Lögberg - 27.04.1950, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. APRÍL, 1950.
3
Ræðismaður Trumans kemur til Luxemburg
FRÚ PERLE MESTA var á leið
frá París til Luxemburg. Hún
hallaði sér makindalega aftur á
bak í nýa Packard bílnum sínum
og rendi augum yfir landið, sem
var baðað í sól. Hún er þriðja
konan, sem Truman forseti gerir
að ræðismanni fyrir Bandaríkin.
Hún er vinur forsetans og hún er
svo skörulegur kvenmaður, að
henni er trúandi til þess að ráða
fram úr öllum vandamálum
Luxemburg, og jafnvel alls
heimsins.
Hún var nú á leið til þess að
taka við embætti sínu. Bíllinn
hennar var enn með merki
Rhode Islands á sér. ökumaður
var heljar mikill írskur rumur,
Frank Toomey að nafni, og hann
hefur verið bílstjóri frúarinnar
í fimm ár. Á undan Packardnum
rann gamall Ford, sem hafði ver-
ið leigður í París til þess að
flytja í honum 10 ferðakistur
frúarinnar. Bílstjórinn var
ungur Frakki, Marcel að nafni,
cg samkvæmt loforði bifreiða-
stöðvarinnar átti hann einnig að
vera leiðsögumaður.
Bílarnir óku ofur hægt, ekki
nema svo sem 45 mílur á klukku-
stund. Eg var í mínum eigin bíl
og ók stundum á undan og stund
um á eftir. Þar sem staðnæmst
var gaf ég mig á tal við bílstjór-
ana. Marcel kunni ekki orð í
ensku, og Frank kunni ekki orð
í neinu öðru tungumáli en ensku.
Við ókum tígulega fram hjá
frönsku landmæravörðunum og
þeir heilsuðu allir að hermanna-
sið og brostu við frú Mesta. Um
100 metrum handan við landa-
mærin komum við að tollstöð.
Eg furðaði mig á því að enginn
úr ameríska sendiráðinu skyldi
kominn til landa mæranna að
taka á móti ræðismanninum.
Þeir biðu hennar líklega allir
í bústað sendiráðsins í Luxem
burg, höfuðstaðnum. Eg gekk
inn í tollstöðina til þess að fá bíl-
skírteini mitt stimplað. Rétt
Eftir
JOHN STANTON
eftir komu þeir Marcel og Frank
þar inn. Þar fengu þeir þær við
tökur, að Marcel var fokvondur,
en Frank ráðalaus. Tollvörður,
sem sat þar við gluggagátt,
sagði:
„Eg vil fá að sjá bílskírteinin
ykkar.“
Og Marcel hrópaði á frönsku
framan í Frank:
„Hann vill fá að sjá bílskírt-
einið þitt.“
Frank stóð og gapti, leit svo til
mín og spurði:
„Um hvað eru þessir peiar að
tala?“
Þegar ég hafði útlistað það
fyrir honuin, ýtti hann mér að
glugga gættinni, og þá vissi ég
að mér hafði verið falinn sá
vandi á hendur að koma frú
Mesta ræðismanni inn yfir landa
mærin hvort sem hún hefði bíl-
skírteini eða ekki.
Eg sagði því á minni bestu
frönsku:
„Þessi frú er hinn nýi ræðis-
maður Bandaríkjanna í Luxem-
burg. Hún hefur vegabréf stjórn-
málamanna. Þér verðið að
hieypa henni inn í landið.“
Tollvörðurinn brosti, sló út frá
sér með báðum höndum og
sagði:
„Hún fær ekki að fara inn
landið bílskírteinislaus."
Marcel bölvaði og Frank
sagði: „Hvað er að?“
Tollvörðurinn sneri sér bros-
andi að mér aftur og sagði:
Frúin skal fá að fara inn í
landið, en hún verður að skilja
bílinn sinn eftir hérna. Getið
þér ekki lofað henni að sitja í
bílnum yðar?“
„Kemur ekki til mála,“ æpti
Marcel. „Eruð þér vitlaus?“
Við fórum út til þess að
athuga málið og reyna að finna
á því einhverja lausn. Frank fór
til frú Mesta til þess að vita
hvort henni dytti nokkurt ráð í
hug. Eftir litla stund gengum við
Marcel aftur inn í tollstöðina og
nú sagði ég byrstur:
„Þessi kona, sem er með okk
ur, er ekki aðeins ræðismaður,
heldur er hún einnig vinur
Trumans forseta Bandaríkjanna.
Það er því mjög alvarlegt mál að
hefta för hennar. Það er móðgun
við Bandaríkin.“
Tollvörðurinn ypti öxlum og
mælti:
„Það kemur mér ekkert við.“
Marcel bölvaði enn, og Frank
kom nú og sagði:
„Eg tjáði frú Mesta.að þér ætl-
uðuð að þjarma að þeim, og hún
bað yður blessaðan að gera það
en fara þó varlega.“
Eg gekk út að bíl frú Mesta
Hún sat þar ósköp róleg og var
að tala við skrifara sína um kýr,
sem voru á beit skamt þaðan, og
hafði komist að þeirri niðurstöðu
að hér væri hver blettur jarðar
notaður. En svo sagði hún við
mig:
„Eg held að við séum á villi
götum. Sendisveitarfulltrúinn
Mr. West, er ekki hér, en hann
hafði lofað að taka á móti mér
Eruð þér alveg viss um að þetta
sé rétta leiðin til Luxemburg?"
Eg spurði mann, sem stóð þar
nærri.
„Auðvitað,“ sagði hann, „þetta
er lang fjölfarnasta leiðin.“
Eg fór til tollbúðarinnar.
„Símið til yfirmanns yðar. Eg
vil fá að tala við hann nú þegar,“
sagði ég.
„Viljið þér ekki heldur síma til
yfirmanns yðar?“ svaraði toll-
vörður kuldalega.
Eg heyrði nú samt á tóninum
í honum að þetta var ekki svo
vitlaus hugmynd. Eg sendi því
Marcel á stað og skipaði honum
að síma til amerísku sendisveit-
arinnar. Svo datt mér nýtt ráð
í hug: Væri ekki hægt að gefa
út bráðabirgðaskírteini handa
írú Mesta, svo að hún gæti kom-
ist leiðar sinnar?
„Jú, auðvitað,“ sagði tollvörð-
ur, „en þá verður hún að setja
miljón franka tryggingu."
„Þá erum við engu nær,“ sagði
,En í hamingjunnar bænum —
hvar er þá Luxemburg?“ hróp-
aði Marcel.
Tollþjónninn dró fram landa-
aréf.
Hún er hérna beint fram und-
an,“ sagði hann. „Þessi vegur
liggur þangað, en hann liggur
yfir Belgíu. Þið getið snúið við
og farið til Longwy. Þaðan ligg-
ur vegur úr Frankklandi beint
inn í Luxemburg.“
„Nú, þar er vegurinn," æpti
Marcel. „Hver skrattinn“.
Nú var snúið við. 1 Longwy
viltist Marcel aftur. Eftir marga
króka og villur komumst við þó
út úr borginni og til landamæra
Luxemburg. Þar var tollstöðin
öll blómum skreytt til virðingar
við frú Mesta og tollþjónninn
var kurteisin sjálf.
„Mr. West og fólkið, sem með
honum var, fór heðan fyrir fimm
mínútum,“ sagði hann. „Það
fréttist að þið hefðuð farði inn
í Belgíu og Mr. West helt að
hann yrði of seinn til að taka
á móti yður, svo að hann ók í
loftinu til höfuðborgarinnar
aftur.“
Áður en við heldum lengra á-
fram hvíslaði Marcel að mér:
„Hafið þér komið til Luxem-
burg áður?“
Eg kvað nei við því.
„Ekki ég heldur. Hvar í skoll-
anum skyldi nú ameríska sendi-
ráðið vera?“
Við rákumst á lögregluþjón og
hann var mjög fús til þess að
gefa okkur allar upplýsingar og
leiðbeiningar, og það var enginn
vandi að fara eftir þeim. En með
því móti lentum við rakleitt til
u.tanríkisráðuneytisins. Það var
lokað.
Drengur nokkur sagðist
skyldu vísa okkur á sendiráðs-
bústaðinn ameríska. Eg skipaði
honum að koma upp í bílinn
minn. Svo lét hann mig aka til
hægri og vinstri, sitt á hvað
langa leið og „lóssaði“ okkur
seinast að skrifstofu amerísku
verslunarnefndarinnar. Hún var
lokuð.
„Það var leiðinlegt,“ sagði
drengurinn. „Eg helt endilega að
þetta væri húsið.“
Við spurðum hina og aðra á
götunni hvar ameríska sendiráð-
ið væri. Skoðanir þeirra voru
nokkurn veginn jafnt skiftar um
það. Sumir sögðu að það væri í
austurborginni og álíka margir
sögðu að það væri í vesturborg-
inni og álíka margir sögðu að
það væri í vesturborginni. Að
lokum hugkvæmdist okkur að
líta í símaskrá, og eftir það vor-
um við ekki nema þrjár mínútur
að aka til sendiráðsins.
Fjöldi ungra stúlkna stóð þar
úti fyrir. Það voru skrifarar
sendiráðsins og höfðu fylkt liði
þarna til þess að taka á móti
hinum nýa húsbónda sínum. Ut-
an við hliðið var fjöldi af for-
vitnu fólki. Eg var orðinn þreytt-
ur, en samt hinkraði ég við. Mað-
ur kom til mín og sagði:
„Vitið þér að hérna hafði
þýski landstjórinn aðsetur sitt?
En það gerir ekkert til því að
biskupinn kom hingað og stökti
vígðu vatni um alt húsið og rak
út alla þá djöfla, sem þar voru.“
Annar sagði: „Það var verst
að ræðismaðurinn skyldi ekki
koma hingað í gær, þá hefði hún
fengið að sjá grísamarkaðinn. Þá
voru hér þúsundir af litlum grís-
um. Það var skemtileg sjón.“
Stuttu síðar varð frú Mesta að
taka á móti blaðamönnum. — Þá
spurði einn af luxemburgsku
ír éttar itur unum:
„Vita Ameríkumenn það að
Luxemburg hefur átt sinn þátt
í því að Marshall-aðstoðin komi
að gagni?“
Frú Mesta brosti sínu blíðasta
brosi og svaraði þegar:
„Forsetinn metur land yðar
mjög mikils. Að vísu vitum vér
að það er lítið, en það er til máls-
háttur í Bandaríkjunum sem
segir: Dýrustu perlur eru altaf
í litlum öskjum."
Það var ekki ólaglega sagt eft-
ir miklar villur og þreytandi
ferðalag. —Lesb. Mbl.
Business and Professional Cards
MINNINGARORÐ:
eg.
í sama bili kemur Marcel
hlaupandi og er sýnilega mikið
niðri fyrir.
„Hvað haldið þið?“ hrópaði
hann lafmóður. „Við eruð ekki
í Luxemburg, við erum í Belgíu.
Mér var sagt það í símanum.“
„Auðvitað eruð þið í Belgíu,“
sagði tollþjóinninn. „Vissuð þið
það ekki?“
Mrs. Halldóra Sveinsson
Absolute Protection!
For Tour Fur Coat
IN OUR MODERN FUR STORAGE VAULT
For a small deposit you can order now and have your
new fur coat made from choice skins and in the latest
style ready for next winter. Whether it is to change
the style of your sleeves, collar or to remodel, repair
or replace a skin, our expert craftsmen give your coat
the most careful attention.
DIAL 34 378
For Prompt Pickup and Delivery Service
PILUTIK FUR CO.
15G Sherbrook Street (at Preston Ave.)
ekkja Þorvaldar Sveinssonar
bónda að Hvarfi í Víðinesbygð
í Nýja-íslandi andaðist að heim-
ili tengdasonar síns og dóttur
sinnar Mr. og Mrs. Sigurður
Martin, þann 4. apríl. Hún var
fædd að Hólum í Hjaltadal í
Skagafjarðarsýslu 11. apríl 1875.
Foreldrar hennar voru Albert
Friðriksson og Elín Petrea Pét-
ursdóttir kona hans, er árið 1876
fluttu til Vesturheims og námu
land í Víðinesbygð suður af
Gimli og nefndu á Steinsstöðum
og bjuggu þar, og voru mjög
nánum böndum tengd við sögu
bygðarlagsins og safnaðarins
þar. Halldóra ólst upp með for-
eldrum sínum á Steinsstöðum.
Þann 18. jan. 1896 gekk hún að
eiga Thorvald Sveinsson ættað-
an úr Eyjafjarðarsýslu; fór gift-
ing þeirra fram í Winnipeg.
Fyrstu 2 árin dvöldu þau í Víði-
nesbygð, en þar næst bjuggu
þau 2 ár í Austur-Selkirk, en
fluttu þá að Hvarfi í Víðines-
bygð, og bjuggu þar ávalt síðan,
hin síðustu ár, með aðstoð barna
sinna er heima dvöldu og tengda
sonar síns. Þorvaldur andaðist
nóv. 1947. — Börn þeirra eru:
Elín Albertína, gift Kristjáni
Sigurðssyni, Sandy Hood, Man.;
Lilja Valdena, gift V. Sveinssyni
að Svalbakka, Camp Morton,
Man.; Pétur Skúli, kvæntur Jó-
hönnu Skagfield, Sandy Hook;
Albert Valtýr, kvæntur Maríu
Stanley, Sandy Hook; Einar
Emil, heima; Anna Sophia, Mrs.
Skapti Anderson, Sandy Hook;
Theodóra Thorsteina, áður
nefnd, gift Sigurði Martin,
bónda á Hvarfi.
Barnabörn hinnar látnu eru
11 á lífi. Eftirlifandi bróðir henn
ar er Stefán, bóndi við Húsavík,
auk fjölmenns frændaliðs er
syrgir hana.
Halldóra og Þorvaldur á
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hrelnlr. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hita frá aö rjúka út
meö reyknum — Skrifiö slmið til
KELLY SVEINSSON
187 Sutherland Ave., Winnipeg
Sími 54 358
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Ofíice Ph, 925 668
Res, 4C4 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrister, Solicltor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
ÍELDSTEb
JEWELLERS
447 Portage Ave,
Al»o
123
TENTH ST.
BRANDON
Ph, 926 885
Phone 21101
ESTTMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Rnofs and Insulated
Sidlng — Repairs
632 Slmcoe St.
Wlnnlpeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talsimi 925 826 HeimlUs 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
BérfrœOingur i atigna, eyma, nef
og kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h.
Hvarfi áttu á ýmsan hátt erfiða
ævibaráttu, börnin mörg og
heimilið þungt. Það sem sér í
lagi gerði lífsbaráttuna torsótta
var það að lengi ævinnar, eða frá
ungþroska árum til æviloka átti
húsfreyjan við mikla vanheilsu
að stríða, er hindraði hana frá
því að geta notið sín, varð sú
byrði henni og eiginmanni — og
börnum mjög þung, en borin
var hún af öllum er hlut áttu
að máli með kristilegri rósemi,
hófstiltri lund, og jöfnum huga,
er til sigurs var vænlegur. Sam-
bandið milli foreldra og barna
var innilegt og einkar hjartfólg-
ið. Börnin þeirra urðu heimilinu
hagkvæmir og ljúfir hjálpendur
er báru hag föður og móður og
heimilisins jafnan fyrir !brjósti.
Og þótt flest þeirra færu að heim
an til að berjast eigin ævibar-
áttu, voru hugir þeirra og tengda
barna jafnan heima hjá líðandi
móður og aldurhnignum föður.
Halldóra og maður hennar
tóku góðan þátt í félagsmálum
umhverfis síns og safnaðar. Þor-
valdur var affarasæll og ágæt-
lega gefinn, studdi Halldóra
hann af alhug og ítrasta megni.
Hún var kona bókhneigð og
hafði yndi af lestri bóka, sér-
staklega unni hún íslenzkum
ljóðum og fann í þeim hugfróun
í stríði lífsins. Sinn eiginn sjúk-
dómskross bar hún með jafnað-
argeði og trúnaðartrausti. Hall-
dóra var mjög elsk að blómum
og naut ununar og dægradvalar
við aðhlynningu þeirra. Róleg'
ur og léttur andi jafnvægis og
vonar er hún átti yfir að ráða,
mótaði heimili hennar og gerði
það unaðslegt. —
Útför hennar fór fram frá
sóknarkirkjunni í Húsavík laug-
ardaginn fyrir páska, að við-
stöddu fjölmennu ástvinaliði
hennar og tengdfólks, nágranna
og vina. Hún var lögð til hinztu
hvíldar í Kjarnagrafreit.
S. Ólafsson
DR. ROBERT BLACK
BérfræOingur i augna, eyrna,
nef og hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofualmi 923 851
Heimastmi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenzkur lyfsali
Pölk getur pantaö meöul og
annaö meö póaU.
Pljöt afgreiöala.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkkiatur og annaat um út-
farlr. Allur útbúnaöur aá bezU.
Ennfremur aelur hann allakonar
minniavaröa og legateina.
Skrifatofu talaimi 27 324
Heimilia talalmi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
8L Mary’a and Vaughan,
Phomá 926 441
Wpg.
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrisiers - Soliciiors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
332 Medical Arta. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 2*8
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST,
VlOtalstimi 3—6 efUr hádegl
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Offlce hra. 2.30—6 p.m.
Pbones: Office 26 — Re«. 280
Office Phone
924 762
Res Phone
72« 115
Dr. L. A. Sigurdson
628 MEDICAL ARTS BLDQ.
Office Hours: 4 p.m—6 p.m
and by appointment
DR. H. W. TWEED
Tannlæknir
608 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDINö
Cor. Portage Ave. og Smlth 8t.
Phone 926 952 WINNIFEQ
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend"
Ph: 26464
297 Phincbss Strket
Half Block N. Ixtgan
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDQ WPQ.
Faatelgnasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldaábyrgC.
bifreiöaábyrgö, o. ■. frv.
Phone 927 688
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœOingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BQ.
Portage og Qarry 8t.
Phone 928 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netttng
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 82 8211
iíanager T. R. THORVALDBON
Tour patronage will be appreclated
Phone 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. i. PALMASON St CO.
Chartered AceountanU
505 Confederatlon Life Bldg.
Wlnnlpeg Manitoba
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholeaale Diatributora of Fr3«b
and Frozen Flah.
311 CHAMBERS STREET
Offtce Ph. 26 328 Res. Ph. 78 917
Phone 49 469
Radlo Service Speclallats
ELECTRONIC LABS.
S. THORKELBON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equlpment System
592 ERIN 8t. WINNIPEG
O. F. Jonaaaon, Pres. 4 Mac. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slml »26 33T
Whoiesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH