Lögberg - 03.11.1950, Page 7

Lögberg - 03.11.1950, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950 7 Frá Vancouver, 26. okt. 1950 Það var glaður góðra vina fundur á Höfn, fyrsta sunnudag- inn í Október, þegar hátt á fjórða hundrað manns komu þangað til að gleðjast með „Gömlu Börnunum“ og halda með þeim upp á þriðja starfs- afmæli íslenzka elliheimilisins í Vancouver. All-flestir gestanna voru frá borginni eða frá nærliggjandi byggðum, en nokkrir voru lengra að komnir. Varð þar vart við fólk frá Campbell River, Winnipeg, Gimli, Lundar, Steep Rock og víðar. Þarna mættu vinir vinum. Allir báru þeir gleðisvip og komu með fullar hendur af gjöfum. Veðrið var bjart og hlýtt þenn an dag. Höfn tók sig vel út um- kringd skógi' í litfögru haust- skrúði og grasflöturinn um- hverfis húsið iðjagrænn og vel hirtur. Inni voru stofurnar skrýddar blómum. Stór afmæliskaka prýddi matarborðið, þar sem „Sólskins“ konur stóðu fyrir beina. Kaffi með pönnukökum, vínartertu, kleinum og öðru góð- gæti var veitt öllum sem inn komu. Skyr og rjómi var líka á boðstólum; það sælgæti var vel þegið af gestunum. Guðmundur F. Gíslason, for- maður elliheimilisnefndarinnar, stýrði samkomunni, sem byrjaði kl. 3 e. h. Aðal-ræðumaður var Dr. H. Sigmar frá Seattle. Hann lýsti ánægju sinni yfir því hvað Höfn hefði komist á fastan fót á þessum þremur árum. Kvað hann það verk hafa unnist svona vel vegna þess hvað samtök ís- lendinga hefðu verið sérstaklega góð í Elliheimilismálunum. Vin- semd almennings, sagði hann, væri ábærleg á þessari afmælis- hátíð, þar sem svona margir hefðu hingað komið til að styrkja fyrirtækið og til að gleðja Hafnarfólkið með heim- sókn sinni. Hin vel þekta söng- kona Þóra Þorsteinsson Smith söng nokkra einsöngva og töfr- aði hug allra með ljúfum hljóm- fögrum tónum. Við kveldskemtunina kl. 8 tal- aði Mr. L. H. Thorlakson, vara- ræðismaður íslands í Vancouver, nokkur orð til gestanna, og John Christensen, sem er talinn með betri söngmönnum hér í borg, söng nokkur lög. Margrét Sig- mar er ein af þeim yngri söng- konum, sem hefir unnið sér mikla hylli með söngrödd sinni skemti einnig við þetta tækifæri. Á r m a n n Björnsson flutti kvæði sem hann orti til G. F. Gíslasonar, þar sem hann þakk- aði Guðmundi það ágæta starf, sem hann hefði unnið Elliheim- ilinu til þarfa frá því fyrsta. Allir klöppuðu lof í lófa, lengi og hátt fyrir „Munda“. Að end- ingu talaði Þórður K. Kristjáns- son nokkur orð fyrir hönd heim- ilisfólksins og þakkaði heim- sóknina. Vistmenn Hafnar eru nú þrjá- tíu talsins. Er fólk þetta flest háaldrað, margt yfir áttrætt, en þrátt fyrir það eru allir glaðir í anda og frískir eftir hætti. Mrs. Björg Thompson veitir Heimil- inu ágætustu forstöðu og heim- ilisfólkinu nána umhyggju og bezta eftirlit. Gat Mrs. Thomp- son ekki verið viðstödd á þess- ari hátíð vegna þess, að hún var fjarverandi úr bænum í sínu sumarleyfi. Afmælisgjafirnar voru höfð- inglegar, verður skrá yfir þær gjafir prentuð við hentugleika. Alt, sem gefið var, hvort sem það voru matvæli, leirvara, vefn aðarvara eða peningar, er alt ftieð þökkum þegið. Sú inni- lega alúð og góðvild, sem íslend- iogar fjær og nær sýndu Höfn a þesfeari hátíð, lifir lengi í hug- heimilisfólksins og nefndar- innar. Til að halda við þessu starfi er áframhaldandi þörf á pening- um. þó að það mánaðarlega Sjald, sem vistmenn borga, sjái uokkurnveginn fyrir rekstri Heimilisins dag frá degi, þá þarf aukapeninga til að borga fyrir viðhald og viðgerðir á húsinu úti og inni, peninga til að borga eldsábyrgðargjald, og ekki má það gleymast að með peningum verður að borga skuldina, sem enn hvílir á eigninni. Það er að verða ábærlegra með hverju ári, hvað það væri heppi legt, ef efni leyfðu, að byggja viðbæti við Heimilið, þar sem hægt væri að búa upp nokkur Sjöunda október s.l. var Mr. og Mrs. Sigurði Torfason haldið samsæti í Hillcrest Hall í Van- cauver í tilefni af því að þau áttu 30 ára giftingarafmæli. 150 manns sóttu gleðimót þetta. Forsæti skipaði Magnús Elías- son. Fórst honum það vel og skörulega. Hann var einnig aðal ræðumaður kvöldsins. Hefir hann lært og lagt sig eftir ræðu- manna list, sem er sjaldgæft meðal íslendinga. Lýsti hann ýtarlega vinsældum þeirra hjóna og þátttöku þeirra í framsókn í íslenzkum félagsskap í Van- couver í þau sjö ár, sem þau hafa verið búsett hér. Herbert Helgason talaði næst um vinsældir þeirra hjóna og smærri herbergi fyrir þá sem vilja eða þurfa að vera út af fyrir sig. Því verki myndi fylgja mikill kostnaður. Er almenning- ur vinsamlega beðinn að hafa þetta hugfast. Allir þeir góðu vinir, sem senda peninga til Hafnar mega vera fullvissir um það, að allar gjafir verða notaðar til þess að hlúa sem bezt að „Gömlu Börn- unum“ okkar hér á Höfn við Kyrrahafsströndina. Fyrir hönd nefndarinnar lagði blessun sína yfir framtíð þeirra. F. J. Lyngdal mintist Mrs. Torfason að verðleikum. Einnig sagði hann frá því, að eitt sinn er hann var staddur á samkomu í Nýja-íslandi, vissi hann ekki fyrri til en ungur maður, sem hann ekki þekti, kom upp á „pallinn“, svo fjörmikill, að Lyngdal sjálfum, sem er alþekt- ur gleðimaður, varð starsýnt á hann. Þessi ungi maður var Sig- urður Torfason með fiðlu í hendi, —• og leysti úr læðing hina frjálsbornu, óháðu sam- komugleði með ágætum fiðlu- leik. Næstur tók til máls Einar Haralds. Lagði hann áherzlu á KVÆÐI fluit í 30 ára brúðkaupi Mr. og Mrs. Sigurðar Torfason 7. okí. 1950 Ég mikil lofa máttarvöld að mega vera hér 1 kvöld, hvar hundruð manna heiðra Sam og hylla líkt og Englagram. Þó eitt er víst, að Margréti má eins mikið virða, heiðra og dá: Því gegnum sára sjúkdómsþraut, hún sendir geisla á lífs hans braut. Og einn veit guð um þjáning þá, sem þung á hennar brjósti lá. En eins og hetja hugum stór, hún helraunir í gegnum.fór. Þá manni sagan sæmdir ber, er sama hvað hann góður er og hversu hátt sem komast kann er konan altaf betri en hann. Þó veit ég allir unna Sam og eru í sínum bezta ham. Það vottar hvað hann vinsæll er hann'vinir bera á höndum sér. Ég skil þó konui' kyssi Sam því kærleik þeirra allra nam. En hitt er furða fyrir mann — að faðmi allir karlmenn hann. Hann Sam í öllum samkvæmum var sama og prestar kirkjunum. Hann gladdi alla gesti þar, og gott fram lagði hvar sem var. Nú ávextina upp hann sker, því öllum þeim sem komu hér, er fyrst af öllu þjóðleg þörf að þakka honum unnin störf. Hans breytni er söm og bezta manns. Hann byggir undir framtíð lands. Og brikkin syngja í höndum hans, sem hörputónar listamanns. Ei brýtur verk hans bomma nein * Hann byggir vígi úr hörðum stein, sem rísa tigin, römm og há, þeim Rússaskot ei vinna á. Hann Sam í æsku dreymdi draum um dýrð og frægð í söngsins glaum. Hann ungur löngum um þær bað, en örlög köld ei leyfðu það. Ei frystu draum hans forlög stíf því fiðlan varð hans hálfa líf. Hans leikur er sem ljúfur blær. Hann listamannsins tökum nær. Hann hækkar, fríkkar fólks í rann á fiðlu þegar spilar hann. Og veröld gleymir — víst er það. Hann verður sjálfur fiðlu að. Hann tími byggja brautir kann. Það bezta er máske fram undan, svo hans við seinna heyrum spil í himnaríki — ef það er til. Svo blessi gæfan brúðhjónin og bjóði þeim í faðminn sinn, svo þau í önnur 30 ár ei þjáning mæti er greiðir sár. J. S. frá Kaldbak Matth. Frederickson SAMKVÆMI Margir bátar fá yfir 200 tunnur Óhemju síldveiði í gær: Seinlegt að draga full nelin, svo sumir komust ekki heim. 46 net sukku hjá Akranesbát fáir lítið. Eipn bátur af Akranesi missti 46 net af 50 vegna þess, að svo mikil síld hlóðst í þau, að þau hrein- lega sukku. Til Akraness komu í gær sjö bátar. Þar af voru þrír með nokkuð á þriðja hundrað tunn- ur, Sigurfari, Sveinn Guð- mundsson og Ásbjörn. Aðeins tveir bátanna, sem komu fyrst, gátu losað það snemma, að þeir kæmust aftur út til að láta reka í nótt. 1 fyrrinótt var óhemju síldar afli hjá flestum bátum í Miðnes- og Grindavíkursjó. Margir bátar komu að landi síðdegis í gær með um 200 tunnur og sárafáir voru með innan við 100. Þó fengu ör- hve makleg' Torfasonshjónin væru þeir-rar sæmdar, sem þeim væri sýnd í samkvæmi þessu. J. S. frá Kaldbak flutti kvæði, sem fylgir þessum línum. Að loknu prógrammi stóð Sig- urður Torfason upp og þakkaði með hjprtnæmum orðum fyrir sig og konu sína. Þegar þeim, sem þetta ritar, varð litið til háborðsins, sem Torfasonshjónin sátu við ásamt börnum sínum, sem eru hin mannvænlegustu, gat honum ekki dulist, að þar birtust glögg merki ágætist íslenzkrar ættar, sem rutt hefir sér braut með tvær hendur tómar, þrátt fyrir allar torfærur. Sigurður Torfa- son hefir unnið sig upp sem vel metinn borgari og rekur arð- vænán atvinnuveg. — Þrátt fyrir vanheilsu konu hans um 20 ára skeið (Arthrites) fékk ég það hugboð sem ókunn- ur maður að frá henni hafi hann dregið sinn sterkasta kraft í framsóknarbaráttunni. Hún hef- ir þrátt fyrir þessa vanheilsu, sem læknar standa ráðþrota gagnvart enn sem komið er, gegnt öllum skyldum sem eigin- kona og móðir. Þegar ég heils- aði h^nni, rétti hún mér vinstri hendina — hægri höndin er far- lama — fanst mér um hana, sem hefir verið kvenna fegurst — og er enn — að vinstri hönd hennar væri betri en hægri hönd flestra annara kvenna. Börn brúðhjónanna gáfu þeim mjög vandað „Chesterfield“, en samkvæmisgestir gáfu stól af sömu gerð. Mikil og prýðileg brúðarkaka var á borðinu, sem fimm konur höfðu bakað. Ljúffengar veitingar voru framreiddar. þ manna hljóm- sveit spilaði fyrir dansi, sem fjöldi samkomugesta tók þátt í. J. S. frá Kaldbak — ÉAKKARORÐ — Við undirrituð þökkum inni- lega öllum þeim, sem efndu til hins veglega samsætis, sem okk- ur var haldið 7. okt. s.l. Einnig viljum við þakká öllum þeim, sem heiðruðu það með nærveru sinni. Við nefnum engin nöfn, en þau eru geymd í hugum okk- ar. Við viljum taka það íram, að ástúð sú og vinátta, sem við urð- um aðnjótandi, gefur okkur nýj- an styrk á ókomnum árum. Margrél Torfason Sigurður Torfason Hristu úr nelunum upp undir land. Bátar úr innanverður Faxa- flóa komu ekki nærri allir heim í gærkvöldi. En þeir, sem komu voru með góðan afla, margir með 200 tunnur eða ofarlega á öðru hundraðinu. Létu þeir ým- ist reka í Grindavík eða Miðnes- sjó og var veður heldur ókyrrt. Gekk mörgum seint að draga netin, bæði vegna hins mikla afla, er í þeim var, og eins hins, að erfitt var að standa að verki á þilfari, sökum ókyrrðarinnar. Skipshafnir sumra bátanna frá Reykjavík og Akranesi voru ekki búnar að hrista úr netun- um fyrr en komið var upp und- ir land, enda var ekki hægt að vinna að því frá því að norðan- áttin kom í fangið við Reykja- nes og þar til komið var lengra inn á flóann. Bíða með 200 iunnur. Nokkrir bátar er mikinn afla höfðu og urðu því seinir fyrir að draga, tóku þann kostinn að koma ekki heim, heldur láta reka í nótt og fara heim í dag með alla veiðina. Verður þá að láta veiðina frá deginum í gær í bræðslu. Þannig var ástatt með tvo báta frá Akranesi, er voru með 200 tunnur hvor, voru það Böðvar og Keilir. Síldin sökkii nelunum. Einn bátur af Akranesi komst í helzt til mikla síld. Gerðist hún svo nærgöngul netum hans, að þau sukku öll, nema 4, sem náð- ust. í þeim voru 36 tunnur síld- ar, eða 9 tunnur í neti. Báturinn heitir Svanur, og var hann með 50 net. Ef jafn mikil veiði hefir verið í netunum, er síldin sökkti, hefði báturinn fengið 450 tunn- ur síldar í öll netin. Enn ein furðusagan um dutl- unga síldarinnar er sú, að bátur, sem lét reka ekki alllangt frá Svan, fékk svo til enga veiði í sín net. Líklega hefðu skipverj- ar á báðum bátunum óskað eftir meiri jöfnuði á veiðinni í þetta skipti. Sólskin og síld í Grindavík. í Grindavík var sólskin og mikil síld í gær. Fjöldi aðkomu- báta kom þangað með síld til söltunar og heimabátar öfluðu vel. Óðinn var með 200 tunnur, Grindvíkingur með 150, en aðr- ir með minna. Fáeinir bátar þar fór uá mis við síldina. Keflavíkurbátar komu fáir heim í gær, en þeir, sem komu, voru yfirleitt með góðan afla. Aflahæstir voru Keflvíkingur og Hilmir, báðir með um 200 tunnur. TIMINN, 30. sept. íslendingur annar æðsti maður ECA í Hann er dr. Vilhelm Anderson Annar æðsti maður Efna- hagssamvinnustofnunar- innar (E.C.A.) í* Kóreu er maður af íslenzkum ættum, dr. Vilhelm Anderson að nafni. Dr. Anderson var um eitt skeið starfandi fyrir landbúnað- arráðuneyti Bandaríkjanna, en ferill hans hefir annars verið all- fjölþættur. Hann byrjaði búskap í Norður-Dakota-fylki, og var búinn að koma sér upp góðu búi, þegar hann sneri skyndi- lega baki við búskapnum og tók að nema guðfræði. Ekki veit Vísir, hvort hann lauk því námi, en doktorsgráðu hefir hann í heimspeki. Er hann fluggáfaður maður og bræður hans allir, sem eru þrír eða fjórir, eru allir menntamenn og færir á sínu sviði. Er einn þeirra, Egill, lög- fræðingur í Chicago. Sú stað- reynd að Vilhelm er annar æðsti maður Efnahagssamvinustofn- unarinnar í Kóreu, bendir einn- ig til þess, að hann muni vera öllu meira en miðlungsmaður. Vilhelm Anderson er sonur Kóreu Sigurðar Andréssonar frá Hemru, en hann var föðurbróðir Andrésar Andréssonar klæð- skera hér í bæ. Fór Sigurður ungur maður vestur um haf, sennilega milli 1880 og 1890 og þar gekk hann að eiga íslenzka konu, ættaða" úr Skagafirði. Er Vilhelm elztur barna þeirra. Um 1930 kom einn kennara Vilhelms hingað til lands og lét hann þau orð ialla um þennan nemanda sinn við menn, sem hann kynntist hér, að hann hefði sjaldan kynnzt eins gáf- uðum manni. Er ævinlega gam- an að frétta um það, er menn af íslenzkum ættum geta sér orð meðal erlendra þjóða, og dr. Vil- helm virðist einn hinna mörgu, sem bera hróður hins íslenzka stofns víða vegu. VISIR, 2. okt. Minnist í erfðaskrám yðar íll Hvað er langt síðan þér komuð heim? Ferðist núna á sparnaðarárstíðinni Það kostar minna . . . Þér hagnist meira! m HafiS þér dregið á langlnn ár eftir ár að heimsækja ættlandið? Og svo athugað hve árin llða fljött . . • Og hve langt er síðan þér hittuð ættmenni yðar! Sláið engu á frest. Ráðstafið þegar ferðinni, sem þér svo lengi hafið hugsað um — á sparnaðarárstfðinni frá septem. ber til aprílloka. Fargjöld eru hvorki meira né minna en þriðjungi lægri. Vegna hagkvæms gengis fær dollarinn aukið gildi, og þér getið keypt og komið með $500 virði, af vörunni tollfrítt, Finnið ferðaumboðsmann yðar. Hann aðstoðar við undirbúning ferðarinnar og sparar yður peninga. ICELANDIC CONSULATE GENERAL 50 BROAD STREET, NEW YORK CITY Member of European Travel Commission BELGIUM FRANCE GREECE ITALY NETHERLANDS SWEDEN AUSTRIA GERMANY ICELAND LUXEMBOURG NORWAY SWITZERLAND DENMARK GREAT BRITAIN IRELAND MONACO PORTUGAL TURKEY UNDERSTANDING . . . THROUGH TRAVEL IS THE PASSPORT TO PEACE

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.