Lögberg - 07.12.1950, Page 1

Lögberg - 07.12.1950, Page 1
PHONE 21374 So'c* \,\^e rVettTlCT' prtí „4«re« ÞttU f\J*- S A Complete Cleaning Instilulion PHONE 21374 *»><* v.^r C\,eft'n,cTS ;derers LttUlV ■p'O'í'- * A Compiöíe Cleaning Institution 63. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950 NÚMER 49 Ný bók eftir dr. Richard Beck Nýkomin er út í Reykjavík, á vegum Bókaútgáfunnar ,Norðri‘, ný bók eftir dr. Richard Beck prófessor, allmikið rit, er nefn- iist Æltland og erfðir. Fylgir út- gáfufélagið henni úr hlaði, meðr al annars, með þessum ummæl- um: „Dr. Richard Beck er afburða ræðumaður og hefir flutt fjölda fyrirlestra, á íslenzku, ensku og norsku um bókmenntir Norður- landa, sögu þeirra og menningu, víðsvegar í Bandaríkjunum og Canada. Enn fremur er hann mikilvirkur rithöfundur og skáld, hefur gefið út margar bækur og sent frá sér fjölda rit- gerða einkum um bókmenntaleg efni. í Ættlandi og erfðum er fyrri hlutinn úrval úr ræðum hans um þjóðræknismál Vestur-íslend- inga og menningartengsl við þjóðina heima. Er það hollur lestur hverjum íslendingi og hugþekkur; þar er drengilega hvatt til dáða, og undir logar djúp og einlæg ást til íslands og íslendinga. Síðari hlutinn er safn ritgerða um íslenzk skáld og verk þeirra. Mun mörgum kærkomið að njóta leiðsagnar og kynnast skoð unum þess manns íslenzks, sem hafa mun einna nánust kynni af menningu og andlegum afrek- um stórþjóðanna vestan hafs og þar með yfirsýn af öðrum og hærri sjónarhól en við hér heima“. Ræðu- og ritgerðasafn þetta hefir þegar fengið vinsamlega dóma í blöðum heima á íslandi, bæði um efni og frágang; dag blaðið Vísir sagði, meðal annars, um það, að það væri „fallega út- gefin bók“. Hér vestra verður bókin mjög bráðlega til sölu bæði hjá höfundi og Davíð Björnsson bóksala í Winnipeg, og verður síðar nánar getið verðs hennar og annars þar að lútandi. __ _ _ l'Æsi 7 * Hríðversnandi stríðshorfur Viðhorf Kóreustríðsins af hálfu sameinuðu þjóðanna hríð- versnar með degi hverjum, og er nú svo komið, að Kommúnistar hafa nú náð á vald sitt höfuð- borg Norður Kóreu, Pyongyang, er sameinuðu þjóðirnar hafa haldið 1 nokkrar vikur, og lýð- ræðishersveitirnar orðið að láta undan síga á svo að segja öll- um vígstöðvum; þessi þungi róð- ur stafar af innrás kínverskra herfylkinga í landið, sem eru sagðar að vera svo fjölmennar, að naumast verði tölu á komið. MacArthur hernámsstjóri í Japan og yfirforingi hersveita sameinuðu þjóðanna í Kóreu, hefir lýst yfir því, að þær her- sveitir, sem hann ráði yfir, eigi eins og nú hagi til í óyfirlýstu stríði við kínverska kommúnista. Sveitasambands- fundur I vikunni, sem leið, var hald- inn hér í borginni fundur sveitar stjórnasambandsins, sem var vel sóttur og fór skipulega fram; eitt af þeim meginatriðum, sem til íhugunar og umræðu kom, var málið um skólahald innan vébanda fylkisins, kostnaðurinn, sem því væri að sjálfsögðu sam- fara og hvernig honum yrði skynsamlegast jafnað niður; eins og nú hagar til, greiða sveita- héruðin þrjá fjórðu kostnaðar við starfrækslu skólanna, en fylkisstjórnin einn fjórða, og líta margir svo á, að hlutföllin mættu vera nokkru réttlátari, með öðrum orðum, að stjórnar- völd fylkisins, ættu að greiða ríflegri skerf til mentamálanna en nú gengst við. Á síðastliðnum tíu árum, hafa sveitahéruðin í Manitoba aukið skattálögur sínar úr $7.9 miljón- um upp í $15.3 miljónir, og er engum blöðum um það að fletta, að allverulegur hluti þessarar gífurlegu álagningar stafi frá auknum framlögum til skóla- halds; það sýnist því liggja nokkurn veginn í augum uppi, að við svo búið megi ekki lengur standa. Mr. Clark, oddviti Argylesveit- ar, var kjörinn til þess af hálfu áminstra samtaka að mæta á sambands- og fylkisstjórna- fundi í Ottawa í þessum mánuði. Samið við yfirmenn á togurunum Samkomulag hefir nú tekist um samninga milli Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda og skip- stjóra og stýrimannafélagsins Ægir um kaup og kjör skipstjóra og 1. stýrimanna. Ennfremur við Vélstjórafélag íslands um kjör vélstjóra og Félag ísl. loftskeyta- manna um kjör loftskeyta- manna. Samkomulag við tvö fyrrnefndu félögin tókst án milli göngu sáttasemjara ríkisins. En í fyrradag strönduðu samningar milli loftskeytamanna og út- gerðarmann og var þá Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins kvaddur til milligöngu. Tókust svo sættir í fyrrinótt um kjör loftskeytamanna. Nokkrar breytingar verða á kjörum þessara starfshópa. Verð ur kaup þeirra reiknað á nýja genginu. Nokkrar aðrar breyt- ingar hafa það einnig í för með sér að kaup þeirra hækkar. Allir þessir samningar gilda til 15. nóvember 1951. Ósamið er enn við 2. stýri- menn en samningur þeirra renn- ur út við næstu áramót. —Mbl. 10. nóv. Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup Væntanlegur hingað til borgar Frá því var fyrir skömmu skýrt hér í blaðinu, að biskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, væri væntanlegur vestur um haf ásamt hinni á- gætu konu sinni, frú Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi; var þess þá og getið, að biskupinn færi til Rochester, Minn., í lækniserind- um; nú eru þessi merku og á- gætu hjón komin vestur, og hringdi biskup til séra Valdimars J. Eylands frá New York, og lét þess getið, að þau hjón kæmu til Winnipeg og dveldu hér um jólin; munu þau verða gestir séra Valdimars og frú Lilju þann tíma, sem þau dvelja í borginni. Úr borg og bygð Á mánudaginn 4. des. voru gefin saman í hjónaband, þau Dale Roberl Chrisliensen frá Moltey, Minn. og Svava Bryn- jólfsson, dóttir Brynjólfs Magn- ússonar bókbindara í Reykjavík og Katrínar Jónsdóttur konu hans. Hjónavígslan fór fram að heimili bróðursystur brúðarinn- ar, Mrs. Rósu Jóhannsson, 575 Burnell St. Séra Valdimar J. Eylands gifti. — Heimili ungu hjónanna verður í St. Paul, Minn. ☆ Gefið til Sunrise Lutheran Camp. Herðubreiðarsöfnuður, Lang- ruth $20.00. Mrs. Josephson Brú $10.00. Samskot á sameigin- legum kvenfélagsfundi í Argyle prestakalli $11.50. Meðtekið með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkir, Man. ☆ Þann 17. nóvember síðastlið- inn voru gefin saman í hjóna- band í Trinity Church hér í borginni, Roy Oscar Halldórson og Joan Winnifred Hamilton frá Warren, Man., en brúðgum- inn er sonur Chris Halldórssonar þingmanns St. George kjördæm- is og frú Guðlaugar Maríu Hall- dórsson. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður hér í borginni. 10 til 20 íslendingum býðst verklegt nóm í Ameríku Fyrir tilstilli íslenzk-ameríska félagsins. Vonir standa til, að hægt verði að koma 10—20 íslendingum fyrir við verklegt nám í Banda- ríkjunum á næsta ári fyrir til- stilli íslenzk-ameríska félagsins, sem hefir haft samráð um þetta við Norræna félagið í Banda- ríkjunum (American Scandi- navian Foundation). Er talið, að nú þegar sé hægt að koma fyrir einum nemanda í hverri eftir- talinni starfsgrein: garðrækt, hjúkrun, verkfræði og læknis- fræði. Einnig verður reynt að koma mönnum fyrir við önnur störf, eftir því sem óskað er. 10—12 togarar veiða fyrir Þýzkalandsmarkað fyrir Bretland, en hinir veiða karfa. Togararnir eru nú óðum að búast á veiðar og munu nokkrir fara á veiðar þegar í dag, en aðrir næstu daga. Nokkrir togarar fóru inn í Hvalfjörð til að taka olíu í gær og verið er að setja ís í nokkra togara. 10—12 skip munu fara á ísfisk- veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað. Fengust samningar um landanir í Þýzkalandi framlengdir til 15. desember og þýðir það, að hægt verður að senda hvern af þeim togurum, sem veiða fyrir Þýzka- landsmarkaðinn í eina söluferð þangað. Sennilega munu tvö skip veiða í ís fyrir Bretlandsmarkað, en þeir, sem eftir eru fara á karfa- veiðar. Flest skip, sem veiða karfa, munu Ifeggja afla sinn upp í fiski mjölsverksmiðjur, en eitthvað af aflanum verður flakað og hrað- fryst til sölu í Bandaríkjunum. —Mbl. 8. nóv. Thora Asgeirson, L. M. M., L. R. S. M., A. M. M. will make her first CBC Appearance in a piano recital on Monday Decem- ber llth at 10.30 to 11.00 p.m. She will play the Sonata in G minor, Op. 22 (Shumann); Three Maries (Villa-Lobos); and Maleguena (Lecuona). The program will be heard from Alberta to Montreal, Que- bec As well as in Detroit, U.S.A. ☆ — LEIÐRÉTTING — Herra ritstjóri Löbergs, Einar Páll Jónsson: Viltu gera svo vel að birta í Lögbergi eftirfarandi leiðrétt- ingu. í ferðaminningum mínum frá 1948, „Tína ber í aldingarði“, ari er tilfærð vísa eftir Einar Bene- diktsson, sem hr. Hallgrímur Axdal, Wynyard lofaði okkur að heyra á leiðinni vestur. 1 sumar fann ég blaðið sem vísan er á, tekin niður á lestinni og sé ég að villur hafa slæðst inn í hana, sjálfsagt hjá mér í vélritun. Vís- an er svona: Gengi er valt þar fé er falt, fagna skalt í hljóði. Hitt bar altaf hundraðfalt, er hjartað galt úr sjóði. Mr. Axdal hafði vlsuna rétta og bið ég hann afsökunar á því að bera hann fyrir vísunni með skekkjunni í. Rannveig K. G. Sigbjörnsson Ársfundur „Fróns /# Síðastliðið mánudagskvöld hélt þjóðræknisdeildin „Frón“ árs- fund sinn í Goodtemplarahús- inu við sæmilega aðsókn, þótt betur hefði að vísu mátt vera, því svo var þar margt vel og vit- urlega sagt í ræðuformi; snildar- lega samda og djúphugsaða ræðu flutti Dr. Páll Kolka, en Ólafur Hallson nýkominn úr ís- landsferð, sagði skemtilega frá ýmsu, er fyrir augu og eyru bar í heimsókninni, varð hrifinn af landi og þjóð, og eggjaði hlust- endur sína til aukinna átaka varðandi verndun íslenzkrar tungu og menningarerfða í þess- álfu; var ræðumönnum þakkað með dynjandi lófataki. Þá fór fram kosning efbættis- manna fyrir næsta starfsár, og lauk henni á þessa leið: Forseti — frú Ingibjörg Jónsson, Varafor. — Steindór S. Jakobs- son, Ritari — Heimir Thorgríms- son, Vararit. — Davíð Björnsson, Féhirðir — Jochum Ásgeirsson, Varaféh. — Pétur Pétursson, Fjármálar. — John Johnson, Varafjármr. — Dr. T. J. Oleson, Endurskoðendur G. L. Jóhanns- son og J. Th. Beck. Fundurinn greiddi fráfarandi forseta þakkaratkvæði fyrir á- gæta, fjögra ára forustu. Komin úr íslandsför Árla morguns á mánudaginn var, komu hingað úr heimsókn frá íslandi, Dr. Sveinn E. Björns son og frú Marja Björnsson, Ólafur Hallsson kaupmaður frá Eiriksdale og Halldór M. Swan verksmiðjueigandi, með þeim kom Þorsteinn Gíslason fyrrum skipstjóri, ættaður úr Þingeyjar- þingi, sem búsettur hefir verið í Reykjavík síðastliðinn aldar- fjórðung; er hann bróðir Ás- geirs Gíslasonar bónda við Leslie, Sask., er hingað kom til að fagna bróður sínum. Halldór M. Swan fór til ís- lands fyrripart maímánaðar, en veiktist snögglega skömmu eft- ir að heim kom og lá rúmfastur megin part sumars; nú er hann það miklu hressari, að hann gat tekist langferðina að heiman á hendur, án þess að slíkt kæmi að sök. Halldór er maður vin- margur hér um slóðir, og er sá hópur, sem fagnar komu hans ærið stór. Lögberg býður áminsta far- fugla jælkomna í vestrið. Fra þessu var skýrt á fundi, sem haldinn var í íslenzk-ame- ríska félaginu fyrra föstudag, en með þeim fundi hófst vetrar- starfsemi félagsins. Fá 200 dollara á mánuði. Nemendur, sem fara vestur á vegum íslenzk-ameríska félags- ins munu væntanlega fá um 200 dollara á mánuði til uppi- halds og er gert ráð fyrir að námstíminn verði eitt ár. — Er ætlast til þess, að fé þetta nægi fyrir nauðsynlegum dvalar- kosnaði. Nemendur verða að vera á aldrinum 23 til 30 ára, verða að kunna ensku og hafa nokkra reynslu í starfi sínu. Á fundinum var einnig skýrt frá því, að þeir, sem hefðu hug á að sækja um að komast til Bandaríkjanna til verklegs náms ættu að snúa sér til skrifstofu íslenzk-ameríska félagsins, her- bergi nr. 17, Sambandshúsinu, Reykjavík, en þar eru frekari upplýsingar veittar á þriðjudög- um og föstudögum milli kl. 4 og 5 e. h. Erindi og kvikmyndir. Á fundinum flutti hinn nýi menningarfulltrúi Bandaríkj- anna í Reykjavík, dr. Nils Wil- liam Olson, erindi; sýndar voru tvær kvikmyndir, og auk þess var sameiginleg kaffidrykkja. Fundurinn var fjölsóttur og fór hið bezta fram. —Mbl. 4. nóv. Dauðadómur löggiltur á ný í þau níu ár, sem verka- mannastjórnin sat að völdum í New Zealand, var dauðahegning fyrir morð ekki við líði; en eins og vitað er komst íhaldsstjórn til valda í landinu fyrir liðugu ári; þing situr á rökstólum þar í landi um þessar mundir, og er eitt þeirra frumvarpa, sem neðri málstofan hefir afgreitt um, að innleiða dauðadóm að nýju, og er víst talið, að frumvarpið hljóti einnig samþykki efri málstof- unnar; telur stjórnin að morð- um hafi fjölgað ískyggilega mik- ið á undanförnum árum, og af þeirri ástæðu hafi hún talið ó- umflýjanlegt, að lögleiða aftur dauðahegningu. 251 maður atvinnu- laus í Reykjavík Atvinnuleysisskráning f ó r fram hér í bænum 1.—3. nóv. Kom 251 maður til skráningar. Flestir þeirra voru verkamenn, eða 163. Sjómenn voru 41 (þar af 25 togarasjómenn), 40 vörubíl- stjórar, fimm trésmiðir, einn matsveinn og einn fatahreins- unarmaður. Af þessum mönnum eru 128 einhleypir, en hafa samtals 15 börn á framfæri sínu. 123 eru kvæntir. 24 þeirra eru barn- lausir, en hinir hafa flestir frá 1—5 börn á framfæri sínu. Ekki eru nema 90 þessara manna fæddir Reykvíkingar, hin ir hafa flutzt til bæjarins. 84 komu hingað fyrir 1939, 46 á ár- unum 1939—1945, en 31 síðustu 5 árin. —Mbl. 7. nóv. Forsætisróðherra Breta flýgur til Washington Hinn 1. þ. m. voru gefin sam- an í hjónaband hér í borg, þau Þórunn Sigríður Magnússon og Clifford John Sutherland. Brúð- urin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Grímur Magnússon í Geysisbygð í Nýja íslandi, en brúðguminn er sonur Mrs. Elizabethar Cox og manns hennar af fyrra hjóna- bandi. Rev. Theodore NeSs fram kvæmdi hjónavígsluathöfnina; að henni lokinni, var setin veg- leg veizla í Claratette Cafe á Portage Avenue. — Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. Ársfundur Fyrsta lúterska safnaðar Á fjölmennum ársfundi Fyrsta lúterska safnaðar, sem haldinn var í kirkjunni á mánudags- kvöldið var, voru eftirgreindir menn kosnir í safnaðarráðið til tveggja ára: Wm. Hawcroft, Carl Bardal, S. Sigurðsson, E. G. Eggertsson, W. F. Einarsson. í djáknanefndina voru þessir kosnir: Mrs. Norma Thordarson, John Thordarson, Mrs. Helga Guttormsson, Mrs. Jack Snidal, Harold Johnson. Flýja heimili sín í Calgary Vegna vaxtar og ísreks í Bow River við Calgary, hafa um þrjár þúsundir manna, kvenna og barna, orðið að flýja heimili sín þar í borginni undanfarna daga, og hefir bæjarstjórnin skorist í leikinn hinu húsvilta fólki til bjargar; varð ástandið því ömurlegra, sem miklar frost Þau tíðindi hafa gerzt, að for- sætisráðherra Breta, Clement Attlee, kom flugleiðis til Was- hington á sunnudagsmorguninn var til fundar við Truman for- seta; í för með Mr. Attle voru seytján sérfræðingar úr þjón- ustu utanríkisráðuneytisins og yfirmenn hers og flota; svo hafði verið til ætlast, að þeir Mr. Attlee og Mr. Truman ætti ekki viðtal um stórmálin fyr en á þriðjudag, en frá því ráði var horfið og ræddust þeir alllengi við á mánudaginn, og einnig daginn eftir; hvað þeim fór á milli, hefir enn eigi verið gert kunnugt að fullu, þó víst sé að Kóreumálið og innrás kín- verskra hersveita í landið, hafi orðið aðalumræðuefnið, auk yfirlits yfir hið alvarlega viðhorf heimsmálanna í heild. Staðhæft er, að þeir Mr. Attlee og Mr. Truman hafi orðið á eitt sáttir um það, að nauðsyn bæri til að útiloka í lengstu lög opinbert stríð við Kínverja. hörkur sóttu að borgarbúum um þessar mundir. Calgary er ein hinna falleg- ustu borga í þessu landi, og um- hverfi hennar frábærlega aðlað- andi.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.