Lögberg


Lögberg - 23.03.1950, Qupperneq 2

Lögberg - 23.03.1950, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MARZ, 1950 FERÐAÞÆTTIR FRÁ ÍTALÍU: Feneyjar, voldugt lýðveldi á miðöldum — rómantískur ferðamannabær í dag Efiir MARGRÉTI INDRIÐADÓTTUR Niðurlag. Kirkjuferð. Við austurenda torgsins er Markúsarkirkjan. Við höfðum aldrei séð aðra eins kirkju, svo að við byrjuðum á því að skoða hana. Þið getið verið alveg ró- leg, ég ætla ekki að fara að lýsa kirkjunni nákvæmlega, enda þótt enginn hörgull sé á slík- um lýsingum í ferðamannapés- um. En hún var sem sagt ólík öllum öðrum kirkjum, sem við höfðum séð, vegna þess, hve stíll hennar var austurlenzkur og vegna litanna í mósaikinni á framhliðinni. Þessi litur —hugs- ið ykkur gegnsætt alabastur, gljáfægðan marmara, skínandi gull — þessi litur á svo mikla fjölbreytni að ég kann ekki að lýsa honum. Við gengum inn í kirkjuna í fylgd með hóp af áströlskum skátum og dönskum túristum í stuttbuxum, með sína eilífu bak- poka, og hneyksluðumst við satt að segja á því, að Danirnir skyldu sýna svo gömlu guðshúsi slíka óvirðingu. Inni í kirkjunni var margt dýrra muna og fag- urra að skoða. Hún virtist ann- ars að niðurfalli komin og hefir alls staðar verið treyst með rammbyggilegum stoðum. Við staðnæmumst góða stund við eitt altarið. Okkur þóttu undar- legar aðfarirnar í prestinum þar, sem var víst að flytja messu, með allskonar fettum og brett- um, hneigingum og beygingum, sem nauðsynlegar munu taldar í kalþólskunni. Allmargt fólk kraup á kné fyrir framan altar- ið, signdi sig í sífelldu, renndi augum til himins og hreyfði var- irnar í bæn. Við vorum í þann veginn að fyllast andagt og að- dáun yfir því, hve þetta væri guðrækin þjóð, að vera að þessu svona um hádaginn, þegar einn ungur maður meðal hinna kné- krjúpandi renndi augunum til stúlkunnar, sem stóð á milli okkar, og blikkaði hana svo ekki varð um villzt. En kannske hef- ir hann samt verið að hugsa um guð. Dúfurnar á Markúsartorgi. Eftir þessa kirkjuferð sett- umst við niður og vættum á okkur kverkarnar, að íslenzkum sið. — Á Markúsartorginu er mikið af dúfum — alveg krökkt af dúfum. Sagan hermir, að Dan- dolo, síðar hertogi, hafi fengið mikilvæg skilaboð með bréfdúf- um þegar floti hans sat um Can- dia í byrjun 13. aldar. Hann hafi síðan flutt þær með sér til Feneyja og æ síðan hafi íbúar borgarinnar hugsað um af- komendur dúfnanna frá Candia af hinni mestu umhyggju. Á dögum lýðveldisins voru þær fæddar á kostnað hins opinbera — nú eru það túristarnir, sem halda í þeim lífinu. Fjöldi manna hehfir af því atvinnu að selja ferðamönnum dúfnamat úr litlum kramarhúsum, á 100 lír- ur stykkið ef ég man rétt, og enn fleiri lifa á því að mynda túristana í allskonar stellingum, á meðan þeir eru að gefa dúfna- greyjunum úr lófa sér. Því hver vill ekki eiga af sér mynd, þar sem hann er að gefa afkomend- um frægra dúfna á Markúsar torginu að borða. Við skemmt- um okkur konunglega við að horfa á, hvað fólkið var bjána- legt, þegar það stillti sér upp fyrir framan myndasmiðina — fórum síðan og keyptum dúfna- mat og gerðum slíkt hið sama. Slreymandi mannhaf, sem kemur og fer. Á Markúsartorginu og þar í grennd er hægt að una sér all- an liðlangan daginn, án þess að manni leiðist eina einustu mín- útu. Þegar maður er búinn að skoða Markúsarkirkjuna, her- friða samvizku sína með því að togahöllina frægu, klukkuturn- inn og annað merkra bygginga við torgið, þá getur maður ró- legur eytt tímanum í að virða fyrir sér fólkið og lífið í kring, í öllum sínum regnbogans litum —þá getur maður sökkt sér í streymandi mannhafið,. sem kemur og fer. — Ekki veit ég hve mikill hluti borgarbúa hefir ofan af fyrir sér með því að selja ferðamönnum minjagripi —en á Markúsartorginu er ekki hægt að þverfóta fyrir minja- gripasölum. Eg man sérstaklega eftir einum gráhærðum öldungi, sem ætíð stóð á sama stað fyrir f r a m a n Markúsarkirkjuna. Hann hafði ekki skorið hár sitt óralengi, það náði niður á herð- ar og það var silfurhvítt. Hann hafði hátt og hvítt enni, hann var ákaflega tötralegur til fara —hann sagði aldrei orð, þegar hann bauð varning sinn, sem ein göngu voru myndir af Jesú og fjölskyldu. Allmargir verzluðu við hann og hann tók alltaf þegjandi við peningunum. Það var í augum hans sérkennilegur glampi—þau voru blá, alveg himinblá, og enn veit ég ekki hvort þessi glampi var af himn- eskum uppruna eða við skipta- legum. Vel klætt fólk. Feneyjabúar hafa löngum þótt listamenn góðir og í búðarglugg- um borgarinnar er á kaflega margt að sjá af fögrum listmun- um — glervarningi, mósaík, knyplingum og útsaumuðu dóti og gullsmíðavinnu allskonar. En því miður er þetta allt mjög dýrt. — Fólkið þarna í kringum okkur var flestallt sérlega vel til fara. Auðvitað var megnið af þessu ferðafólk, en ítalirnar sjálfir voru ekki síður vel bún- ir, þeir sem á annað borð voru í fötum, en ekki tötrum. Enda eru þeir af kunnugum sagðir miklir sundurgerðarmenn í klæðaburði og kaupa sér falleg föt, eignist þeir aura fremur en allt annað. Já, það er gaman að vera á Markúsartorginu, en þó aldrei eins gaman og þegar það er laug- að í kvöldljósum. Þá geyma skuggamir allt tötrum klætt — þá ríkir rómantíkin ein. Gondólaferð. Daginn eftir að við komum, fannst okkur að ekki mætti lengur við svo búið standa — við yrðum að fara í gondólaferð. Nú vissum við auðvitað, að aðal- púðrið við slík ferðalög er, að þau séu farin á tunglskinsbjörtu kvöldi — og fallegur gondóla stjóri syngi um unað lífsins með tenór fyrir unga elskendur, sem í bátnum sitja, aldeilis aðfram- komnir af sælu. Bátsferðin okk- ar var farin um hádegi, við höfð- um ekki ungan og saklausan ferjusvein, með óeytt líf og suðr- æna eldinn í æðum, sem Einar Benediktsson talar um — held- ur var ferjukarlinn okkar að minnsta kosti fertugur og vang- inn farinn að þynnast og hárið með, og hann hafði sex ára skít- ugan son sinn með sér. En hon- um var mjög liðugt um mál- beinið, gondólinn hans var fínn og útskorinn, svartur einsog lík- vagn, fóðraður innan með rauðu klæði, með dumbrauðum pluss- ætum, sem voru farin að slitna. Og honum hafði tekist að telja okkur trú um, að hann ætti ekk- ert nema börn og skuldir og bað guð að margblessa okkur, þegar við, eftir langa umhugsun, ákváð um að taka bátinn hans á leigu í klukkutíma. Það er svo sem ekkert öðruvísi að sitja í gon- dóla en góðum árabáti. Gondóla- stjórinn okkar var klæddur ein- kennisbúningi sínum, hvítri ermavíðri Skyrtu og þröngum svörtum buxum. Hann sagði okk ur samvizkusamlega, hvað allar hallirnar hétu, sem við fórum framhjá. En ef við spurðum hann einhvers, þá ruglaðist hann í ríminu og varð að byrja alveg uppá nýtt. Manni datt ósjálfrátt í hug: „Hundrað og ellefta með- ferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta.“ Svo þverneitaði hann að syngja fyrir okkur Ó sóle míó, sem okkur fannst myndi vera viðeigandi í slíkri bátsferð. Hann spurði hvort þetta væri sænska, sem við töluðum og horfði á ljósa hárið á Eyju. Við kváðum það vera íslenzku. — Eg hef áður hitt fólk þaðan, sagði hann. Við sperrtum upp eyrun og spurð- um hvenær. — Það var í fyrra- dag, svaraði hann. Við horfðum hvor á aðra. Þetta voru svei mér fréttir, að einhverjir landar skyldu vera hér á ferð. Við ætl- uðum að fara að spyrja hann nánar um þetta, þegar hann hélt áfram og sagði: Segið mér ann- ars, eru pýramydarnir eins stór- ir og sagt er? — Úr þessu varð leiður misskilningur. Maðurinn var fremur lélegur í ensku — við héldum að hann væri að tala um að reykvískur skrifstofu- stjóri væri staddur í Feneyjum, en hann hélt hinsvegar að við værum frá Egyptalandi. Heimsókn iil Burnao. Fjórða dagainn okkar í Fen- eyjum heimsóttum við nokkrar smáeyjar í grendinni. Það var skemmtilegur túr og fróðlegur. Báturinn, sem við fórum með, minnti á lystisnekkjur Hollý- woodleikara, eins og maður hef- ir séð þær á myndum. Það mátti segj aum fylgdarmanninn, að hann væri akfeitur og almenni- legur og hann talaði ítölsku, ensku, frönsku og þýzku allt í einum hrærigraut. — Við sigld- um fyrst eftir örmjóum öldu- strætum, meðan við vorum að komast útúr borginni — húsin meðfram þeim voru hræðileg greni, og fólkið, sem maður sá bregða fyrir var horað og blóð- leysislegt. Þetta var víít eitt af fátækra hverfum borgarinnar — og fátæktin er allsstaðar sjálfri sér lík. Við komum fyrst til eynnar Burano. Allir stigu þar á land, nema parið sem sat fyrir aftan okkur Eyju. Það voru skrítin hjú, bæði frá Washing- ton, hann var kvæntur og orð- inn leiður á konu sinni og krökk- um, hún var gift og dauðleið á manni sínum —þau þjáðust bersýnilega bæði af leiðindum — hinni krónísku veiki iðjuleysingjanna. — Við vorum ekki fyrr stigin á land, en kringum okkur safnaðist slíkur sægur af börnum, að við komumst ekki leiðar okkar, fyrr en sá akfeiti og almennilegi kom og rak þau burt með harði hendi. Þessir tötrum klæddu og svöngu angar báðu allir um lírur eða sígarettur — flestir um sígarett- ur, jafnvel bara einn reyk. — við skoðuðum fyrst kirkju stað- arins. Krakkaskarinn elti okk- ur að kirkjudyrunum. — Þetta var ákaflega íburðarmikil og ríkmannleg kirkja, öll löðrandi í gylltu skrauti og freskómynd- um. Dýrlingamyndir voru þarna í glerkössum, er voru hálfullir af peningum, sem trúaðir höfðu gefið. — Þegar út úr þessu ka- þólska guðhúsi kom, varð aftur að beita hörku við barnahópinn, til þess að við kæmumst leiðar okkar. Þar fæðisl svo mikið af slúlkum. Næst komum við á stað, þar sem handsaumaðir, voru knyppl- ingadúkar og fleira af slíku tagi, en Burnao-knypplingar eru víð- frægir. Níu til tíu ára telpur sátu í löngum röðum hálfbognar yfir þessari fínu handavinnu. Yfir þeim stóðu svartklæddar nunn- ur. Telpurnar unnu þarna frá því í býtið á morgnana, fram til kvöldverðar. Kaup þeirra hrökk rétt fyrir brýnustu nauðsynjum í mat. Það fæðist svo mikið af stúlkum á Burano. Inní næsta STEFÁN JÓNSSON: MÁRGT GETUR SKEMMTILEGT SKEÐ Setfán Jónsson: Margt getur skemmtilegt skeð. Isafoldarprentsm. h.f. í skáldsögum handa börnum gætir jafnan tveggja sjónarmiða: hins listræna og hins siðfræðilega: Ekki sameinast þau altaf vel. Ósjaldan þokar listin fyrir siðfræðilegri upplýsingu og jafnvel um- vöndunum. Við þetta glatar sagan listagildi sínu, verður einsog hræringur úr betrunaráformum og ritskussahætti. Þó skiftir nokkuru máli á hvaða stigi hnignunar og þróunar siðgæðið er. Frumstæðar og heilsteyptar siðgæðishugmyndir samræmast frásagnarlistinni betur en hin vafasömu sjónarmið hrörnandi siðgæðis, sem þurfa rökstuðnins og réttlætingar við. — Gleggsta dæmið um þetta er gott ævintýr. Þegar það mótast um ákveðna siðgæðishugmynd, var hún, höf- undi og samtíð sjálfsögð og ó- vefengjanleg. Um hana lék eng- inn efi. Því var allur rökstuðn- ingu óþarfur. Og í þessu and- rúmslofti þróast listin, án þess það sé efnagreint og bætt And- stæðan eru barnasögur frá alda- mótunum og fyrsta tug 20. aldar Með ákefð troða þær hrapandi siðgæðishug myndum upp á les- andann. 1 stað listar bjóða þær oft upp á tilfinningavæmni og umvöndunartón. í íslenskum barnabókmentum hefur þessum tveim sjónarmið- um oft verið hrært saman. — Sumir höfundar virðast ætla, að mórallinn sé aðalatriðið, hann tryggi sögunni listrænt gildi. Því eru sumar sögur raunár ekk- ert annða en dæmisafn um góða hegðun og slæma listlaus — og fremur áhrifalítil — sýnikensla í siðfræði. Höfundar slíkra sagna eru oft því gjöfulli á siða- predikun sem listagyðjan var naumari við þá. Á síðari árum hafa þó fjöl- margir barnabókahöfundar ís- lenskir tekið aðra stefnu og leyft barnasögum að þróast sam- kvæmt listrænum lögmálum. Glöggt dæmi um þennan sigur hins listræna sjónarmiðs er ný bók eftir Stefán Jónsson: Margt getur skemmtilegt skeð. Söguhetjan er afbrotadreng- ur úr Reykjavík. Barnavernd- arnefnd hefur ráðstafað honum í sveit. í höfuðstaðnum þykir hann óalandi. Viðfangsefnið gæti því verið hættulegt. Betrunarsaga. ' En Stefán kann önnur og list- rænni tök. Drengurinn er raunar kominn í sveit, en þar er ekkert, sem heillar hann, hann er ósáttur við alla, fullur af hroka. Sljór og leiður röltir hann á eftir kúnum, sem hann á að reka í haga, en svo ákveður hann sig skyndilega og strokið til Reykjavíkur hefst. Hvers vegna strýkur hann? Hann veit það ekki. Og flóttinn mistekst. Raunar gat hún Sig- rún litla, glóhærða stúlkan frá Lundi ekki hindrað strokumann- inn. Til þess var Júlíus Bogason of slunginn. En tilviljunin sner- ist gegn honum. Læknirinn rekst á hann, tekur hann upp í bíl sinn og ekur honum aftur heim að Litla-Dal til Jósefs og Þóru, það- an sem hann strauk. —Jæja, væni minn, sagði læknirinn, áttu foreldra í Reyk- javík? —Nei, mamma er dáin og pabbi er alltaf á sjónum. Hann er skipstjóri. —Einmitt það, sagði læknir- inn. Hjá hverjum varstu þá í Reykjavík? —Kerlingu. Þetta stutta svar segir langa og áhrifamikla sögu. Það er svo hnitmiðað, að því verður aðeins jafnað til hins besta í íslenskri frásagnarlist. Það minnir á svar Þórðar í Króki. (E. H. Kvaran: Þurrkur). Með þessum tveim atvikum, ákvörðun dregsins að strjúka og svari hans við spurningu lækn- isins, er lesandinn leiddur mitt inn í baráttu drengsins við sjálf- an sig. Harðar andstæður rísa í eðli hans. Hvar sem eðlileg við- leitni barnsins kemur fram, kæf- ir hana þurrhroki götudrengsins. Inn í þetta vonleysi drengsins fellur ljósgeisli. Að Litla-Dal kemur dráttarvél. Júlíus Boga- son fær viðfangsefni, sem heilla hann Hann er glaður. — Lífið er fagurt og bjart. Hið innra verður hann sjálfstæðari og flýr sjaldnar á náðir hrokan. Sjaldn- ar og sjaldnar læðist hann inn í hjónaherbergið til að kyssa mynd Sigrúnar. Hann þarf þess ekki lengur. Hann er jafnoki hennar eða getur að minsta kosti orðið það. Stórmenskuhrokann er að lægja. Framtíðardraumar hans verða raunhæfari en áður. En þótt Jósef og Þóra vilji vera drengnum góð, vantar mikið á að þau skilji hann. Með smá- munalegri góðgerðasemi hrinda þau honum á ný út í ógæfuna. Drengurinn strýkur á ný, vill- ist, er nærri dauða af vosbúð og hungri, en skátar finna hann og flytja til Reykjavíkur. Við fá- um að kynnast „kerlingunni“. Lýsingin á heimilinu er ægileg skýring á fortíð drengsins. Hon- um stendur engin leið opin, nema afbrotin. Hann lendir aftur í Litla-Dal. Jósef er jafn rindilslegur og áð- ur, en Þóra vex að sama skapi sem móðurtilfinningin opnar augu hennar fyrir innri baráttu drengsins. I þorpsskólanum kemur Júlíus aftur 1 hóp jafnaldra. En hann samlagast honum ekki. — Hann er vonsvikinn, af því að börnin dá hann ekki, afbrýðissamur, af því að aðrir eru honum fremri. Hann skammast sín fyrir van- kunnáttu sína í náminu, en vant- ar vilja til að leggja sig fram við það. Hroki hans stígur hærra en nokkru sinni fyrr. Loks leiðir hatrið hann til að fremja óþokka bragð á félaga sínum. En við þetta fantabragð skipt- ir um örlög hans. Ekki af iðrun. Júlíus Bogason er leikinn í að réttlæta sig. En gegn um ískalda andúð hópsins finnur hann ylinn af samúð tveggja barna leika um sig. Án þess að vita það sjálf berjast Sigrún frá Lundi og Hlíf- ar, sá sem ávallt skyggði á Júl- íus í barnahópnum, hlið við hlið um sálu hans. Bak við harðan dóm þeirra finnur hann næmari skilning og heitari samúð en en hann þekkti fyrr. Fyrir því bráðnar klakinn um hjarta hans. Hann verður aftur barn, getur iðrast og grátið, notið vináttu annarra barna, fundið samúð með þeim, eru enn þá umkomu- lausari en hann sjálfur. Þessi breyting á hugarfari hans og ytir högum varð honum þá fyrst ljós, er hann óttaðist að verða rekinn úr skólanum og skilinn frá nýju félögunum. Svipmót persónanna er skýrt. Að söguhetjunni frátalinni finnst mér höfundi þó hafa tek- ist best með Jósef, en yngri les- endum mun Sigrún verða ó- gleymanleg. Þorsteinn kaupfé- íagsstjóri er vel gerður með sínu landsföðurlega yfirlæti og smá- munalega valdsmannsbrag. En við Þorstein hættir höfundi til að tengja félagsfræðilegar hug- leiðingar (bls. 296, 307), sem börn skilja ekki, en fullorðnir lesendur eru ofmataðir á. Þetta kemur þó svo sjaldan fyrir, að það nær varla að raska listræn- um heildarsvip bókarinnar. Bókin er ekki prentvillulaus, en slæmar villur eru fáar. Á bls. 304 virðist krónutalan misprent- uð: þrjú hundruð fjörutíu og fimm (áður voru þær fjórtaldar 375) og bls. 312 stendur: fólið í Kambi, les: fólkið í Kambi. Bókin er ósvikinn skemmti lestur, jafnt fyrir börn og full- orðna. Næmum lesanda opnar hún sýn inn í sálræna baráttu: ósigra, örvæntingu og síðan grósku nýs lífs. Höfundur er flestum mönnum skyggnari á barnsálina. Frásagnarlist hans er létt og leikandi, samúðin inni- leg, en laus við alla væmni og tilgerð. Það eru ekki börnin ein, sem mega þakka höfundi þessa bók. Hún er okkur fullorðnum engu síður fengur. Matthías Jónasson —Mbl. 7. febr. Á FRÍVAKTINNI herbergi voru hinir handunnu munir til sölu. Verðið var svo hátt, að enginn gat keypt neitt, nema ein sænsk frú. Hvar sem maður gekk um þarna, í þess- um fiskimannabæ, blasti við sama fátæktin og eymdin. En eyjarskeggjar áttu sitt ríkmann- lega guðshús og sína dýrlinga. Það var þó alltaf huggun. — Sænska frúin stakk uppá því um leið og stigið var á skipsfjöl að nýju, að ferðamenn í Feneyjum tækju höndum saman og söfn- uðu fé til þess að láta gera við þessi „hryllilegu og skelfilegu hús“ einsog hún orðaði það. Hún kvaðst fús til þess að ganga um með söfnunarlista á sínu hóteli. Hún fullyrti að þetta gæti orðið svo sætur bær, ef húsin væru máluð. Hún gleymdi alveg íbú- unum — en sennilega yrði bær- inn ekki reglulega sætur að hennar dómi fyrr en búið væri að sökkva þeim öllum í Adría- hafið. Þeir voru svo skítugir og lausir við að vera sætir. —Við heimsóttum tvær aðrar eyjar að auki. Torrelloeyna, en kirkjan þar hefir að geyma ein- Skoti nokkur fékk hjartaslag og sálaðist dag einn, þegar hann var að bursta skóna sína og tók eftir því að það voru skór ná- búans, sem hann hafði fengið lánaða, sem hann var að bursta. hverja fegurstu mósaik, sem til er í víðri veröld, og Muranoeyna, en þar er ferðamönnum sýnd „First class glassblowing fac- tory,“ eins og sá akfeiti og al- mennilegi komst að orði. Bezti náungi. Kvöldið áður en við fórum frá Feneyjum báðum við strokna manninn í hótelinu um reikning- inn okkar. Við sáum strax að hann hafði snuðað sig um einn dag, eða 1900 lírur. Við flýttum okkur að borga, brostum eins sætt og við gátum, hældum borg inni hans á hvert reipi og þrýst- um slappa hönd hans innilega í kveðjuskyni. Þegar öllu var á botninn hvolft, var þetta senni- lega bezti náungi. —Mér sýnist, Hans, sagði fað- irinn, að hann litli bróðir þinn sé að borða litla eplið, en þú það stóra. Léztu hann velja sjálfan ? —Auðvitað, pabbi, sagði strák- ur.—Eg sagði við hann:—Hvort viltu heldur litla eplið eða ekk- ert— Nú, hann vildi heldur það litla. Málari var eitt sinn beðinn að mála á herbergisvegg för Gyð- inga yfir Hafið rauða. Hann lit- aði vegginn rauðan. —Hvar eru nú Gyðingarnir ? spurði maðurinn, sem málarinn átti að mála fyrir. —Þeir eru allir komnir yfir um. —En hvar eru þá Egyptarnir ? —Þeir eru allir drukknaðir. • ☆ Einhverju sinni bað gamall maður en ríkur sér ungrar ekk- ju. Ekkjan bað vinkonu sína að ráða sér heilt í þessu. — En ráð- ið mér samt ekki frá því, fyrir alla muni, bætti hún við.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.