Lögberg - 30.03.1950, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.03.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. MARZ, 1950 LITIÐ UM ÖXL var mér up frá því sem bezti saman. í þeim flokknum, sem (Framhald af bls. 3) sem að verkfæri voru geymd í, taka þar upp skóflu, koma til mín hlægjandi og fá mér. Þá var þessi þraut yfirunnin og ég aftur kominn í hópinn á aðalvinnustöðvunum — í hóp landa minna, og tekinn við mínu fyrra verki, en það entist ekki lengi, því að ég veiktist, að ég held af taugaveiki, og lá í tjaldi í sex vikur, með eitt glas af Pain-Killer fyrir lækni, sem ein- hver hafði komið með til mín. Það voru daufir og leiðinlegir dagar, en þeir liðu, og ég komst á fætur og á ról. Svo var það dag einn, að ég fór til vinnu með hinum mönnunum, því að ég var orðinn hundleiður á að híma heima við, þá varð ég þess var, að annar maður hafði tekið við því verki, sem að ég hafði hendi, áður en ég veiktist sem eðlilegt var og vildi ekki gefa mér það eftir, en í því ber Bill Davis að þar sem að ég stóð. Hann horfði á mig steinþegjandi um stund, en segir svo: „Þú lít- ur út eins og afturganga, farðu frá augum mér og til helvítis, og það fljótt“. Ég sá, að það mundi ekki vera til neins að deila við dómarann, enda var þá komið fram í vinnulok, svo að ég fór heim að náttstað okkar, tók Pjönkur mínar og lagði af stað fótgangandi heim, rúmar sjötíu mílur vegar. Þannig lauk fyrstu sumarvinnunni minni og ver- unni í Ameríku. Eftir dálitla hvíld heima hjá föður mínum, réðist ég í vetrarvist hjá manni sem Allan hét og átti heima í Langenburg, sem þá var enda- stöð Manitoba Norðvestur járn- brautarinnar. Allan þessi hélt gistihús í bænum og tók á móti ferðafólki og akneytum þess, uuk þess að selja akuryrkju- verkfæri. Verk mitt var að ann- ast hesthús, sem tók 40 hesta og uxa, gefa þeim og vatna og breinsa húsið kvelds og morg- Uns, saga við í hitunarofn og eldavél í húsinu, og sækja elds- neyti á hestum og sleða 18 míl- ur vegar á hverjum degi, og fyr- ir þessa vinnu átti ég að fá $5.00 um mánuðinn. Viðurgjörningur var góður, að því er fæði snerti, en svefnherbergið, sem var uppi a lofti í húsinu, svo illa búið, að snjór fenti inn á mig í rúm- inu á nóttunni þegar ókyrt veð- Ur var, sem kom þó ekki að skaða, því að ég hafði nóg rúm- föt. Þanig liðu fjórir mánuðir, en þá var það eitt kveld, að ég sem oftar, var staddur hjá ís- lenzkum kaupmanni, sem þar í bænum, Bjarna Davíðssyni Westmann, sem veitti forstöðu verzlun, er Helgi Jónsson átti, nÖ Bjarni spyr mig að hvort Allan hefði borgað Hnér kaup mitt- Ég kvað nei við því. „Var- a®u þig á honum“, sagði Bjarni, -^ann er viðsjáll“. Mér þótti , ta ekki góðar fréttir, því að þóttist hafa unnið vel fyrir Pessmn tuttugu dollurum og gat hvorki né vildi, missa þá. Ég Serði því föður mínum boð þeg- ar komið var fram undir vertíð- arlok hjá Allan og hann mintist ekkert á borgun, að koma og aka sleða, sem okkur vanhag- 1 um, út í reikning minn hjá an*&n ^etta tnkst. Allan lét sleð- °g ég tók saman pjönkur lnar og fór heim síðast í marz manuði 1888. Vorið kom, snjórinn hvarf, sumarsólin leysti bönd kulda og klaka og sumargróðurinn brosti við augum manna. Þá var það nótt eina að mig dreymdi eftir- farandi draum: „Ég sá út, loftið var blikandi fagurt. Sólin var að setjast í vestri í gullnum roða og geislar hennar vörpuðu gló- andi geislum á sléttuna í vest- ur átt. Mér fannst ég horfa á þessa dýrðlegu fegurð dálitla stund, svo breyttist sýnin. Sólin var sest. Himininn var eins heið- ur og áður, mergð stjarnanna blikaði í djúpi hans. Tunglið var að koma upp og varpaði blá- kaldri birtu á skóginn og slétt- una. Mér varð litið til austurs, sá ég þá mann mikinn vexti koma úr þeirri átt og var hann á hraðri ferð og stefndi beint að húsi okkar. Hann hafði stóran linan hatt á höfðinu og klædd- ur í gráleita regnkápu yst klæða. Manninn bar fljótt yfir og heim að húsinu og mér fannst að ég sæi hann glöggt þegar að hann gekk, eða leið fram hjá glugg- anum, sem að rúm mitt var inn- an við, svo hvarf hann mér, en ekki nema örstutta stund, því að ég sá hann koma inn um hús- dyrnar og ganga að rúminu þar sem ég svaf, horfa á mig dálitla stund, fara svo með hendina í barm sér og taka þar út bitur- legan og spegilfagran rýting, reiða hann upp og keyra hann í brjót mér. Ég hrökk upp með andfælum, greip um brjóst mér og skoðaði á mér hendurnar, en þar var ekkert blóð, og enginn heldur sjáanlegur, þegar að ég leit við. Mér var illa við þennan draum, en fékkst þó ekkert um. Morguninn eftir var ég send- ur vestur í byggð í erindum fyr- ir föður minn, þegar ég kom heim aftur á áliðnum degi, var símskeyti komið frá séra Jóni Bjarnasyni í Winnipeg með til- kynningu um, að systir mín, Elín, hefði dáið þá um nóttina, á almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg. Skömmu síðar um vorið kom bréf frá Bill Davis, þar sem að hann tilkynnti uppáhaldsvinum sínum, að vinna byrjaði á Norð- vestur járnbrautinni tafarlaust, og bað þá að koma eins fjöl- menna og þær gætu. Þeir brugðu fljótt við, því járnbrautarvinna þessi var eina tækifærið, sem þeir höfðu til að vinna sér inn peninga í þá daga, og fóru þeir þegar margir og ég á meðal þeirra. Vinnan átti að hefjast langt fyrir vestan Portage L. Prairie og þangað fórum við. Karl tók broshýr á móti kunn- ingum sínum, en þegar að hann kom auga á mig, kom á hann þóttasvipur mikill, bölvaði og sagði: „Ég sagði þér að fara til helvítis í fyrra. Því varstu þar ekki kyr? Ég vil ekkert með þig hafa“. Hér vandaðist mál mitt að nýju. Ég var kominn að óra- veg frá heimili mínu, hafði ekki grænt cent í vasanum, ogvar vísað frá vinnu. Þegar svona var komið, tóku nokkrir landar mínir, sem ég kom með og karl- inn hafði sérstakt dálæti á, sig saman, fóru til hans og báðu hann að lofa mér að sýna hvað ég gæti gert, og ef að upp á vant- aði að ég gæti leyst af hendi full komið dagsverk, að þá skyldu þeir bæta það upp. Þetta dugði, karl fék mér skóflu til að moka með, vappaði fyrir framan mig við vinnuna allan morguninn, og J'aðir. Þessi járnbrautarvinna kom ser einkar vel fyrir íslenzku landnemana í Þingvallanýlend- unni, sem flestir, (þeir voru 40 þessum tíma) komu þangað allslausir. Eins lengi og Bill Davis réði þar fyrir verkum, gátu þeir reitt sig á fimm mán- aða vinnu þar, ár eftir ár. Kaup- gjaldið var að vísu ekki hátt, um tuttugu og fimm dollarar af- gangs á mánuði eftir að hafa borgað fæðið, sem var $4.00 á viku. Þá höfðu menn um $125.00 afgangs eftir sumarið, og fyrir það gátu menn þá keypt eitt uxa par, 3 kýr, eða 25 ær. Á haustin, þegar ekki varð lengur unnið á brautinni fyrir frosti og kulda fóru bændurnir heim til búa sinna, en við ein- hleypu mennirnir nokkrir fór- um í skógarvinnu til White- mouth, sem ep smábær liðugar 60 mílur fyrir austan Winnipeg. Kaupgjald þar, við það verk. sem við unnum, var $20.00 um mánuðinn og viðurgjörningur allur hinn bezti. Skógarvinnu þessari var skipt í fjórar deildir, Menn sem söguðu trén niður og í réttar b irðlengdir. Menn sem drógu tin. brið til Whitemouth árinnar á hestum. Menn sem ruddu brauiir frá aðalbrautinni, sem lág í gegnum skóginn að timbrinu þar sem það lág og þeir sem drógu timbrið út að aðal- brautinni með hesti. Við íslendingarnir allir lent- um í deildinni, sem ruddi braut- irnar frá aðalbrautinni og að timbrinu. Við þá vinnu vorum við í tvo vetur, en snemma á þriðja vetrinum bar það til, að verkstjórinn kom að máli við okkur íslendingana og spurði okkur að, hvort að við treystum okkur ekki til að taka að okkur vinnu í sögunnardeildinni — sagði að verkið þar gengi of seint, að Skotarnir, þeir voru all- ir skoskir, sem í þeirri deild voru, og voru þrír og þrír sam- an, söguðu ekki nema 25 trjá- búta á dag og að þeir hefðu ekki á undan hinum deildunum. Við sögðum eins og var, að við kynn- um ekkert að þeirri vinnu, en þó væri ekkert á móti því að reyna hana. Næsta dag förum við sex ís- lendingar út að saga, þrír og þrír ég var í, voru Gísli bróðir minn Foam Lake ágætis maður, var- færinn en þó afkasta mikill. Hans verk var það vandamesta. að sjá hvert trén mundu falla, skora þau, mæla bútalengdirnar og marka eftir að búið var að fella trén. Bjarni Jasonarson síð- ar bóndi í Foam Lake byggð- inni sagaði með mér. Allt gekk vel. Fyrsta daginn söguðum við á milli 70 til 80 trjábúta, en töld- um ekki fram um kvöldið (talan var tekin á hverju kveldi) nema 75 — áttum hitt til góða, ef ein- hver töf skyldi verða daginn eftir. Hinn íslenzki sögunar- flokkurinn gjörði heldur betur, en í honum voru, Ingimundur Eiríksson, síðar bóndi í Foam Lake, og Jónas Jónsson uppeld- isbróðir hans, sem lézt í Qu- apelle nýlendunni 1892, báðir mestu vinnugarpar og kapps- menn. Ég er búinn að gleyma hver sá þriðji var í þeirra hópi. Þessari trjábútatölu héldum við íslendingarnir uppi óskaddaðri allan veturinn, til angurs og ar- mæðu fyrir Skotana, en til á- nægju og þakklætis eigendun- um, sem sýndu það með því, að færa kaup okkar úr $20.00 um mánuðinn upp í $35.00 ótil- kvaddir. Slys vildi til seinasta vetur- inn, sem við vorum í þessu við- arveri, sem þó varð ekki eins tilfinnanlegt og áhorfðist ,sem betur fór. Það var dag einn, að við félagar vorum að vinnu, þar sem eldur hafði farið um skóg- inn og nokkuð af þurrum og visnuðum trjám stóðu til og frá. Þegar eitt tréð — einn af risum skógarins féll, féll það á milli tveggja þessara visnuðu trjáa, og braut af þeim greinarnar, og partur af einni greininni kom í gegnum loftið, eins og kólfi væri skotið og lenti í höfuðið á Bjarna Jasonarsyni. Hann steyptist of- an í snjóinn, sem var djúpur, eins og han væri steindauður Við reistum hann upp við trjá- stofn og annar okkar studdi hann, á meðan að hinni sótti menn, sleða og hesta. Bjarni var fluttur meðvitundarlaus ti Whitemouth, um tíu mílur, þar sem hann lá það sem eftir var vetrarins. En orðstír Bjarna var kominn á undan honum til Whitemouth, þar sem eigandi timburúthaldsins, David Ross, tók á móti honum, borgaði allan legukostnáð hans um veturinn, og honum sjálfum fullt kaup til vinuloka um vorið, en þá var Bjarni kominn á fætur aftyr. (Framhald) William Crapo Durant driffjöður bandaríska bílaiðnaðarins Bílakóngurinn Durant dó í marz í hittiðfyrra eftir 5 ára vanheilsu. Hefir hans verið minnst lofsamlega í blöðum vestan hafs. Þrátt fyrir dugnað hans og völd hefir nafn hans al- drei orðið eins frægt og nöfnin Ford, Chevrolet, Cadilac, Olds og fleiri, sem fræg eru um gjör- vallan heim af bílamerkjunum. Durant er fæddur í Boston, sonur William Clark Durant. Fluttist fjölskyldan til Flint, sem þá var bara smáþorp, þegar Dur- ant litli var 6 ára gamall. Gekk hann þar í barnaskóla og reytti saman fé með því að selja tó- bak. Árið 1886 fór hann ásamt J. Dallas Dort að smíða tvíhjóla léttivagna. Heppnaðist sala þeirra mjög vel, og fjáðust þeir tvímenningarnir. Velgengni þeirra dró aðra vagnasmiði til Flint, sem nú var orðin upp- 150. DANARMINNING: Sigurbjörn Sveinsson kaupendur lögbergs Á ÍSLANDI ^erið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem e,ga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJöRN guðmundsson SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVIK SIGURBJÖRN SVEINSSON er látinn, skáldið og rithöfund- urinn, sem lengst og bezt þjón- aði íslenzkri æsku með sínum hugljúfu og ástsælu barnabók- um, er höfðu að geyma sannar, ógleymanlegar sögur, teknar úr æskulífi hans sjálfs og annara samferðamanna. Einkenni þeirra og aðalsmark var hugsjóna- auðgi, lifandi guðstrú og barns- leg einlægni, sem reyndar voru lyndiseinkenni höfundar. — Sigurbjörn var Húnvetningur að ætt og uppruna og unni mjög héraði sínu og æskustöðvum. Kennir þess víða í bókum hans. Þar dvaldist hann þó skemmst ævi sinnar, því að hann fór ung- ur alfarinn þaðan. Um skeið bjó Sigurbjörn á Akureyri, fluttist þá til Reykjavíkur og dvaldist þar nokkurn tíma við kennslu- og ritstörf, en flutti þá til Vest- mannaeyja og bjó þar alla tíð síðan. Var honum þar sýndur margháttaður sómi fyrir störf í þágu þess byggðarlags og nú hvílir hann þar látinn. Á sjö- tugsafmæli hans s.l. ár sæmdi forseti íslands hann riddara- krossi fálkaorðunnar í virðingar- skyni fyrir ritstörf hans. Sigur- björn var þá reyndar fyrir löngu orðinn þjóðkunnur fyrir bækur sínar og að sama skapi vinsæll, enda hafa flestir miðaldra ís- lendingar í æsku lesið sögurnar hans og eiga honum fyrir þær mikið gott að gjalda, því enn þann dag í dag þola sögurnar samanburð við það bezta, sem fyrir börnin er skrifað, enda margar þeirra taldar sígild lista- verk. Auk þess að vera slíkur rit- höfundur, var Sigurbjörn einnig andríkt skáld og eru sum kvæða hans í fremstu röð íslenzkrar ljóðagerðar, eins og til dæmis kvæðið Lofsöngur, sem að mínu viti er einn af gimsteinum tung- unnar. Kvæðið er svona: Dýrð sé þér Guð! Þú lætur ljós þitt skína, og lífi þrungnir heimar verða til og glæðast við þinn guðdómsyl. Sem draumsjón fagra dýrð þú birtir þína í dagsins ljóma og bláum stjörnuhyl, þar milljón sólir svífa um himin- boga. Vor sál er neisti af þínum guð- dómsloga. Lof sé þér Guð! Þú vermir vorsins eldi hvort vaknað blóm, er gleður auga manns. Á bak við himinhnatta dans og allt hið mikla náttúru veldi slær eilíft hjarta föðurkærleik- ans. Ó, guðdómsvera, öllum skilning ofar, vor andi hrifinn tignar þig og lofar. Sigurbjörn Sveinsson er lát- inn, en minning hans mun lifa, minningin um listamanninn fjöl- hæfa, sem með töfrasprota listar sinnar snart hjarta æskumanns- ins og beindi hug hans að því fagra og góða og lyfti þjóðinni þannig, óafvitandi, á hærra stig siðgæðis og andlegs þroska. H. Th. B. FAXI, febr.—marz 1950 gangsborg. Árið 1900 voru 000 vagnar smíðair í Flint. 1 byrjun 20. aldarinnar voru vélknúnir vagnar farnir að ryðja sér til rúms. Bifreiðin var að leysa hestvagninn af hólmi. David Buick, búsettur í Flint hafði smíðað vagn, knúinn með benzínmótor. Var hann ekki ó- svipaður frumbifreiðum Henry Fords í Detroit og R. E. Olds í Lansing. The Flint Wagon Works, keppinautur Durants í Flint fékk nú einkaleyfi á fram- leiðslu Buick-vagna. En þar sem félagið var í fjárkröggum, en Durant velstæður, náði Durant framleiðslu Buick-vagnanna frá þeim. Endurskipulagði hann fyr- irtæki sitt, sem hann nú kallaði Buick Motors Co., og varð höf- uðstóll þess 10 milljón dollarar Gekk framleiðslan og salan mjög vel. Má t. d. nefna það, að á því ári, sem Flint Wagon Works framleiddu Buick-vagn- ana, nam framleiðslan aðeins 16 vögnum. En árið 1906 var Dur ant búinn að koma framleiðsl- unni upp í 2000 bifreiðar á ári og 1908 upp í 8.500 bifreiðar. Var Buick Motors Co. þar með orð- ið stærsta bifreiðaframleiðslu fyrirtækið í heiminum. Á þess- um árum var Durant vellauð- ugur. Á þessum velgengnisárum réð Durant marga þá menn í þjón ustu sína, sem nú hafa yfir- skyggt' nafn hans. Mætti þar nefna menn eins og Charles W Nash, sem um skeið var einn æðsti maður Buick Motor Co. og hægri hönd Durants, Harry Bassett, W. Chrysler og Louis Chevrolet. í september 1908 stofnaði Dur- ant General Motors. Var það skipulagt sem yfirráðafélag („holding company“) og komust mörg stór fyrirtæki á vald General Motors. Má þar nefna Cadillac, Oldsmobile, Oakland (Pontiac), Champion (síðar A. C.) og Northway Mfg. auk Buick. — Sum þessara nýju félaga voru verr stæð en Durant hugði og árið 1910 hrundi spilaborgin af fjárhagsörðugleikum. Bankarn- ir réttu hana þó við aftur með því skilyrði að Durant viki frá. Hann var alltof djarftækur og bjartsýnn fyrir hina ,realistísku‘ bankastjóra. Durant missti ekki kjarkinn þrátt fyrir þetta alvarlega áfall. Hann stofnaði Chevrolet fyrir- tækið, sem tók að framleiða bif- reiðar eftir fyrirmynd Louis Chevrolet. Græddist honum stór fé árið 1915, svo að hann með aðstoð du Pont fjölskyldunnar Tilraunir gerðar til að veiða síld á djúpsævi Tíu manna nefnd skipuð til að annasi tilraunir í fram- haldi á þeim sem gerðar hafa verið. Alt frá því að síldveiðar hóf- ust í Hvalfirði og áhugi manna vaknaði fyrir síldargöngum í Faxaflóa og við Suð-Vesturland, hafa ríkisstjórnin og Fiskimála- sjóður látið einskis ófreistað, er verða mætti til þess að auka þekkingu manna á göngum síld- arinnar og háttum á þessum slóðum, og styrkt tilraunir með nýjar veiðiaðferðir. Þannig voru fimm bátar styrktir til reknetaveiða í til- raunaskyni allt haustið 1948 og fram til áramóta, og m/s. Fanney hefir verið látin leita síldar á þessum slóðvun, nú á þessum vetri. Fiskimálasjóður hefir með samþykki ráðuneytisins styrkt tilraunir með dönsku flotvörp- una, og nú síðast keypt flotvörpu af nýjustu gerð og látið reyna hana. Þar sem þessar tilraunir hafa ekki borið þann árangur fram til nessa, er til var ætlazt, en brýna nauðsyn ber til að finna aðferð til að veiða síldina á djúpsævi, hefir ráðuneytið þann 3 þ.m. skipað nefnd 10 manna til að lafa forgöngu um áframhald til- raunanna: Þessir menn eiga sæti í nefnd- mni: Þorleifur Jónsson, fram- kvæmdastjóri, formaður, Sveinn Benediktsson, framkv.stjóri, Sturlaugur H. Böðvarsson, út- gerðarmaður, Hafsteinn Berg- þórsson, útgerðarmaður, Ár- mann Friðriksson, útgerðarmað- ur, Vésteinn Guðmundsson, verkfræðingur, Hjalteyri, Árni Friðriksson, fiskifræðingur, Davíð Ólafsson, fiskimálastj., G. Böðvarsson, verkfræðingur, og Óskar Jónsson, framkvæmda- stjóri. Ráðuneytið taldi nauðsynlegt að unnið yrði að þessiim rann- sóknum undir einni stjórn, og að samvinna tækist með sem flestum, er áhuga höfðu á þess- um málum og að þeim vildu vinna, og taldi rétt að hafa nefndina fjölmenna, svo að nefndarmenn gætu skipt með sér verkum og á þann hátt náð ár- angri sem fyrst. Nefndarstörfin eru ólaunuð, en hið opinbera mun greiða annan kostnað við störf nefndarinnar. (Frétt frá atvinnumálaráðuneyt- inu.) —Tíminn, 7. jan. gat keypt aftur meirihluta í General Motors. Chevrolet var svo innlimað í General Motors. Gekk reksturinn vel fram til 1920. Þá varð kreppan eftir stríð ið til þess að kippa undan fót- unum að nýju, svo að hann varð að láta af störfum. Tapið nam þá 90 milljónum dollara, að því er áætlað hefir verið. En Durant rétti við ennþá einu sinni. Stofn aði hann firmað Consolidated Motors, sem framleiddi Durant- og Star-bíla. En svo kom krepp- an haustið 1929. Fyrirtækin fóru á hausinn hvert á fætur öðru, og Durant drógst inn í kröggurnar. Árið 1936 varð Durant svo gjald- þrota fyrir fullt og allt, en þá hafði hann áður dregið mjög saman seglin. Skuldbindingar hans við þrotabúsuppgjörið voru 1.000.000 dollara en eignir hans námu 250 dollurum. Fyrir tveim árum lézt Durant svo 87 ára gamall og blásnauður. Ævi hans hefir verið mjög umrótasöm. Auður og fátækt skiptust á, unn- in mál og töpuð voru daglegir viðburðir, en dirfskan og fram- kvæmdaþrekið óbilað. Á 85 ára afmælisdegi sínum lét hann í ljós undrun sína yfir vinnudeil- um og ýmsum erfiðleikum í sambandi við vinnu: „Ég hefi stofnsett 68 verksmiðjur og haft atvinnurekstur í 75 borgum. Samt hefir aldrei orðið verkfall hjá mér“. FÁLKINN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.