Lögberg - 03.11.1950, Síða 1
PHONE 21374
ko*
u<^e
cvea^e1'
* ••tO**'
ljOVn y'O'P- ® A Complele
Cleaning
Instiluiion
PHONE 21 374
U
*ó'e<
, nneTs
C\ean'
„ÆeTers a'l0^
Laiir1 ** A Complete
Cleaning
insíitution
63. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950
NÚMER 44
Bæjarstjórnar-
kosningarnar
Kosningar þær til bæjarráðs
í Winnipeg, sem fram fóru á
miðvikudaginn þann 25. október
síðastliðinn, breyttu litlu til um
samsetningu þess frá því, sem
áður var. Mr. Coulter var endur-
kosinn til borgarstjóra með
geysilegu atkvæðamagni um-
fram gagnsækjanda sinn, Jack
Blumberg, er bauð sig fram und
ir merkjum C.C.F.-sinna. í 2.
kjördeild, þar sem íslenzkra á-
hrifa gætir mest, voru þeir
Hallonquist og Scott, endurkosn-
ir við fyrstu talningu, en Mc-
Kelvey, C.C.F., náði endurkosn-
ingu við þriðju talningu; í skóla-
ráð fyrir 2. kjördeild voru end-
urkosnir þeir Jessiman og Ro-
bertson.
Til skólaráðs fyrir 1. kjördeild
var kosinn Peter D. Curry, sem
er íslenzkur í móðurætt.
Sofa ekki á verði
Hinn 7. október síðastliðinn,
var helgaður Leifs Eiríkssonar
hátíðahöldunum í Los Angeles,
Cal., og komu íslendingar þar
allverulega við sögu; aðalræðuna
um Leif Eiríksson flutti Mr.
Sumarliði (Sumi) Sveinsson, en
frú hans sem er sérlega listræn
kona, annaðist um sögulega
skrautsýningu af Þorfinni Karls-
efni, er var fyrsti hvíti maður-
inn, sem festi rætur í Ameríku.
Stanley T. Ólafsson, ræðismað-
ur, flutti kveðjur fyrir hönd ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar.
í undirbúningsnefnd af hálfu
íslendinga áttu sæti þau Mr. og
Mrs. Sumarliði Sveinsson, högg-
myndasnillingurinn víðkunni,
Miss Nína Sæmundsson og Jó-
hannes Newton.
Kjörinn í skólaróð
Fræðslustarfsemi Dr. Becks
Dr. P. H. T. Thorlakson
Flytur ræðu ó
þingi skurðlækna
Dr. P. H. T. Thorlakson, sem
víðkunnur er um þetta mikla
meginland vegna frábærrar for-
ustu sinnar á vettvangi læknis-
fræðinnar, lagði af stað suður til
Cleveland, Ohio, á mánudags-
morguninn, til að flytja þar eina
aðalræðuna á ársþingi ameríska
skurðlæknafélagsins, sem hófst
á þriðjudaginn. Dr. Thorlakson
er væntanlegur heim á laugar-
daginn; hann bauð Ðr. Páli
Kolka, sem setið hefir á lækna-
þingi í New York, að koma til
Cleveland og vera þar gestur
sinn.
Enn er barist
í Kóreu
\
Þó sýnt þætti í fyrri viku, að
því er yfirstjórn sameinuðu herj
anna skýrði frá, að Kóreustríðið
væri í þann veginn að syngja
sitt síðasta vers, eru þó enn háð-
ar í landinu snarpar orustur í
grend við landamæri Mansjúríu;
hafa kommúnistar þar um slóð-
ir smalað að sér nokkrum her og
veita allsnarpt viðnám; er það
ærið alment álitið, að stjórnin í
Kína hafi séð aumur á skoðana-
bræðrum sínum í Norður-Kóreu
og sent þeim nokkrar þúsundir
hermanna.
Mr. Peter D. Curry
Við nýlega afstaðnar kosning-
ar til bæjarstjórnar í Winnipeg,
var Mr. Peter D. Curry kosinn
í skólaráð fyrir 1. kjördeild með
miklu afli atkvæða; er þetta
í fyrsta skipti, sem hann
hefir boðið sig fram til þátttöku
í opinberum málum. Mr. Curry,
sem er hið mesta glæsimenni,
er íslenzkur í móðurætt, sonur
hinnar mikilhæfu höfðingskonu,
frú Berthu Curry, sem dvalið
hefir langvistum í borginni San
Diego í Kaliforníuríkinu; faðir
hans, sem var hinn mesti dugn-
aðarmaður á vettvangi viðskipta
lífsins, er látinn fyrir allmörg-
um árum.
Hinn nýi skólaráðsmaður rek-
ur í stórum stíl fésýslufyrirtæki
hér í borginni.
Milliþinganefnd
að verki
Fyrir skömmu hefir setzt á
rökstóla milliþinganefnd, er það
hlutverk hefir með höndum, að
íhuga ýmissar breytingar á
stjórnarvínsölu löggjöf Mani-
tobafylkis, sem eigi hefir árum
saman verfð endurskoðuð svo
teljandi sé; formaður nefndar-
innar er Hon. C. Rhodes Smith
dómsmálaráðherra; nefndin hef-
ir þegar yfirheyrt nokkur vitni,
og hafa ýms þeirra látið þá skoð-
un í ljósi, að gild ástæða myndi
til, að takmarka vínveitinga-
leyfi til klúbba og veizluhalda,
þar sem orð léki á, að slíkum
leyfum væri tíðum misbeitt.
John A. McDowell, þingmaður
Iberville kjördæmisins, gerði
fyrirspurn um það, hvort ölgerð-
arfélög ættu fjölda hótela út um
sveitir landsins og réðu því að
mestu leyti sjálf hvaða tegundir
öls yrðu seldar þar. Mr. C. A.
Tanner forstjóri hótelsamtak-
anna í Manitoba, kvaðst eigi sjá
sér fært, að svara áminstri fyrir-
spurn fyrirvaralaust.
Valdsvið áminstrar milliþinga
nefndar er harla takmarkað, og
þess því naumast að vænta, að
þær tillögur, sem hún leggur
fyrir þing, komi í framkvæmd-
um róttækum brytingum á nú-
gildandi löggjöf, þó marghátt-
aðra umbóta sé vafalaust þörf.
Mr. Jobin, þingmaður fyrir
Pas-kjördæmið, vill láta breyta
vínsölulöggjöfinni frá upphafi
til enda og telur hana með öllu
úrelta.
Dr. Richard Beck prófessor,
forseti Grand Forks deildar fé-
lagsins „The American Asso-
ciation for the United Nations“,
flutti átta ræður þar í borg síð-
astliðna viku í tilefni af fimm
ára afmæli Sameinuðu þjóðanna.
Þrjár af ræðum þessum voru
fluttar á sjálfan afmælisdaginn,
þriðjudaginn þ. 24. október, um
hádegið, á fundi yngri deildar
verzlunarráðsins í Grand Forks,
seinni hluta dagsins í útvarp frá
útvarpsstöð ríkisháskólans
Norður-Dakota, og um kvöldið á
fundi lestrarfélags kvenna
East Grand Forks.
Aðrar þrjár ræður flutti dr.
Beck daginn eftir, um hádegið á
fundi Kiwanis-klúbbsins í Grand
Forks og um kvöldið á fundum
verkalýðsfélags borgarinnar og
þjóðræknisdeildar Norðmanna
(Sons of Norway).
Síðdegis á fimmtudaginn hélt
dr. Beck ræðu á helzta skóla
kaþólskra manna í Grand Forks
(St. James Academy) og fyrir
hádegið á föstudaginn ræðu á
allsherjar samkomu kennara og
nemenda aðal-gagnfræðaskóla
borgarinnar (Central High
School) fyrir yfir 1000 áheyr-
endum. Allar fjölluðu ofannefnd
ar ræður um fjölþætta starf-
semi Sameinuðu þjóðanna frá
ýmsum" hliðum, eigi aðeins á
sviðum heimsfriðar og alþjóða-
samvinnu í þá átt, heldur einnig
varðandi viðskiptamál, atvinnu-
og menningarmál.
Undanfarnar vikur hafði dr.
Beck flutt ræður og erindi á
þessum stöðum: í ársveizlu Bóka
varðafélagsins í N. Dakota, sem
haldin var til heiðurs rithöfund-
unum þar í ríkinu, í Fargo 6.
október; við afhjúpun frumherja
minnisvarða í Drayton, North
Dakota, 8. október; á samkomu
dr. P. Kolka að ^Æountain, N.
Dakota, 9. október; útvarpsræðu
um Leif Eiríksson frá stöð ríkis-
háskólans 12. október; sem er
Landfundadagur (Discovery
Day) í N. Dakota, og ræðu um
heimsmálin og alþjóðasamvinnu
í ársveizlu Oddfellow félagsins
í Grand Forks þ. 16. október.
Sem forseti þeirrar deildar
Allra þjóða dagur í
Los Angeles, Calif.
Þann 14.—15. okt. s.l. safnað-
ist saman fólk af mörgum þjóð-
ernum afi 435 S. Boyle Ave. í
húsakynnum sem að þessi félágs
skapur hefir yfir að ráða, og er
það í fyrsta sinni, sem að ís-
lendingar hér hafa tekið sinn
þátt í þessum félagsskap. Til
sýnis voru margir fagrir og fá-
1 séðir munir frá íslandi, og enn-
framur sýnishorn af íslenzkum
1 matartilbúningi, sem að nokkrar
úrvals konur stóðu fyrir. Það er
óþarfi að taka það fram að
þarna var margt um manninn,
sennilega um 2—3000 manns.
Margt var að sjá, . kynnast og
læra frá hinum ýmsu þjóðar-
brotum, sem að byggja Cali-
forníu, og þar sem að þau minstu
og fámennustu vilja skara eld
að sinni köku engu síður en þau,
sem að stærri og voldugri eru.
Sverrir Runólfsson söng þrjá
íslenzka söngva, en kona hans,
Jamica Murphy, spilaði undir,
og var hin bezta skemtun.
Skúli G. Bjarnason
Hervarnasáfrtmóli
í fyrri viku undirskrifuðu
Canada og Bandaríkin sín á mill
um nýjan hervarnasáttmála, er
rýmkar all-mjög um viðskipti
meðal þjóðanna og samræmir
betur vopnagerð og hervarnir,
en áður gekst við. Af hálfu Can-
anda undirskrifaði sáttmálann
Hume Wrong sendiherra í Was-
hington, en fyrir hönd Banda-
ríkjanna Dean Acheson utan-
ríkisráðherra.
Mr. G. A. Williams kaupmað-
ur frá Hecla, var staddur í borg-
inni í fyrri viku.
/
Gustav Svíakon-
ungur lótinn
Síðastliðinn sunnudag lézt í
Stokkhólmi Gustav fimti Svía-
konungur 92 ára að aldri, vin-
sæll og merkur þjóðhöfningi, er
setið hafði að völdum í fjóra ára-
tugi; hann unni friði og vildi í
öllu veg þjóðar sinnar; sama dag
tók við konungdómi erfSáprins-
inn, sem nú er orðinn Gustav
sjötti konungur Svía, 68 ára að
aldri.
Kennarafélagsins í N. Dakota, er
fjallar um málefni æðri skóla
(Higher and Professional Edu-
cation), fyrir yfirstandandi ár,
skipaði dr. Beck einnig forsæti
á fundi hennar í sambandi við
ársþing félagsins 1 Fargo þ. 20.
október. Einn af aðalræðumönn-
um var dr. Albert F. Árnason,
fræðslumálastjóri æðri skóla í
N. Dakota, sem lýsti því, hvern-
ig Þýzkaland kom honum fyrir
sjónir, er hann átti þar þriggja
mánaða dvöl síðastliðið sumar.
Mr. B. J. Lifman frá Árborg
kom til borgarinnar snögga
ferð á föstudaginn var.
Rússin samur
viö sig
Jakob Malik hinn rússneski
hefir barist gegn því með hnú-
um og hnjám, að Tryggve Lie
yrði endurskipaður aðalritari
sameinuðu þjóðanna, og beittu
Rússar synjunarvaldi sínu í ör-
yggisráðinu í þessu efni; hatast
þeir auðsjáanlega við Mr. Lie
vegna hinnar skjótu og djarf-
mannlegu afstöðu hans til inn-
rásarinnar í Suður-Kóreu; mik
ill meiri hluti vestrænna þjóða
er hlyntur endurkosningu Mr.
Lie’s, og þarf því ekki að efa
að hann gangi sigrandi af hólmi
við almennar atkvæðagreiðslur
í þingi hinna sameinuðu þjóða.
Dr. Harald Blondal
Ryður sér brauf ó
sviði vísindanna
Eins og áður hefir verið skýrt
frá lauk Dr. Harald Blondal em-
bættisprófi í læknisfræði við
Manitobaháskólann árið 1949, en
áður hafði hann útskrifast í raf-
urmagnsverkfræði frá s ö m u
mentastofnun; hann er ágætur
námsmaður og ástundunarsam-
ur að sama skapi; í fyrra veitti
The National Research Council
Dr. Blondal álitlega fjárhæð til
framhaldsnáms, og hefir hann
til skamms tíma unnið að kjarn-
orkurannsóknum að Chalk
River; og nú hefir hann orðið
þess heiðurs aðnjótandi, að fá
frekari fjárstyrk frá The Nation-
al Cancer Institute of Canada til
framhalds vísindalegra rann-
rannsókna við Royal Cancer
Hospital í London, og mun hann
dvelja þar að minsta kosti ár-
langt, og þess þá vænst, að hann
komi aftur til Winnipeg; nú er
Dr. Blondal fyrir skömmu kom-
inn til London ásamt frú sinni;
hann er sonur hins mikilhæfa
læknis og listmálara, Dr. Ágústs
heitins Blöndal og ekkju hans,
frú Guðrúnar Blöndal.
Samvistum slitið
íhaldsflokkurinn í Manitoba
hélt ársþing sitt í Brandon, er
stóð yfir í tvo daga í fyrri viku;
þar flutti flokksforinginn í land-
inu, George Drew, aðalræðuna;
megin a f r e k þingsins var
það, ef til afreka mætti teljast,
að slíta pólitískum samvistum
við Campbell-stjórnina í Mani-
toba, og krefjast nýrra fylkis-
kosninga, en þó eigi fyr en á
næsta vori, svo forkólfum flokks
ins ynnist tími til að semja nýja
stefnuskrá, sem heldur mun
ekki hafa verið vanþörf á.
Flokksþingið endurkaus Erick
Willis til fylkisforingja.
Kínar róðast
ó Tibet
Nú er það formlega viðurkent,
að kínverskar hersveitir hafi ráð
ist inn í smáríkið Tibet og sætt
þar lítilli mótspyrnu, enda hafa
Tibetbúar ekki nema örlitlu
varnarliði á að skipa. Indverjar
hafa mótmælt innrásinni.
TIL
Halldórs Sigurðssonar
byggingameistara
MR. GARNET COULTER
Endurkosinn til borgarstjóra í
Winnipeg með feikna afli
atkvæða.
15. sept. 1950
Lífshvöt þín er litarsterk
með lundareinkunn beztri,
þú hefir löndum lagt til
í lífsönn hérna í Vestri.
verk
MRS. GARNET COULTER
Hin gáfaða og virðulega borgar-
stjórafrú í Winnipeg.
Uppgjöf hjá þér engan stað
átti — það er mátinn:
stóðstu fast þó styrmdi að
og stundum gæfi á bátinn.
Glaður og reifur gæfuskeið
gekstu fram um skjÖldu
kjölur risti lagar-leið
löðurtypta öldu.
Þegar vandi og verkastyr
á vegamótpm standa:
vertu altaf eins og fyr
athvarf þinna landa.^
Lifðu sæll! um lífsarn þinn
lýkur vinahringur.
Greypt er á skjöld og grunnfald
þinn:
„Góður íslendingur!“
Jón Jónatansson
Endurkosnir í bæjarráð fyrir
2. kjördeild
Ernest Hallonquist
H. B. Ssott
íslcndingar á nor-
rænu stéttarþingi
í Höfn
Kaupmannahöfn, 29. sept.
— Miðstjórn norræna Bænda-
ráðsins heldur ársþing sitt í
Kaupmannahöfn þessa dagana.
Forseti samtakanna, Hauch,
landsþingsmaður, bauð íslenzka
fulltrúa, sem sækja þingið sér-
staklega velkomna, en þetta er
í fyrsta sinni, sem íslenzkir full-
trúar taka þátt í þingi þessara
samtaka.
Þátttaka íslands í miðstjórn-
inni var samþykkt með lófataki.
móttökurnar fyrir hönd íslenzku
Sveinn Tryggvason þakkaði
fulltrúanna og kvað hann ís-
lenzka bændur hafa lært mikið
af stéttarbræðrum sínum á Norð
urlöndum og fylgjast vel með
þróun landbúnaðarmála hjá
þeim og myndu gera í fram-
tíðinni. Mbl. 29. sept.