Lögberg - 12.04.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.04.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 s1° » A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 U^e Clea^cTS VluO''0 LQuTldY^-p. A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 12. APRÍL, 1951 NÚMER 15 Einsdæma harðindi á Austur- og Norðurlandi í byrjun april Fóðurbirgðir á þrolum og m i k i 11 háski yfirvofandi breytist tíðarfar ekki skjótt til hins belra. Þessar fréltir eru frá 5. yfirslandandi mánaðar. Bæir sökkva í fönn svo varla örlar á mæna. Fjöldi bænda á Héraði að komast í þrot Peningshús og jafnvel íbúð- arhús á kafi í fönn, sem er orðin hin mesta í manna- minnum. — Hinir fyrstu orðnir heylausir og rætt um fóðurflutninga með flugvél- um, ef ekki takist bráðlega flutningur um Fagradal. Nú er svo komið, að ýmsir menn hér um slóðir eru þrotnir að heyjum, en fjölmargir eru á nástrái. Fannkyngi er meiri en elztu menn muna, gripahús víða gersamlega í kafi og sums staðar sézt aðeins á mæninn á íbúðar- húsunum, og margra metra snjó- göng úr bæjardyrunum upp á hjarnbreiðuna, sem hylur allt. Sést út um rönd af þrem gluggum. Að Grófarseli í Jökulsárhlíð er tveggja hæða íbúðarhús, og sést nú aðeins á mæninn á því, og um þrja glugga á efri hæð má enn sjá út niður til miðs. t’ar eru sjö metra löng göng úr bsejardyrunum upp á hjarnið. Viðlíka sjón mætir mönnum víða á Fljótsdalshéraði. Víða sést alls ekki á fjárhús, fjós og önn- Ur útihús, og er þykk fann- breiða yfir, en gengið í þau um löng snjógöng, sem grafin hafa verið og minna á myndir úr ferðabókum vetursetumanna í heimskautslöndunum. — Sökum ^iikils gadds er vatn sums stað- ar farið að frjósa í vatnsleiðsl- u*n, og aukast þá enn vandræði fólks. ^iósið þrotnaði. Að Litla-Steinsvarði í Hróars- lungu brotnaði fjósið hjá Jóni puðmundssyni bónda þar niður I fyrradag. Er komið var í fjósið Um morguninn sáust þess merki, að það var að sligast undir hinu gifurlega snjófargi, sem hvíldi á þaki þesS) 0g þess myndi ekki langt að bíða, að það félli. Voru kýrnar leystar af básunum í skyndi, og tókst eftir mikið súmabrak að koma þeim upp á jurnið. En það mátti ekki Seinna vera, því að skammri stundu liðinni, seig fannbreiðan °g uppistöður fjóssins kvistuð- Ust> en þakið féll niður í rúst- irnar. hegar orðnir heylausir. Nér um sióðir eru margir a verða heylausir, segir frétta- ritarinn, og mér er kunnugt um a minnsta kosti fjóra bændur, Sem nn eru þegar þrotnir að eyjum, einn í Jökulsárhlíð og rJá á Jökuldal. Margir eru °mnir á nástrá, og fjöldi bænda e ki hey handa kúm fram úr, 0 t einnan skamms bregði til etra tíðarfars. En enginn maður minnist jafn ar índalegs útlits sem einmitt - ’ og muu það gilda um allt Snjóbíllinn í flulningum dag og nótt. Okkar eina huggun í þessum fádæma harðindum er snjóbíll Guðmundar Jónassonar, sem verið hefir á ferðinni dag og nótt, þegar fært hefir verið veð- urs vegna. Fóðurbirgðafélögin eiga nokkurn forða af heyi og fóðurbæti, sem ekki hefir verið unnt að flytja bæja á milli sök- um fannkynginnar, og hefir snjó bíllinn flutt þetta síðustu daga á stórum járnsleða, er hann dregur. Smíðaði Steinþór Eiríks- son á Egilsstöðum sleðann til slíkra nota. Þrek og áhugi Guðmundar Jónassonar vekur hina mestu aðdáun, og fer bíll hans hraðar yfir snjóbreiðurnar, en ekið er að jafnaði á jeppum á vegunum á sumrin, og er snjórinn þó svo gljúpur, að ófært er hestum. í fyrradag var snjóbíllinn í flutningum á bæi í Hlíð, auk þess sem hann fór tvær ferðir upp að Hvanná á Jökuldal, en í fyrri nótt fór hann til Egils- staða, og svaf bílstjórinn þar í tvo eða þrjá klukkutíma, en hélt síðan niður í Tungu með forða á heimili þar, er orðið var algerlega bjargarlaust. í gær var hann síðan í flutningum í Hjalta staðarþinghá, og í dag mun hann ætla upp á Jökuldal. Ýla sal fösl, en bíll komsl áfram. Ófært hefir verið yfir Jökulsá á brúnni vegna snjóhengju mik- innar við gljúfrið. Hefir snjó- bíllinn hins vegar farið á snjó á tveimur stöðum yfir Jökulsá. I fyrradag var ýta látin hefja snjó ruðning við brúna, en svo fór, að hún komst ekki upp úr gljúfr inu aftur, og sat þar föst í fyrra- kvöld. Snjóbíllirin komst hins vegar leiðar sinnar eftir það, sem ýtan hafði gert. Flugvél til heyflutninga? Þótt snjóbíllinn komi þannig að miklum notum og geti forð- að því, að búpeningur lendi í svelti, meðan fóður er enn til útbýtingar uppi á Héraði, er hann samt ónógur til þeirra miklu flutninga, sem óhjá- kvæmilegir eru, ef forða á stór- felli. Talsvert er af heyi og fóður- bæti niðri í Reyðarfirði, og leysti það mikil vandræði, ef hægt væri að koma þessu fóðri upp yfir Fagradal. Það er ekki hægt eins og stendur ,og eru menn nú farnir að tala um, hvort unnt að fá flugvélar til þess að Flytur erindi um Sameinuðu þjóðirnar Dr. Richard Beck, forseti fé- lags Sameinuðu þjóðanna, í Grand Fork s,N. Dakota, flutti nýverið erindi um þann alls- herjar félagsskap og margþætta starfsemi hans, á vikulegri sam- komu blaðamennskudeildar rík- isháskólans í N. Dakota. Er það annað sinn á síðustu tveim ár- um, að deildin hefir kvatt hann til að flytja erindi um það efni. Annars hafa fyrirlesararnir ver- ið kunnir blaðamenn úr ýmsum áttum. se flytja fóðrið og varpa því niður Takist ekki flutningur yfir Fagradal innan skamms, verður undinn bráður bugur að því að athuga þennan möguleika, því að voðinn sjálfur er íyrir dyrum —TÍMINN, 1. apríl Flugvél með heyfarm bíður flugveðurs á Fljótsdalshérað að kasla niður heyinu í Hróarslungu. Á flugvellinum í Reykjavík bíður nú Dakótaflugvél, sem í hafa verið látnir tuttugu og fimm hestburðir af heyi, eftir flugveðri austur' á Fljótsdalshérað, þar sem hún mun kasta heyinu niður. Norð-i austurlánd. Það er Skjöldur Eiríksson skólastjóri á Skjöldólfsstöðum, sem gengst fyrir þessum hey- flutningum, en hann á bú í Hús- ey í Hróarstungu. Heyið var lát- ið í flugvélina í vélbundnum böggum síðastliðinn sunnudag, og verður flogið með það austur næst er flugveður gefur og kast- að niður í túnið í Húsey. Þegar hlánar .... Húsey stendur á flatlendinu úti við Héraðsflóa, og þegar hlánar er mjög mikil hætta á því, að allt hlaupi í krapablár og vatnsflaum, og getur þá orð- ið gerófært, jafnvel um langan tíma, er snjór er jafn gífurleg- ur á jörðu og nú er. Þessi hætta vofir yfir fjölda bæja á láglend- inu á Úthéraði, þegar þíða loks- ins kemur. Þar er snjór svo mik- ill, að jörð kemur ekki úr kafi fyrr en eftir margra daga ríf- andi hláku. Blaðið átti snöggvast tal við Þorstein Jónsson flugmann gærkvöldi. Mun hann fljúga með heyið austur. Sagði hann, að hey það, sem sett hefði verið í vélina, væri hátt á þriðju lest og væri það fullfermi í vélina, a. m. k. ef hún getur ekki lent eystra og þarf því að hafa benzín til beggja leiða. Taldi hann auð- velt að varpa heyinu út, því hin- ir vélbundnu baggar væru hæfi- lega stórir til til að varpa þeim út. Telur Þorsteinn sæmilega auðvelt að flytja hey með þess- um hætti, ef flugveður er sæmilegt. Golt eystra í gaer. Á sunnudaginn var ófært flug- veður bæði hér syðra og eystra en í gær var komið allgott flug' veður austan lands, en þá var aftur á móti ófært hér syðra —TÍMINN, 5. apríl Horfur ó Jökuldal orðnar yoðalegar Almennt heyþrot um sumarmál Afmælisvísa Til Lárusar Sch. Ólafssonar á Akranesi Dagur rísi friðsæll, fagur Fram þér lýsi á veginn hér, Jafnan vís sé heillahagur Helzt ég kýs að óska þér. ☆ Hugsað heim til íslands Vaxi þjóð í trú og trygð traust á allar hliðar. Steypist yfir íslandsbygð Öldur ljóss og friðar. Gæðakona Óhægt manni er að skorða Eljukappið margfaldað. Góðrar konu gæðaforða geta fáir útreiknað. ☆ Umbreyting Af því margur er nú dapur Ei þó fjöldinn skilji það, Hockey, dans og drykkjuskapur Drottni hefir útbolað. ☆ Haust Óðum finn ég hausti halla, Hugurinn svífur glaumi frá. Drottinn minn ég klökkur kalla Kærleik þinn ég treysti á. Hugskotsmyndir Dagmálaglenna Tíðindamaður frá Tímanum átti í gær tal við Einar Jóns- son, hreppstjóra á Hvanná á Jökuldal, og sagði hann, að útlit þar væri nú orðið voðal^gt. Fram yfir sumar- mál myndu fáir sem engir hafa hey handa skepnum sínum, og gætu allir séð, hvað þá tæki við. Stórgjöf fré íslandi, sem ekki er auðvelt aS verðleggja V ---- Séra Einar Slurlaugsson á Patreksfirði sæmir háskóla Manitobafylkis fágætri blaða- og tímaritagjöf. Hið merkilega bréf, sem hér fer á eftir, barst Dr. P. H. T. Thorlakson, formanni fram- kvæmdarnefndarinnar í íslenzka kenslustólsmálinu um síðustu helgi; svo hafði auðsjáanlega verið til ætlast, að tilkynningin um þessa kærkomnu og virðu- legu gjöf yrði komin hingað fyrir þann 30. marz, s.l., er Dr. Gillson gerði yfirlýsinguna um stofnun kenslustólsins, þótt það dví miður kæmist ekki í hendur viðtakanda fyrir þann tíma; munu allir hlutaðeigendur taka fegins hendi þessari miklu gjöf, og verða langminnugir þess bróðurhuga, er til grundvaílar liggur. Gefandinn er ættaður frá Þið- riksvöllum í Skagasveit í Stein grímsfirði í Strandasýslu. Herra dr. Thorbjörn Thorláksson! Gefið pund á dag. — Margir eru þegar farnir að gefa sauðfé hey frá kúnum, og mátti þó ekki minna vera sem þeim var ætlað, sagði Einar. Hagavottur er sama og enginn, en fé þó hleypt út á fönnina, ef veður er þolanlegt. Flestir reyna þó enn að gefa fénu sem svari einu pundi af heyi á dag í innistöðu á lambfulla á, og fóð- urbæti með .En féð er orðið mjög kviðdregið, en þó ekki svo langt leitt, að það éti ullina hvað af öðru eða torfið úr fjárhús- veggjunum. Yfirleitt er það í sæmilegum holdum enn. Þungar áhyggjur. Áhyggjum manna verður ekki með orðum lýst, er menn horfa fram á það, að verða ef til vill að slátra lambfullum ánum um vordagana, en sauðfé er víða margt á Jökuldal, um 500 á heimili^þar sem flest er. Snjóbíllinn. Snjóbíllinn komst nær upp að Kringum morgun geislaglans Gráum skýjum hleður, Eins um dagmál ævi manns Oft er tvísýnt veður. ☆ Veiur Vestri hlýðir vonskutíð Verstu hríðum beitir. Fyllir kvíða lasinn lýð Lands um víðar sveitir. Heiftarbylur feykir fönn Fyllir gil og stalla. Fram til sjávar freðin hrönn Firði hylur alla. Tíð af göflum ganga fer, Grimdaröflin velur; Lands á köflum allt sem er Undir sköflum felur. ☆ Vor Bráðum klökkna klökuð spor Kulda þrýtur saga. Ég hefi elskað inndælt vor Alla mína daga. V. J. Guliormsson Undanfarin 17 ár hefi ég unn- ið að því að forða frá eyðilegg- ingu elds og fúa og koma saman í heildarsafn þeim íslenzkum blöðum og tímaritum, sem kost- ur var í að ná, með það fyrir augum, að safn mitt mætti síðar koma einhverjum þeim að liði, er íslenzkri menniingu og ís- lenzkum málefnum unna. Hefi ég nú náð saman ca. 700' (heitum, tegundum) blaða og tímarita, allt frá elzta blaði ís- lands og fram til ársloka 1950. Af safni þessu eru heil (com- plet) full 400 blöð og tímarit, en ósamfelld (defect) eitthvað eftir þriðja hundraðinu. Þegar ég varð fyrst áskynja þess stórhuga landa minna í Vesturheimi, að stofna kenn- arastól í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla, sem ég tel lik- legri til að vinna íslenzkri menn- ingu gagn og sóma um ókomnar aldir en nokkuð annað, sem Is- lendingar vestan hafs hafa tek- ið sér fyrir hendur í þeim efn- um, og er þó margs góðs og merkilegs þar að minnast, — og með tilliti til þeirrar menning- ar baráttu, sem Vestur-íslend- ingar hafa háð nú um meira en þriggja aldarfjórðunga-skeið, mitt í þjóðahafi hins nýja heims, — fann ég mig knúinn ættarböndum til að rétta bræðr- um mínum og systrum handan hafsins hönd að heiman, og býð hér með hinum væntanlega kennarastóli í íslenzkum fræð- um við Manitobaháskóla um- getið blaða- og tímaritasafn mitt til eignar og varðveizlu, í þeirri von og trú, að það verði ekki aðeins samlöndum mínum þar vestra styrkur stafur í menningar- og þjóðræknisbar- áttu þeirra, en veki einritg löng- un erlendra manna til að kynn- ast tign og fegurð íslenzkrar tungu. Er þessi gjöf mín því framlag mitt til viðhalds og eflingar móðurtungu minnar meðal mil- jónanna í Vesturálfu heims, en jafnframt viðurkenningar- og þakklætisvottur fyrir manndóm, drengskap og færni ótal margra manna og kvenna í Vesturheimi, sem af íslenzku bergi eru brotin. Vilji Manitobaháskóli þiggja þessa gjöf mína, bið ég yður hér að veita henni móttöku fyrir hönd háskólans og koma bréfi þessu til rectors skólans, eða annarra hlutaðeigenda, fyrir 30. þ. m., er stofnun hins íslenzka kennarastóls verður tilkynnt. Með virðing og ósk um, að hinn nýi kennarastóll íslenzkra fræða megi verða giftudrjúgur um viðhald norræns anda .og viðgang norrænnar menningar, kveð ég yður bróðurkveðju. Patreksfirði, á Gvöndardag 1951. Einar Slurlaugsson. Flyfur erindi Dr. Edward Johnson Dr. Edward Johnson, yfir- læknir yið Manitoba Hospital, Selkirk, flytur erindi á Icelandic Canadian f u n d i, mánudags- kveldið, 16. apríl, í neðri sal Sambandskirkjunnar á Ban- ning St. Skjöldólfsstöðum í gær, og flutti hann fóðurbæti handa bændum á Jökuldal. í dag mun hann reyna að brjótast upp á Efra-Dal með fóðurkorn, en það er nú einnig að ganga til þurrð- ar hjá bændum þar. En þeir flutningar verða tafsamir, því að langa leið er að fara, en lítið, sem snjóbíllinn getur flutt í senn. -TÍMINN, 5. apríl Hjálmar Ágúst Bergman dómari F. 22. ágúsl 1881 — D. 20. janúar 1948 Ég sá þig bara aðeins einu sinni — Og á í huga bjarta mynd af þér: Þú fluttir okkur íslendinga-minni Sem ýmsir muna, hvað sem fyrir ber. Ég sá þú mundir heiður höndum taka Og hraustur leiða bæði menn og fljóð: Ég sá þú mundir vilja yfir vaka Þeim verðmætum sem blessa land og þjóð! Ég veit þú hefir hafið þjóðargengi — En hlutdrægninni varst þú hvergi þjáll — Þú valdir þér að vinum góða drengi: Og varst þeim líka, svo sem gamli Njáll. En ég er ei að segja sögu þína — Hún sögð var fyrir löngu þjóðum tveim. 1 þetta skipti, bara meining mína Um mann sem hefir unnað báðum þeim! Nú drepur sorg á dyr að húsi þínu! Og dauðann ég í brjósti mínu finn — Það situr líka kyrt í minni mínu: Að mannkostirnir unnu sigurinn! Er góður drengur genginn var til hvílu Og grátklökkvinn er einn um þennan frið: Þá verður svo sem svipt af augum skýlu Er söknuðurinn vitkar umhverfið! Jakob J. Norman

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.