Lögberg - 03.11.1950, Síða 8
s
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950
Icelandic
Canadian Club
News
The first fall meeting of the
Icelandic Canadian Club was
held Oct. 23rd in the I.O.G.T.
Hall with Mr. Kristjanson the
president in the chair.
Mr. Axel Vopnfjord, who has
just returned from spending a
year in the United States spoke
on “An exchange teacher in the
State of Washington.” He taught
in the city of Aberdeen whose
population of 21,000 is made up
mostly of Scandinavian and
Finnish people. He found the
American people very friendiy
and hospitable and they did all
they could to make him and his
family feel at home. The main
difference in the educational
system in the United States and
Canada is that the American
system stresses social adjust-
ment and athletic education. He
found the American student
probably more self-reliant than
the Canadian student.
During the flood disaster in
Winnipeg great concern was
voiced by the press and radio.
One commentator opened his
newscast with “News of Win-
nipeg, the city with the pretty
name.”
Garry Stephanson, a young
boy who sings with the Win-
nipeg Boys Choir, sang four
solos: “Golden Slumbers Kiss
Your Eyes”, “When Icicles Hang
by the Wall.” “I’d Like to Sail”
and “Boats Sail in the River ”
Allan Beck, violinist, ren-
dered thre solos, “Ist Movement
of the Nardini Concerto in E
Minor,” “Allegro” and “Ber-
ceuse.”
Mr. Robert Publow, baritone,
sang thre solos, “Let Us Break
Bread Together,” “Friend of
Mine” and “The Roadway.”
Mrs. Kristjanson accompamed
Garry Stephanson and Allan
Beck. Mr. Davis accompanied
Mr. Publow.
Mr. Kristjanson announced
that Mr. S. K. Hall, Wynyard,
Sask., will be presented with an
honorary membership of the
Icelandic Canadian Club, late in
November in the I.O.G.T. Hall.
The artists appearing at that
concert will be Mrs. Pearl John-
son, soprano, Mr. Elmer Nordal,
baritone and Mr. Paul Bardal,
M.L.A. speaker. Watch for the
date and further details.
M. Halldorson, Sec’y.
ARTHRITIC PAINS?
Rheumatic Pains? Neuritic Pains?
Sciatica? Lumbago? Back ache? Pains
in arms, shoulders, legs? Get real relief.
Take Amazing New "Golden HP2
Tablets” (1 with hot drink 4 times
daily). Quick! Effective! 100, $2.50. At
all drug stores, drug departments or
direct from Golden Drugs, St. Mary’s
at Hargrave, 1 bldtk south of Bus
Depot, across from St. Mary’s Cathe-
dral, back of Eaton's Mail Order,
Winnipeg.
Úr borg og bygð
Malreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunK-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. A. MacDonald
11 Regal Ave. St. Vital
Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock
9 St. Louis Road, St. Vital
Sími 209 078
eða til Columbia Press Limited,
695 Sargent Ave.
Sími 21 804.
☆
— Hjónavígslur —
Þann 25. okt. voru gefin sam-
an í hjónaband að prestssetrinu
í Selkirk, Karl Jóhann ólafsson,
sonur prestshjónanna þar, og
Wilhelmina Victoria Wolfe frá
Winnipeg, dóttir Mr og Mrs.
Martin Wolfe. Við giftinguna
aðstoðuðu Miss Doreen Wolfe,
systir brúðarinnar og Rodny M.
Hanson, Selkirk. Giftingin fór
farm að hlutaðeigandi fjölskyld-
um viðstöddum. Veitingar voru
frambornar að aflokinni gift.
ingu.
Ungu hjónin setjast að í Win-
nipeg. Brúðguminn er starfs-
maður hjá Winnipeg Electric
Company.
☆
Samkoma
„FRÓNS“, sem helguð er
minningu Jóns biskups Arason-
ar, verður haldin í G.T.-húsinu,
mánudagskveldið, 6. nóv. n.k. og
byrjar kl. 8.30 e.h. Aðgangur
verður ókeypis en samskot verða
tekin.
Samkomunni stjórnar forseti
deildarinnar, Próf. Tryggvi J.
Oleson, en Próf. Richard Beck
flytur minningarræðuna. Ragn-
ar Stefánsson les upp kvæði og
Harold Jónasson spilar á Cello.
FRÓN vonast til þess, að sam-
koma þessi verði vel sótt.
H. Thorgrímsson,
ritari „Fróns“.
☆
Gefin saman í hjónaband í
Lútersku kirkjunni í Selkirk
þann 24. okt. Jóhann Oliver og
Auleen Ella Scott, bæði til heim
ilis í Selkirk. Við giftinguna að-
stoðuðu Mr og Mrs. Kenneth
Lyoll. Brúðguminn er sonur Mr.
og Mrs. G. Oliver, Selkirk. Brúð-
urin er dóttir Mr. og Mrs. Walter
Walterson, Selkirk. Að gifting-
unni afstaðinni var veizla setin
að heimili Mr. og Mrs. J. H.
Walterson.
Gefið iil Sunrise Luiheran
Camp.
Með þessum fáu orðum og dá-
lítilli peningaupphæð, sem þeim
verða samferða, er okkur hug-
ljúft, að minnast eftirgreindra
vina, er um langt skeið vörpuðu
fögrum bjarma á ævibraut okk-
ar; en hér er átt við ástkæra
tengdasystir og fyænku, Mrs.
Margréti Stone, er lézt í Winni-
peg í ágústmánuði 1949, hjart-
kæran vin okkar og frænda,
Gísla Sigmundsson frá Gimli,
látinn í ágústmánuði 1949, og
tvö nýlátin sólskinsbörn og ást-
úðlega trúnaðarvini, frú Val-
gerði Sigurðsson í Riverton og
Kristján Tómasson í Htecla.
Minningarnar um þetta dreng-
lynda og góðhjartaða fólk, verða
okkur samferða til æviloka.
$35.00.
Arborg, 29. október, 1950.
Bergthora Urri
Margrét Miller
Laufey Epp
Stefanía Lifman
Sólborg Lifman
Margrét og Thor. Lifman
☆
— Dánarfregn —
Pearl Rosina Evelyn, eigin-
kona Alexanders M. Bryan, lézt
21. október síðastliðinn, í Steve-
ston, B.C. Hún var aðeins 36 ára
gömul, fædd á Gimli, dóttir Joe
Jakobssonar Sigurgeirssonar og
konu hans Maude Bristow Sig-
urgeirsson, er um langt skeið
bjuggu á Gimli, en eru nú bú-
sett í Steveston. Auk manns síns
og foreldra lætur hún eftir sig
tvö systkini: Gilbert í Steveston
og Mrs. B. Greenberg á Gimli.
Pearl var elskuleg kona, hug-
ljúfi allra, sem hana þekktu.
☆
Mr. Gunnar Tómasson fisk-
kaupmaður frá Hecla kom til
borgarinnar í byrjun vikunnar,
sem leið.
Á frívaktinni
Þau voru búin að vera í hjóna
bandi í eitt ár. Hún var ófrísk
og komin langt á leið, en hann
var sjómaður og skipið hans var
að fara á veiðar.
— Þú verður að láta mig vita
þegar barið er fætt og hvernig
þér líður, sagði hann er hann
kvaddi.
— Ég sendi þér skeyti, svaraði
hún.
— Nei, elskan mín, það máttu
ekki gera, því þá verða strák-
arnir alltaf að stríða'mér.
— Vinur minn, ég skal orða
það svo að enginn skilji nema
þú. Látum okkur sjá. Ég sendi
þér bara skeyti um að kaffi-
kannan sé komin.
— Þá höfum við það svo, svar-
aði ungi sjómaðurinn og kyssti
konuna sína.
Skipið hafði verið vikutíma að
veiðum er lofskeytamaðurinn
kom blaðskellandi inn í borð-
salinn með skeyti í hendinni.
— Fjandi skrítið skeyti til þín,
Jón.
— Hvernig þá?
— Jú, það er svona: Kaffi-
könnurnar komnar, önnur með
stút, en hin stútlaus.
☆
Norðmenn áttu eitt sinn lítið
flutningaskip, sem Ino hét. Dag
nokkurn, er það sigldi inn í hafn
armynni smábæjar eins í Eng-
landi, kom einkennisklæddur
hafnarvörður fram á hafnar-
garðjnn og kallaði til skipstjóra:
— Hvað heitir skipið?
— Ino, kallaði skipstjóri til
baka.
— Ég var að spyrja um hvað
skipið héti, kallaði hafnarvörð-
urinrt til baka.
Ino — ænó — kallaði skip-
stjóri.
— I know very well what you
know, en ég vil fá að vita skips-
heitið, skipstjóra bjáni, kallaði
hafnarvörðurinn. /
— Helvítis fífl, kallaði skip-
stjórinn á norsku, öskuvondur.
— OK, — OK, haltu bara áfram,
svaraði hafnarvörðurinn og veif-
aði hendinni samþykkjandi.
e«!c«*«íeis!a!««!c««ee*«eí««íie«!g퀫!sfc<c«íg!e«!«íeíc*s’€!síei«íc««<c««:«isicíe<cíet«ír^
^cpptlcg jólagjof!
Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin;
það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu
og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna,
og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn-
ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu ára
skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr-
ar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn-
aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara-
legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita
óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa-
ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg
og senda það vinum bæði hér og á íslandi.
FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ:
THE OOIjUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Sendið Lögberg vinsamlegast til:
Nafn............................................
Áritun..........................................
Hér með jylgir $5.00 ársgjald jyrir blaðið
Nafn gcfumla....................................
Áritun..........................................
i
I
',5
9
1
3
3
I
1
!
3
Flytur M.s. Hekla um 100
flóttamenn til Kanada?
Fiskirækt er vax-
artdi atvinnugrcin í
mörgum löndum
Við höfum kýr, hesta og
hænsni, sem húsdýr, en hvers
vegna ekki fiska líka? Hver sú
starfsemi, sem miðar að aukinni
matvælaframleiðslu er athyglis-
verð, og nú eru uppi fyrirætlan-
ir um fiskirækt víða um lönd.
Búgarðar, sem framleiða fisk,
hafa fjölda af tilbúnum tjörnum,
pollum og kerum. 1 Bretlandi
hefir lítið verið gert að slíkri
framleiðslu til þessa, ,en víða ann
ars staðar er þessi framleiðsla
talsverð, t. ^d. í Þýzkalandi,
Frakklandi, ítalíu, Danmörku,
Hollandi, Tékkóslóvakíu, Kan-
ada, Japan og Palestínu.
En Bretar hafa ekki alltaf ver-
ið á eftir öðrum þjóðum í þess-
ari framleiðslu. Á miðöldum átti
hvert klaustur og hver herra-
garður sína fiskitjörn. Allt fram
á síðustu öld var siður landeig-
enda að hafa góðar fiskitjarnir i
í landareign sinni, og ýmsir
vatnafiskarnir þóttu herra-
mannsmatur.
Á stríðsárunum fóru menn að
gefa fiskiræktinni meiri gaum
en áður. Nefna má t. d., að verk-
smiðjueigandi einn í Durham-
sýslu hóf þá silungarækt í ker-
um, og hann hefur stundum get-
að sent um 2000 silunga á mark-
aðinn í senn. Silungarnir eru
teknir í net í tönkunum, eða
fluttir lifandi á markað.
Vatnakarfi er einn elzti og
þekkasti fiskurinn, sem ræktað-
ur hefur verið á þennan hátt. 1
Þýzkalandi hafa menn ræktað
hann síðan á miðöldum. Nú hafa
Egyptar hafið framleiðslu á
vatnakarfa í stórum stíl. Þeir fá
seyði eða hrogn frá Indlandi, og
þetta er nú orðin veruleg fram-
leiðslugrein í Egyptalandi. Tékk
ar eiga, af landfræðilegum á-
stæðum, erfitt með að ‘fá nýjan
fisk. Helzt er á boðstólum þar
hraðfrystur fiskur frá Islandi og
söltuð síld. En þeir eiga líka
vatnakarfa, sem ræktaður er í
tjörnum á Bæheimi og Mæri.
Tjarnir þessar eru þurrkaðar
þriðja og fjórða hvert ár, og
stærstu fiskarnir teknir, en vatni
síðan hleypt í tjarnirnar aftur.
Þá klekja Tékkar í tjarnir þess-
ar til að viðhalda stofninum. 1
Hollandi er vatnafiskur mjög al-
geng fæða. Fiskikaupmenn hafa
þá lifandi í glerkrukkum í búð-
um sínum og kaupandinn getur
valið fiskinn úr kerinu, bráð-
lifandi. Er þarna um að ræða
ýmsar fisk tegundir. Á mörgum
fiskmörkuðum Evrópu er fiskur
til daglegrar neyzlp jafnan lif-
andi í kerum á markaðinum og
ekki tekinn úr vatninu fyrr en
kaupandinn hefur ákveðið hvað
hann vill.
Steini hjálparkokkur og Óli
kyndari sátu og hlustuðu á út-
varpsfréttir, heyrðu þeir þá, að
sagt var frá því, að Siglfirðing-
ar hefðu stofnað Menningar- og
fegrunarfélag. Steini sneri sér
að Óla og spurði:
— Varstu á síld síðastliðið
sumar?
— Já.
— Hvernig leizt þér á síldar-
stelpurnar og annað kvenfólk á
Siglufirði, fannst þér það ekki
þriflegt?
— O, jji.
— Heldurðu að þeir hefðu
ekki heldur átt að stofna Megr-
unar- og fegrunarfélag, Siglfirð-
ingar?
Vélstjórinn kom þjótandi upp
í brú og veifaði blaði framan í
stýrimanninn:
—Náttúrufræðingarnir hafa
reiknað það út, að á móti hverri
karlflugu séu tuttugu og fimm
kvenflugur, lagsmaður.
— Hvert í sjóðandi, hrópaði
stýrimaður, það væri notandi að
vera karlfluga, maður.
Um þessar mundir er verið
að athuga möguleika á því,
að strandferðaskip ríkisins,
Hekla, taki að sér flutning á
hundruð pólitískra flótta-
manna, sem nú eru í Sví-
þjóð, en fengið hafa land-
vistarleyfi vestur í Kanada.
Það eru nú liðnar um það bil
tvær vikur frá því að Skipaút-
gerð ríkisins barst bréf um þetta
mál frá Gautaborg.
Til Halifax.
í bréfinu er gerð um það fyr-
irspurn til Skipaútgerðarinnar,
hvort fyrirtækið geti leigt far-
þegaskip til að flytja 1000 flótta-
menn, mest allt Eistlendinga,
vestur um haf til hafnarborgar-
innar Halifax í Kanada.
F ramkvæmdarairiðin
til alhugunar.
Ráðamenn Skipaútgerðarinn-
ar hafa síðan þeir fengu þetta
bréf haft málið til athugunar,
framkvæmd þess og annað er
máli skiptir, svo sem hvort ekki
muni vera hægt að fá bæði
flutning á farþegum og vörum
frá Kanada til Svíþjóðar.
Hjá ríkissijórninni.
Málið stendur nú þannig, að
því er Guðjón Teitsson skrif-
stofustjóri, tjáði Mbl. í gær, að
ríkisstjórnin hefði fengið það til
umsagnar og mun hún taka loka
ákvörðunina í því.
Mbl. 2. okt.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands-
Ueimili 776 Victor Street. Sími
!9017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir;
☆
— Argyle Prestakall —
Sunnudaginn 5. nóvember
Glenboro — kl. 2:30 e.h.
(íslenzk messa).
Brú — kl. 7:30 e. h.
Allir boðnir velkomnir.
Eric H. Sigmar
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 5. nóv.
(Allra heilagra messa).
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Islen^k messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TrainmgImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21804
695 SARGENT AVT. WINNIPEG
LÁN
TIL BÚNÁDÁRUMBÓTA
Búnaðarbótalán má nota til að raflýsa bæi
yðar, hlöður og önnur útihús. Upphæðir, sem
nema alt að $3,000 eru fáanlegar samkvæmt
þar að lútandi ákvæðum, og um afborganir
má semja til eins, tveggja eða fleiri ár, og
vextir nema aðeins 5%. Upplýsingar hjá
næsta útibúi.
BÚNAÐARLÁNI
má einni<t rerja til
Nýrra véla og búáhalda.
Nýrra kjallara eSa til kaupa
hreinræktaðs búpenings.
Nýrra bygginga eSa viSgerSa
viS eldri hús á býlinu.
Raflagna 4 býlinu.
GirSinga, afrenslis eSa ann-
ara umbóta.
liiðjið um
eintak af
þessurn
bœklintfi, er
skýrir frá
öllu varðandi
búbótalán.
THE ROYAL BANK
OF CANADA
Þér megið treysta "Royar'