Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. MARZ, 1950 3 Fréttir frá Lundar, Manitoba Eftir séra Jóhann Fredriksson (Niðurlag) Steinunn, ekkja Jóns Krist- jánssonar, er enn í gamla hús- inu. Þangað kom ég oft áður fyrri. Að vanda var kaffikannan sett á stóna, strax og ég kom inn, því báðum þykir okkur sop- inn góður, svo brugðum við okk- ur til íslands. Það kom nú upp úr kafinu að við erum kunnug a sömu slóðum heima og þekkj- um til sama fólks. Steinunn skrif ast á við Ásgeir bónda í Æðey, °g ég skrifa iðulega, Rannveigu Ásgeirsdóttur Elíassonar ná- frænku Ásgeirs í Æðey. Haldið þið að við höfum skrafað? Nú verður skipst á bréfum og blöð- um. Helga Goodman er hjá Stein unni. Helga er ekkja Guðmund- ar Goodman, sem lengi bjó við Narrows, Man. Ég kom oft til þeirra hjónanna í steinhúsið við Narrows, þegar ég var að bíða eftir ferju yfir ósinn. Þar var öll um vel tekið. Gömlu hjúunum líður vel. Ólöf og Lárus Johnson, sonur Ágústar og Margrétar Johnson, ^ru flutt inn í bæinn. Lárus stundar fiskiveiðar á veturna með Chris syni sínum og tré- smíði á sumrin. Ég var þar í faeði í vikutíma og líkaði heim- ilið betur með degi hverjum. Næstu nágrannar Lárusar eru María og Þorlákur Nelsson. Þau komu hingað frá Oak Point fyrir nokkrum árum síðan og una hag sínum vel á Lundar. Þorlákur er góður trésmiður, og þótt hann sé nú hættur að vinna þá er samt oft tekið á hefil og hatnar sér til gamans. Steinunn Eiriksson, móðir Begga sem hér á heima og Ern- est, stórbónda við Elfros, er enn i gamla húsinu sínu rétt fyrir vestan Lárus. Þar var mér tek- ið prýðilega vel. Yngri konurn- ar verða að taka á öllu sem þær eiga. til að geta bakað eins vel °g Steinunn, þar var sælgæti á borði, sem blessuð gamla konan hafði búið til sjálf. Hún er farin að hafa hægt um sig, en líður vel. Tómstund er þar vel eytt. Margrét og Helgi Björnsson hafa byggt sér ljómandi fallegt hús norðaustur við járnbraut- ina. Þau eru bæði hraust og líð- ur vel. Þau hafa skotið skjóli yfir Oddnýju gömlu Magnússon, sem nú er komin yfir nírætt og ósjálfbjarga. Það er gert af hjartagæzku, sem er sérkenni Margrétar og Helga. Halldóra Breckman, ekkja Edvards Breckman, á heima í litlu og snotru húsi rétt fyrir austan Helga. Halldóra er búin að vera veik lengi og rúmföst um hálft annað ár. Gordon son- Ur hennar sér framúrskarandi vel um móður sína og þjónar henni af sérstakri umhyggju. Halldóra er alltaf eitthvað að starfa. Fyrir utan það að lesa allt, sem hún kemst yfir saumar hún mikið. Það sem eftir hana hggur, í útsaumi er hreinasta listaverk. Ég vona að einhver hstamaður í þeirri grein taki sig «1 og skrifi um verk hennar. Halldóra er alltaf kát, síglöð, þótt hún hafi barist við heilsu- leysi í mörg ár. Hún skemtir §estum sínum frábærlega vel. í*að fara allir þaðan glaðir í anda. Guðríður og Snæbjörn Ein- arsson seldu Kára Byron stóra húsið sitt og fluttu í minna hús í nánd við Harold Daníelsson. Allur hópurinn þeirra er kom- inn í burtu nema Carl, sem er heima annað slagið. Allir dreng- irnir voru í hernum nema Óli. Halldór hefir verið á Deer Lodge spítalanum síðan að stríð- •inu lauk þar til í sumar, nú er hann búinn að fá nægilega heilsu til að geta unnið. Snæbjörn er búinn að vera veikur lengi og á spítala í tvö ár. Guðríður ber sig eins og hetja og getur talið kjarkinn í marga, sem mist hafa dug. Ólafía, ekkja Guðmundar ísbergs, er hjá Guðríði. Þær voru nágrannar í fleiri ár og fer vel á með þeim. Heilsa Ólafíu er nú farin að bila en hún er hress í anda og fylgist vel með viðburðum dagsins. Sigríður og Sigurður Mýrdal fluttu litla húsið sitt á lóðina við hliðina á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Kára Byron. Sigurður er blindur og búinn að missa heilsuna og að mestu við rúmið. Hann hefir lítil not af því að komið sé að sjá hann. Sig- ríður hefir aftur á móit verið töluvert hress fram að þessu. Þau eru bæði komin á háan ald- ur en líður eins vel og unt er, undir verndarvæng Önnu dótt- ur sinnar. Þeir sem sóttu fund þjóð- ræknisdeildarinnar þ. 4. febrúar sátu í veizlu hjá Önnu og Kára, þegar fundi var slitið. Við skemt um okkur vel eins og alltaf hjá þeim hjónum. Kári er búinn að vera sveitaroddviti síðan 1930. Ólafía og Arnold Erlendson eiga ljómandi fallegt heimili rétt fyrir austan kirkjuna. Ég er hreykinn af að hafa verið þar gestur í nokkra daga. Ég vona að ég fái að kynnast ungu hjón- unum miklu betur. Arnold hefir verið sveitarskrifari síðan Ágúst Magnússon hætti, mig minnir árið 1937. Margrét og Stefán Hofteig keyptu sér lítið hús rétt norð- vestur af kirkjunni. Það vita all ir, sem þau þekkja, að þangað er gaman að koma. Þau eru víð- förul, víðlesin og kunna frá mörgu að segja. Stefán hefir ver ið lögreglustjóri bæjarins í nokk ur ár. Ég sagði í fyrrihluta þessa fréttapistils, að „Garagið“ og gamla pósthúsið, sem Dan Lín- dal hafði rétt norðan Harold i hefði brunnið fyrir nokkrum ár- um síðan og lóðin væri auð. Því miður fór ég ekki alveg rétt með þetta. Pósthúsið og „Garagið“ brann fyrir nokkrum árum síð- an, en Óli Brandson hefir byggt verkstæði (Body Works) á vest- ur hluta lóðarinnar. Gamla póst húsið var byggt alveg upp við gangstéttina, mér hefir því fund ist í fljótu bragði, að lóðin væri auð. Ég má einnig bæta því við, að gamla búðin hans Magnúsar Kristjánssonar var ekki rifin heldur flutt af grunninum norð- vestur í bæ. Ég bið afsökunar á þessu og öðrum skekkjum, sem kunna að slæðast inn í. Svo bind ég nú enda á þessar fréttir frá Lundar. Þetta hefði auðvitað mátt gjöra miklu bet- ur. — Ég hef minst þeirra, sem ég er nokkuð kunnugur og þá helzt þeirra eldri. Ég vona, að þessar línur hafi rumskað við pennafærum mönnum eða kon- um í bænum og byggðinni, svo við fáum fréttir einu sinni í mán uði, helzt oftar. Ég er á ferð til Churchbridge, Saskatshewan, þar sem ég verð í vor og fram undir sumar. Svo þakka ég ykkur á Lundar fyrir yndælar viðtökur. Ég hefi haft mikið gott af því að vera hér. Business and Professionai Cards Sendibréf fró Seattle, Wash. Herra rilsijóri! Út við víðbláins rönd þar, sem vogarnir gyllast og vonir upp jyllast, vinnur hugur og hönd. Þeim halda ei bönd, er um vegleysur villast og víðfeðma Kyrrahajsströnd. Svo mörg eru þau ævintýrin. Sum eru dökk á litinn, líkt og mannskaðabylur, sem geisaði hér þann 13. jan. s.l. Af öðrum eins byl eru engar heimildir til í Washingtonríki. En flest eru ævintýrin björt, eins og sólskin- ið var hér seinni hluta febrúar- mánaðar, og sem gaf til kyniia, að veturinn væri liðinn hjá. Þá kom líka fjörkippur í atvinnu- líf og almennan iðnað lands- manna. Um þann tíma árs vakna menn, sem dreymt hefir í skammdeginu um frelsandi framtíðarvonir. Til eru íslend- ingar, sem teljast í þessum flokk manna. í /febrúarmánuði þann 21. 1925 giftist Hallur Magnússon í Everett, Wash. seinni konu sinni Hönnu Stefánsdóttur Sigurðs- sonar úr Manitobabygðum. Sjálf ur er Hallur Skagfirðingur bor- inn, en ólst upp á Austfjörðum. Fulltíða maður fluttist hann til Vesturheims og gerðist merkur maður hjá þjóðarbroti sínu, því hann er fjölhæfur og hefir lagt gjörfa hönd á margt. Aðalstarf hans hefir verið trésmíði og byggingarlist, en til dægrastytt- ir.gar hefir hann tekið þátt í flestum félagsskap íslendinga vestan hafs, og er sá drjúgur skerfur til þjóðræknismálanna. Þar að auki hefir hann uppgef- inn, samið ljóð, sem heiðvirð- um manni sæmir. í Seattleborg settust þau hjón að fyrir aldarfjórðungi síðan. Hér var vítt starfssvið fyrir þau bæði á félagssviði Seattle Is- lendinga’ Hefir Hallur einkum beitt áhrifum sínum á þjóðrækn- íslegan hátt og verið driffjöður í framkvæmdarmálum á þessu sviði. Nú um nokkur ár hefir KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJöRN GUÐMU N DSSON SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVÍK hann verið forseti þjóðræknis- deildarinnar „Vestri“. Til lífsviðurværis rekur Hall- ur matvöru- og ölfangaverzlun, þar á hann þó aðeins hálfan heið- ur, því kona hans aðstoðar hann með mikilli forsjá og dugnaði, svo að verzlunin er vaxandi fyr- irtæki. En er það vitnaðist hér, að Hallur og Hanna höfðu verið í hjónabandi í 25 ár, þá fór vin- glaður vorhugur um íslenzku bygðina, svo að uppi var fjöður og fit, út um nes og voga. Maður sagði manni, að menn vildu gleðjast, hressast í anda, heilsast og kveðjast. Þá var á- kveðið að heiðra forsetahjónin á Vestra-fundi. Hið óháða kven- félag „Eining“ ákvað sína á- kveðnu þátttöku í þessu máli; þar sem frú Hanna hefir verið starfandi meðlimur þess um mörg ár og getið sér góðan orð- stír. En er bæði félögin höfðu sameinast um þetta mál, þá lék alt í lyndi. Konur bökuðu pönnu- kökur og hagldabrauð, en kaffi, sykur og brúðarkaka var fengin úr kaupstað. Ræðufólk og söng- fræðingar höfðu viðbúnað og hagyrðingar sömdu ljóð. Áður en menn varði var kom- inn 1. marz, sá dagur rann upp skínandi fagur og sólin helti geislaflóði yfir héraðið. Fundarstaðurinn var íslend- ingakirkja. Þar biðu hundrað manns reiðubúnir að syngja: „Hve gott og fagurt“ o. s. frv. jafnsnemma og silfurbrúðhjónin kæmu í salinn. Hófst svo hin á- kveðna skemtiskrá og stjórnaði samsætinu Kristinn Thorsteins- son, varaforseti Vestra. Hann bað fólk að syngja: „Hvað er svo glatt“ o. s. frv. Þá flutti hann ávarp til heiðursgestanna fyrir hönd félagsins. Þar næst söng Jónatan Björnsson viðeigandi lög og ljóð. Frumsamin kvæði fluttu þeir: J. J. Middal og Jón Magnússon. Á fiðlu lék frú Krist ín Snedvig, undirspil annaðist frú Elín McDougall. Frú Guð rún Magnússon flutti ræðu fyrir hönd kvenfélagsins „Eining“, beindi hún máli sínu til silfur- brúðarinar sérstaklega. Þá var enn sungið; við hljóðfærið var frú Ethel Sigmar. Aðalræðu og hjónaminni flutti séra H. S. Sig- mar, og við ræðulok lagði hann fram gjafir gestanna, var það silfurborðbúnaður, forkunar fag- ur. Þá talaði silfurbrúðguminn langt mál og skilmerkilegt og þakkaði heiður og vináttu auð- sýnda þeim hjónum. Einnig tók frú Hanna til máls undir þeim sama samúðarstreng. Loks fóru fram frjálsar umræður. Þá talaði Óskar Sigurðsson, um 50 ára við- kynningu Halls og hans sjálfs og var leikur í frásögn hans. Þar með lauk þessari skemtiskrá. Að endingu gæddu gestir sér á veizlu kosti þeim er kvenfélagið Ein- ing lagði fram, vildi þá hver hafa sitt af hinum gómsætu réttum, svo að engar yrðu leifar eftir. Nú geymist þessi gleðistund í manna minnum. J. M. NEW BRITISH-DESIGNED AIR AMBULANCE A new British air ambulance is being developed by Auster Aircraft Limited of Leicester, England, specially designed for bush doctors in Australia and for medical men whose patients live in isolated areas. It is the Auster Avis, Mk. 2. The plane will carry a standard full-size stretcher and, apart from the pilot, has accom- modation for a sitting casualty and an attendant. Provision is made to enable blood transfusions to be given while the air ambu- lance is in flight. The ambulance can be converted irito an ordinary four seater aircraft when not in use. If needed, the conversion into an air ambulance can be made in a few minutes. It is hoped that this new aircraft will be finalised during this year at the Com- pany’s works at Leicester. This picture shows how the side of the Auster Awis Mk. 2. air ambulance can be lowered to load a stretcher case. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúlta út með reyknum — Skrifið simið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeo Sími 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORFORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 4C4 319 N0RMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Chllds Bldg, WINNIPEG CANADA 447 Portage Ave, Also 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Sidins — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsimi 925 826 HeimiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOingur 4 augna, eyrna, ne1 og kverka siúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfræOinpur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 923 851 Heimaslmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenekur lyfsaU Fðlk getur pantað meðul og annað með pðsU. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Seiur llkkistur og annast um ttt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimills talslml 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St, Mary's and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. i. PALMASON & CO. Chartered Accountants 605 Confederatlon Life Bldg. Wlnnlpeg Manltoba Phone 49 469 . Radio Servlce Speclallsts ELECTRONIC LABS. B. TBORKELSON, Prop. The most up-t»-date Sound Equlpment System. 592 ERIN St. WINNIPEG PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST. Vlðtalstimi 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREE’I Selkirk. Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m Phones: Office 26 — Rea. 250 TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 962 WINNIPBO The Working Man’s Friend" 297 Princbös Strek Half Block N. Logan Ph' 26464 29" PrincB88 Strbbt SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 508 AVENUE BLDG WPG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð bifreiðaábyrgð, o. ». frv. Phone 927 558 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Phone 928 2»1 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES GUNDRY PYMORE Limited British Quaiity Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Frieh and Frozen Fish. 511 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 75 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Simi 926 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.