Lögberg - 01.03.1951, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ, 1951
Or borg og bygð
Gjaíir lil Elliheimilisins
„HÖFN" í Vancouver:
Prince Rupert Icelandic Com-
mitte $ 23.00.
Proceeds from Dance —
Prince Rupert 72.23
Icelandic Ladies Aid —
Leslie, Sask. 10.00
Vancouver, BC.
Mr. O. Sigurdson 25.00
Mr. F. Lyngdal 5.00
Dr. B. T. H. Marteinsson 100.00
Osland. B.C.
Mr. & Mrs. Gísli Jónsson 10.00
Mr. & Mrs. W. Jónsson 10.00
Mr. & Mrs. K. Einarsson 10.00
Walter Johannson,
Pine Falls Man. 10.00
Other Gifts
Large vínarterta; Mrs. S. Pálson
Large Xmas Cake; Mr. Bald-
winson.
Large Ham; The Lutheran W.A.
Society.
Large Ham; Mr. and Mrs. Jón
Sigurdson.
Large Turkey; George Ólafson
2 doz. each, cups, saucers and
plates; Strondin.
50 pounds Sugar; Sunnyside
Market.
Dishes for Staff use; Mrs. B. M.
Ruddell.
Also gifts for each person in
the Home, _d o n a t e d by the
Ladies Aid Socitey, Sólskín.
Innilegt þakklæti fyrir allar
þessar gjafir.
Vinsamlegast,
Dr. B. T. H. Marteinsson, Treas.
Medical Dental Bldg.
Vancouver, B.C.
☆
Fundur í Stúkunni HEKLU
I. O. G. T. næsta mánudagskvöld
5. marz á venjulegum stað og
tíma.
☆
Þann 22. febrúar síðastliðinn,
lézt á Almenna sjúkrahúsinu í
Vancouver Mrs. Áslaug Ólafs-
son, ekkja Guðlaugs Ólafssonar
smiðs, en þau áttu um langt
skeið heima í Winnipeg; hún
var 84 ára að aldri; útförin fór
fram á mánudaginn var frá út-
fararstofu Harold Edwards í
Vancouver. Séra Kolbeinn Sæ-
mundsson frá Seattle jarðsöng.
Ársþing
(Frh. af bls. 1)
aða rödd; hrifningu mikla
vakti einsöngur séra Erics H.
Sigmars, enda er rödd hans
hrein og karlmannleg; við hljóð-
færið var Miss Sigrid Bardal,
sem er ágætur píanóleikari á
hröðu framfaraskeiði.
Hinn snöfurmannlegi, ný-
kjörni fjármálaráðherra Min-
nesota-ríkis, Valdimar Björns-
son, flutti af mikilli mælsku
kyngimagnaða ræðu, er kom
víða við og gott var á að*hlusta;
verður ræðan birt í blaðinu í
næstu viku; hún á brýnt erindi
til almennings, enda er höfund-
ur hennar kunnur áhugamaður
um mannfélagsmál.
Frumort kvæði fluttu þeir Dr.
Richard Beck og Einar P. Jóns-
son.
Samkoman fór um alt hið
virðulegasta fram, og var öllum
þeim, er að henni stóðu til hinn-
ar mestu sæmdar. Ágætar veit-
ingar voru seldar í kjallarasal
hússins og fjörugur dans stiginn
fram eftir nóttu.
Mrs. Ólafsson lætur eftir sig
tvo sonu, George í Vancouver
og Björn í Chicago; einnig fimm
dætur: Mrs. K. Skordal og Mrs.
Olive Cribbs í Vancouver, Mrs.
B. E. Edison, Dofve, Sask.; Mrs.
E. Richardson, Winnipeg, og
Mrs. E. Kolbeins, Whitehorse;
barnabörn eru 15 og 10 barna-
barnabörn.
☆
Á mánudaginn, 26. febrúar,
var til jarðar borin frá Útfarar-
stofu Bardals, ekkjan Sigríður
Bergman, 1444 Wellington Cres.,
hér í borginni. Maður hennar,
Jónas Bergman, ættaður úr Mið-
firði í Húnavatnssýslu, lézt
1945. Síðan hefir hún mest verið
á vegum sonar síns, Walters,
byggingameistara. Hún hafði
verið heilsuveil lengi, enda orð-
in 84 ára að aldri. Sigríður var
eyfirsk að ætt, sómakona- hin
mesta. — Jarðarförin var mjög
fjölmenn. Séra Valdimar J. Ey-
lands flutti kveðjumálin.
☆
Gustave Anderson, 80 ára að
aldri, af sænskum ættum, and-
aðist á Winnipeg Beach þann 16.
febrúar að heimili sínu þar. —
Konu sína misti hann fyrir 2
árum síðan. Börn hans á lífi eru:
George, er heima dvelur; Roy í
Selkirk; Mrs. Thor. Klenn,
Nelson, B.C.; og Beatrice, er
heima dvelur með bróður sín-
um. Hinn látni var lengi í þjón-
ustu C.P.R.-félagsins, eftirlits-
maður á járnbrautum í grend
við Winnipeg Beach. Áður á ár-
um stundaði hann búskap hér í
fylki. Hann var maður er ávann
sér virðingu samborgara sinna.
Útförin fór fram frá United
Church, Winnipeg Beach, þann
21. febrúa>. Séra Sigurður Ól-
afsson jarðsöng.
☆
LÝÐUR JOHNSON,
vistmaður á Betel, lést þar
þann 12. febrúar. Hafði hann
komið á heimilið 17. ágúst síðast-
liðinn, þá allmjög þrotinn að
heilsu. Hann var fæddur í
Hrafnadal í Strandasýslu 15.
marz 1866, sonur Jóns Lýðsson-
ar og Sigríðar Bjarnadóttur, er
bæði voru ættuð úr Stranda-
sýslu. Lýður fluttist vestur um
haf um aldamótin; hann giftist
Helgu Sveinsdóttur ættaðri úr
Borgarfjarðarsýslu, góðri konu
og gáfaðri, systur Ingibjargar
konu Magnúsar heitins á Eyjólfs
stöðum, og Gróu, konu Sveins
Pálmasonar byggingameistara í
Winnipeg Beach, og Jóhannesar,
er dvelur í California. Lýður bjó
á Lundi í Hnausabygð. Kona
hans leið mikil veikindi á efri
árum og var rúmliggjandi um
fimm ára bil. Hún andaðist að
heimili sínu í sept. 1931. —
Börn þeirra á lífi eru: Helgi,
forstjóri, í þjónustu North
American stór-félagsins, búsett-
ur í Flin Flon, Man., kvæntur
Tryggveigu Tryggvadóttur Ara-
sonar frá Kjalvík við Húsavick,
Man. og Þorgerður Sigríður,
kona W. L. Finnsson, bónda á
Lundi. Tvö börn þeirra Jórunn
og Stefán dóu í bernsku. Þrett-
án barnabörn eru á lífi. Eftir lát
konu sinnar dvaldi Lýður aðal-
lega hjá dóttur sinni og tengda-
syni og naut sín vel. Árið 1934
fór hann snögga ferð til íslands.
Hann hafði sæmilega heilsu
fram á síðustu æviár.
Lýður var maður fáorður og
grandvar, hinn ábyggilegasti
maður, aðsjáll, hygginn og sam-
haldssamur. Börn hans eru vel
gefin og efnilegt fólk, og barna-
börn hans mannvænleg og hon-
um kær. Þótt þrotinn væri að
heilsu er hann kom á Betel,
eignaðist hann þar marga vini,
og vildi af ítrasta megni vera
þar hjálplegur og gleðjandi. Þar
naut hann umhyggju Þórunnar
dóttur sinnar, er vinnur á Betel,
og einnig þjónustu og umönnun-
ar hjúkrunar- og þjónustu-
kvenna þar. Vil ég fyrir hönd
ástvina hans túlka þakklæti for-
stöðukonunni og þjónustufólk-
inu fyrir kærleika og umönnun,
er hann varð þar aðnjótandi. —
Útför hans fór fram þann 19.
febrúar með kveðjuathöfn á
Betel, og í kirkju Breiðuvíkur-
safnaðar á Hnausum.
Börn hans, afkomendur og
margir sveitungar kvöddu hann
með virðingu og þökk.
S. Ólafsson
☆
Úr Dakotabygðunum varð
Lögberg vart við eftirgreinda
erindreka og gesti á þjóðræknis
þingi, Dr. Richard Beck, Harald
Ólafsson, Björn Stefánsson, G.
J. Jónasson, T. A. Björnsson,
Jósep Anderson, Rögnvald Hall-
dórsson, Stefán Indriðason,
Soffíu Bernhöft, Kristján Guð-
mundsson, Joe Peterson, frú og
dóttur, Miss Laugu Geir og
frænku hennar Miss Kristínu
Davíðsson.
ír
Frá Morden sóttu þjóðræknis-
þing Mr. og Mrs. T. J. Gíslason
og Mrs. Árni Thomasson og
dóttir.
☆
Kvenfélag Sambandssafnaðar
efnir til „Bridge“-kvölds í sam-
komusal safnaðarins á þriðju-
daginn þann 6. þ. m. kl. 8.15. —
Einnig verða kaffiveitingar á
boðstólum.
☆
A meeting of The Jon Sigurd-
son Chapter I O D E will be
held at the home of Mrs. P. J.
Sivertson 497 Telfer St. on Fri-
day Evening March 2nd at 8
o’clock.
'A
Mr. G. A. Williams kaupmað-
ur frá Hecla hefir dvalið í borg-
inni tvo undanfarna daga.
☆
Samkoma Icelandic Canadian
Club í Fyrstu lútersku kirkju á
þriðjudagskvöldið var afarfjöl-
menn og þótti takast hið bezta;
nánari umsögn í næsta blaði.
☆
Úr Algylebygð sátu þjóð-
ræknisþing G. J. Oleson og frú,
séra Eric H. Sigmar og B. S.
Johnson.
Ársskýrsla . . .
Framhald af bls. 4
að til þess að vinna samskonar
starf þar og getum við talið okk-
ur það mikinn heiður að hafa
verið fyrirmyndin í því máli.
Gestakoman hingað byrjaði með
þinginu fyrir ári síðan, er þing-
gestur okkar var Gunnar Páls-
son, söngvari, frá New York. Svo
liðu nokkrir mánuðir þar til að
Pálmi Hannesson rektor Menta-
skólans í Reykjavík kom til
Winnipeg til að hitta íslendinga
hér og kynnast þeim, og tala á
íslendingadeginum á Gimli.
Nefndin efndi til samsætis fyrir
hann og gladdi það okkur að
geta gert það.
Næst kom mikilsmetinn
mentafrömuður til Winnipeg, á
fund forseta Manitoba-háskóla
til að ræða nokkur mál í sam-
bandi við hinn fyrirhugaða
kenslustól í íslenzkum fræðum,
Dr. Alexander Jóhannesson, for-
seti Háskóla íslands. Þjóðræknis
nefndin efndi til almenns sam-
sætis á Royal Alexandra Hotel,
í heiðursskyni við hann og þar
veittist íslendingum sá heiður
og ánægja að hlusta á forsetann,
sem er einn af hinum fremstu í
þekkingu á tilveru og myndun
nútíma tungumála.
Næst á ferð voru aðalsræðis-
maður Hannes Kjartansson og
frú, sem ég hefi áður minst. Og
einum mánuði seinna kom hing-
að maður í heimsókn til skyld-
fólks síns en sem Þjóðræknis-
félagið, tímaleysis vegna, tók
ekki á móti, þó við hjónin hefð-
um þá ánægju af að bjóða hon-
um heim til okkar, og mér gafst
tækifæri til að endurnýja gaml-
an kunningsskap. Þessi maður
var Einar Sæmundsson, aðstoðar
skógræktarstjóri á Islandi. Hann
er bróðursonur Mrs. Sigríðar
Árnason, ekkju séra Guðmund-
ar heitins Árnasonar.. Hann var
á leið heim aftur úr ferð til
Alaska, þar sem hann safnaði
fræi af ýmsum trjátegundum til
gróðursetningar á íslandi.
Næsti gesturinn hér á ferð var
Páll Kolka læknir frá Blöndu-
ósi, sem flest öllum hefir gef-
ist tækifæri að hitta og kynnast.
Og geri ég grein fyrir komu
hans, ferðum og dvöl hér undir
öðrum lið.
Og síðastur á ferð hér var
góður og vinsæll maður, sem
heimsótti okkur fyrir sjö árum,
er haldið var upp á 25 ára af-
mæli félagsins, sem fulltrúi Is-
lands-stjórnar, séra Sigurgeir
Sigurðsson, biskup yfir íslandi.
Það er varla þörf á að minnast
hve öllum þótti vænt um komu
hans nú aftur, og fögnuðu hon-
um er hingað var komið, og ekki
sízt vegna þess að frú Guðrún
kona hans var með í förinni.
Eins og menn muna, messaði
biskupinn í báðum kirkjum á
jólunum, og gladdi fólk hér
vestra með nærveru sinni á
þeim tíma. Þau hjónin stóðu
ekki við nema aðeins eina viku,
og hurfu svo suður til Banda-
ríkjanna, þar sem þau voru um
tíma gestir Árna Helgasonar,
hins góðkunna atorkumanns
og ferðuðust með h o n u m
suður í ríki og eftir því
sem ég hefi frétt alla leið
suður í Mexico. Það var ósk
biskupsins, á meðan að hann
stóð hér við, að engin fjölmenn
samsæti yrðu haldin honum.
Hann var að leita sér heilsu-
bótar og vildi geta hvílst eftir
því sem tækifæri gæfist. En
nefndinni fanst hún ekki mega
sleppa biskupshjónunum héðan
án þess að sýna þeim virðingu
á einhvern hátt og tók það ráð
að bjóða þeim á miðdagsverð
með örfáum öðrum mönnum,
sem tókst vel. Og er þau hjónin
fóru héðan, hljómuðu heilla-
óskir og blessun allra Vestur-
íslendinga í eyru þeirra.
Og nú þegar ég er að telja
upp samsæti, sem haldin voru
á árinu, má ekki gleyma sam-
sæti, sem nefndin hélt skrifara
sínum, Jóni J. Bíldfell á áttug-
asta afmæli hans í sumar sem
leið. Maður ætti bágt með að
trúa því að jafn fjörugur og vel
útlítandi maður sem hann er,
gæti verið það gamall. En það
er tilfellið. Og samnefndarmenn
hans, allir miklu yngri en hann,
vildu heiðra hann á afmælinu,
og gerðu það, og afhentu honum
dálítinn grip til minningar um
daginn.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eyland*.
Heimili 776 Virtor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
☆
Lúierska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 4. marz.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagsskóli kl. 1 .
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
☆
— Argyle Presiakall —
Guðþjónustur, sunnudaginn 4.
marz:
Grund kl. 2:30 e. h.
Baldur kl. 7 e. h.
Séra Eric H. Sigmar
HERBERGI
með húsgögnum fæst til leigu
nú þegar að 277 Toronto Street.
Sími 33 920.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMU N DSSON
BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK
H.R.H. THE DUKE OF EDINBURGH
This Royal Command study by Baron is the latest
portrait of H.R.H. the Duke of Edinburgh, in the uni-
form of Lieutenant-Commander of the Royal Navy.
This recent portrait of the Duke of Edinburgh was
taken at his London home, Clarence House. The Duke
is at present with the Fleet in the Mediterranean. He
was joined by his wife, H.R.H. Princess Elizabeth, for
some weeks over Christmas, and Princess Margaret
also flew to Malta for a short holiday with them.
(FRAMHALD)
s •' I Á r
ONK OF
EATONf
OWN
RANDf J
eaton's “Solar” Watches
Dependable and Accurate!
Your finest watch buy
today! — Anywhere!
“Solar”, one of EATON’S
own B r a n d e d Lines
backed unconditionally
by EATON’S policy of
“Goods Satisfactory or
Money Refunded”. You’re
sure of the finest watch
for your money when
you choose a “Solar”
watch, either men’s or
women’s model.
Jewellery Section,
Main Floor, Portage
AT. EATON C
O
LIMITKO
‘Y0UR BEST BUY IS AN EATON BRAND’
TIL BÚNAÐARUMBÓTA
Búnaðarbótalán má nota til að raflýsa bæi
yðar, hlöður og önnur útihús. Upphæðir, sem
nema alt að $3,000 eru fáanlegar samkvæmt
þar að lútandi ákvæðum, og um afborganir
má semja til eins, tveggja eða fleiri ár, og
vextir nema aðeins 5%. Upplýsingar hjá
næsta útibúi.
BÚNAÐARLÁNI
má einnift verja til
Nýrra véla og búáhalda.
Nýrra kjallara ei5a til kaupa
hreinræktaSs búpenings.
Nýrra bygginga eSa viSgerBa
við eldri hús á býlinu.
Raflagna 4 býlinu.
GirSinga, afrenslis eSa ann-
ara umbóta.
Biðjið um
eintak af
þessum
bœkliniH, er
skýrir frá
öllu varðandi
búbótalán.
THE ROYAL BANK
OF CANADA
Þér megið treysta ''Royal"