Lögberg - 01.03.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.03.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ, 1951 SINCLAIR LEWIS Fyrsia skáld Bandaríkjanna. er hlaut NóbelsverSlaun Blöðin hafa skýrt frá því, að eitt af frægustu skáldum Banda ríkjanna, Sinclair Lewis, sé lát- ið. Hann dó af hjartaslagi í sjúkrahúsi í Rómaborg. Tíminn birtir hér grein, sem danska skáldið Tom Kristensen skrifaði í Politiken í tilefni af láti skáldsins. Þ e g a r bókmenntaverðlaun Nobels voru veitt Ameríku- manni í fyrsta sinn árið 1930 komu tvö skáld til greina. Það var hinn mikli alvörumaður Theodor Dreiser, og háðfuglinn Sinclair Lewis, og það kom eng- um á óvart, þó að hann væri tekinn fram yfir Dreiser. Hann var meiri listamaður. Hann kunni að segja setningar, sem tolldu í minni lesenda um víða veröld, og brugðu upp á svip- stundu mynd af Ameríku. „Main Street" og „Gopher Prairie" sýndu púrítana Ame- ríku í ljósum myndum og „Bab- bitt" og „Zenith City" birtu les- andanum hinn sanna Ameríku- mann, verzlunarmanninn, sem aðeins á einstöku þunglyndis- stundum gerði sér ljóst, hversu allt líf hans var vélrænt. Vinna hans var vélræn, hröð sala illa byggðra og óvandaðra húsa. „Trú hans var vélræn, hörð og þurr kirkja". Skemmtanir hans voru vélrænar, „golf og sam- sæti, spilakvöld og viðræður". Vinátta hans var vélræn, svo að hann gat unað ærzlum og há- vaða með vinum sínum en þorði ekki að þegja í návist þeirra. Á þriðja tug aldarinnar var Sinclair Lewis í vitund heims- ins sá, sem hafði leitt til sigurs langa baráttu við hinn púrí- tanska anda í Ameríku og stóð nú fremst í baráttunni gegn vélrænum verzlunaranda, sem sótti á og alla vildi móta á einn veg. En samhliða þessu naut hann allra höfunda mestrar lýð- hylli vestan hafs. Af „Main Street", sem kom út 1920 seldust 22 útgáfur á hálfu ári. Harry Sinclair Lewis fæddist árið 1885 í Sauk Center, litlum bæ í Minnesota. Þar var faðir hans læknir. Sjálfur stundaði hann nám við Yale-háskólann, en hvarf frá námi um skeið, þegar Upton Sinclair hreif hann mest og fór þá til New Jersey til að kynnast af eigin raun fé- lagsmálaskoðunum U p t o n s Sinclairs og framkvæmd þeirra af tilraun þeirri til sósíaliskrar nýlendu, sem að hann stóð þar fyrir. Að loknu námi fór Lewis víða um Bandaríkin, en til þess var hann vel fallinn, þar sem hann var röskleikamaður, hafði skarpa athyglisgáfu og öruggt wiinni. Hann las mikið um þær mundir og talið er að hann hafi kynnt sér blöðin og auglýsing- ar þeirra jafn rækilega og skáld- legri bókmenntir, því að þekk- 1]ig hans á hversdagslegum fyrirbærum og daglegu lífi varð 'neð fádæmum. Hann átti eftir a<5 nota þessa menntun, svo fá- nýt sem hún virtist fyrir lista- mann. Hún kom að góðum not- Ulri, er hann gerði raunsæar myndir í skáldskap sínum. Fyrsta skáldrit Lewis kom út arið 1914. Það var fremur stutt Saga „Our Mr. Wren". Henni íylgdu svo þrjár aðrar sögur, Sem ekki vöktu verulega athygli. Allar fjölluðu þær þó um ame- nsk efni. Seinna svaraði Lewis Pví til, þegar honum var brugð- Jð um skort á samúð með ame- nskum anda og amerísku lífi, að aldrei hefðu amerískir rit- hófundar haft önnur eins skil- yrði til að taka forustuna í bók- menntum heimsins. Höfundarn- Jr ættu að gera sér ljóst, að ekk- ert land væri eins heillandi og þeirra, — nema ef til vill Kína °g Rússland, — því að í Banda- nkjunum væru alls konar þjóð- flokkar frá Islending upp til Japana og Negra og margs kon- ar andstæður aðrar. Þess vegna skrifaði hann alltaf eins og Ame- ríkumaður. En svo kom „Main Street", skáldsagan um hugsjónakonuna sem vegna giftingar sinnar neyðist til að búa í amerískum smábæ og reynir að vekja hann úr svefni og mollu en bíður ó- sigur. Það er ljóst hvert stefnt er. Sinclair Lewis fannst, að í þessum bæ drottnuðu hinir dauðu yfir þeim lifandi, og hann sagði blátt áfram: Það er sjálfsánægja hinna dauðu, sem snýst í gremju yfir þeim, sem lifa, af því að þeir anda ennþá. Það er afneitunin, löghelguð sem hið eina heilbrigða. Þetta er að banna hamingjuna. Það er að velja sjálfur og kjósa á- nauðina. Það er helgun þrælkun- arinnar og trú á hana". Þessi árás á hefðbundið smá- bæjalíf var ekki ný. Hún hófst í Ameríku með ljóðum Lee Masters. En þar skilja menn betur óbundið mál en bundið og endurmat allra hluta lá í lofti eftir heimsstyrjöldina fyrri. Sinclair Lewis varð frægur í einni svipan. Tveimur árum seinna kom svo Babbitt út. Sú bók hefði sennilega vakið enn meiri eftirtekt ef leiðin hefði ekki verið brotin með bók H. L. Menekens, „Americana". Hann hafði þar safnað saman flestu, sem hægt var að hlæja að, allt frá kjörorðum presta og stjórn- málaleiðtoga að orðtækjum al- mennings, eins konar safnrit heimskunnar, sem hverju landi er hollt að eiga. En Sinclair Lewis kunni að hlaða einni vit- leysu ofan á aðra og raða þeim saman svo að úr því yrðu lif- andi persónur, furðulegar en þó raunsannar spegilmyndir, svo að hver sá, sem af var amerískur keimur, mátti þar þekkja sjálf- an sig. Því miður reyndi Lewis sex árum seinna að fara sömu leið með bókinni „Maðurinn, sem þekkti Coolidge", en brást þá bogalistin í fyrsta sinn. Áður hafði hann sent frá sér „Arrow- smith" og „Elmer Gantry". „Arrowsmith" er læknissaga, sem Sinclair Lewis skrifaði eft- ir að hafa ferðast um Vestur- Indíur með Paul de Kruif, sem skrifaði „Bakteríuveiðar" og „Banamenn dauðans". Sú bók er að vissu leyti undanfari skáld- sagna Cronins og fleiri af þeim toga og er talin með því bezta, sem Lewis hefir gert. Það er ekki aðeins vegna ádeilu þeirrar sem þar er gerð á prangara- sjónarmið amerískra lækna, heldur einnig af bjartsýnni holl- ustu við flekklaus vísindi eins og þau birtast hjá hinum ó- gleymanlega fulltrúa sínum, Max Gottieb prófessor. Þessari sögu var vel tekið en það er ekki hægt að segja um „Elmer Gantry", sem er lýsing á trúuð- um fjárglæframanni. Sú mann- gerð er ekki fágæt, sízt í Ame- ríku, og ef til vill hefir hið góða minni höfundar varðveitt allt- of marga drætti frá þessum trú- arhetjum, en sagan er fjarri því að vera leiðinleg þó að hún kunni að vera hart bein að bíta. Að minnsta kosti aftraði hún ekki hinum 18 „ódauðlegu" — en þá var Selma Lagerlöf þeirra á meðal, frá því, að veita honum Nobelsverðlaunin 1930 og beina þar með augum Evrópu varan- lega í vesturátt. í Ameríku, þar sem frægðin kemur og hverfur hratt, var því misjafnlega tekið, að það skyldi vera Sinclair Lewis, sem veitt- ist þessi sæmd. Sumum fannst það öfugmæli. Þar voru menn óánægðir með seinni bækur hans og jafnvel svo samúðar- ríka sögu sem „Dodsworth". Þar er sagt frá Ameríkumanni, Bókin um Sigurð málara Sigurður Guðmundsson málari. Jón Auðuns sá um útgáfuna. Leiftur h.f. Reykjavík, 1950. Þetta rit er gefið út til minn- ingar um listamannsefni, sem lét tvær skyssur henda sig. Hin fyrsta var sú, að hann fæddist í röngu umhverfi, en hin síðari, að hann, þegar hann að námi erlendis var búinn að búa sig undir að taka sjálfstæðum þroska, sneri heim aftur í upp- runa-umhverfi sitt. Ef hann hefði verið uppi skömmu eftir aldamótin síðustu, þegar ís- lenzk listamannsefni voru búin að átta sig á því, að á þessu landi væri einskis að vænta um sinn, þá hefði hann sennilega ílenzt í Danmörku, og er þá sízt fyrir að synja, nema orðið hefði eitt- hvað gott úr honum sem mál- ara. Það, sem til er eftir hann frá námsárunum, ber þess ljós- an vott, að handbragð hans allt og kunnátta hans til þess hefir verið í bezta lagi. Ýmsar þeirra mynda, sem hann málar sjálf- stætt, tala og glögglega um það, að hann hafi átt mikla þroska- möguleika. Svo eru málverkin af sjálfum honum og Steingrími Thorsteinsson ljómandi vel gerð, sérstaklega er sjálfsmyndin með greinlegum listablæ og með ein- kennilegum clairobscur nokkuð að hætti Rembrandts. Sigurður er með öðrum orðum gott lista- mannsefni, þegar hann kemur heim til Islands. Þegar þangað kom tók ekki gott við. Yfirstétt, sem var andþröng vegna þess, að hún lifði í fámenni og af hroka, er stafaði af viðmiðsleysi, kæfði listamanninn í Sigurði með því að láta það ógert að skapa honum skilyrði til döfn- unar. Hefir það og sumpart stafað af því að Sigurður, sem var að eðlisfari hornóttur og nokkuð byltingagjarn, hefir ekki viljað skríða fyrir þessum lýð, svo sem honum þótti sæma, til þess á þann veg að fá að koma sér við. Þetta sýnir bókin glögg- lega, því að allar myndir, sem gerðar eru gerðar eftir að Sig- urður kom heim, bera það ljós- lega með sér, að það hefir ekki aðeins tekið fyrir allan þroska hjá honum eftir heimkomuna, heldur hefir honum beinlínis hrakað. Það eru aðallega and- litsmyndir sem hann gerir eftir það, og nýtur hann að vísu í þeim handlægni sinnar og kunn áttu, svo að þær eru sjálfsagt líkar, en þær eru dauðar. Staf- ar það sjálfsagt af því, að Sig- urður hefir orðið að gera þær sér til matar, hvort sem honum líkaði betur eða ver, og að slett hefir verið í hann nokkrum döl- um fyrir, vafalaust með vel- gerðamannssvip. Slíkt deyðir. Samt hefir ekki verið hægt að kæfa hann alveg út af, því stundum lifnar hinn gamli Adam listamanns í honum. Mynd af barni (nr. 26), myndin af frú Þuríði Kúld (nr. 27) og af frú Kristínu Krabbe (nr. 36) eru glæsilegar myndir, sem stað- festa enn á ný vonirnar, sem ekki rættust. Bókinni fylgir ágæt ævisaga eftir útgefandann, og er hún prýdd uppdráttum Sigurðar að útsaumi á íslenzka búningnum. Er ævisagan fallegur minnis- varði yfir Sigurð, og er furða hvað þessi áhugasami og fjöl- hæfi maður hefir getað komið við sér með áhugamál sín önn- ur en listina, þrátt fyrir þá and- stöðu sem hann mætti. Ég vil geta þess, að ég fæ ekki betur séð, en að myndirnar nr. 48—50 muni vera miklu eldri en flokkunin í bókinni sýnir. Þær virðast bera með sér, að þær séu ekki gerðar eftir að Sigurð- ur kom heim aftur, heldur á allra fyrsta skeiði hans við nám, eða jafnvel áður en hann fór utan til náms. Þetta er prýðileg og falleg bók í hvívetna, og þess vegna hin eigulegasta. Guðbr. Jónsson —VÍSIR sem fer til Evrópu, þreyttur af Babbitt-lífi sínu. Tveimur árum áður en Lewis hlaut Nobelsverð- launin hafði einn gagnrýnand- inn, Whipple, lokið harðorðri ritgerð um hann með þessum orðum: „Lewis er sjálfur bezti gagnrýnandi ameríska þjóðfé- lagsins af því að hann er sjálfur lifandi sönnun þess, að ádeila hans er réttmæt". Nobelsverð- launin urðu því ekki til sæmdar í heimalandi hans. Hann varð harðar gagnrýndur og betur tekið eftir því, sem miður var gert í verkum hans. Þó tókst honum enn með bókinni „It can't happen here" að vekja heimsathygli. Þar sýnir hann fram á að nazisminn ætti sér líka jarðveg og tækifæri í Ame- ríku. í „Kingsblood" átti hann líka eftir að taka kynþáttamálin þeim tökum að sérhverjum hvít- um manni h.lýtur að renna ó- jöfnuðurinn til rifja og skynja það ranglæti, sem framið er. — Hann tók alltaf afstöðu réttu megin. Með Sinclair Lewis lézt eitt af stórskáldum Ameríku. „Main Street", Babbitt og „Arrow- smith" munu halda nafni hans uppi. —TIMINN 45 íslendingar fórust á sjó 1950 en 14 í umferðarslysum Þrefalí fleiri drukknanir en 1949 Á árinu 1950 fórust 45 ís- lendingar af völdum sjóslysa eða drukknuðu við land, eftir því sem Slysavarnafé- lagi Islands er kunnugt, og er hér um að ræða þrefalt fleiri drukknanir en á síðast liðnu ári. Hafa þannig sjó- slysin færzt mjög í aukana og eru nú aftur orðin yfir- gnæfandi yfir önnur slys, eins og oftast hefir verið hér á landi. Ey skýrur úr hafi Sá, sem siglir frá Hawaii til suðvesturs og fram hjá hinni litlu Matthew-ey, mun fá að sjá sjón, sem fáum dauðlegum mönnum hlotnast: nýtt land vera að fæðast. Á þessum slóðum eru oft elds- umbrot á sjávarbotni, og fyrir nokkrum mánuðum varð þess vart, að þarna fór að örla á skeri, þar sem áður hafði verið djúpur sjór. Og samkvæmt seinustu fréttum er nú komin þarna ný ey á stærð við Matthew og er orðin 150 metra há. Eldsumbrot á sjávarbotni eru alls ekki ótíð, né heldur að eyj- um skjóti úr hafi um stund. Er skemst á að minnast ey þá, er skaut úr hafi skamt frá Japan í febrúar 1946. Hún var kölluð Urania. Þar höfðu verið sand- grynningar áður, en nú skaut þar upp tveimur kollum, sem voru allt að 20 metra yfir sjáv- arflöt. Ameríska gufuskipið „Chicago" sigldi fram hjá þess- ari ey og tilkynnti það flotamála ráðuneytinu í Washington. En í febrúar árið eftir var eyjan horfin, en öldur hafsins brotn- uðu á grynningum, þar sem hún hafði áður verið. Ekki er talið að hún hafi sokkið, heldur hafi brim og vindar eytt henni, þar sem hér var um ægisand að ræða og léttan vikur. Nokkrum árum áður var annað amerískt skip, „Gold Star", á ferð nær 200 mílum sunnar. Sáu skipverjar þá hvar hvítan mökk bar við loft, og er þeir nálguðust staðinn, kom í ljós að þetta var gufumökkur, sem reis þar upp úr hyldjúpu hafinu og lagði um 800 metra í loft upp. Allt um kring var sjór- inn á hreyfingu og miklu heit- ari en annars staðar. Allan dag- inn sáu þeir þennan mökk og virtist hann heldur fara hækk- andi, Og þegar fjær dró var sjórinn þakinn fljótandi vikri, sem gosið hafði kastað í loft upp. Voru vikurmolarnir mjög misstórir, sumir eins og möl, en aðrir allt að 30 sentimetra í þvermál. Skamt suðvestur af Samoa, var hin svonefnda Falkeney. — Fyrir tæpum 80 árum fóru eng- ar sögur af ey þarna. En árið 1877 tóku menn eftir því, að þar lagði gufumökk úr hafinu. Og nokkru síðar fór að bóla þar á landi. Árið 1899 var eyjan orðin svo stór að enska hafrannsókn- arskipið „Egeria" mældi hana. Fimm árum seinna var þar eng- in ey, heldur smásker, sem öld- ur hafsins brotnuðu á. Seinna hvarf svo þetta sker alveg. En 1927 hafði eynni aftur skotið úr kafi og var þá míla á lengd. Rauk þar mikið upp um allar sprungur og glufur. Árið eftir var hún orðin tvær mílur á lengd og á henni 200 metra hátt Þá hefir orðið óvenju mikið skipatjón hér við land á síðast- liðnu ári og sérstaklega áber- andi hvað mörg erlend skip hafa farizt hér við land á árinu, og ef reiknað er með tonnatölu, þá er ekki vitað um öllu meira skipatjón hér við land á friðar- tímum. í skýrslum Slysavarnafélags- ins er aðallega getið um það skipatjón, er orðið hefir í sam- bandi við mannskaða eða björg- un mannslífa, en ótalin eru þau skip er slitnað hafa frá bryggj- um eða legum, sokkið eða rekið á land, mannlaus eða án þess að mannslíf væru í hættu. Skrifstofa Slysavarnarfélags íslands hefir flokkað þessi sjó- slys þannig: Manntjón: Með skipum, sem fórust, 27 menn. Féllu útbyrðis í rúmsjó, 4 menn. Dóu af slysförum á skip um, 2 menn. Drukknuðu við land, 10 menn. Samtals 45 manns. Skipaíjón: M. b. Helgi V. E. 333 frá Vest- mannaeyjum fórst við Faxasker, 115 smálestir. B. v. Vörður frá Patreksfirði sökk í hafi, 625 smá lestir. M. b. Jón Magnússon G. K. 425 frá Hafnarfirði, fórst í fiskiróðri, 61 smálestir. M. b. fjall, sem gaus ákaflega. Árið 1936 hafði þetta fjall lækkað svo að það var ekki nema 70 metra hátt, og gætti þá lítils jarðhita þar. En nokkuð suð- austan við eyna komu gos með stuttu millibili. — Tveimur ár- um seinna hafði eyjan styzst um Vz mílu og var ekki nema 10 metra yfir sjávarflöt, og þá var engin jarðhiti þar. Nú er hún sokkin og er 10 metra dýpi þar sem hæsti tindurinn var áður. En samkvæmt fréttum frá skipi frá Nýja-Sjálandi eru byrjuð ný umbrot á sjávarbotni skamt þaðan og leggur megna brenni- steinsfýlu af sjónum. — Búast menn við því að eynni sé enn að skjóta úr kafi. Ýmsar af eyjunum í Kyrra- hafi munu hafa myndast á þenn- an hátt og verið ofansjávar svo lengi, að þar myndaðist gróður og menn settust þar að. Ein af þeim eyjum mun Tunaki hafa verið. Hún sökk í sjó árið 1836 og fórust þar allir eyjarskeggjar 13.000 að tölu. Árið 1883 sprakk eyjan Krakatá í loft upp og varð af svo mikil flóðbylgja að hún fór um hálfan hnöttinn, en ask- an frá gosinu barst yfir allan hnöttinn. Olli hún lengi ýmsum einkennilegum loftsjónum og hafði mikil áhrif á veðrið til hins verra. Eldsumbrot neðansjávar þekkjast og hér við land. Er tal- ið að ellefu sinnum hafi verið eldgos í sjó út af Reykjanesi síðan land byggðist. Og þar hafa eyjar komið og horfið. Árið 1783, skömnfu áður en Skaftáreldar hófust, var eldur í sjó fyrir Reykjanesi og skaut þar upp nýrri ey suður af Geirfugla- skerjum. Rauk mikið úr henni. Danir hugsuðu sér þegar til hreyfings og ætluðu að hlaða vörðu á eynni og helga sér hana, en hún sökk aftur áður en af því yrði. —Lesb. Mbl. Ingólfur Arnarstm R. E. 19 frá Reykjavík, strandaði fyrir vest- an Þjórsá, 102 smálestir. M. s. Elsa R. E. 130 frá Reykjavík, sökk s. v. af Malarrifi hlaðin vör- um, 100 smálestir. B. s. Sævar V. E. frá Vestmannaeyjum sökk við vesturströnd Skotlands, 226 smál. M. b. Gunnar Hámundar- son G. K. 357 keyrður í kaf af brezkum togara vestur í Mið- nessjó, 27 smá. M. b. Þormóður rammi S. I. 32, fékk áfall í of- viðri og rak á land á Sauðanesi, 20 smál. Opinn bátur frá Vopna firði, ca. 2 smál. Trillubátur frá Siglufirði, ca. 4 smál.. Trillubát- ur frá Heydalsá, ca. 4 smál. Sam- tals 1,286 smál. Erlend skip: M. s. Clam, strandaði við Reykjanes, 10.000 smál. B. v. Prestson Worth End fórst á Geirfuglaskerjum ca. 300 smál. S. s. Sundsvall, þýzkt skip, strandaði við Garðskaga, ca. 400 smál. M. s. Jupiter, rússneskt skip, strandaði við Þorgeirs- fjörð, 250 smál. M. s. Invercould, skozkt fiskiskip, strandaði við Garðskaga, 250 smál. S. s. Ein- vik, norskt skip með síldarfarm, strandaði við Raufarhöfn, ca. 400 smál. B. v. Northern Spray rak á land í Skutulsfirði í of- viðri, náðist á flot, 625 smál. B. v. Wyre Warrions, strandaði í norðanverðum Arnarfirði, komst á flot, ca. 300 smál. — Samtals 12.575 smál. Björgun mannslífa hefir og orðið mikil og giftudrjúg á síð- astliðnu ári, þannig hefir 159 mannslífum verið bjargað á ár- inu 1950 eftir því sem Slysa- varnafélag Islands veit bezt um og þar af hefir 105 mannslífum verið bjargað fyrir tilstilli Slysa varnafélags íslands og með tækj um þess, en 54 mannslífum hafa ýmsir aðrir orðið til að bjarga. Björgunarmenn hafa í sumum tilfellum orðið að leggja sig í hættu og ótrúlegt erfiði eins og þegar björgunarsveit Slysavarna félagsins* á Siglufirði varð í blindhríð og ofviðri að sækja yfir veglaus fjöll. Hér er þó ekki talin með sú « mikla aðstoð og hjálp, er björg- unar- og eftirlitsskipin hafa veitt sjófarendum á árinu, þar sem nákvæmar skýrslur um það eru ennþá ekki fyrir hendi, en sú hjálp er mjög mikil og í mörg um tilfellum um óvéfengjan- lega björgun mannslífa að ræða. Vitað er að B. s. Sæbjörg hefir hjálpað að minnsta kosti 50 skipum á árinu og V. s. Ægir 22 skipum, og það verðmæti, sem þannig hefir verið bjargað má meta mikils. Banaslys af umferð eða öku- tækjum er orðið hafa á árinu og vitað er enn um, eru svipuð og í fyrra eða um 14 talsins, önnur slys, er orðið hafa í Tandi og vitað er um eru 11 í ár, en 14 í fyrra. —Alþbl. 1. janúar Heildartekjur þjóðarinnar 1199,3 millj. kr. 1948 I Nýútkomnum Hagtíðindum er frá því skýrt, að heildartekj- ur þjóðarinnar hafi numið 1199,3 milljónum króna árið 1948, en það er nokkru lægri upphæð en árið áður, en þá voru þær 1216,5 milljónir. Eignir skattskyldra einstakl- inga töldust 1177,4 milljónir í ársbyrjun 1948, en 1222,0 millj. í ársbyrjun 1949. Árið 1949 var tekjuskattur <;- samt tekjuskattsviðauka og stríðsgróðaskatti 48,6 millj. kr., en árið áður námu sömu skatt- ar 60,8 milljónum. Hafa því þeir skattar lækkað um einn fimmta frá árinu áður. Meðaltekjur skattskyldra ein- staklinga voru 18500 krónur 1947, en 18200 krónur 1948. —Mbl. 19. jan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.