Lögberg - 01.03.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.03.1951, Blaðsíða 1
PKONE 21 374 fLU*1.-^ '^ W*f\J* S a CompieK Cleaning Insiitution PHONE 21374 ^ pT,y, Clca* A Complet* Cleaning (nstilulior 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 1. MARZ, 1951 NÚMER 9 Inngangsorð frú Ingibjargar Jónsson á Miðsvetrarmóti Fróns 26. febrúar Góðir Geslir og íélagar Fróns: Fyrir hönd Þjóðræknisdeild- arinnar Frón býð ég alla gesti okkar, sem hér eru samankomn- ir í kvöld, hjartanlega velkomna á þetta þrítugasta og fyrsta Miðsvetrarmót Fróns. Eins og að venju, skipum við okkar fögru og göfugu feðra- tungu, íslenzkunni, heiðurssess á þessu móti. Innan vébanda fé- lags okkar viljum við að íslenzk- an eigi griðastað í lengstu lög. í þessari vingjarnlegu sléttu- borg, Winnipeg, sem talin er miðstöð Islendinga í Vestur- heimi, hlýtur að vera rúm fyrir eitt félag, sem hefir íslenzkuna sérstaklega á stefnuskrá sinni, enda sýnir hin mikla aðsókn að þessu móti, að svo muni enn vera. Frón vill og vera nokkurs kon- ar þjóðernislegur tengiliður milli eldri og yngri kynslóð- anna. Það er ekki farsælt að sambandið milli kynslóðanna rofni — að þær einangrist hver frá annari. Stjórnarnefndarmenn Fróns eru á þeim aldri að þeir skilja bæði elzta og yngsta fólkið. Þeir eru mitt á milli þess. Þeir skilja að það sæmir ekki að afrækja elzta fólkið — að það fólk á skilið — það á heimtingu á — að geta sótt einstöku sinnum skemtanir, sem fara fram á þeirri tungu, sem því er svo ó- umræðilega kær. Unga fólkið hefir úr margvís- legum skemtunum að velja, sem fara fram á tungu þessa lands, og er það gott, en við viljum líka gefa því kost á að geta sótt alíslenzkar samkomur, ef það æskir þess, gefa því kost á að skemta sér með eldra íslenzka fólkinu. Það er ánægjulegt og það fer vel á því, að hér í kvöld er þó nokkuð margt af hinu yngra fólki viðstatt og það tek- ur einnig þátt í skemtiskránni. Við fögnum því hjartanlega. Ég spai því að þegar íslenzka deild- in við Manitobaháskólann er tekin til starfa, og námsfólkið fer að gefa sig að íslenzkunni, muni það unga fólk telja það mikið happ, að eiga kost á að sækja fundi og mót Fróns, þar sem það getur hlýtt á lifandi tungu feðra sinna í ræðum, Ijóðum og söngvum, og æft sig í að tala málið. Þetta kvöld er kvöld íslenzk- unnar. Við skulum öll tala ís- lenzku í kveld. Yngra fólkið er kannske dálítið feimið við það, en unga fólk: látið það, sem þið kunnið í íslenzku fjúka, það tek- Ur enginn til þess, þó henni sé 1 einhverju ábótavant hjá ykk- ur. -_ Frón starfrækir bókasafn Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg. Við erum öllum þeim, er hlynt nafa að safninu með bókagjöf- um innilega þakklát. Safnið er mikið notað og okkur er það mikið áhugamál að það verði sern fullkomnast. Félagar Fróns: Þið megið búast við því, að leit- að verði til ykkar áður en langt um líður, um stuðning við að afla safninu fjár til bókakaupa, °g væntum við þá góðra undir- fekta. Ef okkur verður nokkuð agengt í þá átt, er ekki ólíklegt, að hægt yrði að bæta við safnið nokkrum bókum á ensku um islenzk málefni, og þýðingum islenzkra bóka. Það myndi ef til vill laða yngra fólkið að safninu og væri það vel. Safnið er í Þjoðræknisfélags-byggingunni á Home Street og er opið á mið- vikudagsmorgna og miðviku- dagskvöld. Við höfum verið svo lánsöm, að hafa jafnan átt á- gætum bókavörðum á að skipa. Núverandi bókavörður er Jón Jónsson, framúrskarandi ötull og samvizkusamur við það starf. Gerist félagar Fróns! Félagar Fróns fá ekki einungis ókeypis afnot þessa góða safns heldur einnig Tímarit Þjóðræknisfé- lagsins, sem talið er, af dómbær- um mönnum bæði hér og á fs- landi, eitt ágætasta tímarit, sem gefið er út á íslenzku. í stjórnarnefnd Fróns eru þessir menn: Dr. Tryggvi J. Oleson, Steindór Jakobsson, Heimir Thorgrímsson, Jochum Ásgeirsson, Davíð Björnsson, Pétur Pétursson, Jón Jónsson og svo bættist ég nýlega í nefnd- ina. Vegna þess hve stuttan tíma ég hefi verið í nefndinni leyfist mér að minnast að nokkru nefndarbræðra minna, sem margir hverjir hafa starfað í nefndinni árum saman, og leyst af hendi mikið og óeigingjarnt starf í þágu íslenzks félagslífs. Þótt ekki væri nema að efna til Frónsmótsins árlega, væri það ærið starf — það get ég nú dæmt um eftir að hafa unnið með þeim að undirbúningi þessa móts, en við það hefir öll nefnd- in unnið sem einn maður. Nefnd in hefir nú og á undanförnum árum gefið íslendingum kost á að hlýða á sína beztu ræðu- menn, skáld og listafólk og eyk- ur þannig ekki lítið á menningu okkar íslenzka félagslífs. Auk þess hefir nefndin efnt til margra annara skemtifunda á ári hverju og hafa flestir þeirra verið með ágætum frá nefndar- innar hálfu, en því miður ekki ávalt eins vel sóttir og vera ætti af hálfu félagsmanna. Ég bið nú félaga Fróns að bæta ráð sitt í framtíðinni og fjölmenna á fundi Fróns, aðeins þannig fær nefndin uppörfun og hvöt til að halda sínu góða starfi áfram. Sem sagt: Það er vegna fé- lagslyndis og fórnfýsi þessara manna, sem ég hefi nefnt, og vit- anlega margra annara þeirra líka, sem starfa í öðrum íslenzk- um félögum, að við njótum enn uppbyggilegs og ánægjulegs ís- lenzks félagslífs í þessari borg. Þökk sé þeim fyrir þeirra góða starf í okkar þágu. Að svo mæltu segi ég hið þrítugasta og fyrsta Frónsmót sett. Séra Valdimar J. Eylands Fimmtugur Næstkomandi laugardag á prestur Fyrsta lúterska safnað- ar, séra Valdimar J. Eylands, fimmtugsafmæli; hann á rót sína að rekja til Húnavatnssýslu og ann mjög heimahögum sínum. Séra Valdimar er gáfumaður, mikill kennimaður og mælskur vel. Lögberg flytur afmælisbarn- barninu innilegar hamingju- óskir. f Veitið athygli! Aðgöngumiðar a ð h i n u m sameiginlegu hljómleikum, sem þær hljómlistarstjörnurnar, frú María Markan Östlund og ung- frú Helga Sigurdson efna til í Playhouse Theatre hér í borg- inni á föstudagskvöldið hinn 30. marz næstkomandi, fást nú til kaups hjá ungfrú Margréti Pét- ursson, 45 Home Street, á skrif- stofum beggja íslenzku viku- blaðanna og í Björnssons Book Store, 702 Sargent Avenue. Að- göngumiðar kosta $1.00. Trygg- ið yður þá sem allra fyrst. Orð í tíma talað Dr. S. O. Thompson þingmaður Gimli-kjördæmis, hefir vakið at- hygli á því í þinginu hve óviður- kvæmilegt, og í rauninni með öllu óviðunandi það sé, að fiski- menn við Winnipegvatn fái sjaldan neytt atkvæðisréttar síns við fylkiskosningar, sem venjulegast færu fram, er þeir væru önnum kafnastir við sum- arveiðar á vatninu; kvaðst hann hafa orðið þess vísari, að fiski- menn, sem komnir væru um sextugt, hefðu aldrei á ævi sinni greitt atkvæði; taldi hann í þessu efni skjótra úrbóta þörf- DRAUMFJÖLL Eftir RICHARD BECK (Fluil á Frónsmóíi) Þau gnæfa í fjarska með hátign um heiðríka brá, í heillandi fegurð þau rísa úr skýjanna hrönn, og kveikja í hjörtum, er himneska vordrauminn þrá, þá hugsjónaelda, sem slokkna í daganna önn. Þó húmið þau feli og hjúpi þau dimmasta él, þau hefjast í dýrð sinni, fögur og seiðandi blá, á ódáinsströndum, og blika sem blíðsólar hvel, er brosandi árgeislar jörðina daggperlum strá. Þau ljóma sem viti, er ógnþrunginn æðandi sjó með eldstöfum ritar, svo birtir um dimmustu nátt; þau vængi þeim gefa, sem vonin í brjóstinu dó, og veg honum benda í hækkandi dagroðans átt. En örðug er leiðin, því langt er á draumanna fjöll, hún liggur um blóðdrifnar urðir og gínandi flug, sem vegfara ögra með forynjur fornar og tröll; þeir farast þar allir, sem brestur á göngunni hug. En hinum, sem óttast ei brattann né blóðugust spor, þeim brosir af Draumfjöllum sýn inn í framtíðarlönd í aldanna sævi, með björtust og blómfegurst vor. Þar bíður síns landnema vonanna dýrðlega strönd. Valdimarsdrápa Björnssonar ríkisféhirðis Upp af rótum útbygðanna ennþá spretta vaskir menn, fullhugar, sem fornar dygðir fegra bæði og verja í senn: Tvö á lofti sýnast sverðin, sókn er þvílík Valdimars, krukkar í með kyngipenna kaunin tvísýns aldarfars. Um hans vöggu ófust saman æfintýri og glæsispár. Ungur nam af ömmu sinni ættatöl og markaskrár. Setti snemma met í mælsku, munnhjóst jafnt við hvern sem var, átti af rökum ærnar birgðir, aldrei fátt um snillisvar. Yfir heiminn helregn dundi, — hér var nauðsyn spekiráðs. Titlaður hátt, í hermannsskrúða, hans varð för til Isaláðs. Lét ei raska rökum sínum rammra norna sortabyl. Upp frá því á Ameríku Island kunni gleggri skil. Offurstinn úr Ameríku uppi um nætur hljóður sat. Kvonfang utan íslandsstranda ei til mála komið gat. Morgun einn, er eldar brendu álagaham af vorri jörð, goðorðsmaður gullhnappaður gekk á land við ísafjörð. Fagurt bjó þar frúarefni — fleiri vissu um það en hann. Engin keppni kom til greina, kappinn ævisigur vann. Heilög voru heitin unnin, hringingar um land og sjá. Ekki máttu böndin bresta, biskup rak því hnútinn á. Sankti Páls í sölum borgar situr heill við frægð og völd. Lyftist brún, er hrúgan hækkar, heimtast stærri ríkisgjöld. Árum fáum eftir þetta Austurlands og Dalason, hyggjuhvass og bringubreiður brýnir raust í Washington. Einar P. Jónsson Arsþing Þjóð- ræknisfélagsins Á mánudaginn, kl. 10 fyrir há- degi, var ársþing Þjóðræknis- félagsins, hið þrítugasta og ann- að í röð, sett í Goodtemplara- húsinu við betri aðsókn, en á mörgum undanförnum þingum hefir gerst; forseti félagsins, séra Philip M. Pétursson flutti bæn og setti þing að loknum sálmasöng, en við hljóðfærið var Gunnar píanókennari Erlends- son; flutti forseti þá skýrslu sína yfir starfsemi félagsins á liðnu ári, og hafði hún margvíslegan fróðleik til brunns að bera; en með því að skýrslan verður birt í heilu lagi hér í blaðinu, er á- stæðulaust að fara út i einstök atriði; voru því næst lesnar skýrslur annara embættismanna og skipað í hinar reglubundnu nefndir; væri synd að segja, að framkvæmdarnefndin hefði set- ið auðum höndum á liðnu starfs- ári. Um kvöldið hélt deildin „Frón" hið árlega miðsvetrar- mót sitt við meiri aðsókn, en dæmi munu áður til, og var það sérstakt ánægjuefni hve margt utanbæjarfólk, víðsvegar að, sótti mótið. Forsæti skipaði frú Ingibjörg Jónsson, og kom flestum saman um það, að hún hefði leyst starfa sinn með ágætum úr hendi; sænskur söngflokkur hér í borg, er nokkrir íslendingar tóku þátt í, undir forustu Arthurs A. Anderson ljóðskálds, skemti með mörgum og fögrum söngvum, bæði á sænsku og íslenzku, er mikið þótti til koma, en ungur Islendingur, Albert Halldórsson rithöfundur, var einsöngvari með flokknum; hann hefir mjúka, en ekki nægilega þjálf- (Frh. á bls. 8) Verða snjobílar framtíðarfarartæki hér á landi ó yetrum? Núna næstu vikur og mánuði verða gerðar tilraunir með það, hvort snjóbílar af „Bombardier"-gerð séu ekki hentug farartæki hér á landi að vetrarlagi. — Sú litla reynsla, sem af þeim er fengin, bendir ótvírætt í þá átt. 1 fyrradag fór Guðmundur Jónasson í bíl þeim, sem hingað er kominn, upp í Skíðaskála á- samt forstjóra Orku h.f. og fleiri mönnum. Reyndist bíllinn sér- staklega vel, þar sem snjór var nægur. — Tók ferðin ofan úr Skíðaskála og í bæinn klukku- tíma. Það skal tekið fram að bíllinn fór ekki eftir veginum nema þar sem lítill var snjór. Það er ekkert vafamál að ef þessi bíll reynist vel muni mikil not vera fyrir þannig snjóbíla hér á landi. Bæði er hægt að nota bíl þennan til flutnings á farþegum og varningi. Hann getur tekið 14 farþega eða 1100 kg. af vörum. — Hefir Lands- síminn gefið vilyrði fyrir tal- stöð í bílinn. Getur það komið sér vel í fjallferðum. Bílar eins og þessi eru mikið notaðir í Canada og einnig er farið að nota þá í Noregi, Finn- landi og víðar. Samkomudagur Alþingis ákveðinn Frumvarp ríkisstjórnarinnar um að Alþingi skuli koma sam- an 1. október n. k. var -afgreitt gegnum báðar deildir Alþingis í gær og samþykkt sem lög. — Pétur Ottesen og Jörundur Brynjólfsson fluttu breytingar- tillögu þess efnis að það kæmi ekki saman fyrr en 10. október, en sú till. var felld. Mbl. 20. febr. Alþingi gerir ályktun um handritamálið Alþingi afgreiddi í gær þings- ályktunartillögu Gunnars Thor- oddsen um handritamálið. Fjár- veitinganefnd hafði fjallað um málið og lagði til að tillagan yrði samþykkt með smávægi- legum breytingum. Kvaðst flutningsmaður fúslega sætta sig við þær. Ályktunin er á þessa leið: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að jafnskjótt sem handritin íslenzku fást afhent frá Dan- mörku muni íslenzka ríkis reisa byggingu yfir handritin eða búa þeim húsnæði á annan hátt, þar sem tryggð verði Örugg geymsla þeirra og góð starfsskilyrði. — Einnig lýsir Alþingi yfír þeirri fyrirætlun að veita fé til vinnu við handritin, þar á meðal styrki til erlendra fræðimanna, sem hér vildu starfa að rann- sókn þeirra. Alþingi ályktar jafnframt að fela ríkisstjórninni að hefja nú þegar í samráði við landsbóka- vörð. þjóðskjalavörð og Háskóla Islands, undirbúning fyrr- greindra ráðstafana". Ályktun þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum. —Mbl. 20. febr. Hækkuð laun opin- berra starfsmanna Verkamálaráðherra fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, Mr. Greenlay, gerði kunnugt í þing- inu seinni part fyrri viku, að stjórnin hefði ákveðið að laun opinberra starfsmanna í þjón- ustu fylkisins, hækki frá 1. apríl næstkomandi; tala þeirra starfs- manna, sem hér eiga hlut að máli, nema eitthvað um þremur þúsundum, og er gert ráð fyrir að laun þeirra hækki um fimm dollara, eða upp í hundrað doll- ara á mánuði eftir því sem á- byrgð þeirra er mikil og starfs- tíminn orðinn langur; lítill vafi er á því, að kjarabót þessi sé réttmæt með hliðsjón af hinni vaxandi dýrtíð og hefði vel mátt hafa komið til framkvæmda all- miklu fyr. Kunnur lögfræð- ingur látinn Þann 24. þ. m. lézt í bænum Guelph í Ontario, W. H. True- man, fyrrum dómari í áfrýjun- arrétti Manitobafylkis, 80 ára að aldri; hann var fæddur a, Saint John í New Brunswick og út- skrifaður í lögum af Dalhousie- háskólanum; til Winnipeg kom hann árið 1908 og setti þá hér á fót málafærsluskrifstofu við góð an orðstír og mikla aðsókn. — Árið 1923 var Mr. Trueman skip- aður dómari í áfrýjunarréttin- um, eins og þegar hefir verið skýrt frá, en lét af embætti vegna heilsubrests 1946. Hann tók að sér vörn þeirra Ivens, Queens og Dixons vegna mála- ferlanna, sem risu út af verk- fallinu mikla 1919. Hinn látni dómari fylgdi eindregið frjáls- lyndu stjórnarstefnunni að mál- um og bauð sig eitt sinn fram til þingmensku í Winnipeg af hálfu Liberalflokksins.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.