Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1951 Ibgbfrg Gefið út hvern fimtudag a£ TríE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The ‘‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Tvær nýjar Ijóðabækur i. Rannveig Þorsteinsdóttir: AFTANSKIN. Víkingsprent, Reykjavík, 1950. 131 bls. Konan, sem ort hefir þessi ljóð, er fædd að Hattar- dal í Álftafirði við ísafjarðardjúp, og er nú liðlega sex- tug; laust innan við tvítugt, fluttist hún norður í Húna- vatnssýslu, giftist þar og átti þar heima um þrjátíu ára skeið; nú dvelur hún á Suðurnesjum; í forinálsorðum að bókinni er þess getið, að frú Rannveig muni hafa sett saman sína fyrstu vísu ,er hún var fimm ára; svo má segja, að lífið hafi verið hennar eini skóli, því öll skólaganga hennar var aðeins hálfur vetur. Ljóð frú Rannveigar eni ekki stórbrotin, en þau koma engu síður víða við, því yrkisefnin eru mörg; þess gætir áhrærilega hve rík umbótaþrá höfundi er í blóð borin, og hve djúpa samúð hún elur í brjósti með þeim, sem miður mega sín í lífsbaráttunni; þetta kem- ur glögt í Ijós í kvæði hennar, sem helgað er verka- mannadeginum 1. maí, þó henni sé það auðsjáanlega mest áhugaefni að öll vandamál leysist með friði; á stöku stað verður nokkurra braglýta vart, þó sjaldan komi að verulegri sök. Það má ráða af kvæðunum, að tær konusál liggur að baki þeim, sem ber hlýjan þakk- arhug til samferðasveitar sinnar, eins og ráða má af eftirgreindri vísu úr kvæðinu „Ávarpsorð til samferða- fólksins fyr og síðar“; Margur hefur græna grein á götu mína lagt og gefið meir en orð fá ein í óðarstefi sagt. Af hjarta þakka öllum eg, sem að mér hlúðu um farinn veg. Prú Rannveig hefir að líkindum verið sóknarbarn séra Valdimars J. Eylands þann tíma, sem hann þjón- aði Útskálaprestakalli, því vorið 1948 yrkir hún til hans þessa fallegu vísu: Ég óska þess að ísland megi eignast marga þína líka, sem þjóðarinnar varða vegi vizku með og ráðsnild slíka. Orstír þinn um álfur tvennar ómar hlýtt og drunga feykir, guðs á vegum blys þau brenna björtust, sem þú Eylands, kveikir. Eftir hernám Noregs yrkir frú Rannveig vísurnar, sem hér fara á eftir og bera þær ljóst vitni ræktarsemi hennar við frændþjóð okkar og hinn norræna stofn: Noregsströnd þó stöndum fjarri, stöðugt vaki ættarglóð. íslendingum öllu kærri ^r og verður Noregsþjóð. Þó á háum boðum beri brennivargá nútímans. * Sterkast afl hjá öllum veri ást til þessa gamla lands. „Næst guði treystu íslendingar bezt — ríminu“. Þannig komst hinn spaki maður, dr. Guðmundur Finn- bogason, að orði í hinni miklu bók sinni „Íslendingar“. Hann tók nú stundum nokkuð rösklega upp í sig, eins og flestum er ljóst; aðdáun hans á íslenzka ljóðinu þekti engin takmörk, enda varð það þjóðinni tíðum „langra kvelda jólaeldur“. Og það dylst engum, er kynnir sér ljóð frú Rannveigar, þó eigi verði þau til stórskáldskapar talin, að þau eru sungin út úr hjartanu af söngvaþörf, sem leitar útrásar og finnur hana í stuttum kvæðum og vísum á vettvangi dagslegra við- fangsefna. II. Kristinn Pétursson: SÓLGULL í SKÝJUM. Ljóð. Prentsmiðjan Hólar H.F. Reykjavík, 1950. Þetta er önnur ljóðabók höfundar; hin fyrri „Suður með sjó“, kom út árið 1942, en henni hefir Lögberg ekki átt kost á að kynnast; af þessari bók eru aðeins gefin út 250 tölusett eintök, og er útgáfan um alt hin vandaðasta. Kristinn Pétursson er fyrir margra hluta sakir sér- kennilegt ljóðskáld; hann er Suðurnesjamaður, eða að minsta kosti elur hann þar víst aldur sinn; hann er auð- sjáanlega í nábýli við sjóinn og veit glögg skil á skap- brigðum hans; lýsingar hans eru víða skrautlegar, eins og kvæðið „Gamalt vorstef“, leiðir svo afdráttarlaust í ljós: Ilempusvört nótt er horfin, aftur birtist hökulsins sólgull, drifhvítt rykkilín. Heimsmyndin skrýðist heiðu litavali, himnarnir opnast, sólin blessuð skín. Ljósfælinn reykur liðast yfir bænum — laufgrænum bæ við fagurbláan vog, bóndinn er róinn, bliki slær af reistum blöðum, sem falla í lagvist áratog. Hugljúfan unga lileypur út í vorið liamingjurjóð með gamla skel og legg, gleði og bros til Guðs, sem var að skapa glóhærðan fífil undir skemmuvegg. Senn fær hún kuðung, silfurdisk og ígul, — senn kemur pabbi róandi í land. Dreymandi saumar dóttir fiskimannsins dálítil spor í gráan fjörusand. í kvæði þessu er brugðið upp glöggri mynd úr því umhverfi íslenzks þjóðlífs, er sett hefir sinn sérstæða svip á baráttu- og sigursögu þjóðarinnar, og jafnvel ráðið mestu um afkomu hennar á liðnum öldum og enn þann dag í dag; slíkum myndum er jafnan holt að kynnast, og þær verða heldur eigi auðgleymdar. Kristinn Pétursson er ekki við eina fjöl feldur varðandi val yrkisefna sinna, því frá útsýni yfir heima- hagana gerir hann ævintýri þeirra Adams og Evu í aldingarðinum að yrkisefni, og segir frá þeim óskap- legu timburmönnum, er Adam vaknaði upp við að morgni, eftir að hafa á laun gætt sér á vínþrúgnasafa kvöldinu áður, og guð sér aumur á honum, eins og fróð- ir menn kannast við. Kvæðið um áminst efni nefnist „Sköpun“, og er niðurlagserindið á þessa leið: Og Eva færði Adam rósavoð. Með epli, er féll af skilningtré, — hún hné í arma hans. Og ölduniður blóðs þar undir krónum trjánna sté og hné. Kristinn Pétursson er maður frjór að bragarhátt- um, stundum nærri því um of, því þegar alt kemur til alls, lætur honum hið þjóðlega ljóðform bezt og undir því yrkir hann sín beztu kvæði. Fegursti dýrgripur hafsins MERKILEG BÓK OG NÝSTÁRLEG: ÍSLENZKi BÓNDINN PERLUNA þekktu Kínverjar fyrir 4000 árum. Þeir trúðu því, að perlan væri kröftugur töfra- gripur, sem verndað gæti eig- endur hennar fyrir hvers konar óhöppum. Rauðskinnarnir í Ameríku þekktu perluna löngu áður en Norðurálfumenn námu þar lönd. Til Norðurálfu barst hún frá Egiptalandi á dögum Alexanders mikla. Á einni her- ferð sinni komst hann alla leið austur að Persaflóa, en sá flói hefir lengi verið frægur af perluveiðum. Þaðan barst perl- an til Grikklands og Italíu. Rómverskir aðalsmenn festu þær á kápur sínar og á meðal- kafla sverða sinna. Höfðingjarn- ir gáfu þær unnustum sínum rómverskum; og embætta gátu þeir aflað sér með perlugjöfum til konu af höfðingjaættum. Nú eru perluveiðar mest stund aðar úti fyrir Venezuela, Japan, Ceylon, Nýja-Sjálandi og strönd um Ástralíu; en hinar fegurstu veiðast þó enn í Persaflóanum. Þær eru sendar til Bombay á Indlandi. Gular og óreglulegar perlur fara til Indlands, hinar svo nefndu sáðperlur til Kína og hinar hvítustu og óbreyttustu til Norðurálfu. Perlurækt vorra daga stafar frá Japönum: Mikimóto og Ikeda. Hraðræktun á perlum hefir verið sett á stofn til að geta fullnægt eftirspurninni. En sagt er, að Mikimóto hafi iðrað þess að hann beitti nokk- urn tíma slíkri rányrkju og gerði perlumyndunina að iðn- aðargrein. Af því stafar það, ef til vill, að hann gerir svo ráð fyrir í erfðaskrá sinni, að við dauða hans skuli fórna perlu- guðinum 1 milljón perlna með því að brenna þær. Frægasta perla heimsins er „La Pelligrina“; er það fullyrt, að hún sé maki perlu þeirrar, sem Kleopatra drottning leysti upp í víni. Hin rússneska fursta- frú Yussopoff, á nú Pellegrina. Einu sinni var hún í eigu Medi- cia-ættarinnar og hinnar frakk- nesku konungsættar. Feril henn ar má rekja langt aftur í mið- aldir. í fyrra var hún sýnd á sýningu rússneskra skartgripa í Lundúnum. Að sýningunni lok- inni lýstu því yfir hertogafrú Beuccleuch, móðir hertogafrú- arinnar af Gloucester, að hún ætti hina sönnu Pellegrina; hún hefði gengið í ættir í fjölskyldu hertogafrúarinnar og væri upp- haflega komin frá Kleópötru drottningu. Hvor þessara tveggja perlna sé hin raunverulega Pellegrina, er óvíst að vita. En allar líkur eru til að báðar séu jafn skírar og að það séu skrök ein, að perla geti orðið leyst upp í víni. Þetta er allmikil bók og nýst- árleg, og merkileg á marga vísu. Auðvitað munu þeir til meðal yngri menntamanna, er kynnu að spyrja sem svo: — En á þá íslenzki bóndinn nokkra sögu? Og er því þá jafn auðsvarað: Nei, auðvitað ekki aðra en íslands-sögu! Því að hún er frá öndverðu saga íslenzka bónd- ans, — frá bóndanum á Borg til bóndans á Bessasiöðum, og síðan allra þeirra bænda ís- lenzkra, er fram ganga undir „merki lífsins“, íklæddir „fögn- uði vorsins“, sem brýnir dáð þeirra og dug til starfa vorlanda þjóðarinnar og lífsins! „Saga íslenzka bóndans er saga íslenzka þjóðfélagsins, gæfa hans hefir verið gæfa þjóðfé- lagsins, tap hans tap þjóðfélags- ins“. — Svo mikil er saga ís- lenzka bóndans og örlagarík. Höfundur greinarkorns þessa er enginn sagnfræðingur og ætl- ar sér ekki þá dul að renna sér fótskriðu á því hála svelli og veika.Veltur hér á mestu um það, hvort íslenzki bóndinn í dag kannast hér við sjálfan sig, skilur sína eigin sögu og örlög, og sinn þátt í henni, sem er þjóð- lífið sjálft. Saga þessi knýr hann því til athugunar og sjálfsmats' Og að lokum hlýlur hún, sjálf- rátt eða ósjálfrátt að vekja hon- um þann heilbrigða metnað og nauðsynlega að reynast ekki ættarskömm eða föðurverrung- ur á hinni nýju landnámsöld, sem nú er að hefjast og ber í skauti sér örlög þjóðarinnar til farsældar eða glötunar! — Svo mjög veltur enn í dag á íslenzka bóndanum og örlögum hans! „Sá sem býr vel, getur stjórn- að landi vel“. Og „sá sem stjórn- ar landi illa, er sjálfsagt ekki búmaður". Sá er vitnisburður sögu. — í fjölhæfni góðs bónda er allt líf lands og þjóðar samantvinn- að. Atvinnuvegir íslands eru enn í dag eigi fjölþættarí, en verið hafa á stóru bændabýli, er snýr bæði að sjó og sveit. Á slíku heimili býr farsælt „þjóð- félag“. Það er ein líræn heild. Þar gætir hvorki stéttarrígs né stéttarbaráttu. Þar eru sameig- inleg átök til sameiginlegra heilla. Þar lifa allir fyrir alla, með öllum! — Þannig er heimili fjölskyldunnar. Og þannig þarf heimili farsællar þjóðar einnig að vera! -------- Sennilega munu sagnfræðing- ar eigi vera sammála um sagn- fræðilegt gildi verks þessa. Og vel það. Enda eru þeir alls ekki sammála sjálfum sér innbyrðis. Og óefað er margt órannsakað enn og misskilið á Vestur-öræf- um þeirra fræða. — M. a. er nýstárleg og athyglisverð tilgáta höfundar um uppruna búfjár hér á landi. Og þá eigi síður um hin kristnu menningaráhrif frá Suðureyjum og Irlandi. Eru all- merkileg ummæli hans um amb- áttina Brák og sveininn unga á Borg, — skáldbóndann fræga, er síðar varð. Og óefað hafa þær verið margar, „Brákirnar“ í frumsögu þjóðarinnar, enda gæt ir áhrifa þeirra í íslenzku þjóð- lífi enn í dag. Ritverk þetta er fjölbreytt mjög — eins og sjálft líf íslenzka bóndans, svo að eigi verður drepið á nema fátt eitt í stuttu máli. En hér skulu að lokum greind kaflaskipti bókarinnar, og veita þau allgóða leiðsögu og útsýn um víðáttu hennar: I. ísland. Islenzki bóndinn. Landið. Menning íslendinga. Áfram aldaveginn. II. Merkjasteinar. Björn á Skarðsá. Jón lærði. óðalsbónd- inn. Bustarfell. Skarð á Skarðs- strönd. III. Búhættir. Bóndinn á nítjándu öld. Búfjárræktarbónd- inn. Á menntabraut. Úr einok- unarviðjunum. Stjórnmálabónd- inn. Niður með kúgunina. Bók- menntabóndinn. — Eftirmáli. Af yfirliti þessu sést ljóslega, hve geysi-fjölbreytt bók þessi er. Enda dregur hún fram og tvinnar saman alla hina fjöl- breyttu þætti í lífi íslenzka bóndans frá öndverðu, þar sem skyggni á flest fyrirbæri lífs- ins, fjölhæfni, athygli og dóm- greind hefir verið lífsskilyrði hans og meginstyrkur. Óefað verður bók þessi au- fúsugestur íslenzkpm bændum og öðrum þeim, er íslenzkri menning unna. Helgi Valtýsson —TIMINN Atvikavísur Úr bréfi til G. B. B. Burt þó renni strá með straum, stýri ég penna glaður, líka enn við glasaglaum gleðst sem kvenna maður! Þó að sunna lækki’ á leið, lífsins brunnar streyma; Sleipni kunnum skella á skeið skal, til Gunnars heima. ☆ Til grefírunarsíjórans (bindindismanns) Bardal þekkir brögðin sín, beitir vizku hærri: Ef hann breytti vatni í vín væru líkin færri! ☆ Knæpusýnir Mörg þó kvendin, gull til gjalds grípi’ í hendi’ og stundar gaman, samt við kendir flösku’ og falds fléttast endaleysið saman. ☆ Pólilískar skylmingar Truman aftur Acheson öls með krafti styður; Ike í hafti, hers með von, hrindir Taft’i niður. ☆ Flóltinn Truman’s oft er vizkan veik, viltur fór til Kusan: I pólitískum lausa-leik lenti hann svo 1 Pusan!* PÁLMI •Pusan og Kusan eru borgir í Kóreu. Minnist BCTEL á afmælisdegi stofnunar- innar 1. marz IT'S AS EASY AS FALLING OFF A BUS In order to help bus drivers and conductors in the avoidance of accidents to their passengers Albert Fisher stages true-to-life incidents, falling off buses. Mr. Albert Fisher, a driving instructor, has a tough job falling off buses in a busman’s real-life pantomine. 45-year-old Mr. Fisher is the star of an accident de- monstration show which is touring London Transport’s Garages and Depots. Playing the part of a passenger who falls from a bus, he wears old clothes, padded at the knees, elbows and shoulflers with old bus cushions. He has horn-rimmed glasses and a false moustache, and carries an attache case and a walking stick. Albert “Bumps” Fisher stages his act before drivers and conductors with dummy traffic lights and other accessories, and thus does very useful work in showing how accidents may be avoided. Our picture shows him in the act of falling.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.