Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAIL, 1950 5 4HLGAH/ÍL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HUGSUNIN HEFIR ÁHRIF Á HEILBRIGÐI LÍKAMANS Dr. John Albert Schindler Fyrir einu ári síðan flutti, þá lítt þekktur læknir, Dr. John Albert Schindler frá Mouroc Clinic, Wisconsin, erindi yfir út- varpið um taugasjúkdóma og vakti það svo mikla eftirtekt að beiðnir um afrit af erindinu streymdu til útvarpsstöðvarinn- ar í hundraða tali; síðan var því endurvarpað og tímarit birtu það, meðal annara, Reader's Digest og Liberty. Algengasti sjúkdómurinn Dr. Schindler heldur því fram að einn sjúkdámur sé al- gengari en allir hinir til samans, það er það sem hann kallar Psychosomatic veiki (psyche er gríska orðið yfir sál eða líf, en somatikos þýðir líkami). Það er raunverulegur sjúkdómur en ekki ímyndunarveiki; verkirnir mannsins- sérstaklega ef tilfinningarnar eiga hlut að máli. Til dæmis koma í ljós líkam- legar breytingar ef maður verð- ur reiður. Hann verður annað hvort fölur eða rauður í and- liti, augun þenjast opin, vöðv- arnir strengjast svo að hann titrar. Þannig lýsir ástand hugs- unarinnar sér í líkamlegum breytingum. önnur tilfinning er feimni. Manneskja, sem roðnar hefir vissulega ekki húðsjúkdóm, feimnin var orsök útþenslu æð- anna í andlitinu. Þriðja dæmið er það fólk, sem ekki getur séð blóð án þess að þvx verði flökurt eða líði yfir það. Þannig er augljóst hve all- ir partar líkamans eru næmir fyrir hugsunum og tilfinningum eru eins sárir eins og í hverri annari veiki. Orsakir þessara veikinda segir hann að séu á- hyggjur og erfiðleikar daglega lífsins og afstaða fólks til þeirra. Hér fer á eftir útdráttur úr arindinu: Sífeld óánægja og geðvonska orsakar sjúkdóma „Fólk, sem fær þennan sjúk- úóm skiptist í þrjá flokka. í íyrsta flokknum er fólk, sem hefir vanið sig á að vera sífelt í vondu skapi. Þegar það fer á fætur er það geðilt og þannig er það allan daginn. Það gerir ekki að gamni sínu; það brosir ekki og fer að hátta á kveldin í versta skapi. Vinur minn á fallegan búgarð. Einn dag var ég þar á ferð og hugsaði með mér, „þessir hafrar hljóta að veita Sam mikla á- nægju“. Ég ók heim til hans og sagði: „Sam, þetta er prýðilegur hafraakur“. „Já“, svaraði Sam, „en stormurinn eyðileggur hann áður en ég get slegið hann“. Honum hepnaðist að slá og þreskja hafrana og fékk gott verð fyrir þá. Nokkru síðar sá ég hann. „Jæja, Sam, hvernig gekk með hafrana?“ Og hann svaraði. „O, uppskeran var góð og verðið sæmilegt, en uppskera sem þessi rænir jarðveginn". Fólk eins og Sam fær undan- tekningarlaust psyshosomatic- veiki, venjulega á efri árum og það verður þungt haldið og oft- ast aumingjar það sem eftir er ævinnar, sér og öðrum til byrði, og það er ekki hægt að ráða því bót. Sífeldar áhyggjur eru hætiulegar í öðrum flokknum erum við flest. í honum er fólk, sem er allan daginn að skipta sér af, og hafa áhyggjur af hinu oð öðru. Ef það getur ekki fundið neitt heima til að hafa áhyggjur út af, þá skiptir það sér af því, sem aðrir eru að gera — af nágranna- konu sinni. — Hversvegna kem- ur ekki dóttir hennar heim fyr á kveldin? Hún fer kannske af- vega! o. s. frv. Þetta fólk býr sjálfu sér til áhyggjuefni. Mótlætið getur leitt til veikinda í þriðja flokknum er fólk, sem í raun og veru verður fyrir mótlæti, efnahagslega eða í heimilislífinu. Áhyggjur þess eða sorgir eru miklar, en þó er auðveldara að lækna það en fólk í öðrum flokknum og auðveldara að bæta fólk í öðrum en þriðja flokknum. Áhrif hugsana og tilfinninga á líkamann Til þess að skilja þetta verður maður að gera sér grein fyrir því að hugsunin fer ekki ein- göngu fram í heilanum. Þegar við hugsum, notum við allan líkámann á einn eða annan hátt, Þar næst skýrir Dr. Schindler frá því hvernig hugsanirnar og tilfinningarnar geta orsakað þjáningar og verki sem eru ein- kenni ákveðinna sjúkdóma, eins og magasárs, gallblöðru- og botnlangaverki. Að höfuðverkir orsakist oft af hugarstríði; enn- fremur útbrot á húðinni og að kirtlar líkamans séu mjög næm- ir fyrir geðbreytingum manns- ins. Heilbrigðisreglur Að lokum gefur Dr. Schindler nokkrar lífsreglur, er lækna og koma í veg fyrir psychosomatic sjúkdóma: „Það er auðvelt að komast hjá þessum sjúkdómum og það er auðvelt að ná bata, ef þú þjáist af þeim. Það er ótrúlega auðvelt. Allt, sem þú þarft að gera til þess að verjast psychosomatic- veiki er að notfæra þér þessa grundvallarhugsun: Ég æila að kappkosta að vera glaðlegur í hugsunum og afsiöðu minni iil lífsins. Segðu þetta aftur og aft- ur við sjálfan þig. „Ég ætla að reyna eftir megni, að vera glað- legur og upplífgandi í hugsun- um og viðmóti". — Það væri heimskulegt að ætl- ast til að þú gætir alltaf verið glaðsinna og gamansamur. Það er ekki mögulegt, en þú getur verið það oftast nær, og það er auðvelt, ef þú lærir eftirfylgj- andi reglur og fylgir þeim eftir: í fyrsta lagi, þú verður að læra að vera ekki sífelt að at- huga hvort nokkuð gangi að þér, að rannsaka allar kendir þínar. Sá vani mun vissulega verða til þess, að þú færð psychosomatic veiki. í öðru lagi: lærðu að hafa á- nægju af vinnu þinni. Ef þú vilt komast á fram í þessum heimi, verður þú að vinna. Ef þú hefir ánægju af starfi þínu, þá losast þú við þann taugaspenning, sem þeir fá, sem líta á starfið sem eitthvað leiðinlegt, er þeir þurfi að koma af sem fyrst. Þriðja: Skemmtivinna í tóm- stundum þínum. Slíkt starf dreg ur úr taugaspenningi þínum. Á daginn þegar þú ert kominn í ofmikinn flýtir og ert orðinn á- hyggjufullur, reyndu þá að jafna þig með því að hugsa skamma stund um hlutinn, sem þú ert að smíða í kjallaranum, um félagsskapinn, sem þú hefir áhuga fyrir — eða skemtiferð- ina, sem þú ætiar þér í lok vik- unnar. Fjórða: Lærðu að láta þér geðjast vel að fólki. Langrækni og óvild í garð annara getur oft haft afar slæm áhrif á heilbrigði líkamans. Við höfðum mann í sj úkrahúsinu, sem varð sjúkur vegna þess, að hann varð að vinna með manni í skrifstofuhni, sem honum var illa við. Þú verð- ur að hafa samneyti og sam- band við alls konar fólk; þér er því bezt að læra að láta þér falla vel við það. Fimmta: Lærðu að sætta þig við kringumstæðurnar, þegar þær éru þannig að þú getur ekki breytt þeim, og óánægja þín get- ur ekkert bætt úr þeim. Sem dæmi, þekkjum við öll mann- eskjur, sem eru ákaflega óánægð ar með veðráttuna og líður illa út af henni. Vitanlega getum við ekki breytt veðráttunni. Það er því bezt að reyna að sætta sig við hana, að minsta kosti, að vera ekki ákaflega súr í skapi yfir henni. Ung kona í sjúkrahúsinu þjáð- ist af psychosomatic veiki vegna þess að hún varð óánægð með lífskjör sín. Hún hafði haft góða stöðu í Washington. Þar giftist hún liðsforingja í hernum. Að stríðinu loknu varð hún að búa í „Trailer“ og ala þar upp þrjú börn. Hún vildi ekki búa í trailer; hún vildi ekki ala þar upp börn sín, né var hún viss um að hún vildi búa með manni sínum undir þessum kringum- stæðum. Hún vildi komast aftur í sína góðu stöðu í Washington. Ég sagði henni ekki hvað að henni var, en ráðlagði henni að útvega sér Pollyanna-bækurnar (skáldsögur sem prédika bjart- sýni). Hún las bækurnar, fór til baka og lærði að sætta sig við kjör sín. Hún lærði að það er eins auðvelt undir flestum kring umstæðum að vera ánægður eins og óánægður. Sjötla: Lærðu að bera mót- lætið. í þessu lífi munt þú verða fyi-ir meira eða minna mótlæti, þú getur ekki komist hjá því, en láttu það ekki yfirbuga þig. Ég hafði sjúkling, sem hafði ekki haft starf á hendi í heilt ár. Svo dó konan hans og mánuði síðar dó sonur hans af slysi. Hann sat og hugsaði: „Ó, hve ógæfu- samur ég er, því varð þetta að koma fyrir mig". Hann varð mjög veikur; hann hafði ekki lært að bera mótlætið. Margt fólk fær psychosomatic veiki upp úr mótlæti. Sjöunda: Lærðu að vera glað- legur og gamansamur í orði. Vertu aldrei meinlegur í orði, ef þú getur hjálpað því. Þegar þú ferð á fætur á morgnana, þá segðu við konu þína eða mann þinn: „Þú lítur ljómandi vel út í dag, góði minn (eða góða mín)“. Honum mun líða betur og þér mun líða betur. Svo lítur þú út um gluggann og segir kannske eitthvað á þessa leið: „Er ekki dagurinn fagur?“ Ef rigning er: „Er þetta ekki dá- samlegt fyrir gróðurinn“. Gerðu þér að venju að vera glaðlegur í orði. Áttunda: Lærðu að taka á- kvarðanir í vandamálum þínum: Það versta er að hafa vandamál og hafa það sífelt á huganum. Ef þú hefir vandamál, taktu þá ákvörðun um hvað þú ætlar að gera því viðvíkjandi og hættu svo að hugsa um það. Þetta eru nokkur atriði sem þú verður að hugsa um, viljir þú forðast þann sjúkdóm, sem er algengastur allra sjúkdóma. Lykillinn er: „Ég ætla að kapp- kosta að vera glaðsinna og upp- lífgandi i hugsunum mínum og afstöðu minni til lífsins". SKÁLDIÐ OG SVEITIN Lög við Ijóð Arnar Arnarsonar Skúli Halldórsson tónskáld hefir gefið út tvö ný lög við kvæði eftir örn Arnarson (Magn ús Stefánsson). Fyrra lagið er við hið kunna kvæði „Móðir mín“, en hitt síð- ara við „Fylgdarlaun“. Skúli hef ir eins og kunnugt er áður gefið út nokkur lög og hafa þau öll orðið mjög vinsæl. Útgáfa þessi er snyrtileg að frágangi og hefir Atli Már teiknað forsíðumynd. —VISIR, 11. marz „Vesalings Lola. Hún var illa svikin á að giftast Goldrox gamla“. „Nú, átti hann enga peninga eftir allt saman?“ „Jú, jú, fullt af peningum, en hann er tíu árum yngri en hann sagðist vera“. Sænska blaðið „Svenska Landsbyggden“ birti nýlega grein þá, sem hér fer á eftir. Blaðamaðurinn hefir heimsótt skáldið Per Nilsson-Tannér, sem á heima uppi á Jamtalandi og er félagsmálaleiðtogi og sveitar- skörungur á æskustöðvum sín- um jafnframt því, sem hann stundar skáldskapinn. Meðal annars kemur fram í greinni, hvernig máttur samtakanna er hagnýttur í þjónustu menningar og framfara í sænskum sveita- byggðum. Það gerðist í þorpinu (Det- hande i en by) er nafn á bók, sem nýlega er komin út í Sví- þjóð. Höfundur hennar er Per Nilsson-Tannér rithöfundur á Jamtalandi, og hann tileinkar bókina æsku sveitanna. Sjálfsævisaga höfundarins Það gerðist í þorpinu er frá sögn af sveitapilti frá Jamta- landi, sem varð blaðamaður í Málmye, en hverfur heim aftur til sveitar sinnar.Þar gerist hann rithöfundur og hreifst með af nýjum anda sveitaþorpsins óg varð þýðingarmikill maður bæði á sviði fjárhagsmála og menn- ingarmála jafnhliða ritstörfun- um. Þorpið og fólkið, sem frá er sagt, er ekki nefnt réttum nöfn- um. En þetta þorp er eitt hið kunnasta í allri Svíþjóð, því að það er Tandbyn, sem stendur norðaustur frá Östersund, og rit- höfundurinn í bókinni er höfund urinn sjálfur, Per __ Nilsson- Tannér. Forstjóri og skáld. Eg kom til Tandsbyn með lestinni frá östersund. Það var á þeim tíma árs, er dagur er stytztur, og þá er hann mjög stuttur á Jamtalandi. Það var því dimmt, þó að ekki væri álið- ið dags. Gegnum sortann lýstu þrír eldlegir stafir hátt yfir bæn- x:m. Það var T I A. Per Nilsson- Tannér hitti mig á brautarstöð- inni og ég spurði hann, hvað þessir stafir táknuðu. —Það er skammstöfun úr nafni stærsta iðnaðarfyrirtækis- ins í þorpinu, Tandsbyns Indus- tri Aktiebolag. Þessa verksmiðju var ég með að stofna og raunar forstjóri hennar í þá daga. Rithöfundur, sem er forstjóri iðnfyrirtækis. Það er harla fátítt i landi voru, að við segjum ekki í öllum heimi. Eg man ekki eft- ir nema einum manni öðrum, norska skáldinu Jóhanni Falk- berget, sem er forstjóri námanna við Röros. Þegar við sátum seinna í bókasafmnu heima hjá Nilson-Tannér, fékk ég að vita, að það eru nánari tengsl milli bessara tveggja rithöfunda. Nils- son-Tannér hefir þýtt bækur Falkbergets á sænksu og á her- námsárunum var Falkberget landflótta og dvaldi þá í Tands- byn hjá hinum sænska skáldbróð ur smum. Sonur kotbóndans Per Nilsson-Tannér hefir ekki borizt fyrirhafnarlaust í þann sess, sem hann skipar nú meðal sænskra rithöfunda. Hann fædd- ist og ólst upp á litlu koti í Locknesókn skammt frá Tands- byn. Fæðingarbærinn heitir Tand. Það var fátækt sveitaþorp á þeirri tíð. Ibúarnir voru 450. Öll býlin í þorpinu voru smábyli. Skógarnir höfðu verið seldir und an þeim og voru félagseign. Bændurnir gátu ekki lifað af búskapnum einum saman og unnu í skóginum að vetrinum. Þeir strituðu árið um kring, og þó urðu þeir alltaf fátækari og fátækari. Nilsson-Tannér tók sjálfur þátt í þessari skógar- vinnu. Honum er árið 1921 eink um minnisstætt. Þegar faðir hans og bræðurnir komu heim um vorið og höfðu gert upp vinnu sína sýndi það sig, að kaupið gerði litlu betur en hrökkva fyrir tilkostnaði við útileguna. Gerðist blaðamaður, en var rithöfundur. Per var að ýmsu frábrugðinn öðrum æskumönnum í þorpinu. Hann las og skrifaði og gaf sig síðan að blaðamennsku. Fyrst vann hann við Jamtalandstíð- indi, en fór síðan til Málmeyjar. En hann átti ekki að verða blaða maður, heldur rithöfundur. Hann festi heldur ekki yndi í Málmey og dag nokkurn tók hann sig upp og fór heim og sett- ist þar að. Hann skrifaði bækur, en tók líka fullan þátt í hinu nýja starfi, sem hafði var í þorp- inu. Foringi í félagsmálum. Fyrst lét hann sér nægja að skrifa,*hvetja og örva, en fljótt kom þar að hann bretti upp erm arnar og hófst handa sjálfur. Hann stofnaði iðnfyrirtæki og hefir gert þetta í smærri og stærri skáldsögum. Hann hefir gert þetta í stórverkinu Jamta- and og Herjadalur. Og hann ger ir þetta ekki sízt í sagnabálkin- um, sem hann er nú að skrifa: Fólkið í Majvík. Áður en hann byrjaði á því verki háfði hann unnið mikið rannsóknarstarf til undirbúnings því. Að mestu fann hann heimildirnar í bóka- safni sjálfs síns, en hann á mjög merkilegt Jamtalandsbókasafn, og á það fráleitt nokkurn sinn líka. Það eru tvö þúsund bindi og þar er saman komið fiest, sem Jamtar hafa skrifað og skrifað hefir verið um Jamta- land. Það er ekki mjög títt í landi voru, að menn af alþýðuættum, sem hljóta frægð sem rithöfund- ar eða listamenn, snúi aftur heim í fæðingarsveit sína og helgi sig störfum og viðfangsefn- um þar og sinni sveitarmálum jafnhliða því sem þeir þjóna list Það er nú eins og áður er sagt, stærsta fyrirtæki í bænum Fljótt fann hann til þess, að það vantaði félagsheimili. Til fram- kvæmda á því sviði safnaði hann nokkrum efnilegustu unglingum byggðarlagsins í féalgsskap við sig. Hér verður ekki rakið, hvern ig þeir komu upp einu fullkomn- stjórnaði því sjálfur fyrstu árin. sinm- Venjulega gleyma þeir asta félagsheimili landsins, því m®nninu- Nu er Per Nilsson-Tanner að að það er oflöng saga í eina smá grein, en frá því er sagt í Það gerðist í þorpinu.Þar er líka sagt frá því hvernig götulýsingin kom, en hún hófst með því að þessi félagskapur lagði vandaða götu og lýsti hana og afhenti síðan sveitarfélaginu. Uppbygging í sveitaþorpinu Það sem gerðist í Tandsbyn er í stuttu máli þetta: Á skömm- um tíma hafa risið upp 14 fyrir- tæki, sem hafa 3 til 23 starfs- menn hvert. Samtals eru um það bil 600 manns sem lifa á þess- um fyirtækjum. Jafnframt hefir þorpið eignazt félagsheimili, sem ekki er einungis samkomuhús, heldur fyrst og fremst menning- armiðstöð. I sambandi við fé- lagsheimilið er ársstarfið á þessa leið í aðalatriðum: Samkomur að vetrinum. .Námskeið í trjá- rækt og hirðingu skrúðgarða á vorin, almennar fjöldahátíðir á sumrin, matreiðslu- og niður- suðunámskeiðið á haustin, list- sýningar og jafnframt þessu öllu fundir og fyrirlestrar um stjórn- mál, verkleg efni, trúmál og hug- sjónir, brúðkaup og meiri hátt- ar afmælissamsæti og minningar samkomur, og margt fleira sem tilheyrir sveitarlífinu. Auk alls þessa eru svo leiksamheldni og auka fræðsla á vegum þjóðleik- hússins. Skáld sveitar sinpar. —Unga fólkið hefir komið með í þetta starf, segir Nilsson- Tannér. Eldri og yngri una glað- ir saman. Mannfundir á félags- heimilinu eru orðnir hefð og treysta samheldni og eykur fræðslu og menningu. Þegar ég sit og skrafa við Per ISl ilsson-Tannér og heyri hann segja frá starfi sínu, kem ég fram með þá athugasemd, að allt þetta starf hljóti að verða hon- um mikil uppspretta í skádskapn um. Hann fann snemma hlut- verk sitt, að lýsa heimahögum sínum, sögu þeirra og sérkenn- um og vekja sveitunga sína til meðvitundar um gildi sitt. Hann heimasveit sinni, og ímynda sér, að þar sé allt svo smátt og ó- merkilegt, að þeir geti ekki lagt sig niður við það. Þetta er mis- skilningur. En því meiri ástæðu höfum við til að vera þakklátir þeim fáu, sem líta öðruvísi á hlutina og lifa samkvæmt því og finna mikilfengleik lífsins í fá- fara fyrirlestraferðir meðal ung mennafélaga í sveitum. Þar tal- ar hann um hið sama og frá er sagt í bók hans: Það gerðist í þorpinu. Hann kallar fyrirlestur sinn: Hinn góði vilji. Um allt land er ungt fólk, sem bíður eft- ir bendingum um það, að hverju það eigi að snúa sameinuðum fé- lagskrafti sínum. Fólkið vill að eitthvað gerist, segir hann. Það þarf að koma því á sporið. Það er ekki rétt að ganga bara um og kvarta um það, að allt sé öðruvísi en það á að vera, held- ur þarf að taka á sjálfur og laga hlutina. Það er þetta, sem Per Nilsson-Tannér vill segja unga fólkinu í sveitunum með bók sinni og fyrirlestrum. —Tíminn, 17. marz JOHN J. ARKLIE Optometrirt and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE HAGBORG PHONE 2ISSI tvii/Zæ ÍSI J-- Bus. Phone 27 989—Res. Phone 38 151 Rovalzos Flower Shop Our Speeialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS K. ChrUtle, ProprUtrees Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Éo kaupi hœzta verCi gamla islenzka muni, svo sem tóbaksdöelr og pontur. homspæni, útskornar brikur, oinkum af Austurlandt, ok værl þ& seekilegt. eif unt vsari, gerC yröi greln íyrir aldrl mun- inna og hverjtr heföu smiöaö þ&. HALLDÓR M. SWAN, 912 Jesaie Avenue, Winnipeo - Simi 48 9S8 Absolute Protection! For Tour Fur Coat IN OUR MODERN FUR STORAGE VAULT For a small deposit you can order now and have your new fur coat made from choice skins and in the latest style ready for next winter. Whether it is to change the style of your sleeves, collar or to remodel, repair or replace a skin, our expert craftsmen give your coat the most careful attention. --------DIAL 34 378--------- For Prompt Pickup and Delivery Service PILUTIK FUR CO. 156 Sherbrook Street (at Preston Ave.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.