Lögberg - 28.12.1950, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1950
7
Þegar Póska-Björgin fórst við bæjarvegginn
að læra að lesa og síðan kverið
uppi í rúminu, því engin stund
EG ER FÆDDUR í Kaldárholti
í Holtahreppi, Rangárvalla-
sýslu, 17. nóvember 1866, sonur
Daniels Þorsteinssonar bónda
þar og Vilborgar Jónsdóttur írá
Skálmholti. Höfðu forfeður min-
ir búið mann fram af manni í
Kaldárholti, og má rekja þá ætt
í beinan karllegg til Torfa í
Klofa og Lofts ríka á Möðruvöll-
um.
Þegar ég var 4 ára var byrjáð
að kenna mér að þekkja stafina.
Þegar pabbi kom inn frá gegn-
ingum á kvöldin, tók hann mig
á hné sér og sýndi mér stafrof-
ið. En engan greinarmun gerði
hann á a og á, ð og d, i, í og j, o
og ó, u og ú, y og ý. Þessir stafir
hétu hjá honum á, d, í, ó, ú og ý.
Þegar ég hafði svo lært að þekk-
ja stafina, og átti að fara að setja
þá saman í orð og kveða að, þá
urðu sum orðin skrítin í fram-
burði, t. d.: íeg óg gúd (ég og
guð), þád er ád (það er að) o.
s. frv. Þetta kunni ég illa við,
og smám saman lærðist mér að
kveða rétt að. Og þegar ég var
6 ára var ég farinn að lesa sög-
ur upphátt á kvöldin fyrir fólk-
ið.
Tvær gamlar konur voru á
heimili mínu, föðuramma mín á
áttræðisaldri og önnur kona jafn
gömul; hafði hún lengi verið hjá
afa og ömmu og var látin njóta
þess í ellinni. Þessar gömlu kon-
ur kendu okkur bræðrunum
marga fallega sálma, vers og
kvæði. Þessum sálmum og kvæð-
um raðaði ég svo jafnharðan og
ég lærði þau, út um tún og uppi
í heygarði, og þar var ég fljótur
að finna þau þegar gamla konan
fór að hlýða mér yfir.
Afi minn, sem var um áttrætt,
stóð’alla vökuna uppi við grút-
arlampa í baðstofunni við að
skera út lok á öskjur eða sverfa
skónálar. Smíðaði hann mikið af
þessu á hverjum vetri, en fór á
vorin út um sveitir til að selja
það. Öskjurnar voru smíðaðar
þannig, að þunt girði var haft í
belginn, beygt í hring og tegtt
vel saman. Svo var látinn botn
í og lok yfir, útskorið með alls-
konar flúri. Þetta voru þægileg
smjörílát bæði heima og heiman
í ferðalög. Askjan kostaði það
sem hún tók af smjöri, þetta frá
1—5 merkur.
Það var siður þá, að flest, sem
þurfti til heimilis, var smíðað
heima, svo sem: mjólkurfötur,
vatnsfötur, þvottabalar, koppar
og kyrnur, askar, kistlar, skrín-
ur, heylaupar, kláfar, klyfberar,
vefstólar, orf og hrífur, sleifar,
ausur og matspænir. Leysti fað-
ir minn þetta verk af hendi, þeg-
ar hann hafði stund afgangs frá
öðrum störfum. Þegar fór að
lengja dag fór hann í smiðju og
smíðaði hestajárn, hestskónagla,
sláttuljái, kengi og hespur. Það
var feikilega mikil vinna, sem
fór í smíðar á stóru heimili.
Á kvöldvökum vory altaf lesn-
ar sögur eða kveðnar rímur og
vakað þangað til sjöstjarnan var
komin í nónstað, því að engin
var klukkan til að fara eftir. Eg
var víst orðinn 8 ára þegar
klukka kom á heimili okkar, og
olíulampi um líkt leyti. Fram að
þeim tíma hafði verið notaður
lýsislampi og bar heldur daufa
birtu. Eg man þau viðbrigði þeg-
ar olíulampinn kom og hvað
okkur fanst það dýrlegt að hafa
svo bjart ljós.
1 Kaldárholti var tvíbýli og
börn á báðum bæum. Á vetrar-
kvöldin lékum við okkur í
rökkrinu a skautum og leggjum,
og þar sem svellbunki var í hól-
brekkunni, var farið á sleða.
Sleðinn var kýrhauskúpa og
bundin á torfa. Á þessu runnum
við með fleygihraða, og þótti
gaman.
Þegar ég var á 10. ári lagðist
móðir mín banaleguna og lá
þungt haldin í fulla þrjá mán-
uði. Það var sullaveiki, sem að
henni gekk. Daginn sem hún dó
átti ég eins og vant var að reka
ærnar á haga; þetta var á ein-
mánuði. Faðir minn var þá í
Jóhann V. Danielsson kaup-
maður var byrjaður á því að
rita endurminningar sínar
skömmu áður en hann lést.
En ekki auðnaðist honum að
Ijúka þeim, og eru sumir
kaflarnir varla meira en
minnisgreinar. Aftur á móti
hafði hann gengið frá bem-
skuminningum sínum og
lýsingu á uppvaxtarárunum.
Er margt af því fróðlegt til
samanburðar á kjörum
manna þá og nú.
Bakkaferð, svokallaðri slógferð,
að sækja fisk, gotu og kútmaga
til heimilisins. Áður en ég fór
út um morguninn kallaði
mamma á mig og bað mig að
koma til sín, því að hún ætlaði
að kveðja mig; það væri ekki
víst að hún sæi mig framar. Eg
gekk til hennar og kysti hana
og fór svo. Þegar ég kom inn um
hádegið var hún dáin. Það er
ekki unt að gleyma slíkri móð-
ur. Mér hefur altaf fundist hún
vera hjá mér, þegar eitthvert
mótlæti eða sorg hefur steðjað
að mér í lífinu, og huggað mig
með kærleika sínum. Þegar fað-
ir minn kom heim og Kristín
Egilsdóttir, húsfreyja í austur-
bænum, sagði honum andláts-
fregnina, bað hann guð að hjálpa
sér og hneig niður. Það varð að
styðja hann inn að líkbörunum.
Því atviki hef ég ekki getað
gleymt.
Þegar ég var 13 ára hafði ég
ekki fengið neina tilsögn í reikn-
ingi, ég bað pabba að kenna mér,
en hann kvaðst ekki hafa neinn
tíma til þess; hann skyldi nefna
það við síra Benedikt að kenna
mér reikning áður en ég yrði
fermdur. Svo var það löngu
seinna, að pabbi kom heim seint
um kvöld og segir við mig:
„Jæja, drengur minn, nú er best
að þú farir í býtið í fyrramáiið
austur að Guttormshaga til síra
Benedikts að læra reikning.
Hann tekur á móti þér, ég talaði
um það við hann í dag“.
Eg var kominn að Guttorms-
haga fyrir fótaferð næsta morg-
un. Prestur var þá ekki kominn
á fætur, en hann klæddist skjótt,
og svo hófst námið. Hann byrj-
aði á því að láta mig leggja sam-
an 2 og 2, 3 og 4 o.s.frv. Og þann-
ig helt hann áfram með mig all-
an daginn fram í vökulok, og
gaf mér aldrei hvíld, nema á
meðan matast var. Það er ekki
trúlegt, en samt er það satt, að
gamli presturinn fór með mig
um daginn gegnum samlagn-
ing, frádrátt, margföldun og
deilingu. Að lokum lauk hann
lofsorði á dugnað rtiinn og gaf
mér reikningsbók Eiríks Briems
með þeim ummælum, að hún
myndi duga mér, ef ég læsi hana
vel. Þetta er öll sú kensla, sem
reikningskunnátta mín er bygð
á.
Af sjálfum mér lærði ég að
skiáfa, og notaði sem forskrift
fallegar utanáskriftir á bréfum.
Á vetrum æfði ég mig að skrifa
með broddstaf á hrímuð svell,
eða í föl. Tókst mér á þennan
hátt að verða sæmilegur skrif-
ari, þótt ég skrifi alt með vinstri
hendi, en um það var ekki feng-
ist, og ég hafði engan kennara.
Undir fermingu lærði ég
gamla 8 kapitula kverið utan
bókar. Prestur húsvitjaði á
hverju hausti og hlýddi mér yfir
og lét mig lesa í Nýatestament-
inu. Vorið, sem ég fermdist,
gekk ég í þrjú skifti fyrir ferm-
inguna til prestsins. Þetta var
öll mín bóklega mentun undir
lífið.
En aðra mentun fengum við
jafnhliða, og það var að vinna.
Var okkur haldið fast að því
námi alt frá 6 ára aldri. Það var
smalamenska, að reka kýrnar,
sækja hesta, hjálpa til við bygg-
ingar og heyskap. Þegar ég var
10 ára gaf faðir minn mér hólma
til að slá og var það gert til þess
að ég keptist við. Á vetrum var
það ullarvinna á kvöldin og svo
mátti fara til ónýtis. Á daginn
var snjómokstur og gegningar.
Um sláttinn gekk ég út myrkr-
anna á milli með fólkinu. Þá var
ég oft þreyttur. En ég held að
mín góða heilsa sé því að þakka
að ég varð að búa við harðrétti
og vinnu á æskuárunum.
Minnisstæðar skemtiferðir
Þegar ég var 12 ára fekk ég
í fyrsta skifti að fara í kaupstað
með pabba. Það var þegar hann
fór með ullina út á Eyrarbakka.
En sú dýrð og tilhlökkun! Eg
gat ekki sofið dúr nóttina áður!
Um miðjan morgun var lagt
á stað og um kl. 9 vorum við
komnir út að Króki, ferjustaðn-
um á Þjórsá. Þar var tekið ofan
og sprett af, farangur allur lát-
inn í ferjubátinn, en hestarnir
reknir á sund í ána. Þegar bátur-
inn kom yfir voru hestarnir
komnir upp úr ánni og höfðu
velt sér. Eg var sendur að sækja
þá, og stóð það heima að pabbi
var að ljúka við að bera af bátn-
um þegar ég kom með þá.
Komið var að hádegi er við
lögðum á stað frá ferjustaðnum,
og fórum sem leið lá út á Ása-
veginn, hjá Vælugerði og
Önundarholti, niður í lága Fló-
ann, suður hjá Sviðugörðum og
Gegnishólum. Suður í Hólavöll
fórum við um kvöldið, tjölduð-
um þar og sváfum um nóttina.
Næsta morgun fórum við á
fætur kl. 5. Þar var glaða sólskin
og skafheiðríkt loft. Eg flýtti
mér eins og ég gat að ná saman
hestunum, því tilhlökkunin var
mikil að sjá Eyrabakka og hina
margumtöluðu og margþráðu
Bakkabúð, sem var svo há, að
þeir sögðu að hraunið sem kom
úr Krakatindi hjá Heklu 1872 cg
hlóðst upp með Valahnúk, væri
ekki hærra!
Við fórum niður á sjávarbakk-
ann vestan við Baugstaði og svo
út að Stokkseyri. En þar fórum
við niður fyrir sjógarðinn, því
að enginn vegur var í gegnum
þorpið; þar var þá heldur engin
verslun. Þegar við komum út að
Gamla-Hrauni, þurfti pabbi að
stansa þar, og á meðan gat ég
litast um. Og þeirri sjón gleymi
ég aldrei.
Á skipalegunni á Eyrarbakka
lágu tvö stór seglskip, með
danska fána við hún. Og svo
blasti við mér hin mikla og
fagra Eyrarbakkabúð, með tvo
danska fána á stöng. Þessa fjóra
fána á búðinni og skipunum bar
við bláa fjallshlíðina í baksýn,
og þótti mér það svo tíguleg og
fögul* sjón að mér fanst ég vera
kominn í annan heim, og mér
hefði opnast dýrlegt ævintýra-
land. Og enn í dag ber ljóma af
þessari fyrstu för minni á Eyrai-
bakka, þótt langt sé um liðið.
Svo var það fyrsta réttaferðin
mín. Eg hafði hlakkað svo mikið
til hennar, að ég byrjaði að telja
dagana hálfum mánuði áður.
Fimtudagskvöldið fyrir réttir
var ætíð lagt á stað, hvernig sem
veður var. Fólk af ýmsum bæ-
um hópaðist saman, og voru oft
20—30 í hóp. Upp í Landréttir
var full 3 stunda hröð ferð heim-
an fíá mér, en þótt iagt væri
nokkuð tímanlega á stað, var
ekki komið í réttirnar fyr en í
myrkri. Menn þurftu oft að
staðnæmast á leiðinni og fara af
baki. Eldri piltarnir höfðu með
sér kaffi, og alt tafði þetta fyrir.
Réttarnes liggur í olnbogabót
Rangár. Vefur hún sig blá og
tær að því á tvo vegu, en fyrir
ofan eru grasi grónir vellir og
svo klettabelti sem lykur þarna
um. Þarna undir klettabeltinu
voru tjöld fjallamanna, hvert
við hliðina á öðru, á rennslétt-
um völlum, sem nýlega höfðu
verið slegnir, og fallegri ljáför
og skára hef ég aldrei séð. í
nesinu var fjársafnið geymt í
sjálfheldu. Þar voru og hestar
fjallmanna og þangað var farið
með alla aðra hesta, svo að þeir
skiftu hundruðum.
Við byrjuðum á því að hitta
fjallmann okkar og fá hjá hon-
um kaffi, en stúlkur, sem voru
með í ferðinni, gáfu honum
lummur af nesti sínu. Engin
stúlka eða kona fór svo í réttirn-
ar, að hún hefði ekki með sér
fullan klút af lummum. Um
nóttina voru þær svo í pukri
að lauma lummum að þeim pilt-
um, sem þeim leist best á. Varð
af þessu talsverður metnaður,
því að strákarnir spurðu hvor
annan á eftir: „Hvað voru það
margar stúlkur, sem gáfu þér
lummur í réttunum?“ Sá þótti
mestur maðurinn, sem flestar
átti lummu-stúlkurnar!
Þegar leið að miðnætti fór
fólkið að hópa sig saman og
syngja. Var þá oft sungið vel,
og þótti það prýðileg skemtun.
Við strákarnir tókum okkur út
úr og fórum að glíma; það þótti
okkur betri skemtun. En sumir
karlarnir fengu sér vel í staup-
inu, urðu svo saupsáttir og lentu
upp úr því í áflogum, svo að þeir
gengu bláir og blóðugir úr þeim
hildarleik. Gæti ég nefnt þar til
nokkra kunna menn, en skal
láta nægja að segja frá einni
viðureign.
Með birtu réttamorguninn sat
ég á fallegum bala uppi undir
kléttunum, og var að horfa á
hestamergðina og fjársafmð
mikla, sem breiddist um nesið.
Þá sé ég hvar maður kemur
hlaupandi frá réttinni og ræðst
á nokkra menn, sem stóðu í hóp
á flötinni fyrir neðan mig. Þeir
reyndu.að verjast honum, en
hann gekk berserksgang, grenj-
aði og froðufeldi og barði óður
á báðar hendur. Þusti nú fólk
að, bæði konur og karlar, og
stóðu allir ráðalausir, því að eng-
inn þorði að ráðast gegn þessum
óða manni. Að lokum gengur þó
þreklega vaxinn maður út úr
hópnum, hleypur á hinn óða
mann, tekur hann hryggspennu
og lyftir honum upp á bringu
sér eins og það væri drengur.
Síðan hljóp hann með hann í
fanginu nokkuð út fyrir mann-
hringinn, skellir honum þar nið-
ur og legst ofan á hann. Hinn óði
maður barðist um á hæl og
hnakka, en gat ekki losað sig
úr þessum heljargreipum, og
þannig helt hinn honum í fulla
klukkustund, meðan mesta æðið
var að renna af honum. Eg hef
aldrei séð hraustlegri handtök á
ævi minni.
Þegar björgin fórst
við bæjarvegginn.
Pabbi var ekki talinn fátæk-
ur, en þó var oft þröngt í búi,
einkum á vorin.
Þegar ég var 12 ára var svo
að segja bjargarlaust heima og
réðist pabbi því í slógferð út á
Eyrarbakka og Stokkseyri til
þess að draga í búið. Hann lagði
á stað þriðjudaginn í páskavik-
unni og hlökkuðum við heldur
en ekki til þess að fá nýa ýsu,
hrogn, lifur og kútmaga á pásk-
unum. Hann var með fjóra
hesta, þrjá frá sjálfum sér og
einn frá bóndanum í Haga, sem
er næsti bær.
Á skírdagskvöld gerðum við
ráð fyrir að pabbi mundi koma
heim, en er það varð ekki,
bjuggumst við við því, að hann
mundi gista á Blesastöðum, hin-
um megin við Þjórsá, vegna þess
að komin var asahláka og djúpt
vatn ofan á íslnum á ánni.
Rétt fyrir hádegi á föstudag-
inn langa sjáum við að hann er
kominn út á Þjórsá. Gekk hann
á undan og teymdi hestana. Haf-
ði hann góðan broddstaf og
reyndi fyrir sér, en gekk seint
vegna þess hvað vatnið var
djúpt ofan á ísnum. Það var
hestunum í kvið.
Við stóðum úti á hlaði og
horfðum full eftirvæntingar á
ferðalagið. En þegar pabbi var
kominn austur undir árbakkann,
hverfur hann alt í einu sjónum
okkar, og allir hestarnir. Við
vissum undir eins hvað þetta
þýddi. ísinn hafði brostið og
pabbi hafði farið í ána og hest-
arnir og alt, sem á þeim var.
Nú voru góð ráð dýr, aðrir
ekki heima en við drengirnir 11
og 12 ára og svo kvenfólk. En í
austurbænum var bóndinn
heima. Það var eini karlmaður-
inn, sem nokkra hjálp gat veitt.
Hann þreif þegar bönd og hníf
og hljóp á stað, en niður að ánni
var hálfrar stundar gangur. Eg
hljóp grátandi fram að Haga og
var ekki lengi á leiðinni. Þar
voru tveir karlmenn heima og
þeir brugðu skjótt við og hlupu
niður að á, en ég fór heim.
Þegar Daniel í austurbænum
kom niður að ánni sá hann hvar
pabbi stóð við vakarbarminn og
gat rétt aðeins tylt niður tánum
svo að höfuðið eitt stóð upp úr.
Hestarnir voru á sundi í kring-
um hann, en hann helt í þá.
Daniel kastaði til hans tvöföldu
bandreipi. Brá hann lykkjunni
utan um sig og dró Daniel hann
svo upp úr vökinni. 1 því komu
þeir Hagapiltar. Var það ráð tek-
ið að reipi var bundið um ann-
an þeirra og skreið hann svo út
á bak fremsta hestinum og skar
á silana á böggunum, og eins á
næsta hesti. Kom hnífurinn nú
í góðar þarfir. Þegar hestarmr
voru þannig lausir við klyfjarn-
ar, var hægt að ná þeim upp úr.
Var nú farið að reyna við hina
tvo. Náðist með krókstjaka í
tauminn á þeim fremri og var
hann dreginn að skörinni og
skorið á baggasilana. En um leið
losnaði taumur fjórða hestsins.
Sökk hesturinn þá um leið og
hvarf undir ísinn. En þriðji hest-
urinn var dreginn upp á skörina
og var það hesturinn frá Haga
Eg kom nú hlaupandi niður að
ánni og varð fagnafundur með
okkur pabba. Kom hann svo
heim með mér og man ég ekki
eftir að hann yrði neitt eftir
sig. En nú urðu ekki gleðilegir
páskar fyrir hann og heimili
hans, öll björgin farin í hana
Þjórsá. En einhvern veginn
komst alt af.
Ástæðan til þessa mikla ó-
happs var sú, að á austurbakka
Þjórsár, við túnjaðar, voru heit-
ar' laugar, og rann úr þeim lít-
ill lækur fram í ána. Þegar hlán-
aði hafði heita vatnið etið ísinn
niður með landinu, lengra en
pabbi bjóst við.
Um vorið, þegar ísa leysti, var
farið að leita að hestinum cg
böggunum. Fanst alt, en það var
orðið ónýtt, í böggunum ekki
annað en fiskbein, og hross-
krokkurinn kasúldinn. Það eina,
sem nýtilegt var, voru kaðalreip-
in af böggunum.
Harðbindin 1882
Eitt af því, sem mér verður
minnisstæðast eru harðindin
miklu 1882, sandbylurinn og fjár
fellirinn. Kom það einna harðast
riiður á Rangárvöllum, Land-
sveit og Holtahreppi. 1 þessum
hreppum var mjög erfitt um hey
skap og því mjög treyst á út-
beitina, og fénaði yfirleitt ætluð
lítil hey. Það var því ekki furða
þótt illa færi í því harðindakasti,
sem þá dundi yfir. Fjölda marg-
ar jarðir eyddust algjörlega af
sanfoki og sumir mistu allan
fénað sinn. Varð því eignatjón
gífurlegt.
Það var á annan dag páska
(mig minnir 26. apríl 1882) að
ég og margt af heimafólki í
Kaldárholti fórum til kirkju að
Guttormshaga í besta blíðskap-
arveðri. Blæalogn var á og jörð
farin að grænka. Að Haga er svo
sem háltíma gangur og yfir mýri
að fara. Við gengum berfætt yf-
ir mýrma, en hestur var hafður
með til að reiða kvenfólkið yfir
læk, sem var á leiðinni. Eftir
messu var ókkur boðið inn í bæ
að drekka kaffi. Þegar því var
lokið var komin dálítil gola á
norðan og - byrjað að frjósa.
Drógst svo eitthvað í tímann að
við færum á stað, en á meðan
herðir veðrið og er komið norð-
an rok og bál. Pabbi segir þá við
mig: „Þið drengirnir verðið að
taka hestinn, þegar kemur yfir
lækinn og hafa hann með ykkur
til þess að smala ánum og reka
þær upp úr mýrinni heim til
húsa.“ Þetta gerðum við, en svo
var gaddurinn mikill, að taglið
á hestinum sílaði svo að hvert
hár í því var eins og tólgarkerti,
ér við komum heim.
Næsta dag var slíkt ofsaveður,
að ekki var stætt úti, frostið
gífurlegt og sandbylurinn upp á
mitt loft fyrir öllu austri. Þetta
veður stóð í hálfan mánuð, og
fell þá mestur hluti af sauðfé
bænda, einkum á öllum sand-
jörðum. Skepnurnar lágu hing-
að og þangað út um hagann, í
skjóli undir sandbörðum og
fentar þar í kaf í sandi. Marga
sauðkindina bar ég dauða heim
á bakinu eftir að hafa grafið
hana upp úr sandfönn.
Þegar faðir minn sá að hveiju
fór, fór hann að heiman í ein-
hverri örvæntingu og skildi okk-
ur bræðurna eftir heima, seinni
konu sína og þrjú börn þeirra,
2, 3 og 4 ára. Þá var lítið heima
til að nærast á nema mjólkin úr
kúnum, og var hún þó ekki mikil
vegna þess hvað þær fengu lítið
fóður. Á þessum neyðartíma bað
ég guð oft grátandi að hjálpa
mér og pabba mínum, sem ég
vissi ekki hvar var niður kom-
inn. Og ég var bænheyrður, því
að pabbi kom heim hraustur og
glaður, með 8 fjórðunga af korni,
sem hann hafði borið á bakinu
alla leið frá Hafnarfirði. Eg grét
af fögnuði þegar hann kom
heim.
Ekki voru nú ástæðurnar
betri en svo, hjá sumum ná-
grönnum okkar, að þegar það
fréttist að pabbi væri kominn
heim með baggann sinn, komu
S eða 4 kunningjar hans að biðja
um lán. Hann varð við því með
ljúfu geði og lánaði þeim 4 fjórð-
unga af korni, eða réttan helm-
inginn af því sem hann kom
með. Þessi lán voru endurgoldin
vel. —Lesb. Mbl.
GAMAN 0G
ALVARA
Lítill drengur var vanur að
vera hjá pabba sínum á morgn-
ana, þegar hann var að klæða
sig ag svo komu þeir saman til
morgunverðar. Einn morgun
kom sonurinn einsamall niður
og mamma hans sagði:
„Af hverju kemurðu einn,
Villi? Hvar er pabbi þinn?“
„Ég held að hann sé að leita að
skrattanum sínum,“ var svarið.
Og tilfellið var, flibbahnappur
inn var týndur.
☆
Það var verið að æfa kafla í
nýja kvikmynd og leikstjórinn
var fokvondur við unga stúlku,
sem átti að verjast áleitni ungs
manns, er vildi kyssa hana.
Árangurinn varð í hæsta máta
ófullnægjandi.
„Hvað er þetta?“ hrópaði leik-
stjórinn. „Hafið þér aldrei reynt
að hindra mann í að kyssa yður?
„Nei,“ var hið hreinskilnis-
lega svar.
☆
• „Það kom óþægilegt atvik fyr-
ir mig í gærkvöldi," sagði Jones.
„Ég hafði verið á skemmti-
fundi í klúbbnum, og kom heim
mjög seint, mjög þreyttur og
mjög hræddur um að vekja frú-
na. Ég skreið upp stigann á
fjórum fótum og þegar ég skreið
inn í svefnherbergið, sagði kon-
an mín: „Snati minn, ert þetta
þú?“*
„Það var óskemmtilegt,“ sagði
vinur hans.
„Já,“ svaraði Jones, „en ég var
nógu snarráður til að sleikja á
henni hendina."
☆
Óvenjulegi náitúrufyrnrbrigði
„Hvað er það, sem hefir horn,
langt skott og heldur á skóflu?"
spurði Alli.
„Ég gefst upp,“ svaraði Jói.
„Hvað er það?“
„Ég veit það ekki heldur,“ sag-
ði Alli taugaóstyrkur, „en það er
búið að elta okkur síðan við fór-
um út úr barnum.“
☆
Kvikmyndahússauglýsing:
„Þegar Magga fór að heiman.
1 fjórum hlutum.“