Lögberg - 09.03.1950, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MARZ, 1950
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell Þýddi. — LjóOin í pessari sögu eru
þýdd af Dr. 8ig. Júl. Jóhannessyni.
Jolicoeur, sem var allra bezti náungi,
varð alvarlegur á svipinn. „Ég skal vísa
þér á pláss, sem er heiðarlegt“, sagði
hann. „Það er í næstu götu, nokkur
hundruð fet ofan í hallanum til vinstri.
Það heitir Black Bass og það er fisk-
líkan úr tré yfir dyrunum á því og segðu
að ég hafi sent þig. Farðu vel samlandi
góður! Ójá, þarna kemur þá önnur hring
ingin — ég verð að flýta mér til kirkju“.
Með það í huga sneri hann sér við og
gekk inn í veitingahúsið.
Gleymdi maðurinn hélt seint og gæti
lega áfram eftir götunni og beygði svo
inn í þriðju götu þar frá og hélt eftir
henni unz að hann kom til Black Bass
og fór þar inn í dálítinn garð ,sem var á
bak við húsið. í garðinum var lítið fjós,
og maður við útiverk. Þessi maður tók
á móti gleymda manninum, tók hunda
hans, setti þá á sinn stað og gaf þeim,
en sjálfur fór komumaðurinn inn í
lítið herbergi, sem var á bak við veit-
ingasalinn og pantaði morgunmat.
Hann sá engan á ferli, nema húsþén-
arana, því að allir aðrir voru farnir til
að hlýða messu. Hann leit í kringum sig
í hálfgerðri leiðslu, því hugur hans
dvaldi hjá kryppluðum veikum manni og
stúlku, sem í bænum voru frá Chaudi-
ere. Hann hugsaði um sjálfan sig, meir
og öðru vísi, en hann hafði nokkurn-
tíma áður gjört, og hann hugsaði með
hrolh um hvíta húsið uppi á hæðinni, og
þegar að hann fór eftir götunum í bæn-
um, fann hann til þess, að hann hafði
ekki siðferðislegan rétt til að kalla neitt,
sem fyrir augu hans bar í þessu fyrra
heimkynni sínu, sitt. Það var honum
eins og köld og dimm gröfin.
Á meðan að hann sat við hina yfir-
lætislausu máltíð sína af eggjum, brauði
og mjólk, í litla afskekkta herberginu í
Black Bass, þá skildist honum hvað allt
þetta meinti. Hann hafði með gáfum
sínum lært að þekkja, eða að kynnast
upplagifólks almennt, en hann hafði al-
drei þekkt menn. Hann hafði hugsað
um þá, eins og iðandi kös, og fyrir-
litið þá fyrir hina margvíslegu óeinlægni
þeirra og ótal bresti, en hann hafði al-
drei þekkt mann, eða konu, frá hinum
ábyggilegri innrætis einkennum þeirra,
sem er hjartalagið. Mannvit hans hafði
gjört tilfinningalíf hans og hjartalag að
þrælum sínum, því jafnvel hvert mál,
sem hann vann fyrir rétti, hafði hann
unnið með því, að ganga fram hjá öllum
þei mmannlegu tilfinningum sem gjöra
sameiginlegan skilning mögulegan. Hon
um varð lík aljóst þarna í litla herberg-
inu á bak við veitingasalinn, hvernig að
hann fyrir löngu síðan hefði fyrirgjört
öllum rétti, til tilkalls til trausts og virð-
ingar samtíðarmanna sinna, ekki að-
eins vegna athafna sinna, heldur og
sökum áhrifa hinnar fsköldu og vægð-
arlausu andlegu aðstöðu hans til mann-
lífsins í kringum sig. Hann gat ekki
munað eftir einni einustu hlýrri tilfinn-
ingu í hjarta sér, þar til einn dag til
Kathleen — daginn, sem hann dó. Hin
sára áöskun konunnar, sem hann hafði
misboðið hræðilega með að giftast,
hafði vakið fyrsta tilfinninganeistann í
lífi hans, með þessu eina angistarópi
sálar hans. „Kathleen!"
Hugur hans var í einu uppróti. Hann
sá í huga sér með yfirgnæfandi samúð,
mynd, sem hann, þegar að hann var
drengur fór oft til að sjá; það var verk-
smiðja, sem stóð niður við ána og
axarblöð voru búin til í. Hann mundi
eftir að hann stóð þar oft og horfði á
mennina, bera ofan að mitti, með sterk-
lega hárivaxna handleggi og renn-
sveitta standa við eldglóðirnar og hamr
ana dynja uppihaldslaust á eldrauðu
stálinu. í gamla daga hafði sú mynd
staðið honum fyrir hugskotssjónum
sem mynd Guðs, eða dýrlinga himinsins
á meðan að hann var á frumstigi sínu.
Þannig sýndist allt í tilverunni, minsta
kosti allt mannlegt, vera á þroskaleið
til vaknandi meðvitundar manninum til
fullkomnunar. Honum fanst að lífi sínu
öllu væri þrýst saman á þessari örlaga-
stund. Hið liðna var þar, með öllum sín-
um látalátum, heimskupörum, aumkv-
unarlega tómleika og skömm. Kathleen
og Billy voru þar, með öllum þeim
vanda, sem við þau var bundinn, Rósa-
lie var þar, og í sambandi við hana var
síðasta og mesta vandamálið.
„Ekkert nema Rósalie skiptir máli“,
sagði hann við sjálfan sig, og leit út í
gluggann til hundanna, sem voru ó-
sáttir út af beini. „Á meðal alls þess,
sem ég þekkti svo vel fyrrum, en er nú
jafn ókunnugur sem hún. Það er ekki
að vita nema hún og Kathleen hafi mæst
á götunum; heimurinn er að vísu stór,
en örlögin hafa það til, að reka fólk
saman í einhverju horninu á endanum.
„Ef að þær skyldu mætast“ — hann
stóð upp og gekk fram og aftur um gólf-
ið — hvað þá? Ég hefi hugboð um, að
Rósalie mundi þekkja hana, eins og þó
hún bæri nafn sitt prentað á borða á
brjóstinu á sér“.
Það var klukka á veggnum. Hann
leit á hana. „Það er ekki óhætt að fara
út fyrr en í kveld, þá get ég farið á
sjúkrahúsið og beðið eftir að hún komi
út“. Hann sá sér til ánægju, að fjöldi
af fólkinu, sem kom frá kirkju varð að
fara framhjá Black Bass, það var ekki
óhugsandi að Rósalie væri á meðal þess,
ef að hún hefði farið til morgunmessu,
því gatan sem Black Bass stóð við, lág
beint að sjúkrahúsinu. Að sjá hana —
að sjá hana, aðeins einu sinni, hafði
hann komið alla þessa leið — til að
sjá hana og ganga formlega svo frá, að
Rósalie væri efnalega borgið, þó að
eitthvað kæmi fyrir hann. Það hafði líka
legið honum á hjarta. Það var vegur til
þess fyrir hann að ánefna henni það,
sem var hans prívateign, án þess að
gjöra öðrum rangt og sem að henni gæti
komið vel.
Hann leit aftur í spegilinn í herberg
inu og sagði við sjálfan sig: „Ég hefði
getað átt vini, sem skiptu þúsundum, en
í þess stað á ég þúsund óvini, sem glotta
að minningunni um drukkinn snuðrara,
sem liggur dauður á meðal álanna og
kattfiskanna í St. Lawrence. Þá komu
tækifærin upp í hendur mér. Ég kem til
baka hingað og Jolicoeur segir mér
sannleikann. En ef að ég hefði verið
metnaðargjarn þá, eins og ég var, þá
hefði ég orðið að óvætt. Það var allt svo
tilkomulaust, að ég hafði í einskærri
fyrrilitning brotið niður hvern stiga, er
lyfti mér upp. Ég mundi hafa offrað öllu
fyrir síngirni mína“.
Hann hætti þessum hugsunum sín-
um skyndilega, því í speglinum sá hann
stúlku ganga inn í garðinn þar sem
hundarnir hans voru. Hann greip með
hendinni fyrir munn sér til að kæfa nið-
ur hljóð. Það var Rósalie.
Hann heyrði hana tala til hundana:
„Ó, kæru vinir! Ég þekki ykkur alla. Jó
Portugais er víst kominn. Ég þekki skap
ið í þér Harpy, og þér Latabein, og þér
Cloud, og London, ég þekki ykkur alla.
Ég heyrði til ykkar, þegar að ég kom
frá messunni, fallegu vinir. Ó, þið þekk-
ið mig, kærastarnir mínir? Ó, Guð blessi
ykkur fyrir að koma! Þið hafið komið
til þess að flytja mig og hann föður
minn heim. Löppin á einum hundinum
var á öxlinni á henni og nefið á honum
í hárinu á henni.
Charley heyrði hvert orð, sem hún
sagði því glugginn var opinn, og
hann hlustaði og horfði á hana,
og áhyggjusvipnum létti af andliti
hans. Hún snéri andlitinu hálfu að
honum. Það var fölt — mjög fölt
og raunalegt. Það var Rósalie eins
og hún átti að sér að vera, nema
hvað hinn viðkvæmi sorgarsvipur á and
liti hennar og hin fjarlæga vonarþrá
augna hennar gjörði hana enn fegurri.
„Ég verð að fara og finna húsbónd-
ann ykkar“, sagði hún til hundanna“.
„Niður með þig, Latabein!“
Það var enginn tími til umhugsun-
ar — hann mátti ekki mæta henni nú.
Hann fór út í ganginn tafarlaust og
mætti þar einni af þjónustustúlkunum.
„Ef einhver spyr eftir Jó Portugais“,
sagði hann, „þá segið honum að ég verði
heima í fyrramálið— ég ætla að bregða
mér yfir ána í dag“.
„Sjálfsagt, monsieur“, sagði stúlk-
an og brosti, þegar að hann lagði silfur-
pening í hendina á henni.
Þegar að hann heyrði að hliðardyr-
unum var lokið upp fór hann út um
framdyrnar, út á götu, og flýtti sér fyrir
hornið á næsta húsi.
XLVII. KAPÍTULI
Annar var tekinn, hinn skilinn eftir
Rósalie var léttari í skapi þennan
dag, en henni hafði verið marga undan-
farna daga. Hún hafði eins og vaknað
af þeim dvala, sem hún hafði verið hald
in, og fór nú sívaxandi í hinni uppihalds
og vonlausu bið, við rúm föður síns, sem
hún umgekkst og ávarpaði með hlýhug
og bros á vör. Þó andlit hennar væri
fölt, sem jók alvöru fegurð þess, er fleiri
en einn af hinum yngri læknum spítal-
ans urðu hugfangnir af, en sem hún
sýndi aldrei annað en vingjarnlegt við-
mót, sem var laust við alla sjálfsmeð-
vitund. Hún sat svo klukkutímum skipti
í þungum þönkum við rúm föður síns,
með hugann fyrir handan vötn, hæðir
og hnjúka hjá Charley. Hún sá hann
eins og í draumi, þar sem hann sat við
vinnu sína og leit upp við og við, yfir
til póstshússins, þar sem aðrar hendur,
en hennar, voru að sortéra bréfin.
Föður hennar hnignaði daglega.
Læknarnir höfðu gjört allt sem þeir
gátu gjört fyrir hann. Peningarnir, sem
að móðir hennar hafði skilið henni eftir
fóru minkandi, en það fékk henni engr-
ar áhyggju, því að hún vissi nú, að líf
föðursins, sem hún gætti með svo mik-
illi varúð, mundi ekki eridast eins lengi
og þeir. Þessi síðustu veikindi föður
hennar höfðu verndað hana frá andlegu
skipbroti, bjargað heilsu hennar og
máske sálu hennar, því hún hafði verið
farin að finna til einkennilegrar fyrir-
litningar á lífinu, — sem annars unni
því og naut þess í svo ríkum mæli. Það
komu að henni stundum knýjandi hug-
boð um að hún mundi aldrei framar sjá
manninn, sem hún unni. Þegar svo stóð
á lág lífið svo þungt á henni, að jafnvel
frú Flynn, sem var allra manna bjart-
sýnust, gat ekki vakið lífsgleði hennar.
Þannig hafði ástand hennar verið um
tíma, en svo létti bæði yfir henni og
föður hennar, og hún fór að veita frú
Flynn og fortölum hennar meiri eftir-
tekt.
Frú Flynn vakti von og gleði hvar
sem hún kom, og Rósalie, sem að eðlis-
fari var léttlynd og vonglöð, lét sveigj-
ast að hinum lífgandi hjartayl og lífs-
lögmáli þessarar írsku konu.
„Það er þess virði að gjöra það, hvert
einasta atriði af því, kæra mín, það bitra
jafnt því blíða, hið harða og það auð-
veldara, það góða og hið illa“, sagði frú
Flynn við Rósalie þennan páskadags-
morgun. Jafnvel hið illa er þess virði,
að það sé gjört, ef það er ekki af á-
setningi framið, og góðviljinn á sæti í
hjarta þínu að síðustu og þú snýrð iðr-
andi til hins almáttuga glaður út af því,
að lifa — sýna honum og sanna, að það
var þess virði að skapa heiminn og þig,
til vöntunar, erfiðleika, vinnu, leikja,
lesa blóm, hlýða á hornahljóm, anda
að sér sólvermdu lofti, gleypa rykið með
kærleikshuga allt til enda! Já, það er
vegurinn mín kæra“, sagði frú Flynn í
einlægni og alvöru. „Kærleiksþelið í
huga manns, ef það er nógu varanlegt,
gjörir allt auðveldara. Það eru margar
tegundir af kærleika. Á milli æsku-
manns og meyjar, konu og manns, og
sá síðarnefndi, er vorið, með fuglasöng,
hryðjuveðrum við og við, skilnaði og
vantrausti og Guð í himnum, svo misk-
unsamur við þig fyrir allan asnaskap-
inn, og bernskuna, að leiða ykkur sam-
an aftur að síðustu, ef ske kynni að
vera, að þið elskuðust af öllu hjarta
eins og maður og kona eiga að elskast.
Svo er kærleikur á milli giftra hjóna.
Sá kærleikur er vissulega varanlegur,
ef byrjunin er rétt.Auðvitað er hjóna-
bandið ekki alltaf sólskin frá upphafi.
„Viltu eiga mig?“ sagði Teddy Flynn
við mig. „Já, það vil ég“, sagði ég. Þá
kem ég aftur frá Kanada og sæki þig“,
sagði hann með tár í augum. „Því til
hvers er fyrir mann að vera á írlandi,
sem getur hugsað um eitthvað annað
en kartöflur! í Kanada getur maður
fengið land ókeypis. Þangað er ég að
fara til að undirbúa heimili handa þér,
María, sagði hann og veifaði framan í
mig blaði, sem hann hélt á í hendinni.
„Ertu að gera að gamni þínu?“ spurði
ég. Hann fór í burtu þá um kveldið, en
um miðjan morguninn fékk ég bréf frá
honum, þar sem hann segir mér, að
hann sé að leggja af stað til Kanada þá
um daginn. Hann hafði ekki hugrekki
til að segja mér þetta sjálfur. Hvað gjöri
ég þá? Ég bað, lánaði og stal, þaut af
stað og náði í skipið mínútu áður en
það fór á stað. Það var enginn prestur
á skipinu, en við giftum okkur eftir sex
vikur, þegar við komum til Quebec.
Erfiðleikarnir, sem við mættum, færðu
okkur nær hvort öðru, en á kærleiks-
samband okkar féll aldrei snurða, í tutt
ugu ár, Guði sé lof fyrir alla hans náðar-
samlegu handleiðslu!“
Rósalie hafði hlustað með athygli á
sögu frú Flynn og veitt hverri svipbreyt-
ingu á andliti hennar nána eftirtekt, því
hún var að hlusta á ástarsögu annarar
konu og furðaði sig ekkert á, þó þessi
aldraða rauðleita kona skyldi segja
hana.
En svo komu tímar, sem Rósalie grét
sáran, þar til máttur hennar var að
þrotum kominn, og æskulíf hennar eins
og í tárum týnt, og tilfinningaþungi um
óbætanlegt tap lagðist yfir hana. Þá var
það, að tilfinnanlegur ótti skar huga
hennar og hjarta, út af því að henni
fannst, að ástmögur hennar, maðurinn,
sem hún hefði verið fús á að gefa líf sitt
fyrir hefði yfirgefið sig. Það reis andúð
gegn honum upp í huga hennar, sem
jafnskjótt hjaðnaði og hvarf, þegar að
hún minntist ástarjátningar hans: „Ég
hefi aldrei elskað neina, nema þig allt
mitt líf, Rósalie“. Og svo stóð í bréfi
frá honum frá Chaudiere, að þegar að
því kæmi, að hann gæfi fullnaðarsönn-
un á kærleika sínum til hennar, þá
skyldi hún gefin. Hún las bréfið aftur,
og öll andúð, efi og jafnvel sorg hvarf
úr huga hennar, en aftur sá hún í anda
stundina, þegar hulunni yrði svift af
allri leynd og að hann kæmi djarflega
fram fyrir alla og segði: „Ég tek
Rósalie Evanturel mér til eiginkonu“.
Og þrátt fyrir hugarangur hennar og
efasemdir, sem skáru hana stundum
djúpt treysti hún honum algjörlega.
Þegar að hún kom aftur á spítal-
ann, eftir miðjan dag á sunnudaginn,
hress og glöð í bragði, þó að hún hefði
ekki gengið til skrifta eins og kristileg
skylda hennar var að gjöra á páskadag-
inn, hún hafði reyndar haft mikla
hneigð til þess, en leyndarmálið, sem
hún geymdi í hjarta sér, var ekki henn-
ar eigið og ást hennar til mannsins,
sem hún unni, mátti sín meira, en þrá
hennar til að létta á hjarta sínu; en
ástarleyndarmálið heyrði honum til,
eins mikið og henni. Hún vissi, að hún
var eini óvilhalli dómarinn þar um.
Skömmu eftir að hún kom á spítal-
ann, kom yfirskurðlæknirinn til henn-
ar og sagði henni, að allt sem hægt væri
að gjöra fyrir föður hennar hefði nú
verið gjört, og að þar sem M. Evanturel
væri alltaf að óska eftir að fara heim
til sín, til Chaudiere (hann sagði ekki
til að deyja, þó það væri í huga hans)
þá mætti hann nú fara, þó leiðin væri
löng og fara þyrfti bæði vatna og land-
leið.
Rósalie þótti vænt um þessa frétt,
og fannst eins og að Jó Portugais hefði
verið sér sendur einmitt til þess, að taka
sig og föður sinn heim. Hún sat við rúm
föður síns þennan yndislega sunnudag
létt í lund, hlóg stundum við og við og
sagði föður sínum frá hundunum, og
þau horfðu bæði út um gluggann í átt-
ina til hæðanna í fjarsýn sólgyltra,
sem að Chaudieredalurinn lág á bak
við og litla heimilisins þar. Hún hélt í
hönd föður síns og dreymdi, að hún
væri orðin söm, sem hún áður var —
Rósalie Evanturel, sem lifði í sínu fyrra
umhverfi, barnalærdómskverinu og
nokkrum tugum bóka. Hér í borginni
hafði hún vaxið upp í fultíða konu, sem
bitur sálarórói hafði kent kvalir lífsins,
sem einnig á síðustu mánuðunum hafði
lesið með áhuga, sögu, ljóð, skáldsögur,
skröksögur og tragidíur, bæði á ensku
og frönsku og í hverri einustu þeirra
fann hún eitthvað sem sagði: „Til þessa
hefir þú fundið“. Hún hafði lært meira
á þessum löngu mánuðum, en á allri
ævi sinni áður. Þegar Rósalie sat þarna
og horfði út um gluggann á austurloftið,
þá heyrði hún eins og í draumi á tal
fólks, sem var að koma í gegnum sjúkra
salinn í áttina til þeirra og stansaði við
og við til að skipta orðum við sjúkling-
ana. Það var ekki almennur heimsókna-
dagur á spítalann, en dagurinn, sem
settur var til síðu fyrir sérstaka sjúkra-
húsgesti til þess að koma þangað, á-
varpa sjúklingana nokkrum orðum og
færa þeim blóm og bækur. Rósalie hafði
aldrei verið viðstödd áður slíkar heim-
sóknir, því hún dróg sig sem mest í hlé,
þegar ókunnugir komu á spítalann, en
í dag hafði hún ekki hugsað út í það.
Það var henni óvið komandi, og eina
bandið, sem hélt henni, þar sem hún var,
var faðir hennar sjúkur, sem hún hélt
í hendina á. Ef að Rósalie var ekki beint
illa við heimsóknir þessa ókunnuga
fólks, þá passaði hún sig með að skipta
sér ekkert af því. Ef að hún hafði gefið
Charley eitthvað frá sjálfri sér, þá
hafði hún líka þegið eitthvað frá hon-
um, sem var fjarskylt hinu upprunalega
upplagið hennar, ótímabundið og við-
kvæmt. Þekking á lífinu hafði aukið
jafnvægi tilfinninga hennar að mun og
þroskað sjálfsstjórnarþrek hennar. Hún
hafði líka þurft á því að halda undir
kringumstæðunum, þar sem fegurð
hennar vakti hættulega athygli, en sem
hún hafði haldið frá sér með hæversku
en einurð — hin órjúfanlega ást hennar
til mannsins eina, gjörði hana óhulta í
þeim sökum.