Lögberg - 13.07.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.07.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. JÚLÍ, 1950 Högbrrg GefiC út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG, MANITOBA Utandskrift rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 696 8ARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögrberg” ia printed and publiehed by The Columbia Pres9 l-td. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail,'Post Office Department, Ottawa Hreinar línur dregnar Nú er svo komið, að fjörutíu og sjö ríki, sem teljast til sameinuðu þjóðanna, hafa heitið íbúum Suður- Kóreu öllum þeim siðferðislegum styrk, er þau ráða yfir, í frelsisbaráttu þeirra gegn illkynjaðri árás sam- vizkuiausra villimanna, er láta siga sér út í hvaða forað, sem er; og nú gengur heldur enginn þess lengur dul- inn, er á annað borð sér til sólar, að rússneskir komm- únistar, sem að baki standa stigamannasveitunum að norðan, verði dregnir fram í dagsljósið svo fáklæddir, og svo rækilega brennimerktir, að þeim reynist lítt kleift, að villa á sér heimildir, en með því hefir hreint ekki svo lítið unnist á. Sameinuðu þjóðunum hefir tíðum verið brugðið um athafnaleysi og svefn, og stundum jafnvel ekki al- veg að ástæðulausu; en svo er líka að jafnaði talsvert auðveldara að finna að, en benda á virkar úrbótaleiðir; þegar sameinuðu þjóðirnar hófu starfsemi sína, lá ver- öldin að miklu leyti flakandi í sárum eftir þann geig- vænlegasta hildarleik, sem sögur fara af; miljónir manna, kvenna og barna horfðust í augu við hungur- dauða, en tortrygni, sem eigi reið við einteyming, gekk á mála hjá öfund og valdagræðgi; í ljósi þeirra stað- reynda hvernig umhorfs var þá á vettvangi mannfé- lagsmálanna, gekk það í rauninni kraftaverki næst, að stofnsetning sameinuðu þjóðanna skyldi lánast; og ef eigi hefði verið fyrir það, hve Rússar misbeittu synj- unarvaldi sínu frá upphafi vega í öryggisráðinu, myndi bjartara miklu umhorfs í mannheimi, en raun er á í dag. En hvað, sem í heild um framkvæmdir öryggis- ráðsins má segja, greinir menn lítt á um það, að í af- stöðu sinni til Kóreumálsins hafi það sýnt af sér slíka rögg, er líkleg megi teljast til heillavænlegra framtíðar- áhrifa; það hefir kveðið upp úr um það, að engum aðila skuli líðast það átölulaust, að rjúfa viðurkenda sátt- málahelgi, og ráðast að ósekju og fyrirvaralaust á ann- an sambandsaðila, án þess að viðeigandi refsing komi í staðinn, og af þessu verða Norður-Kóreumenn að súpa seyðið. Öryggisráðið hefir ályktað þannig, að nauðsyn bæri til, að öll þau hernaðaröfl, sem hlutdeild eiga í frelsis- stríði Suður-Kóreu, njóti einnar og sömu forustu; var það viturlega ráðið og líklegasta leiðin til fullnaðarár- angurs; ekki mælti öryggisráðið með neinum sérstök- um herforingja til að takast á hendur sókn né vörn lýðfrelsisaflanna í Suður-Kóreu, þó nokkurn veginn þætti sýnt, að sú ábyrgð myndi falla á herðar General MacArthur, hernámsstjóra Bandaríkjanna í Japan, og nú er það komið á daginn, að hann yrði rétti maðurinn á réttum stað; er hann maður kunnur að háttlægni og frábærum skipulagningarhæfileikum. Verjendur Suður- Kóreu annarsstaðar frá, eru miklu fremur skoðaðir sem löggæzlumenn en hermenn; gunnfáni þeirra er hinn blá-hvíti friðar- og mannréttindafáni sameinuðu þjóðanna; undir merkjum hans sækja fram fylkingar frelsisunnandi þjóða, er hvorki vilja sætta sig við brigð- mælgi né eiðrof, en setja manngildið öllu ofar; fyrir þessu eru verjendur Suður-Kóreu að berjast, hvernig, sem hjólið snýst, og hversu langvinn sem sú barátta kann að verða; næst Suður-Kóreubúum sjálfum, eru það Bandaríkjamenn, sem þyngstu byrðina bera enn, sem komið er; hinar skjótu og djarftæku aðgerðir Bandaríkjastjórnar hafa valdið djúpstæðum straum- hvörfum í þróunarsögu manngildisins og almennra manndygða; þar er drengskaparorðið enn í heiðri haft. Þegar vandamál bera snögglega að, eins og þjóf á nóttu, eða skúr úr heiðskíru lofti, liggur í augum uppi, að skjótra og viturlegra aðgerða sé þörf; en það var einmitt þessi skjóta og drengilega ákvörðun ör- yggisráðsins, sem í einni svipan gerbreytti svo viðhorf Árbok Hóskóla íslands Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK HÁSKÓLI ISLANDS HEFIR, góðu heilli, átt og á enn marga veluunnara í hópi íslendinga vestan hafs, sem fylgjast vilja með högum og starfi þeirrar æðstu menntastofnunar heimaþjóðar- innar, enda ætti unnendum íslenzkrar menningar og bókmennta hvarvetna, að vera vöxtur og viðgangur háskólans nokkurt metnaðarmál. Með það í huga, verður hér sagt frá Árbók Háskóla íslands fyrir háskólaárið 1948—49 (Reykjavík, 1950), sem, er allmikið rit (111 bls.) í stóru broti, og lýsir mikilvægu fræðslu-og menningarstarfi háskólans frá öllum hliðum. Á það ekki síst við um hina verður greidd á tímabilinu til 31. des. 1951. Háskólinn hefur þakkað þessa höfðinglegu g]öf Rockefellersjóðsins. Hún er sér- staklega kærkomin vegna þeirra erfiðleika, sem aukin dýrtíð skapar öllum nýjum fram- imi, að tekin yrðu af ðll tvímœli um það, hvaða aðferð- M^ugaH garð T°?raZ"töS™- um skyldi beitt, ef ráðist væn a saklausan sambands athyglisverður og skorinorðu ræðu, sem rektor háskólans, pró- fessor dr. Alexander Jóhannes- son, flutti við skólasetningu 1. vetrardag 23. október 1948, og öndvegi skipar í Árbókinni, en dr. Alexander var kosinn rektor 14. maí 1948 til þriggja ára, og tók við embættinu af prófessor dr. Ólafi Lárussyni, sem skipað hafði þann sess þrjú árin fyrir- farandi. Af öðrum breytingum, sem orðið höfðu á kennaraliði há- skólans á umræddu ári, má sér- staklega geta þess, að Prófessor Jón Hj. Sigurðsson, er gegnt hafði kennaraembætti í læknis- fræði frá stofnun háskólans 1911, eða samfleytt í 37 ár, og verið rektor hans 1942—45, lét af störfum fyrir aldurs sakir, en við embætti hans tók dr. Jóhann Sæmundsson, fyrrv. ráðherra. Ræða dr. Alexanders bregður með mörgum hætti birtu yfir þróun háskólans og framgang, en um það farast honum þannig orð: „Háskólinn hefur verið í örum vexti á undanförnum árum, eft- ir að hann öðlaðist hin nýju húsakynni sín. Nýjar deildir hafa risið upp: viðskiptadeild, verkfræðideild og tannlækna- deild, og kennsla hefur verið skipulögð í tungumálum og regl- ur um sérstök próf. (B.A. -próf.) hafa verið settar fyrir þá, er leggja astund á tungumál . . . Samtímis þróun þeirri, er ég hef nefnt, mun ný rannsóknarstofn- un í húsdýrasjúkdómum, er lýt- ur læknadeild, taka bráðlega til starfa á Keldum í Mosfellssveit undir forstöðu Björnsd Sigurðs- sonar læknis. Var stofnun þessi að hálfu kostuð af Rockefeller- stofnuninni og að hálfu af ríkis- sjóði. Kostnaður fór fram úr áætlun, eins og tíðkast um flest- ar framkvæmdir á voru landi, en Rockefellerstofnunin hefur einnig lofað að greiða helming þeirrar upphæðar. Háskólanum hefur fyrir nokkrum dögum bor- izt tilkynning frá stjórn sjóðsins í New York, að hún hafi sam- þykkt að gefa Tilraunastöð há- skólans í meinafræði á Keldum 50 þús. dollara til viðbótar fyrri gjöf sinni. Heildarframlag Rockefellersjóðsins til tilrauna- auk þess er í undirbúningi að reisa á háskólalóðinni byggingu fyrir náttúrugripasafn ríkisins. Það eru því engar ýkjur, að há- skólinn hefir um ytri starfsskil- yrði vaxið hröðum skrefum und- anfarið, og má það vera öllum velunnurum hans fagnaðarefni. En hvað um hið innra líf há- skólans? Á því sviði hefir einn- ig orðið heilbrigð þróun, sam- fara víkkun áhrifavalds hans. En þeirri hliðinni á starfi hans lýsir dr. Alexander á þessa leið: „Á síðastliðnu sumri var efnt til námskeiðs í íslenzku fyrir stúdenta frá Norðurlöndum, er stóð í 5 vikur. Kennt var íslenzkt nútíðarmál daglega og fluttir allmargir fyrirlestrar um ís- lenzk fræði af kennurum háskól- ans. Sóttu námskeið þetta 12 stúdentar, flestir frá Norður- löndum, og má segja, að þessi fyrsta tilraun hafi tekizt vel. Munu athugaðir möguleikar á að halda slík námskeið oftar, og þá einnig fyrir enskumælandi stú- denta, þótt slíkt sé nokkrum erf- iðleikum bundið og allmiklar kröfur gerðar til kennara deild- arinnar að halda fyrirlestra sína á framandi málum. En oss er ljóst, að á oss hvílir rík skylda að auka þekkingu annarra þjóða og ekki sízt fræðimanna á gildi íslenzkrar tungu fyrir menningu allra germanskra þjóða. Hinar ríku bókmenntir íslendinga og ágæti tungunnar er dýrasti arf- urinn, er oss hefur hlotnazt, og erum vér kennarar í íslenzkum fræðum einkum til þess kjörnir að ávaxta hann og veita öðrum þjóðum hlutdeild í þeim miklu fjársjóðum, er tunga vor geym- ir. Slíkt verður aðeins gert með ítarlegum rannsóknum á ýmsum sviðum og vísindalegum ritgerð- um um tungu vora, bókmenntir, menningarsögu og fornfræði. Alþingi hefur réttilega viður- kennt mikilvægi þessara starfa með því að auka starfslið deild- arinnar fyrir nokkrum árum. Vér keppum eigi aðeins að því að auka þekking þjóðarinnar á tungu sinni, bókmenntum og sögu, heldur einnig að því að gera háskóla vorn að miðstöð íslenzkra fræða í veröldinni.“ Þá hefir Árbókin, eins og vænta má, inni að halda skýrsl- stöðvarinnar nemur þannig nú ur um gerðir háskólaráðs, kenn- 200 þús. döllurum. Gjöf þessi! aralið háskólans og stúdenta aðila með landrán fyrir augum; nú er alþjóð manna kunnugt um afstöðu öryggisráðsins og hinna fjörutíu og sjö þjóða, er tekið hafa í sama streng. í áróðri sínum undanfarin ár, hafði Rússinn geng- ið á það lagið, að fá svo að segja alt fyrir ekki neitt; hann tældi Pólland, Tékkóslóvakíu, Latvíu, Esthóníu. Lithúaníu, Ungverjaland, Búlgaríu og Rúmeníu til fylgis við sig, og hét þeim öllum gulli og grænum skóg- um, og hann hlúði á meðan hann mátti, að eldinum í Grikklandi; nú mun það nokkurn veginn á almanna vit- orði, að í löndum þessum öllum hafi mannfrelsinu verið stungin svefnþorn; en verði einhvers mótþróa vart, er því heilræði fylgt, að öxin og jörðin geymi þá bezt, er ógjarnan vilja kyssa á vöndinn. En nú hafa þeir atburðir gerst, eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk, er ættu að færa Rússanum heim sanninn um það, að þess sé naumast að vænta, að hann héðan í frá fái alt, sem hann þráir fyrir ekki neitt; það sannar hin skýlausa ákvörðun öryggisráðsins til hinn- ar ósvífnislegu, vopnuðu innrásar í Suður-Kóreu; hann þeytir vafalaust enn um hríð áróðurslúður sinn í þeirri von, að einhver hlusti og dansi eftir nótum hans; vera má að einhver hlusti, jafnvel einhver þeirra, sem á ætt sína að rekja til norrænna manna, er töldu drengskap- arorðið til hinna æðstu boðorða; sennilega fer þó slík- innar á Keldum og Háskóla Is- lands, sem hún ber vitni um “ Atvinnudeildin, er stofnuð var að tilhlutun kennara háskólans og háskólinn lét reisa byggingu árið 1937, hefir einnig fært út kvíarnar. Stúdentagarðarnir tveir, sem reistir voru 1934 og 1943, áttu báðir rót sína að rekja til samtaka háskólakennara og stúdenta; ennfremur hefir há- skólinn af sínu fé látið reisa í- þróttahús handa stúdentum, er | háskólans að kveldi 9. nóvember þegar hefir tekið til starfa, og 1948. Hafði varaforseti háskól- hans, en þeir skiptast þannig á hinar ymsu deildir: guðfræðis- deild 18; læknadeild 160; laga- og hagfræðideild, 142 í lögfræði og 35 í viðskiptafræði; heim- spekisdeild 136; verkfræðisdeild 34. Eru þar meðtaldir bæði eldri stúdentar og þeir, er skrásettir voru á háskólaárinu. Einnig eru í Árbókinni skrá yfir kennslu og próf í. hinum ýmsu deildum, skýrslur um söfn háskólans og fjárhag og ymislegt annað varð- andi hann, ásamt yfirliti yfir störf stúdentaráðs 1948—49, en starfsemi þess er jafnan harla margþætt. Eins og vera bar, minntist há- skólinn átta alda ártíðar Ara prests Þorgilssonar hins fróða með virðulegri athöfn í hátíðasal um mönnum fækkandi fremur en hitt. Það verður öryggisráðinu og sameinuðu þjóðunum, að undanskildum Rússum og leppríkjum þeirra, til ævar andi lofs, hve drengilega var brugðist við til varnar al- saklausum sambandsaðila, er einskis ills átti sér von, en ráðist var á með þrælmannlegum hætti, að fordæmi Hitlers sáluga. Rússinn læzt hvergi viðkoma, og ef til vill glottir hann um tönn yfir því, sem nú er að gerast í Kóreu. Sá hlær bezt, sem síðast hlær. Suður-Kórea verð- ur frelsuð! ans, prófessor Ásmundur Guð- mundsson samkomustjórn með höndum, og birtir Árbókin hina prýðilega ræðu, sem hann flutti við það tækifæri. Féllu honum, meðal annars, þannig orð, er eiga erindi til vor íslendinga hérna megin hafsins eigi síður en til þjóðsystkinanna heimafyr- ir: „Brautryðjandastarf Ara er furðulega fjölþætt. Hann er að vísu ólíkur Snorra að því að hirða lítt um listfengi, en hann situr eins og Saga sjálf reiknings glögg að Sökkvabekk, og rýnir út á haf horfinna tíða. Sjón hans er arnhvöss og viðbragðið snöggt til björgunar frá djúpi gleymskunnar. Myndi hann geta tekið undir það, sem annar fræði maður kvað löngu síðar: Eg h orrraemfeðf Eg hej morraö mest við það að marka og draga á land, og koma því undan kólgu, svo það kefði ekki allt í sand. Þessi fræði sín ritar Ari á is- lenzku. Hann tekur hana fram yfir ritmál menntamanna á mið- öldum, latínuna. Eflaust hefur hann kunnað góð tök á henni, og einhver bezti vinur hans, ára- tug eldri og hinn lærðasti guð- fræðingur á Islandi, Sæmundur fróði, skrifar sín rit á latínu. En hann kýs sér móðurmálið að rit- máli, þótt engin væri fyrirmynd in, og sýndi, að tign þess og meg- inþróttur myndi eigi minni en latínunnar. Verður aldrei full- metið, hver heill hefur af því hlotizt fyrir þroska íslenzkunn- ar, að svo snemma var lagt á þessa braut. Og Ari markar tímatal vort. Hann greinir tindana, þótt sjór tímans sé í miðjum hlíðum eða ofar. Hann bendir á þá og sýnir glöggt afstöðu þeirra innbyrðis og svo örugglega, að litlu getur skeikað, og allar síðari aldir hljóta að miða við. Jafnframt hefur hann íslenzka sagnaritun. Byrjandaeinkenni sjást nokkur sums staðar, en aðalsmerki hvarvetna hið sama: Heimildir greindar og vandað til þeirra sem fremst er kostur, ó- bifandi sannleiksást og hógværð þess manns, er þráir það í öllu, er sannast reynist, og myndi fús vilja játa mistök og minnka sjálf ur, ef þá væri nær um rétta sögu, enda aldrei lækka neinn annan. Þar er að leita af fyllsta trausti leiðsagnar og fróðleiks. Islendingabók hans lætur dali opnast milli fjallatinda og hlíðar og nes teygjast í haf fram. Sál íslands, saga þess, birtist og það með þeim hætti, að önnur ís- lenzk sagnaritun verður að njóta af. Án þess yrði í fyrstu aldasögu Islands opið og ófyllt skarð.“ Lárus Pálsson leikari las einn- ig upp við minningarathöfnina hreimmikið og tímabært kvæði, sem Jakob Jóh. Smári skáld hafði ort fyrir hátíðina, og eru þetta upphafs og þriðja erindi þess: Skína vitar elds un aldir andans, fjarst til hinztu stranda, birtu fœra á myrkum mari manna fleyjum, þótt kynslóð deyi,— fræða um átt í ótal hættum. Upp þeir Ijóma fornan blóma. Langt um rastir, að eilífð yztu andinn skín, þó að jarðlíf dvíni. Nú, er áróðurs-gjammið grimma geisar og hlutdrægt vægðarleysi, moldhríð lyga vígum veldur, villt er um rök í heimi tryllt- um,- þinna frœða hreina heiði hátt er sett, ofar flokkadráttum; bendir þú upp, til efstu tinda anda og sannleiks í hverjum vanda. Prófessor dr. Einar Ól. Sveins- son flutti einnig á minningarhá- tíð þessari ítarlegt og merkilegt erindi um Ara fróða, sem prent- að er í Skírni 1948. En vel mætti dæmi Ara fróða, óbrigðul sannleiksást hans, vera oss lýsandi viti í því moldviðri harðvítugs áróðurs, sem nú er þyrlað upp víða um lönd, og blindar marga á báðum aug- um.— Háskóli íslands á nú senn fertugsafmæli. Það er vafalaust einlæg ósk hinna mörgu vina hans, að hann megi halda áfram að verða í sem ríkustum mæli „miðstöð íslenzkra fræða í ver- öldinni“, og að sama skapi lífæð íslenzkrar menningar. Bus. Phone 27 989—Kes. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Specialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrlstle, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optieian (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELI. COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON SKðLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVIK Kaupið þennan stóra 25c PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna gæða

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.