Lögberg - 21.12.1950, Page 1
/
Biskupshjónin heimsækja
Minneapolis og Winnipeg
Frú Guðrún Pétursdótíir, Valdimar Björnsson,
dr. Sigurgeir Sigurðsson
í bréfi til Lögbergs frá Min-
neapolis, Minn., er sagt frá komu
dr. Sigurgeirs Sigurðssonar og
frúar hans þangað til borgar, og
hversu þeim, sem vænta mátti,
var fagnað þar.
Eins og Lögberg hefir áður
skýrt frá kom dr. Sigurgeir hing-
að vestur vegna heilsu sinnar og
gekk undir nákvænia læknis-
skoðun við Mayolækningastofn-
unina frægu að Rochester,
Minn., kom þá brátt í ljós, að
vanlíðan hans stafaði mestmegn-
is af þreytu, sem sízt er að undra,
því hann á langan og umsvifa-
mikinn embættisferil að baki og
er maður, sem hlífir sér lítt.
Biskupshjónin komu í tæka
tíð til Minneapolis til að geta
komið þar á fund í Kvenfélag-
inu Hecla, sem er eini íslenzki
félagsskapurinn í þeirri fjöl-
mennu og fallegu borg; hef-
ir þessi fáliðaði hópur lagt lofs-
verða rækt við íslenzk menn-
ingarverðmæti; var fundur þessi
hinn ánægjulegasti um alt, og
hinum tignu gestum fagnað af
mikilli alúð; daginn eftir gafst
fleiri íslendingum þess kostur
að heilsa upp á biskupshjónin
auk kirkjulegra yfirvalda, svo
sem dr. Dresslers rektors við
North Western lúterska presta-
skólann, en þar stundar nú guð-
fræðinám Stefán Guttormson,
sonur séra Guttorms Guttorms-
sonar í Minneota; voru þar einn-
ig viðstaddir ræðismenn Norður-
landaþjóðanna.
Blaðið St. Paul Despatch birt-
ir fagurt viðtal við biskup, þar
sem hann einkum lagði áherzlu
á það, hve íslenzk æska ætti
greiðari aðgang að mentun, en
víðasthvar annars staðar gengst
við, auk þess sem í landinu ríkti
algert trúarbragðafrelsi. —
f áminstu fréttabréfi er þess
getið, að senn fari heim til ís-
lands ung hjón, Elías læknir Ey-
vindsson ættaður úr Vestmanna-
eyjum, sem er nýkvæntur ame-
rískri hjúkrunarkonu;' hann
stundaði um tveggja ára skeið
nám í Rochester, en síðar í Wis-
consin; þá er og hér við nám
Mikilvægur fundur
Þessa dagana hefir staðið yfir
fundur í Brussel meðal utanrík-
isráðherra og hernaðarsérfræð-
inga þeirra þjóða, er að Atlants-
hafsbandalaginu standa; ábyggi-
legar upplýsingar um niðurstöðu
fundarins eru eigi við hendi, þó
staðhæft sé að samkomulag hafi
náðst um samræmdar hervarnir
Vestur-Evrópu að inniföldum
nokkrum herafla úr Þýzkalandi.
annar íslenzkur læknir, Richard
Thors, sonur Richards Thors
forstjóra, kona hans er með hon-
um, dóttir Kristins Markússonar
kaupmanns í Geysisverzluninni
í Reykjavík.
Fréttaritari Lögbergs í Min-
neapolis lætur þess getið, að
myndin, sem samferða er þess-
um greinarstúf, hafi verið tekin
á járnbrautarstöðinni í Minne-
apolis, er biskupshjónin komu,
en þau gistu Björnson-heimilið
í þeirri borg.
Hingað til borgar komu þau
dr. Sigurgeir biskup og frú á
mánudagskvöldið, eftir að hafa
dvalið sólarhring á heimili
þeirra Dr. Richards Beck og frú
Berthu Beck í Grand Forks, N.
Dak.
Fyrir nokkrum árum heim-
sótti dr. Sigurgeir Winnipeg og
fleiri nýbygðir íslendinga vest-
an hafs og er þar skemst frá að
segja, að hann kom, sá og sigr-
aði, enda er ljúfmenska hans
hvarvetna rómuð; hann er því
hingað kominn í vinahóp; börn
biskupshjónanna fjögur, hafa
heimsótt okkur Vestmenn og
verið aufúsugestir; en þetta er
fyrsta ferð frú Guðrúnar, þessar-
ar háttvísu og glæsilegu konu,
sem sett hefir virðulegan og ó-
gleymanlega svip á biskups-
heimilið í Reykjavík; um það er
okkur kunnugt, sem átt höfum
þess kost, að njóta þar hinnar
kunnu alúðar og risnu innan
vébanda þess; frúin verður okk-
ur engu síður kærkominn gestur
en hinn ágæti maður hennar;
hlýtt handtak beið þeirra beggja.
Dr. Sigurgeir hefir í mörg ár
verið forseti Þjóðræknisfélags
íslands, og hefir hann í því starfi,
e.ins og á öðrum sviðum, reynst
Vestur-íslendingum hollvinur,
og stuðlað á fagurlegan hátt, að
glæddum og gagnkvæmum skiln
ingi meðal ættbræðranna beggja
vegna hins breiða hafs.
Biskupinn prédikar í báðum
íslenzku kirkjunum hér í borg
um jólin; þau hjón verða gest-
ir séra Valdimars J. Eylands og
frú Lilju Eylands þann tíma,
sem þau dvelja hér.
Hinn nýkjörni dómsmólaráð-
herra í Norður Dakota
Það þóttu að vonum nokkur
tíðindi, ekki síst meðal Islend-
inga í landi hér, þegar það frétt-
ist, að kornungur maður úr
þeirra hópi í Norður Dakota,
Elmo T. Christianson lögfræð-
ingur í Cavalier, hefði verið kos-
inn dómsmálaráðherra ríkisins í
nýafstöðnum kosningum. Er mér
ljúft að verða við tilmælum rit-
stjóra þessa blaðs um að segja
lesendum þess nokkuð frekari
skil á þessum landa þeirra, sem
þannig hefir óvenjulega ungur
að árum hafist í virðingar- og
ábyrgðarstöðu.
Christianson, sem stendur á
þrítugu, er sonur þeirra Lárusar
Kristjánssonar og konu hans
Guðrúnar Sveinsdóttur, sem,
eins og áður var getið hér í blað-
inu, búa skammt suður af Akra
í Pembinahéraði. Hann gekk á
sveitarskóla á þeim slóðum, en
lauk gagnfræðaprófi (miðskóla-
prófi) í Calvalier. Síðan stund-
aði hann hærra nám á Kennara-
skólanum í Mayville, N. Dak.,
og á ríkisháskólunum í Wis-
consin og N. Dakota og lauk em-
bættisprófi í lögum á síðarnefnd-
um háskóla, og hefir síðan unn-
ið að lögfræðislegum störfum í
Cavalier.
Hann hefir einnig tekið mik-
inn þátt í félags- og bæjarmál-
um, meðal annars verið héraðs-
ritari Rauða Krossins og féhirð-
ir lútersku kirkjunnar í Caval-
ier, en fermdur var hann í Vída-
línskirkjunni í heimabyggð sinni
af dr. H. Sigmar.
Á stríðsárunum var Christian-
son í flugher Bandaríkjanna í
nærri fjögur ár, loftskeytamaður
á sprengjuflugvélum, og tók þátt
í fjölda flugárása á Þýzkaland
og Austurríki. Kom hann þó
heill á húfi úr þeim hildarleik.
Hann kvæntist 1943 Bernice
Huffman, sem einnig er úr Pem-
binahéraði, og eiga þau tvö börn,
dóttur og son.
Christianson fylgir „Nonparti-
Hon. Elmo T. Chrislianson
san League“ stefnu Republican
flokksins að málum og var kos-
inn með miklu afli atkvæða.
Hann er maður frjálslyndur og
framsækinn í stjórnmálaskoðun-
um, eins og fram kom í kosn-
ingaræðum hans.
Hann er hinn geðþekkasti
maður í viðkynningu og því lík-
legur til vinsælda 1 starfi sínu.
íslenzku skilur hann og talar, og
er annt um að leysa hið mikil-
væga starf sitt þannig af hendi,
að það verði þjóðstofni hans til
sæmdar, eins og hann orðar það
í bréfi til undirritaðs. Landar
hans óska honum áreiðanlega
heilum huga til hamingju með
kosninguna í hið virðulega em-
bætti sitt, og vænta hins bezta
af honum.
Má jafnframt geta þess, að
hann er þriðji íslendingurinn,
sem skipað hefir embætti dóms-
málaráðherra í N. Dakota; hinir
voru þeir Sveinbjörn Johnson
og Nels Johnson, eins og kunn-
ugt er. En það er jafnframt
nokkur vottur þess, hvern þátt
Islendingar hafa tekið í málum
ríkisins, og um þann skerf, sem
þeir hafa lagt til framgangs þess
og forystu á þeim vettvangi.
RICHARD BECK
Lóta til sín taka ó vettvangi
athafnalífsins
Ánægjulegt er það og þakkar-
vert, er menn af íslenzkum
stofni vekja á sér athygli sam-
ferðamanna sinna vegna dreng-
skapar og atorku í hvaða starfs-
grein, sem er, eins og réttilega
má segja um þá Halldór bygg-
ingameistara Sigurðsson og kjör-
son hans Halldór Melvin, en þeir
reka eins og vitað er í félagi
stórfyrirtæki, varðandi hvers
konar byggingariðnað, einkum
þó múrhúðun, og njóta hvar-
vetna virðingar og trausts sak-
ir árvekni og ábyggileiks 1
starfi; þeir hafa marga menn í
þjónustu, er lítt munu fyrir það
gefnir, að skipta um húsbændur,
og er þá vel, er slík aðstaða
skapast. —
Halldór Sigurðsson er fæddur
í Svignaskarði 15. september
árið 1884, sonur hinna kunnu
höfðingshjóna Sigurðar Sigurðs-
sonar, síðar bónda á Rauðamel
og Ragnheiðar Þórveigar Þórð-
ardóttur frá Leirá. Halldór kom
Halldór Sigurðsson
til þessa lands árið 1901, og tók
sér brátt fyrir hendur að nema
múrhúðunariðn, en gaf sig jafn-
framt að öðrum greinum bygg-
ingariðnaðarins og reisti mörg
stórhýsi; í fyrra lauk hann ásamt
kjörsyni sínum múrhúðun mik-
ils fjölda húsa 1 hermannabæn-
um Shilo hér í fylkinu fyrir
hönd sambandsstjórnar, og hljóp
samningurinn um það verk upp
á hundrað þúsundir dollara; hafa
íslendingar jafnan átt góðan
hauk í horni þar, sem Halldór
var varðandi atvinnu, væri þess
nokkur kostur; hann er manna
félagslyndastur og hefir liðsint
íslenzkum mannfélagsmálum af
ráði og dáð.
Halldór er tvíkvæntur, var
fyrri kona hans Þorgerður Hör-
dal, ættuð úr Dalasýslu, vel gef-
in og stjórnsöm húsmóðir, er
lézt í febrúarmánuði árið 1937.
Ein fulltíða dóttir þeirra er á
lífi, Mrs. Idora Augustine For-
rest. Seinni kona Halldórs er
Rannveig Guðmundsdóttir, ætt-
uð úr Mýrasýslu, mikil atgerfis-
lcona.
Þau Halldór og fyrri kona
hans tóku að sér ungan svein,
ísland gerist aðili að samkomulagi
Norðurlanda um fátækraframfærslu
Stokkhólmi, 17. nóv. — í
dag samþykkti sænska
stjórnin tillöguna um nýtt
samkomulag milli Noregs,
Svíþjóðar, Danmerkur, ís-
lands og Finnlands um gagn-
kvæma fátækraframfærslu.
Að líkindum undirrita full-
trúar frá Norðurlöndunum
fimm þetta samkomulag í
Stokkhólmi í næstu viku.
Styrkur ekki endurkræfur
í heimalandinu.
Nýja samkomulagið er nokk-
uð frábrugðið því, sem nú er í
gildi milli ríkjanna. Gert er ráð
fyrir, að fátækrastyrkur til
handa þegnum þeirra ríkja, er
aðilar eru að samkomulaginu, sé
ekki endurkræfur í heimalandi
þurfalingsins.
ísland gerist aðili.
Þá gerist ísland aðili að sam-
komulagi þessu og hefir ekki
verið svo fyrr.
—Mbl. 18. nóv.
Falleg ummæli
Norska vikublaðið „Decorah-
Posten“, sem gefið er út í De-
corah, Iowa, og er víðlesnasta
blað Norðmanna vestan hafs,
birti á ritstjórnarsíðu sinni þ. 30.
nóvember einkar löfsamlega
umsögn um bók dr. Richards
Beck, „History of Icelandic
Poets: 1800-1940“, eftir einn af
aðalritstjórum blaðsins, Georg
Strandvold, sem er kunnur
norskur blaðamaður.
Eftir að hafa bent á það, að
bókin bæti úr brýnni þörf og
þá miklu elju, sem undirbúning-
ur hennar hafi útheimt, rekur
ritdómarinn í megindráttum
efni hennar, og lýkur lofsorði á
hvað skarplega sé þar rakinn
þróunarferill íslenzkra bók-
mennta á umræddu tímabili.
Hann lætur einnig sérstaklega í
ljósi aðdáun sína á vestur-ís-
lenzkri ljóðagerð, og telur kafl-
ann um hana mjög mikilvægan.
Strandvold ritstjóri lýkur
dómi sínum um bókina með
þessum orðum: „1 þessari bók —
eins og í öllu öðru, sem dr. Beck
hefir ritað á liðnum árum (og
það er ekki lítið) finnur maður
þann eldmóð, þá innilegu starfs-
gleði, sem fyllt hefir hug^ hans
meðan á verkinu stóð. Ávöxtur-
inn er þess vegna bókmennta-
sögulegt verk, sem enginn unn-
andi norrænna nútíðarbók-
mennta getur án verið“.
Vinarkveðja úr
fjarlægð
Söfnuðunum í Argyle og vin-
unum mörgu í Winnipeg og ann-
ars staðar, þakka ég ógleyman-
legar móttökur á liðnu vori.
Minningarnar um vinsemd ykk-
ar við mig og tryggðina við minn-
ingu mannsins míns, eru mér
dýrmætari en þið vitið.
Ég óska ykkur öllum gleði-
legra jóla og Guðs blessunar á
nýju ári.
Bentína Hallgrtmsson,
Reykjavík, ísland.
Batnandi fjárhagur
Fjármálaráðherra Breta lýsti
yfir því í þingræðu í vikunni,
sem leið, að svo hefði fjárhagur
þjóðarinnar farið batnandi upp
á síðkastið, að hún frá næstu
árum mundi eigi þarfnast Mars-
hallaðstoðar frá Bandaríkjun-
um nema því aðeins, að eitthvað
óvænt kæmi fyrir; var þessari
yfirlýsingu ráðherrans fagnað
mjög af öllum þingheimi.
Úr borg og bygð
Látin er nýlega í Seattle,
Wash. Mrs. Steinunn Jónasdótt-
ir Björnsson, áttatíu og tveggja
og sex mánaða að aldri, ættuð
frá Keldudal í Hegranesi í Skaga
firði; hún kom vestur um haf,
er hún var fimtán ára gömul;
hin látna dugnaðar- og myndar-
kona lætur eftir sig tvo sonu og
sex dætur; hún lætur einnig eftir
sig tvo albræður, J. J. Samson
og Sam J. Samson í Winnipeg
ásamt tveim hálfsystrum, Dýr-
finnu í Reykjavík og Sigríði
Miller í Winnipeg.
☆
VEITIÐ ATHYGLI!
Vænt þætti mér um ef ein-
hverjir, sem kynnu að vita um
frændur eða frænkur móður
minnar heitinnar Elínar Gunn-
laugsdóttur (Mrs. Gísli Einars-
son), er kynnu að eiga heima í
Winnipeg eða annars staðar í
Vesturfylkjunum; skriflegum
upplýsingum yrði þakksamlega
viðtaka veitt.
Vinsamlegast,
Mrs. George Lambert
Hekla P. O.
Muskoka, Ont.
I
Halldór Melvin Sigurðsson
Halldór Melvin, er þau gengu í
góðra foreldra stað og gjörðu að
kjörsyni; er hann vel gefinn
maður, er nýtur almennra vin-
sælda; var hann á fimta ár í
síðustu heimsstyrjöld við góðan
orðstír; en er heim kom gekk
hann í félag við fósturföður sinn,
nam múrhúðunariðn og er hans
önnur hönd í iðnaðarfyrirtæki
þeirra; hann er kvæntur konu
af frönskum ættum.
Áminst fyrirtæki gengur und-
ir nafninu H. Sigurdson & Son
Ltd., og færir ört út kvíar.
Þriggja manna
nefnd
í fyrri viku var sett á laggir
að Lake Success þriggja manna
nefnd að tilhlutan sameinðuðu
þjóðanna, er það hlutverk skyldi
hafa með höndum, að gera til
þess tilraun að koma á vopna-
hléi í Kóreu. Sæti í nefnd þess-
ari á utanríkisráðherra Canada,
Mr. Pearson; naumast þarf að
efa að nefndin eigi við ramman
reip að draga því svo eru þau
sjónarmið ólík, sem verið er að
reyna að samræma; nefndin hef-
ir talið sig fúsa til að fljúga til
höfuðborgarinnar í Kína, og
ræða þar við forsprakka kín-
verskra kommúnista hvort sem
af því verður eða eigi.
Launahækkun
Forsætisráðherra sambands-
stjórnarinnar, Mr. St. Lourent,
hefir formlega tilkynt, að laun
opinberra starfsmanna hinnar
canadísku þjóðar, verði hækkuð
um tíu af hundraði frá 1. yfir-
standandi mánaðar að telja; laun
starfsmanna þjóðlögreglunnar
verða einnig hækkuð að mun,
svo og kaup hermanna; mun ráð-
stöfun þessi hafa talin verið með
öllu óhjákvæmileg vegna hinn-
ar vaxandi dýrtíðar í landinu.