Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAÍL, 1950 Or borg og bygð There’s no surer way to risk a collisionn—plus legal liability for damages—than to drive too close to the car ahead. A good rule is to stay two car lengths behind the car ahead for every 10 miles of speed you are travel- ing. Thus—30 miles an hour— 6 car lengths. 40—8 car lengths. 50—10 car lengths. Etc. Why not lead this rule to your entire family? Place Your Insurance with J. J. SWANSON and CO. LTD. 308 Avenue Building, Winnipeg, Manitoba. ☆ — Dánarfregn — Guðrún Guðbjörg Gunnars- dóttir Kristjánssonar andaðist á sjúkrahúsinu í Wynyard, Sask. þann 4. marz síðastliðinn. Hún var fædd á Áslaugsstöðum í Vopnafirði 30. dag aprílmánað- ar 1878. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar og Herborg, er þar bjuggu. Árið 1902 giftist hún Sigur- birni Hetúsalemssyni Kristjáns- sonar frá Sýringsstöðum í sömu sveit. Sama ár fluttu þau til Ameríku. Fyrstu fjögur árin dvöldu þau í Winnipeg, að þeim tíma liðnum, eða um vorið 1906, fluttust þau vestur í hina svo- nefndu Vatnabygð, sem þá var óðum að byggjast, og settust að á heimilisréttarlandi ,sem þau tóku, eina mílu fyrir austan, þar sem nú; er Wynyard-bær. Þar bjuggu þau þar til Sigurbjörn andaðist 24. desember 1931. Þau eignuðust 9 börn: Þrjá drengi og sex stúlkur, sem eru hér talin: H e r b o r g, kona Hólmgeirs Guðnasonar Holms, h e i m il i þeirra er í Wynyard; Guðríður, kona Alfred Sigurðssonar, Mis- sion City, B.C.; Guðmundur Metúsalemsson, Prince Rubert, B. C., Kristinn Óli í Wynyard; Kristín, kona Jakobs Guðnason- ar, Vancouver, B.C.; Sigríður (Mrs. H. G. Nickols) Rockcliffe, Ont.; Sigurbjörg (Mrs. K. Rielly) South Porcupine, Ont.; Ólöf í Winnipeg og Steindór í Toronto, Ont. Ein systir Guðrúnar er á lífi, Gunnþórunn að nafni, Nar- rows, Man. Eftir að Guðbjörg misti mann sinn hélt hún áfram búi með börnum sínum þar til heims- styrjöldin byrjaði, sem dreng- irnir óðar tóku þátt í. Eftir það var hún lengt á vegum dóttur og tengdasonar, Mr. og Mrs. Holms. En síðan Óli sonur henn- ar losnaði úr herþjónustunni hefir hún haldið heimili með honum hér í bæ. Saga þessarar góðu konu er saga margra annara íslenzkra landnámskvenna, sem mætt hafa og barist við fátækt og örð- ugleika frumbýlingsáranna með þolinmæði, þrautseigju og still- ingu, enda átti hún þá eigin- leika í ríkum mæli. « Útför hennar fór fram frá United kirkjunni hér í Wynyard þann 9. sama mánaðar. J. C. Jolly prestur ensku kirkjunnar jarðsöng. Blessuð sé minning hennar. Vinur ☆ —Dánarfregn — Mrs. Guðný Pálína Eggertson andaðist á Betel, að Gimli, að morgni annars páskadags þann 10. apríl. Hún var fædd 12 des. 1866, að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, dóttir hjón- anna Gísla Jónssonar og Ragn- heiðar Eggertsdóttur. Árið 1892 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Ólafi Eggertssyni, sem er vistmaður á Betel. Þau bjuggu á Vík í Skagafirði, en fluttu vestur um haf árið 1900. Þau settust að í Selkirk og bjuggu þar ávalt unz þau fluttu til Betel fyrir tæpum 2 árum síðan. Látin dóttir þeirra var Sigríður, Mrs. Helmuih Ray Williams, og Herberi Dagmar, til heimilis í Selkirk. Dótturbörn þeirra hjóna eru 3 á lífi í Winnir peg og 6 barnabarnabörn. Sum- ar af systrum Mrs. Eggertson munu enn á lífi á íslandi. Mrs. Eggertson var kona hug- arstyrk og vel gefin, trygglynd með afbrigðum og föst í lund. Hún var innilega trúuð og bar áföll lífs og barnamissir með jafnaðargeði þess, er veit á hvern hann trúir. Þau hjón bæði voru mikilsvirtir stuðnings- menn og unnendur Selkirk-safn- aðar, og nutu trausts og virðing- ar samferðafólks síns. Gott var að koma á heimili þeirra. Bæði voru Eggertson’s-hjónin sam- taka í*því að berjast sigrandi lífs baráttu þrátt fyrir ýmislegt andstreymi og veila heilsu er þau áttu við að stríða. Útförin fór fram frá kirkju Selkirk-safnaðar þann 13. apríl, að viðstöddum flestum þeirra nánustu og nágrönnum og vin- um. Jarðsett var í S^lkirk. S. Ólafsson ☆ Gefin saman í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. G. Stefáns- son 354 Queen Ave., Selkirk, á páskadag, Vernon Alfred Thomas, og Doroihy Mary Craigie, bæði til heimilis í Beaconia, Man. Til aðstoðar ungu hjónunum voru Mr. og G. Stefánsson. Séra Sigurður Ólafsson gifti. ☆ Gefin saman í hjónaband á heimili íslenzka sóknarprestsins í Selkirk, þann 15. apríl Tony Anthony Halabicki og Anna Sitka, bæði til heimilis í Selkirk, Man. ☆ Lestrarfélagið á Gimli efnir til sinnar árlegu skemtisam- komu að kvöldi þess 28. þ. m. í samkomuhúsi bæjarins. Prófes- sor Tryggvi J. Oleson, Dr. Phil., flytur ræðu, en frú Elma Gísla- son skemtir með einsöng. Ýmis- legt fleira verður á samkomunni til skemtunar og fróðleiks. — Fjölmennið! ☆ Stúkan SKULD heldur fund á mánudagskvöldið þann 24. þ. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunud. 23. apríl (1. s.d. í sumri) — Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Sumri fagnað! Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ☆ — Argyle Prestakall — Sunnudaginn 23. apríl 2. sunnd. eftir«páska. Brú kl. 11 f. h. (ensk messa) Grund kl. 2:30 e. h. (ensk messa) Glenboro kl. 7:00 e. h. (ensk messa). Sunnudagaskólinn byrjar á Brú og Grund á eftir guðsþjón- ustum. Séra Eric H. Sigmar ☆ Arborg-Riverton prestakall 23. apríl — Arborg, íslenzk messa kl. 2 e. h. 30. apríl — Riverton, íslenzk messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason m. .á venjulegum stað og tíma. Fjölmennið og hressið ykkur á góðum kaffisopa. ☆ í lok fyrri viku komu hingað til borgarinnar þær ungfrúrnar Guðlaug Sigurgeirsdóttir bisk- ups í Reykjavík og Ólafía Sigurð ardóttir ættuð af ísafirði; þær hafa dvalið árlangt við nám í Berkeley háskólanum í Kali- forníu, og eiga hér einungis skamma viðdvöl; héðan halda þær svo austur til New York og hyggja þaðan á heimför áður en langt um líður. ■Cr Mr. Friðrik P. Sigurdson skáld frá Geysisbygð í Nýja ís- landi, var staddur í borginni í fyrri viku; hann ætlar sér að heimsækja ísland í sumar á- samt yngstu dóttur sinni. ír The Dorcas Society of the First Lutheran Church will hold their annual PLAY, directed by - GRAND FIMAL - ASSOCIATED CANADIAN TRAVELLERS RADIO STATION CJOB AMATEUR SHOWS Auditorium — Saturday, Aprií 29th, 1950 Contestants from the following towns will appear: ARBORG — BEAUSEJOUR — LAC DU BONNET — LUNDAR — MIAMI — MANITOU — MORDEN NOTRE DAME DE LOURDES — RIVERTON — STEINBACH — SWAN LAKE — ST. PIERRE TEULON — WESTON — BROOKLANDS — WINKLER — WINNIPEG Help Fight Tuberculosis and Enjoy . . . 18 Prize-Winning Contestants of Season's Shows Not ]_ Not 2 But 3 Feature Stars ★ GISELLE—Famed Canadian Radio Star. ic SNJOLAUG SIGURDSON—Brilliant young Pianist—Fresh from her New York triumphs. •k E. JAMES BEER—Featured Bass Soloist on “Singing Stars of Tomorrow”. All these artists—former Manitoba residents—have made a name for themselves in the East TICKETS: $1.00, 75c and 50c — ON SALE NOW FROM YOUR LOCAL CHAIRMAN — GEE RECORD SHOP, WINNIPEG „Stjórnarskrárfélag" stofnað Þrjátíu og sjö stofnendur gera samþykkt um stofnun og markrnið félagsins í september haustið 1949 kom saman á Þingvöllum nokkur hópur manna úr Reykjavík og af Suðurlandsundirlendi í þeim til- gangi að stofna til samtaka á Suðurlandi um stjórnarskrár- málið á þann veg, að það yrði að lokum leyst á svipuðum grundvelli og markaður hafði verið með samþykkt Norðlend- inga og Austfirðinga í því máli. Fundurinn kaus undirbúnings- nefnd til þess að hrinda málinu í framkvæmd að því er Reykja- vík snerti. Nefnd þessi hefir starfað síð- an, og s.l. sunnudag, 19. þ: m., kvaddi hún til fundar þá menn í Reykjavík, sem henni var kunn ugt um að vildu standa að stofn- un félagsins um málið. Fundur- inn var haldinn í Oddfellowhús*- inu. Félagið hlaut nafnið Stjórnar- Miss Rae Bardal, on Ppril 27th, at 8:30 p.m. in the Church Audi- torium. A collection will be tak- en and refreshments served. ☆ The Dorcas Society of the First Lutheran Church is publis- hing a Cook Book similar to the well known edition published some years ago by the Ladies’ Aids of this church. This attrac- tive book of recipes which costs $1.50 is expected to be available by the first of May. Advance orders are now being received by: . Mrs. Margaret McDonald, 11 Regal Ave., St. Vital, Manitoba. Miss Jenny Olafson, 22 Fermor Avenue, St. Vital, Manitoba. ☆ Laugardagsskólasamkomunni frestað lil 6. maí Auglýst var í síðasta blaði að að Laugardagsskólasamkoman yrði haldin, samkvæmt venju, síðasta laugardag þessa mánað- ar, en þann dag, 29. apríl heldur Associated Can. Travellers sam- komu í Winnipeg Auditorium til arðs fyrir tæringar-varnar sam- tökin og verður þar á skemtiskrá píanósnillingurinn Snjólaug Sig- urdson. Marga mun fýsa að sækja báðar þessar samkomur og verður því Laugardagsskóla samkomunni frestað til 6. maí. ☆ Gefið í Blómveiga-sjóð Kven- félagsins „Björk“, Lundar: The Th. Backman, Chapter, $10.00 í minningu um hjartkæra for- eldra, Guðjón Runólfsson, dáinn 26. sept. 1917 og Herdísi Run- ólfsson, dáin 13. feb. 1950, frá Mrs. M. Lavasseur og Mrs. J. K. Jónasson. $5.00 í minningu um Guðrúnu Ólafson, frá Mrs. Emmu Olson. Með kæru þakklæti Mrs. Helga Ólafson Lundar, Man. skrárfélagið. Stofnendur voru 37. Á fundinum var gerð eftir- farandi samþykkt um stofnun og markmð ifélagsins: „Fundurinn samþykkir að stofna félag, óháð öllum stjórn- málaflokkum, sem hefir það markmið að vinna að því, að Minningarorð: Guðmundur Björgvin Guð- mundsson andaðist 1. janúar s.l. á Almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg; var líkið flutt til Mozart og jarðarförin fór þar fram þann 5. s. m. að fjölmenni viðstöddu, og hvílir hann í Mozart grafreit. Rev. J. C. Jolly frá Wynyard hélt líkræðuna. Guðmundur sál. var fæddur í Akrabygð í N. Dakota 2. nóvem- ber 1896. Foreldrar hans voru Finnbogi Guðmundsson og Guð- rún Einarsdóttir Guðmundsson, bæði ættuð af Breiðdal í Suður- Múlasýslu. Var gullbrúðkaup þeirra sæmdarhjóna haldið í Mozart aðeins fyrir fáum árum síðan, og voru þau hjón þá enn hress til líkama og sálar, til heim ilis hjá sonum sínum í grend við Mozart. Önnur börn þeirra, og systkini Guðmundar sál. eru: Einar og Halldór dugandi bændur í Mozart-byggð. Stanley 1 Wyn- yard. Bogi í Blaine, Wash. og Helga Abrahamson, ekkja að Akra, N. D. Árið 1917 fluttist fjölskyldan frá Akra til Mozart-byggðar og þar stundaði Guðmundur bú- skap í samvinnu við- bræður sína, en hafði jafnframt sitt að- alheimili alltaf í húsum foreldra sinna. Þess varð maður var í tali við Guðmund að hlýtt var honum mjög • til æskustöðvanna syðra megin landamæranna, þar átti hann sín ungdómsár og æsku- drauma og þar hefði hann helzt kosið sitt heimaland. Guðmundur sál. var þrekmað- ur eins og hann átti ætt til, og má eflaust segja að hann hafi á beztu árum sínum verið tveggja manna maki. Hann var verk- maður mikill og afkastasamur og á fyrri árum þegar hann gaf kost á sér til vista, sóttust bænd- ur eftir honum. Það var fyrir allmörgum árum að fyrst bar á þeim veikindum sem leiddu hann til bana; eflaust hefir hann vitað fyrir löngu hvað að fór, en aldrei heyrðist frá honum möglunar- eða æðruorð. Guðmundur sál. var góðum gáfum gæddur, hann var sérlega fyndinn og orðheppinn í tali, glaðlegur og góður til viðtals, bæði heim að sækja og á manna- mótum. Hjálpfús var hann og bóngóður svo að orð var á haft og lét hann ósjaldan sín eigin störf bíða ef aðrir þurftu lið- sinnis við. Svo margbrotinn og fjölofinn stjórnskipan íslendinga verði breytt á þann veg, að fram- kvæmdavald og löggjafarvald verði að fullu aðskilið og lýð- frelsi og réttaröryggi tryggt bet- ur en nú er. Þetta teljum vér að bezt mundi nást með því, að lögtaka nýja stjórnarskrá, sem í höfuð- dráttum byggir á eftirfarandi grundvallaratriðum: 1. Þjóðkjörinn forseti skipi, án afskipta Alþingis, ráðuneyti, sem fer með stjórn landsins á ábyrgð forseta ákveðið kjör- tímabil, án tillits til trausts eða vantrausts Alþingis. 2. Alþingi eitt hafi allt lög- gjafarvald. Forsetar Alþingis hafi rétt til að setja bráðabirgða lög að beiðni ríkisstjórnarinnar. Þingrofsvald forseta hverfi. 3. Skipun æðsta dómstóls þjóð arinnar sé ákveðin í stjórnarskrá ríkisins. 4. Landinu verði skipt í fjórð- unga eða fylki, sem njóti nokk- urrar sjálfsstjórnar. Umdæmi þessi verði ákveðin í stjórnar- skrá ríkisins, en málefni þeirra og stjórn skipað með lögum frá Alþingi. 5. Hin nýja stjórnskipan verði lögtekin á sérstöku stjórnlaga- þingi og staðfest með þjóðarat- kvæði1. í bráðabirgðastjórn voru kosn ir Hilmar Stefánsson, banka- stjóri, Jónas Jónsson, skólastjóri, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri og Jónas Guðmundsson, skrif- stofustjóri og er hann formaður félagsins. Ennfremur kaus fund- urinn sem framkvæmdastjóra fé lagsins Helga Lárusson. Stjórninni var falið að semja frumvarp að starfsreglum fyrir félagið og undirbúa Þingvalla- fund á sumri komanda, sem ætl- að 'er að ganga endanlega frá stofnun heildarsamtaka um stjórnarskrármálið fyrir allt landið. —Mbl. 21. marz er lífsþráðurinn að enginn má fullyrða hvað hver og einn hefir verulega á hvern strenginn spunnið, og svo óglögg er oft leiðin og margur stígurinn að enginn getur sagt hver helzt hefir beztu eða réttu brautina ratað, heldur veit enginn um hindranir og torfærur annara á veginum. Guðmundur sál. hefir nú sett sitt spor í tímans sand, hann var drengur góður og velviljaður, hans innri maður heill og hreinn, og eftir því trúi ég að honum verði nú á landi ódauðleikans. Vinur hins látna. GIMLI AND LONI BEACH It will pay you to put your summer cottage in my hands now, if you want to sell or rent it. VIOLET EINARSON 30—2nd Ave., Gimli Phone 72 Fjölskyldan þín "heima" mundi gleðjast yfir að sjá þig. FERÐASTU HúNA þegar ollt er þér í hog Gleddu fjölskyldu þína óvænt í vor. Heimsæktu vini þína. Sjáðu æskustöðvarnar. Gerðu það núna . . . þegar allt er þér í hag. Hugsaðu um það! Alla þessa1 ánægju geturðu veitt þér á morgun ef þú ferðast með flugvél — eða eftir fáeina i n d æ 1 a hvíldar- daga — ef þú ferð með skipi. Dragðu það ekki! Farðu núna, þegar þú getur fengið betra farrými og einnig sparað pen- inga. Talaðu við ferðaskrifstofu þína í dag. Hún mun með ánægju sjá um ferðina fyrir þig. Represenlaiives in America íor the EUROPEÆW TRAVEL COMMISSIOIV AUSTRIA FRANCE ICELAND LUXEMBOURG NORWAY SWEDEN BELGIUM GREAT BRITAIN IRELAND MONACO PORTUGAL TURKEY DENMARK GREECE ITALY NETHERLANDS SWITZERLAND .'t AUKINN SKILNINGUR . . . MEÐ FERÐALÖGUM . . . ER LYKILLINN AÐ FRIÐI.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (20.04.1950)
https://timarit.is/issue/159589

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (20.04.1950)

Aðgerðir: