Lögberg - 26.10.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, OCTÓBER 26, 1950
7
Dáleiðsla er hættulegt vald
Dr. Estabrooks forseti „Department of Psychologi“
við Colgate háskólann í Bandaríkjunum, er þaul-
æfður dáleiðingamaður og hefir ritað margar bækur
um dáleiðslu. Hann hyggur að með dáleiðslu sé hægt
að hafa áhrif á rás viðburðanna, og að dáleiðsla geti
orðið mjög mikilvæg í hernaði og eins mætti með
henni stuðla að alheimsfriði. Hér er stuttur útdráttur
úr grein, sem hann hefir ritað um þetta efni.
Ég get dáleitt mann án þess
að hann viti af því, og gegn vilja
hans, og ég gæti fengið hann til
þess að fremja föðurlandssvik.
Og úr því að ég get gert þetta,
þá geta sálfræðingar annara
þjóða einnig gert þetta og beitt
því í þágu lands síns í hernaði.
Skömmu eftir að Japanar
réðust á Pearl Harbour, kallaði
hermálaráðuneytið mig til Was-
hington. Það vildi heyra álit
mitt um það hvort óvinirnir
mundu geta notað dáleiðslu sem
vopn í stríðinu. Ég skal nú end-
urtaka það, sem ég sagði við þá:
Tvö hundruð æfðir útlendir
dáleiðendur gætu komið upp
hér í Bandaríkjunum alveg sér-
staklega hættulegum flokki föð-
urlandssvikara, sem ynnu undir
dáleiðslu áhrifum. —
Flestir munu hafa séð dá
leiðslusýningar, og undrast hví
líkt vald einn maður getur feng
ið yfir öðrum. Sumir brosa að
þessu og telja það ekki annað
en loddaraleik. En þér megið
trúa mér, að dáleiðsla er hvorki
loddaraleikur né ímyndun.
Fáeinir æfðir dáleiðendur, sem
kæmust inn í herstjórn, gætu
valdið miklu meira tjóni en
nokkur kjarnorkusprengja. Þeir
gætu gert hershöfðingjana að
samherjum óvinanna. Þeir gætu
orðið þess valdandi að 50.000
manna her væri leiddur í þá
gildru, að enginn kæmi lifandi
aftur.
Dáleiðla hefir verið kunn um
hundruð ára. Hvernig stendur
þá á því að hún skuli aldrei hafa
verið notuð í þágu hernaðar?
Það er blátt áfram vegna þess,
að til skamms tíma var talið ó-
gerningur að dáleiða mann án
vitundar hans, og að ekki væri
hægt að fá menn til að gera það,
er samvizka þeirra bannaði
þeim. Nú hafa verið gerðar nýj-
ar uppgötvanir, og síðan er hvor-
ugu þessu til að dreifa.
Dáleiðsla byggir á þeirri þekk
ingu, að hugur mannsins skipt-
ist í vökuvitund og undirvitund.
1 vökuvitundinni greinir mað-
ur allt sem fyrir ber dags dag-
lega, en í undirvitundinni leyn-
ast hinar dýpstu hugsanir og
geðshræringar. Sálfræðingar
^tla, að í undirvitundinni geym
ist minningar alls þess er fyrir
oss kemur á lífsleiðinni., Hún
hefir yfir að ráða afli, sem vöku
vitundin veit hreint ekkert um.
Með dáleiðslu er vökuvitundin
svæfð, en kraftar undirvitund-
arinnar kallaðir fram til starfa.
Það er hægt að telja dáleidd-
um manni trú um allt. Það er
hsegt að telja honum trú um
^ð blýantur sé glóandi járn-
fleinn, og komi maður með blý-
untmn við hann, þá finnur hann
lil sársauka og þar hleypur upp
laðra. Það er einnig hægt að
uuka afl manna með dáleiðslu.
ísindamaður í London gerði
tilraunir með fimm hermenn.
Hann lét þá reyna sig á krafta-
mæli og greipa-afl þeirra var
samsvarandi 101 punds þunga
jafnaði. Svo dáleiddi hann
Þa °§ iút þá reyna aftur, og
f^gði þeim um leið að þeir væru
kraftajötnar. Þá urðu greipatök
Poirra þeim mun fastari, að nú
samsvöruðu þau 140 punda
Unga til jafnaðar. Á sama hátt
^mri hægt að gera hermenn að
oðþyrstum berserkjum, sem
^ngu eirðu og ekkert létu sér
^ir brjósti brenna.
Það er hægt að láta dáleiddan
ann einbeita huganum að ein-
erju sérstöku. Maður var dá-
ejddur í stóru gistihúsi og hon-
m var sagt, að þegar hann
vaknaði, yrði hann að ganga í
kringum gistihúsið og setja á sig
númer allra þeirra bíla sem þar
væru. Skömmu eftir að hann
vaknaði, bað hann um leyfi til
þess að skreppa út til þess að
ná sér í sígarettur. Þegar hann
kom aftur, eftir svo sem stund-
arfjórðung, var hann spurður að
því hvort hann hefði séð nokk-
uð nýstárlegt. „Jú, ég sá hunda
vera að fljúgast á hérna á horn-
inu“, sagði hann.
Nú var hann dáleiddur aftur
og þá romsaði hann upp úr sér
lýsingu á ellefu bílum, sem stóðu
hjá hótelinu. Hann sagði frá því
hverrar tegundar þeir væru,
hvenær þeir hefðu verið smíðað-
ir, og hvaða númer væri á þeim.
Reyndist þetta allt rétt um níu
bílana.
Setjum nú svo að maður, sem
dáleiðandi hefir á valdi sínu,
vinni í einhverri hergagnaverk-
smiðju og hafi leyniteikningar
undir höndum. Hann þarf þá alls
ekki að stela þeim, eða ljós-
mynda þær. Hann man upp á
hár hvernig þær eru og getur
komið þeim á framfæri við um-
boðsmenn óvinaríkis.
Það er merkilegt við dáleiðslu,
að hinn dáleiddi er nauðbeygður
til að framkvæma í vöku allt,
sem dáleiðandinn skipar honum
að gera. Sem dæmi um það verð-
ur þessi saga að nægja:
MARINE COMMANDO UNIT FOR KOREA
Landing operations and coastal assaults are Com-
mandos’ speciality. Here they are in training on the
Cornish coast, doing a practice landing, wading ashore
knee-deep in spray. Thirty-three-year-old Lieut-Col.
D. B. Drysdale, M.B.E., R.M., will lead the Commando
Unit in Korea. Since last January he has been chief
instructor at the Royal Marine Officers’ school, Ply-
mouth. He joined the battle cruiser Renown at the
outbreak of war in 1939 and subsequently became
Brigade Major to the Third Commando Brigade an
Burma. In 1945 he was appointed to command the
44th Commando.
Maður nokkur var dáleiddur
og honum var sagt, að þegar
hann vaknaði yrði hann að taka
spaðaás úr spilum þar á borði og
afhenda hann ákveðnum manni.
Þegar hann vaknaði var honum
sagt frá því, að hann hefði feng-
ið fyrirskipan, en ekki hver hún
var. Hann veðjaði þá einum
dollar um að sér mundi takast
að þrjóskast við að framkvæma
fyrir skipanina. Fáum mínútum
seinna stóð hann skyndilega á
fætur og gekk að borðinu. Hann
tók spilin, en sagði um leið hvað
eftir annað: „Ég vil það ekki“.
Og eftir litla stund lagði hann
•spilin aftur á borðið, en hann
tók það svo nærri sér að svitinn
bogaði af honum. Svo æddi hann
fram og aftur um gólfið eins og
ljón í búri, reykti hverja síga-
rettuna af annari og var hvað
í heimsókn
hjá P. B. á verkamannadaginn, 4. sepi. 1950
Ég fór að hitta fornan vin.
Á fagrar listir ber hann skyn,
Og hefur sjálfur skáldverk skráð,
Og skáldum heimsins beztu náð.
En frægð og hrós ei falar hann.
Við flest hann einn í kyrþei vann,
Þótt hafi samið lífræn ljóð
í lands vors skálda sparisjóð.
í orðum hans er íslenzkt blóð,
Þótt aldrei sæi ’hann heimaþjóð.
Við fábreytt kjör og forlög hörð
Hann fæddist hér á Vínlands jörð.
Hann yrkir jafnt á tungum tveim,
Og túlkar bæði stíl og hreim;
Því hann á þor í málsins ment,
Sem metið skal, en aldrei kent.
Og víst hann gáfur hollar hlaut
í heimamund, á lífsins braut,
Og greidi upptök ljóðs og lags
í langspils tónum sérhvers dags.
Sem fugl, í anda flýgur hann
í fræðsluleit um stjarna-rann.
Og berst á vængjum hugar-heims
Um himinsvíddir rúms og geims.
Hans skilnings-gáfa skörp og hrein,
Sér skynvillurnar átumein,
Er myrðir frið í fólksins sál
Og framtíð kyndir hatursbál.
Hans dómgreid þykir djörf og sterk
Að dæma um mannleg kraftaverk;
En alheims-stjórnar oddvitann
Að endurskapa forðast hann.
Á víxl hann klæðir enskan óð
Og íslenzkunnar beztu ljóð
Svo kyngi vel 1 kvæða-serk
Að kallast megi listaverk.
Ef kvæðasafn hans kemst á prent
Mun kargur heimur læra tvent:
Að kenna má þar meitlað vit
Og myndir skreyttar fegri lit.
Það reyndist mörgum tvöfalt tál
Að túlka annars hug og mál;
En íslenzk tunga á það flest,
Sem allir spámenn hugsa bezt.
Vancouver, B.C., 15. október, 1950
Þórður Kr. Krisfjánsson
Fré norð-vestur ströndum
Manitobavatns
eftir annað kominn á fremsta
hlunn með að taka spilin. Á
þessu gekk í tvær klukkustund-
ir og þá var hann orðinn úrvinda
af innri baráttu. En hann hafði
ekki hlýtt skipaninni um það að
taka spaðaásinn. Þá var talið að
hann hefði unnið og honum var
afhentur dollarinn, sem lagður
var að veði. Síðan fór maðurinn
að hátta. En hann gat ekki sofn-
að og hafði enga eirð í sér. Það
var eins og hræðileg martröð
hefði komið yfir hann, og hann
sá alltaf fyrir sér spaðaásinn og
var alltaf að hugsa um hann og
ekkert annað. Að lokum þoldi
hann ekki mátið — hann fór á
fætur, hljóp í dauðans ofboði
þangað sem spilin lágu og náði
í spaðaásinn. Svo fór hann með
spilið til dáleiðandans, rétti hon-
um það og tvo dollara og sagði:
„Ég þoli þetta ekki lengur, þið
hafið unnið“.
Það er augljóst af þessu dæmi,
að í styrjöld verður hægt að fá
dáleidda menn til þess að vinna
hvers konar skemmdarverk og
landráð. Það er hægt að dáleiða
menn mörgum sinnum án þess
að þeir hafi hugmynd um það
sjálfir. Auðveldast mundi þetta
vera á stríðstímum, þegar geð
manna er úr jafnvægi. Sífelldur
hávaði, svefnleysi og þreyta
gera menn mjög næma fyrir á-
hrifum dávaldsins. Og það er
mjög sennilegt að á þennan hátt
hafi Nazistar fengið Van der
Lubbe til þess að meðganga það,
að hann hefði kveikt í þinghöll-
inni forðum. Og með þessum ráð
um er líklegt að Sovétstjórnin
fái sakborninga sína til þess að
bera sjálfa sig lognum sökum.
Og líklegt er að þannig hafi ver-
ið farið með Mindzenty kardí-
nála.
í fyrra heimsstríðinu kom
kunnur dáleiðandi með einkenni
legt tilboð til flotastjórnarinn-
ar. Hann bauðst til þess að dá-
leiða þýzkan kafbátsstjóra og
senda hann svo með kafbátinn
í gegnum tundurduflasvæði Þjóð
verja og ráðast á þýzka flotann.
Flotastjórninni þótti tilraunin
alltof viðsjárverð. En ég er ekki
viss um að henni mundi nú
þykja slíkt tilboð fjarstæða.
Ég er viss um að dáleiðsla er
svo stórhættulegt vopn í hern-
aði, að einmitt þess vegna ættu,
menn að kosta kapps um að
koma í veg fyrir styrjöld.
Lesbók Mbl.
Það ber sjaldan við að úr þess-1
um plássum sjáist fréttir í ísl-
lenzku blöðunum, er hér að vísu
lítið um tíðindi, sem í letur séu
færandi, eins og gengur og gerist
fámennum og afskekktum
plássum.
Hér er samt enn strjálingur
íslendinga og íslenzkra afkom-
enda^ sem, þrátt fyrir þó þeir
hafi lítið fylgst með íslenzkum
félagsmálum, þykir vænt um að
þeir eru af íslenzku bergi brotn-
ir. Hinir eldri eða frumbyggj-
arnir eru flestir gengnir til
hinstu hvíldar, en mjög fáir hafa
flutt burtu. Það er eins og þeir,
er hingað hafa komið og dvalið
um tíma, hafi tekið tryggð við
vötnin, skógana, fenni og erfið-
leikana sem hér hafa verið til
skamms tíma, og eru að nokkru
leyti enn.
En hvar eru nú þessar byggð-
ir? Þær eru svo lítt þekktar út
á við að fáir munu við kannast
af nafninu, ætla ég því að gefa
dálitla lýsingu af legu þeirra.
Aðalbrautin inn í byggðir
þessar er frá St. Rose "du Lac
(um 30 mílur suð-austur frá
Dauphin) og eru kringum 225
mílur héðan til Winnipeg eftir
aðalbraut. St. Rose er snotur
franskur bær og aðalviðskipta-
stöð okkar, nú fyrir lengri tíma,
og liggur um það bil beint vestur
af ísl. byggðunum. Vegurinn frá
Ste. Rose austur er nú orðinn dá-
góður, enda endurbættur árlega.
Eftir um 30 mílna keyrslu frá
Ste. Rose fer maður í gegnum
Lonely Lake byggðina. Hér er
strjálbyggt og aðeins 5 íslenzk
heimili (2 eða 3 annara þjóða).
Þar suður af er byggð sú, sem
nú kallast Bay End. Fyrir 15
til 20 árum var hér töluverð ís-
lenzk byggð en eru nú aðeins 5
heimili (öll íslenzk) er því víða
langt á milli bæja. Lönd Bay
End bænda liggja flest að Mani-
tobavatni að austan, að suð-vest-
an er smávatn Lonely Lake, sem
syðri byggðin dregur nafn af.
Norðan Bay End byggðarinnar
er töluverð byggð og eru þar að
mestu leyti franskir íbúar. Nú
á síðustu árum hafa 3 ungir Is-
endingar keypt þar lönd og
Dyrjað búskap.
Lonely Lake byggðin er að
nokkru leyti inn í landi, þó
iggja sum löndin þar að Mani-
tobavatni að austan, Ebb og
Flow vatni að suð-vestan en
Lonely Lake að norð-vestan
Ebb og Flow vatn er um 15 míl-
ur á lengd. Eins og þegar hefir
verið sagt liggur partur af L. L.
3yggð með norðurenda þess
vatns, en þar suður af tekur við
Wapah.
Bus. Pbone 27 989—Bes. Phone 36 151
Rovaizos Flower Shop
Our Speelaltles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlss K. Christte, Proprietress
Formerly wlth Kobinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Minníst
DETEL
í erfðaskrám yöar
Aðalvegurinn frá Ste. Rose
fer í gegnum eyði það sem er
milli þessara smávatna, með
Lonely Lake norðan brautarinn-
ar en E. og Flow að sunnan.
Við höfum nú stansað í vestur-
byggðunum en höldum svo að-
albrautina og komum þá inn í
elztu, þekktustu og blómlegustu
sveitina af þessum byggðum,
Reykjavíkurbyggðina, er hún
um 40 mílur frá Ste. Rose og
liggur öll á vesturströnd Mani-
tobavatns. Vestan byggðarinnar
liggur löng vík inn í landið svo
byggðin er á tanga sem skerst
í norðaustur inn í Manitobavatn.
Hér eru 11 búendur, allir ís-
íenzkir nema einn giftur ís-
lenzkri konu, og tveir landarnir
eru giftir konum af öðrum þjóð-
flokkum.
Suður frá Reykjavík er Wapah
byggð, eru þar 8 búendur, 6 ís-
lenzkir, 2 franskir, (annar giftur
íslenzkri konu). Wapah byggð-
in er umkringd vötnum á 3
vegu. Ebb og Flow að vestan og
sunnan, þar sem það samein-
ast Manitobavatni, en Manitoba
vatni að austan, eru víðast 2 til
3 mílur milli vatnanna.
Beint á móti þessum byggð-
um austan Manitobavatns liggja
þéttbyggðari og þekktari íslenzk
ar byggðir. Vogar syðst, þá Siglu
nes, Hayland, Darwin, The Nar-
rows, Dolly Bay og Silver Bay,
sem er beint í austur frá Reykja-
vík og er vatnið þar um 16 míl-
ur á breidd.
Gagnvart Wapah er Hayland
og The Narrows. Við The Nar-
rows er vatnið hálf míla á
breidd, og hefir það lengi verið
ósk þessara byggða að sam-
göngukerfi kæmist á það sund.
Fyrir um 35 árum síðan var ferja
yfir ósinn, en lítt færir vegir
að honum beggja megin, og ferj-
an óhentug og erfið og lagðist
því niður eftir fá ár. Nú um
margra ára skeið hefir fylkis-
stjórnin látið í veðri vaka, að
hún ætlaði að setja ferju á ósinn
og byggja góðan veg að honum
beggja megin, en framkvæmdir
hafa verið hægfara. Þó var fyrir
ári síðan byggður góður vegur
frá Reykjavík til Wapah (áfram
hald af Ste. Rose brautinni)
sem þá var kallað fyrsta sporið
í áttina að vegi að ósnum, en
á þessu ári hefir engu verið
hreyft. Er nú aðeins eftir að
byggja 4 mílur að vestan að ósn-
um, en sæmileg braut (með
nokkrum umbótum) að austan.
Kæmist þessi hugmynd í fram-
kvæmd yrði óslitinn akvegur
Framhald á bls. 8