Lögberg - 26.10.1950, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, OCTÓBER 26, 1950
Hvernig Geysisáhöfnin komst af á jöklinum
hljómar sem kynjasaga
Niðurlag
Þetta var eina ljósið, sem við
höfðum til þess að geta komið
okkur fyrir í vélinni um nótt-
ina. Iðulaus stórhríð var með
frosti eins og kunnugt er.
Umbúnaður í farþegarúminu.
Nú sagði Magnús frá því,
hvernig fólkið komst inn um dyr
farþegarúmsins, af því hurðin
fauk af, og hvernig þau náðu í
vefnaðarvöru, til að hafa sér til
hlýinda um nóttina.
— Lítið var sofið þessa nótt,
sagði Magnús, höfðum svo mikið
að hugsa. önnur hliðin á vélar-
skrokknum hafði rifnað svo
hríðargjóstinn lagði þar inn. En
sem betur fór var það sú hliðin,
sem vissi undan veðri.
Síðan sagði Magnús frá því, er
þeir daginn eftir fundu nokkrar
brauðsneiðar, sem á einhvern
dularfullan hátt höfðu slæðst út
úr eldhúsinu, þó það væri svo
mjög saman-beyglað sem raun
var á. — En umbúðirnar utan
um brauðsneiðarnar stóðu upp
úr snjónum.
Exin, sem dugði.
Á föstudagsmorguinn gátu
flumennirnir líka komist inn í
stjórnklefann, og náð þar í tals-
vert af hlífðarfötum. Auka-
„battery“ fundu þeir þar í vasa-
ljósið, svo „battery“ þrutu ekki,
þó mikið þyrfti að nota vasa-
ljósið næstu kvöld og nætur.
í Geysi voru tvær axir, sem
til þess voru gerðar, að geta
brotist út, ef slys bæri að hönd-
um, og útgöngudyr lokuðust.
Var önnur exin framarlega í
vélinni. Hún fannst aldrei. En
hin var á sínum stað aftarlega
í vélinni. Má segja, að ekkert sé
líklegra en hún hafi valdið úr-
slitum um þá björgun sem varð.
Með þessu verkfæri var reyn-
andi að brjótast inn í geymslu-
hólfið, þar sem gúmmíbátarnir
voru, matvælin og neyðarloft-
skeytatækið.
En þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir þeirra tókst þeim það
ekki fyrri en um kl. 1 eftir há-
degi á mánudag. Tækið reynd-
ist óskemmt.
Samband næsl við
umheiminn.
Tók nú Bolli Gunnarsson til
óspilltra málanna að senda neyð-
arkallsmerki. Var það nokkrum
erfiðleikum bundið vegna þess,
að í sambandi við þessar loft-
skeytasendingar, er notaður
flugdreki. Vegna þess hve ísing
var mikil, datt drekinn hvað eft-
ir annað niður.
Bolli hélt áfram sendingum
sínum með stutty millibili, unz
sást til Catalínuflubátsins Vest-
firðings. Loftskeytamaður á
Ægi mun hafa heyrt þau, um
það bil hálftíma eftir að send-
ingarnar byrjuðu.
Hvar vorum við?
Magnús heldur áfram:
Dimmviðri hélst alltaf á jökl-
inum, svo við sáum engin fjöll,
er við gætum notað, til að átta
okkur á, hvar við værum. Á
laugardag birti þó um stund það
mikið, að við munum hafa séð
til Grímsvatna, en gátum ekki
áttað okkur á staðnum. Við töld-
um líklegt, að við værum annað
hvort á öræfa- eða Eyjafjalla-
jökli, og bjuggumst við, að ekki
væri ýkja langt að jökulrönd,
af því við sáum þarna oft smá-
fugla á flögri.
Vélin var á þeim parti öll
beygluð, enda hékk eldhúsið fast
við stjórnarklefann, þó stjórn-
klefinn væri á hliðinni, en allur
vélar^rokkurinn þar fyrir aftan
og eldhúsið með, væri á hvolfi,
þ. e. a. s. lægi á þakinu.
Ég flýtti mér að eldhúsinu og
náði í Ingigerði út um sprung-
una á vélarskrokknum. — En
hvernig það hefir gerst í einu
vetfangi, að koma henni þar út,
er okkur öllum öldungis óskilj- j
anlegt, því ekki var viðlit að
komast inn um þessa glufu eftir
það. Reyndum við þó óspart,
vegna þess, að við vissum, að
talsverður matur var í eldhús-
inu.
Þegar við brutumst út um
gluggann í stjórnklefanum, urð-
um við að styðja Dagfinn, því
hann hafði fengið svo mikið
högg á annan vangann, að hann
var máttfarinn og hálf partinn
utan við sig tvo fyrstu sólar-
hringana. Eftir það fór honum
heldur að skána.
Vasaijósið sagði lil sín.
Ég hafði ofurlítið vasaljós í
skyrtuvasa mínum, þegar slysið
vildi til. Hafði það hrokkið úr
vasanum og kviknað á því sem
snöggvast.
Einar kipptist við, er hann sá
þetta ljós í myrkrinu í stjórnar-
klefanum og kastaði sér strax á
það, vegna þess, að honum hefir
verið fast í huga, hve eldhætta
er oft mikil undir svona kring-
umstæðum. En vegna þess að
vasaljósið gerði svona vart við
sig, fann Einar það og við vor-
um því ekki ljóslaus.
Við heyrðum til flugvéla. bæði
á föstudag og laugardag. Og á
sunnudag sáum við greinilega
flugvél er okkur virtist vera
Katalínaflugbátur. Flaug hann
beint yfir okkur. Þegar við höfð-
um heyrt til flugvéla áður, not-
uðum við „signal“-skot, sem
gefa ljósmerki, en þau komu
okkur ekki að gagni. —
Við vorum mest áhyggjufullir
út af matarskammtinum, og
datt í hug að spara við okkur
brauðið til þess að hafa eitthvað,
er að því kæmi, að við leggðum
af stað fótgangandi til að leita
byggða. En okkur fannst tilraun
ir í þá átt vera fráleitar, meðan
við vissum ekki hvar við vor-
um niðurkomin.
Enda töldum við ástæðulaust
að leggja út í slíka óvissu, því
við þekktum svo félaga okkar
hjá Loftleiðum, að leit yrði ekki
hætt að okkur ófundnum. —
Ýmislegt til starfa.
Er talið barst að því, hvað
þau hefðu haft fyrir stafni á
jöklinum þá daga sem liðu, áður
en þau fundust, sagði Magnús
m. a. að á milli þess sem verið
var að reyna að ná því, sem þá
vantaði, s. s. matnum og sendi-
tækinu í geymsluhólfinu, unnu
þau að því, að troða snjó í rif-
urnar á farþegarúminu, og gera
sér skjólföt úr alls konar efni,
sem fyrir hendi var. í farþega-
farangri, sem fannst í flut'ningi
vélarinnar, fundu þau pakka af
te og krús af kaffi, og lítinn pott
fundu þau einnig. Svo hægt var
að hita te og kaffi, en benzínið,
sem notað var við upphitunina,
var hægt að fá úr benzíngeymi,
sem var í heila vélarvængnum.
— Ég þarf ekki að lýsa því,
hve fegin við vorum á mánu-
daginn, þegar Vestfirðingur kom
fljúgandi yfir okkur. Við gerð-
um merki á fönnina, þegar Vest-
firðingur kom, samkvæmt tákn-
um þeim, er þýða, að við viss-
um ekki hvar við værum stödd.
Vörpuðu flugmenn miða til okk-
ar, þar sem þeir sögðu okkur,
hvar við værum.
Skíðin frusu við snjóinn.
— Ykkur er að mestu leyti
kunnugt, hvað gerst hefir eftir
að við fundumst, og er ekki á-
stæða til að fjölyrða um það,
sagði Magnús. '
Hann skýrði blaðamönnum
frá hvers vegna Dakotaflugvél-
in komst ekki leiðar sinnar, eins
og ætlað var. — Menn hafa álit-
ið að snjórinn hafi verið svo
gljúpur, að skíðin hafi sokkið
of mikið niður í hann, og flug-
vélina þess vegna skort afl til
flugtaks.
En svo var ekki. Það, sem réði
úrslitum var, að skíðin undir vél
inni eru úr málmi svo snjórinn
BRITISH NYLON DEVELOPMENT
A recent television programme from Alexandra
Palace displayed interesting examples of various new
nylon productions in Britain. Among them were the
two tennis dresses shown in our picture. On the left
is a three-piece in white nylon with haircord stripes
and piecrust edging in blue. The other is a chiffon-
effect nylon, worn over a bra and shorts in floral
pattern, matching the real flower anklet. Although
American production of nylon is still much larger then
the British, our particularly high-grade nylon fabrics,
both woven and tricot, are winning favour in the
United States. Another of our developments welcomed
there are the new men’s áocks, with nylon staple, which
is also being extended into knitwear (a traditional
British export). Colonel Teddy Tinling, designer of
Gorgeous Gussie’s tennis wear, is having success ín
America with his nylon garments, and has éxported
some to Miami.
festist við skíðin, eða kannske
öllu heldur að skíðin frjósa föst
í snjónum. En rakettuútbúnað-
urinn, sem settur var undir
vængi vélarinnar, til að létta
henni flugtakið, kom ekki að til-
ætluðum notum. Eftir að þau
vandkvæði voru komin í ljós,
kom aldrei til mála annað, en
við færum fótgangandi niður af
jöklinum.
Áhöfn Geysis lagði af stað frá
flakinu kl. 4 á miðvikudag og
var komin til bílanna kl. 11.30 að
kvöldi.
Magnús rómaði mjög, hve leið
angur Akureyringanna hefði
verið vel skipulagður og hve
þeim hefði verið gert auðvelt
að komast niður af jöklinum.
Þeir hefðu ekið bílunum inn
í gil, sem var nokkuð bratt nið-
urgöngu er við komum ofan að,
segir hann, lýstu þeir upp brekk-
una með kastljósum. En við bíl-
ana höfðu þeir upphituð tjöld
og heitt kaffi og mjólk handa
okkur og voru þær viðtökur al-
veg dásamlegar.
Er Magnús Guðmundsson
hafði lokið máli sínu og blaða-
menn höfðu ekki fleiri spurn-
ingar á reiðum höndum, bað
hann blöðin að flytja beztu þakk
ir áhafnarinnar á Geysi, til allra
þeirra, sem lögðu sig fram í
hinni víðtæku leit, eða studdu
að henni á einn eða annan hátt,
♦ ♦ 4- ♦
Allt beyglaðist saman
nema þar sem ég stóð
Ungfrú Ingigerður Karlsdóttir
segir frá undursamlegri björgun
sinni
Er ég hafði hlýtt á frásögn
Magnúsar flugstjóra átti ég
snöggvast tal við ungfrú Ingi-
gerði Karlsdóttur, á skrifstofu
Loftleiða.
Hún hafði þá setið blaða-
mannafundinn, og vildi, sem
eðlilegt er, komast sem fyrst til
hvíldar. Hún hafði verið hjá
lækni, er rannsaka skyldi
meiðsli hennar. Þeirri rannsókn
var ekki lokið, þ. e. a. s. röntgen-
myndir ekki framkallaðar. En
læknirinn hafði sagt henni að
sennilega væru tvö rif hennar
brotin, annað á brjósti en hitt á
baki.
Hún var samt hress og kát, og
lét ekki á sér sjá nein þreytu-
merki. Enda hefi ég heyrt það
frá félögum hennar, að þeir dást
mjög að þreki hennar og kjarki,
sem hún hefir sýnt í þessum
mannraunum.
Lítt meidd úr járnaruslinu.
Ég gat þó ekki stillt mig um
að biðja hana að útskýra fyrir
mér með hverjum hætti tekist
hefði að ná henni út úr flug-
vélarflakinu.
— Mér er það í einu orði sagt,
alveg óskiljanlegt, segir hún. Ég
lá þarna fyrir í kojunni, eins og
skýrt hefir verið frá. En þegar
vélarskrokkurinn vatzt til og
beyglaðist saman, þá hefi ég á
einhvern undursamlegan hátt
hrokkið fram úr kojunni án þess
að gera mér nokkra grein fyrir
því. Þar sem ég var komin, hef-
ir verið það mátulegt rúm fyrir
mig innan í þessu „járnarusli”,
að ég stórslasaðist ekki. En koj-
an, sem ég var í beyglaðist al-
veg saman.
Þegar ég kom til sjálfs mín,
mundi ég eftir félögum mínum,
sem voru í stjórnklefanum og
kallaði á hjálp.
í hýjalínsfölum í stórhríðinni.
Mér fannst að liðið hafi lang-
ur tími frá því ég byrjaði að
kalla, þangað til að Magnús seil-
ist inn til mín, í gegnum rifuna
á vélarskrokknum. — En kann-
ske hefir það ekki verið nema
stutt stund. Það er mér, eins og
honum og öllum hinum, óskiljan
legt, hvernig ég með hans hjálp
komst út. Því að við gátum al-
drei náð í rúbrauðið, sem við
vissum af í eldhúsinu.
Þegar ég kom út varð mér af-
skaplega kalt, því ég var í hvítri
þunnri blússu þarn^, í frosti og
skafrenningi. En eftir að ég
Góðum gesti fagnað
Eftir prófessor RICHARD BECK
(Ávarp flutt aö meyinniáli á fyrirlestrarsamkomu Páls V. G• Kolka læknis,
aö Mountain, N. Dakota, 9. október 1950)
Óhætt mun mega fullyrða, að
fátt treysti fremur ætternis- og
menningartengslin milli íslend-
inga austan hafs og vestan held-
ur en gagnkvæmar heimsóknir
af þeirra hálfu, því að upp af
slíkum kynnum sprettur auk-
inn skilningur og samhugur. Það
er því ágæt þjóðræknisleg fram-
sýni að stuðla að slíkum heim-
sóknum, og stöndum vér í mik-
illi þakkarskuld við Þjóðræknis-
félagið og deildir þess fyrir að
standa að komu og ferðum slíkra
gesta sem hins ágæta landa vors
heiman um haf, er vér fögnum
og hlýðum á hér í kvöld.
Hann kemur einmg með full-
ar hendur fjár, menningarlega
talað. Hann túlkar oss í ræðu
og bundu máli sögu Islands og
menningu, þá merkilegu sögu og
menningu, sem verður æ stærri
og dásamlegri í mínum augum,
því oftar og betur sem ég les
það, sem skráð er á þeim sögu-
spjöldum. Davíð Stefánsson
skáld hafði rétt að mæla:
„í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu
voga.
Mót þrautum sínum gekk hún
djörf og sterk.
í hennar kirkju helgar stjörnur
loga,
og hennar líf er eilíft krafta-
verk“.
hafði áttað mig, og við vorum
komin inn í farþegarúmið, fór
ég að hugsa um, að reyna að
verða þeim að liði, sem voru
meira meiddir heldur en ég. Sem
betur fer var það aðeins Dag-
finnur.
Þrjá fyrstu dagana leið mér
talsvert illa. Gat ekki rétt úr
mér, og ekki notið hvíldar, nema
í vissum stellingum. — Samt
var það mikil hugbót, að geta
haft eitthvað fyrir stafni, svo
sem að útbúa skjólflíkur, til þess
að við gætum haldið á okkur
hita. En daginn sem við fund-
umst, hljóp ég svo mikið út um
jökulinn, að mér leið æði illa
um kvöldið.
Ég gat ekki fengið af mér að
tefja ungfrú Ingigerði með
lengra samtali, því bæði var það,
að samstarfsfólk hennar við
Loftleiðir þurfti að heilsa henni
og fagna henni, og sjálf þurfti
hún að komast sem fyrst heim
til foreldra sinna. V. St.
Mbl. 22. sept.
Og hinn góði gestur gerir enn
meira en túlka oss sögu ætt-
landsins í lausu máli og stuðl-
uðu; hann færir oss ísland í
myndum, litmyndum, sem eru
þær einu myndir, sem gefa
nokkra verulega hugmynd um
fegurð landsins og augnayndi,
því að það er um annað fram
litanna land.
Ræða gestsins, ljóð og mynd-
ir munu einnig falla í frjóa jörð
á þessari söguríku, íslenzku
byggð. Hér svífur sannarlega
sögunnar andi yfir vötnum. Ef
vér leggjum hlustir við, getum
vér heyrt vængjaþyt sögunnar
hljóma oss í eyrum. Vér erum
samankomin í elztu íslenzku
kirkjunni vestan hafs, þar sem
undirbúningsfundur stofnunar
Hins Lúterska Kirkjufélags ls-
lendinga í Vesturheimi var hald-
inn á sínum tíma. Hér í þessum
byggðum stóð einnig með blóma
á landnámsárunum Menningar-
félagið víðkunna, sem Stephan
G. Stephansson tileinkar fyrsta
bindið af „Andvökum“ sínum.
Héðan úr íslenzku byggðunum í
Norður-Dakota má því með
sanni segja, að menningarstraum
arnir hafi flætt út um allar
byggðir íslendinga vestan hafs,
þó að tóm sé eigi til að rekja
þá sögu nánar að sinni. K.N. fór
þá eigi heldur með neinar ýkj-
ur, er hann komst þannig að
orði í 50 ára afmæliskvæði sínu
til þessarar fögru og söguvígðu
byggðar:
„Hér gjörðist vor saga, sem
birtist í brag,
þá börðust og vörðust hér menn,
og staðurinn sá, sem vér stönd-
um nú á,
er stríðsvöllur menningar enn“.
Hérna í byggðinni ól hann ald-
ur sinn, þessi mikli gleðigjafi
meðal landa sinna, sem gat
hlegið heimskuna í bann, þessi
„Geysir gamanyrða“, eins og
Guttormur kallaði hann hnytti-
lega. Og hér hafa fleiri þjóðkunn
skáld en kýmniskáldið snjalla
átt dvalarstað langvistum, enda
víkur K.N. að því í fyrrnefndu
kvæði sínu, er hann segir:
„Þá sögu hljóðir segja menn,
að suður í Garðar-skóg
eitt fornlegt hreiður finnist enn,
hvar Fjallaörninn bjó“.