Lögberg - 21.12.1950, Blaðsíða 6
6
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BlLDFELL. þýddi
„Philip Morton, þú hefir gáfulegt andlit. Ég
fer mikið eftir útliti mamma. Þú veist um samn-
ingana, þeir eru allir þér í hag. Engin meðgjöf
— ég ráðstafa henni við Roger. Ég legg til fæði
og rúm — þú sérð um þína eigin þvotta — stað-
föst hegðun — lærdómstíminn aðeins fimm ár.
Þegar hann er úti mátt þú ekki byrja verzlun
í sama bæ og ég er í. Ég skal sjá um samning-
ana. Hvenær geturðu byrjað?“
„Þegar þér þóknast, herra“.
„Daginn eftir á morgun, þú kemur með
póstvagninum klukkan sex“.
„En herra“, sagði Philip“, fæ ég ekkert
kaup? — Ekki eitthvað agnar lítið, sem að ég
gæti sent henni móður minni?“
„Kaup sextán ára? — Fæði og rúm. — Ekk-
ert meðlag! Kaup til hvers? Lærlingar fá ekkert
kaup! Það skal fara vel um þig“.
„Gefðu mér minni þægindi, svo að ég geti
sent móður minni meira; ofurlítið af peningum,
hvað lítið sem það er, og dragðu það 'frá fæðis-
kostnaði mínum, ég get komist af með eina mál-
tíð á dag, herra“.
Bóksalinn komst við, hann tók duglega í
nefið úr dósum, sem hann tók upp úr vestisvasa
sínum og sat þegjandi dálitla stund svo sagði
hann: „Jæja, ungi maður. Ég skal segja þér
hvað ég skal gera. Þú skalt koma hingað og
sýna hvað þú getur gjört — og vita hvernig
fellur á með okkur, áður en við skrifum undir
samningana. í millitíðinni borga ég þér fimm
„shillings“ á viku. Ef að þú sýnir hæfileika og
atorku þá sjáum við til, hvað við Roger getum
gert með að borga þér ofurlítið meira. Dugir
þér það?“
„Þakka þér fyrir herra, já“, sagði Philip
þakklátur.
„Þá er það búið. Komdu með mér — ég ætla
að kynna þig frú P.“
Með þessum ummælum lét hr. Plaskwith
bréfið í vasabókina, og vasabókina í vasann, tók
höndunum saman fyrir aftan bakið, leit upp
og strunsaði inn í litla setustofu, sem vissi út
að litlum garði.
í stofunni sat þunn og krangaleg kona við
borð (frú Plaskwith) ásamt tveimur ungum
dætrum sínum. Þar sat og rangeygður maður
með svuntu, hér um bil tuttugu og fjögra ára
gamall. Hann var í móleitum baðmullarbux-
um, sem hefðu getað þolað að þær hefðu verið
þvegnar, dökkri flauelstreyju og vesti. Þessi
ungi maður var mjög freknóttur í framan, hár-
ið á honum, sem var strýótt og dökkt, stóð upp
öðru megin á höfðinu á honum en niður hinu
megin; hann hafði stutt og þykt nef, þykkar
varir, og af honum lagði vindlareiksþef, þegar
þú komst nærri honum. Þetta var herra Plimm-
ins ráðsmaður Plaskwiths í bókabúðinni og að-
stoðar ritstjóri „Mercury“. Herra Plaskwith
gerði Philip kunnugan þessu fólki. Frú P. kink-
aði kolli, yngismeyjarnar klipu hvor aðra og
kýmdu, herra Plimmins fór með hendina í
gegnum hárið á sér , leit í spegil og hneigði
sig mjög kurteislega.
„Jæja, frú P. gefðu mér te í bollann aftur,
og gefðu hr. Morton bolla af tei. Þú hlýtur
að vera þreyttur, herra — heitur dagur. Jem-
ina hringdu — nei, farðu fram að stiganum
og kallaðu meira af steiktu brauði (Toast). Það
er greiðari vegur — árvekni er mín regla í
lífinu, hr. Morton, en heyrðu, hefurðu nokkurn
tíma kynnt þér ævisögu Napoleons Bónar-
parts?“
Herra Plimmins gúlpaði niður teinu og
sparkaði í Philip undir borðinu. Philip gaf ráðs-
manninum illt auga og svaraði önugur: „Nei,
herra“:
„Það er slæmt. Napoleon Bónarparte var
mikilhæfur maður — stór mikilhæfur. Þú hef-
ir séð standmynd af honum? Þarna er brjóst-
líkan af honum á hyllunni. Líttu á það! Sérðu
ekki svip?“
„Svip, herra? Ég sá aldrei Napoleon Bónar-
parte“.
„Þú sást hann aldrei! Nei, en líttu í kringum
þig. Á hvern minnir þetta brjóstlíkan þig?
Hverjum er það líkt?“
Þegar hér var komið stóð hr. Plaskwith upp
og setti sig í stellingar, með hendina í barmi
sér og hallaði höfðinu alvarlegur að teborðinu.
„Hugsaðu þér, að ég sé á St. Helena, að þetta
borð sé sjórinn. Sérðu nú ekki hverjum þetta
brjóstlíkan er líkt, hr. Philip?“
„Ég spái, herra, að það sé líkt þér“.
„Já, það er það! Líkingin er Öllum Ijós! Er
hún ekki frú P., er hún ekki? Og þegar þú hefir
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. DESEMBER, 1950
kynnst mér betur, þá sérðu siðferðislíking-
una — siðferðis herramanninn! blátt áfram
stilltur — markviss — djarfur — ákveðinn!"
„Tíminn líður hr. P.!“ sagði frú Plaskwith
önug mjög, flýttu þér að drekka teið, ég býst
við að ungi maðurinn vilji fara heim til sín,
og póstvagninn kemur eftir fimtán mínútur".
„Hefurðu séð Kean í Rikkarð þriðja, hr.
Morton?“ spurði hr. Plimmins.
„Ég hefi aldrei séð sjónleik“.
„Aldrei séð sjónleik! Það er þó skrítið!“
„Ekkert skrítið, hr. Plimmins“, sagði bók-
salinn. „Hr. Morton hefir kynnst erfiðleikun-
um — réttu honum brauðsteikina á meðan að
hún er heit“.
Philip sat þegjandi og úrillur, en frekar þó
með fyrirlitning en hryggð, hlustaði hann á
þetta röfl í kringum sig með andúð og virti
fyrir sér hið óaðgengilega samfélag, sem að
hann átti nú að vera þátttakandi í. Hann var
ekki áfram um að koma sér í mjúkinn hjá því.
Hann hafði aldrei sótzt eftir slíku og kærði
sig ekkert um það. Það nægði honum að leit-
ast við að koma auga á eitthvað í framtíðinni,
sem lofaði honum fegurri degi, og farsælli von-
um.
Hvaða sorg er það, sem getur fryst vonir
sextán ára manns? eða spámannlegur ótti,
hvíslað að metnaðarkendinni: Þú ert heimsk-
ingi! Hann ætlaði sér að ryðja úr vegi öllum
torfærunum og hefja ástvinina sem heima
voru til efna ef ekki auðs og valda, og hann
leit fram á veginn frá sjónarhæð fimm skild-
inga (shillings) kaups á viku.
Herra Plaskwith leit á úr sitt og sagði: „Það
er tími til að fara ef þú átt að ná í póstvagn-
inn; hneigðu þig fyrir fólkinu og hafðu þig á
stað — flýltu þér, er orðið!“
Philip reis á fætur, tók hattinn sinn, hneigði
sig styrðlega fyrir fólkinu og fór út með bók-
salanum.
Frú Plaskwith varð rólegri undir eins og
að hann var farinn.
„Ég hefi aldrei séð sérkennilegri, villimann-
legri, ósiðfágaðri, ungan mann! Ég er bara
hrædd við hann. Hvílík augu að hann hefir“.
„Óvanalega dökk; ég mundi segja, að hann
hefði augu eins og flökkumenn (Gypsies)“.
„Hí! hí! þú ert alltaf svo orðsnjall, Plimm-
is. Eins og flökkumanna-augu, hí! hí! Það er
það, sem að hann hefir. Skyldi hann geta spáð
fyrir mönnum?“
„Það verður langt þangað til að hann getur
spáð nokkru fyrir sjálfum sér. Hæ! hæ!“ sagði
Plimmins.
„Hí! hí! Þetta var svei mér gott! Þú ert
svo skemtilegur, Plimmins“.
Á meðan að þessir sleggjudómar um Philip
fóru fram var hann sjálfur kominn upp á þakið
á póstvagninn og eftir að veifa hendinni
virðulega til framtíðar húsbónda síns, þaut
vagninn á stað skröltandi í moldryki og móðu.
„Það er ákaflega heitt í kveld, herra minn“,
sagði farþegi sem sat í sæti hægra megin við
Philip og reykti í ákafa úr stuttri þýzkri pípu,
sem hann hafði upp í sér og lagði reykinn fram-
an í Philip.
„Mjög heitt. Viltu vera svo góður og reykja
framan í manninn, sem situr hinu megin við
þið“, svaraði Philip önugur.
„Ó, ó,“ svaraði farþeginn og skellihló eins
og þeir einir er þróttmiklir eru geta hlegið.
„Þú reykir ekki ennþá; þú kemst upp á það
bráðum, þegar þú hefir kynnst áhyggjunum
og hugarraununum, sem að ég hefi orðið að
ganga í gegnum. Pípa, er sefandi, geðþekk
hressing! Bláu djöflarnir flýja fyrir heiðarlegu
andartaki hennar! Hún skerpir hugsunina —
hún opnar hjartað, og sá, sem reykir hugsar
eins og spekingur, og hagar sér eins og Sam-
verji!“
Philip vaknaði eins og af draumi við þessa
ræðu og leit snögglega á sessunaut sinn. Hann
sá mann risavaxinn og kraftalegan — herða-
breiðan, bringumikinn, ekki þó holdmikinn, en
eins mikinn ummáls eins og þeir, sem hold-
miklir eru, en hold hans voru vöðvar stæltir
eins og leikfimismannsins. Hann var í blárri
treyju hnepptri upp í háls, og hafði barðastóran
stráhatt á höfðinu, sem hallaðist út í vangan,
og gaf manninum órólegan svip, sem þrátt
fyrir hans glaðværð og glaðlyndi, benti á djarfa
og ákveðna skapgerð. Andlitið var í fullu sam-
ræmi við líkamsvöxtinn að því leyti að það
benti til andlegs þróttar, sem var full-fær um
að temja og ráða yfir miskunarlausu líkams-
afli; augun voru ljósleit og báru vott um yfir-
burða gáfur. Andlitssvipurinn hrjúfur, ein-
beittur og eftirtektarverður. Það var hugsana
afl og skap í augabrúnunum loðnu, rákunum
djúpu, nösunum víðu og í vörunum þykku,
sem alltaf voru á iði. Philip leit alvarlega og
fast hann, og maðurinn leit á Philip með sama
augnaráði.
„Hvað heldur þú um mig, ungi maður?“
spurði ferðafélagi Philips og setti reykjarpíp-
una aftur upp í sig. „Ég er myndarlegur maður
á að sjá, er ég ekki?“
„Þú virðist vera einkennilegur“.
„Einkennilegur! — Ég er þér ráðgáta eins
og að ég hefi verið fleirum. Þú getur ekki séð
í gegnum mig eins auðveldlega og að ég get
lesið þig. Á ég að geta til um skapgerð þína og
kringumstæður? Þú ert aðalborinn, eða eitt-
hvað í þá átt — ég heyri það á málfari þínu.
Þú ert fátækur, bláfátækur, ég sé það á gatinu
á treyjunni þinni. Þú ert stoltur, geðríkur, ó-
ánægður og þér líður illa — allt sé ég þetta á
andlitinu á þér. Það var af því að ég sá þetta
á andlitinu á þér, að ég talaði til þín. Ég leita
ekki eftir kunningsskap þeirra, sem ánægðir
eru, að fyrra bragði“.
„Ég á ekki von á því, því ef þú kynntist öll-
um þeim, sem ólánssamir eru, þá hefðir þú
nægilega stóran kunningjahóp“, svaraði Philip.
„Þú ert vitur umfram aldur þinn! Má ég
spyrja: Hvað hefst þú að?“
„Ekkert sem stendur“, svaraði Philip, stundi
við og roðnaði.
„Því aumkunarverðari ertu!“ hreytti mað-
urinn með reykjarpípuna úr sér og blés fram í
nefið. „Ég hefði haldið að þú værir ótaminn ný-
sveinn í höndum óvina þirtna“.
„Óvina! Ég skil þig ekki“.
„Með öðrum orðum planta, sem grær út úr
skrifborði lögfræðinganna. Ég skal gjöra grein
fyrir þessu betur. Það er ein tegund af köngu-
lóm, iðinn og verkgefinn áttfótungur, sem með
áreynslu heila síns (því að ég tel það óetað, að
köngulær hafi vel þroskaðan heila) riða sín
eigin net, og veiða sínar eigin flugur. Það er
önnur tegund af köngulóm, sem engan afkasta
þrótt hafa til að vefa sinn eiginn vef, þær
sveima því í kring til þess að leita sér eftir átu,
sem nágrannar þeirra hafa unnið fyrir og ráð-
ast á vefi þeirra, sem þeim eru minnimáttar,
þegar þær finna þá fulla átu, og elta eiganda
vefsins til holu sinnar, drepa hann og éta, ef
þær geta, en ef hann er of seigur skirpa þær
honum út úr sér, og setjast rólegar að vængjun-
um og fótleggjunum sem þær fundu í veiðivef
hans. Þessar köngulær kalla ég óvini — heim-
urinn kallar þær lögfræðinga!“
„Philip hló: „Og hverjar eru þessar fyrsta
flokks köngulær?“
„Heiðarlegar skepnur, sem viðurkenna opin-
berlega, að þær lifi á flugum. Lögfræðingarnir
hremma þær undir því yíirskyni, að þeir séu
að vernda þær. Þeir eru undursamlegar blóð-
sugur, þessir lögfræðingar, þrátt fyrir alla
hræsnina. Ha! ha! Hó! hó;“
Og maðurinn hló kok-hlátur, sem bar frek-
ar með sér illkvitni en ánægju, sneri sér við,
fór aitur að reykja pípu sína í ákafa, steinþagn-
aði og sat þannig á meðan að póstvagninn þaut
áfram eina míluna á eftir annari.
Philip var heldur ekki hneigður til sam-
ræðu. Umhugsunin um sitt eigið ástand og um
það hvað fyrir jér mundi liggja fyllti huga hans
og kæfði forvitni þá, sem að hann annars kynni
ap hafa haft á þessum einkennilega sessunaut
sínum. Hann hafði ekki smakkað mat frá því
snemma um morguninn. Áhyggjurnar höfðu
gjört hann tilfinningalausan fyrir hungri, þang
að til að hann kom til Plaskwiths, og þá vakti
praktin og allsnægtirnar viðbjóð hjá honuni.
Hann fann nú ekkert til hungurs, en var þreytt-
ur og máttvana. Svefn hans sem æskumaður-
inn getur svo illa án verið, hafði verið brotinn
og órólegur, og nú hafði hin fljóta ferð póst-
vagnsins og landloftið haft meiri áhrif á hann,
en að hann hafði orðið fyrir í marga mánuði,
svo að hann tók að syfja og í huga hans komu
fram óljósar myndir af heimili Plaskwiths og
stúlkunum þar, sem blönduðust saman við trén
sem dönsuðu fyrir augunum á honum meðfram
veginum og af brautinni sem lá eins og þráður
í gegn um landið. Höfuðið hneig ósjálfrátt ofan
á brjóstið á honum og varð honum þá það á,
að leita sér aðstoðar þar sem að hann fann
hana styrkasta og auðveldasta, svo að hann
hneig upp að öxl sessunautar síns. En farþeg-
inn, , þegar að hann fann þungan leggjast að
öxl sér, tók reykjarpípuna út úr sér, sem að
hann var búinn að fylla þrisvar, hreytti ein-
hverju út úr sér, og þegar það hafði engin á-
hrif, heldur jókst þunginn, eftir því sem dreng-
urinn sofnaði fastara, sagði hann ,í hvellum
rómi: „Heyrðu, ungi maður, ég borgaði ekki
far mitt til þess að þú hefðir mig fyrir kodda“,
og ýtti drengnum frá sér. Philip brá við og
hafði fallið út af hliðinni á póstvagninum ef að
félagi hans hefði ekki gripið hann með hraustri
hendi. „Rumskaðu, þú hefðir getað fengið
slæma byltu“, sagði hann.
Philip buldraði eitthvað á milli svefns og
vöku og leit á félaga sinn með augnaráði sem
var bæði ásakandi og auðmjúkt, svo að ferða-
félaga hans rann það til rifja, en áður en að
hann gat sagt nokkuð til afsökunar eða hug-
hreystingar, þá hafði Philip sofnað aftur, en
nú, eins og að hann hefði móðgast af aðfinsl-
unni hallaði hann höfðinu í burtu frá sessunaut
sínum, upp að, eða réttara sagt út að hliðar-
brúninni á vagninum upp að ofurlitlum kassa,
sem þar stóð á þaki póstvagnsins — sem var
hættulegur koddi, því að hann gat hrokkið út
af þakbrúninni við hverja snögga hreyfingu,
sem á vagninn kæmi og Philip með því ofan á
götuna.
„Vesalings drengurinn! — Hann er svo föl-
ur“, tautaði ferðafélagi Philips og hristi úr pípu
sinni og lét hana með gætni í vasa sinn. „Máske,
að þú hafir ekki þolað tóbaksreykinn, þú sýn-
ist vera veikur og magur“, og hann tók í hönd
drengsins. „Hann er kinnfiskasoginn! Og hver
veit nema það stafi frá skort á fæðu? Ó, ég var
þorpari. Hægan ökumaður, hægan! Talaðu ekki
svona hátt og fjandinn hafi þig“, hann íellur
vissulega út af, og hann lagði hendina gætilega
og varlega utan um mittið á Philip.
„Nú nú, að færa til höfuðið á honum; svona,
svona, þetta er gott“, og Philip hvíldi með höf-
uðið við brjóstið á ókunna manninum. Vesa-
lings auminginn! brosir nú; hann er máske að
hugsa heim til sín og um fiðrildin sem hann
elti þegar að hann var lítill — þeir dagar koma
aldrei aftur — aldrei — aldrei — aldrei! Ég
held, að vindurinn sé að snúast til austurs, hon-
um verður máske kalt“ — og maðurinn færði
höfuðið á Philip frá brjósti sér og að öxlinni,
hneppti frá sér yfirhöfn sinni og lét höfuð
drengsins aftur hníga að brjósti sér og vafði
kápulafinu utan um hann sofandi, en lét vind-
inn og næturloftið leika um brjóst sér því hann
var ekki í neinu vesti. Þannig vafinn að brjósti
þessa ókunnuga manns í höfgvi svefnsins
dreymandi ef til vill — á meðan að í hjarta ó-
kunna’ mannsins fór fram grimmilegt stríð, við
lífið og syndina.
VII. Kapítuli
Á meðal götulampaljósanna vagnaskrölts,
fólksfjölda og hávaða Lundúnaborgar vaknaði
Philip af værum svefni. Hann var hálf utan við
sig og ringlaður og sá ókunnuga manninn horfa
vingjarnlega á sig:
„Hefurðu sofið vel, drengur minn?“ spurði
ókunni maðurinn í hárri og hraustmannlegri
rödd sem tók yfir allan skarkalann.
„Þú hefir látið mér gjöra þér allt þetta ó-
næði!“ sagði Philip með meiri þakklætishreim
í röddinni og í augnaráði sínu heldur en að
hann hafði sýnt nokkrum öðrum, utan sinnar
eigin fjölskyldu.
„Þú hefir ekki átt við mikið vinarþel að
búa, drengur minn, ef að þér finnst svo mikið
til um þetta“.
„Nei — einu sinni voru mér allir góðir. Þá
mat ég það ekki“. Þegar hér var komið, var
póstvagninn að fara inn um hliðið fyrir framan
gestgjafahúsið.
„Hugsaðu vel um sjálfan þig, drengur minn!
Þú lítur veikindalega út“, og í hálfbirtunni tók
maðurinn 18 kr. gullpening og lagði hann í lóf-
ann á Philip.
„Ég þarf ekki á peningum að halda. Þó að
ég sé þér þakklátur, það væri svívirða að betla
á mínum aldri. En veistu af nokkurri atvinnu,
sem að ég gæti innunnið mér dálítið við? Það,
sem að þeir bjóða mér er svo lítið. Ég á móður
og bróður — barn að aldri, heima herra minn“.
„Atvinnu!“ endurtók ókunni maðurinn, og
þar sem vagninn var nú stansaður við gestgjafa-
húsidyrnar féll dyraljósið eða blik þess á and-
lið hans. „Já, ég veit af atvinnu; en þú ættir
að biðja einhvern annan að útvega þér at-
vinnu! Hvað mig snertir, þá er ekki líklegt að
við sjáumst nokkurn tíma aftur“.
„Mér þykir fyrir að heyra það! — Hver og
hvað ertu?“ spurði Philip.
„Ó, ég þekki fólk, sem kallar mig heiðarleg-
an mann“, mælti ferðafélagi hans og hló. „Taktu
atvinnuna sem þér býðst, hvað lítið sem að
kaupið er. Varastu alla óreiðu. — Góða nótt!“
Ókunni maðurinn fór tafarlaust ofan af þaki
póstvagnsins og á meðan að hann var að fá
vagnstjórann til að finna ferðatöskuna sína sá
Philip þrjá eða fjóra velbúna og broshýra menn
koma og fagna honum. Philip stundi við: „Hann
á vini“, tautaði hann fyrir munni sér, borgaði
fargjaldið og lagði einsamall á stað heim til
sín.
Viku eftir að Philip heimsótti Plaskwith i
R.— fyrst var hann sestur að hjá honum sem
nýsveinn og heilsu móður hans hafði svo átak-
anlega hnignað, að hún réði af að leita læknis
og fá að vita hispurslaust hvers að hún mætti
vænta. Læknirinn fór fyrst undan í flæmingi,
en þegar frú Morton sagði ákveðið: „Ég hefi
skyldum að gegna, og undir svari þínu eru ráð-
stafanir gagnvart börnunum mínum komnar —
ef að ég dey skyndilega öreigi". — Læknirinn
leit alvarlega á hana og sá að henni var alvara
og svaraði hreinskilnislega:
„Dragðu þá ekki að gjöra þínar ráðstafanir;
lífið er fallvalt alltaf — og sérstaklega verð ég
að segja það um þig; þú getur lifað nokkurn
tíma, en lífsþróttur þinn er lamaður. Ég er
hræddur um að það sé vatn í brjóstholinu á
þér. Nei, frú — það kostar ekkert, ég kem aftur
og lít á þig“. Læknirinn sneri sér að Sydney,
sem var að skoða úrkeðju hans og horfði stpð-
ugt á hann.
„Og þetta barn, herra!“ sagði móðirin, „ei
svo veiklulegt“, og gleymdi dómnum sem ny-
búið var að kveða upp yfir henni.
„Nei, alls ekki frú, hann lítur ágætlega út
drengurinn“, og læknirinn klappaði á kollinn
á Sydney og fór út.
„Ó, mamma, ég vildi að þú vildir taka þér
reiðtúr — ég vildi að þú vildir taka hvíta hest-
inn!“ tt
„Vesalings drengur! Vesalings drengur!
stundi móðirin upp. „Ég má ekki vera sín-
gjörn“. Hún tók höndunum fyrir andlitið og
sat hugsi.