Lögberg - 06.04.1950, Side 7

Lögberg - 06.04.1950, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. APRÍL, 1950. 7 LITIÐ UM ÖXL Sigurður Sigfússon SIGURÐUR SIGFÚSSON 1875 — 1949 (Framhald af hls. 3) „Hana vantar sjö mínútur í þrjú,“ segi ég. „Ja, hver and- skotinn, og ég á að messa!“ Á þeim dögum lifðu íslending- ar í Winnipeg sínu eigin lífi, og það líf var bæði þróttmikið og fjörugt. Þeir voru frekar í and- stöðu við íslendinga heima á ættlandinu, sem knúði fram á- byrgðartilfinningu hjá þeim sjálfum, fyrir framtíðarvelferð sinni og framtíðaraðstöðu til fólks þess, sem þeir lifðu með, sem ávalt á sér stað, þegar menn finna til þess, að þeir standa einir, og eiga velferð sína undir sinni eigin atorku, og úrræði og framsókn þeirra hefir aldrei staðið með meiri blóma, meira fjöri og meiri þrótt en einmitt þá, því að, „allir voru glaðir, og enginn átti neitt“, eins og K.N. komst að orði um þá á þeirri tíð. Islenzki söfnuðurinn lúterski óx og þroskaðist óðum og varð æ sterkara afl í lífi þeirra. Bind- indisstarfsemin stóð í sínum mesta blóma á meðal þeirra og fundirnir í þeim starfsfélögum, sem voru einu sinni í viku, fjöl- sóttir og fjörmiklir.. Kvenfélag sem lá ekki frekar á liði sínu þá heldur en þau félög gera nú á meðal okkar. Hagyrðingafélag sem gaf út dálítið ljóðakver, er félagarnir sendu K.N., sem var við vinnu út úr bænum og að hann sendi til baka með þessari vísu á kápunni: Þeir sem kaupa þetta kver, þeir geta heimsku kent um, því aldrei hefir verið ver, varið fimtán centum. Leikfélag sem hélt uppi sjón- leikasýningum í fleiri ár, til á- nmgju og gleði í skammdegi vetrarins og námsmannafélag, er kallaði sig Stúdentafélag, sem að hélt fundi einu sinni í viku af því að það fékk ókeypis hús- næði hjá Ólafi J. Ólafssyni og konu hans Þorgerði, og ræddi og kappræddi alla skapaða hluti á milli himins og jarðar. Engin bíó voru þá til, til þess að fari í á kveldin, en það virt- ist ekki há slendingum hið minsta — þeir skemtu sér samt a veturna við félagsstörfin, við lestur bóka, við að horfa á sjón- leiki og heimsækja kunningjana i þeim frístundum, sem þeir höfðu frá vinnu sinni. Á sumrin hópaði yngra fólk- ið sig saman og fór eftir að dag- störfunum var lokið út úr bæn- um, út á sléttuna iðgræna og ylmríka og lék sér þar upp á ís- lenzkan máta í kveldloftinu og kveldkyrðinni þar til tími var kominn að halda heim. Var þá farið heim til einhvers í hópn- um, drukkið kaffi, sungið og spjallað fram á miðnætti og svo haldið heim. Aðra útiskemtun tíðkuðu Is- iendingar allmikið í þá daga og það var glíma. Glímuvellirnir voru tveir, annar á horninu á William Ave. og Kate stræti, hinn á horninu á Alexander Ave. °g Isabella stræti. Á þessum stöðum til skiptis söfnuðust Is- lendingar og oft fjöldi annara þjóða fólks saman eftir vinnu á kveldin og horfði á landann glíma og þótti hin bezta skemt- un, enda voru þá ýmsir góðir íslenzkir glímumenn hér til að sýna list sína, sem þótti nýstár- leg. Á meðal þeirra og máske fremstur, var Jóhann Jóhanns- son frá Húsabakka í Skagafirði a slandi, hraustmenni hið mesta °S prýðilega vaxinn og að öllu leyti vel gefinn og svo þaulæfð- ur glímumaður að hann stóð af sér flesta, eða alla landa sína. Weak, Tired, Nervous, Pepl ©ss Mcii/ Women Qet New Vim, Vigor, Vitality Say goodbye to these weak, always tlred íeelings, depression and nervousness due Jo weak, thin blood. Get up feeling fresh, he peppy all day, have plenty of vitality Jeft over by evening. Take Ostrex. Con- tains iron, vitamin Bl, calcium, phosphorus for blood building, body strengthenlng, ■timulation. Invigorates system; Tmproves appetlte, digestive powers. Costs little. New "get acquainted” size only 60c. Try ostrex Tonic Tablets for new, normal pep, vim, vigor, this very day. At all druggists. Uppáhalds bragð hans var klof- bragð, það var í því fólgið, að hefja mótstöðumann sinn upp á kné sér og velta honum svo um. Annar var Sigfús Bjarnarson, síðast bóndi í Langruth og faðir Pjarnarsons bræðranna, sem þar eru verzlunarmenn nú. Sigfús var fyllilega meðalmaður á hæð, vel vaxinn hvatlegur og snar í hreyfingum, snarpur á sprettin- um, en naumast eins úthalds- góður og Jóhann, enda var hann nokkuð við aldur, er ég þekkti hann og hafði máske séð sitt bezta, en hann var enn ótrauður, glímdi af list og var fylginn sér. Uppáhaldsbragð hans var tá- bragð, er fæstir stóðust, sem ekki voru búnir að kynnast því; en bragð það var í því fólgið, að Sigfús steig á tærnar á öðrum fæti mótstöðumanns síns, en brá honum hælkrók með hinum fætinum, svo snöggt og snart, um leið og hann þrýsti honum aftur á bak að það var naumast um annað að gjöra, en að detta. Þriðji maðurinn, sem stóð sig allhraustlega á þessum glímu- mótum, var Kristján Eiríksson, nú til heimilis á sæluheimilinu „Höfn“ í Vancouver. Kristján var á í blóma aldurs síns, hraust- ur, vel byggður og hinn harð- fengasti, að hverju sem hann gekk, og það var margur land- inn, sem varð að lúta að jörðu fyrir honum á þessum glímu- mótum, en það var allt í góðu gamni og menn tóku sér það ekki nærri. Þessi glímumót voru hin bezta skemtun auk þess að vera hin hollasta líkamsæfing og sóttu þau ekki aðeins Islendingar heldur fjöldi af innlendu fólki, sem kallað var, sér til ánægju og skemtunar, því þótt leikur- inn væri harðsóttur, var hann nýstárlegur og skemtilegur fyr- ir það, og það kom sjaldan fyrir, að nokkuð það bæri við, sem að spilti skemtuninni, eða bæri skugga á listina, sem þessi þjóð- legi leikur á yfir að ráða. Þó bar það við, að gamanið gránaði. Eitt slíkt mót verður mér lengi minnisstætt. Það var haldið á horninu á Alexander Ave. og Isabella stræti. Veðrið var in- dælt og fjöldi íslendinga þar saman komininn, auk margra innlendra, og á meðal þeirra var hópur af Svíum. Þátttaka íslend inga í glímunni var allfjölmenn. en svo fór að lokum, að allir glímumennirnir íslenzku voru fallnir, nema Jóhann frá Húsa- bakka, sem stóð einn uppi sigri hrósandi. Þá var það, að Svíi mikill og stór, sjálfsagt mikið á annað hundrað pund á þyngd, gekk fram á glímuvöllinn og spurði Jóhann, hvort hann vildi reyna fangbrögð við sig. Jó- hann var til með það, og þeir fóru að glíma. Jóhann lagði upp- áhalds bragð sitt á hann og hóf hann á loft, en þegar þeir komu niður var Svíinn ofan á. Þetta léku þeir þrisvar sinnum og alt- af með sama árangri. Svo hætti Jóhann, en Svíinn stóð á glímu- vellinum sigri hrósandi og lófa- klapp dundi við úr öllum átt- um frá innlendu áhorfendunum, en sérstaklega þó Svíunum. Áð- ur en fagnaðarlátunum, út af hrakförunum linti henti smá- vaxinn, en eldfjörugur íslend- ingur af sér treyjunni og húf- unni (ég sá hann aldrei með hatt á höfði) og rauk á Svíann Þeir stimpuðust og bárust um völlinn dálitla stund, en svo skall Svíinn endilangur. Varð þá hark og hávaði, og að því komið, að Svíum og íslendingum lenti saman í ennþá alvarlegri viður- eign, en lögreglan, sem þarna var einnig stödd, gekk á milli svo ekkert varð af viðureign- inni. En landinn gekk sigri hrós- andi af hólminum. Þessi maður var Guðmundur Guðbrandsson, sem nú á heima í Blaine Wash., sem var, og ég á von á er enn, þó aldraður gjörist nú, einn af þeim fáu mönnum, sem guð gerði svo úr garði, að hann gat gjört alt, sem hann lagði hönd á og hafði vilja til að fram- kvæma. Framsókn, metnaður og vel- sæmi Islendinga í Winnipeg og reyndar hvar sem var í Vestur- heimi var ekki bundið við hið líkamlega atgjörfi þeirra ein- göngu, þeir voru líka andlega vel vakandi og tilfinningin fyr- ir þeirra eigin málum og mál- um alment, sem þá snerti næm. Þeir létu hvergi á hlut sinn sinn ganga, heldur hrintu frá sér, sögðu meiningu sína hisp- urslaust og óhræddir, eins og allir, sem lesa íslenzku blöðin frá þeim tíma, geta séð. Eitt sinn bar það til, að íslenzkur drengur efnilegur, sem gekk á alþýðuskóla í Winnipeg og síð- ar varð þjóðkunnur fyrir skot- tækni sína, varð fyrir einhver unglingsbrek sekur um brot á reglum skólans. Skólastjórinn, sem hét Brown, kallaði hann fyrir sig og gætti sín víst ekki vel, því að hann setti ekki að- eins ofan í við hann, heldur sló hann drenginn svo að hann fékk blóðnasir og varð allur blóðrisa. Þetta skeði rétt fyrir skólalok einn daginn. Þegar drengurinn kom heim til sín þannig til reika og sagði sögu sína, greip faðir hans, Snjólfur J. Austman, hatt sinn, rauk út og í skólann, gjörði boð fyrir skólastjórann, og lék hann þannig, að hann var sízt betur útlítandi en drengurinn, þegar að hann skildi við hann. Ég segi ekki frá þessu af því, að ég sé svo hrifinn af aðferð þeirri, sem hér var notuð til að rétta hlut drengsins, eða halda uppi rétti föðursins, heldur til að benda á, hve þessi maður var ákveðinn í því, að þola ekki ó- rétt, eða áreitni frá hendi ann- ara og ekki sízt þegar um var að ræða mann í tölu hinna svo- kölluðu heldri innlendumanna, og sú réttlætis- og metnaðartil- finning var ekki einstæð; hún var almenn, ekki aðeins á meðal Winnipeg íslendinga, heldur allra Vestur-íslendinga á þeirri tíð. Ég man alltaf eftir stjórn- málafundi, sem haldinn var í Winnipeg í janúar árið 1892. Hann var haldinn í félagshús- inu íslenzka á Jemina stræti, nú Elgins Ave. Það var grimdar kuldi, en eins margt fólk á fund- inum og hægt var að koma inn í það. Umræðuefni fundarins voru stjórnmál, því kosningar voru fyrir hendi. Forseti fund- arins var Magnús Paulson, en ræðumennirnir voru: Jón Ólafs- son ritstjóri, Gestur Pálsson og Einar Hjörleifsson. Þeir Einar og Jón töluðu máli frjálslynda flokksins, en Gestur, sem þá var ritstjóri Heimskringlu, íhalds- flokksins. Jón talaði fyrstur og talaði um tollmál, fórst honum það vel, því hann var fyrst og fremst skarpgáfaður, þaulæfður í stjórnmálum frá íslandi, prýði- lega máli farinn og glæsimenni hið mesta. Næstur honum tal- aði Gestur Pálsson, hann _var líka glæsimenni, ekki eins mælskur eins og Jón, þegar um stjórnmálin var að ræða, því hann hafði aldrei lagt sig eftir þeim, og aðalkjarni ræðu hans var greinarkorn, sem hann las upp úr afturhaldsblaði, sem hét Commercial. Einar talaði síðast- ur, tætti sundur það, sem Gestur sagði og las og sagðist skyldi sanna í næsta blaði Lögbergs, að jafnvel það, sem hann hefði lesið upp úr blaðinu væri eins mikil vitleysa eins og það sem hann hefði sjálfur sagt, og lauk hann ræðu sinni á þennan hátt: „Menn, sem láta aðra eins lok- leysu út úr sér, eins og Gestur Pálsson hefir gert í kveld, ættu helzt ekki að vera í mannlegu félagi. Þeir ættu að vera út á sléttum að bíta gras með kún- um“. Ég á von á, að mönnum þætti slík málfærsla nokkuð hörð nú á dögum. En Einari fanst að hann þyrfti að segja þetta, og hann ságði það. Grein þeasi var akrifuC a6 tilmælum ritstjóra Timarita pjóCrækniafélagaina, og til birtingar I þvi, en fann ekki náð I augum hans þegar til kom. J. J. Bíldfell Sigurður Sigfússon var fædd- ur að Hnappstaðakoti í Skaga- fjarðarsýslu, 3. janúar, 1875. Sigfús faðir hans, var sonur Hannesar Jónatanssonar og Sig- ríðar Jónsdóttur. Kona Sigfúsar og móðir Sig- urðar var Hólmfríður Halldórs- dóttir Auðunssonar prests á Blöndudals-Hólum, sem var al- bróðir Björns sýslumanns Blön- dals. Sigurður sál. ólst upp til sex ára aldurs hjá séra Páli Tómas- syni og Maríu konu hans. Hún var Sigurði sem bezta móðir. Þegar séra Páll flutti frá Hnapp- stöðum fór Sigurður til foreldra sinna. Tólf ára gamall gekk hann til vinnu og var næstu þrjú árin í. Skagafirðinum; það- an fór hann vestur í Húnavatns- sýslu og vann þar víða, en lengst hjá séra Guðmundi Helgasyni á Bergstöðum. Séra Guðmundur og Sigurður voru systkina synir. Hann giftist Margréti Illuga- dóttur, eftirlifandi konu sinni, á Islandi 1899. Árið 1900 komu þau hjónin til Canada og eftir stutta dvöl við Westbourne, Manitoba, fluttu þau til Oak View bygðarinnar, þar sem Sig- urður og kona hans ráku bú- skap í mörg ár. Auk ekkju hans lifa hinn látna, einn sonur, Gísli; stjúp- dóttir, Mrs. O. S. Eiríksson; og níu barnabörn. Sigurður var yngstur af átta systkinum, sem nú eru öll dáin. Systkinin voru: Jóhann og Ingigerður, sem lengi bjuggu í Selkirk; en Ágúst, Björn, Ingigerður, Sigurlaug og Eilzabet dóu á íslandi. Hversu takmörkuð eða víð- tæk afköst einstaklingsins verða á lífsleiðinni fer eftir hæfileik- um hans. Margþættur æviferill tilheyrir þess vegna þeim fjöl- hæfu og, að Sigurður hafi verið maður margvíslega vitur, kem- ur brátt í ljós, þegar athugað er það yfirgripsmikla starf, sem hann leysti af hendi um dagana og fjölbreytni þess. Þegar Sigurður kom til Oak View héraðsins, þá var ekki bú- ið að mynda Siglunessveitina og, auk þess að hafa tekið virkan þátt í stofnun þessarar sveitar, varð hann fyrsti oddviti hennar Hann var maður hagsýnn og vel að sér í þjóðfélagsfræði, sam- vizkusamur og áreiðanlegur og vel hæfur þessari ábyrgðarstöðu. Sigurður hjálpaði einnig til að stofna Darwin skólahéraðið. Hann bar sérstaklega fyrir brjósti mentamál bygðarinnar og tók veigamikinn þátt í að bæta tækifærin heima fyrir á þessu sviði. Hann var um langt skeið skrifari fyrir Darwin skól- ann og mun hafa valið nafn þessa héraðs. Samferða áhuga Sigurðar í þessum málum var djúpstæð hugulsemi því hann hjálpaði mörgum ungmennum að komast til menta. Til þess að geta metið rétti- lega eiginleika annara, þá verð- ur kynningin að ná dýpra en vanalega gerist og af því að sá, sem þetta ritar hafði tækifæri til að kynnast þessum látna vini sérstaklega vel, þá varð hann þess var hvað mikill fræðimað- ur Sigurður var. Þegar tillit er tekið til þess, að Sigurður var algjörlega sjálfmentaður og hversu óhagstæð aðstaða hans að afla sér mentunar var, og hvað fullkominn lærdómur hans var í landafræði, sögu, bókment- um, þjóðfélagsfræði, sálarspeki og lögum, þá má vissulega telja hann í hópi þeirra, sem gæddir eru óvanalegum námshæfileik- um. Svo vel var Sigurður að sér í lögum að hann útbjó ýmisskon- ar lagaskjöl, svo sem fyrir landa sölur, eignarbréf og svo fram- vegis. Lagafróðleikur hans spar- aði margan dalinn fyrir héraðs- búa, því hann setti ekkert fyrir starf sitt. Sigurður var ráðhollur og gerði sitt ýtrasta til að hjálpa þeim, Sem leituðu til hans. Kunnátta Sigurðar í ensku máli gaf honum aðgang að fræðibókum þess. Sigurður var forsjáll og vegnaði vel í búskap sínum. Hann var heldur ekki einn að verki, þar sem Margrét, hans góða kona, var annars veg- ar. Heilsu sinnar vegna hafði hann brugðið búi fyrir nokkr- um árum. Samvinnuhreyfingin var framarlega í huga Sigurðar, og hann vann hart að stofnun „Ashern Farmers Co-operative Creamery“. Þetta fyrirtæki er nú í uppgangi og bændum mjög til hagnaðar. Svo það er ekki að- eins eitt heldur margt, sem bend ir á það uppbyggilega starf, sem Sigurður vann sveit sinni. Það má segja að hann hafi ver ið fastheldinn í skoðunum, en þó mjög sanngjarn og ætíð fús á að hlusta á hugmyndir annara. Víðsýni hans og umburðarlyndi færðu honum mikilsvarðandi þekkingu á lífsleiðinni. Eitt barna-barn hans kemst þannig að orði: „Afi var meira en skyld- menni til mín, hann var sá vin- ur, sem auðvelt var að ræða við um vandamál sín, því hann hafði þann kost að geta brotið til mergjar umræðuefnið og kom- ist fljótlega að kjarna málsins". Gestrisni og hjálpsemi fóru samferða hjá Sigurði og Mar- gréti konu hans; oft búsýslaði Sigurður einn dögum saman meðan Margrét var að heiman við hjúkrunarstörf, og að hjálpa bágstöddum, og öllu þessu tók maður hennar með góðu og taldi það sjálfsagt, því svo djúpstætt var göfuglyndi þessa skarpgáfaða öðlings. Þegar at- hugað er hið kærleiksríka hugar far Sigurðar, þá er maður sterk- lega mintur á þessi orð Páls postula: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrent, en þeirra er kærleikurinn mestur“. Sigurður var maður félags- lyndur og styrkti vel öll upp- byggileg fyrirtæki héraðs síns. Hann hafði gaman af að heim- sækja vini sína og eins að vin- irnir heimsæktu hann. Það má með sanni segja, að Sigurður hafi verið einn af bezt- kyntu íbúum sveitar sinnar, og margir eru vinirnir, sem kveðja hann með söknuði og þakklæti í hjarta. Persónulega þakkar sá, sem þetta skrifar, Sigurði fyr- ir göfgandi viðkynningu, alla gestrisnina og velvildina. Sigurður andaðist á heimili sínu í Oak View bygðinni, 18. nóv. s.l. og var jarðsunginn þ. 22. s. m. frá Vogarkirkju, að fjöl- menni viðstöddu. Hans jarð- nesku leifar voru lagðar til hvíldar í grafreit Oak View bygðar. Séra Philip Pétursson flutti kveðjuorðin. Lengi mun minning Sigurðar lifa í hjarta Siglunessveitar. S. S. PRINCESS ADMITTED TO THE ROYAL INSTITUTION H.R.H. Princess Elizabeth, Duchess of Edinburgh, was recently admitted a Member of the Royal Institution of Great Britain, when she attended a lecture by Professor A.N.Da.C. Andrade on “The Nature of Light”. She is seen here with Lord Brabazon of Tara, President of the Royal Institution. The Royal Institution was founded in 1799 by an American, Benjamin Thomson, who was knighted for his services to Britain, and was also made a Count of the Holy Roman Empire, assuming the title of Count Rumford. The object of the Institution — to teach by courses of philosophical lectures and experiments the application of science t othe common purposes of life.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.