Lögberg - 12.04.1951, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL, 1951
Rætl við Gísla á Stóru-Reykjum:
Stórstígt framfaratímabil fró
gamla tímanum til rafljósanna
Aukin lækni og félagssamtök búa sveitunum bjartari framtíð,
þar sem moldin ein gat áður varla skapað lífsviðurværi
Á síðustu jólum lýstu rafljós í fyrsta sinn á mörgum
sveitaheimilum í einu búsældarlegasta byggðarlagi á land-
inu í Árnessýslu. Með komu rafmagnsins var náð merki-
legum áfanga í hinni afdrifaríku framfarabaráttu þjóðar-
innar á þessari öld. Rafmagnið býður heim í sveitirnar
hvers konar tækni og iðnaði, auk birtu, yls og þæginda
fyrir húsmæðurnar. í tilefni af þessum merka áfanga átti
blaðamaður frá Tímanum viðtal við einn af brautryðjend-
unum í bændastéttinni fyrir austan fjall, Gísla Jónsson
bónda og hreppstjóra að Stóru-Reykjum.
Magnús Davíðsson
,F. 31. maí 1862 — D. 27. október 1949
Gísli er einn hinna atorku-
miklu íslenzku bænda á tuttug-
ustu öldinni, sem eiga ævintýra-
lega sögu að baki. Hann hefir
tekið þátt í sigrum og framför-
um þjóðar sinnar og fundið,
hvernig atvinnuvegirnir vaxa og
stækka í greipum hinna dug-
miklu og framsýnu bænda, sem
hafa óbilandi trú á gróðurmátt
hinnar íslenzku moldar. Þeim
hefir líka orðið að trú sinni.
Mikil umskipli.
Þar sem orf og ljár sat fast í
þúfum, byltast nú stórvirkar
vélar, og að því líður, að áhyggj-
um vegna mosans er svipt burt.
Mennirnir, sem um aldamótin
hjuggu með orf og ljá utan í
þúfum 14—18 tíma á sólarhring
uppskáru ótrúlega lítið með erf-
iði sínu. Moldin hafði þá sömu
höfuðkosti og hún hefir nú, en
að slætti loknum þurftu margir
bændur að leita suður til sjávar-
ins til að sækja þá viðbótarbjörg
í bú, sem hin gróðurmilda mold
fyrir austan fjall gat ekki veitt
þeim.
Nú er þetta breytt. Tæknin
er komin til sögunnar, og það er
fyrir löngu byrjað að ljóma af
nýjum degi athafna og framfara
á hinum víðlendu gróðurlend-
um fyrir austan fjall og annars
staðar á landinu. —
Sótii björg í greipar Ægis.
Gísli á Stóru-Reykjum er einn
þessara bænda með hinn ævin-
týralega lífsferil að baki. Hann
varð að sæta þeim örlögum í
æsku, að gróðurmoldin gæfi
honum ekki nægilegt í aðra
hönd. Sótti hann því ungur til
sjávar á vertíðum, en vann að
landbúnaðinum á sumrum.
Algengast var að fara á ver-
tíðina strax eftir nýárið og þá
til sjóróðra á Suðurnesjum. Að
róðrum loknum kom skútuver-
tíðin, og svo slátturinn að henni
lokinni.
Gísli var að sínu leyti jafn
dugandi sjómaður, sem síðar
reyndist hann bóndi. Hann var
lengst af sá karlinn á sinni
skútu, sem flesta þorska inn-
byrti. Og þegar togararnir komu
til sögunnar, hélt hann áfram
sjómennskunni á þeirfi og dró
ekki af sér frekar en aðrir.
Skútur og togarar heilluðu.
Skúturnar og togararnir telur
Gísli, að hafi haft svipuð áhrif
á sveitirnar og hernámið. Marg-
ir ungir menn fóru þá að heiman
úr sinni sveit og komu aldrei
þangað aftur til langdvalar.
Á skútutímabilinu var það oft-
ast svo, að þeir, sem drógu mest,
höfðu miklar tekjur, miðað við
þá tíma. Þótti mörgum þá til
lítils að fara að erfiða í sveit-
inni þann tíma, sem ekki var
verið á sjónum, og settust því
að í Reykjavík, eða öðrum kaup-
stöðum. En Gísli vildi ekki setj-
ast að á mölinni, þótt sjórinn
væri honum gjöfull. Hann þráði
sveitina og fangbrögðin við ís-
lenzka mold.
Sjómaður snýr sér að búskap.
Jón Hannesson, faðir Gísla,
bjó á Stóru-Reykjum, og árið
1913 hætti Gísli sjómennskunni
alveg og tók við búsforráðum.
Síðan hefir hann búið myndar-
búi og jafnan verið í fylkingar-
brjósti, er stefnt var að því, sem
miðað hefir til framfara. Trún-
aðarstörfin hlóðust á hann. Flest
ir titlar, sem tilheyra samfélagi
í íslenzkri sveit, féllu honum í
skaut — hreppstjóri, oddviti,
sýslunefndarmaður, stjórnar-
maður Kaupfélags Árnesinga og
nú síðast formaður þess.
Minnisslæðuslu áfangarnir.
Þegar tíðindamaður blaðsins
spurði Gísla að því, hverjir væru
minnisstæðustu áfangarnir í
framfarabaráttu sveitarinnar,
komst hann í nokkurn vanda,
en lét þó ekki standa á svari: —
Síðustu árin hafa verið mikil at-
hafnaár hjá okkur. Auknar
ræktunarframkvæmdir, sími og
nú loks rafmagn, tala sínu máli.
En ekkert af þessu hefði orðið,
ef fólkið sjálft hefði ekki fund-
Er bók þessi án efa ein bezta
landkynning fyrir ísland, en
Malmberg hefir áður birt fjölda
myndir frá íslandi í erlendum
blöðum, aðallega tímaritinu
„Se“ í Svíþjóð, en fyrir það blað
myndar hann mjög mikið, og
var meðal annars í Kóreu í haust
á vegum þess blaðs, og er nú á
förum til Parísar til að taka
myndir í tilefni af 1000 ára af-
mæli borgarinnar. í ráði er að
fá hingað til lands nokkuð af
upplagi bókarinnar, að minnsta
kosti til sölu fyrir útlendinga,
því þetta er án efa ein bezta
myndabók, sem gefin hefir verið
út með íslenzkum ljósmyndum.
Hans Malmberg er kvæntur
Margréti Guðmundsdóttur, sem
í sumar vann titilinn „flugfreyja
ársins 1950“ og hafa þau hjónin
dvalizt hér undanfarna daga, en
ætluðu loftleiðis áleiðis til Stokk
hólms í morgun. Blaðamenn
áttu í gær viðtal við þau, og
sýndi Malmberg þeim þá bók
sína. Bókin nefnist „ísland“ og
er gefin út af Nordisk Roto-
gravyr í Stokkhólmi. Myndirn-
ar í bókinni eru flestar úr at-
vinnulífinu, en einnig eru lands-
lagsmyndir víðs vegar að af
landinu. Eru myndirnar allar
forkunnar fagrar, enda er prent-
unin mjög vönduð.
Malmberg kom hingað fyrst
1948, og myndaði hér fyrst á
vegum Flugfélags íslands. Með-
al annars eru eftir hann allar
myndirnar á veggalmanökum
flugfélagsins, sem það hefir
gefið út árin 1949 og 1950. Síðan
hefir hann komið hingað á
hverju ári og stundum oft á ári,
og var hér síðast í sumar ásamt
blaðamanni frá tímaritinu „Se“.
Ferðuðust þeir víða um landið
og tók Malmberg myndir, en
blaðamaðurinn safnaði efni x
greinar, og hafa þeir birt mikið
um Island í blaðinu.
í haust var Malmberg 7 vik-
ur í Kóreu og fór norður fyrir
38. breiddarbauginn fyrsta dag-
inn, sem hersveitir sameinuðu
þjóðanna sóttu norður fyrir.
Hann kom einnig til Seoul og
sagði þar illt um að litast; hefði
ið aðferð til að framkvæma á
hagkvæman hátt þau verkefni,
sem fyrir liggja á hverjum tíma.
I félagssamtökunum hefir fólk-
ið fundið mátt sinn, og án þeirra
væru byggðirnar austan fjalls
ekki jafn blómlegar og raun ber
vitni.
Rafljósið tákn hins nýja tíma.
Rafljósið er okkur tákn hins
nýja tíma, segir Gísli. '— Við,
sem trúum á framtíð sveitarinn-
ar, gleðjumst nú yfir því, að
moldin getur brauðfætt börnin
okkar vegna þess að við höfum
tekið félagshugsjónir og verk-
lega tækni í þjónustu okkar.
En gleðilegast af öllu er þó,
að æskan vill sjálf rétta þessum
vaxandi hugsjónum örvandi
hönd. Þeir eldri vita það vegna
dýrkeyptrar reynslu, að þá er
hverju máli borgið. — Unga
fólkið fyrir austan fjall vill nú
yfirleitt ekki hverfa að heiman
og næsta verkefnið sem óleyst
bíður er að búa þannig um hnút-
ana, af hálfu þjóðfélagsins, að
allt ungt fólk, sem stofna vill
til búskapar í sveitinni sinni, fái
til þess tækifæri og aðstoð sam-
borgaranna.
— En þetta hvíta, töfrandi
ljós, er ein þeirra hyllinga, sem
unga fólkið hefir sótt eftir til
kaupstaðanna, segir Gísli, um
leið og hann kveikir á ljómandi
ljósakrónu, því að rökkurrabb-
inu við skrifborðið er lokið.
. —TÍMINN, 25. febr.
varla verið mikið yfir 10 hús,
sem staðið hefðu óskemmd í
borginni. Þegar þau hjónin fara
héðan, munu þau dveljast um
vikutíma í Stokkhólmi, en þar
eru þau búsett. Eftir það fer
Malmberg til Parísar, en Mar-
grét heldur áfram starfi sínu
við flugið, en hún er nú flug-
freyja hjá SAS. Hefir hún starf-
að hjá félaginu frá því í haust,
og flýgur í áætlunarfluginu
milli Stokkhólms og New York.
„Því miður komum við aldrei
við hér“, sagði hún, en í Prest-
vík er skipt um áhöfn, og þar
stanzar hún jafnan í sólarhring,
en í New York 2 sólarhringa í
ferð.
SAS hefir óspart notað sér
frægð Margrétar í auglýsinga-
skyni, meðal annars kom hún
fram í sjónvarpi í New York
nýlega.
—Alþbl., 27. febr.
GAMAN 0G
ALVARA
Leslie Howard sagði þessa
sögu:
„Einu sinni vann ég við leik-
hús í London, sem sýndi stöðugt
sitt leikritið hvert kvöld, og
stundum tvö leikrit á dag. Þetta
var mjög erfitt fyrir leikend-
urna.
Einu sinni var ég ihni á svið-
inu og mundi ekki, hvað ég átti
að segja næst. Ég þaut á bak
við tjöldin og sagði við leikstjór-
ann: „Flýttu þér, hvað á ég að
segja?“
Og hann svaraði: „Flýttu þér,
hvaða leikrit er þetta?“
☆
Hún (skoðar fjölskyldumynda
bók): „Er ekki pabbi skrýtinn
með þessi axlabönd?"
Hann (hagsýn sál): „Jú, en
hann myndi vera talsvert skrýtn
ari án þeirra“.
Magnús var fæddur að Reyni-
hólum í Torfastaðahreppi í
Húnavatnssýslu á íslandi 31. maí
1862.
Foreldrar hans voru þau hjón-
in Davíð Jónsson og Þórdís
Guðmundsdóttir. Þar rann æska
hans alt fram að fermingu. En
skömmu eftir fermingardaginn
sinn, vorið 1876, flutti hann með
foreldrum sínum til Ameríku.
Heimili þeirra var fyrst í Nýja-
íslandi, sem svarar 5 ára skeiði.
Þá flutti fjölskyldan til Winni-
peg. Magnús, sem var þá nær
tvítugu, vann þann vetur við
járnbrautarbyggingu út frá
Winnipeg. Með vorinu var svo
leitað suður til Dakota-nýlend-
unnar.
Þannig árið 1882 hefst saga
þeirra hér í landi. Davíð nam
land um sex mílur suðvestur af
Mountain og reisti þar heimili
og bú. Stuttu eftir þetta eign-
uðust þeir bræðurnir, Magnús
og Sigurður, land og búgarð
suðvestur af heimili foreldra
sinna, þar í brún Pembina fjall-
anna. Unnu þeir fyrst þetta land
saman sem sannir bræður. Þeg-
svo Magnús giftist 1896 heitmey
sinni, Sigurbjörgu Jónasson,
hófu þau bú sitt á „farmi“ brúð-
gumans. Frá þeirri stundu
kendu allir búgarðinn við
Magnús, því þá tók Sigurður við
heimagarði foreldra sinna. Hin
ungu hjón voru samvalin í að
vinna sigur, og farnaðist því vel.
En eftir 10 ára sambúð kvaddi
kona hans hérvistum, og stóð
þá Davíð eftir sem vængbrotinn
með þrjú börn: Sigurbjörn, sem
féll í fyrra heirrtsstríðinu; Davíð,
kaupmaður í Cavalier, N. Dak.
og Friðrik, verzlunarstjóri hjá
Gamble Store Co. í Minneapolis,
Minnesota.
Magnús hélt þó áfram búskap
og eftir nokkur ár giftist hann
Guðrúnu Reykjalín frá Moun-
tain, N. Dakota. Aftur færðist
gleði yfir heimili og hag Magn-
úsar, því kona hans var honum
svo samhent í öllu. Eignuðust
þau sex börn: Sigurbjörgu, Mrs.
Ásmundsson, Milton, N. Dak.;
Þórdís, Mrs. I. Matthíason, kenn-
ari í Glasston, N. Dak.; Halldór
í Grafton, N. Dak.; Kristín,
heima; Jón, einnig heima og hef-
ir annast bú föður síns með á-
gætum, með Kristínu systur
sinni; og yngstur barnanna var
Hjálmar, sem hið síðaraverald-
arstríð tók frá öldnum föður.
Svo eru hildarleikir mannanna
óttalegir, að þeir hika ekki við,
að höggva tvisvar í sama kné-
runn.
Árið 1920 misti Magnús seinni
konu sína. Horfði hann nú aftur
frarn á veginn sorgbúinn, en við
hlið hans stóðu nú börnin, eldri
sem yngri, og í hópi þeirra
mætti hann nú árunum og ör-
lögunum.
Magnús leitaðist við að láta
ekki ský sorgarinnar skyggja á
framtíðarhiminn barna sinna, og
bar því harm sinn í hljóði og
reyndi að sitja sólarskinsmegin
með barnahópinn sinn. Að taka
þátt í félagsskap bygðarinnar
varð hönum og hugarfró og
kirkjan hans naut ætíð hans ein-
læga og fasta trúlyndis og trygð-
ar. Börnin lærðu og heilbrigða
samvinnu með æskulýð bygð-
arinnar, og fluttu heim til sín
lífsánægju og gleði þrátt fyrir
móðurleysi heimilisins. Það var
Magnúsi ljúft að sjá og finna,
að skuggarnir sem fallið höfðu
yfir götu hans, gátu ekki bannað
sólskininu inn í líf barnanna
hans. Með árunum var honum
ljúft að láta þá, sem yngri voru,
taka við. En það var gaman að
sjá og finna hve skilningsfullur
áhorfandi hann var. Enda naut
hann ástfólginnar að hlynningar
barna sinna svo sem einstætt
var.
Búgarður Magnúsar stóð á
fjallsbrún, það sá austur yfir
dalinn. Hve oft sú yfirsýn hjálp-
aði honum að horfa út yfir og
upp yfir hversdagssporin og
skilja ennþá betur að lífið hér
er stutt leið um lágan dal reynsl-
unnar, og að manninum er það
ætíð þörf að festa ekki augun
of mjög á því jarðneska, heldur
horfa hærra — til hins himneska
eilífa. Honum líkuðu þessi orð
alveg sérstaklega vel:
„Ég hef augu mín til fjallanna,
hvaðan kemur mér hjálp,
hjálp mín kemur frá Drottni,
Herra himins'Og jarðar".
Við Islendingar, hvar sem við
erum búsettir, eigum sameigin-
legan þegnrétt í hinu íslenzka
ríki andans, og þess vegna sæm-
ir okkur einnig að láta okkur
varða íslenzkar menningarstofn-
anir, starf þeirra og þróun. Á
það ekki sízt við um æðstu
menntastofnun ættlandsins, Há-
skóla íslands, og verður hér því
farið nokkrum orðum um nýj-
ustu Árbók hans, fyrir háskóla-
árið 1949—50 (Reykjavík, 1950).
Af innihaldi Arbókarinnar ber
fyrst að nefna hina skorinorðu
og athyglisverðu ræðu prófes-
sors dr. Alexanders Jóhannes-
sonar, rektors háskólans, er hann
flutti við setningu hans haustið
1949. Minnist rektor fyrst frá-
fallinna og nýrra háskólakenn-
ara, rekur síðan í megindrátt-
um helztu atburði í lífi háskól-
ans á umræddu ári, og víkur að
framtíðarhorfum hans. En eigi
lætur rektor þar við lenda. Hann
deilir jafnframt djarflega á það,
sem hann telur miður fara í ís-
lenzku þjóðlífi og til óheilla
horfa, og lýkur máli sínu með
þessum tímabæru ummælum og
almenns gildis:
„Ef við lítum yfir viðburði síð-
ustu 10 ára í veröldinni, hryllir
oss við því valdi, er hefir orðið
að ofbeldi, lagt þjóðir í fjötra,
svipt þær frelsi sínu og kúgað
þær. Valdið er margs konar,
vald kúgarans, er einskis svífst,
og vald áróðursins, er stjórn-
málamenn beita sér og sínum
málum til framdráttar. En hvort
tveggja stendur völtum fótum,
vald kúgarans verður ætíð eftir
langan eða skamman tíma brot-
ið á bak aftur, og vald áróðurs-
ins er háð duttlungum lýðsins
og heyrist hrikta í hlekkjum
þess við hverjar kosningar, og
eru til þess þær eðlilegu ástæð-
ur, að hinnar algeru hlutlausu
athugunar á landsmálum er of
sjaldan gætt, og því fer sem fer,
að stjórnmálamenn veltast úr
völdum og flokkar vaxa og
minnka á víxl, eða þurkast út
og nýir fæðast. Það er aðeins
eitt vald, sem stenzt, þótt allt
annað hrynji, vald þekkingar-
innar, vald vísinda, vald góðs
uppeldis og vald menningarinn-
ar. Hver þjóð, er leggur kapp á
að teljast til menningarþjóða og
tekur þátt í samstarfi þeirra,
verður því að leggja áherzlu á
að auka þetta vald, hlynna að
vísindum og listum, vanda vel
til uppeldis æskunnar og fela
þau störf þeim einum, er kunnir
eru að vandvirkni og heiðarleik,
góðri þekking og hófsemi. En
vald menningar hverrar þjóðar
styðst ætíð við siðgæðishug-
sjónir. Hinn siðferðislegi þroski
er í rauninni grundvöllur alls
mannlífs, að þekkja sjálfan sig
og sinn ófullkomleika og keppa
að því að bæta líf sitt og verða
vaxandi maður, að bera virðingu
fyrir og hlýhug til allra með-
bræðra sinna og systra og ganga
aldrei á rétt þeirra, í rauninni
að virða allt, sem lífsanda dreg-
ur, eins og hinn kunni heim-
spekingur og mannvinur Albert
Schweizer hefir nýlega sett fram
í riti sínu um heimspeki menn-
ingarinnar. Þá fyrst er nokkur
möguleiki á því, að komizt verði
hjá styrjöldum þjóða milli, því
að þær éiga upptök sín í hugar-
fari manna. Hugarfarsbreyting
Magnús andaðist hinn 27. októ
ber 1949, eftir ekki langa sjúk-
dómslegu. Jarðarför hans fór
fram frá heimilinu og Garðar-
kirkju þann 31. sama mánaðar
að viðstöddu fjölmenni ástvina
og samferðafólks. Auk barnanna,
sem áður eru talin, lætur hann
eftir sig þrjár systur: Þórdísi,
Mrs. Oddgeirsson á Garðar,
Önnu, Mrs. Swanlaw í Chicago
og fóstursystir Miss Laugu Geir
á Garðar.
Þökk frumbyggjasonur og
frumbyggi sjálfur.
er því vandasamasta viðfangs-
efni nútímamenningar, og ætt-
um vér íslendingar að taka virk-
an þátt í því starfi, sem nú er
hafið á vegum Sameinuðu þjóð-
anna og einnig af ýmsum félags-
samtökum í heiminum og for-
ystumönnum, er sjá glöggt,
hvert stefna ber“.
Þá flytur Árbókin prýðilega
minningargrein um dr. Pál Egg-
ert Ólason, fyrrv. háskólakenn-
ara, eftir lærisvein hans og eftir-
mann í söguprófessorsembætt-
inu, dr. Þorkel Jóhannesson. Er
það hispurslaus en drengileg lýs-
ing á þeim svipmikla manni og
fágæta vinnuvíking. Stórvirki
hans á sviði sagnritunar, og þó
einkum ritsafnið Menn og mennt
ir og Ævisaga Jóns Sigurðssonar,
eru Islendingum beggja megin
hafsins löngu kunnar; en hann
vann eigi minni stórvirki í bók-
fræði með skrá sinni yfir hand-
ritasöfn Landsbókasafnsins, að
ótöldum öðrum fræðiritum hans,
svo sem Æviþáttum Islendinga,
sem Bókmenntafélagið er nú að
gefa út í mörgum bindum. ís-
lendingar hvarvetna standa því
í mikilli þakkarskuld við dr. Pál,
og það er hverju orði sannara,
sem dr. Þorkell segir um hann í
lok minningargreinar sinnar:
„Með honum er til moldar horf-
inn einn hinn mikilhæfasti
fræðimaður, sem þjóð vor hefir
eignast“.
Árbókin er annars, svo sem
ætla má, ítarleg lýsing á starfi
háskólans á skólaárinu 1949—50,
gerðum háskólaráðs, kennara-
liði, stúdentafjölda hinna ýmsu
deilda, námsgreinum og prófum,
söfnum háskólans og fjárhag, á-
samt yfirliti yfir störf stúdenta-
ráðs, er jafnframt varpar ljósi
á stúdentalífið.
Greinargóð og eftirtektarverð
er skýrsla dr. Björns Sigfússon-
ar um Háskólabókasafnið, og á-
nægjulegt að sjá, að nokkrir ís-
lendingar vestan hafs eru í hópi
þeirra, sem minnst hafa safns-
ins með bókagjöfum. Mættu
fleiri í okkar hópi fara að dæmi
þeirra; það er fögur og holl þjóð-
rækni.
Háskóli Islands á fertugsaf-
mæli á komandi sumri, og gefst
væntanlega tækifæri til að segja
nánar frá störfum hans, vexti
og viðgangi, í tilefni þeirra tíma-
móta í sögu hans.
Rovatzos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Our Specialtles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQtTETS
FUNERAL DESIGNS
Hin K. Christle, Proprletren
Formerly with Robinson & Co.
Minnist
CETEL
í erfðaskrám yðar.
Jfí odern Jewellers
678 Sargent Avenue
Repairs to all makes of
WATCHES, CLOCKS,
JEWELLERY AND
RONSON LIGHTERS
Bók með 135 Ijósmyndum fró
íslandi er komin út í Svíþjóð
Um þessar mundir er að koma út í Svíþjóð stór og fögur
myndabók frá íslandi, og er hún eftir kunnan sænskan
ljósmyndara, Hans Malmberg, en hann hefir oft komið
hingað til lands frá 1948 og tekið myndir víðs vegar að af
landinu og úr atvinnulífinu. Alls eru í bókinní 135 ljós-
myndir, en formálsorð og texta með myndunum skrifar
Helgi P. Briem, sendiherra Islands í Stokkhólmi. Innan
tveggjsamánaða kemur bókin einnig út á ensku.
E. H. F.
Árbók Hóskóla íslands
Eftir prófessor RICHARD BECK