Lögberg - 28.12.1950, Qupperneq 6
6
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BtLDFELL,, þýddi
Gat hún undir þessum dómi staðið sig við
að neita boði bróður síns? Trygði það honum
ekki að minsta kosti skjól og brauð? Þegar að
hún væri dáin gæti þá ekki bandið á milli bróð-
ursonarins og föðurbróðursins slitnað með öllu?
Mundi hann láta sér eins hugarhaldið um
drenginn þá eins og nú, þegar hún sjálf gæti
falið hann honum á hendur og beðið honum
verndar og varðveizlu? Með þessar hugsanir í
huga réði hún við sig með styrk þeim er móður
umhyggjan ein fær veitt, að senda drenginn
frá sér, síðustu lífsánægju og lífsgleði sína, og
að deyja ein — deyja alein!
VIII. Kapíluli
Kveld eitt eftir að herra Morton hafði lok-
að verzlunarbúð sinni, sat hann ásamt fjöl-
skyldu sinni í íbúð á bak við sölubúðina, frá-
skilinn en þó nærri hinu daglega starfssviði
hans. Heimilið var þægilegt, ánægjulegt, frið-
samt og tryggt. Líttu á raðirnar af þessum
verzlunarbúðum að kveldi til og ímyndaðu þér
þessa hópa af fólki glöðu og rólegu við mál-
tíðarborð sín að kveldi dags. Siður, sem að þeir
er hvorki vinna né spinna hafa aflagt. Settir á
milli tveggja öfga í lífinu er verzlunarmaður-
inn, sem ekki hættir sér út í fjárhættuspil sem
eru umfram efni hans og unir sér við reglu-
bundna verzlun og sæmilegan hagnað, með
nægum tíma til heilbrigðra líkamsæfinga, nægu
fé fyrirliggjandi til að annast hvert barn, sem
að bætist við fjölskylduna án þess að taka of
nærri sér, slíkann mann mega bæði þeir sem
hærra og lægra eru settir í mannfélaginu öf-
unda — ef að hið órólega hjarta mannanna
nokkurn tíma öfundar ánægju!
„Svo að drengurinn litli ætlar ekki að
koma?“ sagði frú Morton um leið og hún lagði
frá sér hnífinn og gaffalinn, sem hún var að
borða með og ýtti frá sér diskinum, sem vott
þess að hún væri mett.
„Ég veit það ekki. — Börn, farið þið að
hátta. Svona — svona, þetta dugir. Góða nótt!
Katrín sagði hvorki já eða nei. Hún sagðist
þurfa að hugsa um það“.
„Það var prýðilegt boð frá okkar hálfu;
sumt fólk kann aldrei að meta þegar því er
sómi sýndur“.
„Það er sannarlega satt, mín kæra, og þú
ert mjög skynsöm kona. Katrín sjálf hefði getað
verið heiðarleg kona, og það sem meira er,
mjög auðug kona nú. Hún hefði getað gifst hr.
Spencer, unga ölbruggaranum — ágætis manni
og vellauðugum!“
„Spencer! Ég man ekki eftir honum“.
„Nei, eftir að hún fór í burtu, þá hætti hann
við ölbruggaraverzlunina og fór 1 burtu. Ég
veit ekkert hvað af honum er orðið. Hann var
ákaflega skotinn í henni. Hún var óvanalega
falleg, hún Katrín systir mín“.
„Falleg, eins og fallegar gerast, hr. Morton“,
sagði kona hans, sem bar einkenni, eða merki
.bólunnar allákveðið á andliti sér. „Við eigum
öll mótlæti og reynslu að mæta; þetta er tára-
dalur og án guðs handleiðslu erum við ekki
annað en kalkaðar grafir“.
Herra Morton blandaði sér drykk af brenni-
víni og vati og færði stól sinn út í hornið, þar
sem að hann var vanur að sitja.
„Þú sást bréfið frá honum bróður þínum“,
sagði hann eftir dálitla þögn. „Hann gefur
Philip litla ágætan vitnisburð".
„Hjörtu mannanna eru næsta svikul“, sagði
frú Morton, sem eftir á að hyggja talaði fram
í nefið. „Biðjum til guðs að hann sé það, sem
að hann sýnist vera; en það sem mönnum er
í blóð borið kemur ævinlega út“.
„Við verðum að vona það bezta“, sagði hr.
Morton góðlátlega — og bætti svo við: „Settu
annan sykurmola í glasið hjá mér“.
„Ég held að það sé lán að hinn litli drengur
skyldi ekki koma til okkar. Ég á von á, að
honum hafi ekki einu sinni verið kent kverið
Svo veit fólk ekki hvað það er að vera móðir.
Og þar fyrir utan hefði það verið óþægilegt,
hr. Morton, við hefðum aldrei getað sagt hver
að hann var, og ég er ekki í minsta efa um,
að ungfrú Pryinall hefði eitthvað viljað um
það segja, því að hún hnýsist inn í allra einka-
mál“.
„Fjandinn hafi ungfrú Pryinall!" Hr. Morton
áttaði sig, saup ærlega á glasinu og bætti við:
„Ungfrú Pryinall er með nefið ofan í hvers
manns dalli“.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1950
„En hún kaupir nokkuð af lérefti og gjörir
mikið gott í bænum; það var hún sem kom upp
um frú Giles, að hún væri ekki betri en hún
ætti að vera“.
„Vesalings frú Giles! — Hún kom á fátækra
heimili".
„Vesalings frú Giles, ja, hérna! Ég furða mig
á, hr. Morton, að þú sem ert giftur og átt börn,
skulir segja vesalings frú Giles!“
„Mín kæra, þegar fólk, sem hefir verið efnað,
kemur á fátækra-heimilið, að þá sé engin goðgá
að kalla það fátækt — en það gjörir hvorki til
né frá, ef að drengurinn skyldi koma til okkar
þá verðum við, að hafa vakandi auga á ungfrú
Pryinall".
„Ég vona, að hann komi ekki, — það yrði
mjög óþægilegt, og þegar að maður hefir konu
og fjölskyldu, því minna sem hann skiptir sér
af öðru fólki og börnum þess því betra. Því
ritningin segir, að hann eigi að halda sig að
sinni eigin konu . . . .“
Þegar hér var komið var barið að dyrum
og frú Morton endaði með: „Hver getur það
verið á þessum tíma? Þegar allir eru komnir í
rúmið? Farðu Morton og sjáðu hver það er“.
Dálítið seint og hikandi reis hr. Morton á
fætur, gekk fram að hurðinni og opnaði dyrn-
ar, stutt og hljótt samtal átti sér stað milli hans
og þess sem úti var, en frú Morton stóð óróleg i
ganginum með ljós í hendinni.
„Hvað gengur að, hr. M.?“
Herra Morton sneri sér við í allmikilli geðs-
hræringu: „Hvar er hatturinn minn? Ó, hann
er þarna. Hún systir mín er komin á gistihúsið“.
„Ja, hamingjan! Hún hefir þó /ekki farið
að segja frá, að hún væri systir þín?“
„Nei, nei, hérna er nótan frá henni — hún
kallar sig konu, sem er illt. Ég kem bráðum
aftur“.
„Hún getur ekki komið hingað — hún skal
ekki koma hingað, hr. M. Ég er heiðarleg kona
— hún getur ekki komið hingað. Skilurðu
það . . . .“
Hversdagslega var hr. Morton alvarlegur
maður og svipharður — svipharður við alla
nema konuna sína. En hinn hörkulegi tónn
hennar í þetta sinn skar hann bæði í eyra og
hjarta og það kom reiðisvipur á andlit hans.
„Sussu! Kona, þú ert tilfinningalaus!“ sagði
hann, tók hatt sinn keyrði hann ofan á augu
og fór út úr húsinu.
Þetta var í eina skiptið, sem hr. Morton
hafði svarað konu sinni hörkulega, og hún
varðveitti það svar í hjarta sér og huga, því
að það stóð í sambandi við systurina og barnið,
og hún var kona, sem aldrei fyrirgaf.
Herra Morton gekk hratt eftir götunni, sem
tungli ðlýsti upp, þangað til hann kom til gest-
gjafahússins. Samkoma var haldin það kveld
í sal á neðra lofti hússins, og þegar Morton
gekk inn gang þess, heyrði húrra-hrópin og
glamrið í glösunum eins og verið væri að fagna
honum. En hann var stífur, alvarlegur og virð-
ingarverður maður — maður, sem aldrei, nema
um kosningar — hann var mikill stjórnmála-
garpur— og blandaði sér ekki inn í athafnir
slíkra gárunga. Hávaðinn og staðurinn var hon-
um jafn ógeðfelt. Hann stansaði og roðnaði út
að eyrum. Hann fyrirvarð sig fyrir að vera
þarna staddur — fyrirvarð sig fyrir að þurfa
að mæta allslausri systur sinni, og að hann hélt,
afvegaleiddri.
Lagleg og kafrjóð veitingastúlka mætti
honum í ganginum með bakka í höndunum, sem
vínglösum var raðað á.
„Það kom kona hingað með póstvagninum
í dag“.
„Já, herra, hún er í herbergi númer 2, uppi
á lofti, hr. Morton".
Herra Morion! Hann fyrirvarð sig fyrir að
heyra nafn sitt nefnt.
„Það er satt, sem að konan mín sagði“,
muldraði hann fyrir munni sér. „Þetta er ó-
huggulegra, en að ég bjóst við“.
Hann gekk upp stigann, sem að hristist undir
þunga hans. Gekk að dyrunum á herbergi núm-
er 2 og opnaði þær. Katrín, sem að hann hafði
síðast séð í fullum blóma æsku sinnar, sextán
ára, sönn eftirmynd gyðjunnar Hebe, nema
hvað Katrín var þá þóttafyllri, — en sú Katrín,
sem að hann sá nú, var ellileg, þó hún væri
enn ekki komin af æskuárunum, föl og mögur,
hárið, sem var dökkt, silfurgrátt, kinnfiskasogin
og blik augnanna, sem var eins og blik sólarinn-
ar, fölnað. Þessi Katrín reis á fætur og lagði
handleggina um háls bróður síns.
„Guð blessi þig bróðir minn! Þú varst vænn
að koma! Það er langt síðan að við höfum sést!“
„Sestu niður Katrín, kæra systir. Þú ert
alveg máttlaus — óskaplega ertu breytt —
óskaplega. Ég hefði ekki þekt þig“.
„Bróðir, ég kom með drenginn minn. Það
er sárt að skilja við hann — óendanlega sárt:
En það er rétt og verði guðs vilji. Hún sneri
sér við á meðan að hún sagði þetta í áttina til
einhvers sem líktist legubekk, sem virtist vera
eins og falinn í dimmasta horninu í herberg-
inu, sem var lágt og óhuggulegt og Morton
fylgdi henni þangað. Með annari hendi lyfti
hún sjalinu, sem hún hafði breitt ofan á hann
og studdi fyrsta fingrinum á hinni hendinni á
varir sér — varir’, sem brostu þá lítið eitt —
og sagði í hljóði: „Við skulum ekki vekja hann,
hann er svo þreyttur. En ég vildi ekki láta
hann í rúmið fyrri en að þú sæir hann“.
Og þarna svaf vesalings Sydney með hand-
legginn undir kinninni, hárið, silkimjúkt, strok-
ið frá sviphreinu enni og augnabrúnum, hinn
eðlilegi fegurðarsvipur aukinn af hlýindunum
og ferðinni; ró og friður hvíldi yfir andliti
drengsins, andadráttur hans var eðlilegur og
reglulegur.
Morton dró hendina um augu sér. Það vár
eitthvað angurblítt í samanburði á milli hinn-
ar athugulu og einmana konu og drengsins, sem
svaf þarna í ró og næði. Hvaða kristinn mað-
ur, sem er gæddur ofurlitlu af kristilegu um-
burðarlyndi — af eðlilegri velvild mundi á
þessu augnabliki láta sér til hugar koma, að
heimsdómurinn um þessa konu væri sannur,
og haldið á lofti ímyndaðri misgjörð Katrínar?
Það er svo guðleg helgi í móðurkærleikanum,
að það skiptir engu máli hvernig að band það,
sem bindur móðurina við barnið, er myndað;
hún verður eins og vígð og helguð, og það sem
á undan er gengið gleymt, og heimurinn og
dómur hans skafinn burt, þegar hann stendur
andspænis slíkri móðurást — hún ein er sýni-
leg; og guð, sem vakir yfir þeim smáu og hefir
velþóknun á mannlegum umboðsmönnum, sem
eiga kærleik hans í brjósti sér og gjöra vilja
hans!
„Þú verður góður við hann — verðurðu
ekki?“ sagði frú Morton, og þessi spurning var
sett fram eins og með öruggu trúnaðartrausti
og hreimglöðum tón, sem faldi í sér: „Hver
mundi ekki vera góður við svona laglegan og
hjálparvana dreng?“ „Hann er viðkvæmur og
þægur og þú munt ekki þurfa að vera hastur
við hann — aldrei! Þú átt börn sjálfur, bróðir“.
„Hann er fallegur drengur — gullfallegur!
Ég skal ganga honum í föðurstað;“
Þegar að hann sagði þetta — minntist hann
konu sinnar úrillrar, nöldrunarsamrar og harð-
úðugrar, en hann sagði við sjálfan sig: „Hún
verður að aðhyllast þennan dreng, — kvenfólk
sækist alltaf eftir fegurðinni“.
Hann beygði sig ofan að legubekknum og
kysti Sydney á ennið. Frú Morton breiddi
sjalið aftur ofan á hann og fór með bróður
sinn í hinn endann á herberginu.
„Og nú verð ég að sjá konuna þína, bróðir“,
sagði frú Morton og roðnaði. „Það er svo margt
að segja um barn, sem að konur geta aðeins
hugsað út í. Er hún geðgóð og blíð, konan þín?
Þú veist að ég hefi aldrei séð hana. Þú giftist
henni eftir — eftir að ég fór“.
„Hún er virðingarverð kona“, sagði hr. Mor-
ton og ræksti sig, og átti peninga, hún er ein-
ræn eins og flestar konur eru, en það er hvorki
hér né þar — hún er góð eiginkona, eins og
eiginkonur gerast; ráðsett og nákvæm. — Ég
veit ekki hvað ég mundi gjöra án hennar“.
„Bróðir, einnrar bónar verð ég að biðja þig,
— mjög áríðandi bónar“.
„Allt sem að ég get gjört í sambandi við
peninga“.
„Það er ekki í neinu sambandi við peninga.
Ég gét ekki lifað lengi — hristu ekki höfuðið. —
Ég get ekki lifað lengi. Ég er ekkert hrædd um
Philip, hann er kjarkmikill — og sterkbyggður
andlega og líkamlega — en barnið þarna! Ég
get ekki skilið við það, að fullu, lofaðu mér að
vera hér í bænum — ég get fengið mér her-
bergi ein einhversstaðar, aðeins að ég geti séð
hann við og við og verði ekki of langt í burtu,
ef að hann skyldi veikjast — lofaðu mér að
vera hérna og deyja hérna!“
„Þú mátt ekki tala svona — þú, sem enn ert
ung — yngri en ég, og ég er ekki að hugsa um
að deyja“.
„Hamingjan forði þér frá því! en . . . .“
„Jæja, jæja, tók hr. Morton fram í, sem var
farinn að verða hræddur um, að viðkvæmnin
mundi koma sér til að lofa einhverju, sem að
konan hans leyfði honum ekki að halda. Þú
skalt tala við Margréti — það er frú Morton. —
Ég skal fá hana til að koma og tala við þig —
já, ég held, að ég geti komið því til leiðar, og
ef að þú getur samið við hana um að vera hér —
en þú skilur, að hún kom með peningana, og
svo er hún meira en lítið vandfýsin kona“.
„Ég skal sjá hana, þakka þér fyrir — þakka
þér fyrir; hún getur ekki neitað mér um þetta“.
„Eftir dálitla þögn tók frú Morton aftur
til máls og sagði í ákveðnum og einbeittum
rómi: „Er það mögulegt, bróðir, að þú, eins og
aðrir rengi sögusögn mína — að þú, eins og
þeir, haldir að börnin mín — drengirnir mínir
séu synir svívirðingarinnar?“
Það var einlægur sannleikshreimur í rödd
Katrínar þegar að hún sagði þetta, sem að
hefði getað sannfært marga. En hr. Morton
var maður sönnunargagnanna, praktískur mað-
ur — maður, sem trúði á óskeikulleik laganna,.
og að það, sem ekki varð sannað lagalega væri
aldrei satt. Hann leit niður fyrir sig um leið og
hann svaraði:
„Ég held, að þú hafir orðið fyrir illri með-
ferð, Katrín og það er allt sem ég get sagt 1
þessu sambandi. Látum okkur því tala um
eitthvað annað“.
„Nei! Ég varð ekki fyrir neinu slíku. Mað-
urinn minn — já, maðurinn minn var veglynd-
ur og göfugur frá því fyrsta til þess síðasta.
Það var vegna barnanna hans — vegna hlunn-
inda þeirra, sem þau gátu vonast eftir frá föð-
urbróður hans, að við héldum giftingu okkar
leyndri. Ásakaðu ekki Philip — dæmdu ekki
dauðan mann“.
„Ég vil ekki dæma neinn“, sagði hr. Morton
nokkuðstyggur; „ég er algengur maður —
verzlunarmaður og verð að haga mér eins og
menn í minni stétt álíta að sé heiðarlegt og rétt,
sem að ég get ekki fallist á að hr. Beaufort hafi
gert, hvað sem að þú segir um það. Ef að hann
giftist þér eins og að þú heldur fram að hann
hafi gjört, hvernig á þá að skilja það tiltæki
hans að senda vitnin í burtu, að eyðileggja gift-
ingarvottorðið og deyja svo, án þess að gjöra
erfðaskrá. En þetta er hvorki hér eða þar. Þú
gjörðir alveg rétt í að taka ekki upp Beauforts
nafnið, sökum þess, að það er sjaldgæft nafn
og mundi hafa haldið þessari sorgarsögu á lofti.
Þess minna sem sagt er, því fyr fyrnist yfir.
Þú verður alltaf að ganga út frá því, að börnin
þín verði kölluð eðlileg börn og að þau verði
að ryðja sér sjálf veg. Með því er enginn skaði
skeður! Það hefir verið heitur dagur fyrir þig
til að ferðast“.
Katrín varp öndinni og þurkaði tárin af aug-
um sér; hún ásakaði ekki heiminn lengur, þegar
að sonur hennar eigin móður trúði henni ekki.
Systkinin töluðu saman um stund — um
liðna tíð, um yfirstandandi tíma; en þau voru
vandræðaleg og óopinská bæði, því erfitt var
að halda sér frá umtalsefninu, sem huga þeirra
hreif mest, og eftir sextán ára fjarveru voru
umtalsefnin fá sem báðum voru sameiginleg,
jafnvel þeim sem léku sér saman við kné for-
eldra sinna. Að síðustu var hr. Morton feginn
að finna ástæðu til að binda enda á samfund-
inn og notaði þreytu Katrínar sem ástæðu til
að slíta honum.
„Hertu upp hugann og fáðu þér eitthvað
heitt, áður en þú ferð að hátta. Góða nótt“, voru
síðustu orðin hans.
Langt var samtalið, sem að þau hr. Morton
og frú hans áttu, þegar að hann kom heim til
sín og lengi beið hjónarúmið þá nótt. Fyrst af-
tók sú heiðurskona , að hafa nokkur mök, eða
eiga nokkurt. samtal við Katrínu, og aftók með
öllu að hún kæmi á hennar heimili. En með
sjálfri sér réði hún þó við sig að eiga tal við
hana, því hún vissi, að með því að gefa eftir
í einu atriði, þá gæti hún staðið fastara gen
öðrum — svo sem því, að Katrín settist að þar
í bænum; slík tilslökun á einu atriði til þess
að geta betur staðið á mqti öðrum er mjög al-
geng og slungin aðferð giftra kvenna. Og þeg-
ar frú Morton gekk allt í einu inn á að fara
eftir þrábeiðni manns síns sagði hún: „Jæja,
vesalingurinn! Ef að hún er svona veik, og þér
er svona annt um þetta, þá skal ég fara og sjá
hana á morgun“. Það var eins og ástæðurnar,
sem kona Mortons hafði fært fram, yrðu ljósar
og hefðu meiri áhrif á Morton fyrir þessa til-
slökun konu sinnar. Hann var stjórnmálamað-
ur — átti marga óvildarmenn. Sagan um hvern-
ig að systir hans var tæld og gleymd yrði á-
reiðanlega endurvakin. Það yrði ógeðþekkt fyr-
ir hann sjálfan, gæti orsakað verzlunarlegt tap
og hlyti að verða meira en lítið óþægilegt fyrir
elztu dóttur hans, sem væri nú þrettán ára og
svo yrði þá óhugsanlegt að framkvæma þær
fyrirætlanir, að segja fólki að Sydney væri
hj ónabandsbarn, en hefði mist foreldra sína,
sem hefðu verið fjarlæg skyldmenni, og svo
yrði það hvalreki á sagnlistarfjörur ungfrú
Pryinall. í viðbót við allar þessar ástæður var
ein, sem Morton sjálfur bætti við og sem ekki
var áhrifaminni en hinar, og hún var, að hin
óeðlilega og miskunarlausa stífni konu sinnar
mundi koma konum bæjarins til að henda á
lofti hvað eina er þær gætu náð í og lækkað
gæti hugmynd hennar um hina alfullkomnu
yfirburði sína. Þar við bættist, að honum var
ljóst, að ef Katrín yrði kyr, að þá mundi það
vekja ævarandi heimilisstríð, en hann var einn
þeirra sem vildi fá að vera í friði og ró og kom-
ast hjá öllum heimiliserjum að svo miklu leyti
sem hann gat. Og þannig stóð málið, þegar þess-
ar giftu persónur sneru bökum saman í rúm-
inu og fóru að sofa. Friður var saminn og frið-
ar skilmálar settir, og veikari aðiljinn eins og
vanalegt er var fyrir borð borinn til hagsmun-
ar fyrir hið sameiginlega afl.
Eftir morgunmáltíðina daginn eftir hélt frú
Morton á stað ásamt manni sínum, sem leiddi
hana. Hr. Morton var myndarlegur maður,
svipmikill, alvarlegur, stilltur og strangur, og
höfðu þessir eiginleikar aukið álit hans í bæn-
um.
Frú Morton var lág vexti, grannvaxin og
beinaber. Hún hafði náð í mann sinn með sér-
stökum eftirgangsmunum. Að maður minnist
ekki á peningana, sem að hún átti, er gerðu
honum mögulegt að auka verzlun sína — byggja
framan við verzlunarhúsið, kaupa vörur og
sækja fram í fremstu röð verzlunarmanna í
bænum. Hann hélt að hún ynni sér enn af
heilum hug — algeng hugsunarvilla hjá giftum
mönnum, einkum þeim, sem við konuríki eiga
að búa.