Lögberg - 30.03.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.03.1950, Blaðsíða 4
4 iöstjrrg Gefið út hvern fimtudas af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ls prlrited and publiehed by The Columbia Presg Ltd. 696 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Mennirnir eru vélunum meiri Á hinum fyrstu öldum menningarinnar meðan tæknileg þróun var svo að segja ókunn, lifðu mennirnir einföldu lífi; þeir urðu að vera sjálfum sér nógir í harla takmörkuðum verkahring, því í annað hús var ekki að venda; og eins og hfnaðarhættir þá voru fábrotnir, var lítil hætta á skörpum árekstrum í tilfinningalífi þeirra; en eftir því sem menningunni óx fiskur um hrygg, varð hið daglega líf mannanna fjölbreyttara og krafðist skjótari úrlausnar á þeim viðfangsefnum, sem fram- undan voru. Maðurinn á að vera herra vélarinnar en ekki þræll hennar. Hvernig menn nú á tímum leysa af hendi sín daglegu störf í hinum f jölþættu greinum iðnaðarins eða á öðrum sviðum, er vitanlega að miklu leyti undir heilsu- fari þeirra komið; þessvegna verður aldrei of mikil áherzla á það lögð, að líkaminn verði starfhæfur svo sem framast má verða; en það út af fyrir sig, er þó eng- an veginn fullnægjandi; hin andlega heilbrigði verður að haldast í hendur við þá líkamlegu eigi það jafnvægi að nást, sem hverju þjóðfélagi er nauðsynlegt. Vitað er það, að eigi njóti allir menn stálhreysti, er vinna baki brotnu dag út og dag inn; slíkir menn virða störf sín engu síður en þeir fílhraustu, og læra að vinna með öðrum, jafnt yfirboðurum sem öðrum samverka- mönnum. Það er að meira og minna leyti undir jafnvægi skaps- munanna komið, hvernig mennirnir inna af hendi sín daglegu skyldustörf, því truflun slíks jafnvægis dregur að sjálfsögðu úr afköstum þeirra, veiklar hina andlegu heilbrigði og líkamlegt viðnámsþol. — Á fyrra helmingi yfirstandandi aldar, hefir tæknileg þróun í þessu landi stigið eitt risaskrefið öðru meira, og þá ekki hvað sízt á tímabilum hinna tveggja stór- styrjalda; stafar þetta fyrst og fremst af því, hve cana- díska þjóðin var fljót til þess að taka vísindin í þjón- ustu sína; við þessa snöggu breytingu á vettvangi iðn- aðarins bættust lífskjör manna til muna, vinnulaun hækkuðu og vinnuskilyrði gerbreyttust til hins betra. Maðurinn á ekki að líta vélina hornauga, hann bjó hana til sjálfur og hún á að vera honum undirgefin; hún á að létta honum störfin og auka á velfarnað félags- heildarinnar. Það eru ekki allir, sem gera sér þess ljósa grein hve vinnuvísindin eru fjölþætt nú á tímum, og hve mik- ið er undir því komið að handbrögðin, ef svo mætti að orði kveða, séu viss í sinni sök, að engin hönd slái van- kant á steininn; vélin gerir sig ekki seka um mistök af ásettu ráði, enda er það sá, sem með hana fer, sem á að bera vit fyrir henni; hún er þjónninn, en ekki yfir- boðarinn. Sú grein vinnuvísindanna, sem fram að þessu hefir verið langt of lítill gaumur gefinn, en grípur þó djúpt inn í afköst einstaklingsins, persónulega afkomu hans og velfarnan þeirra fyrirtækja, sem hann starfar fyrir, er sá andi, sem ríkir við störfin; sé sá andi mótaður af hugsun velvildar og bræðralags, fer alt vel; en sé hann á hinn bóginn sýrður af öfund og tortrygni þarf ekki við góðu að búast; í rauninni er hér um sálræn sam- starfsvísindi að ræða, sem nútímaiðnaðurinn getur ekki undir neinum kringumstæðum án verið, jafn margbrot- inn og hann nú er orðinn. En þótt forustumönnum iðnaðarins þyki vænt um vélarnar vegna þess hve mikið þær veita þeim í aðra hönd, mega þeir þó ekki missa sjónar á því, sem stend- ur í hinu sígilda ljóði, að þrátt fyrir alt, er það maður- inn, sem er gullið; að hann ræður yfir meðfæddum, per- sónulegum virðuleik, sem engin vél býr yfir. Öll fyrirtæki, hverrar teeundar sem eru, verða að bera sig; þau þurfa að gefa af sér sanngjarnan arð, og hafa eitthvað aflögu því til endurnýjunar og aðgerð- ar, sem úr sér genguri, þetta verður verkamönnum, engu sfður en vfirboðurum þeirra að skiljast, ef vel á að vera, því gagnkvæmra hagsmuna er að gæta. Hvorki fyrirtæki né vélar stjórnast af sjálfu sér, heldur af skipulagningu, þar sem mannleg hugkvæmni kemur fyrst og síðast til greina. Hin daglegu störf eru ekki einvörðungu hagsmunalegs eðlis, þau eru jafn- framt grundvölluð á þeirri nautn, sem því er samfara. að vinna í sátt og samlyndi með öðrum að einu og sama marki: þau eru hvorttveggja í senn hagsmunalegs og félagslegs eðlis. Því er stundum haldið fram, einkum á krepputím- um, að vélarnar skapi atvinnuleysi, og séu verkamönn- um síður en svo hliðhollar; reynslan hefir afsannað slíka fjarstæðu, og hagskýrslur hafa óumdeilanlega leitt í liós, að vélaiðnaðurinn hefir margfaldað atvinnu- magnið, og bætt stórkoslega afkomu atvinnuþega; og þá hefir heldur ekki verið til einskis barist. í stað þess að vélunum verði útrýmt, sem fáum kem- ur til hugar að væri æskilegt, mun þeim óðum fjölga og verða því fullkomnari sem ár og aldir líða, því alt er á þroskans leið; mannkyninu verður heldur ekki auð- veldlega útrýmt af jörðunni þrátt fyrir ógnanir frá kiarnorku- og vetnissprengjum; maðurinn verður ávalt herra jarðarinnar þrátt fyrir hrakspár og helspár; hann uppgötvaði vélina sjálfur, og hann sættir sig al- drei við það hvað, sem í boði væri, að verða auðmjúkur skósveinn hennar. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. MARZ, 1950 Heklumyndin Enginn veit, hver hefir samið gullaldarritin, Edduljóð og ís- lendingasögur. Það eru höfunda- laus snilldarverk, en öll þjóðin á þau og nýtur þeirra. Bak við hverja sögu stendur fylking ó- þekktra manna, sem hafa samið, sagt og endursagt hin sígildu rit. Um þessar mundir endurtekur sagan sig með nokkrum hætti. Það hefir verið samin ný íslend- ingasaga, H e k 1 u kvikmyndin, sem var fullgerð fyrir skömmu og er þessa daga sýnd í Gamla Bíó og mun þaðan halda áfram ferð sinni um landið til allra þeirra staða, þar sem unnt er að sýna slíkar myndir. Heklumynd- in er með vissum hætti ólík öðr- um kvikmyndum. Nálega allar kvikmyndir eru miðaðar við að gleðja augu og eyru leikhúsgesta eitt kvöld. Síðan eru þær lagðar á hilluna og koma ekki meira við sögu. En Heklumyndin verður sýnd og endursýnd ár eftir ár og öld eftir öld, eins og menn lésa Njálu og Hávamál. í þess- ari mynd er ritað með ógleyman- legri skrift nútímatækninnar á- hrifamiklir þættir úr myndunar- sögu landsins og lífsbaráttu þjóð arinnar. Fram að þessu voru frá- sagnir greindra og athugulla manna eins og sr. Jóns Stein- grímssonar einu heimildir um voðaviðburði eins og Skaftáreld- ana 1783. En nú talar Hekla sjálf sitt eigið þrumumál. Litmyndin sýnir hversu „hrafntinnuþökin yfir svörtum sal“ bráðna eins og vax, en eldstrókar og reykjar- mekkir rísa allt að 30 þús. m. í loft upp. Bráðið grjót steypist í hrapandi eldfossum niður fjalls hlíðarnar. í þrettán mánuði rann glóandi hraunelfa niður yfir lág- lendið og storknaði þar. Kvik- myndavélin endurskapar öll hin ægilegu form eldstraumanna, en stálþráðurinn talar .mál spreng- inganna og gosdrununnar. Stundum Verða sjálfar hljóð- bylgjurnar sýnilegar á mynd- inni. Þegar eldsumbrotin hófust í Heklu vorið 1947 ákváðu allir þeir nátúrufræðingar, sem stunda jarðfræði- og landfræði- rannsóknir og áttu heima í Reykjavík, að rannsaka þetta Heklugos fræðilega eftir ýtrustu föngum. Þá gengu ennfremur í lið með þeim nokkrir aðrir á- hugamenn um ferðir og nátt- úruskoðun. Myndaðist þannig óskráð félag sjálfboðaliða, sem hélt meira og minna saman um Hekluferðir og Heklurannsókn- ir, meðan gosið stóð yfir. Tólf áhugamenn störfuðu saman með ýmsum hætti að Hekluferðun- um. Brátt greindust verkefnin í tvennt: Bók um Heklugosið með öllum þeim fræðilegu skýring- um, sem unt var að afla sér og kvikmynd af gosinu. Sumir t. d. Steinþór Sigurðsson, unnu sam- hliða að báðum verkefnunum. En frá upphafi tóku Steinþór og Árni Stefánsson að sér kivk- myndatökuna. Höfðu þeir lengi unnið saman að erfiðum rann- sóknum og kvikmyndasöku, t. d. á vélsleðaleiðangrinum eftir Vatnajökli, nokkru áður en þetta gerðist. Hver sem sér Heklumyndina skilur, að hér var um stöðuga lífshættu að ræða, bæði við náttúrufræðirannsóknirnar og myndatökuna. Hvað eftir annað sjást fleiri eða færri af tólfmenn ingunum á ferð milli gíganna og eldstraumanna, búnir líkt og hermenn í skotgröfum, með hjálma til varnar gegn grjót- flugi, nestispoka á baki og gas- grímu til varnar móti eiturgasi, sem víða streymdi úr jörðinni. Hvergi á allri myndinni eru höf- undar myndarinnar til sýnis og nálega ætíð eru samferðamenn þeirra á leið burtu frá áhorfend- um. Það var eins og þessir Heklu farar vildu hvarvetna leggja á- herzlu á, að þeir séu að sýna sam tíð og eftirtíð hið máttuga nátt- úrufyrirbæri, en að þeir sájlfir séu óskráðir þjónar þessa mikla málefnis. Heklumyndin mun jafnan verða sýnd nemendum í skólum landsins og í mörgum jarðfræði- og landkönnunarstofnunum í ýmsum löndum. Þorvaldur Thor oddsen var einn hinn mesti eld- fjallafræðingur sinnar samtíðar. En hann sá aldrei hraun renna. Tveir af helztu náttúrufræðing- um samtíðarinnar hér á landi höfðu oft reynt í samtölum að gera grein fyrir eðli þess og út- liti eldsumbrota. En þegar gos- ið kom, urðu þeir að játa, að þekking þeirra og ímyndunarafl hafði hvergi komið nærri veru- leikanum. Svo fer nálega öllum, sem sjá Heklumyndina. Þeim verður ógleymanlegur eld- straumurinn og hinar ekka- þrungnu bylgjur á yfirborði þús- und stiga heitrar steinmóðu. I skólunum verður vafalaust að sýna myndina oftar en einu sinni, svo að nemendur skilji til fulls þýðingu henar. Þegar for- ráðamenn Heklurannsóknanna komu í stjórnarráðið til að gera reikningsskil fyrir framlagðan stuðning, urðu starfsmenn í fjármálaráðuneytinu undrandi yfir, hvað rannsóknirnar höfðu kostað lítið. Tilkostnaður við hin ar mörgu og hættulegu ferðir var ekki líkur neinum öðrum sambærilegum útgjöldum. Þeim, sem stóðu að Heklurannsóknun- um hafði farið eins og höfund- um Gylfaginningar og Gunnars- hólma. Þeim hafði verið ánægja að gera hið andlega átak og gleymdu öllum launum. Heklu- fararnir tólf sjá nú, að þeir hafa verið að skapa nýja íslendinga- sögu. Jónas Jónsson frá Hriflu (Landvörn) Dánarfregnir Þóra Sigurbjörg Freeman var fædd þann 4. okt. 1886 í Breiðu- víkurhreppi á Snæfellsnesi. Hún dó snögglega á heimili sínu á Lundar þ. 8. marz s.l. 63 ára göm ul. Foreldrar hennar voru þau hjónin Björg Auðunsdóttir og Hallbjörn Þorvaldsson úr sömu sveit. Hún á eina systur, Krist- jönu, Mrs. George Sigurdson í Riverton og tvo hálfbræður Valdimar og Benedict Benedicts syni einnig í Riverton, Man. Sigurbjörg heitin giftist þ. 29. febr. 1908 eftirlifandi manni sín- um Sigurbirni Jónssyni Free- man syni Jóns Kristjánssonar frá Reykjadal í S.-Þingeyjar- sýslu og konu hans Kristínar Jónsdóttur, dóttur Jóns Björns- sonar í Dal í Þistilfirði. Þau bjuggu um stund í Riverton en fluttu til Grunnavatnsbygjða í Man. árið 1909 og bjuggu þar í 30 ár. Þau keyptu sér fallegt heimili á Lundar, Man.og fluttu til bæjarins árið 1939. Þau eign- uðust sjö börn, fjóra drengi og þrjár stúlkur: Alfred, búsettur í Winnipeg. Sigurlaug, Mrs. S. Hördal, Lundar, Man. Edwin, Winnipeg. María, Mrs. O. Stevenson, Winnipeg. Victor í Selkirk, Man. Kristjana, Mrs. N. Goodman, Winnipeg. Oscar í Winnipeg. Barnabörn þeirra eru 14, níu drengir og fimm stúlkur. Jarðarförin fór fram frá Lút- ersku kirkjunni á Lundar þ. 15. marz s.l. séra Jóhann Fredrik- son jarðsöng. ☆ Sigríður Guðmundsdóttir Mýr dal var fædd þ. 15. júlí 1867 á Jarðlaugsstöðum í Borgarhreppi í Mýrarsýslu. Hún dó á heimili sínu á Lundar, Man. þ. 8. marz s.l. 83 ára gömul. Foreldrar hennar, Guðrún og Guðmundur frá Jarðlaugsstöðum dóu er hún var á unga aldri. Árið 1899 gift- ist hún eftirlifandi manni sín- um, Sigurði Jónssyni Mýrdal frá Kothóli á Álftanesi. Þau komu til Canada árið 1900, settust fyrst að í Winnipeg. Komu til Grunna vatnsbygðar Man. um haustið 1904, voru þar um stund, tóku svo land við Westfold, Man. árið 1906 og bjuggu þar í 16 ár. Þau eignuðust fjögur börn, þrjár MINNINGARORÐ: JON j. skardal Þú ert leiddur lífs á braut, endurskýrð sjón af æðra veldi, umvafinn Drottins náðarfeldi, grandað þér aldrei getur þraut. Nú gefst þér færi frændi minn, þú færð að líta nýja heima sem þig áður um réð dreyma, vonglaðan fyndir vininn þinn. Trausli G. Isfeld Jón J. Skardal, um 43 ár bú- settur í Selkirk, Man., andaðist þar þann 10. marz eftir fárra daga rúmlegu. Jón var fæddur 15. okt. 1860, að Breiðstöðum í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Björg Bjarnadóttir. Ungur að aldri kvæntist hann Ingibjörgu Odd- nýju Frímannsdóttur, er þá var ekkja. Þau fluttu burt af íslandi til Vesturheims 1887, og settust að í Syresville, New Jersy U. S. A. Þar dvöldu þau til 1893, er þau fluttu til Winnipeg, en það- an ári síðar til Árnesbygðar í Nýja-íslandi, námu þau land að Björk og bjuggu þar um hríð, fluttu svo til Gimli og bjuggu þar um 6 ár, en fluttu til Selkirk bæjar 1907. Kona Jóns andaðist í Selkirk 8. marz 1924. — Af 6 börnum Jóns og Ingibjargar er Björgdís, Mrs. R. S. Benson í Selkirk ein á lífi. Hálfsystir henn ar sammæðra, (af fyrra hjóna- bandi Ingibjargar) er Sigurlaug, Mrs. H. G. Hart í Winnipeg. Systur hins látna eru: Friðrikka, Mrs. Carl Goodman í Winnipeg. Elín, Mrs. G. Ellis, Wpg. Miss Hólmfríður Johnson, Wpg. — Magnús Skardal bróðir Jóns, er búsettur á Baldur, Man. Látin systkini Jóns eru: Sigurður, er búsettur var á Baldur. Anna, kona Ólafs Ólafssonar landnáms manns frá Espihóli í Eyjafirði og Mrs. Karolína Magnússon. Síðustu 4 æviár sín dvaldist Jón á heimili Mr. og Mrs. Thorvald- ur Johnson hér í bæ og naut þar ágætrar umönnunar og aðhlynn ingar, er nánustu ástvinir hans þakka af heilum hug. Jón ólst upp í hinum óblíða og harða reynsluskóla hinna fyrri ára. Um 17 áira að aldri fór hann sína fyrstu för úr Norð- urlandi til sjóróðra á Suður- landi. Var hann fljótt í tölu hraustra drengja talinn. Árum saman réri hann hjá Hákoni bónda á Stafnnesi, en til hans safnaðist ávalt e i n v a 1 a 1 i ð hraustra manna. Ungur að aldri kvæntist hann og tók á sig heim- ilisábyrgð. Leið þeirra hjónanna lá vestur um haf og þar voru tjaldsúlur þeirra víða í jörðu reknar, í leit eftir fótfestu í hinu nýja landi. Reyiisla Jóns varð hin þunga og margítrekaða reynsla landnema er brautina ruddu, og báru hita og þunga dagsins með þróttlund og jafn- vægi. Margendurtekinn dauði barna þeirra varð honum og konu hans þung reynsla og eftir- 'minnileg, er þau báru með hug- rekki og prýði. Mátti með sanni segja að Jón bæri ellina vel, og væri jafnhugaður til daganna enda; því hann var venjulega hress og glaður og naut sín vel. Um íslenzk efni var hann fróð- ur og minnugur. Alla ævi hafði hann verið heilsugóður, þótt nokkuð væri hann þungur fyrir brjósti síðustu árin. Jón var mað ur trúrækinn, heilsteyptur í lund, heiðarlegur og ábyggileg- ur í orði og verki, en nokkuð þungur í lund ef að á hann var leitað að fyrra bragði. Afkom- endum og ættmennum eftirskil- ux hann heiðarlegt nafn og hug- ljúfa minningu. — Útförin fór fram frá Lútersku kirkjunni í Selkirk þann 14. marz, að viðstöddum fjölmenn- um hópi ástvina, afkomenda og vina, frá fyrri og síðari árum. S. Ólaísson. stúlkur og einn dreng: Anna, Mrs. K. Byron Lundar, Man. Sigrún, Mrs. N. Bradley, Win- nipeg. Guðmundína Helga, Mrs. F. Mason Winnipeg. Hallur, Vancouver, B.C. Barnabörnin eru tólf og barna barnabörn fjögur. Þau hættu að búa árið 1922 og fóru þá til Önnu dóttur sinnar og tengdasonar Kára Byrons, oddvita, fyrst til Clarkleigh, Man. og síðar til Lundar. — Útförin fór fram frá Lútersku kirkjunni á Lundar mánudaginn 13. marz s.l. Séra Jóhann Fredriksson jarðsöng. ☆ Robert Gray var fæddur í Dumfershire Sealland þann 11. nóv. 1877. Hann varð bráðkvadd- ur á heimili sínu, rétt fyrir sunn an Lundar, Man., þ. 6. marz s.l. þá 73 ára gamall. Hann kom til Canada með foreldrum sínum 10 ára gamall árið 1886. Hann var kornkaupmaður í ýmsum bæjum-í fylkinu þar til hann fluttist til Lundar 1939 og fór að búa í grennd við bæinn. Hann j missti konuna sína árið 1928. Þau eignuðust sjö börn. Fjögur dóu á undan foreldrum sínum: Roy, Robert, Tysle og Arnold Parker, en þessi lifa foreldra sína: Leslie búsettur , Basswood, Man.; Kenneth búsettur í Win- nipeg; Mrs. J. Webb, búsett á Lundar og Mrs. M. Shields, Fort William, Ont. Séra Jóhann Fred- riksson flutti minningarathöfn í Lútersku kirkjunni á Lundar, laugardaginn þ. 11. marz. — Jarðað var í Kellwood, Man. Minnist CETEL í erfðaskrám yðar Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovatzos Flower Shop Our Speelalties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS MUf K. Chrlftle, Proprletreu Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA HOUSEHOLDERS - ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MC fURDY CUPPLY fO., LTD. BUILDERS* |J SUPPLIES AND COAL Erin and Sargent Phone 37 251

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.