Lögberg - 03.11.1950, Side 4

Lögberg - 03.11.1950, Side 4
4 Högbcrg GefíS öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA C'tonáíkrt/t ritxtjóran*: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. I’HONE 91 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press otd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authoriied as Second Clase Mall, Post Offlce Department, Ottawu Um daginn og veginn Þótt sora- og lághvatahugsunum sé tíðum gert hærra undir höfði en ætla mætti, er svo fyrir að þakka, að til eru margir menn, margar heiðríkjusálir, er vegna lífsfegurðarinnar sjálfrar, leggja á sig andvökur við að flytja fagurmeitluð og hjartaheit ljóð frá einni tungu yfir á aðra; þetta lánast vitaskuld ekki ávalt jafn vel, fremur en önnur viöleitni dauðlegra manna; en víst er um það, að við, menn og konur af íslenzkum upp- runa, stöndum í engri smáræðis skuld við þá forustu- menn í ríki andans, er klætt hafa helgidóma okkar í Ijóði í viðhafnarbúning enskrar tungu og stækkað með því andlegt landnám okkar fámenna þjóðstofns. „Hinum megin hnattarins“, í borginni Sidney í Ástralíu, býr merkur rithöfundur og fræðimaður, dr. Pilclier biskup, sem varið hefir til þess miklum tíma frá umsvifamiklu embætti, að þýða á ensku gullkornin úr sálmum og öðrum andlegum ljóðum íslenzku þjóðar- innar, sem mörg hver eru svo innblásin að hrifningu og hugargöfgi, auk slípaðs málfars, að fátt mun þar til jafns komast. Eins og vitað er, lauk dr. Pilcher fyrir nokkrum ár- um þýðingu sinni af Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar, og hefir þessa afreksverks hans áður verið ýtar- lega minst. Dr. Rúnólfur Marteinsson, mintist eigi alls fyrir lögu með fögrum hlýyrðum hér í blaðinu dr. Pilc- hers og hins fjölþætta menningarstarfs hans; þar er, auk Passíusálmanna, vikið að þýðingum hans af Sólar- ljóðum og Lilju, er hann hefir nýlega lokið við; okkur íslendingum hlýtur að verða það ósegjanlegt fagnaðar- efni, hve djúpa rækt þessi áminsti andans aðalsmaður hefir lagt við okkar dýrustu menningarverðmæti. Það, sem hefir sagt verið um dr. Pilcher, má einn- ig heimfæra upp á dr. Graigie og prófessor Watson Kirkconnell, að eigi séu fleiri tilnefndir úr fylkingu þeirra vökumanna út um heim, er gert hafa hinn menn- ingarlega garð okkar frægan meðan við sjálf gerumst sek um lítt afsakanlegan, eða jafnvel alveg óverjandi svefn. ♦ ♦♦♦♦♦ Að eiga helg hugðarmál og þora opinberlega að vinna að íramgangi þeirra, er þeim mönnum í brjóst lagið, er andlegrar heilbrigði njóta, og þeir verða heldur ekki uppgnæpir við nokkur vanhugsuð, og jafnvel af- káraleg hnútuköst, því trú þeirra á góðan málstað læt- ur ekki að sér hæða, heldur styrkist að baráttuþoli í glímunni við andvíg öfl, enda lítið gaman að guðspjöll- unum eins og komist var að orði, ef enginn er í þeim bardaginn; nú er það vitað að baráttuefnin séu tíðum mörg og margþætt, en að þá velti jafnan mest á um sigurvænlega lausn mála, hvaða bardagaaðferðum sé beitt, hvort farnar séu ömurlegar launkofaleiðir, eða sótt óhikandi fram að ákveðnu marki með óbifandi sig- urvissu í huga; komið hefir það fyrir, og getur komið fyrir enn, að þokusálir launkofaleiðangranna verði ofan á í bili, þó slíkt muni jafnaðarlegast reynast skamm- góður vermir. Menn furða sig á, að ekki skuli alt falla í ljúfa löð á vettvangi heimsmálanna, án þess að gera til þess nokkra minstu tilraun, að hreinsa til fyrir sínum eigin dyrum og leyfa ljósi inn í bæinn. * ♦ ♦♦♦♦♦ Á fallanda fæti, nei, það er síður en svo að alt sé á fallanda fæti í hinni þjóðræknislegu startsemi okkar, þótt margt þurfi að endurbæta og styrkari forustu sé þörf. Var ekki sjötíu og fimm ára landnámsafmælis ís- lendinga í Manitoba nunst á Gimli þ. 7. ágúst síðastl. við margfalt meiri aðsókn en dæmi voru áður til í sögu íslendinga vestan hafs? Fór þar ekki fram löng og vönd- uð skemtiskrá á íslenzku, auk hins sjálfsagða kafla hennar á ensku, án þess að ábærlegrar málshnignunar 'yrði vart? Og var ekki svo að segja nýverið, haldin á íslenzku ánægjuleg og fjölmenn samkoma í Fyrstu lút- ersku kirkju fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins, í minn- ingu um sjötíu og fimm ára landnám íslendinga í Win- nipeg, án þess að tilfinnanlegrar málhelti yrði vart? Og það er heldur ekki langt síðan, að leikflokkur úr Geysisbygð í Nýja íslandi sýndi íslenzkan gamanleik í Sambandskirkjunni hér í borginni við svo mikla aðsókn, að eitthvað af því fólki, sem vildi sjá leikinn, varð að hverfa frá. Verður þetta réttilega skoðað sem sýkill að bráðum dauðdaga hinnar tignu tungu okkar, eða hvað? Menn deilir þráfaldlega á um leiðir, og er það sízt að undra, varðandi vernd tungunnar, sem vitaskuld er þó lykillinn að helgidómum hinnar dásamlegu fornbók- menta okkar og þess bezta í hinum nýju; en um mark- miðið sjálft, sýnist vægast sagt, næsta óþarft að skoð- anir skiptist, því þar verður það manngildið eitt, sem að lokum ræður áfangastað. Okkur ber skilyrðislaust að treysta öll okkar þjóð- ræknislegu vígi, alt frá Laugardagsskólunum okkar upp í kenslustólinn við Manitobaháskólann; að slíku ber okkur að stefna, án þess að líta til baka og eiga það á hættu að verða að saltstólpa. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950 Eigum að hef ja stórræktun byggs og gera það að aðal kjarnfóðri búpenings okkar Samlal við Jóhann Jónasson bústjóra á Bessaslöðum ÞEGAR ekið er heim að forseta- setrinu að Bessastöðum dylst engum að þar er ekki aðeins reisulegur bústaður forseta ís- lands heldur einnig myndarleg- ur og óvenjulega fjölþættur bú- skapur. Þar blasir við víðlent og fagurt tún í ágætri rækt, bylgj- andi kornakrar og snyrtileg og myndarleg gripahús yfir allan búpening. Fyrir nokkrum dögum gerði Morgunblaðið sér ferð á fund bú stjóra forsetabúsins að Bessa- stöðum, Jóhanns Jónassonar frá öxney, og spurði hann tíðinda af búrekstrinum og þá sérstk- lega kornræktinni. Hefur aldrei brugðisí. — Kornræktin hér á Bessa- stöðum hefur aldrei brugðist þau fjögur ár, sem liðin eru síð- an ég kom hingað, segir Jóhann Jónasson. Áður hafði hún einnig verið reynd lítiUega. Jafnvel sumarið 1949 sem var mjög kalt framan af gaf góða meðal upp- skeru. — Hvaða korntegundir rækt- ið þið aðallega? — Það eru bygg og hafrar. Við höfum bygg í rúmlega þremur hekturum lands. Það er notað til fóðurs, fyrst og fremst fyrir hænsni, en auk þess má mala það og nota það fyrir kýr. — Er algerlega hætt að nota bygg til manneldis? — Að mestu, hygg ég. Bygg- grautar þóttu þó góðir í gamla daga. Allir kannast við bankabyggið eins og það var kallað. — Hvernig er uppskeran í sumar ? — Hún verður með albezta móti. Við höfum aldrei fyrr fengið byggið fullþroska svo snemma árs. Venjulega hefur það ekki náð sæmilegum þroska fyrr en um miðjan september og stundum seinna. En nú var það þroskað um 25. ágúst. Bygg af norskum uppruna. ' — Hvaða tegund af byggi ræktið þið hér? — Afbrigðið, sem við ræktum heitir Dönnesbygg og er af norsk um uppruna. Það er orðið mjög hagavant hér. Það hefur einnig verið ræktað á Sámsstöðum. Síð- an við byrjuðum að rækta það höfum við fengið það svo vel þroskað að hægt hefir verið að nota það sem sáðkorn árið eftir. Víðitangi Eftir FRANK ÓLSON Frá „Víðitanga“ heyrist hljóð: þar hrönnin brýzt í jötunmóð og geysist inn á „Gimli-fjörð“, þar gæfa og blessun halda vörð, og Vesturlanda víkingar sér völdu örugt hæli þar. — Og enn þá veltist aldan grimm sem átján hundruð sjötíu’ og fimm. En þá var lent við þennan sand, og þreyttir stigu menn á land: þar framtíð beið hins frónska manns. og fyrirheitna landið hans. Á „Tangann“ stefndu skip á ská. Þó skrítin væri flotinn sá, og hurð frá hælum skylli skamt, hann skilaði öllu heilu samt. Og þegar vetur vægðarlaust að völdum sezt — og þá var haust — við hörku þessa hrjósturlands er hafin glíma landnemans: Hann erfiðleika átti von — þeir aldrei skefldu Víkingsson. — Að vetrarkomu kímdi hann: við kuldann áður glímdi hann. En fyr en sigur fengist þar til fulls — Við alls kyns hörmungar að berjast, það var hlutur hans að háttum þessa nýja lands. En afrek mesta það var þó er þetta fólk með kyrð og ró sér innanríkis ríki bjó með réttarfar og lögvald nóg. Og vegleg bygð með rausn þar rís — þar rís upp vestræn paradís — og feðra menning fornri þar er fylgt án nokkurs hagnaðar. Þá arfleifð verndar kyn til kyns með kraftaverkum landnámsins. Nú dreifist hún með sæmd og seim og sigri’ um allan Vesturheim. Hún leggur skerf, sem ljósan vott, í landsins mikla bræðslupott. — Frá „Víðitanga“ heyrist* hljóð, sem hrífur okkar frónsku þjóð, er sagan endar samtíðar, en saga byrjar framtíðar. Við dáum framtök frumbyggjans og fyrstu kapþa þessa lands. Með þolinmæði og þrekvirkjun á þremur aldarfjórðungum hér unnu menn — þeir lið sitt ljá unz lífsins faðir kallar þá. Að loknu striti og starfi manns sem stjarna glóir sagan hans. En sólin heldur vökuvörð um „Víðitanga“ og Gimli-fjörð“. Sig. Júl. Jóhannesson. þýddi N.B. Þessi þýðing er tileinkuð minningu Guðrúnar Olson, móður höfundar kvæðisins. — S. J. J. — Hvað hafið þið mikla upp- - skeru af byggi? — Ég geri ráð fyrir að hún verði ekki undir 60 tunnum at þessum 3 hekturum. Það er um það bil tíföld uppskera. Má það þykja sæmilegt. Við höfum vél, sem slær og bindur kornið. Síðan er því hreykt og þurrkað þannig. Þeg- ar það er orðið þurrt er það sett í stærri stakka. Æskilegt væri að hafa hlöðu, sem hægt væri að setja það í. En hana vantar hér ennþá. Þess vegna verður að láta það standa úti í stökk- unum þangað til það er tekið til þreskingar. Það er gert í sérstakri þreski- vél. Það er verra að geyma kornið í stökkum úti. Ég tel að það standi kornræktinni hér nokkuð fyrir þrifum. Það er nauðsyn- legt að koma upp kornhlöðu. Hún getur verið einföld að gerð. Byggrækrin á mikla framtíð. — Álítið þér að byggræktin eigi hér framtíðarmöguleika? — Þáð tel ég vafalaust. Slík ræktun er nauðsynleg bæði til þess að fá þroskað korn til kjarn fóðurs og einnig tel ég mikil- vægt að framleiða bygg sem sáð korn til grænfóðursræktar, hvort sem það yrði heldur notað í vothey eða gefið nýtt að haust- inu. Það hefur sýnt sig að af byggakri geta fengist 2—3 slætt- ir á sumri þar sem hafraakur- inn gefur aðeins eina uppskeru. Af þessu höfum við reynslu hér á Bessastöðum og hana góða. Eigum að hefja stórrækt. Við eigum að hefja hér stór- rækt á byggi, segir Jóhann Jón- asson, og gera það að aðal kjarn- fóðri búpenings okkar. Til þess þarf að taka fyrir stórt land- svæði til þessarar ræktunar. Það er mjög mikilsvert að þetta verði reynt eins og gjald- eyrisafkoma þjóðarinnar er um þessar mundir. Islendingar verða að freista þess að verða sjálfum sér nógir um framleiðslu á kjarnfóðri. Ég álít að við getum framleitt hér bygg á samkeppn- ishæfu verði. En til þess þarf ræktunin að vera í stórum stíl og með nýtízku vélum. Bygg- ræktin yrði að mínu áliti örugg- ust á Suður- og Suðvesturlandi. Hafraræktin. — Eru ekki hafrar ræktaðir hér líka? — Jú, við höfum fengið 15—20 tunna uppskeru af höfrum á ári. Þeir eru dálítið seinþroskaðri en byggið. Ég hefi ekki ennþá fengið afbrigði, sem ég er fylli- lega ánægður með. Við höfum verið að gera samanburðartil- raunir á ýmsum afbrigðum á höfrum og byggi. Síðast nú í vor fékk ég 6 tegundir af byggi og 5 af höfrum frá Ameríku. Engin þessara tegunda hefur reynzt bráðþroskaðri en Dönnesbyggið. Sumar virðast þó hafa kosti, sem taka því fram. Nokkrar hafra- tegundir virðast einnig vera all- álitlegar. En til þess að geta fullyrt nokk uð um þetta þarf að reyna þessi afbrigði hér lengur. um 1000—1200 fermetra línakui og ræktum þar lín, öðru nafni hör. í fyrrasumar var uppsker- an með lakasta móti vegna vor- kuldanna. Þessi planta, sem er einær, gefur af sér trefjaefni, sem dúkar og léreft eru unnin úr. — Hvernig fer uppskera henn- ar fram? — Línplantan er rifin upp með rótum og bundin í knippi. Þau eru síðan þuAuð úti, oftast á hesjum. Þegar þau eru fullþrosk uð eru þau tekin í hús. Hefur orðið að senda hráefnið til út- landa til fullnaðarvinnslu. Það er mjög ánægjulegt að fást við slíkar tilraunir. Þær sýna manni þá möguleika, sem íslenzk mold felur í sér. Það þarf að reka línræktina í stærri stíl til þess að hægt sé að koma hér upp verksmiðju, sem full- vinni hráefnið. Heyskapnum að ljúka. — Hvernig hefur heyskapur- inn gengið í sumar? — Ágætlega. Heyfengurinn verður um 60 kýrfóður eða rúm- lega 2000 hestar. Af honum eru tveir þriðju hlutar settir í vot- hey. Enn er dálítið af há ósleg- in en hún verður sett í vothey. — Hvað hefur búið margar kýr? — Það hefur um 50 nautgripi, þar af 30—35 mjólkandi kýr. Meðalnyt þeirra hefur undan- farin ár verið 3200—3400 lítrar á ári. Hefur verið unnið að því að kynbæta kýrnar. Búið hefur fengið stofn, sem ég tel mjög líklegan. Þá höfum við einnig 700—800 varphænur. Eru seld egg og kjúklingar. Ennfremur um 20 sauðkindur af skosku holdakyni. — Hvað líður æðarvarpinu hér á Bessastöðum? —Það stendur nokkurn veg- inn í stað. Gefur árlega af sér um 30 pund af dún. Þó er mink- urinn hér á næstu grösum og gerir allskonar usla. —S. Bj. Mbl. 10. sept. only$‘7.75 bown * DELIVERS l gengur vel. vernig gengur línrækt- ér var byrjað á? gengur vel. Við höf- KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVIK

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.