Lögberg - 01.03.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.03.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ, 1951 AJiWGA/HAL KVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Ann Usher: ÞEGAR UNGBARNIÐ ER ÓVÆRT Þegar barnið grætur mikið, er óvært eða hvimpið, er oft á- litið að það geti stafað af matar- æðinu eða því að fatnaður þess sé óþægilegur. Því getur líka verið of heitt eða ekki nægilega heitt. Ef ekkert virðist vera að má gera ráð fyrir að móðirin álíti þetta aðeíns kenjar eða óþægð. En vel getur verið um að kenna óróa í taugum hjá ung- barninu. Þetta 'kann að þykja ótrúlegt, en óró í taugum ung- barnsins er annars eðlis en hjá fullorðnum, sem hafa áhyggjur af ýmis konar orsökum. 1 taugakerfi mannsins eru tólf billjónir af taugasellum og frá þeim og til þeirra teygja sig . óteljandi taugaþræðir. Þetta hárfína tauganet hefir áhrif á allan líkamann. Mörgum mánuðum áður en barnið fæðist hafa taugasellurn- ar þegar verið mótaðar og marg- ar af þeim taka til starfa mjög snemma. — Margar aðrar eru þó enn ófullþroskaðar við fæð- ingu, en halda áfram að þrosk- ast og búa sig undir starf sitt samfara því, sem hugur barns- ins og líkami vex. Þegar litla barnið fæðist eru það mikil viðbrigði, — allt er ólíkt því sem það hafði vanist. í móðurlífi er undursamlega og viturlega fyrir séð. Það hvílir 1 hlýjum myrkum sekk og flýt- ur í vökva (óværð sem kallaður er vatn). Hreyfingar móðurinn- ar vagga barninu þægilega. Fæðu fær það sjálfkrafa. Það þarf engar áhyggjur að hafa af öndun eða úrferð úr líkamanum. Þegar barnið fæðist kemur það þegar í hávaða, birtu, svalt og þurrt loft. Og lítið er eftir af hinum þægilegu hreyfingum, sem það vandist í móðurlífi. Það tekur dálítinn tíma fyrir taugakerfi þess að venjast hinni nýju aðbúð. Sum börn venjast þessu fljótt. Önnur ekki. Þau sýna það þá á ýmsa lund að þeim sé órótt vegna margvís- Jegra utanaðkomandi áhrifa. Sum börn kippast til og titra, þó að ástæða til þess virðist engin. — Önnur hrökkva við hvað lítið sem heyrist á heim- ilinu. Sum virðast vansæl eða óróleg. Mestar áhyggjur hafa foreldrar þó af börnum sem gráta langar stundir, þó að enga ástæðu sé hægt að finna til þess. Þau eru ekki svöng. Þau vilja ekki drekka þó að bað sé á boð- stólum eða þau fá sér tvo eða Þrjá munnsopa, snúa sér svo frá °g vilja ekki meira. Þau eru hrein og þurr, hvorki kalt né of heitt og ekkert er það í fatnað- lrmm, sem gerir þeim óþægindi. ------£------ Lasknar og sérfræðingar um ^eðferð ungbarna á fæðingar- sPitölum telja nokkurar aðalá- stæður fyrir því að börnin gráti: Pegar þau eru svöng, þegar þau f^lja upp eða þegar dulurnar við botninn eru votar eða óhreinar. °ft gráta þau þó þess utan að astæðulausu. Þegar mæðurnar ara heim með börnin eru þeim sumsstaðar fengin eyðublöð og Peim sagt að skrifa á það hvort bornin gráta mikið og hverjar orsakirnar séu. Líklegar orsakir voru þessar: . 1. hungur, 2. uppsala, 3. hægð- •n t'.þvaglát' 5- kuldi- 6- of mik" j11 hiti, 7. laugin, 8. háreysti, 9. blrta, 10. ókunn orsök. Bornin grétu minna heima og Par var mæðrunum auðveldara ao sjá hver orsökin var. En þó ^o móðirin gæti sinnt þeim eira heima, voru mörg sem Sretu að ástæðulausu, að því er virtist. Það þarf ekki alltaf að koma í Ijós sem langvarandi grátur þó að börn séu óróleg á taugum. Stundum reka þau upp stutt hljóð, að því er virðist að ástæðu lausu. Það virðist fremur vera einhver óánægja, sem þau láta í ljós. Og stundum eru þau ó- kyrr og eiga bágt með að sofna þó að þau virðist svefnþurfi. Engin ástæða er til að óttast þó að barnið virðist órótt af þessum sökum. Þetta líður hjá þegar taugakerfi barnsins venst umhverfinu. Bezt er að hafa nákvæma gát á því hvort nokkuð getur verið barninu til óþæginda. Fyrst eru áðurtaldar níu orsakir. Auk þess geta verið einhver óþæg- indi af fötunum, of þéttir lindar eða eitthvað sem þrengir að. Ef barnið er tekið upp, þarf að styðja vel bak þess og höfuð. Móðirin þarf sjálf að vera ró- leg og örugg, þegar hún hand- leikur barnið, ef asi er á henni og ókyrrð, finnur barnið það og það hefir áhrif á það. Sérstak- lega er það nauðsynlegt að hún sé róleg þegar hún tekur barn- ið upp eftir að það hefir grátið mikið. Hún verður að segja sjálfri sér að þessi óró sé aðeins um stundarsakir og líði hjá þeg- ar barnið verður dálítið eldra. Hún verður að forðast að koma með asa og beygja sig í skyndi niður að barninu og grípa það í faðm sér. Þess háttar aðfarir geta haft mjög ill áhrif. Börn á alltaf að handleika hóglátlega og með ástúð og tala blíðlega við þau. — Oft sefast þau við ástúð og hlýju, þau hafa þá saknað móður sinnar og langar til að láta gæla við sig og finna þá blíðu og öryggi sem frá henni streymir. Þegar barnið á að fara að sofa er gott að ekki sé of bjart í herberginu. Einnig er það betra fyrir barn sem er ó- vært, að vera sem mest í næði. T. d. er ekki gott að vera alltaf að sýna öðrum barnið, þó að kunningjar komi á heimilið. Ný andlit geta oft valdið börnum óróa og sum börn eru dauð- hrædd við fólk, sem hefir hatt eða húfu á höfðinu. Stundum þarf ekki annað en snúa barninu ef það grætur. Hefir það þá verið eitthvað þreytt eða ekki farið nógu vel um það. Stundum þykir því líka gott að láta strjúka sér um bak- ið eða nudda það dálítið, og sef- ast það af því. Stundum er líka gott að taka það snöggvast upp. Ef vindur er fyrir brjóstinu, (sem er mjög óþægilegt fyrir litla manneskju), getur hann losnað þegar það skiptir um að- stöðu og líður því þá betur. Ef barnið virðist vansælt er gott að taka það upp, halda því við öxl sér, eða rugga því svo- lítið í örmum sér. Það minnir það á hvernig fór um það fyrir fæðingu, og getur verið að það hafi saknað þess. Ef þetta frið- ar barnið þarf móðirin ekki að sjálfsögðu að óttast að barnið verði óþægt eða rellótt af því að vera tekið upp. Það er mjög eðlilegt að reyna að hugga lítið barn, sem illa liggur á. En auð- vitað er ekki sjálfsagt að taka barn upp strax þó að það gráti. Það getur verið að það hætti að gráta af sjálfsdáðum. En sé það nú svo, að barnið hætti ekki að gráta þó að það sé tekið upp og því ruggað í örmunum, þá er eins gott að láta það liggja kyrrt í vöggu sinni. Sem betur fer virðist það ekki skaða heilbrigði barna þó að þau gráti af taugaóróa. Þau geta dafnað vel þrátt fyrir það, einn- ig þau börn sem hafa kveisu- stingi (og virðast þeir oft stafa frá taugunum líka). Ber ekki á öðru en þau dafni vel og oft betur en börn sem róleg eru og lítið gráta. Því miður er því svo farið að börn sem eru óróleg snúa oft við degi og nóttu. Þau sofa ef til vill um daga en vaka og gráta um nætur. Þetta er mjög baga- legt fyrir foreldrana, sem þurfa að hvílast. Ef þau verða auk þess leið og óróleg sjálf af þessum sökum og getur það haft áhrif á barnið. Sumir læknar ráð- leggja eitthvað friðandi til að gefa barninu, svo að það sofi og regla geti komist á um svefn þess — svo að það sofi á næt- urnar en vaki heldur um daga. Grátur og órói minnkar oft eftir þrjá fyrstu mánuðina. Ef móðirin hefir vanið barnið á að taka það upp til að hugga það, er nú betra að láta það liggja í vöggu sinni og taka það ekki upp hverju sinni sem það græt- ur, því að verið getur að það fari þá að taka upp þá venju til þess að láta halda á sér. Barnið þarf þó, enn sem fyrr, að finna að móðirin elski það. —VÍSIR Óvenjulegt tilfelli Þann tuttugasta og þriðja júní síðastliðið sumar vildi það ó- happ til hér í borginni að mat- vörubúð, sem gengur undir nafninu „Gillies Food Service", 1114 Portage Ave., hrundi að mestur leyti ofan í kjallara, er verið var að grafa fyrir stórri byggingu á auðri lóð næst við búðina. Hafði ekki meiri var- úðar verið gætt í sambandi við verkið en það, að grafið var 11 þumlunga niður fyrir grunn búaðarinnar, og olli það því að veggurinn losnaði frá grunnin- um og féll í kjallarann með hill- um fullum af vörum ásamt ótal fleiru af innanstokksmunum, er alt stór-skemdist. Framhlið búðarinnar, sem að mestu leyti var úr þykku gleri (Plate Glass) féll einnig úr og mölbrotnaði. Eigandi þessarar verzlunar er Jón S. Gillies og Norman sonur hans. Mikið mildi var að ekki varð manntjón. Þetta kom fyrir um miðdaginn og voru verka- mennirnir komnir upp til mál- tíða. Norman var staddur í búðinni ásamt þrem öðrum persónum, er voru að verzla; heyrði hann brestinn þegar þakið losaðist frá og sýndi hann snarræði í að koma þessum persónum út fljótlega og var sjálfur aðeins kominn út úr dyrunum þegar alt hrundi. Jón var staddur á kirkjuþingi í Riverton þennan dag; var hon- strax tilkynnt um hvað skeð hafði. Tvær vikur gengu í að moka múrsteinum og gjörskemdum vörum upp úr kjallaranum. Góðfús nágranna, sem rekur verzlun skamt frá, Mr. D. G. Matheson, bauðst til að rýmka til í sinni búð svo að hægt yrði að verzla þar til bráðabirgða í smáum stíl, var það þakksam- lega þegið. Margvíslegar tafir urðu á því, að koma þessu í samt lag. Liðu fimm mánuðir unz lokið var við að byggja upp búðina. Fagnaðarefni er það góðkunn- ingjum og vinum þeirra feðga, Jóns og Normans, að alt er nú komið í samt lag og þeir teknir að verzla með sama hætti og áður. Jón hefir rekið verzlun á þess- um stað í rúm 35 ár með dugn- aði og vinsældum. — Hann er sonur hjónanna Einars Gísla- sonar Gillies bókbindara, og Þórhildar Hafliðadóttur frá Svefneyjum á Breiðafirði á Is- landi. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum. SAMTAL VIÐ ELLINA NIÐURLAG Með sem fæstum orðum vil ég geta þess, að mér gekk þetta ferðalag fremur vel, eftir aldri og öðrum kringumstæðum. Ég var að vísu allvel klæddur, svo var ég í vatnsheldum skinn- sokkum upp að knjám með sterka leðurskó á fótunum. Eft- ir þessu útliti komst ég hjá því, að verða kallaður flækingur, þó virtist mér að blessað fólkið, sem ég gisti hjá, kæmist fljótlega að raun um það, að einhver snert- ur af fátæktar-skugga feldist í svip mínum. Fyrir að sýna fólk- inu svona lagaðan svip, hreyfi- mynd, græddi ég ferjutoll yfir hvert einasta vatnsfall, sem var svo stórt að ég gat ekki vaðið það sjálfur í skinnsokkunum mínum, og fyrir gistivistirnar á þessu ferðalagi var ekki minst á borgun. Ég var spurður um það, hvað myndi hafa orkað því að mér óþektum ungling hefði gengið ferðalagið svona vel. — Gestrisni samtíðarmanna minna og kærleiki náungas, svaraði ég. Ég var kominn austur í Þistil- fjörð, þessa fjallkrýndu ásasveit, og orðinn sumarsmali þar, og sestur á Skógarásþúfunni, sem ég hafði kjörið mér fyrir unn- ustu úr öllum þeim smalaþúfna fjölda, sem átti heima í örnefna- hópi jarðarinnar. Ytra-Álands útsýnið var vítt og fagurt það- an og gat orðið söguríkt, ef það var aðgætt sem fróðleiksvarði. Þetta vor sem ég kom þangað austur var prestur að Svalbarði, séra Jón Reykjalín, þá var hann á förum til prestssetursins Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Þar hafði hann verið prestur í mörg ár áður en honum var veitt Svalbarðs-prestakall. Hann var nokkuð hár á vöxt, liðlegur í hreyfingum; hann þótti góður ræðumaður. En mest var hann annálaður fyrir snildarlega fagra söngrödd. Eftir að hann fór til Þönglabakka, vorið 1875, var prestslaust á Svalbarði til næsta vors, nema hvað prófast- urinn Vigfús Sigurðsson á Sauða nesi á Langanesi hélt þar eina messu þetta sumar. Hann var maður karlmannlegur að vallar- sýn, mjög aðlaðandi í tali; vitur þótti hann og spakmáll. Það var sagt, að á Sauðanesi væri tala heimilisfólksins árlega fast að fjörutíu manns. Nokkrir af þessu heimilisfólki voru ættingj ar prófastsins, sem höfðu alist þar upp æskuár sín og lifði þar fullorðið upp á sitt hopp og hí. Vorið 1876 fluttist að Sval- barði í Þistilfirði hinn merki prestur Guttormur Vigfússon. Hann hafði verið vígður að prestssetrinu Ríp í Skagafirði vorið 1872 ,en var þar ekki lengi. Nú var hann prestur að Sval- barði í Þistilfirði, þá var hann rúmlega þrítugur að aldri og orðinn ekkjumaður. Hann var meðalmaður á hæð, nokkuð þrekvaxinn, bjarthærður og fríður sýnum. Hann var annál- aður fyrir að vera Latínu-fróður maður. Hann þótti skrafhreifinn á mannamótum og orðheppinn, en langmest var hann metinn fyrir kirkjustörf sín að altari og í prédikunarstól. Fyrsta messan, sem séra Gutt- ormur flutti að Svalbarði hneig mest að því að heilsa kirkju- söfnuðinum þar og innbúum sveitarinnar með hjartans ósk um það, að orð þau, sem hann flytti við prestsembætti sitt, mættu verða kristin Lúterstrúar skoðunarorð í huga og hjörtum þeirra, sem heyrðu þau og ættu bæði bæn og von í manneðli sínu. Þessi orð prestsins virtust hafa mikil áhrif á tilheyrendur sína, framburður þeirra var svo snildarlegur, og líktist mjög framburði séra Bjarna Þórarins- sonar, sem um nokkurra ára skeið var prestur hérna megin hafsins. Bæn séra Guttorms rættist. Öllum innbúum Þistil- fjarðar þótti vænt um hann. Næstu messu flutti hann á hvítasunnudag þetta vor. Þá fermdi hann 4 unglinga, var ég einn af þeim og sá fyrsti, sem sór mig undir vængi þrenning- arfélaga hans þar í kirkjunni. Átta árum seinna gifti hann mig, og rúmu ári síðar skírði hann fyrsta barnið mitt, sem nú greiðir á mér hærurnar, rúm- lega níræðum karli, sextíu og fimm ára gamalt. Þá minnist ég þess, að oft voru til lærdóms hjá nefndum presti ýmsir piltar þessi tólf ár, sem hann var prestur að Sval- barði. Þeir voru þessir: Jón Sig- urðsson frá Möðrudal á Möðru- dalsfjöllum, Jón Guðmundsson frá Grímsstöðum á Hólsfjöllum, Einar Benediktsson, síðar skáld og Árni Jóhannesson frá Ytra- Álandi í Þistilfirði. Síðar voru þeir þar til lærdóms, Þorsteinn Gíslason skáld og rithöfundur, bróðir Hjálmars Gíslasonar skálds og málara hér í Winni- peg, og Sveinn Árnason reikn- ings snillingur mikill og fingra- rímsfræðingur. Allir þessir pilt- ar, sem hér er getið, lofuðu kenslustörf og alúð séra Gutt- orms. Á þeim árum, sem við vorum sveitungar í Þistilfirðinum, var ég oft í langferðum fyrir hann, t. d. austur í Vopnafjörð eða norður á Raufarhöfn á Mel- rakkasléttu og víðar, oftast nær var ég í þessum ferðum at vetr- arlagi, stundum í slæmri tíð með bagga á bakinu. En svo má geta þess, að blessaður prestur- inn borgaði mér jafnan vel fyrir þetta ferðastjá. Ég mintist þess hér að fram- an, að séra Guttormur hefði ver- ið ekkjumaður þegar hann flutti að Svalbarði. En skömmu eftir að hann kom þangað kvæntisl hann ungfrú Friðrikku Sigurð- ardóttur Steinssonar bónda á Harðbak á Melrakkasléttu, mik- illi myndarstúlku; hún var al- systir konu Friðjóns Friðriks- sonar, sem voru velþekt hjón á Gimli-landnámsárum íslend- inga þar, haustið 1875. Tíminn leið og ég var orðinn húsmenskumaður á Flögu í Þist- ilfirði haustið 1886; þá sendi presturinn mér lamb til fóðurs fyrir komandi vetur. En þegar ég sendi honum gemlinginn í fardögum næsta vor, lét ég hann bera prestinum þessa vísu á hornum sínum heim að Sval- barði: Þetta met ég þrifinn sauð, það um okkur semur, þess og get hann þyggur brauð, þegar hríðin kemur. . Sama dag fékk ég þessa vísu frá prestinum: í fóðrið þrifinn sendi ég sauð, samt hann magur kemur. Þitt ei honum blessast brauð, báðum það um semur. Þessi skoðanamunur okkar um lambseldið haggaði ekki vin- samlegu samkomulagi voru í nágrenninu. Séra Guttormur var prestur að Svalbarði í tólf ár. Flutti þaðan að prestssetrinu Stöð í Stöðvarfirði í Suður- Múlasýslu; þar var hann lengi prestur, lifði sem sæmdarmaður í prestsembætti sínu, og dó fjör- gamall, þá kominn á tíræðis- aldur. Minnig góðs manns lifir lengi. Síðasti presturinn, sem ég heyrði flytja guðsþjónustu heima á íslandi, var séra Jón Halldórsson prests frá Hofi í Vopnafirði, þá var hann prestur á Skeggjastöðum á Langanes- ströndum í Norður-Múlasýslu. Hann var hár maður á vöxt, fríður sýnum, höfðinglegur og ljúfmannlegur í viðtali; góður ræðumaður. Þótti hann og ágæt- ur kennifaðir safnaða sinna þar sem hann var prestur. Nú hefi ég sagt þér, fylgikona mín, frá sjö málsmetandi mönn- um, sem ég kyntist heima á Is- landi. Þeir voru allir prestar, mjög vel metnir í embættum sínum. Þeir kendu það, sem þeir unnu mest, og dóu fyrir það, sem þeir trúðu bezt. Og nú skulum við setjast á draumsdínuna okkar og róa beina leið í Langdvalar-Naustið hennar Húsfrú Torfu í Garði. Finnbogi Hjálmarsson Gufugosið óbreytr í Krýsuvík Virkjun ákveðin innan skamms Vonir standa til, að um næstu mánaðamót verði hægt að leggja fram áætl- un um virkjun gufuborhol- unnar í Krýsuvík, sem stöð ugt hefir gosið síðan í byrj- un september. Valgarð Thoroddsen rafveitu- stjóri í Hafnarfirði, skrifaði fyr— ir nokkru ýmsum verksmiðjum, bæði hér í Evrópu og eins í Ameríku, í sambandi við 'virkj- un jarðgufunnar, sem upp úr borholunni hefir streymt af sama krafti, síðan daginn sem gufugosið hófst. Svörin frá verk smiðjunum munu væntanlega hafa borist um næstu mánaða- mót. Þá hefir rafveitustjóri staðið í bréfaskriftum við ítalska sér- fræðinga á sviði jarðgufuvirkj- ana og hafa þeir tjáð sig fúsa til að veita aðstoð sína, ef þess yrði óskað. Samkvæmt mælingum á gufu- gosinu, þá nægir það til fram- leiðslu á um 4000 kw. rafmagns, en það mun vera nokkru meira en raforkuþörf Hafnarfjarðar er í dag. —Mbl. 19. jan. Minnist erfðaskrám yðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.