Lögberg - 06.04.1950, Síða 1

Lögberg - 06.04.1950, Síða 1
Sendiherra Bandaríkjanna í Ottawa lætur líf sitt í flugslysi Um miðja fyrri viku vildi það hörmulega slys til, að sendi- herra Bandaríkjanna í Ottawa, Lawrence Steinhardt, lét líf sitt í flugslysi ásamt fjórum em- bættismönnum hinnar amerísku þjóðar; slysið vildi til skamt austur af Ottawa svo að segja rétt eftir að farþegaflugvélin, hóf sig til flugs; hafði eldur kom- ist í annan væng vélarinnar; sendiherrann var á leið til Washington ásamt föruneyti smu; einn maður af áhöfninni bjargaðist lítt skaddaður með því að steypa sér úr flugvélinni í fallhlíf. Mr. Steinhardt var 57 ára að aldri, og hafði verið í utanríkis- þjónustu þjóðar sinnar síðan hann var hálfþrítugur; hann þótti frábærlega samvizkusam- Ur um embættisrekstur sinn og °aut almenningshylli. Jafnskjótt °S hljóðbært varð um fráfall sendiherrans, sendi forsætisráð- herra Canada, Mr. St. Laurent, Truman forseta samúðarskeyti °S fjölskyldu hins látna. Allir flokksforingjar í sam- bandsþinginu mintust einnig með fögrum og viðeigandi orð- um hins vinsæla og merka stjórnmálamanns. Fjárhagsóætlun sambandsstjórnar Á þriðjudagskvöldið í vikunni, sem leið, lagði fjármálaráðherr- aun, Mr. Abbott frám í sam- bandsþingi fjárhagsáætlun sína lyrir fjárhagsárið 1950—1951, og Uutti við það tækifæri hálfs- annars klukkutíma ræðu; gert er ráð fyrir að tekjurnar nemi 52,430,000,000, en áætluð útgjöld $2,410,000,000; verður þá tekju- afgangurinn, ef alt skeikar að jsköpuðu, $20,000,000, og er það freklega áttatíu miljónum doll- ara lægri rekstrarhagnaður en í fyrra. Hinn persónulegi tekjuskatt- ur verður óbreyttur; söluskattur verður þegar í stað afnuminn af rjómaís, þeytirjóma og hvers- konar mjólkurdrykkjum; skatt- ar af tóbaki, áfengum drykkjum °g snyrtivörum, haldast óbreytt- lr, og hið sama er um erfðafjár- skatt að segja. Að því er framfærslukostn- a®i viðkemur, gerir hið nýja fjárlagafrumvarp í rauninni bvorki til né frá, því þar finnast ®bki þó leitað væri með logandi J°si neinar þær ráðstafanir, er ráðið geti bót á dýrtíðinni í land- lnu, svo sem á verðlagi matvæla, sem er að verða óviðráðanlegt launaþegum landsins í borgum og bæjum. Rannsókn vegna verðlags Um þessar mundir stendur yfir í Calgary réttarrannsókn á hendur sex brauðgerðarfélög- um, er grunur leikur á, að mynd að hafi með sér verðlagssamtök neytendum í óhag; hver niður- staðan verður um það, er lýkur, skal ósagt látið, en svo mikið er þegar víst, að einn bakari, sem ekki hafði mikið umleikis, bar það fyrir réttinum, að sér hefði verið sagt, að ef hann seldi brauð við lægra verði en viðgengist í Edmonton, myndi hann iðrast þess síðar; bakari þessi, Alfred Bensch að nafni, á heima í bæn- um Wetaskiwin. Stórvirki fyrirhuguð Málsvararar h i n n a ýmsu stjórnardeilda Winnipegborgar, hafa fengið mannvirkjanefnd- inni í hendur álitsskjal, þar sem með því er mælt, að bæjarstjórn in verji alt að þrjátíu og einni miljón dollara til hverskonar samgöngubóta í borginni á næstu árum; leggja skal nýjar brýr og víkka stræti þar, sem þurfa þykir; margar aðrar um- bætur í borginni eru fyrirhug- aðar, sem víst má telja að skoð- anir skiptist um; vera má að ýms um hrjósi hugur við þeirri feikna upphæð, sem farið er fram á að bæjarstjórn afli sér í áminstu augnamiði þó víst sé að hún dreifist yfir nokkur ár; en á hitt ber þó jafnframt að líta, að borgin má ekki við því að dragnast aftur úr, eða standa alveg í stað; bæjarstjórnin verð- ur líka að hlutast til um það, að skapa atvinnu hvar svo sem helzt því verður viðkomið. Winnipeg er friðsæl og vin- gjarnleg borg, sem verðskuldar að henni sé í öllu fullur sómi sýndur. Merkur sfjórnmóla- maður lótinn Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sínu í námunda við París, jafnaðarmannaforinginn víðkunni, Leon Blum, sá, er gegndi þrisvar sinnum forsætis- ráðherraembætti í Frakklandi, 78 ára að aldri; hann var af Gyð- ingum kominn í báðar ættir, og gaf sig jafnframt stjórnmálun- um meginhluta ævinnar að blaðamensku; hann hataðist jöfnum höndum við Kommún- ista, Nazista og Fasista; verka- menn á Frakklandi eiga Leon Blum margt og mikið upp að unna; hann kom því í fram- kvæmd, að samtakaréttur þeirra yrði löghelgaður, ásamt því að vinnutími yrði bundinn við fjörutíu klukkustundir á viku; ennfremur barðist hann af kappi miklu fyrir almennum heilsu- tryggingum og bættum vinnu- skilyrðum verkamanna. Eftir að Frakkland gafst upp fyrir Þjóðverjum í síðustu styrj- öld og Vichy-stjórnin kom til valda, var Blum handtekinn og fluttur til Þýzkalands, þar sem hann sat í fangabúðum fram á síðari hluta ársins 1944, er Banda ríkjamenn komu til sögunnar og leystu hann úr ánauð; er heim kom, var hann þegar gerður að varaforsætisráðherra og starf- aði að stjórnmálum til dauða- dags. Manitobaþingið Tveir þingmenn, þeir Edmond Prefontaine frá Carillon og John A. McDowell frá Iberville, halda því fram að vínsölulöggjöf fylk- isins sé orðin næsta úrelt og þurfi endurbóta við; fór hinn síðarnefndi hörðum orðum um það, að fólkið yrði að kaupa vatnsblandað sull í staðinn fyrir ómengaðan vínanda; kvað hann þetta láta undarlega í eyra, þar sem vitað væri, að strangt eftir- lit væri með því að aðrar neyzlu vörur væru hundrað af hundr- aði. — Ekki vildi þingið takast á hendur umsjón með húsaleigu, en kvaðst á hinn bóginn bera fult traust til sambandsstjórnar varðandi úrlausn slíks máls; með þessari ákvörðun greiddu þrjá- tíu þingmenn atkvæði en fjórtán á móti. Mr. Donaldson þingmaður fyrir Brandon, sem er maður í rífara lagi vaxinn úr grasinu, fór fram á aukna fjárveitingu til Brandon College, og kvað stofn- unina verið hafa mikla menn- ingarlega lyftistöng eigi aðeins fyrir Brandonbæ, heldur og Mánitobafylki í heild; um þetta gæti hann borið af eigin reynd, hann hefði sjálfur stundað þar nám, þó stundum hefði oltið á ýmsu um inngöngu og útgöngu dyr. Gjafafrekur vetur ó Fljótsdalshéraði Mjólk og vörur jlutt á sleðum yfir Fagradal Síðan á nýári hefir verið um- hleypingasöm veðrátta á Aust- fjörðum eins og víðar um land- ið. Bændur á Fljótsdalshéraði hafa í vetur mætt allmiklum hörkum og hefir veturinn, það sem af er, verið gjafafrekur. Blaðamaður frá Tímanum átti í gær stutt viðtal við Þorstein Jónsson, kaupfélagsstjóra Reyðarfirði og spurði hann frétta að austan Jafnasnjór í mestallan vetur. Tíðarfarið hefir verið ákaflega rysjótt eystra, það sem af er vetrinum, en snjór hefir alltaf verið talsverður á jörð og vetur- inn því orðið bændum gjafa- frekur. Seint á þorra gerði rigningu og leysti þá snjóa að mestu. En strax á eftir gerði frost og snjó- komu ofan á blotann. Snjór var þá að vísu ekki mikill, eða í skó- varp á haglendi, en jörð var al- freðin og jarðbönn. Harðindi á Jökuldal. Bændur á Jökuldal hafa þó orðið verst úti, því þar hafa harðindin verið mest. Sumarið var stutt hjá þeim eins og víða annars staðar og því ekki góður undirbúningur til að mæta löng- um og ströngum vetri. Enn sem komið er hafa menn þó næg hey og ekki ástæða til að óttast, ef allt fer skaplega með vorkom- una. Harðindin í fyrra eru mönn um það í fersku minni að nú var betur búizt að hinu illa. Bænd- ur byrjuðu nú snemma að gefa fóðurbæti og hafa gefið hann mikið með hinum litla og lélega heyfeng sumarsins. Enda mun nú svo að hjá flestum bændum er nú til mun meira hey, en á sama tíma í fyrra, þó að verstu harðindin væru þá eftir, en gjafafrekt, það sem af er þess- um vetri. Sleðar og hestar til flutninga. Bílferðir hafa engar verið milli héraðs og fjarðanna nú um nokkurt skeið, og mikið til ver- ið ófært um Fagradal, síðan um áramót. Bændur flytja þvi afurðir sín- ar og sækja varning á sleðum og hestum, eins og oft fyrr. Má lieita, að ófært sé bílum nema á undirlendinu og milli Eskifjarð- ar og Reyðarfjarðar. Tregur afli. Einn bátur gengur til togveiða frá Reyðarfirði. Kom hann ný- lega inn með 100 smálestir af fiski og lagði á land. Veiðarnar eru aðallega stundaðar fyrir Suðurlandi. Nokkuð hefir verið farið á opnum bátum út í fjörð til fiskj- ar, en ekki virðist svo sem enn sé þar um neinn afla að ræða. —Tíminn, 10. marz Úr borg og bygð Síðastliðinn sunnudag lézt að heimili sínu við Vogar, Man. Guðmundur Jónsson frá Húsey, 86 ára að aldri, þjóðkunnur fræðimaður og ágætlega ritfær; útför hans fór fram á miðviku- daginn frá kirkjunni að Vogar undir forustu séra Philips M. Péturssönar. Þessa gagnjnerka manns verð- ur vafalaust rækilega minst áður en langt um líður, því minning hans á það meir en skilið. ☆ Síðastliðinn föstudag voru gef in saman í hjónaband í Fyrstu lút. kirkju þau Dr. Earl Stan- ley Brynglow og Miss Sylvia Goodman hjúkrunarkona; brúð- urin er dóttir Mr. og Mrs. Guð- jóns Goodman í Glenboro, en brúðguminn af norskum ættum, fæddur að Elrose, Sask. Séra Valdimar J. Eylands fram- kvæmdi hjónavígsluna. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn í Winnipeg . ☆ Síðastliðinn laugardag „ voru gefin saman í hjónaband í Grace United kirkjunni hér í borginni Miss Florence Ólafsson og Mr. a William Wager. Dr. Martin fram kvæmdi hjónavígsluathöfnina. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Guðlaugur Ólafsson, er lengi voru búsett að Dafoe, Sask., en nú eiga heima hér í borg. ☆ Raymond Edward Fidler og Doreen Rose Renaud voru gefin saman í hjónaband 10. desember s.l. Séra B. A. Bjarnason gifti, og fór athöfnin fram á heimili hans í Arborg, Man. Brúðgumin er frá Selkirk, Man., sonur Mr. og Mrs. Roderick Fidler. Móðir hrúðarinnar, Mrs. Guðlaug J. Renaud, býr í Riverton, Man. Samkvæmt ráðstöfun átti þessi gifting að fara fram í lútersku kirkjunni í Riverton; en vegna sjúkdómsforfalla prestsins var því áformi breytt. Fyrir sömu á- stæðu hefir dregist að birta þessa fregn. Slysavarnarfélag byggir þrjú skipbrotsmannaskýli s.l. ór Auk þess miðunarstöð að Kirkjubaejarkaustri og fleiri framkvæmdir. KVENNADEILD Slysavarnafélags íslands í Reykjavík hélt aðal- fund sinn þann 13. febrúar. Formaður, frú Guðrún Jónasson, setti fund og drap á það helzta, sem deildin hafði látið framkvæma á síðastliðnu ári. Gjaldkeri las upp skýrslu yfir tekjur félagsins á árinu og urðu þær í heild kr. 71.696,10. Helztu útgjaldaliðir á árinu voru byggingar skipbrotsmannaskýla í Keflavík, við Látrabjarg og á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi; ennfremur umbætur á áður ----byggðum skýlum. Ný aðferð við mynsturmálningu innan húss KOMIN er fram nýung í inn- an hússmálningu. Er það mynst- urmálning, sem Ásbjörn O. Jóns- son hefir framkvæmt í ýmsum húsum hér frá því í haust. — Mynstrið málar hann á veggina með sérstöku tæki, en á því eru eins konar gúmmívalsar, en mynstrin eru á völsunum og þrykkjast á veggina, þegar þeim er rennt yfir þá. Er tæki þetta fundið upp í Suður-Evrópu, og munu mynstr- in, sem framleidd eru á valsana, skipta hundruðum, og hefir Ás- björn fengið mjög mörg þeirra, þannig, að mikil fjölbreytni er í mynstrunum. Er hægt að mynstra með þessu hvort heldur sem er á steinveggi, sem málaðir hafa verið, tré eða veggfóður. Hefir Ásbjörn meðal annars mynstrað yfir gamalt veggfóður, en þá málar hann fyrst yfir það, en síðan er mynstrið sett á og loks er lakkað yfir það, þannig, að það máist síður af. Sama aðferð er viðhöfð, þegar mynstrað er á stein eða tré, sem áður hefir verið málað. Þá hefir deildin látið setja upp miðunarstöð á Kirkjubæjar- kalustrí og byggt skýli yfir hana. Ennfremur hafa verið gerðar stikur víða frá skipbrotsmanna- skýlunum til bæja. Greitt hefir verið fyrir fatnað og vistir í skýli, sem byggð voru. Hafa þessar framkvæmdir kostað deildina á þessu ári milli fjöru- tíu og fimmtíu þúsund krónur. Þrátt fyrir þær margvíslegu framkvæmdir, sem deildin hefir haft með höndum á undanförn- um árum stendur hagur deildar- innar í miklum blóma og má þakka það miklum áhuga og dugnaði félagskvenna ásamt samúð og fórnfýsi bæjarbúa. Stjórn félagsins var endurkos- in og skipa hana nú frú Guðrún Jónasson formaður, frú Gróa Pétursdóttir varaformaður, Guð rún Magnúsdóttir ritari, Sigríð- ur Pétursdóttir gjaldkeri. Með- stjórnendur eru frúrnar Ingi- björg Pétursdóttir, Guðrún Ól- afsdóttir og Ásta Einarsdóttir. Þá voru kosnir 10 fulltrúar á landsþing slysavarnafélagsins, sem mun verða kvatt saman í apríl næstkomandi. — Alþbl. 16. febr. Jónas Helgason níræður Skamt fyrir norðan Grundar- kirkju í Argylebygð, stendur stórt og veglegt steinhús; það var reist árið 1906. En þó það sé nú orðið þetta gamalt, er það enn sem nýreist að sjá; og í táknrænni merkingu mætti svip- að segja um manninn, sem reisti þetta glæsilega heimili, ljúf- mennið Jónas Helgason, sem verður níræður á föstudaginn kemur; hann er enn vel hress og ungur í anda, og hann býr enn á þessu sama heimili hjá Krist- jáni syni sínum og fjölskyldu hans; börn hans, barnabörn og barnabarnabörn, munu heim- sækja þennan lífsglaða öldung á afmælisdaginn, þakka honum umhyggju og ástúð og árna hon- um allrar blessunar; víst er um það, að vinir hans og samferða- menn taka undir með þeim og þakka Jónasi ljúfa samfylgd og fagurt ævistarf. Jónas Helgason er fæddur á Arndísarstöðum í Bárðardal 7. apríl 1860, en ólst upp í Mý- vatnssveit; kona hans var Sig- ríður Sigurðardóttir frá Sand- haugum í Bárðardal; hún lézt 28. janúar 1937. Þau eignuðust sex börn, fimm sonu og eina dóttur; einnig ólu þau upp stúlku, er þau gengu í góðra foreldra stað. Þau Jónas og Sigríður fluttust vestur um haf frá Brúnahvammi í Vopnafirði 1888. Jónas er hverjum manni vin- fastari, bjartsýnn, og trúaður á fegurð lífsins. Samsæri Uppvíst hefir nýlega orðið um samsæri til að myrða forsætis- ráðherra Indlands, Nehru, og hafa fjórtán menn þegar verið sakaðir um morðtilraunina; sum ir þessara manna höfðu oftar en einu sinni setið um líf Gandhis; eru þeir sagðir að vera frá Pakistan, og vilji fyrir hvern mun koma Nehru fyrir kattar- nef; þeir telji hann brezksinnað- an og hlyntan um of stjórnmála- stefnum Vesturveldanna. Allir bíða þessir samsærismenn nú verið málað. — Alþbl. 9. marz. Hert á eftirliti Hernámsvöld Breta, Frakka og Bandaríkjamanna hafa upp á síðkastið mjög hert á lögreglu- ’ eftirliti í þeim hluta Berlínar, sem þeir ráða yfir; er þetta gert með það fyrir augum að vera við öllu búnir í því falli, að Kommúnistar í eystri hluta borgarinnar kynni að stofna til óspekta, eins og þegar hefir ver- ið spáð, þann 1. maí næstkom- andi, hvort, sem til framkvæmda kemur eða ekki. Víst er um það, að kommúnistar hafa auga- stað á allri Berlín, þó þeim verði naumast kápan úr því klæðinu. Fundur í Hague Nokkra undanfarna daga hef- ir staðið í Hague fundur milli þeirra þjóða, er að Atlantshafs- bandalaginu standa til athugun- ar sameiginlegum öryggismál- um hlutaðeiganda; frá því er skýrt í útvarps- og blaðafregn- um, að fullkomin samvinna hafi náðst um öll meginmál. Hermálaráðherra Canada sit- ur fundinn fyrir hönd canadísku þjóðarinnar, ásamt ýmissum helztu hernaðarsérfræðingum hennar. Fyrsta hefti af vísindariti um Heklugosið ÚTGÁFA er nú hafin á vís- indariti um Heklugosið 1947 til 48. Vísindafélag Islendinga gef- ur ritið út í samvinnu við Nátt- úrugripasafnið í Reykjavík og með fjárstyrk úr Sáttmálasjóði. Ritstjórn verksins annast þeir Guðmundur Kjartansson jarð- fræðingur og Trausti Einarsson prófessor, og verða þeir jafn- framt aðalhöfundar þess. Rit- inu verður skipt í um það bil 20 kafla eða greinar og koma þær út sérstakar eða nokkrar saman jafnharðan og verkið vinast. Allt mun ritið verða milli 500 og 600 bls. í stóru broti og því fylgir mikill fjöldi ljósmynda, þar á meðal í eðlilegum litum. Allt verkið mun kosta nálægt 150 kr. að óbreyttu verðlagi. Tvær greinar eru nú komnar út í einu hefti, samtals um 100 bls. Fjalla þær um efnismagnið, sem upp kom í gosinu, og um eiginleika rennandi og storkn- andi hrauns, báðar eftir Trausta Einarsson. Á þessu ári verður lokið við að gefa út helming verksins, en öll útgáfan mun taka nokkur ár. Vísindarit þetta er á ensku, svo að erlendir vís- indamenn geti notið þess. Alþbl. 26. febr. HAFIÐ HUGFAST! Að kvöldi þess 18. þ. m., efnir söngkonan góðkunna, frú Rósa Hermannsson Vernon til söng- skemtunar í Sambandskirkjunni hér í borg á vegum Jóns Sigurðs- sonarfélagsins, I. O. D. E., og rennur ágóðinn í sjóð þann, sem félagið er að safna í til stofnun- ar kenslustóls í íslenzkri tungu og bókmentum við Manitoba- háskólann. Nánar auglýst síðar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.