Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1951 7 „Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, ó guð sinn og land sitt skall trúa" Áramólaræða Sleingríms Sleinþórssonar forsæiisráðherra, fluii í úivarpið á gamlárskvöld. GÓÐIR ÍSLENDINGAR! Fyrir hálfri öld síðan komst Hannes Hafstein þannig að orði í aldamótaljóðum sínum: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið. Boðorðið, hvar sem þér í fylking standið. Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið“. % Hannes Hafstein, skáldið og stjórnmálamaðurinn b r ý n d i þjóðina til dáða um aldamótin og hét á hana að standa saman um það er megin máli skipti, þrátt fyrir mismunandi skoðan- ir og breytileg sjónarmið um margt. Hið sama kom fram í aldamótaljóðum allra höfuð- skálda vorra þá. En skáldafylk- ing íslenzku þjóðarinnar var ó- venjulega stór og glæsileg um það leyti. Miklar vonir voru tengdar við aldaskiptin og fyrirheitin stór, sem þessir spámenn þjóðar vorrar þá gáfu. — Það voru fyr- irheit um miklar framfarir — um stórkostleg verk, sem þessi fámenna og fátæka þjóð ætti að hrinda í framkvæmd. Þessir vökumenn héldu því fram, að minnimáttarkennd og svartsýni eins og þessar ljóðlínur lýsa: „Fyrir löngu lítilsvirt — langt frá öðrum þjóðum“, ætti að kveðast niður. Herhvöt hins nýja tíma yrði að stefna í þessa átt: ,^Þeim, sem vilja, vakna og skilja, vaxa þúsund ráð“, eins og Einar Benediktsson orð- ar það í íslandsljóðum sínum. En hvers vegna drep ég á þetta nú, á þessari stundu, þeg- ar árið 1950 er að kveðja — og vér heilsum nýju ári — árinu 1951 — ári nýrra vona — en einnig að sjálfsögðu ári nýrra vonbrigða. Ég geri það vegna þess, að þegar vér lítum um öxl nú við áramótin og leitumst við að tengja hið liðna og þá reynslu, sem fortíðin hefir fært okkur, við hið ókomna, þá virð- ist mér eðlilegt, þegar tuttug- 3sta öldin er hálfnuð, að spurt sé með nokkrum ákafa: „Höf- um vér gengið til góðs? Hafa vonir og fyrirheit aldamótakyn- slóðarinnar rætzt?“ Erfitt er að svara slíku með fáum orðum. Mun svo um það, eins og oft vill verða, að skoðanir eru skipt- ar og líta má á hvert mál frá Heiri hliðum. Það orkar ekki tvímælis, að margir af glæstustu draumum forustumanna þjóðar vorrar fyr- lr 50 árum, hafa orðið að veru- leika — og sumt farið fram úr ÞV1> sem djörustu vonir stóðu til. Vér höfum endurheimt sjálf- stæði vort að fullu — nægir í Því efni að nefna ártöl eins og 1918 og þá ennfremur 1944, þeg- ar lýðveldið var endurreist. Fólksfjöldi þjóðar vonnar hef- lr a þessari hálfu öld því nær tvöfaldast, en áður lá við land- auðn vegna brottflutnings úr landi og harðréttis innan lands. I sambandi við þetta má benda á þær stórfelldu framfarir, sem hafa átt sér stað á sviði heil- rigðismála, þar sem mann- dauðahlutfall er orðið lægra ér en annars staðar, og viss at- riði varðandi heilsugæzlu og aráttu gegn sjúkdómum hafa vakið mikla eftirtekt meðal önd- Vegisþjóða heims. Verklegar framfarir hafa orð- 1 stórstígari og umfangsmeiri Þennan aldarhelming, en nokkr- lr þorðu að vona, svo að segja a hvaða sviði sem er. Hitt er svo annað mál, að sumt hefir or ið fálmkennt og ber þess svip að 0ft mejr verjð unn. 1 af kappi en forsjá. — En um það verður ekki deilt, að alda- mótakynslóðin, með vonirnar glæstu, og kynslóð sú, er nú ber meginhluta þjóðlífs vors, hafa ekki setið auðum höndum. Þær hafa starfað — slitið ófrelsis- viðjar af þjóðinni — breytt þjóð vorri úr dreymandi söguþjóð í framsækna starfsþjóð. Aðrar vonir frá þessum tíma hafa hins vegar brugðist hrapal- lega. Við, sem vorum á æsku- aldri á fyrsta tug þessarar ald- ar, og reyndum þá að ráða rún- ir tilverunnar, vorum sann- færðir um það, að friður og bræðralag milli allra þjóða væri framundan. Við trúðum því, að styrjaldir þjóða í milli tilheyrðu fortíðinni og villimennsku þeirri, sem þá hafði viðgengist. Framundan væri alþjóðaöryggi og vissa um það, að hver þjóð fengi sjálf að ráða sínum mál- um, eins og hún kysi helzt, án íhlutunar utan frá. Hér hefir allt farið á annan veg. Tvær heimsstyrjaldir hafa gengið yfir og valdið meiri hörmungum og eyðileggingum en þekkzt hefir áður. — Og þótt talað sé um tvær heimsstyrjald- ir á þessu tímabili, þá er réttara að orða það þannig, að styrjald- arástand hafi verið um heim allan frá 1914, aðeins smá lægð- ir öðru hvoru, þegar mesta styrjaldarofsanum slotaði, og nú er óttinn við, að upp úr blossi á ný, meiri en nokkru sinni fyrr. ---------------☆----- Ég vil þessu næst leyfa mér að rifja upp í stuttu máli, nokk- uð af því helzta, sem á dagana hefir drifið í málefnum þjóðar- innar á árinu, sem nú er að kveðja, og þó einkum síðan nú- verandi ríkisstjórn tók við störf- um. Ríkisstjórnin var mynduð 14. marz s.l. með stuðningi tveggja stærstu þingflokkanna, (36 þing- manna samtals). Hvað sem i^m þá stjórnarmyndun má að öðru leyti segja, hygg ég, að margir hafi verið sammála um, að nauð- syn bæri til, að mynduð yrði meirihlutastjórn á Alþingi, og að mikillar óánægju myndi hafa gætt af hálfu þjóðarinnar í garð þingsins, ef slíkt hefði ekki tek- izt, og þá sér í lagi með tilliti til þess uggvænlega ástands, er þá var ríkjandi og fór versnandi í atvinnumálum og fjármálum þjóðarinnar. Um það leyti, sem stjórnin var mynduð, var útflutningsfram- leiðsla landsmanna þannig á vegi stödd, vegna verðbólgu innan lands og erfiðleika á sölu íslenzkra afurða erlendis, að al- ger stöðvun þessarar framleiðslu var yfirvofandi, ef ekki yrði að gert, og þar með stórfelldur samdráttur í utanríkisviðskipt- unum, en af þessu hlaut að leiða almennt atvinnuleysi a. m. k. við sjávarsíðuna. Undanfarin ár hafði verulegum og vaxandi hluta af útflutningsframleiðslu þjóðarinnar verið haldið uppi með verðlagsuppbótum úr rík- issjóði jafnframt því, sem fé hafði verið varið til að halda niðri verðlagi á neyzluvörum innanlands. En sú leið að halda útflutn- ingsframleiðslunni uppi með sí- vaxandi greiðslum úr ríkissjóði, var þegar orðinn ríkissjóði of- viða — og ekki fær lengur, enda almennt viðurkennt með þjóð- inni, að svo væri. Skal sérstak- lega á það bent, að togaraflot- inn, sem ekki hafði notið verð- lagsuppbóta fram $ð þessu, varð, þegar hér var komið sögu, allur rekinn með tapi og hefði því orðið að taka upp greiðslur til hækkunar á verði togaraafl- ans, til viðbótar því, sem áður var greitt, ef uppbótaleiðin hefði talizt fær áfram, sem hún raunar alls ekki var. Tilgangurinn með hinni nýju skráningu á erlendum gjaldeyri, sem ríkisstjórnin beitti sér fyr- ir, var sú að veita, ef unnt væri, útflutningsframleiðslunni mögu leika til að fá það hátt verð í ís- lenzkum krónum fyrir útfluttar afurðir, að nægt gæti fyrir fram- leiðslukostnaðinum og örvað til vaxandi framleiðslu, og þá jafn- framt að losa ríkissjóð við greiðslu verðlagsuppbóta og á- byrgð á útflutningsverði. Gera mátti ráð fyrir því, þegar í önd- verðu, að gengisbreytingin hefði í för með sér allmikla hækkun á verði erlendra nauðsynjavara, en hins vegar var þá jafnframt hægt að komast hjá stórfelldri skattahækkun til verðlagsupp- bóta og komið í veg fyrir að at- vinnuleysi yrði svo mikið, sem annars hlaut að verða. Hin nýja gengisskráning hefir nú verið í gildi um rúmlega 9 mánaða skeið. Áhrif gengis- breytingarinnar út af fyrir sig, hafa reynst svipuð og við var að búast. Svo má virðast, að genginbreytingin hafi orðið til þess að þrengja nokkuð kjör al- mennings, en í raun og veru er þar um að ræða erfiðleika, sem ómögulegt var að komast hjá, erfiðleika, sem komið hefðu yfir þjóðina, þótt engin gengisbreyt- ing hefði verið gerð, en þá lagst á hana með enn meiri þunga en raun hefir á orðið, án þess að við það hefði nokkuð áunnizt til frambúðar — en gengis- breytingin hefði hlotið að koma fyrr eða síðar, þar sem að ó- kleift er að halda erlendum gjaldeyri í óeðlilega lágu verði til lengdar, fremur en öðru því, sem keypt er eða selt. Þess ber jafnframt að minn- ast, þegar dæmt er um réttmæti þessara ráðstafana, að á liðna árinu hefir fjármála- og atvinnu- líf þjóðarinnar orðið fyrir ýms- um skakkaföllum, sem hamlað hafa á móti árangri gengisbreyt ingarinnar. Erfiðleikar á sölu ýmissa afurða á heimsmarkað- inum hafa enn aukizt á þessu ári, þrátt fyrir gengisbreyting- una, en ekki vegna hennar. Verð á ýmsum erlendum vörum hef- ir hækkað til mikilla muna í er- lendri mynt, einkum nú síðustu mánuðina, og eru til þessa á- stæður, sem hér verða ekki raktar. Síldveiðin fyrir Norður- landi var minni en nokkru sinni fyrr, miðað við skipastól. Á norðausturhluta landsins voru að þessu sinni mestu óþurrkar í mannaminnum. Mestur hluti togaraflotans stöðvaður um ná- lega fimm mánaða skeið vegna vinnudeilu, og varð af því til- finnanlegt gjaldeyristap. Sumum þessara áfalla, svo sem aflabresti og óþurrkum má jafnan gera ráð fyrir öðru hverju hér á landi og verður að leitast við að draga úr verstu afleiðingum þeirra á hverjum, eins og Alþingi og ríkisstjórn hafa gert að þessu sinni. Það er heldur ekki á valdi þjóðar- innar að ráða markaðsmöguleik- um erlendis né verðlagi vara á heimsmarkaðinum, en lögð hef- ir verið áherzla á að nota þá beztu möguleika, sem fyrir hendi voru. Hitt má segja, að þjóðin hafi á sínu valdi, að láta ekki deilur um kaup og kjör togarasjómanna eða annarra verða þess valdandi, að stór- virkustu atvinnutæki hennar liggi ónotuð mikinn hluta árs- ins. Verður að vænta þess, að þeir aðilar, er hér eiga einkum hlut að máli, taki til athugunar að gera fullnægjandi ráðstafan- ir til þess að slíkt endurtaki sig ekki. ----☆----- Þau áföll, sem hér hafa verið nefnd, hafa í heild sinni haft úr- slitaáhrif á afkomu þjóðarbú- skaparins á hinu liðna ári og meðal annars valdið því, að verzlunarjöfnuðurinn mun reyn ast óhagstæður um nokkuð á annað hundrað milljónir króna. Sá innflutningur, sem fengist hefir inn í landið á þessu ári, m. a. af neyzluvörum og rekstr- arvörum, byggist því að veru- legu leyti á Marshallframlaginu og framlagi frá hinu nýstofnaða greiðslubandalagi E v r ó p u (E.P.U.). Þó má telja víst, að verzlunarjöfnuðurinn hefði orð- ið til muna óhagstæðari, ef gengisbreytingin hefði ekki ver- ið gerð. Má í því sambandi benda á, að sumar vörutegundir íslenzkar, sem áður mátti telja ógerlegt að flytja út, eru nú seljanlegar við sæmilegu verði eingöngu vegna þess, að geng- inu var breytt. Má þar nefna hraðfrystan karfa, dilkakjöt og ýmsar fleiri útflutningsvörur. Það er t. d. mjög eftirtektar- vert, að nú er hafin sala á dilka- kjöti til Ameríku, fyrir verð, sem er það hátt, að það full- komlega svarar til þess, sem bændur fá fyrir sams konar kjöt, sem selt er á innlendum markaði. Þýðing þessara nýju sölumöguleika, ef framhald verður á þeim, verður naumast ofmetin frá sjónarmiði landbún- aðarins og raunar þjóðarinnar allrar. Undanfarin ár hefir ekki verið hægt að selja neinar land- búnaðarvörur erlendis á við- unandi verði, nema helzt ull og gærur, og hefir landbúnaðar- framleiðslan því verið takmörk- uð við markaðsmöguleika innan lands. Nú er hins vegar ástæða til að vona, að möguleikar hafi skapast til að auka landbúnað- arframleiðsluna, og þá einkum sauðfjárræktina, með það fyrir augum, að hægt verði að selja verulegan hluta sauðfjárafurð- anna erlendis. En með tilliti til afkomuöryggis þjóðarinnar . í heild er það mjög mikilsvert að takast megi að efla landbúnað- inn á næstu árum. En til þess að svo megi verða, þarf meðal ann- ars að útvega nægilegt lánsfjár- magn til hinna mjög fjárfreku framkvæmda. Þótt það, af framangreindum árstæðum, hafi eigi tekist, sem að var stefnt, að ná jafnvægi í utanríkisviðskiptunum og fjár- málum innanlands, hefir þó ýmislegt áunnist í málum þjóð- arinnar á liðnu ári. Fjárlög fyrir 1950 voru af- greidd án greiðsluhalla og von- uðu menn, að það myndi stand- ast. En vegna stórfelldra ó- happa, sem áður hefir verið lýst, og þar af leiðandi mjög mikið minni innflutnings en búizt var við, brugðust sumir tekjumöguleikar mjög tilfinn- anlega. Þó má vænta þess, að fjárhagsafkoman verði betri, en verið hefir að undanförnu. Fjárlögin fyrir 1951 hafa nú verið afgreidd af Alþingi og einnig án greiðsluhalla að þessu sinni. Því marki var náð, að nokkru með sparnaðarráðstöf- unum á rekstrarkostnaði ríkis- ins og sumpart með nokkurri skattahækkun, sem var óum- flýjanleg til þess að greiða launa uppbætur samkvæmt gengis- lögum, miðað við vísitölu 1. des. s.l. Heildarútgjöld fjárlaganna fyrir 1951 eru svo að segja jafn- há og í fjárlögum yfirstandandi Eftir að ríkisstjórnin tók til starfa varð samkomulag um, að undirbúa og koma áleiðis á næstu árum mestu af fjárfrek- ustu framkvæmdum, sem ráð- izt hefir verið í hingað til hér á landi: Sogsvirkjunin nýja, Lax- árvirkjunin nýja og áburðar- verksmiðjan. — Stofnkostnaður þessara þ r i g g j a stórfram- kvæmda, mun vera um 300 milljónir króna. Framkvæmdir við Sogið og Laxá eru þegar hafnar. I þessu hefir borizt fregn um að fullkomið leyfi sé fengið frá Efnahagssamvinnustofnun- inni í Washington til þess að reisa áburðarverksmiðju. Eru þetta góðar fréttir. Megum við vera öllum þakklátir, sem að þessu hafa unnið — og þó fyrst og fremst stjórnarvöldum Banda ríkjanna, sem veitt hafa þessa rausnarlegu aðstoð. Þess er því að vænta að unnið verði við all- ar fyrrnefndar framkvæmdir á næsta ári. Auk þess vinnur rík- isstjórnin að því, að undirbúna byggingu sementsverksimðju, sem reist verður eins fljótt og fjárhagsástæður leyfa. Ég vil vekja athygli á því, að bygging hinna miklu orkuvera og áburðarverksmiðjunnar, er því aðeins möguleg að mestum hluta af óeyddu Marshallfram- lagi verði varið til þeirra. Þjóð- in verður því að vera við því búin að á því ári, sem nú er að hefjast, verði hún sjálf að afla gjaldeyris til venjulegra þarfa. Þá verða menn einnig að gera sér grein fyrir, að eitthvað þurfi að draga úr öðrum framkvæmd- um í landinu, þar sem hafizt er handa um stórfelld verkefni. Ýmsir kunna að telja þetta hart aðgöngu. En menn verða að hafa í huga að fjárhagsgeta þjóðarinnar er takmörkuð og sömuleiðis möguleikar til að afla fjármagns annars staðar. Það ef ekki hægt að gera allt í einu. Menn verða því að velja og hafna á hverjum tíma. Hér er um að ræða /isavaxnar fram- kvæmdir, sem eiga að verða afl- gjafar til aukinnar framleiðslu, fjölbreyttara atvinnulífs og meiri þæginda fyrir fjölda manns. Þeir landshlutar, sem fjarstir eru hinum miklu orku- verum, munu einnig beint og óbeint njóta þeirra, og áburðar- verksmiðjan mun verða ein helzta lyftistöng landbúnaðar- ins, hvar sem er á landinu. Vatnsorkan er því nær eina orkulind íslands, en þar er um svo að segja ótæmandi orku að ræða og tiltölulega auðvelda til hagnýtingar. Framtíð þjóðar- innar er án efa mjög undir því komin, að hún verði nýtt sem fyrst og sem bezt, svo að allir landsmenn fái möguleika til þess að geta hagnýtt sér þennan afl- gjafa til margvíslegra nota. Eitt af síðustu verkum Al- þingis fyrir hátíðarnar var að samþykkja lög um aðstoð til bátaútvegsmanna til að semja um skuldir þær, sem hlaðist hafa á atvinnurekstur þeirra vegna erfiðleika á undanförnum árum. Hér er um að ræða viðleitni til að koma þessari stórnauðsyn- legu atvinnugrein á heilbrigðan fjárhagsgrundvöll. Þetta er þó ekki framtíðarlausn á reksturs- vandamálum bátaútvegsins. Það viðfangsefni er ríkisstjórnin nú að rannsaka og verður Alþingi væntanlega að taka það til með- ferðar eftir áramótin og þá ef til vill í sambandi við nánari at- hugun á því skipulagi, sem gilt hefir undanfarið í gjaldeyris- málum þjóðarinnar, enda þarf hvort eð er að taka þau mál til nýrrar endurskoðunar. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa beinzt að því, að koma meira jafnvægi á í fjárhags- og atvinnumálunum og stefna þannig að því að minnka við- skiptafjötra og losna við ýmis sjúkdómseinkenni í fjármála- lífi þjóðarinnar. Þrátt fyrir ýmis óhöpp hefir þó miðað í þá átt, að ósamræmið milli peninga- veltu innanlands og gjaldeyris- tekna landsmanna hefir minnk- að. Vegna þess sá ríkisstjórnin sér fært s.l. sumar að setja nokkrar helztu nauðsynjavörur á frílista. Sá frílisti hefir nú ný- lega verið aukinn til nokkurra muna og var þá bætt við ýms- um nauðsynlegustu álnavöru- tegundum til heimilisþarfa, sem mikill skortur hefir verið á að undanförnu. Ríkisstjórnin hefir það nú til athugunar hversu langt er hægt að fara á þessari braut. Þessar aðgerðir styðjast við það meðal annars, að nú virðist vera vaxandi skilningur meðal þjóðanna á nauðsyn þess að greiða fyrir millilandaviðskipt- um, eftir því sem við verður komið og gera þau auðveldari og einfaldari, en verið hefir um langt skeið. Hefir verið stofnað til samtaka þjóða í milli á þeim grundvelli. En við verðum að sjálfsögðu að taka mjög til greina ríkjandi ástand í þeim efnum á hverjum tíma. Þess skulu allir minnast, að höfuðskilyrði þess að unnt verði að rýmka áframhaldandi um verzlunarhöft, er að allir leggist á eitt um að stemma stigu við verðbólgu innanlands. Haldi kaupgjald og afurðaverð á inn- lendum markaði áfram að hækka á víxl mun fljótt að því koma að leggja verði ný höft á verzlunina og takmarka vöru- innflutning. ----☆----- Við þessi áramót er þannig ástatt í alþjóðamálum, að ekki hefir á öðrum tíma verið ófrið- vænlegra síðan heimsstyrjöld- inni síðari lauk. Vér íslending- ar, sem áður vorum afskekktir og töluðum um legu lands vors á þann hátt, að vð værum á yzta hjara hins byggilega heims, vit- um nú, að vér erum á alfaraleið- um og verðum að fylgjast með því alþjóðatafli, sem nú er teflt, um völdin í heiminum. Og er þar einnig teflt um frelsi vort og sjálfstæði. í lengstu lög von- um vér, að betur rætist úr en á horfist. Enn sem fyrr erum vér vopnlaus þjóð, og ómegnug- ir þess að verja sjálfstæði vort og sjálfstæði, ef á það er ráðist með vopnavaldi. Við viljum eiga frið og vinsamlegt samstarf við allar þjóðir, sé þess kostur. En hins vegar hljótum við að gefa gaum þeirri eamstöðu, sem lega landsins, menning og þjóðhætt- ir skapa oss með þeim þjóðum, sem oss eru næstar og nánastar, og sem hafa sama stjórnarfar í öllum meginatriðum og okkar þjóð hefir sjálf valið sér og vill vernda. Vér íslendingar erum meðlim- ir í félagi Sameinuðu þjóðanna og í Atlantshafsbandalaginu. Vér höfum að sjálfsögðu tekið á oss vissar skuldbindingar í þessu þjóðasamstarfi. Vér telj- um að það hafi verið gert af fullri nauðsyn og í samræmi við eindreginn vilja meirihluta þjóð arinnar. Vér munum að sjálf- sögðu halda áfram að efla sam- vinnu og samband við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir, sem vér viljum hafa nánast samstarf við. Á þennan hátt teljum við bezt borgið öryggi þjóðarinnar og þeim hugsjónum um framtíð mannkynsins, sem þjóð vor að- hyllist. En hver sem örlög þjóð- arinnar verða mun henni holl- ast að styðja það eitt á hverjum tíma, sem hún telur sannast og réttast. Góðir áheyrendur. Ég mun nú láta máli mínu lokið. — í upp- hafa þessara fáu orða drap ég á hugsjónir og stórhug þann, sem gagntók þjóð vora, fyrir 50 árum, þegar hirfni nýju öld var heilsað. Margt og mikið hefir áunnizt síðan. Fáir myndu það vera, sem vildu nú skipta á þeim kjörum, sem þjóð vor almennt bjó þá við og því, sem hún nú getur veitt sér. Þótt margt horfi öfugt að oss, virðist nú um þessi áramót, bæði innanlands og í alheimsmálun- um, þá ber oss þrátt fyrir það, að hefja göngu vora inn á síðari helming tuttugustu aldarinnar með ekki minni bjartsýni, starfs- gleði og fórnarhug en feður okk- ar í upphafi aldarinnar. Það er með þeirri von og í ör- uggri vissu um það, að þjóð vor býr yfir nægum hæfileikum og dugnaði til þess að geta velt stórum björgum úr vegi og unnið á þann veg, að allir þjóð- félagsþegnar okkar fámennu þjóðar fái góð lífskjör, ef vilji til samstarfs er nægilega vak- andi og skilningur á því að við- hafa rétt vinnubrögð. Við skulum öll hafa að leiðar- merki orð Einars skálds Bene- diktssonai í aldamótaljóðum hans : „Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúaí*. Með þessum ummælum býð ég öllum gleðilegt nýár. Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNir EO M A VTTOBA Bus Phone 27 989—Res Phone 38 151 Our Speelaltles: WEDDING CORSAGFS COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrlstte, Proprletress Formerly with Robinson & Co

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.