Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. MARZ, 1950 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell pýddi. — Ljóöin i þesaari söffu eru þýdd af Dr. 8ig. Júl. Jóhannessyni. Hún var sér nú þess meðvitandi, að þeir voru komnir að rúmi föður síns. Hún óskaði að þeir vildu halda áfram, en sú ósk rættist ekki. Þeir stönsuðu, svo var hljóðskraf og hún heyrði að sagt var nokkuð ókurteislega, og aðrar per- sónur endurtaka: „Við erum hér ekki velkomin, það er auðséð! Fyrri röddin var kvenmannsrödd, sú síðari karl- manns. Svo kom sú þriðja hrein, en köld og vel þjálfuð, sem var beint að föð- ur hennar og sagði: „Þeir segja mér að þú hafir verið hér lengi og hafir verið mjög veikur. Þú verður sannarlega glað ur að fá að fara“. Það var eitthvað í þessari rödd sem Rósalie brá við að heyra. Einhver kunn- ugur hreimur, eða orðbeying, er vakti í huga hennar óm af hreim, sem þar lá falinn en ekki gleymdur. Hverri eða hverjum var hann líkur? Hún sneri sér fljótt við og sá tvö blá og köld augu stara á sig. Andlitið, sem augu þessi voru í, var eldra en hennar, myndarlegt og rólegt, sem næðingar lífsins höfðu auðsjáanlega ekki mætt neitt á. Persónan var vel vaxin og klædd, hatturinn óaðfinnanlegur og höndin, sem hélt á tveimur bókum, var falin í fallegum hönzkum. Hæverskur miskunnarbragur var stimplaður á alla framkomu hennar og helgaði hverja hennar hreyfingu. Rósalie fékk á auga- bragði andúð á þessari nýtízku sýn- ingu, á þessum miskunnar-verzlara, sem var sjálf aðalaðdráttargoð félaga sinna. Rósalie sá þau hvíslast á, hún sá utan að lærða þátttöku kurteisi þess. Og hún mætti augnaráði aðkomufólks- ins með kaidri hæversku. Aðkomufólkið skildi hvað henni bjó í huga, og hvað hálfkæringsbrosið á vörum hennar meinti. „Okkur þykir vænt um að heyra, að föður mínum líður betur. Hann hefir verið veikur lengi?“ Rósalie brá í brún aftur, því mál- rómurinn gerði hana aftur undrandi, þó ekki hreimur málrómsins eins mik- ig og áherzlur oröanna, og hvernig að þau voru borin fram. Hún hneigði sig, og þrýsti vörunum saman. Henni varð á, að líta á föður sinn og sá, að hann var órólegur út af framkomu hennar. Hún leit blíðlega til hans, lagaði kodd- ann undir höfðinu á honum og sagði við þá sem spurði: „Hann er betri núna, þakka þér fyr- ir“. Með þessari undirtekt óx henni hug- ur. „Má ég skilja eftir eina eða tvær bækur handa honum að lesa, eða þér, að lesa fyrir hann?“ svo bætti hún við þegar hún tók eftir svipnum á andliti Rósalie, sem var nokkuð einkennileg- ur: „Vi$ getum átt sameiginlegan vin í bókunum, þó við sjálf getum engir vinir verið. Bækurnar §ru meðalgangar- ar á milli mannanna". Hjartað hoppaði í brjósti Rósalie, hún roðnaði í framan og fölnaði svo, því það var hvorki áherzlan né hreim- urinn, sem ónáðaði hana nú, heldur orð in sjálf. Það virtust vera orð manns, sem heima átti á bak við hæðirnar, sem hér töluðu — seiðandi málrómur, sem heima átti fyrir handan hæðirnar hafði sagt þau við hana — þessi sömu orð. „Vinir þurfa enga milligöngumenn“, sagði hún rólega, „og óvinir ættu ekki að nota þá“. Hún heyrði einhvern segja: „Ja hérna“, eins og að það væri eitthvað ó- heyrilega undarlegt, að stúlka frá Chaudiere gæti svarað fyrir sig. Eða, þannig skildi Rósalie það. „Átt þú marga vini hér í borginni?” spurði kaldyrta konan, en meinti þó að vera vingjarnleg og hógvær. Málfæri hennar var auðsjáanlega þjálfað til þess að vera aðgengilegra í viðskiptum lífs- ins, en ekki frá eðlilegum innri hóg- værðar hug. „Sumir þurfa að eiga marga vini, aðrir fáa. Ég kem frá landi, þar sem fá- ir fullnægja manni“. „Mér þætti gaman að vita, frá hvaða landi að þú kemur“, sagði einhver á meðal gestanna kuldalega. Charley Steele hafði ekki lengur nein áhrif á Kathleen — hann var henni dauður, og minning hans fyrirlitin og grafin. Hún unni manninum, sem hún nú var gift — eftir því sem hún hélt, og var ant um að láta rykið og tímann hylja allar endurminningar hennar um Charley og sambúð hennar við hann; en áhrif hans á hana höfð uverið svo gagntæk, að hún óafvitandi hafði orð- ið fyrir varanlegum áhrifum af sérein- kennum hans — í talsmáta, í málhreim og orðatiltækjum, og í dag hafði hún haft upp heilar setningar eftir honum. „Fyrir handan hæðirnar“, sagði Rósalie og sneri sér frá þeim. „Er það ekki einkennilegt?“ sagði sú sem var að tala við hana. „Það er nafnið á annari bókinni, sem ég kom með — Fyrir handan hæðirnar. Hún er eftir enskan höfund. Hin bókin er á frönsku. Má ég skilja þær eftir?“ Rósalie lagði undir flatt. Það mundi gjöra aðstöðu hennar óvirðulegri, ef hún neitaði að taka á móti bókunum. „Bækurnar eru alltaf velkomnar til föð- ur míns“, sagði hún. Það var ofurlítið hik, eins og að þessi hefðarfrú ætlaði að rétta Rósalie hend- ina, en þær litu hvor á aðra og aðeins hneigðu sig. Konan hélt áfram og skildi aðeins eftir angan ylmvatnsins. „Hvar er heimaland þitt, mér er spurn?“ hljómaði aftur og aftur í eyrum Rósalie, þar sem að hún sat við glugg- ann í herberginu, löngu eftir að sjúkra- húsgestirnir voru farnir, orðin mér er spurn — mér er spurn — mér er spurn! héldu áfram að hljóma, og endurhljóma í eyrum hennar. Það var undarlegt að þessi kona skyldi minna hana á skradd- arann í Chaudiere. Allt í einu var hún vakin upp af þess- um dagdraumum sínum með því að fað- ir hennar ávarpaði hana: „Ó, þetta er fallegt, þetta er sannarlega fallegt, Rósalie!“ Hún sneri sér að honum. Hann var að lesa í bók — bókinni sem konan skildi eftir — Fyrir handan hæðirnar. „Hlustaðu“, sagði hann og las á ensku: „Umbun er annað nafnið á Guði. Hversu oft er það ekki, að þeir, sem sjúkdómar og slys hafa rænt starfsþreki sínu, finna aukna innri gleði og víðari and- legan sjóndeildarhring! Það virðist, að þegar horfið er frá hinum óæðri athöfn- um lífsins, þá hreinsist og skerpist sjón in. Og þeim er einnig gefinn aukinn kær leikur, sem stafar frá helgun annara mannslífa. Og þeir fá líka sínaum- bun, því þeir verða síður mótæki- legir fyrir glys heimsins og hégóma, því sjálfsafneitunin er þeim gleði“. Hann leit á Rósalie, með óvanalega björtu bliki í augunum, og hún brosti og strauk á honum hendina. „Það hefir allt verið umbun til mín“, sagði hann eftir ofurlitla stund. „Þú hefir verið mér góð dóttir, Rósalie“. Hún hristi höfuðið og brosti. „Góðir feður halda, að þeir eigi góðar dætur“, sagði hún og átti erfitt með að verjast tárum. Hann lét bókina aftur, og lagði hana á rúmábreiðuna. „Ég ætla nú að sofna“, sagði hann og sneri sér á hliðina. Hún hagræddi rúmfötunum og lagaði kodd- ann undir höfðinu á honum. „Góða nótt!“ sagði hann og dróg hana með veikri hendi ofan að sér og kyssti hana. „Góða dóttir! Góða nótt!“ Hún klappaði á hendina á honum. „Nóttin er ekki komin ennþá, faðir“. Hann var hálfsofnaður. ,Góða nótt!‘ sagði hann aftur og sofnaði. Rósalie settist út við gluggann. með bókina, sem hann hafði verið að lesa, í hendinni. Ótal hugsanir þrengdu sér í gegnum huga hennar — um föður henn ar, um konuna, sem var nýfarin og um elskhuga sinn fyrir handan hæðirnar. Málrómur konunnar kom aftur í huga hennar, eins og hæðandi hljómur, langt, langt í burtu. Hún opnaði bókina, og fletti blöðunum. Allt í einu hætti hún að fletta henni, en horfði hvasst á blaðið, sem að við henni blasti. Á því stóð skrif- að Kathleen. Hún sat eins og í leiðslu ofurlitla stund. Nafnið Kathleen og málrómur- inn sérkennilegi, var eitt og hið sama, og hugur hennar hvarlfaði til baka, til dagsins sem hún spurði Charley að: „Hver er Kathleen?“ Hún spratt á fætur. Hvað átti hún • að gjöra? Fara á eftir henni? Ganga úr skugga um hver hún væri, og hvað hún væri? Fara til unga skurðlæknisins, sem með henni var, og spyrja hann hver hún væri og komast að leyndarmálinu, sem umkringdi unnusta hennar? í öllum þessum efasemdum var það tvennt, sem henni var ljóst: Að frú Flynn var að koma inn í herbergið, og að andardráttur föður síns væri að þyngjast. Hún lagði bókina frá sér og beygði sig ofan að föður sínum og veitti honum nána eftirtekt. Svo sneri hún sér að frú Flynn, sem stóð þar angistar- full og hrædd. „Farðu og sæktu prest!“ sagði Rósa- lie. „Hann er að deyja“. „Ég skal senda einhvern. Sjálf fer ég ekki héðan frá þér“, sagði gamla kon an og flýtti sér til unga skurðlæknisins til að ná í sendimann. Þegar sólin seig á bak við hæðirnar, lagði veiki maðurinn krypplaði upp í langferðina, einn. XLVIII. KAPÍTULI Þar sem tré lífsins blómgast Charley var á gangi fram og aftur á bökkum árinnar miklu, þar sem hið fyrra líf hans lá grafið, og glímdi við hið nýja lífsviðhorf sitt, sem hvort held- ur yrði langt eða skammt, varð héðan af að vera bundið við þorpið, þar sem ástmey hans átti heima . . . En þar sem hann stríddi við sjálfan sig í skugga næturinnar varð honum ljóst, að þó að honum hefði verið sýnt fyrirheitna land ið, þá átti hann aldeilis ekki víst að fá að ílengjast þar, eða eignast þar heim- ili. Sálmurinn, sem hann hafði sungið í háði, kveldið sem lífi hans var teflt í tvísýnu á Cóte Dorion, kom aftur í huga hans með hinni ævarandi háðshugsun: í gróðursælum Edens ökrum, hjá ánni Jórdan hinu megin, Þar lífsinstré með blessun blómgvast, þar býðs þér friðsæl hvíld. Þar er hvíld fyrir þreytta, Þar er hvíld fyrir þreytta, Þar er hvíld fyrir þreytta, þar býðst þér friðsæl hvíld. í innstu fylgsnum huga síns var hann sér þess meðvitandi, að hvernig sem hlutirnir réðust, að þá myndi end- ans ekki langt að bíða. Framtak hins nýja lífsviðhorfs hans, sem var frekar háð tilfinningalífi hans en rökvissu, olli því, að hann nú trúði því, sem hann ekki sá og tók gott og gilt það, sem sannanir náðu ekki til. Vinnan með höndunum, erfiðleikarnir, sorgir, óvissan og með- líðan með öðrum, hafði mýkt, skýrt og auðveldað líf hans, þjálfað skilning hans og komið í stað metnaðargirndarinnar. Hann leit nú á lífið frá persónulegu skyldusjónarmiði, sem krafðist þess, að það, sem hendinni væri næst skyldi vera afgreitt fyrst. En eftir því sem hugboð þetta náði meira valdi á honum, kom hugsunin um hvað verða mundi um Rósalie skýrar fram í huga hans og yfir skyggði allar aðrar hugsanir. Það eina sem hún í efnalegu tilliti hafði á að byggja, var kaup hennar við pósthúsið, því að það var á allra vitorði, að það litla, sem hún átti þar fyrir utan gekk upp í kostnað föður hennar. Ef að hún skyldi tapa atvinnunni, verða veik, eða meiða sig, hvað gat> hún þá gert? Hann gæti skiliö henni eftir það, sem hann ætti — en hvað var það? nægilegt til að sjá henni farborða í eitt eða tvö ár, hreint ekki meira. Allar inn- tektir hans höfðu gengið til fátæks og veiks fólks í Chaudiere. Það var ein leið möguleg hann hafði oft hugsað um hana í Chaudiere, og hún var önnur aðal- ástæðan fyrir þessari ferð hans til Montreal. Það voru perlufestarnar, sem hún móðir hans átti og þúsund dollarar í peningum, sem var falið í leynihólfi í húsinu á hæðinni í borginni, sem hann nú var staddur í. Perlurnar voru meira en tíu þúsund dollara virði, nægilegt fyrir Rósalie til að draga fram lífið á. Hvað átti Kathleen að gjöra við perlur móður hans, þó að þær kynnu að finn- ast. Hvað hefði hún að gjöra við pen- ingana —r hafði hún ekki mestu skömm á minningu hans? Var ekki búið að borga allar skuldir hans. Hann átti perl- urnar og þessa peninga sjálfur. En að ná því. Að fara heim í hvíta húsið á hæðinni, að lifa upp aftur hið fyrra líf sitt, þó ekki væri nema í einn klukutíma, að berja að dyrum á húsi sem reymt var í — hann hrylti við því. Hann yrði að fara inn í húsið eins og þjófur á nóttu. En hann yrði að eiga það á hættu fyrir Rósalie — hann yrði að gjöra það. XLIX. KAPÍTULI Opna hliðið Nóttin var hlý og þögul, tunglið skein í heiði og varpaði mjúkri birtu, sem virt- ist endurvekja hina óásjálegustu hluti til lífs. Það var dimmt í húsinu á hæð- inni. Þar voru allir í fasta svefni löngu fyrir miðnætti, því húsbændurnir höfðu ákveðið að fara til Chaudiere, þar sem' bændafólk og Indíánar voru að leika sorgarleikinn mikla (The Passion play). Löngun fólks til að sjá hann var orðin að ástríðu, og þá líka í huga persónanna tveggja í hvíta húsinu á hæðinni, þó ekki væri til annars en rjúfa tilbreyting- arleysi á ánægju hversdagslífsins. En í svefnþögn hússins var maður í bændabúningi á hreyfingu í gangi þess niðri, og fór hljóðlega, en þó með sjálfs- öryggi, sem vanalegir þjófar eiga sjald- an yfir að ráða. Hann var hinn örugg- asti þar sem dimmast var í ganginum og lauk upp einni hurð eftir aðra eins og að hann væri heima hjá sér. Svo kom hann inn í þann part gangsins þar sem tunglið varpaði glöðum geisla inn um glugga á húsinu, fölur og hlustandi lædd ist hann áfram eins og vofa löngu dauð, en sem var afur á kreik komin til að vitja sinna fornu stöðva. Að síðustu fór hann inn í herbergi sem stóð opið. í því herbergi hafði hann hafst við, eða það sem var lifandi af honum, áður en að hann dó. í herberginu voru raðir af bóka skápur með bókum í, myndastyttum, veggtjöld og eikarviðarverk, sem tím- ans tönn hafði sett mark sitt á. Þessir dökku eikarveggir höfðu gengið í erfðir til fjögurra kynslóða frá langafa manns ins, sem í því stóð nú, og minning kyn- slóðanna var bundin hverjum krók og kima. Hann sneri sér við þegar að hann kom inn í herbergið og horfði með hnef- ana kreppta, um stund á aðrar dyr hinu megin við ganginn. Á bak við þær dyr voru tvær persónur, sem fyrirlitu minn- inguna um hann og voru samhentar í, að brugga nafni hans ráði gleymskunn- ar. Húsið var eign konunnar, sem hann hafði gefið það til daginn sem hann dó. En að hún skyldi búa þar með öllum hin- urh gömlu endurminningum, sem við það voru bundnar, liversu bitrar, sorg- legar og niðurlægjandi sem þær voru, höfðu nokkurskonar helgihugsana á- hrif á hann sem gengu honum til hjarta. En þarna var hún, sem hann sjálfur hafði hlíft við framtíðarsambúð, sem hafði átt framtíðar velferð sína í hendi hans og að hann hafði gefið henni kost á að njóta. En tilvera hennar nú rændi hann allri von um lífsánægju og varp- aði sorgarskugga á líf annarar persónu, sem honum var annara um en sitt eigið líf. Kathleen lág sofandi inni í þessu herbergi, hann ímyndaði sér að hann gæti heyrt hana anda, og uppi í hæðun- um lengra á bak við trjátoppana, sem báru við gluggann þar sem hann stóð, í litlu húsi; sem stóð við hliðina á sjúkra húsinu lág Rósalie andvaka, föl og með tárvot augu og beið athafna morgun- dagsins, sem hjálpaði til að létta rauna hugsunum af huga hennar. Það var sökum Rósalie að hann var kominn í þetta hús, einu sinni enn. Hennar vegna vg,r hann staddur í þessu kvalaherbergi, og hann vissi, að hann varð að fara út úr því óttasleginn og angraður, eins og þegar menn ganga frá gröf ættmennis, sem þeir hafa móðg að, án fyrirgefningar. Hann herti upp hugann, gekk hratt, en þó varlega yfir gólfið í herberginu, og að stóru eikarskrifborði, snerti með hendinni á leynifjöður, sem var á öðr- um enda borðsins. Fjöðrin lét að snert- ingu hans og hólf opnaðist á skrifborð- inu, en sökum þess, að læsingin var orð- in ryðguð og lokþyljan stirð, heyrðist allmikið í þeim þegar þau opnuðust. Hann var hi’æddur um að hávaðinn sem þau gjörðu mundi heyrast um allt hús- ið, svo viðkvæmt var eyra hans og djúp þögnin, sem rofin hafði verið. Hann sneri sér til dyranna og hlustaði, áður en hann fór með hendina inn í leyni- hólfið. Það var dauðaþögn. Hann sneri sér aftur að skrifborðinu og fór með hend- ina inn í leynihólfið og kom út með tvo böggla og lét þá í vasa sinn og fór að loka hólfinu aftur með hinni mestu var- úð, eftir að hafa borið tólg, er hann tók úr kerti, sem stóð á borðinu, á brúnirn- ar á viðnum, sem lokuþyljan rann eftir. En þegar lokafjöðurin hljóp til baka, þá fann á sér, að hann mundi ekki vera einn í herberginu. Það fór hrollur um hann, og hann sneri sér hljóðlega við. Hann var út við aðalgluggann á her- berginu þar sem skugga bará, og hann eins og óafvitandi tók hendinni á glugga tjaldinu, en þá sá hann hvítklædda per- sónu í herbergisdyrunum. Hún kom hægt, en ákveðin inn í herbergið. Char- ley stóð sem steini lostinn. Hann föln- aði í framan og það kom óstyrkur á hann. Kathleen stóð fyrir framan hann. Hún var í hvítum náttserk og stansaði eins og hún væri að hlusta, en þegar Charley gætti nánar að, þá sá hann, að hún var í ósjálfráðu svefnleiðsluástandi og vissi ekki að hann var þar inni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.