Lögberg - 21.12.1950, Side 4

Lögberg - 21.12.1950, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. DESEMBER, 1950 Högberg GefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskrift rUitj&rant: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 104 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um 4rið—Borgist fyrirfram The "Lösber*” lg prlnted and publiehed by The Columbla Preea Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada. Authorlaed aa Second Claaa Mall, Poat Offioe Department, Ottawa Ræðo eftir Thor Thors sendiherra íslands í Bandaríkjunum og Canada fjandskap gegn Tryggve Lie vegna þess, að hann hefði tekið ákveðna afstöðu með yfirgnæf- andi meiri hluta Öryggisráðsins vegna hernaðaraðgerðanna í Kóreu og framkvæmt ályktun ráðsins með dugnaði, væri van- sæmd að því fyrir S. þ. að slík- ar hefndarráðstafanir gegn Tryggve Lie fengju framgang. Bandaríkin mundu .því beita neitunarvaldi sínu gegn hverju öðru framboði. Afstaða Banda- ríkjanna þótti mjög ákveðin, þar sem þau hafa aldrei beitt neit- unarvaldi sínu og þetta var í fyrsta sinn, sem þau hótuðu að béita því. Flutl yfir ríkisútvarpið 1. desember, og send islenzku vikublöðunum vestra til birtingar frá Washington. Góðir íslendingar: Allsherjarþihg Sameinuðu þjóðanna hefir nú stað- ið í meira en lu vikur og búizt er við, að það taki ennþá 2—3 vikur til að ljúka störfum þess. Mörg vandamál eru ennþá í athugun í nefndum, og fjöldi mála þarf enn að nijóta lokaafgreiðslu sjálfs Allsherjarþmgsins. En þegar kemur að miðjum þessum mánuði mun, ef að líkmdum lætur, órói taka að grípa fulltrúana og þeir að gjörast heimfúsir, svo að þeir nái að komast til heimili sinna út um víða veröld fyrir jól, enda eru flestir nú þegar orðnir leiðir á þvi að hlýða á stöðug ræðuhöld allan liðlangan daginn í ineira en tvo mánuði. Það hefir líka farið svo, að það eru sömu fulltrúarnir, sem halda sömu ræðurnar svo að segja í hverju máli dag eftir dag og viku eftir viku, og liggur við, að maður kunni þessar ræöur utan að og viti fyrirfram, hvað einstaka full- trúar ætla að segja í hverju máli. Það er nú rúmlega mánuður, síðan ég flutti í út- varpsávarpi nokkra greinargerö um það, sem gjörst hafói á Allsherjarþinginu fyrsta mánuð þess. Ég vil nú leitast við að skýra með nokkrum orðum fyrir íslenzku þjóðinni það helzta, sem gjörst hefir í ýmsum málum, er merkiieg eða söguleg megi teljast. Mér er þó að sjálfsögðu ljóst, að fregnir af þinginu berast daglega heim, bæði frá útvarpi Sameinuðu þjóðanna og með fréttaskeytum til blaðanna. Síðast þegar ég talaði heim, gat ég þess, að hin pólitíska nefnd þingsins hefði samþykkt tillögur um sameiginlegar friðarráðstafanir. Allsherjarþingið sam- þykkti þessar sömu tillögur hinn 3. nóvember, og greiddu 52 ríki þessum ákvörðunum atkvæði, þ. á m. ísland en aðeins 5 ríki, þ. e. a. s. Sovétríkin 3, Þólland og Tékkóslóvakía, greiddu atkvæði á móti þeim. í lok framsöguræðu miiinar vék ég að því, að tillögur þessar hefðu hið veglega heiti „Sameiginlegar friðarráðstaf- anir“ og að menn út um ailan heim tengdu miklar vonir við allar sannar og sameiginlegar friðarráðstafanir og fögnuðu þeim af heilum hug. Ennfremur lét ég í ljós þá von, aö þær ráðstafanir, sem gjörðar yrðu í fram- haldi af þessum samþykktum, yrðu ekki til vonbrigða og að hinar göfugu vonir manna um gjörvallan heim mættu rætast. í sérstakri ræðu, sem ég flutti sem fulltrúi íslands, lét ég þess getið, að íslenzka sendinefndin væri þessum ráðstöfunum fylgjandi, sem miða að því að styrkja S. þ. Þess vegna værum við því mjög fylgjandi, aö Allsherj- arþingið gæti þegar í stað gripið til ráðstafana, ef ófriðarhætta vofði yfir eða hætta væri á einhverri árás, enda hefði Öryggisráðið reynzt ófært til aðgerða í mál- inu. Það mætti aldrei koma fyrir, að S. þ. reyndust óstarfhæfar vegna sundrungar einstakra ríkja. Þess vegna vildum við að valdssvið Allsherjarþingsins yrði og það mætti koma saman með sem styztum fyrirvara. Hvað hins vegar snerti það ákvæði, að sérhver hinna S. þ. skyldi ætla nokkuð af herafla sínum til ráð- stöfunar S. þ., ef nauðsyn krefði, þá yrði íslenzka nefndin að sitja *hjá við atkvæðagreiðslu um það at- riði, þar sem ísland hefði engan her, eins og glögg- lega hefði verið tekið fram, þegar við gengum inn í S. þ. hinn 19. nóvember 1946. Um þá tillögu, að stórveldin skyldu enn á ný ræð- ast við og freista þess að leysa deilumál sín, kvaðst íslenzka’ sendinefndin vera þess mjög fús að greiða slíkri tillögu atkvæði, en við vildum benda á, að lítill árangur hefði orðið af samþykkt slíkra tillagna á fyrri þingum. í þetta sinn vonuðum við þó, að gagn og góður árangur hlytist af, enda biðu menn þess um allan heim með óþreyju og í einlægri von. Annað mál, sem mikla athygli vakti, var kjör aðal- forstjóra S. þ. Eins og kunnugt er, var Tryggve Lie upp- haflega kosinn til 5 ára, og rennur kjörtímabil hans út hinn 2. febrúar n.k. ÞaÓ er svo ákveðið í sáttmála S. þ., að aöalforstjórinn skuli kosinn af Allsherjarþinginu samkvæmt tillögum öryggisráðsins. Til samþykktar Öryggisráðsins þarf 7 atkvæði og þ. á m. atkvæði hinna fimm föstu meðlima, sem hafa hvert um sig neitunar- vald í ráðinu. Þetta eru Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Kína og Sovétríkin. Nú höfðu Sovétríkin lýst því yfir, að þau mundu aldrei greiða atkvæði með Tryggve Lie, og þegar fulltrúi Júgóslavíu bar fram tillögu um það, að hann yrði endurkjörinn til næstu fimm ára, hlaut sú tillaga 9 atkvæði, þ. e. a. s. öll atkvæðin, nema atkvæði Sovétríkjanna, sem þar beittu neitunarvaldi sínu, og atkvæði kínverska fulltrúans, sem sat hjá. Þó voru nokkrir aðrir tilgreindir, en þeir hlutu aðeins 4 atkvæði hver, enda höfðu sumir þeirra alls ekki gefið kost á sér til starfsins. Virtist svo sem Sovétríkin vildu samþykkja hvern sæmilegan mann, sem tilnefndur yrði, annan en Tryggve Lie. Bandaríkin tóku hins vegar þá afstöðu, að þar sem vitað væri, að Sovétríkin beittu Það þótti því fyrirsjáanlegt, að öryggisráðið gæti ekki leyst málið, og var því Allsherjarþing- inu falið að taka það til úrlausn- ar. Fór svo, að 14 ríki, þ. á m Bandaríkin, Bretland og Frakk- land, báru fram ályktun á Alls- herjarþinginu um, að skipa Tryggve Lie á ný sem aðalfor- stjóra til þriggja ára. Þessi til- laga var rædd í tvo daga af miklum hita á Allsherjarþing- inu, og var hún að lokum sam- þykkt með 46 atkvæðum, þ. á m. atkvæði íslands, gegn hinum venjulegu 5 atkvæðum Rússa- veldis og fylgiríkja þeirra. Vishinsky, fulltrúi Sovét-Rúss lands, lýsti því yfir, að þó svo færi, að Tryggve Lie yrði kjör- inn á þennan hátt, mundi stjórn Rússlands eigi viðurkenna hann sem löglegan aðalforstjóra S. þ. og engin skipti eiga við hann sem slíkan. Vishinsky talaði af mikilli ákefð í málinu og fórust honum m. a. orð á þessa leið: „Reynzlan hefir sýnt, að Tryggve Lie er ekki fær um að vera hlutlaus og óvilhallur. Hann getur ekki starfað sjálf- stætt og varizt annarlegum á- hrifum. Maður eins og Tryggve Lie gæti starfað í einkafyrirtæki, en ekki í slíkri ábyrgðarstöðu sem starf aðalforstjóra S. þ. væri. Tryggve Lie hefði borið kápuna á báðum öxlum og þetta viðurkenndu, þegar þeir töluðu í hreinskilni, sumir þeirra full- trúa, sem nú væru að drasla hon- um gegnum þetta framboð og þvinga honum upp á S. þ. Það væri augljóst, að hann væri nu í rauninni orðinn leiksoppur Bandaríkjanna og hefði glatað virðingu og trausti margra ann- arra meðlima S. þ. Yfir þessu væri ekki hægt að þegja, ef við létum okkur annt um álit og heiður S. þ. Það væri vitað, að ef Tryggve Lie væri endurkjör- inn, þá væri það samkvæmt fyrirskipunum Bandaríkjanna. Þessi aðferð væri ólögmæt og brot á sáttmála S. þ. Þess vegna sagðist Vishinsky lýsa því yfir samkvæmt fyrir- mælum frá ríkisstjórn sinni, að Sovétríkin mundu engin skipti vilja eiga við hann og ekki skoða hann sem aðalforstjóra S. þ.“ Tryggve Lie þakkaði kosningu sína og sagðist mundu leita vin- samlegrar samvinnu við sendi- nefndir og fulltrúa allra ríkja undantekningarlaust í næstu 3 ár. Það vakti athygli, að þennan sama dag, sem þessar hörðu og óvægilegu deilur höfðu verið háðar, hafði Malik, fulltrúi Sovétríkjanna hjá S. þ., boð inni til heiðurs Vishinsky utanríkis- ráðherra og kom Tryggve Lie þar ásamt konu sinni og dóttur. Þar tókust þeir þétt í hendur og brostu blíðlega, að því er virtist. Það er augljóst mál, að þar sem Öryggisráðið gat ekki kom- ið sér saman um neinn aðalfor- stjóra, varð Allsherjarþingið að leysa málið, því vitanlega geta S. þ. ekki starfað án einhvers forstöðumanns. þar sem hins vegar er ráðgert, að kjörtíma- bilið sé jafnan 5 ár, fór Alls- herjarþingið nú þá leið að fram- lengja starfstíma Tryggve Lie um þrjú ár. Miklar deilur urðu einníg um starf og framkomu aðalforstjór- ans í sambandi við tillögur hans, sem voru í 10 liðum, og nefndust „20 ára stefnuskrá til að koma á friði með S. þ.“ Þessar tillögur hafði Tryggve Lie s.l. vor lagt fyrir stjórnendur stórveldanna. Fór hann þá til Washington og átti tal við Truman forseta og Acheson utanríkisráðherra, til London og átti tal við Attlee forsætisráðAerra og Bevin utan- ríkisráðherra, til Parísar og tal- aði við Bidault forsætisráð- herra og Schuman utanríkismála ráðherra og til Moskva og talaði við Stalín forsætisráðherra og utanríkisráðherrana Vishinsky og Molotov. Tryggve Lie kom aftur til Lake Success í byrjun júní og var þá vongóður, og kvað hann sér alls staðar hafa verið vel tekið. Vildi hann nú vinna áfram að framgangi þessara til- lagna, sem sendar voru ríkis- stjórnum allra hinna S. þ. Vildi hann bíða eftir svörum víðsveg- ar að, en eitt hávært svar annars eðlis en Tryggve Lie í bjartsýni sinni hafði búizt við, barst skömmu síðar, það voru drunur fallbyssanna í Kóreu, og friðar- talið féll niður. Enn á ný skyldi þó reyna á friðarviljann, og voru því tillögurnar lagðar fyrir Alls- herjarþingið. Svör Ráðstjórnarríkjanna bár- ust skjótt í skarpri ræðu Vis- hinsky, þar sem hann endurtók, að Tryggve Lie væri aðeins sendisveinn Bandaríkjanna og hinar svokölluðu friðartillögur hans hefðu verið samdar í utan- ríkisráðuneytinu í Washington. Tryggve Lie svaraði því til, að tillögurnar hefðu eingöngu ver- ið sitt verk og hinna nánustu að- stoðarmanna sinna. Enginn óvið- komandi aðili hefði fengið að breyta þar staf eða kommu. Ein aðaltillagan var sú, að aðal ráðamenn þjóðanna skyldu sjálfir mæta öðru hvoru í Ör- iggisráðinu og þar leitast við að leysa vandamál þeirra. Sovét- ríkin kváðust ekki andvíg þeirri tillögu, en vildu koma þeim fleyg inn í, að fulltrúar hins kommúnistíska Kína skyldu eiga sæti í ráðinu, en það mál er nú í athugun hjá Allsherjarþinginu, hverjir skuli teljast löglegir full- trúar Kínaveldis. Ennfremur báru Sovétríkin fram breytingar tillögu út af atomorkunni, svip- aðs efnis og hið fræga Stokk- hólmsávarp. Hafði Allsherjar- þingið þó nýlega fellt samhljóða tillögu frá Sovétríkjunum og gjört aðra ákvorðun í málinu, sem síðar skal skýrt frá. Svo fór að breytingartillögur Rússanna voru allar felldar. En tillaga frá nokkrum ríkjum um það, að vísa ábendingum Tryggve Lie til hinna ýmsu stofnana S. þ. til frekari athugana og til ákvörð- unar næsta Allsherjarþings, var samþykkt með atkvæði 51 ríkis gegn hinum venjulegu 5 atkvæð- um Rússaveldis. Jafnframt fólst í þessari ályktun viðurkenning til Tryggve Lie fyrir viðleitni hans í þágu friðarins. Verður því eigi annað sagt en að aðalfor- stjórinn hafi unnið sigur og fengið mikla uppreist eftir allar ásakanir Sovétríkjanna í hans garð. Sovétríkin báru fram í póli- tísku nefndinni tillögur, sem þeir nefndu „Yfirlýsing um af- nám ófriðarhættu * og trygging friðar og öryggis meðal þjóð- anna“. Þessi yfirlýsing fól í sér ýmis ákvæði hins svokallaða Stokkhólmsávarps, eins og ég minntist á áður. Pólitíska nefnd- in kom með aðra yfirlýsingu, sem nefndist „Friður með dáð- um“, og hafa þær tillögur nu náð samþykkt Allsherjarþings- ins. 50 ríki greiddu þeim at- kvæði, en aðeins hin venjulegu 5 atkvæði Rússaveldis voru þeim andvíg. í þessum tillögum var m. a. fordæmd íhlutun ríkis í innan- landsmálefnum annarra ríkja og því lýst yfir, að árás, með hvaða nafni og í hverju formi sem væri, táknaði hinn alvarlegasta glæp gegn friði og öryggi í heim- inum. Ennfremur, að þjóðirnar skyldu vinna að því, að mæta sameiginlega hverri árás, hvar sem hún brytist út og að komið skyldi á alþjóðlegu eftirliti með atómorkunni innan vébanda S. þ., eins og áður hafði verið sam- þykkt af Allsherjarþinginu, með það fyrir augum, að geta full- komlega hindrað framleiðslu og notkun atómorkunnar til hern- aðar. Ennfremur skyldi öllum allsherjar vígvélum útrýmt og framleiðsla hernaðartækja og vígbúnaður minnkaður undir ör- uggu eftirliti S. þ. Loks var það, að þessum markmiðum yrði því aðeins náð, að allar þjóðir sýndu friðarvilja sinn í verki. Önnur tillaga, sem samþykkt var með öllum greiddum at- kvæðum, nefndist „Fordæming áróðurs gegn friði“. Þar var m. a. bent á það, að til að tryggja frið í heiminum væri nauðsynlegt að koma frjálslega fram fregnum af því, sem gerðist í heiminum til allra landa og allra þjóða. Heimurinn mun nú bíða þess með óþreyju að sjá, hvort allar þessar friðartillögur beri nokk- urn árangur. í framsöguræðu Framhald á bls. 8 JUMBO KAL Stærsta kál, sera þekkist 30 og jafnvel 40 pund. óviðjafnalegt viC margskonar borðhald. Ánægjulegt að sjá þennan gríðar ávöxt þrosk- ast, Sala Jumbo Káls 1 fyrra setti algerlegt met. (Pk. lOc) (eða 80c) póst fritt. vor stóra 1951 frœ og rœktunarbók Við viljum grípa þetta tækifæri til þess að árna vinum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og góðs, farsæls nýárs. Viðskipti okkar við íslendinga hafa jafnan verið ánægjuleg, og við vonum að þau aukist frá ári til árs hlutaðeig- endum til gagnkvæmra hagsmuna Phone 37 251 READY-MADE CONCRETE - COAL WOOD AND BUILDERS' SUPPLIES Winnipeg, Manitobo Erin and Sargent Avenue

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.