Lögberg


Lögberg - 28.12.1950, Qupperneq 1

Lögberg - 28.12.1950, Qupperneq 1
PHONE 21374 „ „ c^ca1*eTS A Complele Cleaning Instituiion PHONE 21 374 a \>‘r otU CU<lTlCT -*53*s ^ A Complete Cleaning Institution 63. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN. 28. DESEMBER, 1950 NÚMER 52 Eisenhower kjörinn yfirforingi Vesfur-Evrópu varnarherjanna Gestur forsetans Að afloknum fundinum í j Brussel, sem haldinn var í fyrri viku og utanríkisráðherrar og hernaðarsérfræðingar þ e i r r a þjóða, er Atlantshafs bandalag- ið mynda stóðu að, var gerð yfir- lýsing þess efnis, að hlutaðeig- andi þjóðir hefðu orðið á eitt sáttar um það, að koma á fót miljón manna her með það fyrir augum, að verjast yfirgangi og drottnunarstefnu rússneskra kommúnista hvað svo sem það kostaði; þá varð það og að ráði, að innifela þýzkar hersveitir í hinu nýja varnarbandalagi, án þpss þó að þær hefðu sjálfstæða hernaðarforustu með höndum. Lengi voru frönsk stjórnar- völd því mótfallin, að leitað yrði til Þjóðverja um hernaðarlegan styrk, en létu þó að lokum und- an síga vegna hinnar sameinin- legu hættu að austan; öllum þeim, er áminstan fund sóttu kom saman um það, að óhjá- kvæmilegt væri að velja mann til að hafa á hendi yfirstjórn hinna nýju sameiginlegu varnar- herja og voru þeir ekki lengi að átta sig á því hvert leita skyldi; var á það fallist í einu Tvenn dagverðarboð Nýlega efndi Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi til tveggja dagverðarboða, og var hið fyrra þeirra haldið í Royal Alerandra hótelinu til heiðurs við Dr. Pál Kolka, sem eins og vitað er, hefir heimsótt á vegum þess flest íslenzk bygðarlög í þessari álfu og getið sér hvar- vetna hinn bezta orðstír, enda er hann gáfumaður mikill og skáld gott; forseti Þjóðræknis- félagsins, séra Philip M. Péturs- son, hafði samkvæmisstjórn með höndum, og þakkaði Dr. Kolka með hlýjum orðum giftusamt starf hans í þágu félagsins, auk þess sem hann fyrir hönd þess, afhenti heiðursgefctinum dálitla jólagjöf. Dr. Kolka þakkaði fagurlega Þjóðræknisfélaginu vinsemd þess í sinn garð og árn- aði því framtíðarheilla. Hitt boðið var haldið í Fort Garry hótelinu í virðingarskyni við biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson og hans á- gætu konu, frú Guðrúnu Péturs- dóttur; hafði forseti Þjóðrækn- isfélagsins, séra Philip, þar einn- ig samkvæmisstjórn með hönd- um; mintist hann með fögrum orðum hins umfangsmikla menningarstarfs þessara kær- komnu gesta og ástúðar þeirra í garð íslendinga vestan hafs. v Séra Valdimar J. Eylands þakkaði biskupshjónunum ljúfa viðkynningu bæði heima á ís- landi og hér, ásamt hans ómet- anlega starfi til eflingar bræðra- bandinu meðal íslendinga aust- an hafs og vestan; þá þakkaði biskup af þeim hjartahita, sem jafnan einkennir mál hans, við- tökurnar vestra 1944, sem og handtökin hlýju, er hann nú í annari heimsókn sinni hefði mætt, ásamt frú sinni, en þetta væri hennar fyrsta heimsókn til íslendinga í þessari álfu; lagði hann ríka áherzlu á það, hve mikil menningarleg nauðsyn það væri fyrir báða aðilja, að treysta sem bezt brúna yfir hafið, og láta það verk aldrei niður falla. hljóði, að General D. Eisen- hower yröi til þessa mikla á- byrgðar- og vandaverks valinn; mun það nú fullráðið, að hann taki við yfirstjórn á öndverðu komanda ári. Rithandasafn Fyrir nokkrum misserum síð- an sendi Lárus S. Ólafsson á Akranesi bók eina mikla hingað vestur, með þeim tilmælum að Vestur-íslendingar rituðu nöfn sín í hana með eigin hendi, og gerðu grein fyrir uppruna sín- um og ætterni. Er hér um að ræða enn einn þátt í viðleitni áhugasamra ættbræðra okkar austan við hafið til að halda sam bandi við okkur Vestmenn, og hjálpa ættingjum heima til að öðlast upplýsingar um frændur og vini 1 fjarlægðinni miklu. Bók þessi er árituð af biskupi íslands, sem einnig mælir með því að bókin sé notuð samkvæmt þessum tilgangi. Bókin hefir leg- ið fyrir á ýmsum stöðum í Win- nipeg, og mun nú þegar hafa safnast í hana allmikið af nöfn- um. Síðast er ég vissi til var bókin í vörzlu þjóðræknisdeild- arinnar á Lundar. En það er ljóst að allir þeir sem gjarnan vildu láta skrá- setja sig í rithandasafn þetta, geta ekki náð til bókarinnar. Merkum öldruðum Islending, Mr. J. A. Vopna, í Kenville, Man., hefir hugkvæmst ráð til að bæta úr þessu. Leggur hann til að menn skrifi nöfn sín, ætt- færslu, athugasemdir, vísur og það annað sem þeim hugkvæm- ist á lausa miða, og sendi þeim sem bókina hefir með höndum til innfærslu, og sé hann svo límdur í bókina. Til þess að gera öðrum ljóst hvernig hann hugs- ar sér að gera þetta, hefir hann sent undirrituðum pappírsmiða með eftirgreindu í eigin handar skrift: „J. A. Vopni, f. 1. febr. 1868 að Ljótsstöðum í Vopnafirði. Jón Illugason, afi minn, var fæddur um aldamótin 1800; bjó hann lengst á Djúalæk, í Skeggja staðasókn í Langanessókn. Var hann sæmdur Dannebrogsorðu fyrir tuttugu ára hreppsstjórn. Hann dó 1882. Sonur hans og faðir minn var Jón timbur- meistari og hreppstjóri á Ljóts- stöðum í Vopnafirði, f. 1824 — d. 1888, en móðir mín var Arn- þrúður Vigfúsdóttir. Gjafir Drottins gáfust mér, gengi fram að byggja. Aldursmark mitt orðið er áttatíu og þriggja“. Þeir sem kynnu að vilja fara að dæmi Mr. Vopna, og senda miða fyrir Rithandasafnbókina, með upplýsingum um sjálfa sig, mega gjarnan senda þá til mín, og mun ég sjá um að þeir kom- ist á sinn stáð. Þess má geta að þegar búið er að fá bókina full- skrifaða, eða fylta á annan hátt, verður hún, samkvæmt uppá- stungu Lárusar, send Lands- bókasafninu í Reykjavík til geymslu. Valdimar J. Eylands. Fjárgreiðslur til bænda Vegna flóðanna miklu í Rauð- árdalnum á öndverðu síðastliðnu sumri, hafa bændum á áflæðis- svæðunum verið greiddir $950, 000 úr flóðsjóðnum svonefnda, og mun greiðslum svo að segja lokið. Heimsókn biskupshjónanna Hún verður okkur Vestmönn- um lengi minnisstæð, heimsókn biskupshjónanna, sem nú er ný- lokið, því þau lögðu af stað á þriðjudagsmorguninn suður til Chicago, en þaðan áleiðis til Mexico sem gestir dr. Árna Helgasonar ræðismanns íslands og frúar hans. Dr. Sigurgeir átti annríkt þá daga, er hann dvaldi hér um slóðir; hann heimsótti Elliheimilið Betel í för með Mr. og Mrs. J. J. Swanson og Mr. Herbert Hinrickssyni, og hann flutti prédikanir í báðum ís- lenzku kirkjunum hér í borg- inni við geisiaðsókn og mikla hrifningu, auk þess sem hann flutti ræður um þjóðræknismál. Vegna þess að Lögberg var svo að segja'fullprentað fyrir jólin, Kæri séra Valdimar. Nú er aftur orðin vík milli vina. Ég kom hingað heim 12 okt. eftir ágæta ferð um Banda- ríkin. Fór ég meðal annars eftir vesturströndinni frá Blaine til Los Angeles. Því miður komst ég þó ekki norður til British Columbia og langaði þó mikið til þess, en áætlunin var svo hörð, að hvergi mátti út af bregða. Alls staðar hitti ég Is- lendinga, unga og gamla, alls staðar tóku þeir mér vel. í Blaine kom ég á íslenzkan bóndabæ og borðaði þar nýja lifrarpylsu. Það þótti mér næsta merkilegt. í Seattle og San Fransisco var ég á samkomu landa, og hefði mig ekki grunað að þeir væru svo margir, sem raun bar vitni, á þeim slóðum. Ef ég hefði þaft vit á að skipuleggja ferðina bet- ur, hefði ég lokið mér af í Wash- ington, áður en ég kom til ykk- ar, en síðan farið vestur um Canada, en síðan suður um. Með því móti hefði ég getað farið víðar um og gefið mér betri tíma. > Seinustu dagana í New York kenndi ég mér einhvers innan- meins, og þrem dögum eftir að ég kom heim, varð ég að fara á spítala og láta skera mig upp. Var ég nokkuð lengi að ná mér, en má nú heita albata og tekinn við starfi mínu. Annars líður okkur öllum vel. Dóttir mín, Ingibjörg, sem varð stúdent í vor, var svo heppin að fá styrk til náms í Ameríku, og dvelst hún nú í St. Paul, Macalester College. Næsta sumar kemur hún svo heim, en gaman þætti leyfir rúm eigi frekari umsögn um heimsókn hinna tignu gesta að sinni, en í næstu viku mun birt verða ritstjórnargrein um megingildi heimsóknarinnar. Segir skilið við flokk sinn Mr. E. A. Brotman, er um síð- astliðin átta ár hefir setið í bæj- arstjórninni í Winnipeg sem full- trúi C. C. F.-flokksins fyrir 3. kjördeild, hefir kvatt flokkinn fyrir fult og alt; í bréfi til mið- stjórnarinnar lét Mr. Brotman þannig ummælt: „Vegna grundvallarlegs skoð- anamunar, sem skapast hefir milli mín og C. C. F.-flokksins, héfi ég ákveðið að segja skilið við flokkinn nú þegar og ætlast til að nafn mitt verði strikað út af meðlimaskrá hans“. mér, að hún gæti skroppið norð- ur fyrir línuna áður. Ef svo færi, er vísast, að ég leitaði til þín um að leiðbeina henni. Annars er þetta óráðið og óvíst, eins og margt annað nú á dögum. Oft verður mér hugsað til ykkar. Það er í fullri hreinskilni sagt, og oft minnumst við hjón- in ferðarinnar vestur og dval- arinnar hjá ykkur þar. Ég stríði Ragnhildi á því, að auk annars hafi hún silfurást á ykkur, og víst er, að hún hefir gaman af að sýna kjörgripina. Hitt er víst, að gestrisni og góðvildar ykkar hjónanna og annarra íslendinga, sem við kynntumst vestur þar, munum við lengi minnast, og satt að segja vildi ég óska, að ég ætti eftir að koma aftur vestur og sjá enn fleiri. Sennilega verð- ur þó ekki af því, en heimilt er mönnum að óska engu að síður. Nú bið ég þig þeirrar bónar að bera kveðju okkar hjónanna til meðnefndarmanna þinna í móttökunefnd, til Þjóðræknisfé- lagsins og í stuttu máli allra þeirra, sem við hittum. Ég verð þér mjög þakklátur, ef þú vildir biðja íslenzku blöðin um að skila þessari kveðju, aðeins stuttri kveðju, með alúðarþökkum fyr- ir viðkynninguna í sumar og beztu árnaðaróskum um farsælt komandi ár. Ykkur hjónunum, börnum ykkar og öllum vinum sendum við innilegustu jóla- og nýárskveðjur með dýpstu þökk fyrir hinar ógleymanlegu sam- verustundir í sumar. Þinn einlægur Pálmi Hannesson Eftirfarandi lýsing á Clement Attlee forsætisráðherra Eng- lands, birtist í ensku blaði 2. desember og var endurprentuð í Free Press: „Truman forseti tekur næsta mánudag á móti gesti, sem er einn hinn allra einkennilegasti maður í stjórnmálum heimsins nú á dögum. Það er Clement Richard Attlee, forsætisráð- herra verkamannastjórnarinnar á Englandi. Truman sér þar speglast að minsta kosti suma eiginleika sjálfs síns. „Clem“, eins og hann er altaf nefndur meðal jafnaðarmanna, er 66 ára gamall: Hann er ó- mannblendinn og stundum ná- lega sjálfslægjandi. En á bak við hina mildu framkomu hans er hann gæddur járnsterku vilja- þreki. Þeir sem bezt þekkja hann, segja að hann sé einhver á- kveðnasti maður í skoðunuum, sem þeir hafi kynst. Hann hefir sterka tauma sem leiðtogi á stjórn sinni, þrátt fyr- ir það að hana skipa menn gagn- ólíkra skoðana. Attlee er mildur í máli, vin- gjarnlegur, aðgengilegur og sanngjarn. En hann er líka stíf- pr eins og stál, þegar honum finst þess þörf. Jafnvel eldheit- ustu andstæðingar hans í stjórn- málum viðurkenna það að hann sé með afbrigðum einlægur. Hann hefir þá hæfileika sem til þess þarf að skera fljótt og óhikað úr vandamálunum. Mörg þau mál, sem verka- mannastjórnin hefir afgreitt, eiga rætur sínar að rekja til hans persónulega. Það var að þakka stjórnvizku hans og á- hrifum að: Indland, Pakistan, Ceylon og Burma hlutu sjálf- stjórn. Attlee er einnig gæddur þeirri gáfu að geta hrundið algjörlega úr huga sér stórum málum og mikilsvarðandi jafnskjótt og hann hefir afgreítt þau og taka tafarlaust til starfa í sambandi við önnur ný stórmál, sem fyrir lágu og ráðast á þau með heilum huga og óskiftum kröftum. Hann og kona hans, ásamt fjórum börnum þeirra (eins son- ar og þriggja dætra) hafa látið Úrskurður vegna járnbrauta- verkfallsins Eins og menn rekur mínni til, var R. L. Kellock dómari í hæzta rétti Canada, skipaður af sam- bandsstjórn til að skera úr þeim ágreiningi milli járnbrautar- þjóna og félaganna, sem leiddi til verkfallsins mikla í síðast- liðnum ágústmánuði; var þá aukaþing kvatt saman til að koma slagæð samgöngukerfis- ins í sitt upprunalega og eðli- lega horf; með því að deiluaðil- um lánaðist ekki að ráða fram úr ágreiningsefnunum, var full- valda gerðardómari skipaður og úrskurði hans urðu báðir aðilar að hlíta. Nú hefir gerðardómarinn birt niðurstöður sínar og falla þær í megin átriðum járnbrauta.r- þjónum mjög í vil; kaup þeirra hækkar um 7 cents á klukku- stund frá 1. september síðast- liðnum að telja, en frá 1. júní 1951 fá járnbrautarþjónar 40 klukkustunda vinnutíma fimm daga í viku í stað 48 án þess að kaup þeirra lækki við stytting vinnutímans; fólk, sem vinnur við hótel járnbrautarfélaganna fær 3ja centa hækkun á klukku- stund, en verður að vinna 48 klukkustundir á viku. sér takast það að gera númer 10 í Downing Str. að óbreyttu hversdagslegu heimili. Forsætisráðherrann gefur sig ekki mikið við skemtunum, en hefir þó sérstaka skemtun að smáhnatta leik; hann getur treyst minni sínu alveg eins og alfræðisbók í sambandi við þann leik. Sem ræðumaður er hann mis- jafn: stundum fremur áhrifalít- ill. Aftur á móti ef Rt. Hon. Winston Churchill eða einhver annar stórfiskur í andstæðinga- liði ráðast á hann, þá stendur hvorki á viðeigandi orðum né sárbeittri fyndni. Líkamlega er Attlee framur lítill vexti, sköllóttur. Hann Hann stenzt engan samanburð í útliti við Churchill, sem er persónugerfi Jóns Bola. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi „Jökulfelli" hleypf af stokkunum í Svíþjóð Þriðja skipi Sambands ísl. samvinnufélaga var hleypt af stokkunum í Oscarsham í Sví- þjóð í gær. Kona aðalforstjóra Samvinnu- sambands Svía, frú Linnea Jo- hannsson, gaf skipinu nafnið „Jökulfeir. „Jökulfell“, sem er 100 tonn dw., er frystiskip, búið nýtízku frystiútbúnaði og á að halda 20 stiga frosti. Rúmmál skipsins er ca. 60,000 cbf. Ganghraði þess er 13 mílur. Skipið er væntanlegt til af- hendingar Sambandinu á fyrri hluta næsta árs. Strangt verðlagseftirlit Þess er alment vænst, að í Bandaríkjunum verði þá og þeg- ar komið á fót ströngu verðlags- eftirliti með líku sniði og við- gekst í hinni síðari heimsstyrj- öld; var það Truman forseti, er reið á vaðið í þessu efni í hinni berorðu ræðu, er hann útvarp- aði frá hvíta húsinu í fyrri viku; brýndi hann þar fyrir þjóð sinni hve óumflýjanlegt það væri vegna hins uggvænlega við- horfs á vettvangi heimmálanna, að framleiðslan yrði aukin á öll- um sviðum svo sem framast mætti verða; ekkert annað en risaátök varðandi hergagna- framleiðsluna, gæti komið til mála, eins og nú hagaði til með yfirvofandi hættu á allar hliðar; lífsvenjur þjóðarinnar og alt, sem henni væri kært, krefðist þess að enginn lægi á liði sínu; þjóðinni yrði að lærast að spara, og hún mætti heldur ekki undir neinum kringumstæðum kippa sér upp við það, þó hún yrði að neita sér um eitt og annað, er hún fram að þessu hefði átt að- gang að hamlanalaust; frelsið væri þjóðinni fyrir öllu og um það yrði hún að standa órofa vörð. Aukin matvæli frá USA til Júgóslavíu Tilkynnt var nýlega í Belgrad, að gerður hafi verið samningur um auknar matvælasendingar frá Bandaríkjunum til Júgó- slavíu til viðbótar þeim mat- vælasendingum, sem áður höfðu tekizt samningar um. Var tekið fra mí tilkynningu júgóslavnesku stjórnarinnar, að Bandaríkin hefðu farið þess á leit í sambandi við þessa nýju samninga, að ekki yrði fækkað í her Júgóslavíu. Kveðja frá Reykjavík, 12. des. 1950

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.