en ef til vill, nokkuð gáskafull. Ýmislegt annað fróðlegt er að finna í ritinu. Að Impression stendur ungt fólk af mörgum þjóðernum. Rit- stjóri þess er Myra Lazechko- Hass. Assistant Editor: John Bryant. Managing Editor: Ge- orge Nasir. Editorial Board: Art Reykdal, Rose Thorgrimson, Robert Wyatt, Helen Rejkowich, Norman Newton, Don Roy, Le- ona Green, og ennfremur skáld- ið Irene Chapman Benson, sem kunn er um alt landið vegna ljóða sinna. Ritið er tuttugu blaðsíður að stærð og frágangur vandaður. prentað hjá The Columbia Press Ltd. Verðið er $1.00 árgangurinn °g 35 cents heftið; fæst hjá ofan- greindu fólki. Sambræðslukenningin stingur enn upp höfði Hin fyrsta ritstjórnargrein í ritinu, sem minst er á hér að of- an, er fremur þokukend og tor- skilin, bæði vegna gallaðs mál- fars og tvísýns hugsunarháttar, er> þó má grilla í hvert stefnt er. Og ef greinin á að túlka stefnu ritsins og skoðanir ritstjórnar- nefndarinnar, þá virðist nefnd- ætla að brenna sig á sama soðinu og samskonar nefndir hafa stundum gert áður: að s*tta sig ekki aðeins við að ^inna að aðaltilgangi ritsins, neldur og að ætla það sitt mikla iutverk að koma fólki í Can- ada í skilning um að það sé cana- lskt með því að sjóða það sam- ,n 1 einn graut sem fyrst, og reinsa þannig af því öll þjóð- rnis sérkenni. / , reinarhöfundur lætur í veðri a að ungir canadískir höf- nndar hér eigi aðeins aðgang að ar ókum skóla og nokkrum rit- Um af íslenzkum, úkraníu og gyðinga „uppruna“, en eina rit- ’ 1 ^innipeg, sem ræki hrein- ra3 taðan canadianisma, sé há- skolaritið Manitoban. — Sam- kvæmt þessu viðhorfi er Ice- andic Canadian ekki fullkom- lega canadískt rit. — . ^mislegt fleira segir ritstjór- inn í þessa Q - ^ att og ma segja eins v,0_ ^r’ 2aman er að börnunum Þe§ar Þau fara að sjá. - síðaTTT6? 350 ár eru nu liðin ada Frakkar settust að í Can- ar tn!§ nærrÍ 200 ár SÍðan Bret- toku við Völdum. Þeir komu ser saman um að hver þjóð mætti viðhalda tungu sinni og þjóðernissérkennum. Má segja, að sambúð þessara þjóðerna hafi blessast framúrskarandi vel, þótt einstöku sinnum hafi slest upp á vinskapinn. Síðla á 19. öld hófust inn- flutningar fólks frá öðrum lönd- um Evrópu. Á þessu ári eiga ís- lendingar 75 ára landnámsaf- mæli. Þeir hafa notið þessa sama víðsýnis og framsýnis af hálfu canadískra stjórnarvalda: að mega óáreittir viðhalda sín- um dýrmætu menningarlegu tengslum við kynstofn sinn. Þeim skildist strax, að þannig yrði þeir betri borgarar síns nýja lands. Dr. Richard Beck skýrir ágætlega og í stuttu máli þessa afstöðu: „Milli þegnskyldu okkar annars vegar og ræktar- semi við ættlandið hins vegar hefir aldrei orðið og verður al- drei árekstur, en það er sann- færing margra okkar, að með því að varðveita og ávaxta hið bezta og fegursta í hugsjóna- og menningararfinum íslenzka greiðum við þegnskuld okkar sem drengilegast, auðgum mest hið nýja land okkar“. — Sambræðslukenningin hefir, af og til, skotið upp höfði í Can- ada, sérstaklega hjá hinum fá- mennari þjóðarbrotum. Vegna þess að þau eru fámennari skap- ast hjá sumum vanmáttarkend, sem þeir reyna að losast við með því, að segja skilið við alt, sem tengir þá við þjóðerni sitt. Leið- andi menn af öllum þjóðernum í Canada hafa reynt að kveða niður sambræðsludrauginn; þeir vilja sporna sem lengst gegn því að allir séu steyptir eins og í sama móti; þeir vilja ekki hrað- sjóða þjóðina; þeir vilja ekki sviplausa flatneskju í canadísku þjóðlífi. Þeir vilja að öll þjóðar- brotin leggi fram sinn þjóðernis- lega skerf á sinn þjóðernislega hátt til þess að skapa sampin- aða svipmikla þjóð. Og canadíska þjóðin er sam- einuð þjóð; þótt hún. sé saman- sett af mörgum mismunandi þjóðernum, er canadíska þjóðin eins og ein sál, þegar mikið ligg- ur við. Þessi stefna í þjóðernismál- um Canada er að skapa og hefir skapað mikla og merkilega þjóð. Fáir hafa lýst Canadamannin- um af meiri skilningi en W. Arthur Irwin, fyrverandi rit- stjóri, Macleans tímaritsins, í ræðu sem hann flutti í Buffalo og sem birtist 1. febrúar í rit- inu. Hann heldur því fram, að þróttur Canadamannsins liggi í því að hann hafi viðhaldið tengsl unum við stofn sinn og varð- veitt menningararfleyfð sína; honum hafi tekist að samræma þessa viðleitni við framsókn sína í hinu nýja landi. Þessvegna séu Canadamenn yfirleitt málamiðl- unarmenn en ekki öfgamenn, þeir hafi lært að rata meðalveg- inn. Vér brosum Gísli Magnússon, biskup á Hólum (1755—1779), var með merkustu biskupum, gáfumaður og skörungur að framkvæmd og dugnaði. Hann var fríður maður og gjörfilegur, glaður í viðmóti, örlyndur, spaugsamur og hnytt- inn í orðum. Kenndur var hann við öl síðari hluta ævi sinnar, enda er sagt, að hann hafi eigi tekið mjög hart á því við presta sína, ef þeir að öðru leyti voru merkir menn og dugandi prestar. Eins er sagt, að hann hafi hjálp- að þeim stúdentum og skólapilt- um að fá uppreisn, er eignuðust börn í lausaleik, ef honum þótti þeir vera að manni að öðru leyti. Einhverju sinni er sagt, að stúdent nokkur, sem átt hafði barn í lasualeik, hafi komið að Hólum, og langaði til að sækja um brauð, sem þá var laust, og vildi fá uppreisn hjá biskupi. Þegar hann var búinn að tjá biskupi vandkvæði sín, svarar biskup: „Þú hefur orðið heldur djúpsyndur, karlinn minn“, og klappar um leið á herðar honum. Er sagt, að hann hafi veitt hon- um brauðið og vígt hann til prests. Einhverju sinni heimsóttu tveir stúdentar Gísla biskup, í einhverjum erindagerðum, sem hér eru eigi nefndar. Tók biskup vel á móti þeim, sem hans var vandi til. Þegar þeir höfðu lokið erindum sínum og voru að búast til brottferðar, hellti biskup víni á skálar og bauð þeim að drekka. Annar tók strax sína skál og drakk af í einu. Þá segir biskup: „Já, og grettir sig ekkert, karl- inn“. Hinn stúdentinn snerti eigi sína skál og kvaðst eigi drekka vín. Þá er mælt, að biskup hafi klappað á herðar honum og sagt: „Það gefur guð, að þú tek- ur pípuna einhvern tíma, ekki síður en aðrir“. Er sögn ,að stúd- ent þessi hafi orðið drykkjumað- ur eftir að hann varð prestur, og hafi þannig spá biskups rætzt.— Pípa (barnspeli) er orðtak, sem merkir hið sama og biskup hefði sagt: Þú þiggur einhvern tíma pelann. Einhverju sinn gekk Gíslj biskup í klefa nokkurn á Hól- um, en eigi er getið til hverra erinda. Hann hitti þar þá fyrir skólapilt og skólaþjónustu, sem voru að láta vel hvort að öðru. Þá segir biskup: „Hvað eruð þið að hafast að?“ Pilturinn svarar: „Það er Hólalagið gamla.“ Þá spyr biskup: „Hvaða lag er það?“ „Það er: Náttúran öll og eðli manns—“, svarar pilturinn. Biskupi þótti hnyttilega svarað, brosti við og gekk út, og minntist eigi framar á þetta við þau, svo að menn vissu til. —Alþýðuhelgin Tillögur um varanlega Lusn á vandamélum viðskiftalífsins Úr áramótaræðu Ólafs Thors forsætisráðherra í áramótaræðu Ólafs Thors, forsætisráðherra, lagði hann áherzlu á að íslenzka þjóðin sækti því fastar róðurinn, sem óbyrlegar blési og léti misræri ekki á sig fá. Ég þakka hinu nýja litla riti, þótt ég sé ekki ritstjóranum sammála, fyrir að gefa mér til- efni til þessara hugleiðinga. Rit- ið Impressian og önnur slík rit geta komið miklu góðu til leiðar í canadísku þjóðlífi, ef þau sleppa öllum sambræðslu pré- dikunum og halda sér fast við aðaltilganginn: að hvetja unga rithöfunda til þess að láta ljós sitt skína, og birta ritverk þeirra, og óska ég ritinu Impression og þeim, sem að því standa, góðs gengis. Forsætisráðherra gat þess að margt hefði gengið okkur í hag- inn á árinu sem var að líða, og friðvænlegar horfi nú í heims- málunum en áður. Síðan sneri hann máli sínu að þeim vanda sem að okkur steðjaði og gat þ. á m. skýrslu þeirrar um efna- hagsþróunina á íslandi,' sem Benjamín Eiríksson hagfræðing- ur samdi í fyrra að tilhlutan' fyrrverandi ríkisstjórnar. En í skýrslu þessari kemst hagfræð- ingurinn að þéirri niðurstöðu, að orsök dýrtíðarinnar sé sú, að fjárfesting og hallarekstur ann- arsvegar séu stærri en aukning sparifjár, afskriftir og óúthlut- aður arður hinsvegar, að óbreytt um þjóðartekjum. í þessari staðhæfingu, sagði forsætisráðherra, felst sannleik- ur sem ekki verður véfengdur. Hér sjái menn eina höfuðorsök hinnar sívaxandi verðbólgu, og dýrtíðin verði ekki stöðvuð nema þjóðin fáist til að sættá sig við það, að dregið verði úr fjá- festingunni í bili, jafnt hjá því opinbera sem hjá einstaklingum, þannig að fjárfestingin og halla- rekstur samanlagt verði ekki meiri en það, sem þjóðin eykur sparifé sitt á sama tíma, að við- bættum afskrifstum og óúthlut- uðum arði. Þá gat ráðherra þess að á und- anförnum árum hafi hver stétt- in siglt í kjölfar annarrar um kauphækkanir. Fyrir bragðið hafi sprottið nýjar þarfir fram- leiðslustarfseminnar fyrir auk- inn ríkisstyrk. Fjár til þeirra út- gjalda aflar ríkissjóðurinn með nýjum álögum á þá, er kaup- hækkanirnar hafa fengið. — Þessi hringrás hafi raunverulega valdið því, að menn hafi engar kjarabætur fengið, en hinsvegar hafi í stöðugt vaxandi mæli skap azt jafnvægisleysi í efnahags- starfsemi þjóðarinnar. Þetta verði að færa í lag, ef auðið á að verða að veita verðbólgunni viðnám og skapa skilyrði til heil brigðs atvinnurekstrar og auk- innar atvinnu, almenningi til handa í stað atvinnuleysis sem ella ógnar. Nú er svo komið að vísitalan hefir hækkað um 35 stig á ári allt frá stríðsbyrjun, skattar og tollar hafa hækkað um rúmlega 150 millj. kr. síðustu 4—5 árin. Samt hefir hallarekstur ríkis- sjóðs síðustu þrjú árin numið 175 millj. króna. Ef þannig skal haldið áfram verður að tryggja ríkissjóði nýja skattstofna, er nema allt að 100 millj. kr. á ári ef hindra á stöðvun bátaútvegs- ins. Er þá óleystur vandi eldri togaranna og jafnvel hinna nýju. Hvar endar þetta? Forsætisráðherra sagði að ís- lenzka þjóðin ætti við betri kjör að búa en nær allar þjóðir og henni ætti því að vera vorkunn- arlaust, ekki sízt þeim, sem bezt Væru staddir, að slá einhverju af kröfunum. Og hann bað þjóðina sjálfrar sín vegna að taka með skilningi og velvilja þeim tillög- um, sem nú yrðu bornar fram til úrbóta, svo að þær yrðu ekki kæfðar í skilningslausum mót próa. Ríkisstjórnin vinnur nú með sérfræðingum sínum og ráðunautum að rannsókn dýrtíð- armálanna í víðtækasta skilningi og mun hraða þeirri rannsókn sem frekast er auðið. Ríkisstjórnin mun: 1. Leggja fyrir Alþingi þegar í stað, er það kemur saman til funda af nýju, tillögur, er miða að því að hindra stöðvun útvegs- ins, og ætlaðar eru eingöngu til bráðabirgða. 2. Leggja fyrir Alþingi, svo skjótt sem auðið er, að loknum nauðsynlegum undirbúningi málsins, tillögur um varanlega lausn á vanda málum atvinnu- og viðskiptalífsins, sem byggjast á afnámi uppbótarleiðarinnar og stefna að hallalausum rekstri framleiðslustarfsemi 1 a n d s- manna í meðalárferði, afnámi hafta og banna og verzlnarfrelsi. Vísir, 3. jan. Blessuð sólin elskar alt, alt með kossi vekur. Haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. H. H. Sveinbjörn Guðmundsson — KVEÐJA — tJr hópnum einn er horfinn, frá „Höfn“ — og fluttur yfir í æðra andans veldi um eilífð — hvar hann lifir. Hans trú og traust á drottinn, var tálaus í hans hjarta. Hann sagði mér það sjálfur, með samvizkuna bjarta. Við okkar jarðlífs angur hann er nú laus — og farinn, til feðra og frænda sinna, við fegri sólskins-arinn. Með íslenzkt sálareðli og ættlandstrygð í nesti, hann flaug til föðurhúsa, — sem fagna nýjum gesti! Hveinbjörn — margir syrgja, — því samhygð hans var göfug til góðra mannlífsmála, — þó mörg sé stefnan öfug. Vort „Hafnar“-fólk og fleiri, sem fengum af honum kynning; þeim góða dreng til gjalda, við geymum öll hans minnig. Þórður Kr. Kristjánsson Sjóslys hafa aldrei verið færri hér við land en á þessu óri Alls drúkknuðu 13 manns, en 28 biðu bana af öðrum orsökum 1 ársskýrslu Slysavarnafélags íslands um mannslát af slysför- um á ári því, sem nú er að kveðja, segir að sjólsys hafi aldrei verið færri síðan félagið byrjaði að taka saman skýrslur um þessi efni, en alls drukknuðu 13 manns hér á landi á þessu ári. Þar ár, sem nú er að kveðja ber að þakka sérstaklega, sem hið minnsta sjóslysaár síðan fé- lagið var stofnað og vitum vér ekki um annað ár hagstæðara íslendingum í þeim efnum. Sjó- slys og drukknanir, sem allt fram að þessu, hafa verið tíðustu sjóslysin hér við land, eru nú ekki lengur í meirihluta. Að því er Slysavarnafélaginu er kunnugt, þá hafa ekki fleiri en þrír sjómenn látizt við störf sín á hafinu, féllu þeir allir út- byrðis af skipum, einn af árabát, einn af mótorbát og einn af tog- ara. Samtals hafa drukknað þrett- án manns hér á landi á árinu, þar af hafa 9 þeirra drukknað við land og í höfnum og ein kona í Ölfusá. Á sama tíma hefir 82 manneskjum verið bjargað frá drukknun á sjó hér við land og 7 til viðbótar frá drukknun í ám eða vötnum. Þannig hefir á árinu verið samtals um 89 bjarganir að ræða eftir því, sem Slysavarnafélagið bezt veit, og þar af hefir 51 verið bjargað fyrir atbeina félagsins og hjálparsveita þess. Ýmsir einstaklingar hafa og sýnt mikla hjálpsemi og snar- ræði við að bjarga. Á Seyðisfirði bjargaði enskur sjómaður litlum dreng frá drukknun með því að henda sér til sunds á eftir hon- um og á Eskifirði henti 77 ára gamall maður, Þorgeir Clausen, sér til sunds til að bjarga lítilli telpu, og Adolf Magnússon stýri maður á v.b. Mugg Vestmanna- eyjum, varpaði sér útbyrðis í Grindavíkursjó til að bjarga matsveininum á bátnum, sem fallið hafði útbyrðis. Þannig mætti lengi telja. Helst liér í hendur aukin sundkunn- átta, hjálpfýsi og skipulagðar slysavarnir. Við þær bjarganir sem hér hafa verið taldar, bætist svo við öll sú mikla aðstoð, sem björgunarskipið Sæbjörg og önnur skip hafa veitt sjófarend- um á árinu, þar er einna minnis- stæðast er m.b. Njáll var að þvi kominn að sökkva í afspyrnu veðri út af Garðsskaga, en m.b. Vonin frá Neskaupstað, sem fyrst brá við til hjálpar, fékk vélbilun og rak á hafnargarðinn í I^eflavík og sökk, en m.b. Bjarni Ólafsson og Geir goði fóru þá Njáli til aðstoðar og dró Bjarni Ólafsson Njál til hafnar og mátti ekki tæpara standa að hann flyti þangað. Stóð skip- verjar af Njáli í austri með föt- um. önnur slys en drukknanir hafa orðið 28 og eru bifreiðaslys- in þar í meiri hluta, alls 16 þar af vegna árekstra og umferðar 11 en 5 dauðaslys við bifreiðar af öðrum orsökum. Þá hafa 5 menn beðið bana af byltu eða falli og 5 manneskjur farist í bruna, af voðaskoti einn og matareitrun einn. Vonandi er að slysum megi ennþá fækka að miklum mun á komandi ári. Að endingu sendir VFlí öllum landslýsið kveðjur sínar. Vísir 30. des. 6p kaupi hæzta verCi gamla Islenzka muni, svo sem tóbaksdósir og pontur. hornspæni, fltskornar brlkur, einkum af Austurtandi, Dg værl þ& æakilegt, ef unt væri, ?erð yrði grein fyrir aldri mun- nnna og hverjir hefOu smlOaB þfi.. HALLDÖR M. SWAN, 912 Jessie Avenue, Winnipeg - Sími 46 958 Kaupið þennan stóro

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.