Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21374
V.\H''*e
Clea,fieT
DrD
Completp
Cleaning
Instilulion
PHONE 21374
**síSssss?
.ners
D<iu
A Complete
Cleaning
Institution
63. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAÍL, 1950
NÚMER 16
Virðuleg og fgölmenn brúð-
kaupsveizla í New York
Á laugardaginn þann 8. yfir-
standandi mánaðar voru gefin
saman í hjónaband í New York-
borg, þau ungfrú Helga John-
son og hr. Robert Charles Hers-
ey; brúðurin er dóttir þeirra
merku og ágætu hjóna Ólafs
stórkaupmanns Johnson og hinn
ar glæsilegu frúar hans Guð-
rúnar, sem nú dvelja í New
York, en brúðguminn sonur
þeirra Charles Addison Hersey
og frú Hersey. Hjónavígslan fór
fram í St. Luke’s Episcopal
Church í Forest Hills, en að
henni lokinni efndu foreldrar
brúðarinnar til virðulegrar og
afar fjölmennrar veizlu með
þeim höfðingsbrag, sem þau
hjón eru hvarvetna kunn að.
Ólafur Johnson er í hópi hinna
mestu athafnamanni íslenzkra á
vettvangi kaupsýslunnar í
tíð sinni og óbrigðull vinur vina
sinna og frú hans meðal hinna
tígulegustu kvenna.
Faðir brúðgumans er lögfræð-
ingur að sérmentun, en rekur
umfangsmikla timburverzlun á
Long Island, og er brúðguminn
í félagi við hann.
útbreiðslu rússneskra áhrifa en
úr þeim yrði dregið; taldi hann
stjórn Breta hafa sýnt í því efni
góða forsjá, að draga ekki á-
minsta viðurkenningu á lang-
inn úr því sem málum þá var
komið í hinu þéttbygða Kína-
veldi.
Um Vestur-Þýzkaland hafði
Mr. Coldwell þetta að segja:
„Viðskiptahömlur hafa að miklu
leyti verið afnumdar; vöruút-
flutningurinn hefir að miklu
þorrið, í fjölda búða er gnægð af
vörum, en þær kaupa þeir einir,
sem peningaráð hafa um leið og
tvær miljónir manna, kvenna og
barna lifa við sult og seyru“.
Mrs. Roberi Charles Hersey
Skipar forsæti í
mikilvægri deild
Dagblaðið „Grand Forks Her-
ald“ skýrir frá því þ. 14. þ. m„
að Dr. Richard Beck, prófessor í
norrænum fræðum við ríkishá-
skólann í N. Dakota og vararæð-
ismaður Islands þar í ríkinu,
hafi verið kosinn forseti í ný-
stofnaðri Grand Forks deild í
félagi Sameinuðu þjóðanna
(American Association of the
United Nations). Hann var einn-
ig einn af frumkvöðlum að
stofnun deildarinnar og hafði
með höndum fundarstjórn á
stofnfundinum. En hlut í stofn-
un deildarinnar áttu kennarar
á háskólanum, stúdentar og fólk
úr hinum ýmsu stéttum og fé-
lögum borgarinnar.
Undanfarið hefir Dr. Beck,
eins og frá hefir verið sagt, flutt
margar ræður um Sameinuðu
þjóðirnar og starfsemi þeirra,
seinast hér í Winnipeg á sam-
komu Þjóðræknisfélagsins sein-
asta kvöld þings þess.
Lækkun tollmúra
Eitt hið mikilvægasta stefnu-
sam- skráratriði Trumans Bandaríkja
ríkjaforseta, er lækkun alþjóða-
tollmúra, og hefir hann nú af
þessari ástæðu lýst yfir því, að
hann vilji lækka útflutnings-
tolla á 2,500 amerískum vöru-
tegundum, og vænti hliðstæðra
tilslakana af hálfu annara þjóða;
á næsta hausti verður háð toll-
málaráðstefna í London, þar
sem mál þessi koma til umræðu
og yfirvegunar; uppástungur
Mr. Trumans í þessa átt, sæta
vafalaust snarpri andspyrnu af
hálfu Republicana í þjóðþinginu,
og sennilega jafnframt frá ýmiss
um verkatnannaleiðtogum.
^ Frú Violet B. ísfeld
Kjörin forseti hljómlist-
arkennarasambandsins
Á nýlega afstöðnum fundi
hljómlistarkennara sambandsins
í Manitoba, var frú Violet B. ís-
feld kjörin að forseta í þessum
útbreidda og mikilvæga félags-
skap; féll henni með þessu verð-
ug sæmd í skaut, því það er ekki
einasta að frúin sé ágætur píanó
kennari, heldur er hún jafn-
framt búin miklum forustuhæfi-
leikum.
Aldarafmæli Jóns
Ólafssonar ritstjóra
Aldarafmæli Jóns Ólafssonar
ritstjóra var í gærdag, og í til-
efni þess gef Hákon Bjarnason
kógræktarstjóri Blaðamannafé-
lagi íslands boðsbréf það, er Jón
sendi út, er hann boðaði til
stofnfundar Blaðamannafélags
íslands. Jón sendi boðsbréf 'sitt
út í nóvember 1897 og fundurinn
mun hafa verið haldinn 19. þess
mánaðar í Hótel íslandi. Boðs-
bréfið var sent til þessa fólks:
Cand. theol. Hannesar Þorsteins-
sonar cand. phil. Björns Jóns-
sonar, cand phil. Einars Hjörleifs
sonar, Valdimars Ásmundssonar
ritstjóra, cand. jur. Einars Bene-
diktssonar, cand. phil. Þorsteins
Gíslasonar og cand. phil. Jóns
Jakobssonar. —Alþbl. 21. marz
Iðnaður færir
út kvíar
Iðnaðarþróun í Manitoba síð-
ustu tíu árin, hefir verið hrað-
stígari og risavaxnari en nokkru
sinni áður í sögu fylkisins, að
því er nýjustu skýrslur herma,
en hámarki náði iðnaðarfram-
leiðslan 1948. En þótt slík fram-
leiðsla væri vitund minni í fyrra,
var þó verðmagn hennar tals-
vert hærra, er einkum stafaði
frá aukinni fjölbreytni.
Árið 1949 nam verksmiðju-
framleiðslan ‘í fylkinu $483.000,
000. Fjörutíu og sjö iðnfyrirtæki
voru stofnsett innan vébanda
fylkisins 1949, og hefir einn
þriðji hluti þeirra bækistöð ut-
an Winnipegborgar h i n n a r
meiri, en slíkt hefir í för með
sér aukinn atvinnujöfnuð.
Ferðamannastraumurinn til
Manitoba árið, sem leið, var
langtum meiri, en nokkru sinni
fyr; nálega 400,000 ferðamanna
heimsóttu fylkið á árinu, er auðg
að mun hafa það um 20 miljónir
dollara. Nú í ár, er búist við að
ferðamannastraumurinn verði
þó drjúgum meiri.
Dýrtíðin magnast
Að því er hagstofunni í Ot-
tawa segist, varð lífsframfærslu-
kostnaður í febrúar og marz-
mánuði stórum hærri en nokkru
sinni áður á undanförnum ellefu
árum, hvort heldur sem al-
menningur á um að kenna eða
þakka of góðri stjórn; hinn hækk
andi framfærslukostnaður staf-
ar einkum frá hækkaðri húsa-
leigu og stórhækkuðu verði lífs-
nauðsynja, svo sem kjöts; þeir,
sem völdin hafa, hugga neytend-
ur með því, að margaukin eftir-
spurn í Bandaríkjunum eftir
kjöti héðan úr landi sé megin-
orsök hækkunarinnar; í vikunni,
sem leið, hækkaði smásöluverð
kjöts í Winnipeg um hálft þriðja
cent á pundið. Áminst hækkun
lífsnauðsynja reynir mjög á þol-
rif láglaunastéttanna í. borgum
og bæjum, að maður nú tali ekki
um blessað gamla fólkið, sem
verður að draga fram lífið á
fjörutíu dollurum um mánuðinn.
Nú er þörf sterkra neytenda-
samtaka, er krefjist skjótra úr-
bóta, og hviki hvergi frá þeirri
kröfu.
Jón Pólmason kjörinn
forseti Sameinaðs þingis
Fyrsta mál á dagskrá Samein-
að þings í gær var kosning for-
seta í stað Steingríms Steinþórs-
sonar forsætisráðherra. — Kosn-
íngin fór á þá lund, að kjörinn
var Jón Pálmason með 24 atkv.,
Þorsteinn Þorsteinsson hlaut 1
atkv., en 18 seðlar voru auðir.
Mbl. 23. marz
Hertoginn af
Windsor
í fyrri viku heimsótti hertog-
inn af Windsor, fyrrum Breta-
konungur, Canada ásamt her-
togafrúnni; komu þau hjón fyrst
til Calgary, en í grend við þá
borg á hertoginn búgarð mikinn,
og hefir í hyggju að koma þar
á fót fyrirmyndarbúi; dvöldu
hinir tignu gestir á búgarðinum
í þrjá daga, en lögðu síðan leið
sína til Ottawa þar sem þau
voru gestir landstjórahjónanna;
ennfremur ráðgerðu hertoga-
hjónin að dvelja um vikutíma í
Montreal; var þeim hvarvetna
vel fagnað.
Dr. Sigfús Blöndal
lútinn
Dr. Sigfús Blöndal, bókavörð-
ur og höfundur hinnar miklu
orðbókar, sem við hann er kennd
lézt í Kaupmannahöfn á sunnu-
dagsmorguninn 75 ára að aldri
Sigfús Blöndal var fæddur 2.
október 1874 að Hjallalandi í
Vatnsdal. Stúdentsprófi lauk
hann árið 1882 og varð magister
í grísku, latínu og ensku í Kaup-
mannahöfn sex árum síðar. Ár
ið 1901 varð hann aðstoðarmað-
ur við konunglega bókasafnjð í
Kaupmannahöfn og 1907 gerðist
hann undirbókavörður, en bóka-
vörður í fyrsta flokki varð hann
1914, og var það unz hann fékk
lausn frá störfum 1939.
Auk samningar orðabókarinn-
ar, sem kennd er við hann, vann
Sigfús að margvíslegum öðrum
ritstörfum og vísindastörfum. Þá
hafa komið út eftir hann tvær
ljóðabækur, en síðustu árin vann
hann að miklu riti um Væringja,
og flutti meðal annars fyrirlestra
um það efni hér við háskólann í
fyrra. Sigfús Blöndal var sæmd-
riddarakrossi fálkaorðunnar og
öðrum heiðursmerkjum.—Alþbl.
Árni G. Eggerlson, K.C.
Kjörinn forseti
stjórnmúlasamtaka
í vikunni, sem leið, var Árni
G. Eggertsón, K.C., kjörinn for-
seti Liberalsamtakanna í Mið-
Winnipeg kjördæminu hinu
syðra, en fulltrúi þess kjördæm- m
is í sambandsþinginu er Ralph
Maybank.
Mr. Eggertson er harðsnúinn
flokksmaður og málafylgjumað-
ur hinn mesti.
Óónægja vegna
hveitiverðs
Eins og þegar er vitað, lýsti
viðskiptamálaráðherra sam-
bandsstjórnar, C. D. Howe, ný-
lega yfir því í sambandsþingi,
að á yfirstandandi uppskeruári
frá 1. ágúst næstkomandi að
telja, yrði fyrsta greiðsla fyrsta
flokks hveitis miðuð við $1.40' á
mæli; er þetta 35 centum lægra
á mæli, en raun varð á í fyrra;
þykir bændum eins og vonlegt
er, þetta vera óþægilega mikill
munur; forráðamenn landbún-
aðarsamtaka Sléttufylkjanna
þriggja hafa mótmælt áminstri
verðlækkun, og telja hana, væg-
ast sagt, næsta ósanngjarna,
ekki þó sízt, er tekið sé fult til-
lit til þess, hve verð landbúnað-
aráhalda sé hátt, sem og verðlag
á-flestu öðru, sem bændur þurfi
að kaupa.
Litlar líkur munu á, að stjórn-
gefi áminstum mótmælum
nokkurn minsta gaum, að því er
síðast fréttist.
Stórfé til
vegagerða
Að því er mannvirkjaráð-
herra fylkisstjórnarinnar í Mani
toba, Mr. Willis, segist frá, verð-
ur varið 5 miljónum dollara til
vegagerða í fylkinu á yfirstand-
andi fjárhagsári; álitlegur hluti
þessarar fjárhæðar gengur til
lagningar hinum nýja alþjóðar-
bílvegi frá strönd til strandar;
einnig eru allmiklar brúargerðir
fyrirhugaðar.
Hungur greiðir
einræði götu
M. J. Coldwell leiðtogi C.C.F.-
flokksins, lagði á það ríka á-
herzlu nýlega í þingræðu, að
hungrið væri skæðasti óvinur
lýðræðisins; þar, sem hungur
syrfi að, væri jafnan frjór jarð-
vegur fyrir hverskonar öfga-
stefnur svo sem Nazisma og
Kommúnisma, og af þeirri á-
stæðu væri það lífsnauðsyn, að
lýðræðisþjóðirnar beittu sér
fyrir um það, að útrýma ör-
birgðinni úr heiminum. Mr.
Coldwell tjáðist þeirrar skoðun-
ar, að Canada bæri að viður-
kenna Kommúnistastjórnina í
Kína hið bráðasta; óþarfa drátt-
ur í þessu efni gæti leitt til þess,
að flýtt yrði þar fremur fyrir
Mótmæli og
gagnmótmæli
Fyrir skömmu týndist ame-
rísk flugvél á ferðalagi frá
Wiesbaden í Þýzkalandi til Kaup
mannahafnar með 10 manns inn-
an borðs, og hefir hennar hvergi
Lógmark launa
úr sögunni
Samkvæmt fregnum frá Lon-
don þann 13. þ. m., hafa verka-
mannasamtökin brezku mót-
mælt svo kröftuglega ákvæðun-
um um lágmarkslaun, sem verið
hafa í gildi síðan í byrjun yfir-
standandi árs, að stjórnin sá
þann kost vænstan, að afnema
þau með öllu.
orðið vart þrátt fyrir ítarlegar
eftirgrenslanir. Rússar staðhæfa
að flugvél þessi hafi verið vopn-
uð og skotið á rússneska flug-
vél yfir Latviu, sem nú er eitt
af leppríkjum ráðstiórnarríkj-
anna; hafa þeir sent Bandaríkja-
stjórn ströng mótmæli í þessu
tilefni. Bandaríkin hafa mót-
mælt þessari ásökun, og full-
yrða að áminst flugvél hafi ver-
ið óvopnuð, þó hugsanlegt sé að
hún hafi vilst af leið og flogið
yfir rússneskt áhrifasvæði.
Foringjar Social
Credit í Winnipeg
I fyrri viku var staddur hér í
borginni á fundi aðalforkólfa
Social Credit hreyfingarinnar,
þeir E. C. Manning forsætisráð-
herra Albertafylkis og Solon
Low foringi Social Credit flokks-
ins í landinu og aðalmálsvari
hans á sambandsþinginu; töluðu
þeir kjark í sína menn, og spáðu
því, að áður en langt um liði,
myndi flokkurinn taka við völd-
um í Ottawa; hvöttu þeir mjög
til aukinnar fræðslustarfsemi
málstað flokksins til eflingar.
Gert er ráð fyrir, að Social
Credit-sinnar haldi flokksþing
mikið í Saskatoon á öndverðu
komanda hausti.
Virðulegt samsæti
Síðastliðið mánudagskvöld
var þeim Ralph Maybank sam-
bandsþingmanni fyrir Mið-Win-
nipeg kjördæmið hið syðra og
frú, haldið fjölment og virðu-
legt heiðurssamsæti í hinum
fallegu salarkynnum Don Carlos
á Kennedy Street hér í borginni;
forsæti skipaði Árni G. Eggert-
son, K.C., hinn nýkjörni formað-
ur Liberalsamtakanna í áminstu
kjördæmi, og fórst honum sam-
kvæmisstjórn hið röggsamleg-
asta úr hendi; mannfagnaður
þessi var um alt hinn ánægjuleg-
asti, og flutti Mr. Maybank við
þetta tækifæri tímabæra og at-
hyglisverða ræðu; að líkindum
verður hann skipaður í ráðherra
embætti á næstunni.
Einkennilegur
fundur
Er verkamenn voru við kjall-
aragröft á Ellice Avenue hér í
borginni á fimtudagsmorguninn
var, fundu þeir hægri hönd af
manni og vinstri fót; bilið á milli
limanna nam sex þumlungum;
yfirlíkskoðari fylkisstj órnarinn-
ar, Dr. Fryer, tjáist þeirrar skoð-
unar að limirnir yæru af full-
þroska karlmanni, og mundu
hafa legið í mold nálægt tíu ár-
um; rannsóknarlögreglu borgar-
innar var þegar gert aðvart um
fundinn, og mun hún þegar taka
málið til nákvæmrar yfirvegun-
ar; jafnframt var þegar ákveðið
að hefja víðtækari gröft á
áminstri spildu; hvort fundur
þessi standi að einhverju leyti í
sambandi við morð, er enn á
huldu.
Nú er komið á daginn að
limir þessir voru notaðir við
kennslu á lækningarannsóknar-
stofu.
Taka þátt í hljómleikum til varnar gegn berklaveiki
Giselle
Snjólaug Sigurdson
E. James Beer
Þetta unga og stórhæfa hljómlistarfólk, sem myndirnar eru af, tekur þátt í hljómleikum, sem
farandsalafélag Norðvesturlandsins efnir til í Winnipeg Auditorium að kvöldi þess 29. þ. m.
Arður af hljómleikunum gengur til berklavarna, og það eitt út af fyrir sig, ætti að nægja til þess
að hvert rúm verði skipað í hinni miklu samkomuhöll.
Sérstakt fagnaðarefni er það íslendingum, að eiga þess nú kost, að hlusta á hinn ágætá oj* gáfaða
píanista, ungfrú Snjólaugu Sigurðsson. sem kemur hingað frá New York til að leika á samkomunni