Lögberg


Lögberg - 06.04.1950, Qupperneq 4

Lögberg - 06.04.1950, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. APRÍL, 1950. lögberg GefiB út hvern fjmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED . 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift Htstjórans: EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENIJE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ia printed and publiehed by The Columbla Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Við þjóðveginn i. Dagblöð Winnipegborgar fluttu þau tíðindi síðast- liðinn laugardag, að líkur væru á að þingmenn Mani- tobafylkis væru í þann veginn að hækka þingfararkaup sitt um $500.00 á ári, og þess jafnframt getið, sém þá var í rauninn ekki mót von, að laun ráðherra yrðu hækkuð eitthvað líka. Eins og nú hagar til, nemur þingfararkaup í Mani- toba $2.000 á ári, en ráðherralaunin nálega 6 þúsund- um, að viðbættu þingfararkaupi; þetta sýnist nú í raun og veru viðunandi og lífvænleg þóknun fyrir misjafn- lega unnin störf, þó vitað sé, að í ýmissum hinna fylkj- anna séu samsvarandi launagreiðslur nokkru hærri. Lögberg er þeirrar skoðunar, að íbúar Manitoba- fylkis búi við hæfa og sæmilega góða stjórn, þó hún, eins og sakir standa, njóti langt of mikils þingfylgis; stjórnarandstaðan er veik, en slíkt er engan veginn holt eigi lýðræðisfyrirkomulagið að njóta sín að fullu; en þar, sem svo er ástatt, er hætta á því, að stjórnar- völdin verði nokkuð værukær og láti reka á reiðanum um framgang hinna og þessara meginmála. Fjárhagur fylkisins stendur yfir höfuð að tala á traustum grunni, og af þeirri ástæðu getur fylkissjóð- ur vel staðið sig við að standa straum af nokkurri launa- hækkun þingmanna og ráðherranna. En þá kemur einnig annað til greina. Eru líkur á að almenningsálitið sætti sig við það, að laun þingmanna og ráðherra verði hækkuð, en ellistyrkurinn haldist óbreyttur? Og víst er um það, að í þessu efni hefir fylkisstjórnin lítið til að stæra sig af, og hefir meira að segja orðið eftirbát- ur ýmissa hinna fylkjanna’; þetta má ekki lengur svo til ganga; einhverjar úrbætur verða að nást; því fyr þess betra. „Verður er verkamaðurinn launanna“, segir hið fornkveðna. Það getur naumast talist sanngjarnt, að ætlast til, að þeir menn, sem aðeins draga fram lífið á sultarlaun- um afkasti jafn miklu dagsverki og hinir, sem alt fá, sem hendi þarf til að taka, þó tíðum eigi hið gagnstæða sér stað. Það er með vinnulaun eins og flest annað í athafna- lífi mannanna, að þar þarf meiri jöfnuður að komast á, en ójöfnuðurinn að hverfa. II. í Manitobaþinginu hafa komið fram raddir um það, að vínsölulögjöf fylkisins væri orðin úrelt og þarfnað- ist skjótra breytinga til hins betra; vera má að þeir, sem aðfinslur báru fram, hafi nokkuð til síns máls, því reglugerðir um vínsölu eru vitaskuld háðar sama lög- máli og þær reglur, sem settar eru varðandi sölu ann- ara vörutegunda; þær eru breytingum undirorpnar og þurfa líka að vera það; þó stendur nokkuð öðruvísi á að því er stjórnarvínsöluna áhrærir, en viðgengst með dreifingu annarar vöru; fyrirkomulagi því, sem enn er við líði, varðandi sölu áfengra drykkja, var hrundið í framkvæmd að undangenginni almennri atkvæða- greiðslu um málið, en þar kom einkum til greina að- ferðin, sem beitt skyldi við sölu öls í hótelum. Eftir að Mr. Bracken og sérfræðingar hans í smökk- unarnefndinni höfðu ferðast um landið þvert og endi- langt, komust þeir að niðurstöðu um það, að sala öls í glösum skyldi heimihið í hótelum er fengi til þess stjórn- arleyfi; í ölstofum þessum má lögum samkvæmt ekkert annað aðhafast en það, að drekka, nema ef vera skyldi að kveikja sér í pípu eða stinga upp í sig vindlingi; að glorhungraður ferðalangur gæti fengið sér þar matar- bita sýnist ekki ná nokkurri minstu átt; svona var nær- gætnin mikil, eða hitt þó heldur. Hvort Manitobabúar eru harðánægðir með slíkt á- kvæði áminstrar löggjafar, skal ósagt látið, en víst er um það, að slíkt hefir valdið annara þjóða mönnum hneikslunar. Hinn vígfimi dómsmálaráðherra Manitobastjórnar, James O. McLenaghen, flutti um mál þetta snjalla þing- ræðu, og kvaðst því eigi mótfallinn að skipuð yrði þing- nefnd til íhugunar þeim aðfinslum, sem komið hefðu fram varðandi starfrækslu stjórnarvínsölunnar, þó hann á hinn bóginn færi ekki í launkofa með það, að róttækar breytingar gætu ekki komið til framkvæmda án þess að slíkt yrði borið undir atkvæði almennings, og munu flestir ásáttir um það, að hann hefði, eins og svo oft endranær, gild lög að mæla, því framhjá vilja fólksins yrði ekki ávalt þegjandi gengið. III. Það er skylda allra rétthugsandi manna, að benda á það, sem aflaga fer í þjóðfélaginu í þann og þann svipinn hvort sem öðrum Iflcar betur eða ver; í lýðræð- islöndum þykir þetta sjálfsagt og vænlegt til úrbóta; alt öðru máli gegnir um þær þjóðir, sem við ofbeldi og einræði búa; þar er alt látið heita blessað og gott, og þar má enginn láta vitnast hvar skórinn kreppi að. Við Canadamenn búum í einu fegursta og auðug- asta landi, sem til er undir sólunni, því hér drýpur smjör af hverju strái; það minnir því óþægilega á furðulegt öfugstreymi, að í landinu skuli tala atvinnuleysingja fara hækkandi mánuð eftir mánuð án þess að stjórnar- völdin skerist röggsamlega í leikinn; og það er heldur Séra Halldór E. Johnson Aldrei marks þín mistu skeyti mannvits sannleik hyltir þú. Þó efinn stæði á öðru leiti— yfirskygði hann göfug trú. Okkar varstu æðsti prestur. —autt er nú við stólinn þinn. aldrei falskan fluttir lestur fyrir dauðan bókstafinn. Vorbarnanna vanstu hjörtu. Vinur alls á þroskans braut. Nýja tímans blysin björtu barstu í kring, er gömul þraut. Vökumannsins gáfu gæddur gekstu fyrir skjöldu fram, óbleikur og alls óhræddur íhaldið þó reisti hramm. Þó var för þín þyrniganga þröngur kostur, — vona hrun. Dána konu um daga langa dýpra enginn trega mun. Enn er dimt um okkar menning. —ekki er hœgt að neita því. Ofgóð var þín árdags kenning íslands haf að sökkva í. J. S. frá KALDBAK PISTLAR FRÁ KEFLAVIK Séra Valdlmar J. Eylands lét Lögbergri eftirfarandi pistla, sem mjög eru hressandi til aflestrar góðfúslega I té til birt- ingar, og kann blaðið honum alúðarþakkir fyrir; ritstjóri þcssa blað varð þeirrar ánægju aðnjótandi, að hlusta á dákúmentin af stálþræðinum heima hjá séra Valdimar, og var það í raun og sannleika nýstárlegt, enda I fyrsta skiptið, sem um slíkar andlegar samgöngur milli íslendinga austan hafs og vestan, var að ræða. Ritstj. Kæri Valdimar: „Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði“ í klúbbnum af stálvírnum frá þér. Eg sat þar á járnstól við sauðkindarbein, en samt var ég ytra, í stofunni hjá þér. Og þá hef ég svarað síðustu setningunni í bréfinu þínu frá 12. janúaí s.l. Hvílík framþróun, ég er farinn að svara bréfum. Má þó vera, að ég hefði geymt mér svarið svona fram að fimmt- ugu, ef ég hefði ekki tekið þátt í stálvírsumræðum klúbbfélag- anna og þar með gyllt fyrir þér nokkrar nýlegar bækur, — vit- andi það, að þú skreppur ekki hingað til bókakaupa á milli rnessugjörða, eins og séra Eiríkur,— nú í nýtízku bíl með sex hjólum. (Eitt varahjól og eitt stýrishjól, bíllinn rennur á hinum fjórum). Nei, þú skreppur ekki hingað til bókakaupa. Og því læt ég afrit af pistlin- um fylgja þessum línum, að vera má, að þú hafir huga á að eign- ast einhverjar þeirra bóka, sem þar eru upptaldar. Sendu mér nöfn þeirra. Get kannske orðið þér að liði með sumar ókeypis. Óttastu samt eigi, að ég taki hús á forleggjurum og ræni þá bókum handa þér. En auk þess maður óhvinnskur. Fljótt á litið gerist ekki neitt. Samt höfum við eignast nýja ríkisstjórn, Framsóknar- og Sjálfstæðismanna. K r ó n a n, þetta skurðgoð allra skilningar- vita, hefur verið lækkuð um 42%. Stúdentafélagið hefur haldið umræðufundi um And- iegt frelsi, Lög um gengisskrán- ingu, og nú síðast Trú og vísindi. Allt tekið á stálvír og á síðan útvarpað til vor, — hinna ó- breyttu hermanna hins daglega stríðs. Eg undrast, hvernig fyrr- verandi kyslóð hjarði, án þess að eiga stálvírinn og litlu hand- töskuna, sem galdrar fram tal og tóna. Alauð jörð. Ógæftasöm vertíð, enn sem komið er, og einstakt aflaleysi, þá sjaldan að á sjó hefir gefið. Félagslíf gott. Stúk- an Vík hefur æft og sýnir í kvöld sjónleikinn „Karlinn í kassanum“. Hver er annars ekki karl í kassa á vorri kubismans öld? Rótaryklúbbur okkar vann það þrekvirki í byrjun ársins að öngla saman efni á eina vírspólu handa þér. Vonandi hefur hún orðið ykkur til nokkurs eyrna- gamans. Og „sporbraut“ sólarinnar fær íst ofar á himininn með hverj- um nýjum degi. Mikið hlakka ég til, þegar þeir fara að framleiða atómsólir til útflutnings, westra. Og við fáum kannske eina hérna yfir Háaleitið, þar sem einu sinni var kría og kríuegg, en núna flugvélar og flugvélaegg. Og það verður bjart allan sólar- hringinn og það verður bjart allt árið. Og húseigandinn selur ljósa krónur og ljósastikur til Græn- lands, en þar má ekki hafa atóm bráðnað og valdið nýju synda- ilóði. Og það verður reist Myrkrahöll fyrir þá sem vilja fá sól af því að jökullinn gæti sér myrkraböð. Og þar inni verða seld sólgleraugu á svört- um markaði, af því að framboð- ið nægir ekki eftirspurninni úti undir atómsólinni. Mikið hlakka ég til Háaleitis- sólarinnar. örkin er búin og ég hef ekki fjárfestingarleyfi fyrir annari. Hugheilar kveðjur, — þinn, ☆ BÓKAPISTILL — Lesinn á stálvír til séra Valdimar J. Eylands, 17. febrúar 1950. Góði vinur, Valdimar Eylands. Fyrir náð tækninnar — fæ ég að ávarpa þig og fjölskyldu þína nokkrum orðum, inná stálvír. Eg má þó ekki tala um aust- rænt lýðræði eða nazisma og kommunisma. Eg má heldur ekki tala um nýafstaðnar bæjar- stjórnarkosningar hér í Kefla- víkurbæ, en í þeim kosningum sigruðu allir flokkar. Líka sá flokkurinn, sem hafði engann í kjöri. Þá má ég ekki tala um rótarý- klúbbinn okkar, og alls ekki um einstaka meðlimi hans—svo sem sjálfan mig. Eg má bara tala um bækur, — það er bók, um bók, frá bók, til bókar. Þetta heitir víst vestrænt lýð- ræði, og mér þykir þetta gott lýðræði, því að samkvæmt „guð- spjöllum“ Reykjaness, — rit- stjóri Helgi S. — þá hefði mér aumum verið fyrirmunað að flytja þennan formála austur þar. Hvað þá að tala um bækur —nema rússneskar, auðvitað. ekkert barnaglingur fyrir fólk í borgum og bæjum, sem úr litlu hefir að spila, að glíma við sívaxandi dýrtíð, að ekki sé tilnefnt annað en hið sprengháa verð kjöts, sem aðeins hinir efnuðu og hálaunuðu geta keypt. Og hvað er nú um gamla og slitna fólkið, sem verður að draga fram lífið á fjörutíu dollurum á mánuði? Nýliðið ár, 1949, var einkar hagstætt bóksölum og brenni- vínssölum, hérlendum. Kom mikið út af hvoru tveggja and- legheitunum í fallegum kápum og flöskum. Og freistaði margra. Enda sumar bækur nefndar „Áfengur ástarróman“ og ,J>ræl- sterkur bófabardagi“ í auglýs- ingum. Og vel að merkja: núna á dög- unum kom út bókin, hérna — „100 kokkteilar“. Mjög girnileg til fróðleiks. En vegna þess, hve skammt er umliðið frá útkomu hennar, hef ég ekki komizt yfir að kynna mér innihaldið allt, —enn sem komið er. Já, það kom mikið út, líklega þrjú til fjögurhundruð bækur á árinu. Fyrir því hljóta bóksalar að taka út ægilegar sálarkvalir um þessar mundir, — yfir fram- talinu til tekju- og eignaskatts. Hinir salarnir hafa aftur á móti þegar talið fram, — og eru ellir ölmusumenn við árslok. Já, það kom mikið út, — allt frá bókarheitinu „Hengdur í hörtvinna“ upp í „Fornar ástir“. En þegar hönd tímans hefur grisjað þann gróður, sem skaut upp kollinum í bókaformi ársins —og kastað leirgráum kalviðum á eld—, þá verður fagurt um að litast. Og elztu menn, sem ár það muna, segja kannske við sjálfan sig: „Þá var ár í uppsveitum, œrnar báru í gálganum“. 1 bókaflóðinu, sem svo er r.efnt fyrir hver jól, bar mest á þýddum skáldritum og — barna- bókum. Af frumsömdum bókum, islenzkum, seldust safnritin bezt, þá endurprentanir og heild- arútgáfur af verkum látinna höfunda. Eg mun nú, — ef vinur minn Helgi og þráðurinn gerast ekki mjög afundnir, — hafa hér yfir fáeina titla, sem settu svip á bókaútgáfuna hér heima á fyrra ári. Ritsöfn. Benidikt Gröndal, eitt bindi komið af 5. Guðmund- ur Friðjónsson, eitt komið af 6. Bólu-Hjálmar, kvæði, rímur og sagnaþættir í fimm bindum. Ævisaga hans, sem verður 6. bindið, er væntanleg á þessu ári. Torfhildur Hólm, fyrsta bindið af 5 komið og er um Brynjólf Sveinsson byskup. Kristín Sig- fúsdóttir, eitt bindi komið af þrem. Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum í tveim bindum. Nýall eftir Helga Péturss, öll sex bind- in nú fáanleg. Þá eru og á döf- inni heildarútgáfur af verkum Laxness, Guðmundar Hagalín og Gunnars Gunnarssonar. Safnritin voru þessi helzt. Brim og boðar, — Móðir mín, — og Hrakningar á heiðavegum. Af Sögum ísafoldar eru komin þrjú bindi, af Merkum íslendingum þrjú bindi, af Blaðamannabók- inni fjögur bindi, og af Sögu mannsandans tvö bindi af sex. Þá er nýr flokkur, sem ber heitið: Þjóðsögur og sagnir að vestan. Komið eitt bindi af sex- tán. Safn þetta á að geyma það helzta, sem Islendingar í Vestur- heimi hafa skráð. Ævisögur. Úti í heimi eftir Jón Stefánsson. — Ævisaga Breið- firðings eftir Jón Lárusson. — Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar í tveim bindum. — Minningar Ara Arnalds. — Og Með eilífðarverum eftir Þórberg og séra Árna, fimmta og síðasta bindið í þeim ævisögubálki. Fleira má nefna, svo sem Kviður Hómers í tveim bindum. Og Myndabók Ásgríms Jónsson- ar. Og sögu hestamannafélagsins Fáks. En ég læt upptalningu minni lokið. Hún er sannlega svipur hjá sjón og minnir öllu fremur á skeleggan uppboðshaldara heldur en sannkristið sóknar- barn, hérna suður með sjó. Þó fyrirverð ég mig ekki fyrir þetta fagnaðarerindi, því að ég mátti bara — og átti bara að tala um bækur. Og hvað segir ekki Davíð í „Sálmi Bókasafnarans“? Hann segir: „Frá barnæksu var ég bókaorm- ur, og bækurnar þekkja sína . . . „Það reynist mér bezt, sé regn og stormur að rýna í doðranta mína. „Og þegar ég frétti um fágætan pésa, þá fer um mig kitlandi ylur. „Að eigin bækur sé bezt að lesa er boðorð — sem hjartað skilur. Og, „Eg sá ekki neitt á sjó né landi, er seiðir meira og ljómar „en hugsjónir þeirra, heilagur andi og himneskir leyndardóm- ar. „Þar birtast lögmál liðinna daga og lýsigull týnd og grafin. En, „Sé fjara handan við feigðar- pollinn og ferja mín nær þar landi, „bíður Pétur með prótokollinn í purpurarauðu bandi. Eg þakka þér samverustund- irnar í klúbbnum okkar, ég þakka þér fyrir bréfin, —' og færi þér og fjöldskyldu þinni innilegar árnaðaróskir á nýbyrj- uðu ári. —Kristinn Pétursson 26. marz 1950 — Dánarfregn — Guðrún Jensdóttir Ólafsson var fædd á Brekku í Hróars- tungu í N.-Múlasýslu þ. 29. apríl 1862. Hún dó á heimili sínu þ. 17. marz s.l. 87 ára gömul. Forledr- ar hennar Jens Hallgrímsson og kona hans Sólveig dóu bæði þeg-^ ar hún var á unga aldri. Guð- rún var alin upp af föðursystur sinni, Guðrúnu og manni henn- ar Eiríki á Brekkuseli í N.- Múlasýslu. Hún var af hinni al- kunnu Hákonarætt. Guðrún var 0 aðeins fimmtán ára þegar hún fór til vinnu í Bót í Hróarstungu og var þar þangað til hún giftist þ. 12 júlí 1888 eftirlifandi manni sínum Gísla Ólafssyni þá vinnu- manni á sama bæ. Gísli er fædd- ur á Hlaupandagerði í Hjalta- staðaþinghá. Þau fóru til Ame- ríku næsta ár og settust fyrst að í Winnipeg. Fluttust til Lund- ar árið 1903 og tóku sér land norðaustur af bænum, sem nú er kallað Gíslastaðir og bjuggu þar síðan. Þeim varð sjö barna auð- ið, tvö dóu barnung. Þessi lifa móður sína: Ólöf, Mrs. Hallson Lundar; Guðrún, Mrs. C. Stew- art, Port Coquitlam, B.C.; Ólaf- ur, búsettur á Lundar; Bóas og Jensína, Mrs. A. McKenzie bæði á bújörð foreldra sinna. Barna- börnin eru fimmtán og barna- barnabörnin tuttugu. Jarðarför- in fór fram frá lútersku kirkj- unni á Lundar þ. 22. mars s.l. Séra Jóhann Fredriksson jarð- söng. Póska hérinn segir Smarfc StqÍEA- Fram úr öllu skarar EATON’S Vor og Sumar Verðskrá! ^T. EATON C?,™ EATON’S k

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.