Lögberg - 30.03.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.03.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. MARZ, 1950 3 LITIÐ UM ÖXL I. Ég man það vel, er eimlestin bar mig og marga fleiri inn á slétturnar í Vestur Kanada. Veðrið var heitt, og við vorum þreytt, þann dag, því vagnarn- ir, sem við vorum í, voru harðir viðkomu og við búin að hýrast í þeim í ryki og hitasvælu alla leiðina frá Quebec, meira en fimtán hundruð mílur. Ferðin hafði ekki gengið ógreitt, engar torfærur á veginum og litlar tafir, en samt leið okkur inn- flytjendunum ekki vel. Við vor- um að koma inn í nýjan heim, sem við þekktum ekki, og var svo gjörólíkur þeim, sem við komum frá. Við sáum engin fjöll. Grasið var stórfeldara, og ekki eins fagurgrænt og við átt- um að venjast heima á íslandi. Skógarnir víðáttumeiri og trén stærri, heldur en birkiskógur- inn og birkitrén 'með barrið fag- urgræna heima. Vötnin stór, en ekki eins silfurtær og þau voru heima. Loftið var þurrara og hitinn meiri en heima, og við þetta bættist fæða, sem inn- flytjendurnir voru óvanir og lék suma þeirra grátt, þangað til að þeir vöndust henni. Já, járnbrautarlestin var að koma til Winnipeg og þangað var ferðinni heitið fyrst. Eim- iestin skreið hægt í gegnum bæ- inn og vestur að innflytjenda- húsinu, sem var þá spölkorn fyr- ir vestan þar sem C. P. R. vagn- stöðin stendur nú. Þar fórum við út með pjönkur okkar og inn í langt en ekki mjög breitt timb- urhús — innflytjendahúsið. Eft- ir" miðjum sal þessa húss, sem var nokkuð stór, stóð langt borð, með stólaröð á hvora hlið, en út við veggina tóku innfleytjend- urnir sér bólstað með pj.önkur sínar. Þeir voru komnir til Winnipeg. Það sem eftir var af fyrsta deginum í Winnipeg bar ekkert sögulegt við. Fólkið, sem var þreytt eftir ferðina, var feg- ið að hvíla sig og athuga ráð sitt. Um kveldið þegar klukkan var langt gengin sjö fór fólkið, sem áður var komið til bæjar- ins frá íslandi, að drífa að inn- flytjendahúsinu. Menn prúðbún- ir og frjálslegir, komu til að skoða okkur og vita hvort að nokkrir, sem þeir þekktu væru nieð í ferðinni. Stúlkur, sem fyr- lr ári eða svo voru vinnukonur UPP í sveit á Islandi, voru með glampandi skó á fótum, í silki- kjólum, með ameríska hatta á höfðinu og silkisólhlífar í hend- inni, broshýrar og blómlegar. Mér varð starsýnt á þetta fólk. Breytingin, sem á því var orðin, é svo tiltölulega stuttum tíma, frá því að það kom úr sveitum smum á íslandi, eins og ég, var mér nærri óskiljanleg og breyt- ingin var ekki aðeins fólgin í húning þess, það var frjálslegra, uPplitsdjarfar og mannborlegra, heldur en við sem nýkomin vorum. Eftir að þetta blessað ^élk hafði spjallað við kunningja Slna ef nokkrir voru, og skoðað °kkur hin ;hvarf það til heim- kynna sinna í bænum, en við fórum að breiða úr sængurföt- Unum okkar og taka á okkur naðir. Þannig leið fyrsti dagur- lnn í Winnipeg. Næsti dagur rann Upp heigur 0g heitur, því þetta var í júlímánuði, og við frekar iRa búin undir níutíu stiga hita. Fötin sem við vorum 1 óhentug, 0g allt fólkið ný- komna óvant mataræði og öll- uni aðbúnaði hér og leið því ntórgum illa. Annan verudag- lnn okkar í Innflytjendahúsinu komu þó nokkrir nýir íslenzkir gestir þangað. Á meðal þeirra var, ffelgi Jónsson fyrrum rit- stjóri Leifs. Var hann þá svo farinn að heilsu, að kona hans, frú Ingibjörg^ varð að aka hon- um í hjólastól, en hann var mál- hress og einarður og taldi menn ótrautt á að flytja til Þingvalla- nýlendunnar og nema þar lönd og taldi hann byggðinni margt til ágætis. Tel ég það engum vafa bundið, að sá vitnisburður Helga hafi ollið því, að faðir minn Jón Ögmundsson réði við sig að flytja þangað. Fleiri menn voru þar til þess, að lýsa og halda fram nýbyggð- um íslendinga. Ég man sérstak- lega eftir tveimur. E. H. Berg- mann frá Garðar og Jósef Wal- ters, en þeir áttu nokkuð erfitt aðstöðu, því Kanadastjórn, er borgað* hafði part af fargjaldi fólksins vestur um haf, var ekki um það gefið að útsendarar frá Uncle Sam væru að laða fólkið inn í lendur hans, þó fóru um- boðsmenn stjórnarinnar lið- lega með málið, og eitthvað af fólkinu sem var margt; yfir þús- und manns, fór með þeim Berg- man og Walter suður til Dakota. Vistin í innf\eytjendahúsinu í Winnipeg var ekkert skemti- leg. Mér fannst hún vera líkust fardögum á íslandi, þegar fólk, sem saman hafði verið lengri eða skemmri tíma, var að skilja og tómleiki og söknuður fylltu huga manns. Fólkið, sem þekkt- ist eða hafði kynnst á leiðinni vestur um haf, var að kveðjast og fara eitthvað út í hinn ví»- áttumikla, óþekkta ameríska heim, og mundi ef til vill aldrei sjást framar. En það var eins og þetta fengi ekki mikið á það, þrátt fyrir það, að fæst af því kunni eitt orð í landsmálinu, né heldur neitt að verkum eins og þau voru framkvæmd hér, en samt var það flest glatt í anda, því vilji þess var sterkari en kvíðinn, vonin bjartari en ó- vissan. Bærinn Winnipeg þótti mér líka leiðinlegur. Það sást hvergi hnjúkur, eða hæð, hvergi fjall í fjarska, allt var slétt og nef- laust, ekkert vatn, engin silfur- tær silungsá. Þær tvær ár, sem til voru, voru flatar og forugar. Húsin þótti mér, í þeim parti bæjarins, sem ég sá, tilkomulítil, mörg þeirra illa eða ómáluð og lúpuleg, eins og að þau hefðu mæðst í hálfa öld. Göturnar svartar og hrjúfar, en tréstétt- ir með fram húsunum að fram- an víðast hvar, en þar sem þær voru ekki, voru götuslóðar eins og fjárslóðirnar heima á íslandi. Meðfram þessum tréstéttum voru vatnsból bæjarins, brunn- ar og dælur í þeim; þar sem að bæjarfólkið, sem mér var sagt að væri 26000, sótti í neyzluvatn sitt, sem var svo gruggugt, að þykk skán af mold settist á botn- inn á vatnsfötunum eftir að þær höfðu staðið dálitla stund. Þann- ig leit Winnipeg út fyrir mínum sjónum árið 1887 og þannig var hún, að því viðbættu, að þar sem að ég þá fór um bæinn var söluauglýsing á öðru hverju húsi. Fjóra daga dvaldi faðir minn og fjölskylda hans í innflytjenda húsinu, áður en hann réði við sig til fulls, hvert halda skyldi, en svo skildi fjölskyldan í fyrsta sinni. Systir mín Elín, sem þá var fjórtán ára ráðist í vist til aldraðra hjóna er bjuggu vest- ur á Deer Lodge. Faðir minn, systir hans Elín Scheving á- samt tveimur yngri systkinum Kristínu og Elíasi, bróðursyni föður míns Ingvari Ólafssyni, bróður mínum ögmundi og aldr- aðri konu Þuríði Guðnadóttur, sem lengi hafði verið í dyggri þjónustu foreldra minna heima á íslandi og vildi ekki við fjöl- skylduna skiljast, þegar að hún fór vestur um haf, fóru til Þing- vallanýlendunnar, þar sem faðir minn tók heimilisréttarland og settist að. En við tvéir bræðurnir Gísli Bíldfell og ég réðumst í járnbrautarvinnu vestur í land, þar sem verið var að mölbera hina svokölluðu North Western Railway. Það var síðla dags, að við kom- um þangað, sem verið var að vinna á brautirini — vestur til Harrowby, sem var og er fyrsta vagnstöðin fyrir vestan Mill- wood dalinn í Saskatchewan fylkinu sem nú er, en var þá partur af Northwest Territaries. Var þar fyrir stór hópur verka- manna, og fjöldi íslendinga. Á meðal þeirra Böðvar Jónsson frá Auðsholti í Ölfusi, nú stórbóndi í Langruth; Man. Ingimundur Eiríksson frá Árhrauni á Skeið- um, síðar einn af athafnamestu bændum í Foam Lake byggðinni í Sask.. Sigurður Árnason faðir Ólafs Árnasonar háskólakenn- ara í Winnipeg. Pálmi Sigtrygg- son, síðar bóndi í Argyle. Sig- urður Árnason frá Höfnum. Guðbrandur Narfason, síðar stór bóndi í Þingvalla- og Foam Lake byggðunum. Jón Jónsson Hörg- dal, síðar bóndi í Lundarbyggð- inni, en sem nú á heima í Lund- arbænum. Verkstjórinn sem þarna réð ríkjum hét William Davis, írsk- ur að ætt og írskur að útliti. Dökkur hvar sem á hann var litið, enda var hann kallaður Svartur. Hann var klæddur í svört föt, hafði svart hár, svört augnahár, svarta skó á fótunum, svart skegg — allt á honum var pvart, nema digur gylt úrfesti, sem dinglaði framan á magan- um á honum. Hann var örlyndur maður og bölvaði af meiri list og áhuga, en ég hefi heyrt nokkurn annan mann gjöra. En þrátt fyr- ir það, átti hann yfir miklum mannkostum að ráða. Hann kunni vel að meta það sem vel var gjört, ekki aðeins verkið sjálft, heldur líka mennina sem verkið unnu og var þeim góður og þakklátur. Hinum sem síður voru verki farnir, eða trössuðu vinnu sína, var hann bölvaður, gat aldrei litið þá réttu auga, hristi hausinn yfir þeim, böl- söng þeim hressilega, og rak þá svo á eftir, úr vinnunni. Þessi maður tók einkennilegu ástfóstri við íslendinga. 1 því sambandi bendi ég á eftirfarandi sögu um hann, sem sögð var og ég hefi enga ástæðu til að rengja. Forstöðumenn þessarar Járn- brautar tóku William (Bill) Davis, eins og hann var alltaf kallaður, tali vor eitt og sögðu honum, að þeir yrðu að fá viss- an part af járnbrautinni mölbor- inn það sumar og verkinu yrði að vera lokið innan viss tíma. Bill Davis sagði, að það væri ekki hægt. Hinir sögðu að hann yrði að gjöra það. Þá svax-aði Bill þessu: „Ég skal taka þetta að mér með því eina móti, að ég fái íslendinga til að vinna“. En ég var að koma á vinnu- stöðvarnar. Við fórum út úr járnbrautarlestinni með poka okkar og lituðustum um. Það var auðnin ein, eins langt og augun eygðu, nema járnbrautar- stöðvarhúsið og þrír járnbraut- arvagnar stóðu þar á járnbraut- inni. Tveir þeirra voru vanaleg- ir járnbrautarvagnar, annar þeirra var notaður til mat- reiðslu, hinn til svefns fyrir mat- reiðslumennina og verkstjórann, sá þriðji var miklu stærri og tvílyftur. í honum voru tvær raðir af svefnplássum þrísettar að hæð og svo nærri hvor ann- ari, að maður gat rétt aðeins smogið inn í þær. Þar sváfu verkamennirnir og urðu að inum. Ég reyndi þetta, en hvað mikið sem ég herti mig gat ég | ekki komið mölinni lengra, en I upp undir brúnina. Ég sá að Bill, verkstjórinn var að spígspora fram og aftur á járnbrautarbönd unum fyrir ofan mig, en datt ekki í hug að hann væri sérstak- lega að athuga mig, sem hann þó sjálfsagt hefir verið að gjöra. því að hann kom hlaupandi með hávaða sem ég ekki skildi, ofan til mín og þreif í handlegginn á mér með einhverjum rokum. Ég vissi ekkert hvað hann vildi eða var að segja, en til allrar lukku var Islendingur þar rétt hjá og spurði ég hann að, hvað maðurinn vildi. Hann sagði mér að ég ætti að fara úr strigastakk, sem ég var í utan yfir nærskyrtu minni. Ég gjörði það tafarlaust og spurði landann hvort ég ætti að fara úr skyrtunni líka, en hann kvað nei við því, svo hélt ég áfram að moka mölinni, en gekk lítið betur, þó að svitinn bogaði af mér. Þannig leið fyrsti hálfi vinnudagurinn minn í Ameríku. Eftir miðdagsverð þann sama dag, var mér fengið annað verk — að bera plankabúta sex þuml- unga breiða og tveggja feta langa, sem hafðir voru undir vél inni, sem járnbrautarteinunum. var lyft með, var það verk létt og þægilegt og hélt ég því í einn mánuð, eða þar til að ég og fleiri voru sendir í vinnu til manns, sem að John Hughes hét, og var formaður yfir parti af brautinni (section formaður) þar skammt frá. Fór ég nauðugur í þá vist, enda reyndist hún ill. Húsið sem við bjuggum í hjá þessum manni var óaðfinnanlegt, og allur við- urgjörningur, nema svefnrúmið, það var víst ekkert til, svo að við vorum látnir iiggja á gólf- inu í þokkalegu herbergi uppi á lofti í húsinu og var það ekki frágangssök, ef að allt annað hefði verið með feldu, en það var nú öðru nær. Maðurinn var ó- þokki, ekki aðeins vinnuharður, heldur illur í garð mannanna, sem mest mátti verða. Einu sinni barði hann einn manninn —• einn íslendinginn svo, að blóðið lagaði úr honum og þótti mér þá nokkuð langt gengið. Um kveld- ið þegar ég og Gísli bróðir minn í Foam Lake vorum lagstir til svefns á gólfið, sagði ég honum að ég ætlaði ekki að vera leng- ur við þetta, og sagðist fara í nótt til aðalvinnuflokksins aftur. Gísli tók þessu gætilega og með því einstaka jafnaðargeði, sem að honum er lánað, en um fyrir mér þýddi nú ekkert að telja, því ég var alveg ráðinn í áformi mínu — sagðist ekki ætla að bíða eftir því að ég yrði barinn eins og hann Jón. Ég lá og lét ekkert á mér bera þangað til að ég þóttist viss um að fólk væri sofnað í húsinu, tók þá saman dót mitt, sem ekki var fyrirferðamikið, opnaði glugga á herberginu, og henti því út, og sjálfum mér á eftir. Ég kom niður á fæturnar og meiddi mig ekkert, tók til fót- anna og var kominn þangað, sem Business and Professional Cards leggja sér til sín eigin sængur- aðalvinnuflokkurinn var í birt- föt, en hey var í þessum rúm- i ing morguninn eftir. Ég var laus um. Náttin leið og fyrsti vinnu- dagur minn í Ameríku rann upp heiður og fagur. Klukkan sex vorum við kallaðir til morg- unverðar og kl. 6.30 haldið á stað með járnbrautarlest ofan í Millwood dalinn þar sem verið var að mölbera brautina. Vinn- unni var þannig háttað, að fjór- um mönnum var skipað á hverja járnteinslengd á brautinni, til að fylla inn með möl, á milli þeirra, sem plægð hafði verið af flöt- um járnbrautarvögnum, og lá sitt hvoru megin við járnbraut- arbanda endana. En þarna í daln um var grunnur járnbrautarinn- ar mjög mishár, sú hlið hans sem vissi að hallanum og ánni var miklu miklu hærri, en sú, sem vissi að brekkunni hinu megin. Mitt hlutskipti var að fara ofan fyrir grunninn áar- megin, sem var sjálfsagt um fimtán fet á hæð og átti ég að henda mölinni upp á milli járn- brautarteinanna uppi á grunn- við John Hughes í bili, en nú var að vita hvernig Bill Davis tæki þessu ráðslagi mínu, en til hans var mér ekki til neins að fara, því að ég gat ekki gjört honum skiljanlegt hvernig á stóð, svo að ég afréð, að leita til landa minna, sem að fleygari voru í málinu en ég, og að ég vissi að honum væru velþókn- anlegir, svo að ég sagði þeim Böðvari bónda Jónssyni, Ingi- mundi heit. Eiríkssyni og Guð- brandi heit. Narfasyni, hvernig að komið væri fyrir mér, og bað þá að fara og finna Bill Davis og fara þess á leit við hann, að ég fengi vinnu í aðalvinnuflokkn um, þeir voru fúsir til þess, eins og þeir menn voru fúsir til að greiða götu landa sinna, hvar og hvenær sem var. Þeir fóru til að hafa tal af Bill og ég í hum átt á eftir þeim. Ég sá karl brosa þegar þeir sögðu honum tíðind- in, líta á mig og ganga að kassa, Framhald á bls. 7 SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út meö reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg Sími 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 926 668 Res, 4C4 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, Solieitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA 447 Portage Ave, Also 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insnlated Sidlng — Repairs 632 Slracoe St. Winnipeg. Man. DR. A. V. JOHNSON Dentitt 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsimi 925 826 HelmiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. 8tofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOinour i augna, eyrna, nef oo hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDQ Graham and Kennedy St. Skrifstofuaimi 923 851 Heimasimi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fölk getur pantað meðul og annað með pösti. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848' SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um ttt- farlr. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrlfstofu talslml 27 324 HeimiUs talstmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8t. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phome 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. t. PALMASON * CO. Chartered Accoontants 605 Confederation Ufe Bldg. Wlnnipeg , Manitoba Phone 49 469 Radio Service Speclallste ELECTRONIC LABS. H. THORKELSOH, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 593 ERIN St. WINNIPEG PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisíers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chamhers Winnipeg, Man. Phone 923 541 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtalsttml 3—5 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man Ofrice hrs. 2.30—í p.m Phones: Office 26 —* Rea. 280 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—® p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTH BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEQ Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" Ph: 26464 297 Pbincsss Strnet Half Block N. Ijogan SARGENT TAXI Phon* 722 401 FOR QUICK RKLIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ. Fastelgnasaiar. Lelgja húa. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiCa&byrgC, o. 4. frv. Phone 927 528 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LöofratOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 GUNDRY PYMORE Limited Hritish Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Dtrector Wholesale Distributors of Fraeh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Siml »25 327 Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.