Lögberg - 13.07.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.07.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. JÚLÍ, 1950 Fimm dauðir menn Eftir ANTHONY STONE J. J. BlLDFELL, pýddi Það var hreyfing rétt hjá Sútró, svo hann leit við og sá Olland hvar hann stóð fá fet frá honum og hlustaði. „Gott kvöld“, sagði Sútró hátt. Olland hneigði höfuðið. „Ég átti ekki von á að sjá þig hér“. Sútró brosti og sagði: „Ég átti heldur ekki von á að sjá þig“. „En“, sagði Olland léttilega, „látið mig ekki glepja fyrir. Þú varst að tala við heitmey mína“. 9. Kapíluli. RÁÐABRUGGIÐ Þegar að Olland talaði um Jessicu Hardy sem heitmey sína leit Sútró stórum augum á Olland, svo furðulegum, að það var nærri móðgandi. „Heitmey þín?“ endurtók hann og leit til stúlkunnar. Hún sagði ofurlágt: „Já, við erum trú- lofuð“. Málrómur hennar var hljómlaus og daufur. Sútró óskaði henni ekki til lukku. Hann leit aftur á Olland. Það lék bros á vörum Ollands. „Það sýnist eins og að það komi þér á óvart“, sagði hann. Sútró kvað svo vera. „Það gjörir ekki minsta mismun“, sagði 01- land og veifaði hendinni. „Það sem okkur fer á milli getur ekki snert þig á neinn hátt. Ég má eins vel vera hreinskilinn við þig hr. Silver, eða hvað svo sem þú heitir, eða kallar sjálfan þig, að þú er ekki sú tegund af manni, sem ég kæri mig um, að nokkur sem mér er áhang- andi hafi nokkuð saman við að sælda“. Sútró leit til Jessicu. Hún horfði niður fyrir sig og honum sýndist hendurnar á henni titra. Sútró sagði að sér þætti fyrir að heyra þær fréttir; en sagði ekkert um hvers vegna. Olland tók undir hendina á Jessicu og leiddi hana í burtu. Eftir mínútu, eða svo, fór Sútró á eftir þeim. Á meðan að vikadrengur var að ná í leigu- bifreið handa Sútró kom vel búinn ungur niað- ur til hans, sem hafði borðað og drukkið svo hreystilega, að hann átti erfitt um gang. „Fyrirgefðu herra“, sagði þessi ungi maður með viðleitnis kurteisi og tók ofan hattinn og misti hann ofan í göturennuna. „Fyrirgefðu, en ég er búinn að leigja þessa bifreið. Það sem ég meina er það, að ég kom hér á undan þér. Skilurðu?“ Hann slagaði og hefði dottið, ef að Sútró hefði ekki tekið um handlegginn á hon- um og stutt hann. Sútró ráðlagði honum að gæta fótanna. Hinn tók því vel. „Ég verð að segja þér, að þú ert allra bezti náungi. Já, það verð ég að segja; og ég er þér þakklátur. Ég er hræddur um að ég hafi bland- að drykkinn of mikið. Þú veist ekki herra minn, hvar hatturinn minn er?“ Sútró beygði sig og tók upp hattinn, en þá slengdist hinn á hann, og féll upp í loft á göt- una. Sumir, sem sáu þetta hlógu, aðrir fussuðu og sveijuðu. Þegar bifreiðin kom, hjálpaði Sútró þess- um nýja félaga sínum inn í hana og spurði hann hvert hann vildi láta aka með sig. ‘ Sútró varð meira en lítið hissa þegar niað- urinn, eftir nokkra umhugsun, sagðist ætla að fara á sama staðinn, og hann var narraður á, af ungfrú Foster, eða frú Stockton, Harpington Mansions, Fulham. Bifreiðin fór af stað. Sútró hafði beðið drenginn að ná í aðra bifreið handa sjálfum sér, þegar að hann sá eitthvað glitra á götunni. Það var helmingur- inn af hnappnum úr skyrtuerminni hans. Hann tók hann upp og lét í vasa sinn, en gat með engu móti fundið hinn helminginn. Sú staðreynd, að annar hnappurinn úr skyrtuermi hans hafði brotnað, og að annar helmingurinn af honum fanst hvergi, fékk Sútró nokkurrar áhyggju. Hann leitaði á götunni, í göturennunni og í uppslögunum á buxnaskálmunum sínum ár- angurslaust, svo hann komst að þeirri niður- stöðu, að ungi maðurinn hefði tekið hann. Þegar leigubifreið hans kom fór hann inn í hana og skipkaði bifreiðastjóranum að aka með sig til Harpington Mansions eins hratt og hann gæti. Hann hafði hugboð um, að þessir síðustu viðburðir boðuðu honum ekkert gott. Sútró var fráhverfur öllum leyndardómum; en þó var hann nú umkringdur þeim á allar hliðar. Þessi síðasti í sambandi við brotna skyrtuhnappinn gaf honum ástæðu til athafna og hann ásetti sér að ráða þann leyndardóm þó að það yrði hans síðasta verk. En til þess var nauðsynlegt fyrir hann að komast á undan unga manninum til Harpington Mansions. Bifreið hans miðaði vel áfram, og hann hélt, að honum hefði tekist það. Harpington Mansions var dálítið þorp af fjölbýlishúsum — ein tíu með sex íbúðum í hverju þeirra, eða eitthvað þar um. I andyrinu á fyrsta fjölbýlishúsinu, sem hann kom að, var gæzlumaður í glæsilegum einkennisbúningi. Sútró bauð honum vindil og tók hann tali og stóð þannig að hann gat séð umferðina á götunni úti fyrir. Það liðu tíu mínútur. Einn eða tveir menn fóru eftir götunni, en maðurinn sem hann var að bíða eftir lét ekki sjá sig. Hann sagði umsjónarmanninum að hann væri að líta eftir manni, sem að hann hefði hitt, en vissi ekki hvað héti. Veik greinargerð, en hún varð að duga. Hann sagðist halda að mað- urinn ætti heima í einhverju af fjölbýlishús- unum í Harpington og lýsti honum sem bezt hann gat. Umsjónarmaðurinn þekti ekki manninn. Sútró spurði hann að, hvort hann þekti fólk- ið, sem byggi í íbúð númer 49. Umsjónarmaðurinn leit á hann. „Það er einkennilegt að þú skulir spyrja að því“, sagði hann. „Það bjó þar kona, sem hét ungfrú Foster. Myndarleg og lagleg kona. Ég held að hún hafi átt þar heima í eitt ár, svo fór hún í burtu, og síðan hefir enginn komið nærri íbúðinni þangað til í dag. „Ég var að tala við umsjónarmanninn á loftinu, þar sem íbúðin er, í dag. Hann sagði mér að það hefði verið fólk í íbúðinni í gær- kveldi, og að maður hefði farið inn í hana í dag. Það lítur út fyrir að fólkið sé að koma til baka“. Umsjónarmaðurinn hikaði, eins og að hann væri að átta sig á, hvort að hann ætti að halda slíku tali áfram, eða ekki. „Þú líklega þekkir ekki þetta fólk?“ spurði hann. „Ég held ekki“, svaraði Sútró. Sútró hafði enn augun á götunni; en mað- urinn, sem hann var að bíða eftir, lét ekki sjá sig. Honum kom til hugar að það væri ekki ómögulegt, að hann hefði komið inn í Harp- ington úr annari átt. Hann fór út þaðan sem hann var og gekk meðfram byggingunum til enda. Þegar að hann kom að síðustu byggingunni í Harpington þorp- inu, sá hann mann með silkihatt á höfðinu svo sem fimtíu faðma á undan sér; Hann þekti hann undir eins. Það var ungi maðurinn drukkni, sem hann hafði mætt. En nú var hann ekki drukkinn. Hann gekk hratt og einbeittnislega áfram og virtist vera að flýta sér. Sútró greikkaði sporið; en áður en að hann gat náð honum fór hann inn í leiguvagn, sem auðsjáanlega var að bíða eftir honum, og bif- reiðin hélt tafarlaust af stað og hvarf. Sútró fór til baka með þeirri óþægilegu til- finningu, að eitt leyndarmálið enn hefði bæst við til þess að leysa. Það var dálítið farið að skyggja, en þrátt fyrir það, var hann viss um, að þessi ungi mað- ur hefði litið við áður en hann fór inn í bif- reiðina og litið í áttina til sín. Við endann á einu fjölbýlishúsinu var se- mentsgangur með girðingum sitt hvoru megin. Sútró hélt að maðurinn hefði komið út úr þeim gangi, svo að hann gekk inn í hann og gekk eftir honum þar til að hann kom inn á autt pláss, sem var á milli tveggja fjölbýlis- húsanna að aftan. Það var vörulyfta í byggingunum, og stein- tröppur sem lágu ofan að bakdyrunum á þeim. Herbergjaröðuninni í þeim var þannig hagað, að herbergin voru hvert yfir öðru í þeim, eld- húsin, borðstofurnar, dagstofurnar o. s. frv. Sútró horfði ólundarlega á þessar bygging- ar. Hvað hafði þessi maður verið að gjöra inni í þeim? Sútró sá að númerin á íbúðunum stóðu skrifuð á vegginn hjá lyftunni. Hann gekk meðfram byggingunni og sá að það var ekkert ljós í númer 49. Hann fór aftur inn í lyftuherbergið og varð þess vís, að það lá gangur úr því og í gegnum bygginguna og inn í framdyraganginn. Þegar að hann kom inn í ganginn að framan á byggingunni, sem númer 49 var í, var framdyralyftan að hverfa upp. Hann réði við sig að ganga upp og á leiðinni upp fór lyftan fram hjá honum á niður leið. Hann klappaði á dyrnar á númer 49, en fékk ekkert svar; svo reyndi hann dyrahúninn og varð þess var, eins og hann reyndar átti von á, að hurðin var læst. Hann var að snúa sér við til þess að fara ofan aftur, þegar að hann sá konu, sem hann þekti, koma upp úr stiganum. Það var sama konan, sem heimsótti hann um morguninn, konan sem kallaði sig frú Stockton. Sútró þótti vænt um að sjá hana. Hann hélt máski, hvort sem hún vildi eða ekki, að hún mundi varpa einhverju ljósi á leyndarmálið, sem honum lág á hjarta. Það var raunar auð- séð að þetta var enginn fagnaðarfundur fyrir hana. Hún hefði gengið þegjandi og eftirtektar- laust fram hjá honum hefði hún getað. Þegar að hún kom upp úr stiganum var hún að taka lykilinn að íbúð sinni upp úr hand- tösku sem hún hélt á. Sútró tók ofan hattinn. „Fyrirgefðu, þú ert konan, sem að heimsótt- ir mig í morgun og líka persónan sem ég var svo óheppinn að rekast á og fella til jarðar í Lower Rengent stræti. Má ég tala við þig nokk- ur orð?“ Stúlkan ypti öxlum. „Ef þú vilt“. Hún gekk að íbúðardyrum sínum og lauk þeim upp. Fór inn og bauð honum að koma með sér. „Það er víst bezt fyrir þig að koma inn“, sagði hún ólundarlega. Það fyrsta, sem hún gerði þegar að hún kom inn, var að loka dyrunum á herberginu, sem Sútró þekti bezt — herberginu, sem að hann var lokaður inni í kveldið sem að hið svo kallaða slys vildi til. Stúlkan fór svo með hann inn í eldhúsið. „Fyrirgefðu, að ég fer með þig inn í eld- hús“, sagði hún nokkuð önug, „við getum eins vel talast hér við, ein's og annars staðar“. Sútró furðaði sig á hvers vegna hún hefði ekki farið með sig inn í dagstofuna, sem var fjarst dyrum íbúðarinnar eða inn í borðher- bergið, sem var næst framdyrunum í gangin- um. Hann fór að brjóta heilann um hvort að einhver væri þar inni, sem að hún vildi ekki að hann sæi, t. d. Stockton. „Ég býst við að þú eigir hér heima“, sagði hann. „Já, ég á hér heima“. En hún fór ekki úr yfirhöfn sinni, tók ekki ofan hattinn, né lagði frá sér handtöskuna. Hann veitti þessu eftir- tekt, því það var vani hans að gefa smáatriðum gætur en ekki sökum þess, að þap hefðu neina sérstaka þýðingu. Hugsun hans snerist öll um að fá hana til að segja sér eitthvað í sambandi við áhugamál sín. „Ég held“, sagði hann, „að þú sért frú Stock- ton. Mér skilst að maðurinn, sem kom með þér til mín í morgun, hafi klagað mig fyrir árás út af því sem þar kom fyrir. Þú veist vel, að ég hefi ekki aðhafst neitt, sem réttlætir slíka fram- komu af hálfu manns þíns. Koma mín í íbúð þína um kveldið var, eins og þú veist, saklaus og meinlaus. Ég hafði aldrei séð þig fyr en þá um kveldið. Þú samsinnir það, gjörirðu ekki?“ „Jú“, sagði stúlkan. „Jæja, þá held ég, að ég eigi rétt á að spyrja þig nokkurra spurninga: Tók maðurinn þinn mig fyrir einhvern annan; eða — fyrirgefðu að ég tala bert — við erum hér ein — voru þetta samantekin og fyrirhuguð ráð?“ Stúlkan viðurkendi, að það hefðu verið sam- antekin ráð. Viðmó.t hennar var kalt og önugt, í augununj, var þótti og eitthvað meira, sem Sútró gat ekki ráðið. Ef til vill meðlíðunar- kend, en til þess var engin ástæða. „Svo“, sagði Sútró, „það voru samantekin ráð. Hvað lág þar á bak við? Vissulega ekki hylmingarfé?“ Stúlkan svaraði með sömu andúðinni. „Ég er ekki frjáls að segja þér það“. „Þú lokkaðir mig hingað og læstir mig inni í herbergi. Viltu segja mér — við tölum hér bert — hvers vegna að þú gerðir það?“ Stúlkan hristi höfuðið. „Það er eitt af því, sem að ég get ekki sagt þér“. „Þú meinar, að þú vilt ekki segja mér það“. „Jæja. Ég vil ekki segja þér það. Mér fellur það betur í geð“. Varir stúlkunnar voru málaðar, duftið á and litinu og brúnahárin plokkuð. Klæði hennar voru íburðarmeiri en góðu jafnvægi sæmdi, en þrátt fyrir það var hún ekki Sútró með öllu ógeðþekk. Það var eitthvað í fari hennar, sem fann náð í augum hans — hugrekki, máske kæruleysi. Hann sagði henni það hispurslaust. „Ég veit ekki hver þú ert, eða hvað þú heitir. Ég á ekki von á að það sé frú Stockton. Ég er viss um að þú ert þátttakandi í svika- bruggi, sem boðar mér ekkert gott, en það er eitthvað í fari þínu, sem fellur mér ekki illa í geð“. Hánn var ekki með þessu að reyna að veiða upplýsingar up úr stúlkunni, eða að vekja með- líðun hennar. Hann var aðeins að segja henni hreinan sannleika. Hún sagði að sér þætti fyrir því. „Fyrir hverju?“ spurði hann. „Fyrir því að ég skuli vera þér geðþekk", svaraði hún. „Hvers vegna?“ ^Vegna þess^að það er satt sem þú segir, að ég er þátttakandi í ráðabruggi, sem til þess er gjört að granda þér“. „Ég hefði haldið“, sagði Sútró hugsandi, „að undirferli væri ekki á meðal lyndiseinkenna þinna. Þú sýnir það að minsta kosti ekki. Fyrir- gefðu bersögli mína. Þú berð með þér, að þú gætir tekið þátt í kæruleysi og jafnvel í of- beldi; en ekki í fláræði“. „Hættu þessu“, sagði stúlkan áköf. „Ég þoli ekki þetta tilfinninga tal. Ég verð einhvern veg- inn að lifa. Ég býst við að þú getir skilið það. Ég á ekki völ á öðru, og verð að halda áfram“. Hún leit á úrið sitt. „Viltu nú fara út héðan?“ „Já“, sagði Sútró, „en áður en ég fer, þá ætla ég að líta aftur inn í framherbergið“. Stúlkan varð óttaslegin. „Þú getur ekki farið þar inn — það er — það er nokkuð þar, sem að þú mátt ekki sjá. Þú mátt ekki troða þér þar inn“. Hún rauk á stað til herbergisdyranna. Hann vissi hvað hún ætlaði sér að gjöra. Hún hafði skilið lykilinn eftir í skránni á framherberg- inu og hún ætlaði sér að ná honum. Hann náði í handlegginn á henni. „Heyrðu“, sagði hann. „Ég ætla að fara inn í herbergið". Hún svaraði: „Þú skalt ekki fara inn í það“. Hún opnaði handtösku sína. Sútró tók um hendina á henni um leið og hún var að draga silfurbúna, litla skammbyssu upp úr henni. „Slepptu mér“, sagði hún æf. „Annars kalla ég á hjálp“. „Ég held að þú munir ekki gera það“, svaraði Sútró. Sútró dróg stúlkuna með sér eftir ganginum. „Þú meiðir mig“, sagði hún. Sútró stansaði og tók skammbyssuna af henni. Hún tók í handlegginn á honum. „Þú ferð ekki inn í herbergið. Þú hefir eng* an rétt til þess“. Sútró sagðist ætla að fara inn í það hvort sem að hann hefði rétt til þess eða ekki. Stúlkan leit framan í hann og sagði mæðu- lega: „Já, ég sé að þú ætlar að gera það“. Hann gekk að dyrunum og lauk þeim upp, og hún kom á eftir honum. Þegar að Sútró opnaði dyrnar, stansaði hann í svip, svo fór hann inn og beygði sig yfir mann, sem lá á gólfinu við borðið. Það var maðurinn, sem keyrði hann til vöruhúss- ins kveldið áður, maðurinn sem kallaði sig Stockton. Sútró hélt fyrst að maðurinn væri dauður. Það var rauður blettur á stærð við mannshendi á brjóstinu á treyjunni hans. Hann virtist samt hafa orðið var við komú Sútró, því hann opnaði augun. En gat ekki beitt þeim. Stockton var auðsjáanlega langt leiddur. Var- irnar á honum hreyfðust: „Pardoe — náði — mér“. Sútró kraup við hliðina á honum. „Hver er Pardoe?“ spurði hann. Maðurinn virtist ekki hafa heyrt spurningu Sútrós. „Pardoe — náði — mér“, sagði hann aftur. „Ég vissi of mikið“. „Vissir of mikið um hvað?“ „Of mikið um .... Hver ert þú?“ Hann reyndi að festa augun á Sútró. „Ég þekki þig ekki“, sagði hann lágt. „Ég sé þig ekki“, og svo, „um dauðu mennina fimm“. Sútró beygði sig nær manninum. „Hver myrti þá?“ Maðurinn aðframkomni hreyfðist lítið eitt. „Ég — þekki — þig — ekki“. Það voru síðaustu orðin sem hann sagði. Sútró stóð upp. Leit til stúlkunnar, en hún var farin. Hann var ekki viss um að hún hefði komið inn í herbergið með sér. Hann mundi að hann hafði heyrt hana hljóða upp þegar að hún sá manninn liggja á gólfinu og segja: „Ég átti ekki von á þessu“, en samt hafði hún gert allt sem hún gat til þess að varna Sútró frá að fara inn í herbergið. Á hverju átti hún von? Hann leitaði í íbúðinni. Þar var enginn nema maðurinn dauði og framdyrnar voru opnar. Sútró fór út úr íbúðinni til að leita að síma. Hann þurfti að tala við lögregluna. Hann var kominn inn í símastúkuna, þegar hann fór virkilega að átta sig. Hann hafði verið nokkurn tíma inni í her- berginu, þar sem Stockton lá dauður, þegar hann var að leita að töflunum, sem að öllum líkindum voru ekki til. Hann hafði lent í orða- kasti við Stockton. Lögreglan vissi það? Hann hafði tapað hnappnum eða parti af honum úr skyrtuermi sinni, og maðurinn sem hann grun- aði um að hafa tekið hann, hafði verið í þessari sömu íbúð alveg nýlega! Augu hans opnuðust allt í einu. Fingraför hans voru um allt herbergið, þar sem dauði maðurinn lá. Skyrtuhnappurinn brotni var þar auðvitað til vitnis. Um orðakast hans við dauða manninn vissi lögreglan — og stúlkan — stúlk- an, sem kallaði sig frú Stockton — henni var ekki treystandi. Gat hann vonast eftir vingjarn- legum eða sönnum vitnisburði frá henni? Jafn- vel þó hann gæti það, þá var það ekki ábyggi- leg lausn fyrir hann. Hann hafði gengið svo langt að biðja um símanúmerið á lögreglustöðinni. Hann lagði heyrnartólið niður aftur og réði við sig, að bíða með að tala við lögregluna þar til seinna. Hann varð að finna skyrtuhnappsbrotið, áður en hann gerði það, og þurka út fingraförin í herberg- inu. Þessi gildra, sem hafði verið sett fyrir hann mundi líklega halda honum hvað svo sem hann reyndi að gjöra. Það var meistaralega frá hendi gengið. En hann var nú samt ákveðinn í að gjöra þeim eins erfitt fyrir og hann gat. Hann þurfti að fara út úr byggingunni, sem dauði maðurinn var í til þess að ná í símann. Hann var á leiðinni aftur inn í hana, þegar að hann sá tvo lögregluþjóna ganga inn í bygg- ínguna, sem í búð 49 var í og var stúlkan með þeim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.