Lögberg - 06.04.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.04.1950, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. APRÍL, 1950. tf FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þeasari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Kæri signor minn — þetta er þér líkt! Það er vegurinn og við skulum aug- lýsa það í dag. Látum okkur sjá . . . Við skulum breyta um aðalleikendur í þessa þrjá daga, svo að þeir sem aðalhlut- verkin hafa haft á hendi svo lengi tapi ekki helgitign þeirri, sem þeir ættu að hafa öðlast. Við skulum setja nýja leik- endur í þeirra stað. Ég auglýsi það við aftansönginn bráðlega. Ég hefi hugsað mér hverjir leiki Krist, Jóhannes og Pét ur — það er ekki erfitt að velja þá menn, en Maríu móður Krists og Maríu Magda- len —“ Þeir litu hvor á annan með sömu hugsunina í huga. „Heldurðu að hún fáist til þess?“ spurði signorinn. Presturinn kinkaði kolli. „Paulette Dubois hefir tekið sér orðið til hjarta“: „Far þú í friði og syngaðu ekki framar“; hún hlýðir. Meðan á þessu tali stóð gengu þeir í gegnum þorpið, og presturinn stansaði órólegur nokkrum sinnum, því raddir, sem honum voru ókunnar, heyrðust hljóma í hátíðasöng út á götuna. „Hverjir geta þetta verið?“ spurði hann raunalega. Signorinn gekk til gistihússins án þess að segja orð, og inn í það, án þess að drepa á dyrnar. Eftir lítinn tíma þögnuðu raddirnar, en hófust aftur, þögnuðu og hófust á ný. Signorinn kom út fölur í framan af reiði, og þrír ókunn- ir menn á eftir honum. Þeir voru allir ölvaðir. Einn þeirra var æfur. Það var Billy Wantage, sem árin höfðu ekki bætt neitt. Hann hafði komið þá um daginn með tveimur félögum sínum, í kynnis- ferð að hann sagði í afsökunarskyni fyr ir fylliríið. „Hvað gengur að þér, gamli forar- staur?“ sagði Billy. „Messan er úti, er hún ekki? Megum við ekki fá okkur í staupinu á milli bæna?“ Þegar hér var komið, var fjöldi fólks kominn í kring- um þá og á meðal þeirra var Filion La- casse. Eftir bendingu frá signornum og hljóðskrafi, sem fljótt barst út, réðust einir tólf þorpbúar á ferðamennina og fóru með þá að vatnsdælu og böðuðu þá alla, þangað til af þeim rann brenni- vínsvíman. Svo sóttu þeir hesta ferða- mannanna og vagn og gáfu þeim fimm mínútur til þess að vera á burtu úr þorp- inu. Með illu auga og alvotur, virtist Billy vera að hugsa um að malda í móinn, en þegar að hann leit á hópinn sem stóð hringinn í kringum þá alvörugefinn og ákveðinn bölvaði hann og fór með félögum sínum til næstu bygðar. Lin. KAPÍTULI Grundsemd vaknar hjá prestinum og signornum. Þess var ekki langt að bíða, að sign- orinn og presturinn þyrftu að ná tali af skraddaranum. Þeir stóðu fyrir utan búðina hans og presturinn var í þann veginn að drepa á dyrnar. „Það er þýðingarlaust; hann hefir ekki verið heima í nokkra daga“, sagði hann. „Farinn! Farinn!“ sagði presturinn. „Ég kom hér í gær til að finna hann, og þegar að hann var ekki heima, þá spurði ég eftir honum á pósthúsinu. Svo lækkaði signorinn róminn og sagði: „Hann sagði frú Flynn að hann ætlaði vestur á fjöll, eftir því sem Rósalie segir!“ Það kom alvörusvipur á andlitið á prestinum. „Hann fór líka í burtu rétt áður en leikurinn byrjaði. Ég er orðinn hræddur um — að við séum ekki farnir að vinna neitt á — hugboð hans knýr hann til að gjöra gott, en ekki illt, en þó — en þó! Mig hefir verið að dreyma fagran draum, Maurice, en ég er stund- um hræddur um að draumurinn ætli ekki a ðrætast“. „Bíða, bíða!“ Presturinn leit kýmileitur í áttina til pósthússins. „Mér hefir stundum dottið í hug, að það sem bæn manns fær ekki áorkað, að það gæti kærleik- ur konunnar framkvæmt. Ef — en, ó' hvað vitum við um fortíð hans? Ekkert Hvað vitum við um hjartalag fólks? Ekkert — ekkert!“ Signorinn varð hissa. Það leyndi sér svo sem ekki hvað presturinn meinti. „Hvað meinarðu?“ spurði hann næstum hranalega. „Hún — Rósalie hefir breyst — breyst“. Hann var að hugsa með rauna- blandinni viðkvæmni um, að hún hefði ekki komið til sín til skrifta í marga mánuði. „Ekki síðan að faðir hennar dó og hún veiktist?“ „Síðan að hún fór til Montreal fyrir sjö mánuðum síðan og jafnvel nú, síð- ustu vikurnar sem hún var veik, sendi hún aldrei eftir mér; og þegar að ég heimsótti hana . . . Ef að hún skyldi hafa fengið ást á manni, sem ekki end- urgeldur ást hennar!“ „Það væri nú fyrir beztu lka“, sagði signorinn ólundarlega. „Við vitum ekki hvaðan, að hann kom, og við vitum ekki hvort að hann er heiðingi“. „En þarna situr hún nú einn klukku- tímann eftir annan, einn daginn eftir annan gjörbreytt!“ „Hún missti föður sinn“, sagði sign- orinn áhyggjufullur. „Ég þekki sorg barnanna. Hennar er ekki slík. Sorg hennar er dýpri. En ég get ekki spurt um syndir hennar, því öll framkoma hennar er flekklaus. Höf- um við ekki séð hana vaxa, hér á meðal okkar, glaða, hugrakka, sálarhreina —“ „Hæf til til hennar stöðu“, tók sign- orinn fram í þurlega. Svo lagði hann hendina á handlegg prestsins. „Á ég að biðja hennar aftur?“ sagði hann og dróg þungt andann. „Heldurðu að hún hafi séð yfirsjón sína?“ Prestinum varð hverft við þetta í fyrstu og svaraði ekki, en hann áttaði sig brátt og gat þá ekki annað en bros- að, að hinum látlausa hégómaskap signorsins. En sat vel á sér og sagði: „Það er nú ekki það, Maurice. Það er ekki þú!“ „Hvernig vissir þú, að ég hefði beð- ið hennar?“ spurði signorinn önugur. „Þú sagðir mér það áðan“. M. Rossignol fann til ávítunarhreims ins í svari prestsins og það gjörði hann dálítið óstyrkann: „Ég er gamall af- glapi, en hún þurfti einhvern til að líta eftir sér“, sagði hann. „Ég er þó að minsta kosti ærlegur maður, og ekki hægt að segja, að henni hefði verið kastað út í óvissu og eymd“. „Kæri Maurice!“ sagði presturinn og smeygði hendinni undir handlegginn á félaga sínum. „í öllum tilfellum jiema. einu, hefði það verið henni í hag. En æskan á samleið með æskunni aðeins. Alt annað er mótsögn við lögmál lífs- ins“. Signorinn þrýsti að handlegg félaga síns. „Ég hélt að þú værir ekki eins ver- aldarvanur og ég; nú veit ég, að þú ert vísari“, sagði hann. „Ekki veraldarvís. Lífið er dýpra, en veraldarvaninn og vísdómur mann- anna. Komdu, við skulum fara og hafa tal af Rósalie“. M. Rossignol stansaði við pósthús- dyrnar, og hálfsneri sér að skraddara- búðinni. „Hann er ungur, segjum að hann hafi náð ástum hennar, en ekkert gefið í staðinn, og —“ „Ef að það væri svo“ — presturinn þagnaði og svipur hans varð alvarleg- ur. — „Ef að það væri svo, þá ætti hann að fara alfarinn héðan. Og væri draum- ur minn þá líka á enda!“ ( „Hvað yrði þá um Rósalie? „Rósalie mundi gleyma. Til þess að æskan muni, þarf hún að sjá, þreifa á og vera í nærvist æskunnar, annars bera tilfinningarnar hana ofurliði. Til- finningar æskufólksins eru dýpri en þeirra eldri, en þær verða að fá daglega endurnæring“. „Sem ég er lifandi, prestur minn, þú ættir að færa þessa heimsspeki þína í letur heiminum til velferðar“, sagði M. Rossignol og drap á dyr pósthúss- ins. „Það er betra að ég fari einn inn, Maurice", sagði presturinn. „Það er gott — þú segir satt!“ svar- aði hinn. „Ég ætla að fara og skrifa yfir- lýsinguna um að alt ferðafólk verði að vera farið burt héðan úr dalnum á mið- vikudagskveld. Og ég skal líka sjá um að henni verði hlýtt!“ bætti hann við hressilega og sneri sér við og gekk upp eftir bæjargtunni, en frú Flynn opnaði pósthúshurðina fyrir prestinum. Eftir hálfan klukkutíma kom prest- urinn aftur út í pósthúsdyrnar og Rósa- lie, föl en fögur með honum. Hann hafði brostið kjark til að segja það, sem honum lá áhjarta. En þegar að hann kvaddi hana, herti hann upp hugann. „Fyrirgefðu mér, Rósaiie“, sagði hann. „Ég hefi stundum haft hugboð um, að á huga þínum hvíli fleira en eitt hrygðarefni. Ég hefi hugsað —“ hann þagnaði og hélt svo áfram öruggur — „að það gæti verið um andstæð ásta- mál að ræða, eða heitrof". Það kom eins og þoka fyrir augu Rósalie, en hún svaraði stillt og ákveð- ið: „Ég hefi alderi verið dregin á tálar í ástamálum, monsieur Loisel". „Jæja, jæja!“ flýtti hann sér að segja. „Taktu þér þetta ekki nærri, barnið mitt. Ég vildi aðeins leitast við að hjálpa þér“. Þegar að hann lét aftur pósthúsdyrn ar rétti hún sig hugprúðlega upp. „Ég hefi aldrei verið blekt!“ sagði hún upphátt. „Ég elska hann — elska hann — elska hann“. LIV. KAPÍTULI M. Rossignol gefur lausan tauminn Það var síðasti dagur leiksins. Hinn mikli sorgarsjónleikur var á enda. Traust prestsins og signorsins var end- urvakið. Aðsóknarbann utan héraðs- manna hafði náð tilgangi sínum og frið- ur og ró hafði ríkt í dalnum þrjá síðustu dagana. Allir aðkomumenn virtust vera farnir, nema bróðir signorsins, ábóti Rossignol, sem hafði komið að sjá leik- inn. Þegar ábótinn kom hafði hann hald- ið spurnum fyrir um skraddarann í Chaudiere, og Jó Portugais og látið sér jafn hugarhaldið um báða. Trúnaðarmál þeirra hafði hann samvizkusamlega geymt. Ábótinn var ergilegur yfir að heyra allar sögurnar, sem Chaudierebúar höfðu að segja af vitsmunum og vel- gjörðum skraddarans. Það var allt hættulegt, því það sem af tilviljun var hættulaust að því er skraddarann snerti, gat valdið hinni mestu ógæfu undir öðrum kringumstæðum. Það var um undirstöðuatriði að ræða. Hann hlustaði á sögu prestsins um afturhvarf Jó Portugáis til kirkjunnar og að hann kæmi reglulega til messu, þegjandi og þóttafullur. „Svo það er ekki óhugsandi, minn elskulegi ábóti“, sagði presturinn „að vináttan á milli hans og trúleysingjans hafi átt sinn þátt í að hjálpa Portugais. Ég vona að sú vinátta haldist óskert svo árum skiftir!“ „Ég hefi ekki hugmynd um að svo verði“, sagði ábótinn grimmur. „Það vináttuband getur slitnað hvenær sem er“. „Það veit sála mín, að þú gargar eins og hrafn!“ greip M. Rossignol, sem var viðstaddur,-fram í. „Ég vissi ekki, að það væri eins mikið sameiginlegt milli þín og hvassyrta hestamannsins míns. Hann hefir mesta skemtun af að garga. Bddu, bíddu! Þú munt sjá — þú munt sjá! Dauði, dauði, dauði — allir verða að deyja. Fjandinn heldur í hárið á þér — dauði, dauði dauði! Heyr á endemi! Ég er orðinn dauðveikur af að hlusta á þessa gargara. Ég býst við að þú, eins og þessi sírýtandi kúskur minn, segi að sorgarleikurinn hafi ekki gert og gjöri ekki neitt gott, og það sé bezt að — bíða — bíða — bíða! svei!“ „Það er ekki víst að það séu allt ó- blönduð gæði“, svaraði meinlætismað- urinn. „Já, en er nokkuð til á jörðinni, sem getur talist algott? Leikurinn í gær, var þúsund stólræðna virði. Það var stofn- að til hans til þjónustu hinnar heilögu kirkju og hann verður henni til styrks og vegs. Hefur nokkurntíma sést nokk- uð virkilegra — og viðkvæmara, en með ferð Paulette Dubois á hlutverki sínu, Maríu Magdalen í gær?“ „Ég er ekki upp með mér af þeim virkileika. Að láta þá konu takast það hlutverk á hendur, er sama og eyði- leggja ópersónuleika þess þáttar“. „Þú mundir uppástanda að sá, sem lék Krist væri góður maður, sá sem lék Jóhannes alfullkominn — því ætti sú, sem leikur Magdalenu, ekki að vera iðr- andi kona?“ „Það hefði máske meiri áhrif á fólk- ið, ef að bezta konan í bygð ykkar tæki að sér það hlutverk. Fall dygðanna og eyðilegging sakleysisins, væri sýnt í ljósari og sterkari mynd. Það er holt að láta sakleysið finna og skilja, and- stygð og vanvirðu syndarinnar. Það er gjaldið sem þeir réttlátu greiða fyrir fall mannsins — sorgir og smán fyrir þá sem syndga“. Signorinn reis á fætur og sparkaði stólnum, sem hann sat á til baka og sagði reiður: „Fjandinn hafi þínar „þíóríur!“ og þegar að hann sá kulda- svipinn á andliti bróðir síns hélt hann áfram. „Já, fjandinn taki, fjandinn taki þínar þíóríur! (hugmyndir). Þínar hug- myndir voru alltaf ljótar. „Fyrirgefðu presturminn. — Ég bið þig fyrirgefn- ingar!“ Hann fór út að glugganum á her- berginu, sem þeir voru í, opnaði hann og kallaði á kúsk sinn. „Heyrðu Skoffín“, sagði hann, „komdu með hestan — spakasta hest- inn í hesthúsinu handa honupi bróðir mínum — heyrirðu það? Hann kann ekki að sitja á hestbaki!“ bætti hann við illgirnislega. Og var það hans illgirnis- legasta árás, því ábótinn miklaðist jafn- an yfir því, að hann væri allra manna mannborlegastur á hestbaki. LV. KAPÍTULI Rósalie tekur þátt í leiknum. Klukknahljómur barst frá tré á litlu hæðinni — djúpur klukknahljómur frá klukku, sem fólkið í sveit-' inni hafði keypt árði áður til notk- unar við trúboðsstöðina á þessum stað. Klukkunni var hringt á hverj- um degi í byrjun hvers þáttar leiksins, en þeir voru fimm. Henni var einnig hringt, þegar tjaldið var degið upp frá krossfestingar sýningunni. í þeim þætti talaði enginn nema María Magdalen, sem kraup við krossinn, og blóð féll á höfuðið á henni, þegar rómversku her- mennirnir, sem á verði voru, lögðu sverði í síðu þess, sem á krossinum hékk. Þá hugmynd átti presturinn. Magdalena átti að tala fyrir alla sem þá voru uppi, og líka fyrir komandi kyn- slóðir. Hún átti að tala fyrir brotlega og iðrandi, á öllum tímum, vera fyrsti fórnarávöxtur, eyðimerkurblóm jarðar- innar, vökvað blóði friðarhöfðingjans. Margar hallandi vetrarnætur, hafði presturinn legið vakandi, til að hugsa um, hvað konan skyldi segja við kross- inn. Að síðustu réði hann við sig, að láta hana segja sögu endurlausnarinnar og friðþægingarinnar eins ýtarlega og hann gat — bænarkall allra manna, und ir öllum kringumstæðum og þakklætis viðurkenningu þeirra. Þrjá síðustu dagana hafði Paulette Dubois leikið hlutverk Maríu Magda- lenu. Eins og að Jó Portugais hafði skriftað fyrir ábótanum á Vadróme- fjöllunum, svo hafði hún skriftað fyrir prestinum, eftir öll sín angistarár — og báðar þær skriftargjörðir féllu saman. Jó hafði einu sinni unnað henni, en henni hafði farist illa við hann, svo hafði maður misboðið henni og Jó hefnt þeirrar misgjörðar. Þetta var sagan í fáum orðum. Það var hún sem hlóg á áheyrendapallinum í réttarsalnum, þeg ar Joseph Nadeau var fríkendur. Saga Paulette hafði verið viðbjóðs- legri, en nokkur önnur, sem presturinn hafði heyrt, en hann fór ekki fram á neitt staraff, eða hegningu, eins og Portugais hafði leitt yfir sjálfan sig, með samþykki ábótans, sem var kröfuharð- ur maður. Framkoma Paulette í hlut- verki Magdalenu hafði haft djúp áhrif á fólkið, svo að hún átti hlutdeild í, með Maríu móður Jesú hinum djúpu alvöru- og hrygðaráhrifum, sem mannfjöldinn var undir. Fimm sinnum hafði klukkunni verið hringt, og hljómur hennar borist í gegn- um loftið hressandi og hreint. Sólin staf aði lífsgeislum sínum ofan á ylmþýðan skóginn. Reiði M. Rossignol var hjöðn- uð og liðin hjá löngu áður en presturinn, bróðir hans og hann sjálfur komu til vatnsins og sléttunnar, þar sem leikur- inn fór fram. Á milli þáttanna gengu bræðurnir saman fram og aftur í sátt og friði, og á augum signorsins var grunsamlegur raki. Hegðun fólksins hafði verið svo auðmjúk og einlæg, að staðurinn, há- lendið og dalurinn allur, virtist standa sér undir áhrifum hins háleita sorgar- leiks aldanna. Það glaðnaði yfir prestinum, þegar að hann sá þá Charley og Jó Portugais eina sér á meðal trjánna, og nokkuð í burtu frá kirkjufólkinu og áhorfendun- um. Bikar ánægju hans var nú fullur. Hann hafði þóst þess fullviss, að ef skraddarinn hefði verið viðstaddur leik- inn síðustu þrjá dagana, að þá hefði hann orðið fyrir áhrifum, sem hefðu leitt hann að altari kirkjunnar. í dag leit hann á leikinn sém verkfæri í hendi Guðs, mönnunum til sáluhjálpar. Skömmu áður en síðasta sýningin var sýnd, fór hann inn í tjald, sem hann hafði, og leikendurnir höfðu fataskipti í, áður en þeir komu fram á leiksviöið. Þegar að hann kom inn, kom einhver úr skugga trjánna og snerti handlegg- inn á honum. „Rósalie!“ sagði hann undrandi, því hún var búin búningi Maríu Magdalen.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.