Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. MARZ, 1950 5 /UiUGAMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON FÖGUR RITGERÐ UM ÍSLENZKA KVENNHETJU í hópi þeirra kvenna, er hvað mest hafa komið við sögu ís- lenzku þjóðarinnar og í rauninni ekki síður sögu norsku þjóðar- innar frá því um síðastliðin alda mót, er vafalaust Ólafía Jóhanns dóttir. Hún var skarpgáfuð kona, mælsk með ágætum og bjó yfir slíkum kjarki að þar hafa fáar samtíðarkonur komist til jafns við. ólafía Jóhannsdóttir helg- aði alt sitt ævistarf þeim til við: reisnar, er halloka höfðu farið í lífsbaráttunni og nærri komist siðferðilegu skipbroti. Hún vann ósleitilega að bindindismálinu Það er sólskinsbjartur sumar- ^agur fyrir 25 árum — 1924. 1 fangagarðinum við ríkis- fangelsið í Osló krjúpa nokkrir fangar á kné. Þeir róta upp moldinni með fingrunum, mylja hana á milli handanna, búa til undurvel gert blómabeð og planta í það blómum af ýmsri tegund, með ýmsri lögun. Þetta fólk er þögult og al- varlegt; það er eins og einhver guðsþjónustublær hvíli yfir fólk inu sjálfu og verkinu, sem það er að vinna. Enn þann dag í dag sést þetta blómabeð í fangagarðinum. Að sumrinu er það altaf vel hirt og fagurt. „Minningargröf Ólafíu Jóhannsdóttur" er það nefnt. Tuttugu og fimm ár eru liðin líka stundum kölluð: „systir ís- síðan „systir ólafía“ dó. Hún var land“. Ólafía var prestsdóttir frá fslandi og átti ætt sína að rekja til hins þjóðkunna skálds Egils þannig í haginn búið að hún væri ekki einungis „kölluð“ held Skallagrímssonar. Alt virtist ur blátt áfram „útvalin“ til þess að verða leiðandi kona samtíðar sinnar í íslenzkum stjórnmálum og félagsmálum. En „forlögin“ eru stundum óskiljanleg. Það var í landi forfeðra henn- ar, — Noregi, sem hún lagði grundvöllinn undir sitt varan- íega og veglega ævistarf. Og nafn hennar er ódauðlegt í fé- jagsmálasögu Noregs. í 25 ár hef lr margt gleymst — og margt geymst, sem betur fer; en minn- ^ugin um; „Móður hinna mun- a arlausu“ ætti aldrei að gleym- ast og getur aldrei gleymst. f Qámsmanna sambandinu. Árið 1892 kom Ólafía Jóhanns- ottir til Noregs í fyrsta skipti; hun kom til Osló. Hún var þá þegar orðin svo góðkunn að hún var tafarlaust beðin að tala í ..Námsmanna sambandinu“ um stjórnarbaráttu íslands. Hún mun hafa verið fyrsta kona, sem steig þar í ræðustólinn. Hún steig hiklaust upp á pallinn í há- tíðabúningi íslenzkra kvenna og ávarpaði troðfullan samkvæm- issalinn, með fullri einurð. Að ræðunni lokinni dundi við iófaklapp, svo ákaft og samtaka, að helzt leit út fyrir að það ætl- aðl aidrei að hætta. Hans Brun guðfræðingur skýrir frá þessum fundi í bréfi til séra F. Wexelsen 1 Þrándheimi: „Ég hélt það í fyrstu“, sagði hann: „að þetta Væri nutíðarkona þur og þreyt- andi. En sökum þess að hún var ^sienzk, vildi ég samt hlusta á hana. Við biðum og biðum eilífðar- tlma> fram yfir þann tíma, sem augiýstur var. Loksins kom og prédikaði í skuggahverfum borga og bæja nýja lífstrú inn í sálir manna og kvenna, er sýnd- ust hafa tapað trausti á hinum sönnu verðmætum lífsins. Það er ritstjóra kvennadálk- anna í Lögbergi mikið fagnaðar- efni að eiga þess nú kost að birta fyrsta kaflann af grein um Ólaf- íu Jóhannsdóttur, sem hinn kunni mannvinur og rithöfund- ur, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi úr norsku, sérstaklega fyr ir kvennadálkana og skal honum nú hér með vottuð innileg þökk fyrir hugulsemina. fundarstjórinn. En sá líka ljóm- andi gullbjarmi, sem skein við hliðina á honum. Jafnfagra hár- prýði hefi ég aldrei augum litið á nokkurri brúði eða nokkru höfði. Hinir iöngu, ljósgulu lokk ar hrundu niður eins og sólskins gróandi foss á báðar hliðar und- ir hinni gullnu hárprýði. Svipurinn og andlitsfallið sýndi það undir eins að hún var eins og siðprúð og saklaus bónda dóttir ofan úr sveit. Eitt var sérstaklega einkenni- iegt við þessa ungu stúlku. Hún hafði sléttan kross á brjóstinu og um mittið mun hún hafa haft silfurbelti. Þetta var eflaust al- veg sami skrautbúningurinn, sem Helga fagra og Guðrún ósvífsdóttir sátu í við borðið forðum. Þegar hún kom að kenn arastólnum var hvorki að tala um einurðarieysi né fram- hleypni. Hún sagði blátt áfram og tilgerðarlaust það, sem henni bjó í brjósti, án þess að líta til hægri eða vinstri. En sálræn glóð logaði á bak við alla hina kvenlegu, hispurslausu ræðu. Og hvílík staðfesta! og hvílíkur kraftur það var sem orð hennar fluttu áheyrendunum!" Hún skapaði þá fullvissu hjá þeim, sem á hana hlýddu, að hún væri sendiboði drottins, þrátt fyrir það þótt hún mintist ekki einu orði á guðleg málefni. „Hvers vegna stend ég hér í kvöld?“ sagði hún að síðustu: „Það er vegna þeirrar meðvit- undar að við erum náið frænd- fólk, þar sem einhver innri þrá lætur andann svífa yfir hafið eins og farfuglinn. Það er af því að Noregur sjálfur hefir átt við svipuð kjör að stríða og ísland á nú. > Nú vitið þið hvað það þýðir að hafa sinn eiginn háskóia, sem sendir áhrif sín og orku út um víða veröld. Það sem ég því bið ykkur um, er hluttekning“. Ólafía Jóhannsdóttir er fyrsta kona á íslandi, sem stundaði nám við lærðaskólann í Reykja- vík. Hún tók þar fyrri hluta próf — fjórða bekkjar próf. Hún átti við alls konar erfiðleika að stríða til þess að fá leyfi til náms, vegna þess að hún var kvenmaður. Þetta vakti hjá henni þá löngun að greiða götu ungra kvenna til mentunar og menningar á Islandi. Hún sagði og sýndi ýmsum málsmetandi mönnum fyrirætlanir sínar til þess að koma þessu menningar- starfi af stað. Þegar hún var 29 ára að aldri fór hún á aíþýðuskólann í As- kov í Danmörku til þess að afla sér víðtækari mentunar og hag- fræðilegrar kunnáttu við upp- haf þessa starfs. Dvölin við þann skóla hafði mikla þýðingu fyrir hana. Eitt af því, sem hreif hana mest voru hinir svonefndu La Cour’s fyrirlestrar í náttúruvís- indum og stærðfræði. Þessi kennari var sterktrúaður og taldi alla heilbrigða mentun guðsdýrkun og vitnisburð um hans miklu dásemdarverk. Það væri ef til vill ekki úr vegi að geta þess hér, að Ólafía hafði í bernsku orðið fyrir sterkum trú- aráhrifum. En sökum þess að hún gjörhugsaði flest málefni, veittist henni það oft erfitt að taka alt gott og gilt, sem öðrum var auðvelt að trúa. Hún efaðist jafnvel öðruhvoru um tilveru guðs vegna þess að henni fanst hún ekki geta skilið hann eða verk hans. En öðruhvoru brut- ust þá út bænarorð af vörum hennar og hún sagði: „Guð, ef þú ert til, þá kendu mér að þekkja þig og skilja! Gerðu það hvað sem það kostar!“ Eftir veruna í Danmörku vildi Ólafía halda áfram mentun sinni á Englandi. Hún lagði leið sína yfir Noreg. Hún vildi sjá land forfeðra sinna. Hún hafði nú lesið og skilið alheimsmálin, og vildi því sjá sem allra flest með eigin augum. Þar að auki vildi hún heimsækja vinkonu sína Fyrir örfáum dögum var þessi vinur sem vér nú kveðjum, með fullu lífsfjöri, glaður og fagnandi lífinu. En afstaða manna tekur oft snöggum breytingum. Og nú erum vér hingað komin til að kveðja hann og minnast hans. Fyrir örfáum dögum komu nokkrir vinir í heimboð til hans og nutu gestrisnis hans og konu hans, eins og svo oft áður. Eng- an þeirra sem þar voru, hefði getað dreymt að innan þessara örfárra daga yrði hann farinn og að höndin, sem tók svo hlýlega í hendi gestanna er þeir kvöddu, yrði orðin stirnuð og köld. En það eru forlög mannanna. Enginn veit, eins og máltækið gamla segir, hver annan grefur. Enginn veit dag frá degi hvað lífið hefur í för með sér né hvenær dauðinn kallar. Margar eru andstæðurnar í líf- inu og ekki er sú sízt þeirra, þegar tiltölulega ungur maður er tekinn einmitt á þeirri stund, sem lífið sýnist brosa bjartast og hlýjast við honum. Þá stönd- um vér hljóð og undrandi inst í hjörtum vorum og fáum ekki skilið þessar andstæður. Og þá á þeim stundum flýgur oss í hug andvarp skáldsins: „Þú endalausa gáta, þú eilífleik- ans haf, Minn andi flögrar máttlaus um dimma vegu þína. 1 brimrót þitt ég hnýga finn hugarvængi mína.“ En seinna, er fyrsta alda sakn- aðar og sorgar hefur streymt yfir huga vorn, og oss hefur veizt dálítið tækifæri til að átta oss á hlutunum, kemur önnur hugs- un til vor, sem ber oss frið- andi huggunartilfinningu, þó að hún ráði engar gátur, hvorki lífs eða dauða, hugsun sem máltæk- ið gamla útskýrir, „meir skal konung hafa til frægðar en lang- lífis“. Og þá öðlumst vér skilning um að þó að sorg vor sé mikil og hjörtu vor bifist af saknaðartil- finningu, þá sé hinn sannasti mælikvarði á lífinu ekki hve maður lifir lengi en heldur hve maður lifir vel. Það eru verkin, sem teljast mönnum oftar til á- gætis en langlífi. í þessu tilfelli eru það verkin sem bera vitni um fagra og góða æfi, og frá þeim mælikvarða má segja með fullum sanni að vinur vor, hinn 'góði og ágæti, hafi fuilnað skeið sitt, ekki að árafjölda, en í góð- verkum og í anda. Hann var drengur hinn bezti danska, sem hún hafði kynst í Askov skólanum. Hér í Noregi var hún „eins og fugl á flugi“, eins og hún sjálf kemst að orði. Hún hugsaði sér að taka með sér eins mikið og hún mögulega gæti af ýmsu tagi og leyfilegt væri. Hún skoðaði hvað eftir annað grafreitina þar, sem vorir leiðandi menn og frelsarar þjóðarinnar iágu. Venjulega staðnæmdist hún lengst og sat stundarkorn við gröf Henriks Wergelands; hún dáðist mest að honum allra norsku skáldanna. Það var á þessari ferð hennar um Noreg, sem hún flutti fyrir- lestur þann, sem fyr er getið, í námsmanna sambandinu. í Osló flutti hún líka sína fyrstu ræðu í Hvítabandinu, eða fyrir þá hreyfingu. Það var stofnun, sem tók sér það fyrir hendur að hjálpa þeim á fætur, sem fallið höfðu fyrir áhrifum áfengis- nautnarinnar. Sú hreyfing náði sterkum tökum á Ólafíu, og átti það fyrir henni að liggja að verða ein hennar traustasta og sterkasta stoð: • „Vér getum fullyrt það, að engin kona á Norðurlöndum hef- ir flutt það mál með meiri eld- móði og áhrifum en Ólafía Jó- hannsdóttir", segir Petra Fleis- cher biskupsfrú. — Framhald — og vér minnumst hans af heilum hug og þökkun Guði þá minn- ingu. Vér söknum hans því hann var um aldur fram tekinn frá oss og vor fámenni hópur þolir það ekki að missa slíka menn. En vér fögnum og gleðjumst yfir minn- ingu hans því hún lifir eins og ljósgeisli vorsólar, sem rekur á brott alla skugga og allan kulda vetrarins. Bergthor Emil Johnson, eða „Beggi“, eins og hann þektist bezt meðal allra vina hans og kunningja, var fæddur 1. ágúst, 1896, á Mikley, og var sonur Einars Johnson, sem ættaður er úr Skagafirði, frá Beingarði í Hegranesi, og Oddfríðar sál. Þórðardóttur konu hans, frá Ánabrekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Árið 1903 fluttist hann með foreldrum sínum í Grunnavatnsbygð fyrir austan Lundar. Og þar ólst hann upp. Ungur maður kom hann til Winnipeg og innritaðist i Jóns Bjarnasonar skólann og útskrif- aðist þaðan með ágætri einkunn. Séra Runólfur Marteinsson var skólastjóri þar og þótti Begga altaf mjög vænt um hann síðan á þeim árum. Hlýleiki og trygg- ur vinskappr hélst altaf milli þeirra frá þeim tíma. Hann byrjaði á háskóla námi, en innritaðist í flugher Canada i apríl mánuði, 1918, og að stríð- inu loknu tók hann að kenna skóla. Hann komst aldrei til víg- stöðvanna en var enn við æfing- ar þegar stríðið var á enda. Hann kendi skóla við Oak Point og í North Kildonan, en stuttu seinna setti upp verzlun sem hann rak nokkra ára skeið, frá 1924—33 Hann seldi verzlunina og gekk í þjónustu fasteignasala J. J. Swanson og var hjá honum um tvö ár en skifti þá um og tók sér stöðu hjá Union Loan and In- vestment Co., hjá þeim Hannesi og Olafi Péturssonum árið 1938 og var hjá þeim til dauðadags. Árið 1924, 19. júlí, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Rannveigu Byron. Þau voru gefin saman af séra Albert Kristjánssyni í þessari kirkju (Fyrstu Sambands kirkju), og hér í þessari kirkju hafa þau bæði verið síðan og reynst góðir og nýtir meðlimir. í sumar sem leið var þeim haldin brúðkaups- veizla í tdefni af tuttugu-og- fimm ára giftingarafmæli þeirra og hér komu margir vinir þeirra saman til að óska þeim góðs og allra heilla, og til að sýna þeim vinskap og trygð. Og fjórum dögum seinna kom aftur mann- fjöldi mikill saman í kirkjunni er einkadóttir þeirra, Lilja, gekk í heilagt hjónaband og gerðist eiginkona Jóns Arnasonar. Á þessu síðasta ári hafði Beggi lifað hinar beztu og björtustu stundir æfinnar. Honum þótti væntum vini sína og tvisvar í sama mánuðinum, — í sömu vik- unni — sá hann vott af því hve vinunum þótti vænt um hann og konu hans og dóttur þeirra aftur á móti. þær voru miklar fagnað- ar og gleði stundir. Lífið brosti bjart við honum og við vini hans. Hann hafði uppfylt marga drauma og vonir, og ^kki sízt þeirra að byggja dóttur sinni og manni hennar hús er þau giftu sig, sem hann hafði lengi ráðgert við sjálfan sig að gera. Hann lifði það að sjá ungu hjónin sezt að í húsinu, sem var næst við hans eigið heimili, og var það honum mikið fagnaðarefni. Margt má segja honum til heiðurs og ágætis, sem hann átti með réttu, eins og allir vita sem þektu hann. Hann var vinur margra, hjálpfús og óspar á tíma og kröftum, og helzt þegar um eldra fólk var að ræða. Hann var frjáls í anda og sjálf- stæður í skoðun. Hann tilheyrði þessari kirkju og vann vel og lengi að málum hennar, — alveg fram að því síðasta. Hann hafði verið í stjórnarnefnd safnaðar- ins og var um tíma forseti þeirr- ar nefndar. Hann tók þátt í mörgu innan safnaðarins, þar á meðal sunnudagaskólamálum bæði sem kennari og sem for- maður skólans. Hann var í leik- félagi safnaðarins og hélt um tíma forstjóra stöðu þar. Undan- farið hefur hann verið í hjálpar- nefnd safnaðarins og haft mik- inn áhuga fyrir þeirri starfsemi. Líka hefir hann verið djákni safnaðarins. 1 stjórnarnefnd hins Sameinaða kirkjufélags íslend- inga hafði hann einnig sæti um nokkra ára skeið og reyndist nýtur starfsmaður. sem hann ritaði bæði i bundnu og óbundnu máli, því hann var skáldmæltur og orti oft kvæði og vísur. Nú er hann farinn og vér kveðjum hann með sárum sökn- uði, því vér höfum mikils mist. Vér samhryggjumst aldurhnigna föður hans, sem hefur nú séð á bak fjórum börnum sínum, teim- ur dætrum, Dýrfinnu Clöru, sem dó í æsku og Lilju, sem var skóla kennari og sem dó 22. ára að aldri árið 1922, og tveimur son- ur sonum, Stefáni, sem dó í apríl mánuði 1943, og nú Bergthor. Og vér samhryggjumst konu hans og dóttur og hinum eina bróður sem eftir er, Dr. Kjartani, á Gimli. Það verður oss erfitt að sætta oss við þennan mikla missir. Hópurinn minkar með hverju ári, og vér þolum það ekki að góðir og athafnamiklir menn falli frá úr tölunni og sízt af öllu er þeir hverfa frá oss á bezta skeiði æfinnar. Vér erum svo fá og tómleikinn verður svo mikill er þeir hverfa burt, og skarðið svo stórt. En það sem er verður að vera. Vér kveðjum því og þökkum fyrir liðinn tíma og góða og göf- uga viðkynningu. Það er bæn vor og heitasta von að honum sem vér elskuðum og sem elsk- aði oss, verði alt til góðs og blessunar á hinum erlendu ströndum sem hann hefur ferð- ast til, — að hvíldin verði hon- um góð og svefnin vær. Guð blessi minningu hans um alla eilífð. Ég vil við enda þessara kveðju og minningar orða, lesa kvæði sem hann orti einu sinni og sem sungið var sem kvöldsálmur við messuathöfn í sambandi við kirkjuþing eitt sem haldið var hér í Winnipeg, og sem Mrs. Gíslason syngur hér í dag við lag sem hún samdi við það. Friður og hvíld í kvöldsins ró kemur nótt og svefnsins fró. Tímans spor um töfra grund, trufla ei þessa helgu stund. Góðar vœttir sem vaka hljótt, Þjóðræknismaður var hann mikill og var um tíma í stjórn- arnefnd félagsins sem ritari og sem vara ritari. Þar að auki stóð hann fyrir útgáfu barnablaðsins Baldursbrá með Dr. Sigurði J. Jóhannessyni, fyrir hönd félags- ins, á meðan að það blað kom út. Hann unni kenning kærleik- ans— og hann elskaði sannleik- ann. Hann óttaðist ekkert meira en að vera ótrúr sjálfum sér. Hann var tilfinningamaður mik- ill, eins og oft kom fram í mörgu, veiti þér frið og góða nótt. Legðu nú aftur augun þín, aftan sól við rökkur skín. Jarðar veldi nú veiti þér vorsins drauma frá hjarta sér. Kærleikans faðir færi þá, friðinn og ró á þreytta brá. Þögn nú ríkir við rúmið lágt, reynslu tími’ er liðinn brátt. örlaga dísir gefa grið göngumanni’ um jarðar svið. Alfaðir lífs og brœðrabands bendi þér veg til drauma lands. THE VARIETY IN RELATION TO YIELD AND QUALITY Barley is used in three different industries, i.e. malting, milling and feeding. Over the years, the barley breeders have developed varieties suitable to one or more o-f these industries. The result is that we now have malting varieties, milling varieties, and feeding varieties. There are three varieties approved for malting in Manitoba: Montcalm, O.A.C. 21, and Mensury Ott. 60. MONTCALM The Montcalm variety was developed at Macdonald College, Quebec, by means of hybridization. It has been thoroughly tested in Manitoba and has been recommended not only for malting but also as a feed barley in all zones in the province. The basis for this recommendation is its higher yield per acre, better malting quality and smooth awns. Its main faults are its susceptibility to all forms of smut and its tendency to peel in threshing. O.A.C. 21. O.A.C. 21 was developed at the Ontark> Agricultural College at Guelph. It was produced, by selection, from an old variety of “Mandscheuri”. For some forty years it has been the standard malting barley in Manitoba. Under good condi- tions, such as on summerfallow, it yields well and produces a very acceptable quality. Its worst fault is that it “necks” badly if the weather is hot, dry, and windy at ripening time. It is recommended as second choice in the malting barley areas in the province. MENSURY OTT. 60 Mensury Ott. 60 was developed at the Dominion Experi- mental Farm at Ottawa. It was produced by selection from the old Mensury variety. It is very similar to O.A.C. 21 in appearance, yield, and quality. In fact, about the only dif- ference it its alleged stiffer straw and resistance to “necking”. Since it is so similar to O.A.C. 21 and is only grown in limited quantity, it is not now recommended in Manitoba. For further information write for Bulletin No. 2, “Barley Varieties in Western Canada”, published by the Barley Im- provement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg. Third of series in advertisements. Clip for scrap book.. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. V MD-251 ÓLAFfA JÓHANNSDÓTTIR, „móðir hinna munaðarlausu“. SIG. JÚL. JÓHANNESSON, þýddi ATHTJGASEMD: íslenzk kona öti á landi, SigríSur Roberts aS natni, sendi mér nýlega norskt bla8, sem heitir „Lofotposten". í þessu blaði birtist greinin um ólafíu og fleira um lsland. Eg lofaði frú Ingibjörgu Jönsson aS þýSa greinina og var ljöft a8 gera þaC, þö ég hafi ekkert átt viS norsku í meira en 50 ár. Eg býst við að engin núlifandi manneskja hafi þekt Ólafiu betur en ég; og ég hefi aidrei þekt nokkurra mannveru eins ósérplægna og eins viljuga aS 118a sjálf til þess ai5 öBrum gæti liðiS betur. — S. J. J. Bergthor Emil Johnson Orð flutt við kveðjuathöfn Berthors Emils Johnson í Fyrstu Sambandskirkju í Winni- peg, 1. marz, 1950, af sr. Philip M. Pétursson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.