Lögberg


Lögberg - 07.12.1950, Qupperneq 3

Lögberg - 07.12.1950, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950 3 Sátu verzlunarráðstefnu Norðurlanda í Osló Frásögn Eggerís Krisíjánssonar slórkaupmanns og Helga Bergs- sonar skrifsíofusljóra. Fyrir skömmu eru þeir Egg- ert Kristjánsson stórkaupmaður, formaður Verzlunarráðs Islands og Helgi Bergsson skrifstofu- stjóri komnir heim af verzlunar- ráðstefnu Norðurlanda, sem haldin var í Osló að þessu sinni. Morgunblaðið hefir snúið sér til þeirra og beðið þá að segja frá helstu störfum þessarar ráð- stefnu og fer frásögn þeirra hér á eftir: íslendingar áheyrnarfulltrúar. 10. mót verzlunarstétta Norð- urlanda var háð í Osló dagana 6. og 7. október. Frá Danmörku voru mættir 20 fulltrúar, frá Finnlandi 28, frá Noregi 35 og frá Svíþjóð 30. ísland er ekki meðlimur í sam- tökum þessum, en síðan stríð- inu lauk hafa hin Norðurlöndin lagt á það mikla áherzlu, að við yrðum þátttakendur. Árið 1946 var oss boðið að senda áheyrnar- fulltrúa, en úr því gat ekki orð- ið, þar sem samgöngum var þá ekki þann veg háttað, að úr sendiför gæti orðið. Að þessu sinni var það að ráði að V. í. sendi formann og skrif- stofustjóra ráðsins, þá Eggert Kristjánsson og Helga Bergsson. Á mótinu voru flutt þrjú er- indi: 1. Afleiðingar áætlunarbú- skapsins, 2. Norrænt tollabanda- lag og 3. Reglur til verndar gegn ákvörðunum embættisvaldsins (Administratice avgjörelser). Hverju erindi fylgdi viðbótar- erindi frá hinum þátttökulönd- unum. Erindi um áætlunarbúskapinn. Fyrsta erindið flutti Morten Tuveng, forstjóri Næringsökono- misk Forskningsinstitutt í Osló. Var erindi hans harðvítug árás á áætlunarbúskapinn og taldi hann auðsynlegt að vera á varð- bergi gegn honum, því þó mark- mið þessara búskaparhtáta væri ríki almennrar velferðar, þá gætu þeir auðveldlega leitt af sér lögregluríki. Síðan rakti hann mjög ítarlega afleiðingar þessarar búskaparstefnu, sem hefði leitt til fallandi verðgildis peninganna, til halla í greiðslu- jöfnuðinum og til þess, að vinnu aflinu hefði verið þröngvað inn í rangan jarðveg. Niðurstaða ræðumannsins var sú, að samkvæmt hans skoðun gæti ekki orðið um áframhald að ræða á þeim áætlunarbú- skap, sem hingað til hefði verið rekinn. Við nánari athugun væri ann- að hvort um það að ræða, að ríkið yrði að taka í sínar hendur allan ákvörðunarrétt einstakl- inganna í efnahagsmálum — með þeim afleiðingum, sem það mundi hafa í för með sér — að setja yrði á laggirnar efnahafs- kerfi, þar sem samkeppni og frjáls verðmyndun yrðu aftur grundvallaratriði. Ef þessi leið yrði farin, þýddi það ekki það, að snúa aftur til atvinnuleysis og kreppuástands, því hlutverk ríkisins yrði umfram allt að setja kerfi þessu heillavænleg mörk, gæta þess, að samkeppnin fengi raunverulega að ráða og sjá til þess, að efnahagur þegn- anna sé bættur í samræmi við raunhæfa efnahagslega getu, eða svo mikið, sem mögulegt er, án þess að slíkar kjarabætur hafi á- hrif til hindrunar á framleiðslu og framlag einstaklinganna. A. Thaulow, forstjóri frá Kaupmannahöfn, benti á, að auðvitað gætu innflutnings- hömlur dregið úr innflutningi og þar með bætt gjaldeyrisjöfn- uðinn, en aðeins um stundarsak- ir. Þar sem innflutningshöml- urnar útiloka fullunnar vörur, þá verka þær í þá átt að skapa atvinnuaukningu, sem krefst innflutnings á hráefnum og rekstrarvörum. Atvinnuaukn- ingin hefir síðan í for með sér kröfur um frekari innflutning, oft án þess að leiða af sér þá gjaldeyrisaukningu, sem væri nauðsynleg. Áætlunarbúskapurinn byggði á áætlunum um framleiðslu og dreifingu, en samtímis hindraði hann atvinnugreinarnar í því að vinna á grundvelli sinna eigin áætlana. Niðurstaðan af ræðu Thaulow var sú, að allir yrðu að leggjast á eitt að losna við haftafyrir- komulagið og hverfa aftur til þess fyrirkomulags, sem leyfir oss frjáls viðskipti og neytend- unum frjálst vöruval. Norrænt tollabandalag rætt. Annað dagskrármálið var nor- rænt tollabandalag og var það fyrrverandi bankastjóri þjóð- bankans danska, Bramsnæs, sem opnaði umræðurnar. Ræðumaðurinn benti sérstak- lega á, að slíkt tollabandalag myndi hafa í för með sér aukna verkaskiptinu og meiri mögu- leika til sérhæfinga innan iðn- aðar á Norðurlöndum, en marg- ir væru gjarnir á að gera of mik- ið úr þeim byrjunarerfiðleikum, sem bandalag þetta myndi hafa í för með sér. Það væri að sjálf- sögðu hægt að fá yfirlit yfir, hverjar yrðu afleiðingar tolla- bandalags með því að gera fyrir- fram athuganir, en hann varaði þó gegn því að draga þær um of á langinn, þar sem slíkar at- huganir yrðu aldrei fullgerðar og undirbúningurinn yrði því ekki hafinn. Enda þótt fulltrúar allra land- anna væru sammála um nauð- syn þess að ræða slíkt mál sem þetta, kom það greinilega fram, að bæði Norðmenn og Svíar og að nokkru leyti Finnar voru verulegu leyti á öndverðum meiði við Bramnæs banka- stjóra. í umræðum þessum var á það bent, að það væru mörg önnur afi-iði en tollar, sem stæðu í veg- inum fyrir norrænni samvinnu í efnahagsmálum. Síðasti liður dagskrárinnar var helgaður umræðum um eft- irlit með öllum ákvörðunum embættismannaveldsins og var það prófessor Poul Andersen frá Danmörku, sem hóf umræð- urnar. Prófessorinn hélt því fram, að í stað hins gamla frjálslynda réttarríkis hefðum við fengið meira eða minna sósíaliserað embættismannaveldi. í nokkr- um löndum hefðu menn reynt að tryggja sig gegn ágengni em- bættismannavaldsins með því að láta almenna eða sérstaka dóms- stóla skera úr málum sínum. En það hefir lítið ,>praktískt“ gildi að fá dóm upp kveðinn ári á eftir að einhverri beiðni var synjað. Eins og nú stæðu sakir, væri bezta öryggið fólgið í persónu- legum eiginleikum þeirra manna, sem með embættin fara, en nú væri óðum að koma fram sú tegund þjónustumanna með- al embættismanna, sem í krafti síns mikla valds og viðhorfs væru hætta fyrir öryggi borgar- anna í skiptum þeirra við em- bættisvaldið. Það er mjög veigamiki^, að borgararnir fái aðstöðu til þess að koma á framfæri við yfirvöld- in hagsmunum sínum og sjónar- miðum, þar sem það er að öðr- um kosti alveg óvíst, að nokkurt tillit verði tekið til þeirra. Eftir að hafa rakið nokkuð lagasetningu um þessi efni í Austurríki, Svíþjóð og Dan- mörku lauk ræðumaður máli sínu með því að benda á, að lög- gjöf seinni tíma hefði haft í för með sér geysi aukningu á valdi embættismannanna. — í stærri og stærri stíl tekur embættis- mannavaldið ákvarðanir, sem hafa alvarlega þýðingu fyrir borgarana, en þeir eiga meir og meir á hættu að verða fyrir handahófs meðferð. Taldi ræðu- maður æskilegt, að málið í heild yrði tekið til opinberrar með- ferðar en það ætti að gera á grundvelli samstarfs milli hinna norrænu þjóða. Ágæiar viðiökur í Noregi. Þeir Eggert Kristjánsson og Helgi Bergsson lofa mjög mót- tökur og gestrisni Norðmanna og þann glæsibrag, sem var yfir ráðstefnunni í heild. Meðal annars var öllum full- trúum ráðstefnunnar og gestum boðið til hádegisverðar af verzl- unarstétt Oslóborgar og að kvöldi sama dags voru sömu menn gestir Noregs Handel- stands Forbund, sem bauð til kvöldverðahófs. Þar voru og við- staddir allir sendiherrar Norð- urlanda ásamt mörgum háttsett- um embættismönnum norska ríkisins. Eftir að ráðstefnunni var lok- ið, var öllum þátttakendum henn ar boðið til hádegisverðar um borð í M.S. Oslofjord, hið nýja og glæsilega hafskip Norsku Ameríkulínunnar. —Mbl. 21. okt. Hið rómantískasta á jörðinni Einn af snjöllustu ræðumönn- um, rithöfundum og mennta- mönnum Svía, Jalmar Furu- skog, skrifar skemmtilega grein um skáld og drykkjumenn. Hann segir m. a.; „Sú bókmenntalega rómantík, sem gaus upp um aldamótin 1800, hélt því á lofti, að skáldið væri eitthvað annað og meira en venjulegur hversdagsmaður. Þeir, sem fengið höfðu það hlut- verk að rækja skáldskaparins háleitu köllun, voru hið raun- verulega og sanna prestafélag mannkynsins. Sökum andagiftar og innblásturs jusu þeir úr vizku brunnum og sáu sýnir, sem ekki voru opinberaðar öðrum mönn- um. — Það mátti því ekki krefj- ast þess, að skáldið hegðaði sér eins og aðrir menn. Hann var undantekningin. Hann gat verið æstur og trylltur, reikað um hér og þar sem framandi og eirðarlaus. Hann gat aðhafst hið furðulegasta . . . Ekki mátti dæma hann, því að raunveru- lega var honum stjórnað af æðra valdi, er hafði kjörið hann til sérstaks hlutverks. Enn lifir eitthvað af þessum skilningi og tilbeiðslu, og ein- hver sannleiksneisti er senni- lega fólginn í þessu. Skapgerð snillingsins er viðkvæm og kvik- ul. Bent er á menn eins og skáld- in Strindberg, Fröding, Sivle, sem voru mjög taugaóstyrkir og stundum rétt innan við landa- mæri geðsjúkdómanna. Það er þó vafamál, að þetta sé eins al- mennt og álitið var. Við könn- umst við heilan hóp merkra skálda, sem hafa verið og eru gersamlega jafn geðprúðir og heilbrigðir sem hver og einn annar, og lausir við öll ofsaleg sérkenni. Svipuð þessum s k i 1 n i n g i manna á skáldunum er róman- tíkin um skáldabókmenntirnar, að þær gefi sannari mynd af mannlífinu heldur en t. d. vís- indin. Að nokkru leyti kann þetta að vera rétt, en skáldið er um of bundið við sinn hugar- Hraunvikur úr landi Hafnarfjarðar sem útflutningsvara? Gunnlaugur Pálsson arkitekt hefir farið þess á leit við Hafn- arfjarðarbæ, að hann fái leyfi til þess að taka hraunvikur úr landi bæjarins, og hefir hann í hyggju að flytja vikurinn út. Telur Gunnlaugur sig hafa mark að erlendis fyrir verulegt magn af vikri. Gunnlaugur sótti til bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar um einka leyfi á útflutningi hraunvikurs úr landi bæjarins næstu fimm ár. Bæjarráð gerði það að til- lögu sinni, að Gunnlaugi yrði veitt þetta einkaleyfi með á- kveðnum skilyrðum, og féllst bæjarstjórnin á það. Meðal skil- yrðanna er það, að einungis hafn firzkir verkamenn vinni við vikurnámið og að hafnfirzkir bílstjórar vinni að útskipuninni. Undanfarin ár hefir verið tek- inn allmikill vikur í svonefnd- um Vatnsskarðshólum og víðar í landi Hafnarfjarðarbæjar, en ekki til útflutnings fyrri en nú. Gunnlaugur mun telja sig geta greitt Hafnarfjarðarbæ 10 kr. fyrir hvert bílhlass af vikri, er hann tekur, og verði þau allt að 5 rúmmetrum. —Alþbl. 26. okt. heim til þess að geta gefið rétta og fullkomna mynd af raunveru leikanum í heild. Hann tekur fyrir vissa þætti og framber í molum, og það er hlutverk hans. Annars og meira er þar ekki að vænta. Myndin af aldarandan- um um 1880 yrði ekki hin rétta ef fara ætti eftir t. d. fyrstu sögu Strindbergs. Skáldsagan býr til hlutlæga skopmynd. Skáldið hefir ekki, eins og róm- antíkin vildi vera láta, neinn einkarétt á sannri túlkun lífsins. Þeim heiðri verður hann og vís- indamaðurinn að skipta bróður- lega á milli sín. Rómantíkin er líka til í miklu eldri mynd. Það er hugmynda- flugið um ölvunina, sem átti að vera leiðin burt frá grámyglu hversdagsleikans og upp í sælu- veröld guðanna. Þessi hugmynd er afkvæmi fornrar menningar og hefir loðað við menninguna fram á þennan dag. Hún er hluti af hinni fávísu víndýrkun og undirstaða hins enn fávísari sið- ar — skálaglamsins, og hún hef- ir fætt af sér nýtt afbrigði á vorum dögum, og er það athug- unarvert. Þetta afbrigði er skoðun manna á áfengissjúklingnum sem einhverri hörmulegri und- antekningu í mannfélaginu. I Ameríku hefir þessi róman- tík gert furðulegt bandalag við ábyrg vísindi og óábyrga áfeng- issölu. Þess vegna hefir sú skoð- un orðið til, að það séu aðeins menn, eitthvað bilaðir á geðs- munum, sem geti orðið áfengis- sjúklingar. Þessi skoðun stingur einnig upp höfðinu stöku sinnum á prenti hér hjá okkur á Norður- löndum: Hafið meðaumkun með drykkjumanninum, því að hann er ógæfusamur sjúklingur. Það er minna sagt um ógæfu konu hans og barna. Skáldið er rómantískt fyrir- brigði. Ölvunin er rómantískt á- stand. Það ætti því að vera vanda lítið að skilja, hvað er hið róm- antískasta af öllu á þessari jörðu. — Það er auðvitað skáldið á fylliríi". Höfundurinn endar svo grein sína á lýsingu á viðburði í heima landi sínu, sem hér skiptir ekki máli. En grein hans er athyglis- verð og ofurlítið oddhvöss. Góð vopn eiga ævinlega að bíta vel. Af öllu má of mikið gera. Vissulega er mikill fjöldi drykkjumanna sjúklingar. Hitt er þó vafamál, að rétt sé að af- saka alltaf drykkjumanninn og gera hann óábyrgan gerða sinna, hvort sem hann lýgur, stelur eða veldur slysum, eða mis- þyrmir sínum nánustu, eða veld- ur öðrum vandræðum á meðal manna. Það getur orðið of mikil rómantík í þessu, eins og með skáldin fyrr á tímum. (EINING) SELKiRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street, Winnipeg Just north of Portage Ave. Símar: 33-744 — 34-431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 924 624 JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE ÍIDBSIlfil JEWELLERS 447 Portage Ave, Branch ^Store at 123 TENTH ST. BRANOON Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Sidine — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winmpeg, Man DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSÍ5T BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and JCennedy St. Skrifstofuslmi 923 851 Heimaslmi 403 794 HAGBORG FUEL PHOME 21*31 m GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Setting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Uanager T. R. THORVALDSOS Your patronage will be appreclated G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slml 935 337 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8L Mary'a and Vaughan. Wpg. Phone 926 441 Phone 927 035 H. J. H. Palmason, C.A. H. i. PALMASON A CO. Chartered Accountanu 606 Confederatlon Ufe Bldg. Wlnnipeg Manltoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B Stuart Parker, A. F. Kristjanssou 500 Canadian Bank of Commercc Chambers Winnipeg. Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OF FICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson 8UITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtalstlml 3—5 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINB STREET Selklrk. Man. Office nrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Rea. 280 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 608 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smith 8t Phone 926 962 WINNIPEQ Office 933 587 Rea. 444 389 s. A. THORARINSON BARRISTER and SOLICITOR 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDO WPQ Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð bifreiöaábyrgð, o. ». frv. Phone 927 688 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœSingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO Portage og Garry St. Phone 928 291 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Uanaging Director Wholesale Distributors of Freab and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukklstur og annast um At- farlr. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 27 324 Heimills talslmi 26 444 Phone 23 996 761 Notre D&me Aye. Just West of New Matemity llospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cnt Flowers Funeral Designs. Corsages Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.