Lögberg - 30.11.1950, Síða 1

Lögberg - 30.11.1950, Síða 1
PHONE 21374 ko*i CiettTieT~ ;derers Xjtttt^1 y'OB' ® A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 to,d U«í Cleaning insiilulion 63. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. NÓVEMBER, 1950 NÚMER 48 Minningarorð um Kristjón Tómasson Það er jafnan viðkvæmt mál og vandasamt, að minnast lát- inna samferðamanna, og þá ekki sízt þeirra, er rás viðburðanna hafði fléttað inn í manns eigif líf og svo voru kærir, að þegar þeir voru horfnir, fann maður raunverulega til þess, að þeir hefðu verið hluti af manni sjálf- um; þannig verður mér innan- brjósts, er ég hugsa um trygða- vin minn Kristján Tómasson, sem nú hefir safnast til feðra sinna; frá því að fundum okkar bar fyrst saman, stuttu eftir að ég kom til þessa lands, var hann mér eins og hjartfólginn bróð- ir, og eftir að ég kvæntist Ingi- björgu systurdóttur hans, var hann tíður gestur á heimili okkar, altaf jafn hláturmildur og skemtinn. Kristján Tómasson var ekki eitt í dag og annað á morgun, og skapgerð hans var ekki fisjað saman; hugðarmál hans áttu hann heilan og óskiptan; hann var traustur og einlægur stuðn- ingsmaður lúterskrar kristni, og fylgdi hinni frjálslyndu stefnu í stjórnmálum í gegnum þykt og þunt. Sir Wilfred Laurier var goðorðsmaður hans á vett- vangi stjórnmálanna-eins og ráða má af því, að hann lét einn son sinn heita í höfuð honum. Kristján var, að því er mér fanst, maður nokkuð geðríkur, en svo ótakmarkað vald hafði hann yfir skapsmunum sínum, að til fyrirmyndar mátti teljast; hann var gleðimaður að eðlis- fari, þó undirtónninn í skapgerð hans væri tíðum alvarlegur og rannsakandi; með Kristjáni er genginn grafarveg, hollráður og góður þegn, er minnisstæður verður samferðamönnum sínum meðan þeir enn mega fullvitund halda. — Kristján Tómasson var fæddut á Söndum í Mikley hinn 23. dag nóvembermánaðar árið 1881, en venjulegast kendur við Reyni- stað þar á eynni, þar ólst hann upp, þar bjó hann allan sinn búskap og þar seig honum hinsti blundur á brá; hann var af styrkum stofnúm í báðar ættir kominn, bar þess glögg merki og fann til réttmæts metnaðar yfir góðu ætterni; foreldrar hans voru þau Helgi Tómasson frá Hermundarfellsseli í Þistil- firði og Margrét Þórarinsdóttir frá Vestaralandi í Axarfirði, er fluttust vestur um haf árið 1876, og námu þá land í Mikley; komu þau brátt mjög við sögu eyjar- innar og gerðu garðinn frægan á Reynistað; var heimili þeirra rómað fyrir alúð og risnu. Helgi Tómasson var, að dómi þeirra, er bezt þektu til, vitur maður og hollráður, en Margrét kona hans þrekmikil og fyrir- hyggjusöm húsmóðir; stóðu þau hjón í fremstu röð héraðshöfð- ingja í Mikley og nutu í ríkum mæli virðingar og trausts sam- ferðamanna sinna; við slíkan heimilisbrag mótaðist æska Kristjáns og svipmerkti at- hafnalíf hans til daganna enda. Kristján Tómasson gerðist snemma mikill athafnamaður; um hríð rak hann verzlun í Mikley og hafði jafnframt með höndum póstafgreiðslu; jafn- hliða þeim störfum gaf hann sig að fiskiveiðum og stundaði einn- ig landbúnað; hann var, eins og þegar hefir verið vikið að, bor- inn og barnfæddur við Winni- Krislján Tómasson pegvatn, og það heillaði hann jafnan mjög; um þær mundir, sem vertíðir hófust, hafði Krist- ján, þó heimiliselskur væri, ekki eirð í sínum beinum fyr en hann var kominn norður á vatn; sótti hann veiðar af kappi miklu, og mælti víst sjaldan æðruorð þó misjafnlega tækist til um afl- ann. Um langt skeið gaf Kristján sig að fiskiverzlun, og lét smíða, eitt eftir annað, stórra vöruflutn- ingaskipa, er sigldu milli norð- ur eyja og Winnipeg; honum þótti vænt um þessi skip og hann fann til metnaðar yfir þeim. Þann 12. júní 1913 kvæntist iforustumann; allir, sem kyntust honum og áttu hann að vini, hafa mist mikið, íslenzk mann- félagsgleði hefir mist mikið, þó mest hafi hans dyggi lífsföru- nautur, frú Sigþóra, að sjálf- sögðu mist, auk barnanna, sem harma ástríkan föður. Kristján Tómasson hafði ekki gengið heill til skógar nokkur hin síðustu ár ævinnar, og orðið að þola alvarlegar læknisaðgerð- ir; en slíkt breytti engu til um skapfestu hans né sálarró; jafn- vægið hafði ’ávalt yfirhöndina. Kristján Tómasson varð bráð- kvaddur að heimili sínu á fimtu- daginn þann 12. október síðast- liðinn, og var jarðsunginn frá kirkju Mikleyjarsafnaðar á þriðjudaginn þann 17, s. m., að viðstöddu miklu fjölmenni víðs- vegar að, því vinahópurinn var stór; höfðu allir það á vitund, að þar væri góðs manns að minn- ast, er Kristján átti í hlut. Að undangenginni húskveðju á Reynistaðarheimilinu, fluttu tveir prestar, þeir séra Skúli Sigurgeirsson og séra Bjarni A. Bjarnason hin hinstu kveðjumál í kirkju Mikleyjarsafnaðar. Einar P. Jónsson Atvinna handa 200 manns við karfann Akranestogarinn Bjarni Ólafs- Kristján og gekk að eiga ung- son kom 1 fyrrinótt úr fyrstu frú Sigþóru Þorláksdóttur Jóns- sonar; var hann ættaður úr Kelduhverfi, en kona hans, Helga Þórðardóttir, átti rót sína að rekja til Þistilfjarðar, og með föður sínum fluttist hún ung til Mikleyjar; urðu samfarir þeirra Kristjáns og Sigþóru hinar ást- úðlegustu, en heimilið nálega einstætt í sinni röð vegna alúð- ar og höfðingsskapar; er frú Sigþóra gáfuð kona og glæsileg, og svo mikill skörungur um hús- stjórn, að vart verður lengra náð; þeim, sem gistu Reynistað- arheimilið, mun seint úr minni líða sá glæsibragur,' er auð- kendi það jafnt utan húss sem innan; má um það segja, að þar sæti gestrisni á guðastóli ár út og ár inn. Börn þeirra Kristjáns og frú Sigþóru, verða nú hér talin: Frú Kristín Jefferson, áður kenslukona, búsett í Selkirk; er maður hennar Edward Jeffer- son; Helgi kaupmaður í Mikley, kvæntur Dorothy Clifford; Wil- fred Laurier skólakennari, kvæntur Doris Sudbury, er hejm ili þeirra í Winnipeg; Carl Þor- lákur, kvæntur Luellu Ander- son, starfsmaður hjá C. N. R. járnbrautarfélaginu; eru þau hjón búsett hér í borginni, og Einar Marino, útgerðarmaður í heimahúsum; öll eru börnin hin mannvænlegustu, svo sem þau eiga kyn til; eina dóttur, Mar- gréti Olgu, þriggja ára að aldri, mistu þau Reynistaðarhjón, hið efnilegasta barn; barnabörnin eru níu, sjö stúlkur og tveir drengir. Kristján átti þrjú systkini, Rósu er dó á barnsaldri, Krist- ínu konu Vilhjálms kaupmanns Sigurgeirssonar, sem fyrir löngu er látin, og Gunnar, útgerðar- mann og fiskikaupmann í Mikley. Kristján hafði aldrei ísland augum litiSj, en hann unni landi feðra sinna engu að síður, las mikið af íslenzkum bókum og batt órofatrygð við íslenzka tungu. Við fráfall Kristjáns Tómas- sonar, hefir mannfélagið í Mikl- ey mist traustan og heilsteyptan veiðiför sinni eftir að samning- ar tókust um kaup og kjör há- seta. Hann var með 270 lestir af karfa,, og hafði verið átta daga í veiðiförinni. Karfinn verður flakaður og frystur og seldur til Vestur- heims. Um 200 manns munu starfa að karfavinnslunni í þrem ur frystihúsum í fjóra til fimm daga, og verða atvinnutekjur bæjarmanna af þessari einu veiðiför um 150 þúsund krónur. —TÍMINN, 3. nóv. Úr borg og bygð Síðastliðinn fimtudag lézt eft- ir langvarandi vanheilsu hér í borginni Kambínus Finnsson, kominn að sextugu, vinsæll mað- ur og vel látinn; hann var ætt- aður frá Churchbridge, og lætur eftir sig kónu ásamt tveimur uppkomnum börnum; útförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju undir forustu séra Valdi- mars J. Eylands. ☆ Ungfrú Svafa Brynjólfsson frá Reykjavík, sem hér hafði dvalið árlangt, en fór heim fyrri part sumars, kom hingað vestur aftur flugleiðis á laugardags- kvöldið. ☆ Mr. Halldór Sigurðsson bygg- ingameistari fór vestur til Ed- monton í byrjun vikunnar í við- skiptaerindum. ATVIKAVÍSUR Eftir PALMA Hugsað til Einars Páls. Gráni hár og harðni kinn, haustsins fári kafin: þú berð árin, Einar minn, æsku bárum vafinn. Eftir orða-deilu. Orða-brask þó ergi þig, ekki raskast friður; þú að „taski“ ef tekur mig tæmd skal flaskan niður. Vetur ríður í garð. Kuldans þras mér bugun er, barki og nasir þorna: því í vasa velfylt er Whiskey glasið forna! Grettir Eggertson rafurmagnsverkfraeðingur Tæknilegur róðunautur við virkjanir á íslandi Einn þeirra manna hinnar yngri kynslóðar Islendinga í þessu landi, sem vakið hafa á sér eftirtekt vegna atorku og tækni- legrar fræðimensku, er Grettir Eggertson rafurmagnsverkfræð- ingur, sem nú hefir opinberlega verið valinn tæknilegur ráðu- nautur íslenzkra stjórnarvalda varðandi raforkumál landsins, viðbyggingu við virkjun Sogs- ins og eins Laxárvirkjunina. Grettir er fæddur í Winnipeg, sonur hinna kunnu höfðings- hjóna, Árna Eggertssonar fast- eigna kaupmanns og frú Odd- nýjar Eggertsson; hann er út- skrifaður í rafurmagsverkfræði með hinum ágætasta vitnisburði af háskóla Manitobafylkis, starf- aði um allmörg ár að sérfræði- grein sinni við ágætan orðstír í New York, en er nú fyrir nokkr um árum fluttur til Winnipeg og rekur hér mikið viðskipta- fyrirtæki, auk þess að vera tæknilegur ráðunautur ýmissa stofnana; hann er vinfastur og mikilhæfur maður, sem allir bera traust til, og er ekki feim inn við að vera íslendingur. ísland er fáment land, og það gengur kraftaverki næst, ef það þá er ekki beinlínis kraftaverk, hverju þjóðin hefir áorkað á sviði rafveitumálanna á hinum síðari árum, eins og reyndar i svo mörgum öðrum greinum. Nú er það fyrir löngu vitað, að nauðsyn bar til, að Sogsstöð- in, sem er um 40.000 hestöfl að styrkleika, yrði stækkuð að mun til að fullnægja sívaxandi kröf- um Reykjavíkur og annara staða á Suðurlandsundirlendinu, og þess vegna er nú verið að hefjast handa um viSbót við áminsta virkjun þannig, að hún geti framleitt 60.000 hestöfl; nýtt orkuver verði reist og um 32 mílna neðanjarðarleiðsla tengd við Ljósafoss og Reykjavík, en þar í bænum tengist leiðslan einnig við varastöðina, sem full- gerð var árið 1947 og núverandi rafkerfi Reykjavíkur. Grettir rafurmagnsverkfræð- ingur hefir einnig yfirumsjón með viðbót Laxárvirkjunarinn- ar, sem nú framleiðir 10.000 hestöfl, en þaðan er geisilöng rafleiðsla til Akureyrar; á öll þessi miklu mannvirki hefir Grettir lagt gjörfa hönd, annast um teikningar og útvegun véla í Vesturheimi; er það því auð- sætt, að stjórnarvöld íslands eiga góðan hauk í horni þar sem slíkur afkastamaður á í hlaut, en slíkt hlýtur að verða okkur Vestur-íslendingum ósegjanlegt ánægjuefni. Á síðastliðnum tíu árum hefir túrbínum verið bætt við Ljósa- foss og Laxárstöðina, og orku- veri verið komið upp við Skeiðs- foss til afnota fyrir Siglufjörð, auk þess sem rafleiðslum til sveita hefir mikið fjölgað. Þess er vænst, að þessi nýju mannvirki, hafi öðlast allan nauðsynlegan raf- og túrbínu- útbúnað 1951, og að orkustöðv- arnar verði að fullu teknar til starfa síðla árs 1952, eða snemma á árinu 1953 til fullnægiqgar raf- þörfum almennings og iðnaði landsins. Kona Grettis, frú Irene, er amerísk að ætt, fædd í bænum Kansas City í Missouriríkinu, ágæt kona og híbýlaprúð; er heimili þeirra hvarvetna rómað fyrir höfðingsskap og alúð. Sorgir og mannraunir í fyrri viku varð alvarlegt járnbrautarslys hér í landi, er gerðist með þeim hætti, að tvær lestir þjóðeignabrautanna rák- ust á í Klettafjöllunum um 835 mílur vestur af Edmonton, og varð áreksturinn þess valdandi, að tuttugu menn létu líf sitt, en eitthvað milli fjörutíu sættu meiri og minni meiðslum; önn- ur lestin, sú á vesturleið, var fullskipuð hermönnum á leið til Kyrrahafsstrandar, en hin far- þegalest á leið austur yfir fjöll- in; rannsókn stendur yfir vegna þessa ægilega slyss. Á þakkargerðardag Banda- ríkjanna gerðist eitt hið hrika- legasta járnbrautarslys í sögu New Yorkríkis, er sögur fara af; rakst þar járnbrautarlest á fleygiferð á vöruflutningalest skamt utan við borgina, er þar stóð grafkyr á teinunum; við á- reksturinn týndu 75 manns lífi, en yfir 300 sættu margvíslegum meiðslum og liggja í sjúkrahús- um. Horfist þunglega á Síðustu fréttir af vettvangi Kóreustríðsins eru alt annað en glæsilegar; hersveitir sameinuðu þjóðanna hafa á mörgum víg- stöðvum verið hraktar frá 10 til 14 mílur til baka vegna stór- feldra gagnsókna af hálfu komm únista, bæði Norður-Kóreu- manna og Kínverja; á þriðju- daginn lét Douglas MacArthur þá skoðun í ljós, að nokkurn veginn mætti víst telja, að um 200.000 kínverskra kommúnista væri komnar inn í landið vel að vopnum búnar, og lægi það þess vegna í augum-uppi, að ekki væri við lamb að leika sér; hefir hann gert sameínuðu þjóðunum að- vart um hvernig umhorfs sé og farið fram á að þær taki skjótar ákvarðanir til úrbóta; var búist við að orðsending hans kæmi til umræðu að Lake Success nær, sem verða vildi. Fótboltakepni Á laugardaginn var stóðu þús- undir manna um landið þvert og endilangt með öndina í hálsin- um vegna úrslitakepni þeirrar, sem þá var háð í Toronto milli Toronto Argonauts annars veg- ar og Winnipeg Blue Bombers hins vegar; urðu úrslit þau, að hinir fyrnefndu hlutu 13 vinn- inga gegn engum. Geisilegir mannskaðar 1 einu því mesta fárviðri, sem sögur fara af og geisaði um síð- ustu helgi, létu 215 mann líf sitt í Bandaríkjunum, en 11 hér í landi; eignatjón sunnan landa- mæranna er metið á 100 miljónir dollara, en hér á landi hefir fullnaðarmat enn eigi farið fram. Flytur ræðu í Grand Forks Hon. Valdimar Björnsson Valdimar Björnsson, hinn ný- kjorni ríkisféhirðir í Minnesota og vararæðismaður íslands þar í ríkinu, var aðalræðumaður á mánaðarlegri samkomu Karla- klúbbs Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Grand Forks, N. Dakota, síðastliðið mánudags- kvöld (þ. 20. nóvember). í erindi sínu, sem bæði var gagnfróðlegt og prýðilega flutt, sagði ræðumaður frá ferð sinni um Norðurlönd, ísland og Finn- land, síðastliðið sumar, lýsti stjórnmálastraumum og atvinnu lífi og dvaldi við afstöðu Norður- landaþjóðanna til heimsmál- anna. Ágætur rómur var gerður að ræðunni. Dr. Richard Beck, fyrrv. for- seti Karlaklúbbsirrs og vararæð- ismaður Islands í N. Dakota, kynnti ræðumann. Allmargt ut- anbæjarmanna sótti samkom- una, sem þótti um allt hin á- nægjulegasta.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.